31. mars 2009 : Gamalt efni um flóttamenn

Rauða krossinum hefur áskotnast gamalt útgefið efni um flóttamenn. Annars vegar er það grein eftir Ólínu þorvarðardóttur sem birtist í Heimsmynd í desember 1986 og hins vegar myndbrot úr umfjöllun Ríkissjónvarpsins þegar tekið var á móti pólskum flóttamönnun í maí 1982.

31. mars 2009 : Hættuástandi aflýst á Siglufirði

Siglufjarðardeild Rauða krossins  var kölluð út í gærkvöldi vegna yfirvofandi snjóflóðahættu sem skapaðist á Siglufirði. Ákveðið var að hefja rýmingu á húsum sem standa á reit átta. 36 manns úr 30 íbúðum þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki þurfti að opna fjöldahjálparstöð þar sem hægt var að koma öllum fyrir á gistiheimilinu Hvanneyri eða hjá vinum og vandamönnum.

Á fundi aðgerðarstjórnar sem var að ljúka nú klukkan 09:30 var ákveðið að aflétta hættuástandi.
 

31. mars 2009 : Hættuástandi aflýst á Siglufirði

Siglufjarðardeild Rauða krossins  var kölluð út í gærkvöldi vegna yfirvofandi snjóflóðahættu sem skapaðist á Siglufirði. Ákveðið var að hefja rýmingu á húsum sem standa á reit átta. 36 manns úr 30 íbúðum þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki þurfti að opna fjöldahjálparstöð þar sem hægt var að koma öllum fyrir á gistiheimilinu Hvanneyri eða hjá vinum og vandamönnum.

Á fundi aðgerðarstjórnar sem var að ljúka nú klukkan 09:30 var ákveðið að aflétta hættuástandi.
 

30. mars 2009 : Ungt fólk nýtir tímann

Vilt þú stuðla að því að ungt fólk nýti tímann í sumar? Stjórn Ungmennahreyfingarinnar í Reykjavík er að setja af stað vinnuhóp til að undirbúa opnun sumarmiðstöðvar fyrir ungt fólk.

30. mars 2009 : Kópavogsdeildin færir Lindaskóla þakklætisvott

Kópavogsdeildin færði í dag nemendum og starfsfólki Lindaskóla þakklætisvott fyrir vel unnið starf í þemaviku skólans fyrir skemmstu þar sem Rauði krossinn var umfjöllunarefnið. Við sama tilefni gáfu nemendur Rauða krossinum þá peninga sem höfðu safnast við sölu á vöfflum og söfnun á fjárframlögum á fjölskyldusýningu skólans. Verkefnastjóri ungmenna- og alþjóðamála hjá deildinni, Hrafnhildur Helgadóttir, tók þakklát við þessari peningagjöf.

30. mars 2009 : Brjálað veður í Vík í Mýrdal - Landsmót URKÍ

Katrín Björg Stefánsdóttir sendi þessa skemmtilegu söga frá ógleymanlegu landsmóti Urkí sem haldið var í Vík í Mýrdal helgina 14. og 15 mars.

27. mars 2009 : Nemendur Versló áhugasamir um Vinanetið og Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Starfsmenn Reykjavíkurdeildar Rauða krossins heimsóttu alla þriðju bekki Verslunarskóla Íslands og kynntu fyrir nemendum verkefni ungmennahreyfingar deildarinnar, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og Vinanetið. Móttökurnar voru góðar og nemendur Verslunarskóla Íslands áhugasamir um verkefni Rauða krossins.

Vinanet er spjall fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem af einhverjum ástæðum hefur einangrast frá samfélaginu. Á Vinaneti getur fólk rætt saman á uppbyggilegan hátt um hin ýmsu málefni. Einu sinni í mánuði stendur þeim sem spjalla saman á netinu til boða að hittast utan tölvuheima ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins þar sem ýmislegt skemmtilegt er gert  eins og fara saman í bíó, í keilu, á skauta, á kaffihús og svo framvegis. Hlutverk sjálfboðaliða er að halda utan um spjallið og sjá til þess að notendur spjalli saman á jákvæðum nótum ásamt því að ýta undir að allir taki virkan þátt – bæði í spjallinu og í mánaðarlegum hittingum utan netheima. Sjálfboðaliðar verkefnisins hafa setið grunnnámskeið Vinanets og fengið þjálfun í viðtalstækni.

26. mars 2009 : Ungt fólk og fjölmenning

Kópavogsdeild stóð fyrir viðburðinum „Ungt fólk og fjölmenning” í gærkvöldi í samvinnu við Menningarhúsið Molann í Kópavogi. Fólk fjölmennti í Molann þar sem viðburðurinn var haldinn og allt að 80 manns voru í húsinu þegar hæst bar. Þessi viðburður var fyrsti liðurinn í ungmennastarfi Kópavogsdeildar fyrir ungmenni á aldrinum 16-35 ára en nú í vor mun deildin víkka út starf sitt enn frekar með því að koma á fót sérstöku starfi fyrir þennan aldurshóp. Markmið viðburðarins var einnig að vekja athygli á stöðu fjölmenningar á Íslandi með sérstakri áherslu á ungt fólk. 

26. mars 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Egilsstöðum

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Egilsstöðum á laugardaginn og sóttu það18 manns frá Eskifirði, Stöðvarfirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum og höfuðborgarsvæðinu.

Nokkrir þátttakendur voru að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar, aðrir að koma í fyrsta sinn.

Námskeiðið byggðist upp á fyrirlestrum, umræðum og verklegum æfingum þar sem þátttakendur æfðu sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.

26. mars 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Egilsstöðum

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Egilsstöðum á laugardaginn og sóttu það18 manns frá Eskifirði, Stöðvarfirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum og höfuðborgarsvæðinu.

Nokkrir þátttakendur voru að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar, aðrir að koma í fyrsta sinn.

Námskeiðið byggðist upp á fyrirlestrum, umræðum og verklegum æfingum þar sem þátttakendur æfðu sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.

26. mars 2009 : Skákfélag Vinjar á Íslandsmótinu á Akureyri

Félagar í Skákfélagi Vinjar lögðu land undir hjól og óku norður á Akureyri um sl. helgi. Þátttaka í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga var verkefnið en sex manns fóru þessa ferð. Í félaginu eru reyndar skráðir 25 einstaklingar en ekki höfðu margir möguleika á að fara til höfuðborgar norðurlands að þessu sinni, þó mun fleiri hafi skipst á að tefla í fyrri hluta mótsins sem fram fór í Rimaskóla sl. haust.

Væntingar voru nokkrar, enda liðið í sjöunda sæti af þrjátíu liðum í fjórðu deild þegar keppnin hófst. Tvo sterka menn vantaði þó í liðið svo brugðið gat til beggja vona. Svo fór reyndar að færri vinningar komu í hús en vonast hafði verið eftir þannig að liðið endaði um miðja deild.

25. mars 2009 : Sjálfboðaliða vantar í Rauðakrosshúsið

Námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða í Rauðakrosshúsi verður haldið í Rauðakrosshúsinu að Borgartúni 25 (1. hæð) í Reykjavík mánudaginn 30. mars.

Á námskeiðinu verður fjallað um sálræna erfiðleika á erfiðum tímum, sálrænan stuðning, móttöku gesta, viðtalstækni og hvaða aðstoð og úrræði eru í boði í samfélaginu. Starfsemi Rauða krossins verður kynnt og starf sjálfboðaliða í Rauðakrosshúsinu.

Störf sjálfboðaliða í Rauðakrosshúsinu eru margvísleg. Hluti sjálfboðaliða sinnir einkum móttöku og ráðgjöf við gesti, aðrir sinna undirbúningi námskeiða og öðrum tilfallandi verkefnum þar á meðal léttu spjalli við gesti.

25. mars 2009 : „Síðasta umferðin" gefur til mannúðarmála

Á fundi Árnesingadeildar sem haldinn var á dögunum afhenti prjónahópur deildarinnar, sem nefnir sig Síðustu umferðina, 400.000 krónur í hjálparsjóð Rauða krossins.

25. mars 2009 : Um 15 milljónir söfnuðust í landssöfnun Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar

Landssöfnuninni sem Rauði kross Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar stóðu fyrir í síðustu viku er nú lokið. Landsmenn voru hvattir til að gefa 100 kall á haus og alls söfnuðust um 15 milljónir. Söfnunarféð skiptist jafnt á milli Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar.

Kópavogsdeildin þakkar öllum þeim sem tóku þátt í söfnuninni með framlagi sínu. Stuðningur landsmanna við starf hreyfingarinnar er ómetanlegur, nú sem endranær.

25. mars 2009 : „Síðasta umferðin" gefur til mannúðarmála

Á fundi Árnesingadeildar sem haldinn var á dögunum afhenti prjónahópur deildarinnar, sem nefnir sig Síðustu umferðina, 400.000 krónur í hjálparsjóð Rauða krossins.

24. mars 2009 : „Flóttamenn í heimreiðinni: Af hverju hér? “

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stendur í þessari viku fyrir greinasamkeppni sem nær til Eystrasalts- og Norðurlanda. Þátttakendur eru nemar í fjölmiðlafræði en samkeppnin er skipulögð í samstarfi við helstu dagblöð í þessum löndum. Háskólar og hjálparstofnanir, þar á meðal Rauði kross Íslands, koma einnig að samkeppninni.

„Ólöglegir innflytjendur frá Afríku koma að landi í Evrópu, óttast er að margir þeirra hafi drukknað“. Fyrirsagnir svipaðar þessum eru algengar í evrópskum fréttum. En er allt þetta fólk „ólöglegir innflytjendur“? Getur ekki verið að sumir þeirra séu á flótta undan stríði og ofsóknum? Eru ef til vill hælisleitendur á meðal þeirra? Vitum við hvað býr að baki þessum fréttum í raun og veru. Getur verið að fréttir í þessum málaflokki endurspegli aðallega stjórnmálaskoðanir og almenningsálit? Gera blaðamenn sér alltaf grein fyrir því að á meðal ólöglegra innflytjenda eru oft einstaklingar sem flúið hafa skelfilegan mannúðarvanda og þurfa á vernd að halda?

24. mars 2009 : „Flóttamenn í heimreiðinni: Af hverju hér? “

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stendur í þessari viku fyrir greinasamkeppni sem nær til Eystrasalts- og Norðurlanda. Þátttakendur eru nemar í fjölmiðlafræði en samkeppnin er skipulögð í samstarfi við helstu dagblöð í þessum löndum. Háskólar og hjálparstofnanir, þar á meðal Rauði kross Íslands, koma einnig að samkeppninni.

„Ólöglegir innflytjendur frá Afríku koma að landi í Evrópu, óttast er að margir þeirra hafi drukknað“. Fyrirsagnir svipaðar þessum eru algengar í evrópskum fréttum. En er allt þetta fólk „ólöglegir innflytjendur“? Getur ekki verið að sumir þeirra séu á flótta undan stríði og ofsóknum? Eru ef til vill hælisleitendur á meðal þeirra? Vitum við hvað býr að baki þessum fréttum í raun og veru. Getur verið að fréttir í þessum málaflokki endurspegli aðallega stjórnmálaskoðanir og almenningsálit? Gera blaðamenn sér alltaf grein fyrir því að á meðal ólöglegra innflytjenda eru oft einstaklingar sem flúið hafa skelfilegan mannúðarvanda og þurfa á vernd að halda?

24. mars 2009 : Nemendur í Lindaskóla kynna sér Rauða krossinn

Þemaviku Lindaskóla í Kópavogi þar sem Rauði krossinn var viðfangsefnið lauk nú nýverið með veglegri fjölskyldusýningu þar sem afrakstur nemenda var til sýnis. Verkefnastjóri ungmennamála hjá Kópavogsdeildinni mætti á sýninguna og heillaðist mjög af veglegri vinnu nemendanna.

Eftir að hafa fengið kynningu frá verkefnastjóranum á mánudagsmorgni völdu nemendurnir sér eitt viðfangsefni til þess að vinna með. Máttu þeir ráða nánari útfærslu sinna verkefna í framhaldinu. Dæmi um viðfangsefni sem hægt var að velja var sjálfboðið starf, starf Rauða krossins á Íslandi, alþjóðlegt hjálparstarf, börn og stríð, hungursneyð,  hugsjónastarf Rauða krossins og þróunarlöndin. Auk þess var hægt að taka að sér að búa til fréttir um þemavikuna.

23. mars 2009 : Fjórða námskeiðið í Nýttu tímann farið af stað

Í morgun hófst fjórða námskeiðið í Nýttu tímann, þ.e. hreyfing. Þátttakendur fá þá leiðsögn í tai chi-æfingum og svo jóga. Námskeiðið er ætlað öllum, í sama hvaða formi fólk er, og það verður næstu þrjá mánudaga. Enn er laust á námskeiðið fyrir áhugasama. Verkefnið Nýttu tímann hófst í byrjun mars með námskeiði í skapandi skrifum. Níu manns sátu námskeiðið en næsta námskeið, aðstoð við gerð skattaskýrslunnar, var einnig vinsælt. Þá var fullbókað á námskeið í prjóni og hekli. Einnig er fullbókað á námskeið í fatasaumi en nú hafa bæst við fleiri námskeið og skráning er hafin á þau.

23. mars 2009 : Borgarfjarðardeild og Grunnskólinn í Borgarnesi fengu fróðlega heimsókn

Borgarfjarðardeild Rauða krossins fékk heimsókn frá Sulayman og Amie sjálfboðaliðum Rauða krossins í Gambíu í síðustu viku. Sjálfboðaliðarnir verða í sex vikur á Íslandi og koma víða við, þar á meðal í Borgarnesi.

Deildin bauð sjálfboðaliðunum á Landnámssetur Íslands þar sem þau sáu sýningu um landnám Íslands. Eftir sýninguna var þeim boðið til kvöldverðar með stjórnarfólki deildarinnar þar sem þau héldu kynningu á gambíska Rauða krossinum.

20. mars 2009 : Heimsókn frá Gambíu

Undanfarnar vikur hafa þau Sulayman og Amie, sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu, verið í heimsókn á Íslandi í boði Reykjavíkurdeildarinnar Markmiðið með heimsókninni er að kynnast starfi Rauða krossins á Íslandi og kynna um leið umfangsmikið og blómlegt starf í Gambíu. 
Deildir á Vesturlandi hafa átt í áralöngu vinadeildarsamstarfi við deildina í Western division í Gambíu og því var sérstaklega spennandi að fá þau Sulayman og  Amie í heimsókn, en þau gerðu víðreist um Vesturlandi í vikunni. Á þriggja daga ferð sinn heimsóttu þau skóla og fyrirtæki í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Borgarnesi og Akranesi. Í tengslum við heimsóknina var skólasamskiptaverkefni, þar sem krakkar úr 4. gg 5. bekk í Snæfellsbæ tengjast nemendum í skóla  í úthvefri  Brikama, höfuðborg W-region, hrundið af stað.
 

19. mars 2009 : Fréttabréf Húsavíkurdeildar var að koma út

Út er komið 1. tbl, 3. árgangs af fréttabréfi Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Fréttabréfinu er dreift á öll heimili á starfssvæði deildarinnar þ.e. í Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahrepp og Tjörneshrepp, liðlega 1.600 heimili. 

Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa og nefna má fimmtíu ára afmæli deildarinnar og þjóðadag sem haldinn var af því tilefni. Sagt er frá „First responder“ námskeiði þar sem nokkrir félagar í deildinni tóku þátt og fleira fróðlegt má finna í fréttabréfinu. Skoða má fréttabréfið í heild með því að smella hér. 

19. mars 2009 : Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti, viðburður í Smáralindinni í dag

Þessa vikuna stendur yfir Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti þar sem unnið er að því að uppræta mismunun, fordóma og þjóðernishyggju í álfunni og stuðla að umburðalyndu samfélagi þar sem allir eru jafnir.

Í tilefni þess stendur Rauði krossinn, Mannréttindastofa, Þjóðkirkjan, SGI Búddistafélagið og KFUM & KFUK fyrir viðburði fyrir ungt fólk í Smáralindinni  í dag, 19. mars, kl. 16:30.

Unga fólkið í félögunum mun bjóða gestum og gangandi upp á fjölmenningarspjall, sælgæti og barmmerki á 1. hæðinni fyrir framan verslun Haugkaupa. Ýmis skemmtiatriði verða í boði eins og söngatriði úr söngleik Menntaskólans í Kópavogi „Skítt með það" og söngleiknum Hero, gestum og gangandi verður boðið í break kennslu, fjölmenningar- „twister" og fleiri leiki.

19. mars 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

19. mars 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

19. mars 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

18. mars 2009 : Loðinn og fjórfættur sjálfboðaliði

Grein og myndskeið um hundaheimsókn sjálfboðaliða Rauða krossins var birt á mbl.is í dag.

18. mars 2009 : Miðstöð fólks í atvinnuleit

Á dögunum var formlega opnuð í Hveragerði miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Miðstöðin er samstarf Hveragerðisdeildar Rauða krossins og Hveragerðisbæjar og er staðsett í húsnæði Hveragerðisdeildar að Austurmörk 7.

Við það tilefni undirrituðu forsvarsmenn Hveragerðisbæjar og Rauða krossins samkomulag um samstarf til framtíðar.

Miðstöðin verður opin á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 9-12. Markmið með miðstöðinni er að fólk sem misst hefur vinnuna haldi virkni sinni áfram og verði þar með hæfara til þátttöku í atvinnulífi þegar ný tækifæri skapast á vinnumarkaði.

18. mars 2009 : Ungmenni kynna sér starfsemi Rauða krossins

Nú stendur yfir árleg þemavika í Lindaskóla í Kópavogi og þemað í unglingadeildinni í ár er Rauði kross Íslands. Nemendur úr skólanum hafa kynnt sér starfsemi Rauða krossins og hafa nokkrir hópar komið í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og tekið viðtöl við starfsmenn deildarinnar. Þeir hafa fræðst um rekstur deildarinnar, verkefnin, námskeið og ungmennastarfið. Þá hafa nokkrir hópar líka farið á landsskrifstofu Rauða krossins og fengið upplýsingar um starfið þar. Þeir fengu meðal annars stutta kennslu í skyndihjálp.

18. mars 2009 : Ungmenni kynna sér starfsemi Rauða krossins

Nú stendur yfir árleg þemavika í Lindaskóla í Kópavogi og þemað í unglingadeildinni í ár er Rauði kross Íslands. Nemendur úr skólanum hafa kynnt sér starfsemi Rauða krossins og hafa nokkrir hópar komið í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og tekið viðtöl við starfsmenn deildarinnar. Þeir hafa fræðst um rekstur deildarinnar, verkefnin, námskeið og ungmennastarfið. Þá hafa nokkrir hópar líka farið á landsskrifstofu Rauða krossins og fengið upplýsingar um starfið þar. Þeir fengu meðal annars stutta kennslu í skyndihjálp.

18. mars 2009 : Ungmenni kynna sér starfsemi Rauða krossins

Nú stendur yfir árleg þemavika í Lindaskóla í Kópavogi og þemað í unglingadeildinni í ár er Rauði kross Íslands. Nemendur úr skólanum hafa kynnt sér starfsemi Rauða krossins og hafa nokkrir hópar komið í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og tekið viðtöl við starfsmenn deildarinnar. Þeir hafa fræðst um rekstur deildarinnar, verkefnin, námskeið og ungmennastarfið. Þá hafa nokkrir hópar líka farið á landsskrifstofu Rauða krossins og fengið upplýsingar um starfið þar. Þeir fengu meðal annars stutta kennslu í skyndihjálp.

18. mars 2009 : Miðstöð fólks í atvinnuleit

Á dögunum var formlega opnuð í Hveragerði miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Miðstöðin er samstarf Hveragerðisdeildar Rauða krossins og Hveragerðisbæjar og er staðsett í húsnæði Hveragerðisdeildar að Austurmörk 7.

Við það tilefni undirrituðu forsvarsmenn Hveragerðisbæjar og Rauða krossins samkomulag um samstarf til framtíðar.

Miðstöðin verður opin á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 9-12. Markmið með miðstöðinni er að fólk sem misst hefur vinnuna haldi virkni sinni áfram og verði þar með hæfara til þátttöku í atvinnulífi þegar ný tækifæri skapast á vinnumarkaði.

17. mars 2009 : Ungt fólk og fjölmenning

17. mars 2009 : Sálræn skyndihjálp - leiðbeiningar um viðurkennt verklag á vettvangi

Handbók með leiðbeiningum í sálrænni skyndihjálp er komin út. Að henni standa stofnanir sem koma að skipulagningu sálræns stuðnings á Íslandi sem eru auk Rauða kross Íslands, Landsspítali, Landlæknisembættið, Þjóðkirkjan og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Um er að ræða íslenska þýðingu á leiðbeiningum sem þróaðar hafa verið af fjölda erlendra sérfræðinga sem sérhæfa sig í sálrænum stuðningi eftir alvarleg áföll. Um þýðingu sáu Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur og Þórunn Finnsdóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði og er hún aðlöguð að íslenskum aðstæðum.

17. mars 2009 : Úrslit í ljósmyndakeppni Eldhuga

Spennan var mikil þegar úrslitin í ljósmyndakeppni Eldhuga voru kynnt í síðustu viku. Fyrsta sætið hlaut Valey Sól Guðmundsdóttir fyrir mynd sína í þemanu „Fjölbreytni“. Í verðlaun býður Ljósmyndaskóli Sissu Valeyju Sól upp á kennslu í formi leiðsagnar í einn dag. Auk þess fékk hún tvo bíómiða sem Sambíóin gáfu í verðlaun. Annað sætið hlutu Heiðrún Fivelstad og Gunnhildur Ýr Valdimarsdóttir fyrir mynd sína í þemanu „Fordómar“. Fengu þær gjafabréf upp á tvo kafbáta í boði Subway.

17. mars 2009 : Sulayman og Amie, sjálfboðaliðar Rauða krossins í Gambíu, heimsækja Vestfirði

Sjálfboðaliðarnir Sulayman og Amie frá Rauða krossinum í  Gambíu heimsóttu Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum. Þau eru á Íslandi um þessar mundir í boði Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.

Deildirnar á Vestfjörðum eru í vinadeildarsamstarfi við deildina í North Bank í Gambíu og buðu sjálfboðaliðunum vestur til að kynna sér starf deildanna þar og fræða heimamenn um Gambíu, land og þjóð.

Sulayman og Amie ferðuðust vítt og breitt um Vestfirði, heimsóttu Rauða kross deildirnar, skóla, athvarf, vinnustaði og heimili. M.a. fóru þau í heimsókn til nemenda 8. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði sem hafa verið að læra um Gambíu og eru að hefja bréfasamskipti við jafnaldra sína í þar. Er það hluti af enskukennslunni í skólanum, en opinbera málið í Gambíu er enska.

16. mars 2009 : Hundraðkall á haus – Stöndum saman

Sameiginleg landssöfnun Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar hófst 16. mars. Einkunnarorð eru Stöndum saman og er safnað í þágu aðstoðar innanlands.

Um er að ræða símasöfnun þar sem hringt er í eitt númer 90 15 100, og þá dragast 100 kr. frá næsta símreikningi. Lögð er áhersla á að allir geti lagt sitt að mörkum burtséð frá afkomu og aðstæðum hvers og eins með því að hafa upphæðina þetta lága. Ef allir landsmenn standa saman ættu að safnast 32 milljónir króna til verkefna Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar vegna efnahagsþrenginganna.

16. mars 2009 : Góður stuðningur í landssöfnuninni sem hófst í dag

Sóley Gunnarsdóttir, 10 ára, kom færandi hendi í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar rétt í þessu í tilefni af landssöfnun Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar. Hún kom fyrir hönd frændsystkina sinna sem hvert gaf 500 krónur í söfnuna og færði hún Rauða krossinum alls 6.000 krónur. Fyrir hönd Rauða krossins færir Kópavogsdeildin frændsystkinunum kærar þakkir fyrir stuðninginn.

16. mars 2009 : Góður stuðningur í landssöfnuninni sem hófst í dag

Sóley Gunnarsdóttir, 10 ára, kom færandi hendi í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar rétt í þessu í tilefni af landssöfnun Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar. Hún kom fyrir hönd frændsystkina sinna sem hvert gaf 500 krónur í söfnuna og færði hún Rauða krossinum alls 6.000 krónur. Fyrir hönd Rauða krossins færir Kópavogsdeildin frændsystkinunum kærar þakkir fyrir stuðninginn.

14. mars 2009 : Landsmót í stormi

Landsmót Ungmennahreyfingar Rauða krossins er haldið um helgina í Vík í Mýrdal. Ekki er hægt að segja annað en mótið hafi byrjað með stæl þar sem stór hluti hópsins var veðurtepptur á leiðinni.

Notið var leiðsagnar formanns Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins og fékk hópurinn inni í bændagistingunni í Drangshlíð þar sem vel fór um alla í nótt.

Miklir fagnaðarfundir urðu þegar hópurinn mætti í Vík klukkan 9:30 í morgun.
 

13. mars 2009 : Heimsókn í Kirkjubæjarskóla

Þann 11. febrúar, á 112 daginn, heimsótti Rauði krossinn Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri. Í skólanum eru um það bil 50 nemendur og koma þeir bæði frá þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri og sveitunum þar í kring.

Tilefni heimsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að fræða nemendur og starfsfólk skólans um Rauða kross hreyfinguna, og var flutt stutt yfirlit um starfið og áhersluverkefni félagsins innanlands. Hins vegar var tilefnið að færa nemendum skólans kveðjur og þakkir fyrir myndarlega peningagjöf að upphæð 42.520 krónur sem þeir færðu Klausturdeild Rauða krossins í upphafi ársins. Var það söluhagnaður af skólablaðinu Blængi ásamt jólasöfnun unglingadeildar, sem hefur haft það fyrir sið að gefa upphæð til ákveðins málefnis um hver jól í stað þess að hafa pakkaleik á litlu jólunum.

13. mars 2009 : Enter á ferð og flugi

Það hefur ýmislegt skemmtilegt verið á döfinni síðustu vikur hjá Enter krökkunum. Til að mynda var þeim boðið að heimsækja RÚV í síðustu viku þar sem þau fengu að fylgjast með upptöku Stundarinnar okkar. Björgvin Franz Gíslason, umsjónarmaður þáttarins, gaf sér tíma og heilsaði upp á krakkana auk þess sem þeim var boðið upp á veitingar. Þau voru uppnumin yfir þessari reynslu og því hversu stórt myndverið er í raun. Þau sátu áhugasöm og prúð á meðan á upptökum stóð og sögðust síðan ætla að fylgjast spennt með á hverjum sunnudegi eftir þættinum sem þau sáu búinn til. 

13. mars 2009 : Arabísk veisla.

Það ilmaði vel í Rauða kross húsinu á Akranesi í gærkvöld þegar Wafaa Al Quinna tók bæjarfulltrá á Akranesi og þingmenn í NV – kjördæmi á námskeið í arabískri matargerð.
Á námskeiðið mættu Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs á Akranesi, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Guðmundur Páll Jónsson og Sveinn Kristinssons bæjarfulltrúar og þingmennirnir Guðbjartur Hannesson og Einar Kr. Guðfinnsson.
Fyrir hópnum lá að slá upp fimm rétta arabískri veislu, en boðið var upp á súpu, falafel, kebeb, hummus og arabíska kartöflumús. Það má segja að verkaskiptining milli bæjarstjórnamanna og þingmanna hafi haldið nokkuð vel – Einar og Gutti  tækluðu græjumálin og sáu um að hakka og hnoða en bæjarstjórnarmennirnir- og konurnar sáu um nánari úrvinnslu hráefnisins. Að lokum var svo sest að veisluborði og voru menn á einu máli um að samvinnan í eldhúsinu hefði skilað stórkostlegum árangri. 

 

13. mars 2009 : Góð heimsókn!

Það var glatt á hjalla í Rauða kross húsinu á miðvikudagsmorguninn þegar hópur nemenda í móttökudeild Grundaskóla kíkti í heimsókn. Heimsóknin var liður í samfélagsfræðslu í samfélagsfræðslu í skólanum og var markmiðið var að kynnast bæjarlífinu betur. Í Rauða kross húsinu tók verkefnisstjóri innflytjendmála, Shyamali Ghosh, á móti krökkunum og sagði þeim frá starfi Rauða krossins um allan heim og fjallaði um helstu verkefnin á Akranesi. Að lokum skoðuðu krakkarnir nýja húsið sem Rauði krossinn flutti í fyrir skömmu og héldu svo í skólann aftur, glaður í bragði.
 

12. mars 2009 : Kastljósþátturinn um alnæmisleikinn kominn á vefinn

Rauða kross ungmenni af öllu höfuðborgarsvæðinu sameinuðust fimmtudagskvöldið 27. nóvember 2008 í húsakynnum Kópavogsdeildar. Samkoman var liður í undirbúningi fyrir alþjóðlega alnæmisdaginn, sem haldinn er ár hvert 1. desember.

Auður Ásbjörnsdóttir stjórnarmeðlimur URKÍ hélt utan um svokallaðan „alnæmisleik". Leikurinn varpar ljósi á hvernig fólk getur sýkst af alnæmisveirunni. Kastljós kom í heimsókn og fylgdist með leiknum.

12. mars 2009 : Kastljósþátturinn um alnæmisleikinn kominn á vefinn

Rauða kross ungmenni af öllu höfuðborgarsvæðinu sameinuðust fimmtudagskvöldið 27. nóvember 2008 í húsakynnum Kópavogsdeildar. Samkoman var liður í undirbúningi fyrir alþjóðlega alnæmisdaginn, sem haldinn er ár hvert 1. desember.

Auður Ásbjörnsdóttir stjórnarmeðlimur URKÍ hélt utan um svokallaðan „alnæmisleik". Leikurinn varpar ljósi á hvernig fólk getur sýkst af alnæmisveirunni. Kastljós kom í heimsókn og fylgdist með leiknum.

12. mars 2009 : Ég vona að við fáum að vera hér sem lengst

Starf Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að deildin fékk húsnæði til afnota. Deildin hefur fengið inni í Heimalundi, tveggja hæða húsi sem áður hýsti skrifstofur útgerðarfélagsins á staðnum.

12. mars 2009 : Ég vona að við fáum að vera hér sem lengst

Starf Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að deildin fékk húsnæði til afnota. Deildin hefur fengið inni í Heimalundi, tveggja hæða húsi sem áður hýsti skrifstofur útgerðarfélagsins á staðnum.

12. mars 2009 : Kópavogsdeildin hélt námskeið fyrir Landssamband æskulýðsfélaga

Kópavogsdeildin hélt námskeið í sálrænum stuðningi fyrir Landssamband æskulýðsfélaga í sjálfboðamiðstöðinni í gær. Á námskeiðinu voru leiðbeinendur í ungmennastarfi hjá meðal annars URKÍ-deildum Rauða krossins, Skátafélaginu Svanir á Álftanesi og Samtökunum ’78. Alls sátu fjórtán leiðbeinendur námskeiðið. Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Kópavogsdeild, byrjaði á því að kynna starf deildarinnar og síðan leiðbeindi Margét Blöndal, geðhjúkrunarfræðingur, þátttakendunum í sálrænum stuðningi.

11. mars 2009 : Foldaskóli færir Rauða krossinum peningagjöf

Krakkar í 6. bekk JA og HR í Foldaskóla afhentu Rauða krossinum í dag peningagjöf til styrktar börnum og ungmennum víða um heim. Þessir peningar voru hagnaður þeirra eftir markaðsdaginn í nýsköpun þar sem þau seldu framleiðslu fyrirtækja sinna.

Berglind Rós forstöðukona Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar veitti peningagjöfinni viðtöku frá Lóu Kristínu nýsköpunarkennara 6. bekkjar Foldaskóla. Hún þakkaði nemendum þessa veglegu gjöf. 

 

10. mars 2009 : Vorið komið í Vin

Vormót Skákfélags Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, fór fram mánudaginn 9. mars í Vin að Hverfisgötunni.

10. mars 2009 : Skvísuleg heimsókn

Í morgun fékk Rauði krossinn á Akranesi fékk góða heimsókn  þegar hópur af pólskum konum sem er á íslenskunámskeiði í Jafnréttihúsi kíktu í kaffi og fékk kynningu á verkefnum deilarinnar með innflytjendum og Félagi nýrra Íslendinga, sem starfar í nánum tengslum við Rauða krossinn á Akranesi.
Allar höfðu dömurnar áhuga á því að koma til starfa með deildinni og vinna að því að byggja upp verkefni og virkniprógram fyrir atvinnulausa innflytjendur á Skaga. Fyrstu tvö verkefnin á dagskrá eru að koma á námskeiði fyri rhópinn í arabískri matargerð og að skipuleggja skvísupartý fyrir konur af íslenskum og erlendunm uppruna í bland sem haldið verðu laguardaginn 4. mars.  Öllum skvísum er bent á að taka daginn frá því partýið er öllum konum opið.

9. mars 2009 : Eldhugar hitta palestínska unglinga á Akranesi

Það var sannkölluð fjölmenningarstemning á fundi Eldhuga á fimmtudaginn er þeir fóru saman ásamt sjálfboðaliðum að heimsækja Rauða krossinn á Akranesi. Þar fékk hópurinn frábærar móttökur. Nokkrir unglingar úr hópi palestínskra flóttamanna sem þar búa, ásamt sjálfboðaliðum og starfsfólki  deildarinnar, biðu hópsins með veitingar. Auk þess sem hann fékk fræðslu um móttöku flóttamanna til nýrra heimkynna. Þar kom fram hvernig Rauði krossinn á Akranesi stóð að móttöku flóttamannanna frá Palestínu sem fluttu þangað í fyrrahaust. Sagt var frá því hvernig deildin og bæjarbúar stuðluðu að því að fólkinu liði sem best og hvernig stuðningsfjölskyldur á Akranesi hafa stutt við hópinn og hjálpað þeim við að aðlagast lífi í nýju landi.

9. mars 2009 : Eldhugar hitta palestínska unglinga á Akranesi

Það var sannkölluð fjölmenningarstemning á fundi Eldhuga á fimmtudaginn er þeir fóru saman ásamt sjálfboðaliðum að heimsækja Rauða krossinn á Akranesi. Þar fékk hópurinn frábærar móttökur. Nokkrir unglingar úr hópi palestínskra flóttamanna sem þar búa, ásamt sjálfboðaliðum og starfsfólki  deildarinnar, biðu hópsins með veitingar. Auk þess sem hann fékk fræðslu um móttöku flóttamanna til nýrra heimkynna. Þar kom fram hvernig Rauði krossinn á Akranesi stóð að móttöku flóttamannanna frá Palestínu sem fluttu þangað í fyrrahaust. Sagt var frá því hvernig deildin og bæjarbúar stuðluðu að því að fólkinu liði sem best og hvernig stuðningsfjölskyldur á Akranesi hafa stutt við hópinn og hjálpað þeim við að aðlagast lífi í nýju landi.

9. mars 2009 : Búfénaði á láglendi Eþíópíu fækkar verulega vegna loftslagsbreytinga

Bændur í sunnanverðri Eþíópíu hafa misst stóran hluta búfjár síns á síðustu tuttugu árum. Samkvæmt skýrslu eþíópískra og hollenskra fræðimanna sem birt var nýlega má rekja mikla fækkun dýranna til áhrifa loftslagsbreytinga og þá sérstaklega til mikilla þurrka í landinu.

Í skýrslunni kemur fram að hver bóndi í Borena í Oromiayahéraði á nú 3 uxa í stað 10 áður, 7 kýr í stað 35 og 6 geitur í stað 33 fyrir tveimur áratugum síðan. Þessi þróun hefur geigvænleg áhrif á samfélagið sem er háð dýrunum um tekjur og matarbjörg. Skýrsluhöfundar segja að vegna áhrifa loftslagsbreytinga hafi fátækt aukist í sunnanverðri Eþíópíu og að fólk eigi nú í meiri erfiðleikum með að afla sér fæðu.

9. mars 2009 : Eldhugar hitta palestínska unglinga á Akranesi

Það var sannkölluð fjölmenningarstemning á fundi Eldhuga á fimmtudaginn er þeir fóru saman ásamt sjálfboðaliðum að heimsækja Rauða krossinn á Akranesi. Þar fékk hópurinn frábærar móttökur. Nokkrir unglingar úr hópi palestínskra flóttamanna sem þar búa, ásamt sjálfboðaliðum og starfsfólki  deildarinnar, biðu hópsins með veitingar. Auk þess sem hann fékk fræðslu um móttöku flóttamanna til nýrra heimkynna. Þar kom fram hvernig Rauði krossinn á Akranesi stóð að móttöku flóttamannanna frá Palestínu sem fluttu þangað í fyrrahaust. Sagt var frá því hvernig deildin og bæjarbúar stuðluðu að því að fólkinu liði sem best og hvernig stuðningsfjölskyldur á Akranesi hafa stutt við hópinn og hjálpað þeim við að aðlagast lífi í nýju landi.

6. mars 2009 : Fyrsti hittingur Vinanets

Fyrsti hittingur Vinanets fór fram miðvikudaginn 4. mars og gekk alveg frábærlega vel. Mættu 9 notendur Vinanets ásamt 7 sjálfboðaliðum þannig að í heildina voru 16 ungmenni samankomin til að eiga gott kvöld saman. Var ákveðið að taka nokkur spil og voru meðal annars spiluð Trivial Persuit, Party og Co. ásamt hinum ýmsu spilum með gömlu góðu venjulegu handspilum. Erum við gífurlega ánægð með þennan fyrsta hitting Vinanets og erum við strax farin að hlakka mikið til næsta hittings sem verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl.

6. mars 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

6. mars 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

6. mars 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

6. mars 2009 : Ný stjórn skiptir með sér verkum

Nýja stjórn deildarinnar sem kosin var á aðalfundinum í febrúar skipti með sér verkum á marsfundi stjórnarinnar í gær. Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir verður áfram gjaldkeri deildarinnar og Hildur Tryggvadóttir Flóvenz var skipuð ritari. Hún gegnir þá jafnframt stöðu varaformanns deildarinnar en hún er yngsti stjórnarmeðlimurinn.

4. mars 2009 : Kínversk heimsókn

Á dögunum fengu félagar í unglingastarfi URKÍ-H góða heimsókn frá Kína. Þar var á ferðinni Changlong Xu frá Kína sem búsettur er hér á landi en hann sagði krökkunum frá heimalandi sínu og hvernig upplifun það er fyrir hann að búa á Íslandi. Sýndi hann myndir frá heimahögunum og spjallaði um heima og geima.

Heimsóknin var einkar skemmtileg og fróðleg en hún er hluti af svo kölluðu vegabréfaverkefni URKÍ-H. Í því verkefni koma gestir og kynna ákveðið land, sögu þess og menningu. Annað hvort er um að ræða Íslendinga sem hafa búið erlendis um tíma eða innflytjendur sem búsettir eru hér á landi og koma og fræða krakkana um sitt heima land.

Markmið verkefnisins er að auka á víðsýni ungmenna, fræðast um ólík lönd og menningarheima, vinna gegn fordómum og auka á umburðarlyndi. Verkefnið er hluti af þemanu byggjum betra samfélag sem félagar URKÍ-H vinna að og er ætlað að draga úr fordómum og auka á vináttu, umburðarlyndi og virðingu í íslensku samfélagi.

4. mars 2009 : Kínversk heimsókn

Á dögunum fengu félagar í unglingastarfi URKÍ-H góða heimsókn frá Kína. Þar var á ferðinni Changlong Xu frá Kína sem búsettur er hér á landi en hann sagði krökkunum frá heimalandi sínu og hvernig upplifun það er fyrir hann að búa á Íslandi. Sýndi hann myndir frá heimahögunum og spjallaði um heima og geima.

Heimsóknin var einkar skemmtileg og fróðleg en hún er hluti af svo kölluðu vegabréfaverkefni URKÍ-H. Í því verkefni koma gestir og kynna ákveðið land, sögu þess og menningu. Annað hvort er um að ræða Íslendinga sem hafa búið erlendis um tíma eða innflytjendur sem búsettir eru hér á landi og koma og fræða krakkana um sitt heima land.

Markmið verkefnisins er að auka á víðsýni ungmenna, fræðast um ólík lönd og menningarheima, vinna gegn fordómum og auka á umburðarlyndi. Verkefnið er hluti af þemanu byggjum betra samfélag sem félagar URKÍ-H vinna að og er ætlað að draga úr fordómum og auka á vináttu, umburðarlyndi og virðingu í íslensku samfélagi.

4. mars 2009 : Góðar viðtökur á fyrsta námskeiðinu í verkefninu Nýttu tímann

Fyrsta námskeiðið í verkefninu Nýttu tímann hófst á mánudaginn síðasta og var mætingin góð. Alls mættu níu manns og fengu leiðbeiningar í skapandi skrifum og við gerð ritverka. Þá fengu þátttakendurnir heimaverkefni og mæta svo aftur næsta mánudag og fá ábendingar varðandi skrif sín. Í lok þessa fyrra dags námskeiðsins var svo boðið upp á léttan hádegisverð.

4. mars 2009 : Unglingahópur URKÍ-R Miðbæjar og Breiðholts

Miðbæjarhópur URKÍ-R kvaddi á dögunum verkefnastjóra sinn hana Hjördísi Dalberg, en hún er að fara í fæðingarorlof. Í tilefni þess að þetta var hennar síðasti hittingur var keyptur blómvöndur og föndrað kort handa tilvonandi móður. Hjördís kom einnig með gómsæta súkkulaðiköku og saman eyddu unglingarnir tímanum í að föndra persónuskjal hvers og eins þar sem helstu upplýsingar um þátttakendur í starfinu koma fram. Suluman Bah sjálfboðaliði Gambíska Rauða krossins, sem er á Íslandi í tengslum við vinadeildarsamstarfs Reykjavíkurdeildarinnar við Gambíu, kíkti á krakkanna og föndraði með þeim sitt persónuleikaskjal.

4. mars 2009 : Unglingahópur URKÍ-R Miðbæjar og Breiðholts

Miðbæjarhópur URKÍ-R kvaddi á dögunum verkefnastjóra sinn hana Hjördísi Dalberg, en hún er að fara í fæðingarorlof. Í tilefni þess að þetta var hennar síðasti hittingur var keyptur blómvöndur og föndrað kort handa tilvonandi móður. Hjördís kom einnig með gómsæta súkkulaðiköku og saman eyddu unglingarnir tímanum í að föndra persónuskjal hvers og eins þar sem helstu upplýsingar um þátttakendur í starfinu koma fram. Suluman Bah sjálfboðaliði Gambíska Rauða krossins, sem er á Íslandi í tengslum við vinadeildarsamstarfs Reykjavíkurdeildarinnar við Gambíu, kíkti á krakkanna og föndraði með þeim sitt persónuleikaskjal.

3. mars 2009 : Friðarliljurnar með tónleika

Þriðjudaginn 24. mars s.l. voru Friðarliljur Rauða krossins í Grindavík með tónleika í Víðihlíð í tengslum við menningarviku bæjarins. Það má með sanni segja að sönggleðin hafi ráðið ríkjum í sal Víðihlíðar sem var þéttsetinn. Vel var tekið undir og glöggt mátti sjá að söngurinn lyftir svo sannarlega andanum.

Friðarliljurnar syngja einu sinni í mánuði í Víðhlíð, Hlévangi, Garðvangi og í Reykjaneshöll við mikla tilhlökkun og gleði. Auk þess hafa þær verið beðnar um að synja við ýmis önnur tækifæri.

Já, máttur söngsins er mikill og þessar frábæru konur eru yndislegar að gefa okkur þessar stundir, allt í sjálfboðinni vinnu.

3. mars 2009 : Aðalfundur Grindavíkurdeildar RKÍ

Aðalfundur Grindavíkurdeildar var haldinn 24. Febrúar 2009 í húsnæði deildarinnar.

Venjuleg aðalfundarstörf voru á dagskrá s.s. skýrsla stjórnar, samþykkt reikninga deildar, kosning stjórnar og önnur mál.
Guðfinna Bogadóttir, formaður fór yfir verkefni deildarinnar árið 2008 bæði föst og ný. Ber þar helst að nefna hið frábæra framtak handavinnuhópsins okkar með verkefnið „Föt sem framlag“, heimsóknarvinaverkefnið þar sem sjálboðaliðar sinna mjög mikilvægu starfi við að rjúfa félagslega einangrun, Sönghópurinn Friðaliljurnar sem vekja gleði og hamingju í hjörtum svo margra með söng þar sem allir eru hvattir til að taka undir, kynningarverkefni deildarinnar meðal yngstu kynslóðarinnar með heimsóknarboði og endurskinsborða til elstu barna leikskólanna og gjöf á reiðhjólahjálmum til 2. bekkja Grunnskólans, styrkur til tómstundastarfs í Grunnskólanum auk

3. mars 2009 : Námskeið í sálrænum stuðningi

Laugardaginn 28.febrúar sl. var á svæðisvísu haldið framhaldsnámskeið fyrir fjöldahjálparstjóra,  "sálrænn stuðningur" . Námskeiðið var haldið í húsnæði Suðurnesjadeildar í Reykjanesbæ og leiðbeinandi var Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur.

Þetta var mjög gott og ítarlegt námskeið sérsniðið að fjöldahjálparstjórnum en nýttist einnig stjórnarfólki og starfsfólki deilda mjög vel, því stundum er það hlutverk þeirra að sinna sálrænum stuðningi þegar á reynir. Þar var föngulegur hópur frá Grindavíkurdeild  mættur til að afla sér þekkingar eða 11 manns sem er frábær þátttaka.
 
Töluverður tími er síðan námskeið af þessu tagi hefur verið haldið hér á Suðurnesjum og því var þetta kærkomið og passaði vel inn í það átak sem nú hefur verið í gangi í uppfærslu og skipulagningu neyðarvarnaráætlunar hér í Grindavíkurdeild.

3. mars 2009 : Rauði krossinn á Akranesi tilnefndur til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi fimmtudag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna; Hvunndagshetja, Frá kynslóð til kynslóðar, Samfélagsverðlaun og Til atlögu gegn fordómum, en í þeim flokki var Rauða kross deildin á Akranesi tilnefnd.

Í september síðastliðnum komu átta palestínskar flóttakonur til Akraness ásamt 21 barni sínu og settust þar að. Hitann og þungann af verkefninu bar flóttamannanefnd félagsmálaráðuneytisins, Akranesbær og Rauði krossinn á Akranesi, þar á meðal nemendur við Fjölbrautarskólann. Einnig hafa konurnar tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Rauða krossins. Niðurstaðan er að aðlögun fjölskyldnanna hefur gengið vonum framar.

3. mars 2009 : Rauði krossinn á Akranesi tilnefndur til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi fimmtudag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna; Hvunndagshetja, Frá kynslóð til kynslóðar, Samfélagsverðlaun og Til atlögu gegn fordómum, en í þeim flokki var Rauða kross deildin á Akranesi tilnefnd.

Í september síðastliðnum komu átta palestínskar flóttakonur til Akraness ásamt 21 barni sínu og settust þar að. Hitann og þungann af verkefninu bar flóttamannanefnd félagsmálaráðuneytisins, Akranesbær og Rauði krossinn á Akranesi, þar á meðal nemendur við Fjölbrautarskólann. Einnig hafa konurnar tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Rauða krossins. Niðurstaðan er að aðlögun fjölskyldnanna hefur gengið vonum framar.

3. mars 2009 : Kópavogsdeildin er virkur þátttakandi í alþjóðastarfi Rauða krossins

Markmið deildarinnar er að taka þátt í alþjóðlegri neyðaraðstoð á vegum Rauða kross Íslands og vera virkur þátttakandi í alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Einn liður í þessu starfi er verkefnið Föt sem framlag en vel yfir 50 sjálfboðaliðar störfuðu við það árið 2008 eins og kemur fram í ársskýrslu deildarinnar sem var kynnt á aðalfundi í síðustu viku. Sjálfboðaliðarnir útbúa fatapakka fyrir börn í neyð og eru þeir sendir til Malaví í Afríku. Alls sendu þeir frá sér 640 pakka og yfir 100 teppi á síðasta ári. Þá lögðu gestir í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, verkefninu lið með handavinnu sem fer fram í athvarfinu. Konur á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð lögðu einnig sitt af mörkum með því að afhenda deildinni teppi og aðrar prjónavörur.

3. mars 2009 : Kópavogsdeildin er virkur þátttakandi í alþjóðastarfi Rauða krossins

Markmið deildarinnar er að taka þátt í alþjóðlegri neyðaraðstoð á vegum Rauða kross Íslands og vera virkur þátttakandi í alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Einn liður í þessu starfi er verkefnið Föt sem framlag en vel yfir 50 sjálfboðaliðar störfuðu við það árið 2008 eins og kemur fram í ársskýrslu deildarinnar sem var kynnt á aðalfundi í síðustu viku. Sjálfboðaliðarnir útbúa fatapakka fyrir börn í neyð og eru þeir sendir til Malaví í Afríku. Alls sendu þeir frá sér 640 pakka og yfir 100 teppi á síðasta ári. Þá lögðu gestir í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, verkefninu lið með handavinnu sem fer fram í athvarfinu. Konur á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð lögðu einnig sitt af mörkum með því að afhenda deildinni teppi og aðrar prjónavörur.

3. mars 2009 : Kópavogsdeildin er virkur þátttakandi í alþjóðastarfi Rauða krossins

Markmið deildarinnar er að taka þátt í alþjóðlegri neyðaraðstoð á vegum Rauða kross Íslands og vera virkur þátttakandi í alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Einn liður í þessu starfi er verkefnið Föt sem framlag en vel yfir 50 sjálfboðaliðar störfuðu við það árið 2008 eins og kemur fram í ársskýrslu deildarinnar sem var kynnt á aðalfundi í síðustu viku. Sjálfboðaliðarnir útbúa fatapakka fyrir börn í neyð og eru þeir sendir til Malaví í Afríku. Alls sendu þeir frá sér 640 pakka og yfir 100 teppi á síðasta ári. Þá lögðu gestir í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, verkefninu lið með handavinnu sem fer fram í athvarfinu. Konur á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð lögðu einnig sitt af mörkum með því að afhenda deildinni teppi og aðrar prjónavörur.

2. mars 2009 : Heilahristingur og Vinanet – verkefni Rauða krossins fyrir ungmenni í Reykjavík

Heilahristingur, nýtt samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Alþjóðahúss í Breiðholti og Borgarbóksafns, hófst þann 10. febrúar. Heilahristingur er heimanámsaðstoð fyrir börn af erlendum uppruna í 8. til 10. bekk Fella- og Hólabrekkuskóla. Einnig er fyrirhugað að setja á laggirnar heimanámsaðstoð fyrir yngri bekki Hólabrekkuskóla á næstu mánuðum. Verkefnið er starfrækt í Gerðubergssafni Borgarbókasafns.

Tilgangur verkefnisins er að bregðast við ótímabæru brottfalli grunnskólabarna af erlendum uppruna og auka líkur á að þau kjósi að fara í framhaldsskóla. Megináherslan er skapandi unglingastarf sem miðar að því að opna augu ungmennanna fyrir möguleikum sem fyrir hendi eru hvað varðar framtíð þeirra og styrkja sjálfsmynd þeirra.

2. mars 2009 : Heilahristingur og Vinanet – verkefni Rauða krossins fyrir ungmenni í Reykjavík

Heilahristingur, nýtt samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Alþjóðahúss í Breiðholti og Borgarbóksafns, hófst þann 10. febrúar. Heilahristingur er heimanámsaðstoð fyrir börn af erlendum uppruna í 8. til 10. bekk Fella- og Hólabrekkuskóla. Einnig er fyrirhugað að setja á laggirnar heimanámsaðstoð fyrir yngri bekki Hólabrekkuskóla á næstu mánuðum. Verkefnið er starfrækt í Gerðubergssafni Borgarbókasafns.

Tilgangur verkefnisins er að bregðast við ótímabæru brottfalli grunnskólabarna af erlendum uppruna og auka líkur á að þau kjósi að fara í framhaldsskóla. Megináherslan er skapandi unglingastarf sem miðar að því að opna augu ungmennanna fyrir möguleikum sem fyrir hendi eru hvað varðar framtíð þeirra og styrkja sjálfsmynd þeirra.

2. mars 2009 : Blómlegt barna- og ungmennastarf hjá Kópavogsdeild

Markmið deildarinnar með barna- og ungmennastarfinu er að aðstoða börn og ungt fólk sem stendur höllum fæti, taka þátt í markvissu forvarnarstarfi, kynna sjálfboðið Rauða kross starf fyrir ungu fólki og stuðla að þátttöku þess í starfi deildarinnar. Alls tóku á annað hundrað manns þátt í þessu starfi árið 2008 eins og kemur fram í ársskýrslu deildarinnar sem var kynnt á aðalfundi í síðustu viku. Fimmtíu börn, frá hinum ýmsu löndum, tóku þátt í Enter og með þeim störfuðu 19 sjálfboðaliðar. Þátttakendur í Eldhugum voru 34 og þeim til aðstoðar voru 17 sjálfboðaliðar. Sjálfboðaliðarnir voru á tvítugs- eða þrítugsaldri og komu flestir úr Menntaskólanum í Kópavogi, Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands.