Ungt fólk til áhrifa
Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, ungur sjálfboðaliði Kópavogsdeildar, var kosin varamaður í stjórn Ungmennahreyfingar Rauða krossins á landsfundi félagsins síðastliðinn laugardag. Unnur situr einnig sem formaður stýrihóps ungmennastarfs Kópavogsdeildar. Stýrihópurinn er samsettur af sjálfboðaliðum á aldrinum 17-23 ára.
Nemendur Fjölbrautarskóla Suðurlands læra um Rauða krossinn
Árnesingadeild Rauða krossins var með námskeið á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurlands í áfanganum Sjá 172. Námskeiðið sóttu fimm nemendur og kennarinn var Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.
Nemendur Fjölbrautarskóla Suðurlands læra um Rauða krossinn
Árnesingadeild Rauða krossins var með námskeið á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurlands í áfanganum Sjá 172. Námskeiðið sóttu fimm nemendur og kennarinn var Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.
Námskeiðin Börn og umhverfi eru að hefjast
Námskeiðin Börn og umhverfi verða í boði hjá flestum deildum Rauða krossins að þessu sinni eins og mörg undanfarin ár. Námskeiðin eru fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.
Námskeiðin eru 16 kennslustundir og í lokin fá þátttakendur litla skyndihjálpartösku að gjöf og viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttöku.
Hjá Grindavíkurdeild stendur nú yfir kennsla. Að þessu sinni eru eingöngu stúlkur sem sækja námskeiðið, 14 talsins og leiðbeinendur eru þær Laufey Birgisdóttir og Guðfinna Bogadóttir. Þær eru sérlega ánægðar með hópinn og segja virkilega gaman að sjá og finna hve áhugasamar og fróðleiksfúsar stelpurnar eru – ákveðnar í því að standa sig vel í því ábyrgðarstarfi sem væntanlega býður þeirra í sumar.
Kannt þú að bregðast við í neyð?
Skyndihjálparkunnátta er ómetanleg. Nauðsynlegt er að allar fjölskyldur hugi að þekkingu sinni á því sviði og fari í gegnum einfaldar viðbragðsáætlanir til að nota ef voða ber að höndum. Hrund Þórsdóttir tók viðtal við Gunnhildi Sveinsdóttur verkefnisstjóra Rauða kross Íslands sem birtist í Vikunni.
Nemendur Fjölbrautarskóla Suðurlands læra um Rauða krossinn
Árnesingadeild Rauða krossins var með námskeið á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurlands í áfanganum Sjá 172. Námskeiðið sóttu fimm nemendur og kennarinn var Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.
Átök í Afganistan og Sómalíu fjölga hælisumsóknum í heiminum
Fjöldi hælisleitenda í iðnvæddum löndum jókst í fyrra, annað árið í röð, samkvæmt bráðabirgðahagtölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Má það rekja að hluta til aukins fjölda hælisumsókna frá ríkisborgurum Afganistans, Sómalíu og annarra landa sem eru að ganga í gegnum tímabil ólgu eða átaka. Þótt íröskum hælisleitendum hafi fækkað um 10 prósent árið 2008 þá eru Írakar enn sú þjóð sem á flestar hælisumsóknir í hinum iðnvædda heimi.
383 þúsund nýjar hælisumsóknir voru lagðar fram á síðasta ári í 51 iðnvæddum ríkjum sem er 12 prósenta aukning miðað við árið 2007 þegar umsóknir voru 341 þúsund. Þetta er annað árið í röð sem hælisumsækjendum fjölgar síðan árið 2006 þegar skráður fjöldi hælisumsókna hafði verið lægstur í 20 ár (307 þúsund)
Lestun gáms - Markaður
Á dögunum var lestaður gámur með fatnaði sem safnast hafði undanfarnar vikur og mánuði. Í framhaldinu, nánar tiltekið um kosningahelgina, var síðan hadinn markaður þar sem nýskapað gólfpláss er nýtt til hins ítrasta. Markaðurinn sem og undibúningur hans gekk með ágætum enda handtökin farin að lærast og sjálfboðaliðahendurnar margar og fúsar. Með hækkandi sól og vorkomu var hluti markaðarinns færður út undir bert loft og hvorki tekið mark á opinberum hitamælum né regndropum í frjálsu falli. Til að lífga enn frekar upp á stemninguna var boðið upp lifandi músík. Var það eiginmaður eins sjálfboðaliðans sem starfaði við markaðinn mætti með harmonikkuna og tók nokkur lög.
Vika á Vesturbakkanum
Gunnlaugur Bragi Björnsson naut gestrisni fátækrar fjölskyldu í Palestínu, kynntist krökkum sem stefna hátt og komst að því að sálrænn stuðningur sem Rauði krossinn veitir börnum skilar góðum árangri. Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.
Kynning á því sem er í boði í Fjarðabyggð
Í gangi er kynningarfundarröð í Fjarðabyggð fyrir nýja íbúa sveitarfélagsins. Sigríður Herdís Pálsdóttir verkefnisstjóri Rauða krossins sér um fundina en hún starfar einnig fyrir Fjarðabyggð.
Á kynningarfundina mæta fulltrúar Fjarðabyggðar til að kynna þjónustu sveitarfélagsins og fulltrúar ýmissa félaga s.s íþróttafélaga, góðgerðarfélaga og ýmissa klúbba. Einnig mæta fulltrúar Fjölmenningarseturs og Þekkingarnetsins til að kynna sína þjónustu á fundunum. Fyrsti fundurinn var í gær á Reyðarfirði en næstu fundir eru á Eskifirði í dag klukkan 17 og Neskaupsstað á morgun, fimmtudag, klukkan 17, báðir í grunnskólunum á stöðunum.
Börn og umhverfi
Námskeiðið „Börn og umhverfi“ stendur nú yfir hjá Grindavíkurdeild RKÍ. Námskeiðið er fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.
Námskeiðið er fjögur kvöld, þrír tímar í senn, alls 12 tímar og í lokin fá þátttakendur litla skyndihjálpartösku að gjöf og viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttöku.
Það er engin vafi á því að þessi námskeið geta gert gæfumuninn varðandi réttu viðbrögðin í skyndihjálp og
Rauði krossinn um allan heim í viðbragðsstöðu vegna svínaflensu
Alþjóða Rauði krossinn er í viðbragðsstöðu vegna útbreiðslu svínaflensu í Mexíkó og vegna tilfella sem komið hafa upp í Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Rauði krossinn er í nánu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og stjórnvöld um allan heim.
Rauði krossinn í Mexíkó hefur þegar virkjað sjálfboðaliða sína í um 500 deildum á landsvísu til að vinna með yfirvöldum við að hindra frekari útbreiðslu inflúensunnar. Rauða kross hreyfingin hefur á undanförnum árum byggt upp viðbragðsáætlanir um allan heim til að hamla því að sjúkdómar sem þessir breiðist stjórnlaust út og verði að alheimsfaraldi. Þegar hefur vinna hafist samkvæmt neyðarvarnaráætlunum í löndum þar sem óttast er að um svínaflensutilfelli sé að ræða.
Hægt er að virkja tugþúsundir sérþjálfaðra sjálfboðaliða Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim með litlum fyrirvara til að bregðast við neyðarástandi sé þess þörf og hlúa að fólki í neyð. Rauði kross Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs unnflúensu og er því í viðbragðsstöðu líkt og önnur landsfélög Rauða kross hreyfingarinnar.
Góð gjöf frá ,,Spólunum"
Nokkrar konur úr bútasaumsfélaginu „Spólurnar“ á Patreksfirði tóku sig til og saumuðu falleg barnateppi til að setja með í ungbarnapakka sem eldri borgarar á Selinu hafa verið að útbúa í vetur í verkefnið Föt sem framlag. Lilja Jónsdóttir hefur gengið frá pökkunum og séð um að koma þeim til Rauða krossins.
Konurnar afhentu teppin í Selinu á dögunum, hvorki meira né minna en 13 listafalleg teppi eins og þeirra er von og vísa. Formaður deildarinnar Helga Gísladóttir þakkaði þeim stöllum sem og eldri borgurum í Selinu innilega fyrir hlýhug og frábært starf fyrir Rauða krossinn.
Sjálfboðaliðar aðstoða nemendur við nám
Frá 27. apríl til 13. maí býður Kópavogsdeild upp á ókeypis námsaðstoð fyrir fólk á framhaldsskólaaldri í Molanum, ungmennahúsi að Hábraut 2 í Kópavogi.
Í Molanum er opin lesaðstaða fyrir nemendur alla virka daga en á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16-17.30 verða sjálfboðaliðar frá Kópavogsdeild á staðnum. Þeir búa yfir góðri þekkingu í stærðfræði, íslensku, raungreinum og tungumálum fyrir þá sem vilja njóta sérstakrar leiðsagnar í þeim fögum. Öll aðstaða undir slíka aðstoð er til fyrirmyndar í Molanum.
Virkja ber þann mikla kraft sem býr í fólki og gefa því tækifæri til að gefa af sér, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Kollsteypan sem orðið hefur í efnahagslífi þjóðarinnar á undanförnu misseri hefur breytt lífi margra. Þegar fólk missir vinnuna eða þarf að minnka verulega við sig vinnu er hætta á að það einangrist og upplifi aðgerðaleysi og vanmátt.
Virkja ber þann mikla kraft sem býr í fólki og gefa því tækifæri til að gefa af sér, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Kollsteypan sem orðið hefur í efnahagslífi þjóðarinnar á undanförnu misseri hefur breytt lífi margra. Þegar fólk missir vinnuna eða þarf að minnka verulega við sig vinnu er hætta á að það einangrist og upplifi aðgerðaleysi og vanmátt.
Landsfundur URKÍ haldinn um helgina
Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða krossins var haldinn á laugardaginn á landsskrifstofu félagsins í Efstaleiti 9. Rúmlega 30 URKÍ félagar sátu fundinn, auk formanns Rauða kross Íslands. Jón Þorsteinn Sigurðsson, sem setið hefur sem formaður síðastliðin tvö ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Pálína Björk Matthíasdóttir (Reykjavíkurdeild) sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára.
Pálína er 27 ára viðskiptafræðingur og starfaði síðast sem varaformaður URKÍ. Auk þess hefur hún setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Rauða krossins. Þá situr Pálína jafnframt í stjórn Landsambands æskulýðsfélaga (LÆF).
Föt sem framlag frá handverkskonum á Dalvík
Handverkskonur á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík kölluðu eftir fulltrúum frá Rauða krossinum til að veita viðtöku 122 handprjónuðum teppum, í öllum regnbogans litum, og öðrum prjónavörum. Ekki er nema u.þ.b. ár síðan þær gáfu svipað magn til Rauða krossins.
Þau Símon Páll Steinsson formaður Dalvíkurdeildar og Guðný Björnsdóttir svæðisfulltrúi tóku á móti gjöfinni og þökkuðu konunum fyrir þeirra óeigingjarna starf.
Að því loknu voru vistmönnum sýndar myndir frá afhendingu á fatapökkum í Malaví frá síðasta ári og hlaut það góðar undirtektir.
Þrjár vinkonur styrkja Rauða krossinn
Valdís Birna Björnsdóttir, Lísa Björk Ólafsdóttir og Karen Björg Lindsey héldu tombólu á dögunum og söfnuðu 2.765 kr. Þær komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með þennan afrakstur og gáfu Rauða krossinum. Þær höfðu orð á því að það hefði verið skemmtilegt að halda tombóluna og að þær hafi gert það til að hjálpa öðrum. Framlag stelpnanna rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.
Gleðilegt sumar!
Kópavogsdeildin óskar sjálfboðaliðum sínum og samstarfsfólki gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnum vetri.
1. bekkingar fá reiðhjólahjálma
Það hefur verið árviss viðburður hjá Grindavíkurdeild RKÍ að færa 1. bekkingum grunnskóla Grindavíkur reiðhjólahjálma að gjöf á vorin og á því var engin breyting í ár. Miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardag, mættu allir 1. bekkingar í sal grunnskólans og veittu viðtöku reiðhjólahjálmum að gjöf frá deildinni. Ágústa Gísladóttir, formaður og Rósa Halldórsdóttir, starfsmaður Grindavíkurdeildar, sáu um afhendinguna og var greinilegt að þetta var velþegin gjöf. Það var líka ánægjulegt að heyra hvað börnin þekktu vel til Rauða krossins og hvað hann stendur fyrir. Trúlega á Hjálpfús og heimsókn þeirra til deildarinnar fyrir ári síðan stóran þátt í því og greinilegt að þau hafa tekið vel eftir.
Hjálmagjöfin er þáttur í forvarnarstarfi deildarinnar og stutt kynning á starfi og hugsjónum Rauða krossins þar sem hjálpsemi og varnir gegn slysum eru í fyrirrúmi.
Um leið og við hjá Grindavíkurdeild RKÍ óskum ykkur gleðilegs sumars biðjum við ykkur um að muna eftir hjálmunum þegar þið stigið á bak reiðhjólanna því þeir verja mikilvægasta líffærið okkar - heilann.
Hjólum örugg inn í sumarið !
Mestu flóð í sunnanverðri Afríku í 50 ár
Frá því í febrúar 2009 hefur úrkoma verið langt yfir meðallagi í sunnanverðri Afríku. Namibía og Angóla hafa þurft að þola mestu flóð í 50 ár. Í Angóla og Namibíu hefur yfir hálf milljón manna orðið fyrir skakkaföllum vegna flóðanna, um hundrað og tuttugu manns látið lífið og þúsundir fjölskyldna hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Til að styðja flóðaaðgerð Rauða krossins mun íslenskur sendifulltrúi, Baldur Steinn Helgason starfa í tvo mánuði á svæðisskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í sunnanverðri Afríku og stjórna þar innkaupum og flutningum neyðarbirgða vegna flóðaaðgerða á svæðinu. Að auki er hluti starfsins fólginn í því að bæta vinnuferli í birgðastjórnun og innkaupum hjá Rauða krossinum í sunnanverðri Afríku.
Mestu flóð í sunnanverðri Afríku í 50 ár
Frá því í febrúar 2009 hefur úrkoma verið langt yfir meðallagi í sunnanverðri Afríku. Namibía og Angóla hafa þurft að þola mestu flóð í 50 ár. Í Angóla og Namibíu hefur yfir hálf milljón manna orðið fyrir skakkaföllum vegna flóðanna, um hundrað og tuttugu manns látið lífið og þúsundir fjölskyldna hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Til að styðja flóðaaðgerð Rauða krossins mun íslenskur sendifulltrúi, Baldur Steinn Helgason starfa í tvo mánuði á svæðisskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í sunnanverðri Afríku og stjórna þar innkaupum og flutningum neyðarbirgða vegna flóðaaðgerða á svæðinu. Að auki er hluti starfsins fólginn í því að bæta vinnuferli í birgðastjórnun og innkaupum hjá Rauða krossinum í sunnanverðri Afríku.
Flugslysaæfing á Þórshöfn
Fyrir tilstuðlan Flugstoða var haldin flugslysaæfing á Þórshafnarflugvelli á laugardaginn.
Sjálfboðaliðar Þórshafnardeildar Rauða krossins tóku þátt i æfingunni ásamt öðrum viðbragðsaðilum.
Flugslysaæfing á Þórshöfn
Fyrir tilstuðlan Flugstoða var haldin flugslysaæfing á Þórshafnarflugvelli á laugardaginn.
Sjálfboðaliðar Þórshafnardeildar Rauða krossins tóku þátt i æfingunni ásamt öðrum viðbragðsaðilum.
Guðfinna Bogadóttir
Haustið 2008 lét Gugga gamlan draum rætast og setti upp
Nýr starfsmaður Hveragerðisdeildar kom í heimsókn
Drífa Þrastardóttir, nýráðinn starfsmaður Hveragerðisdeildar, kom í heimsókn til Grindavíkurdeildar ásamt Jóhönnu svæðisfulltrúa, miðvikudaginn 25. mars s.l. Handavinnuhópurinn var þá hér að störfum og allt í fullum gangi enda er ekki kastað til hendinni þegar þær eru annars vegar. Drífa hafði mjög gaman af að sjá hvað við erum að gera hér og voru henni kynnt helstu verkefni deildarinnar. Undir lok heimsóknarinnar tóku okkar dömur fram nikkuna og gítarinn og sungu nokkur lög fyrir gestina og hlutu að launum lof og klapp. Jóhanna tjáði okkur að á leiðinni heim hefði Drífa sagt að heimsóknin til Grindavíkurdeildar stæði upp úr þeim stöðum sem þær hefðu heimsótt þennan dag – lífsgleðin og kátínan hafði haft svo smitandi áhrif.
Fjöldahjálparstjóranámskeið á Reykhólum
Haldið var námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra í Grunnskólanum á Reykhólum um síðustu mánaðarmót og sóttu það níu manns. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum um ýmis mál tengdum fjöldahjálp og verklegum æfingum.
Grunnskólinn á Reykhólum er í almannavarnaáætlun skilgreindur sem fjöldahjálparstöð ef til neyðarástands kemur í nágrenni Reykhóla. Fjöldahjálparstöðvar eru á flestum stöðum á landinu í skólum og var því mikils virði að starfsmenn grunnskólans sóttu námskeiðið. Yfirleitt eru starfsmenn skóla þeir fyrstu sem kallaðir eru á vettvang ef opna þarf fjöldahjálparstöð. Alls eru rúmlega 160 fjöldahjálparstöðvar staðsettar víðs vegar um landið.
Fjöldahjálparstjóranámskeið á Reykhólum
Haldið var námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra í Grunnskólanum á Reykhólum um síðustu mánaðarmót og sóttu það níu manns. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum um ýmis mál tengdum fjöldahjálp og verklegum æfingum.
Grunnskólinn á Reykhólum er í almannavarnaáætlun skilgreindur sem fjöldahjálparstöð ef til neyðarástands kemur í nágrenni Reykhóla. Fjöldahjálparstöðvar eru á flestum stöðum á landinu í skólum og var því mikils virði að starfsmenn grunnskólans sóttu námskeiðið. Yfirleitt eru starfsmenn skóla þeir fyrstu sem kallaðir eru á vettvang ef opna þarf fjöldahjálparstöð. Alls eru rúmlega 160 fjöldahjálparstöðvar staðsettar víðs vegar um landið.
Fyrirlestur um heilsufar og matarræði á morgun, miðvikudag
Kópavogsdeildin verður með fyrirlestur um heilsufar og matarræði í sjálfboðamiðstöðinni á morgun, miðvikudag. Fyrirlesturinn er hluti af verkefninu Nýttu tímann sem byrjaði hjá deildinni í mars. Á fyrirlestrinum verða teknar fyrir spurningar eins og: Hvaða þættir hafa áhrif á heilsufar okkar og hvernig er hægt að borða hollt en ódýrt? Fyrirlesturinn hefst kl. 10 og í lok hans verður boðið upp á léttan hádegisverð. Allir eru velkomnir!
Óvænt hjálp
Það hljóp heldur betur á snærið hjá mér, starfsmanni Grindavíkurdeildar RKÍ, á dögunum. Ég hafði rétt hafist handa við að losa fatagáminn þegar hópur leikskólabarna birtist fyrir hornið á Rauðakrosshúsinu. Þarna var kominn Stjörnuhópur frá Laut og forvitnin skein úr augum þeirra við að sjá mig bogra hálf inn í gámnum. Þegar ég útskýrði fyrir þeim að hér væri hægt að koma með fatnað og dót sem þau væru hætt að nota og það síðan gefið til fátækra barna í útlöndum stóð nú heldur betur ekki á hjálpinni. Ég mátti hafa mig alla við að rétta þeim poka sem þau báru inn í hús fyrir mig, meira segja stóru svörtu pokarnir, sem ég hafði hugsað mér að setja til hliðar svo ég gæti tekið þá því ég taldi þá of þunga, voru líka teknir því þessi börn kunna jú ýmislegt fyrir sér í samvinnu ... þau voru þá bara 3 eða jafnvel 4 með einn poka. Allt var komið inn í hús einn tveir og bang og ég þurfti bara loka og læsa gámnum .... heppin ég.
Þetta var óvænt hjálp frá dugmiklum sjálfboðaliðum sem veitt var af miklum ákafa og mikilli gleði . Sjálf hafði ég mikla ánægju af þessari stuttu samverustund og er börnunum í Stjörnuhópi innilega þakklát fyrir hjálpina.
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík býður upp á ókeypis sumarnámskeið fyrir börn
Í júní og júlí mun Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík bjóða upp á ókeypis námskeið í Mannúð og Menningu, fyrir börn á aldrinum 7-12 ára. Námskeiðin byggja á ýmis konar fræðslu og leikjum sem miða að því að börnin tileinki sér mannúðarhugsjón Rauða krossins og tengi hana við sitt daglega líf. Námskeiðin eru blanda af fræðslu, útiveru og leikjum. Meðal efnis er; undirstöðuatriði skyndihjálpar, umhverfismál, skapandi leikir, saga og starf Rauða krossins, fjölmenningarlegt samfélag og uppskeruhátíð.
Námskeiðin hafa ekki áður verið ókeypis en vegna efnahagsástandsins ákvað Rauði krossinn í Reykjavík að bjóða í sumar upp á þessi námskeið frítt – til að létta undir með foreldrum og heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Boðið verður upp á sex námskeið fyrir aldurshópana 7-9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið er ein vika, þau fyrstu hefjast mánudaginn 8. júní. Námskeiðin standa yfir frá mánudegi til föstudags frá kl. 09:00-16:00. Einn verkefnastjóri er með hvert námskeið og með honum eru tveir til þrír leiðbeinendur.
Nýr starfsmaður deildarinnar
Kjósarsýsludeild hefur ráðið Erlu Traustadóttur í 50% stöðu. Í kjölfarið mun sjálfboðaliðamiðstöðin vera opin tvo daga í viku, á þriðju-og fimmtudögum kl. 10 – 13. Í boði verður ýmis konar fræðsla og félagsstarf sem er öllum opið og eru Mosfellingar hvattir til að koma og kynna sér það sem er í boði.
Erla segir deildina ætla að bjóða upp á röð spennandi námskeiða og kynninga auk samveru fyrir áhugasama. Viðburðirnir verða ókeypis og öllum opnir, ekki síst fólki í atvinnuleit og þeim sem hafa þurft að minnka við sig vinnu. Fyrstu dagskrárliðirnir verða kennsla á GPS tæki þann 29. apríl og námskeið í ræktun kryddjurta þann 5. maí. Fjölbreytt dagskrá mun svo fylgja í kjölfarið.
Nemendur í Breiðholtsskóla læra endurlífgun
Starfsmenn Rauða krossins heimsóttu áhugasama nemendur úr 8. og 9. bekk Breiðholtsskóla í sl. viku og kenndu endurlífgun. Nemendurnir lærðu að beita hjartahnoði, blása í einstakling sem farið hefur í hjartastopp og losa aðskotahlut úr öndunarvegi.
Nemendurnir, sem eru í valáfanganum Útivera undir leiðsögn Láru Ingólfsdóttur, leystu verklegar æfingar fimlega og æfðu sig á kennslubrúðum.
Skólafræðsla er hluti af starfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans víða um heim. Markmiðið er að kynna hugsjónir og grundvallarmarkmið hreyfingarinnar fyrir ungu fólki á uppvaxtarárunum enda hefur slík kynning uppeldis- og samfélagslegt gildi.
Sjálfboðaliðar í leikhús
Hópur sjálfboðaliða Kópavogsdeildar fór á leiksýninguna Óskar og bleikklædda konan í boði Borgarleikhússins um helgina. Höfundur þessa verks er Eric-Emmanuel Schmidt og það fjallar um ungan dreng sem á skammt eftir ólifað og samskipti hans við sjálfboðaliða á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur. Kópavogsdeild þakkar Borgarleikhúsinu kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.
Mannréttindi innantómt tal
NOORDIN Alazawi, 19 ára Íraki, ætlaði aldrei að koma til Íslands en var stöðvaður á leið sinni til Kanada. Síðan eru liðnir sjö mánuðir. Hann hefst við í kytru í Reykjanesbæ og bíður þess sem verða vill. Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl.
Faðirinn myrtur, börn á flótta
Layla Khalil Ibrahim frá Írak mun aldrei gleyma deginum sem hún horfði á eftir þremur barna sinna leggja af stað í hættuför til Evrópu til að elta uppi elsta bróður þeirra. Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl.
Ráðherra skipar nefnd til að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur
Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, alþjóðlegra skuldbindinga og dóms Hæstaréttar frá 12. mars þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa hælisleitanda úr landi var hnekkt.
Atli Viðar Thorstensen verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda og flóttamanna mun taka sæti í nefndinni fyrir hönd Rauða kross Íslands. Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands mun leiða nefndina en aðrir fulltrúar eru Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, lögfræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands og Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
Hverjir eiga að fá hæli?
Hvernig á að taka á málum fólks sem leitar hælis á Íslandi? Hvernig eiga Íslendingar að taka á móti þeim sem eiga sér hvergi skjól og skolar á land á Íslandi? Hingað til hefur stefnan verið sú að beina ábyrgðinni annað.
Grein um Al Waleed flóttamannabúðirnar í New York Times
Sigríður Víðis Jónsdóttir blaðamaður skrifaði grein um flóttamannabúiðirnar Al Waleed í Írak sem birtist á vefsíðu The New York Times þann 10. apríl. Greinin birtist einnig í prentuðu útgáfunni af International Herald Tribune (systurblaði New York Times).
Enter tekur þátt í Kópavogsdögum
Enterhópurinn hóf í gær undirbúning að þátttöku á Kópavogsdögum sem haldnir verða 9.-13. maí. Hópurinn vann dúkkulísur sem eiga að túlka þau sjálf en þær verða hengdar upp til sýnis á bæjarskrifstofu Kópavogsbæjar. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á ólíkum bakgrunni Kópavogsbúa en börnin í Enter eru af fjölbreyttum uppruna. Þau koma meðal annars frá Dóminíska lýðveldinu, Sri Lanka, Póllandi, Portúgal, Litháen og Tælandi. Öll eiga þau þó það sameiginlegt að búa í Kópavogi og ganga í Hjallaskóla. Líkt og myndirnar sýna skein einbeiting úr andlitum barnanna við vinnuna og útkoman var fjölbreytt og skemmtileg.
Árlegt bingó Víðsýnar
Ferðafélagið Víðsýn hélt sitt árlega fjáröflunarbingó í Hátúni 10 í byrjun mánaðar. Víðsýn er ferðafélag Vinjar, athvarfs Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Félagið var stofnað fyrir 10 árum síðan og eru núna rúmlega 40 virkir meðlimir í félaginu.
Fjölmennt var á bingóinu. Auk gesta Vinjar voru þar fjölskyldur og vinir þeirra ásamt íbúum í Hátúni.
Vinningar voru margir mjög veglegir, leikhúsmiðar, hótelgisting og matarkörfur, en ýmis fyrirtæki hafa styrkt Víðsýn með framlagi á hverju ári.
Bingóið hefur verið árleg fjáröflun félagsins síðastliðin átta ár og hefur það sem inn kemur ávallt runnið upp í utanlandsferð. Í ár verður haldið til Suður – Þýskalands þar sem Svartiskógur er aðal aðdráttaraflið og munu tuttugu félagar Víðsýnar taka þátt í ferðinni. Fyrirlestrar og fræðsla um svæðið eru fyrirhugaðir vikurnar fyrir ferð. Þá mun Víðsýn einnig standa að tveimur dagsferðum innanlands í sumar.
Áhugaverður fyrirlestur
Mánudagskvöldið 20. apríl klukkan 20:00 ætla þau Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga, sjálfboðaliðar í Ungmennahreyfingu Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, að vera með fyrirlestur um ferð sína til Palestínu.
Fyrirlesturinn verður haldinn að Laugavegi 120, hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands í sal á fimmtu hæð (Hús KB banka við Hlemm).
Gunnlaugur og Kristín heimsóttu Palestínu í marsmánuði sl. og upplifðu ýmislegt sem við þekkjum ekki svo vel hér.
Litla Rauða kross búðin á Austurlandi
Á Stöðvarfirði hefur verið opnuð Rauða kross búð sem heimamenn kalla Litlu Rauða kross búðina.
Litla Rauða kross búðin á Austurlandi
Á Stöðvarfirði hefur verið opnuð Rauða kross búð sem heimamenn kalla Litlu Rauða kross búðina.
HUX skólinn styrkir Rauða krossinn
Lista- og tungumálaskólinn HUX á Eyrarbakka er fyrir börn á aldrinum fjögurra til 12 ára.
Skráning hafin á Börn og umhverfi
Skráning er hafin á námskeiðið Börn og umhverfi hjá Kópavogsdeild Rauða krossins. Alls verða fjögur námskeið haldin hjá deildinni í apríl og maí. Námskeiðin hafa verið afar vinsæl undanfarin ár meðal ungmenna sem eru á 12. aldursári og eldri. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Fjallað er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
HUX skólinn styrkir Rauða krossinn
Lista- og tungumálaskólinn HUX á Eyrarbakka er fyrir börn á aldrinum fjögurra til 12 ára.
Fatapakkar frá sjálfboðaliðum Rauða kross Íslands til Malaví
Rauði kross Íslands sendi gám með notuðum fatnaði og vörum sem skortur var á til malavíska Rauða krossins í nóvember 2008.
Fatapakkar frá sjálfboðaliðum Rauða kross Íslands til Malaví
Rauði kross Íslands sendi gám með notuðum fatnaði og vörum sem skortur var á til malavíska Rauða krossins í nóvember 2008.
Hvernig ber að skilgreina hugtakið „vopnuð átök skv. alþjóðlegum mannúðarlögum og tilkall til verndar gegn handahófskenndu ofbeldi (e. indiscriminate violence)
Alþjóðaráð Rauða krossins hefur gefið út skjal þar sem varpað er ljósi á ríkjandi lagalegan skilning á hugtakinu „vopnuð átök sem eru alþjóðlegs eðlis" og á hugtakinu „vopnuð átök sem ekki eru alþjóðlegs eðlis" skv. alþjóðlegum mannúðarlögum.
Hvernig ber að skilgreina hugtakið „vopnuð átök skv. alþjóðlegum mannúðarlögum og tilkall til verndar gegn handahófskenndu ofbeldi (e. indiscriminate violence)
Alþjóðaráð Rauða krossins hefur gefið út skjal þar sem varpað er ljósi á ríkjandi lagalegan skilning á hugtakinu „vopnuð átök sem eru alþjóðlegs eðlis" og á hugtakinu „vopnuð átök sem ekki eru alþjóðlegs eðlis" skv. alþjóðlegum mannúðarlögum.
Rauði krossinn ítrekar enn tilmæli um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands
Rauði kross Íslands ítrekaði enn afstöðu sína um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands á grundvelli Dublin reglugerðarinnar með bréfi til dómsmálaráðherra sem sent var í gær, 7. apríl.
Þann 26. ágúst 2008 sendi Rauði kross Íslands þáverandi dómsmálaráðherra bréf þessa efnis, ásamt skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna varðandi afstöðu stofnunarinnar til sendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dublin reglugerðarinnar. Þar kemur fram að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti áhyggjum sínum yfir því að meðhöndlun hælisumsókna í Grikklandi og meðferð og aðbúnaður hælisleitenda þar í landi stæðist ekki kröfur sem leiða af ákvæðum fjölþjóðlegra samninga sem eiga við á því sviði. Því hefði stofnunin beint þeim tilmælum til stjórnvalda í ríkjum sem samþykkt hafa Dublin reglugerðina að þau sendi hælisleitendur ekki til Grikklands á grundvelli hennar heldur nýti heimild sína samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar til að taka umsóknir þeirra um hæli til efnislegrar meðferðar. Rauði krossinn ítrekaði þessi eindregnu tilmæli sín, sem eru í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar, í bréfi til dómsmálaráðherra dags. 6. október 2008.
Gagnlegar umræður um málefni hælisleitenda
Hópur fólks sem staðið hefur fyrir mótmælum undanfarið til að vekja athygli á málefnum hælisleitenda á Íslandi átti fund með starfsmönnum Rauða krossins í dag. Þar áttu sér stað mjög opnar og gagnlegar umræður um hlutverk Rauða krossins meðan á málsmeðferð hælisleitenda stendur sem og málsvarahlutverk félagsins við stjórnvöld og stofnanir sem koma að málefnum flóttamanna og hælisleitenda.
Hópur hælisleitenda sem dveljast á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ var meðal þeirra sem funduðu með Rauða krossinum í dag, og sögðu frá sinni reynslu í samskiptum við íslensk stjórnvöld og Rauða krossinn. Rauði krossinn mun taka mið af því sem þar kom fram við vinnu sína í þessum málaflokki.
Samnorrænn fundur Ungmennahreyfinga Rauða krossins
Samnorrænn fundur Ungmennahreyfinga Rauða krossins var haldinn hér á landi í lok mars. Um sjötíu þátttakendur sóttu fundinn en hann var haldinn í húsnæði Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins. Meginumræðuefnið var málsvarastarf og var það rætt út frá ýmsum sjónarhornum.
Að sögn Jóns Þorsteins Sigurðssonar, formanns URKÍ, tókst fundurinn mjög vel og bindur hann miklar vonir við það að næsta árið muni samskipti stjórna Ungmennahreyfinganna á Norðurlöndum eflast til mikilla muna sem skila sér svo áfram í þróun verkefna tengdum ungu fólki.
Anna Stefánsdóttir formaður Rauða krossins ávarpaði fundinn og í máli hennar kom meðal annars fram að afrakstur funda af þessu tagi geti verið mikilvægt innlegg í umræðuna um stefnumótun hreyfingarinnar, svokallaða Stefnu 2020, sem er í fullum gangi um þessar mundir.
Ítalski Rauði krossinn vinnur sleitulaust að rústabjörgun og neyðaraðstoð vegna jarðskjálftans
Klukkan 3:30 þann 6. apríl varð öflugur jarðskjálfti í borginni L'Aquila í miðhluta Ítalíu, 120 km norðaustan við Róm. Skjálftinn mældist 6,3 stig á Richter samkvæmt upplýsingum frá ítalska Rauða krossinum. Tala látinna er komin yfir 200 og 1500 eru slasaðir í L'Aquila og nálægum þorpum. 70 manns hafa enn ekki fundist. Þessar tölur gætu enn átt eftir að hækka. Tugir þúsunda hafa misst heimili sín, en í borginni búa alls um 70.000 manns.
Björgunarsveitir frá ítalska Rauða krossinum voru komnar til L'Aquila innan klukkustundar frá því að jarðskjálftinn reið yfir. Leitað var í rústum alla nóttina með ljóskösturum og sífellt kemur meira hjálparlið og búnaður á jarðskjálftasvæðið. Þeir sem misst hafa heimili sín fá teppi, mat og önnur nauðsynleg hjálpargögn.
Spennt að fara í vinnuna
Stundum hefur verið sagt um hunda að þeir sér bestu vinir mannsins. Viðmót þeirra er fals- og fordómalaust en ávallt hlýtt og gefandi, enda vinsæll félagsskapur ungra sem aldinna, veikra sem frískra. Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.
Spennt að fara í vinnuna
Stundum hefur verið sagt um hunda að þeir sér bestu vinir mannsins. Viðmót þeirra er fals- og fordómalaust en ávallt hlýtt og gefandi, enda vinsæll félagsskapur ungra sem aldinna, veikra sem frískra. Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.
Æfð opnun fjöldahjálparstöðvar í Kársnesskóla
Fjöldahjálparæfing var haldin í Kársnesskóla í Kópavogi á laugardag. Flugvél átti að hafa hrapað á íbúðarhúsnæði við Þingholtsbraut. Æfingin hófst með boðun frá Neyðarlínunni klukkan 12:05. Þeir fjöldahjálparstjórar Rauða krossins sem tóku þátt fóru strax í að opna fjöldahjálparstöðina og undirbúa komu þolenda.
Þolendur voru leiknir af sjálfboðaliðum Rauða kross deilda höfuðborgarsvæðis ásamt nýliðum björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Þeir létu skrá sig inn í fjöldahjálparstöðina og reyndi þá á þjálfun í sálrænum stuðningi, þar sem sumir þolendanna voru í miklu ójafnvægi.
Neyðarnefnd höfuðborgarsvæðisins vill koma á framfæri þakklæti til þátttakenda, leikara og fjöldahjálparstjóra fyrir þeirra þátt í vel heppnaðri æfingu.
Rauði krossinn hjálpar nauðstöddum börnum í Mósambík
Þegar Sergio Macuculi var lítill drengur bjó fjölskylda hans við sárustu örbirgð. Foreldrar hans áttu hvorki fyrir skólagjöldum eða mat handa fjórum sonum sínum. Loks ákvað móðir Sergios að fara með hann á Centro de Boa Esperanca, athvarf fyrir nauðstödd börn sem rekið er í samstarfi við Rauða krossinn í Mósambík.
Sergio var sex ára gamall þegar móðir hans kom með hann í athvarfið. Í dag, þrettán árum síðar er þessi hávaxni og hrausti ungi maður ákaflega ánægður að hún skyldi hafa tekið þessa ákvörðun.
„Fjölskylda mín átti við mikla erfiðleika að stríða þegar ég kom hingað fyrst og Centro de Boa Esperanca breytti lífi mínu sannarlega til hins betra. Hér hef ég lært að velja hið góða fram yfir hið illa og gera mér bjartar framtíðarvonir “, sagði Macuculi brosandi.
260 þúsund krónur söfnuðust á handverksmarkaði deildarinnar í dag
Fjöldi fólks mætti í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í dag og gerði góð kaup á handverksmarkaði MK-nema. Til sölu voru alls konar prjónavörur, kökur, brjóstsykur, máluð páskaegg og fleira handverk. Alls seldust vörur fyrir 260 þúsund krónur.
Helmingur af ágóðanum rennur til Rauða kross deildar í Maputo-héraði í Mósambík en Kópavogsdeildin er í vinadeildasamstarfi með þeirri deild. Markmið samstarfsins er að efla starf beggja deilda og skapa tengsl á milli sjálfboðaliða deildarinnar. Hinn helmingurinn af ágóðanum rennur til verkefnisins Föt sem framlag en í því verkefni prjóna og sauma sjálfboðaliðar ungbarnaföt sem síðan eru send til barna og fjölskyldna í neyð í Malaví.
Sumarbúðir fyrir unglinga - skráning er hafin
Sumarbúðir Ungmennahreyfingar Rauða krossins verða haldnar að Löngumýri í Skagafirði í sumar, annað árið í röð. Í þetta sinn verða þær dagana 12.-16. ágúst. Þátttaka er opin öllum unglingum á aldrinum 12-16 ára.
Aðstaða á Löngumýri er til fyrirmyndar. Unglingarnir gista í tveggja til þriggja manna herbergjum, boðið er upp á hollan og góðan mat og séð er til þess að engum leiðist frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.
Á sumarbúðunum er unnið út frá grundvallarmarkmiðum Rauða krossins og farið í viðhorf unglinganna til ýmissa þjóðfélagshópa. Að auki gerist eitthvað ævintýralegt og spennandi á hverjum degi svo sem klettasig, flúðasiglingar, hlutverkaleikir og hamagangur í litlu kringlóttu sundlauginni á Löngumýri. Það verður enginn svikinn af dvöl á Löngumýri.
Handverksmarkaður Kópavogsdeildar á laugardaginn
Hér er tækifæri til að verða sér úti um fallegt handverk, setja það jafnvel í afmælispakka eða gefa sem sængjurgjafir og styrkja um leið gott málefni!
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur handverksmarkað laugardaginn 4. apríl kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Einnig koma sjálfboðaliðar úr ýmsum öðrum verkefnum Kópavogsdeildar að markaðnum, ungir sem aldnir.
Selt verður fjölbreytt handverk sjálfboðaliða eins og fallegar prjónavörur, páskaskraut og sælgæti sem yngstu sjálfboðaliðarnir hafa búið til.
Hláturjóga - Ekki aprílgabb
25 á Vin Open
Hluti skákhátíðarinnar sem nú stendur sem hæst var Vin Open, samstarf Skákakademíu Reykjavíkur og Skákfélags Vinjar, sem haldið var á mánudaginn.
Sinnti hjálparstarfi í Pakistan í skugga átaka
Áslaug Arnoldsdóttir hefur starfað fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið og er hjálparstarf órjúfanlegur hluti af lífi hennar. Síðastliðið haust lá leið hennar til Pakistan þar sem hún aðstoðaði flóttamenn. Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.
Tíminn nýttur í að læra fatasaum
Kópavogsdeildin býður upp á námskeið í fatasaumi í verkefninu Nýttu tímann en verkefnið samanstendur af námskeiðum, fyrirlestrum og samverum fyrir atvinnulausa og þá sem hafa þurft að minnka við sig vinnu. Námskeiðið í fatasaumi er einkar vinsælt og komust færri að en vildu. Tíu þátttakendur sitja námskeiðið en tveir sjálfboðaliðar hjá deildinni í verkefninu Föt sem framlag sjá um kennsluna. Núna stendur yfir önnur samveran á námskeiðinu í sjálfboðamiðstöðin en það er mánaðarlangt og samanstendur af alls fjórum samverum.