29. júní 2009 : Gaza: Ein og hálf milljón manna í greipum örvæntingar

Sex mánuðir eru nú liðnir frá því að hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna á Gasa lauk. Enn ríkir þó mjög alvarlegt ástand meðal almennings á svæðinu. Óbreyttir borgarar sjá ekki fram á geta komið lífi sínu í eðlilegt horf að nýju og fyllast æ meiri örvæntingu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem  Alþjóða Rauða krossinn (ICRC) sendi frá sér í dag. Ný skýrsla frá Alþjóða Rauða krossinum um ástandið á Gasa sýnir að íbúar eiga æ erfiðara með að sjá fyrir sér. Um leið fá alvarlega veikir sjúklingar ekki nauðsynlega læknisþjónustu. Skýrslan sýnir einnig að þúsundir Gasabúa sem misstu heimili sín og eignir fyrir hálfu ári hafa enn ekki fengið þak yfir höfuðið.

29. júní 2009 : Vel heppnaðir Gleðidagar

Námskeiðið Gleðidagar sem haldið var hjá deildinni í síðustu viku heppnaðist afar vel en um er að ræða tilraunaverkefni í því skyni að tengja saman eldri og yngri kynslóðir þar sem markmiðið er að miðla gömlum gildum og þekkingu frá hinum eldri til þeirra yngri. Nítján börn á aldrinum 7-12 ára sóttu námskeiðið og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá alla vikuna. Eldri borgarar sögðu börnunum meðal annars sögur og fræddu þau um gamla tímann, þá var börnunum leiðbeint varðandi leikræna tjáningu og kennt að binda hnúta. Auk þess sáu tveir sjálfboðaliðar deildarinnar um að kenna prjón.

25. júní 2009 : Fræðsla Hvammstangadeildar fyrir vinnuskólann

Rúmlega tuttugu nemendur í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu fræðslu frá Hvammstangadeild Rauða kross Íslands í vikunni. Á þessum stutta fundi lærðu þau um upphaf Rauða krossins og helstu verkefnum hans bæði innanlands sem utan.
 
Krakkarnir spreyttu sig á ýmsum vandamálum og þurftu að finna lausnir á þeim. Þau voru látin gera fyrir skoðunum sínum á hinum ýmsu viðfangsefnum og urðu að færa rök fyrir máli sínu.

25. júní 2009 : Heimsókn í sumarbúðir fatlaðra á Löngumýri

Þau Hafsteinn Jakobson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar og Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi heimsóttu sumarbúðirnar að Löngumýri nú í vikunni.
 
Voru sumarbúðagestir að koma úr flúðasiglingu og var það glaður og ánægður hópur sem  mætti þeim í húsnæði Ævintýraferða. Þegar menn höfðu losað sig við blautgallana var  haldið heim að Löngumýri í miðdagskaffi og eftir smá hvíld var haldið aftur af stað en þá lá leiðin í sund í Varmahlíð þar sem sumir fóru í sundleikfimi en aðrir létu nægja að láta líða úr sér í heitapottinum og svamla um í lauginni.

25. júní 2009 : Ég spyr sjálfa mig í sífellu hvort mig sé að dreyma?

 Ég er í heimsókn hjá Sawsan, 42 ára konu frá Palestínu, á nýju heimili hennar í íslenska bænum Akranesi þar sem búa 6600 manns. Þar hefur hún nú búið í níu mánuði ásamt fimm ára syni sínum Yehja og er staðráðin að hefja nýtt líf í nýju landi.  Hún þurfti að flýja blóði drifin stræti Bagdadborgar lifði lengi á barmi örvæntingar í Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Sýrlands. Þetta er frásögn hennar, sem um leið er saga um hugrekki og von.

24. júní 2009 : Í fótspor Henry Dunant

Í dag eru nákvæmlega 150 ár liðin frá því að orrusta við Solferino á Norður Ítalíu leiddi af sér hugmynd sem hefur síðan breytt heiminum. Svisslendingurinn Henry Dunant varð vitni að miklum hörmungum á völlunum við Solferino en jafnframt óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi íbúa í nærliggjandi bæjum sem hlúðu að hermönnum án tillits til þjóðernis þeirra.

Við heimkomuna lagði Dunant til að stofnuð yrðu hlutlaus sjálfboðaliðafélög sem myndu aðstoða þolendur vopnaðra átaka án tillits til þjóðernis, stjórnmálaskoðana eða trúarbragða. Þessi félög starfa í dag í 186 löndum og mynda með sér Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, stærstu mannúðarhreyfingu veraldar.

24. júní 2009 : Lögreglan og Rauði krossinn gera samkomulag um sálrænan stuðning

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, undirrituðu í dag samkomulag um sálrænan stuðning við fólk sem komið hefur að vettvangi alvarlegra atburða þar sem kallað er eftir aðstoð lögreglunnar.

Lögreglan mun afhenda þeim sem koma að eða verða vitni að alvarlegum atburðum handhæg kort með upplýsingum um þau áhrif sem atvikið getur haft á líðan viðkomandi.  Á kortinu er fólki bent á að full ástæða geti verið til að viðra reynslu sína við góðan vin eða sjálfboðaliða Hjálparsíma Rauða krossins 1717, en hann er gjaldfrjáls og  opinn allan sólarhringinn.  Allir sjálfboðaliðar Hjálparsímans 1717 eru sérstaklega þjálfaðir til að veita sálrænan stuðning.

24. júní 2009 : Skyndihjalparhópur kemur saman

Í vikunni kom hluti af skyndihjálparhópnum á Norðurlandi saman til skrafs og ráðagerða í Viðjulundi 2. Rædd voru m.a. búnaðarmál, næstu æfingar og vaktir um Verslunarmannahelgina.
Að því loknu fór hópurinn niður á slökkvistöð til æfinga. Sett voru á svið umferðaslys þar sem þátttakendur æfðu björgun úr bílflaki. Að venju hafði hópurinn bæði gagn og gaman af þessum æfingum.
 

23. júní 2009 : Pálína Ásgeirsdóttir hlaut fálkaorðuna fyrir hjálparstörf

Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og einn allra reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands var sæmd fálkaorðunni á þjóðhátíðardaginn 17. júní fyrir alþjóðlegt hjálparstarf.  Hartnær 25 ár eru síðan Pálína hóf störf með Rauða krossinum og er hún vel að þessum heiðri komin.

“Ég lít á þennan heiður ekki síður sem viðurkenningu fyrir hjúkrunarstéttina og hjálparstarf almennt,” sagði Pálína Ásgeirsdóttir að þessu tilefni.

Fyrsta starf Pálínu á vettvangi hjálparstarfa var við neyðaraðstoð í Eþíópíu árið 1985, en þangað hélt hún á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar vegna mikillar hungursneyðar sem þar geisaði.  Árið 1986 varð hún sendifulltrúi Rauða kross Íslands við skurðspítala Alþjóða Rauða krossins á Tælandi.

Pálína hefur síðan þá starfað fyrir Alþjóða Rauða krossinn og hefur gríðarlega reynslu af störfum á átakasvæðum bæði sem hjúkrunarfræðingur og sem stjórnandi aðgerða.  Hún hefur meðal annars unnið í Sómalíu, í Afganistan, Pakistan og Kenýa vegna borgarstríðs í Súdan.  Pálína starfaði á vegum utanríkisráðuneytisins við friðargæslustörf á hersjúkrahúsi NATO í Bosníu árið 1999.  Þá vann hún sem fulltrúi Alþjóða Rauða krossins að uppbyggingu nýs Rauða kross landsfélags í Austur Tímor.

23. júní 2009 : Pálína Ásgeirsdóttir hlaut fálkaorðuna fyrir hjálparstörf

Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og einn allra reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands var sæmd fálkaorðunni á þjóðhátíðardaginn 17. júní fyrir alþjóðlegt hjálparstarf.  Hartnær 25 ár eru síðan Pálína hóf störf með Rauða krossinum og er hún vel að þessum heiðri komin.

“Ég lít á þennan heiður ekki síður sem viðurkenningu fyrir hjúkrunarstéttina og hjálparstarf almennt,” sagði Pálína Ásgeirsdóttir að þessu tilefni.

Fyrsta starf Pálínu á vettvangi hjálparstarfa var við neyðaraðstoð í Eþíópíu árið 1985, en þangað hélt hún á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar vegna mikillar hungursneyðar sem þar geisaði.  Árið 1986 varð hún sendifulltrúi Rauða kross Íslands við skurðspítala Alþjóða Rauða krossins á Tælandi.

Pálína hefur síðan þá starfað fyrir Alþjóða Rauða krossinn og hefur gríðarlega reynslu af störfum á átakasvæðum bæði sem hjúkrunarfræðingur og sem stjórnandi aðgerða.  Hún hefur meðal annars unnið í Sómalíu, í Afganistan, Pakistan og Kenýa vegna borgarstríðs í Súdan.  Pálína starfaði á vegum utanríkisráðuneytisins við friðargæslustörf á hersjúkrahúsi NATO í Bosníu árið 1999.  Þá vann hún sem fulltrúi Alþjóða Rauða krossins að uppbyggingu nýs Rauða kross landsfélags í Austur Tímor.

23. júní 2009 : Skapandi handverk á Akranesi

Handavinnusýningin „Skapandi handverk”  var opnuð á Alþjóðlega flóttamannadaginn síðastliðinn laugardag í Bókhlöðunni á Akranesi. Þar eru til sýnis handverk palestínsku flóttakvennanna og annarra íbúa á Akranesi sem tekið hafa þátt í handavinnunámskeiði á vegum Akranesdeildar Rauða krossins síðast liðinn vetur.

23. júní 2009 : Tombóla til styrktar Rauða krossinum

Þær Ísgerður Sandra Ragnarsdóttir, Eva Wolanczyk, Ásta Margrét Guðnadóttir og Ágústa Ragnarsdóttir héldu tombólu á dögunum fyrir utan búðina 11/11 við Þverbrekku til styrktar Rauða krossinum. Þær komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með afraksturinn, alls 10.227 kr. Þær höfðu safnað ýmsu dóti á tombóluna og sögðu að það hefði verið skemmtilegt að halda hana og að fólk hefði tekið þeim vel.

22. júní 2009 : Málefni flóttafólks vöktu mikla athygli á Laugaveginum

Fjölmargir kynntu sér málefni og menningu flóttafólks og hælisleitenda á alþjóðadegi flóttamanna síðast liðinn laugardag. Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stóðu að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk, þar sem athygli var vakin á stöðu flóttafólks og allra þeirra sem neyðast til að leggja á flótta. Jafnframt var bent á þátt flóttafólks við að byggja hér betra samfélag og auðga íslenska menningu og mannlíf. Boðið var upp á ýmsa skemmtun – tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar.

22. júní 2009 : Málefni flóttafólks vöktu mikla athygli á Laugaveginum

Fjölmargir kynntu sér málefni og menningu flóttafólks og hælisleitenda á alþjóðadegi flóttamanna síðast liðinn laugardag. Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stóðu að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk, þar sem athygli var vakin á stöðu flóttafólks og allra þeirra sem neyðast til að leggja á flótta. Jafnframt var bent á þátt flóttafólks við að byggja hér betra samfélag og auðga íslenska menningu og mannlíf. Boðið var upp á ýmsa skemmtun – tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar.

22. júní 2009 : Lifað og leikið á Löngumýri

Sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga sem haldnar eru á Löngumýri og í Stykkishólmi byrjuðu sitt fyrsta tímabil um síðustu helgi í Skagafirðinum. Þær eru haldnar 11. árið í röð á Löngumýri en 5. sumarið í Stykkishólmi. Karl Lúðvíksson hefur verið sumarbúðastjóri á Löngumýri frá upphafi en Gunnar Svanlaugsson er við stjórnvölinn í Stykkishólmi. Fullbókað er á öll tímabilin en um 60 þátttakendur munu sækja sumarbúðirnar í sumar.

Dagskráin er fjölbreytt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Flesta daga er farið í sund og kvöldvaka með þátttöku sumarbúðagesta hvert kvöld.

22. júní 2009 : Námskeiðið Gleðidagar stendur nú yfir í sjálfboðamiðstöðinni

Rétt í þessu var námskeiðið Gleðidagar að hefjast í sjálfboðamiðstöð deildarinnar. Nítján börn á aldrinum 7-12 ára eru mætt og munu njóta leiðsagnar fram á föstudag. Námskeiðið hefur yfirskriftina Ungur nemur, gamall temur og eru leiðbeinendur að mestu eldri borgarar. Hugmyndin er að tengja saman eldri og yngri kynslóðir þar sem markmiðið er að miðla gömlum gildum og þekkingu frá hinum eldri til hinna yngri.

19. júní 2009 : Sundlaugafólk á námskeiði

Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu gagnlegt það getur verið að kunna skil á skyndihjálp þegar á reynir. Margir eru enda duglegir og samviskusamir að læra og viðhalda kunnátti sinni á því sviði.  Stærstur hluti af þeim skyndihjálparnámskeiðum sem haldin eru á vegum deildarinnar eru haldin fyrir ýmis fyrirtæki og hópa. Meðal þeirra hópa sem hvað duglegastir eru að sækja námskeið er starfsfólk  sundlauga. 
Á dögunum var starfsfólk sundlauga hér af svæðinu á árlegu námskeiði þar sem fyrst er farið yfir hlutina í kennslustofunni og síðan í lauginni. 

19. júní 2009 : Opið hús í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna 20. júní í StartArt á Laugaveginum

Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna standa Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk og Kaffitár, að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi 12b, frá klukkan 13:00-15:00. Málefni og menning flóttafólks verða kynnt en boðið verður upp á ýmsa skemmtun - tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

19. júní 2009 : Alþjóða Rauði krossinn reiðubúinn að bregðast við inflúensu A (H1N1)

Frá því að inflúensu A (H1N1) varð fyrst vart  hefur Alþjóða Rauði krossinn lagt mikla áherslu á styðja aukinn viðbúnað landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans við faraldrinum. Um leið hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) nú tilkynnt að inflúensan sé komin á 6. stig, en með því telst hún vera orðin að heimsfaraldri, þeim fyrsta í  40 ár.

„Virkja þarf landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim þannig að þau séu tilbúin að bregðast við hamförunum og sinna stoðhlutverki sínu í samvinnu við stjórnvöld," segir Dominique Praplan, yfirmaður heilbrigðis og umönnunar hjá Alþjóða Rauða krossinum.

Frá því að veiran fannst fyrst í Mexíkó í apríl hafa Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn unnið mikið forvarnar- og undirbúningsstarf. Þar á meðal má nefna ráðgjöf til stjórnvalda og stofnana Sameinuðu þjóðanna á sviði neyðarviðbragða, samhæfingu samstarfsaðila úr hópi frjálsra félagasamtaka, fræðslu til almennings og sjúkraflutninga.

Í neyðarbeiðni frá 30. apríl óskaði Alþjóða Rauði krossinn eftir fjárframlögum til verkefnisins sem svara um bil 600 milljónum íslenskra króna (5 milljónir svissneskra franka). Búist er við að tilkynning Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að faraldurinn hafi náð 6. stigi veki athygli á mikilvægi þessa starfs.

19. júní 2009 : Alþjóða Rauði krossinn reiðubúinn að bregðast við inflúensu A (H1N1)

Frá því að inflúensu A (H1N1) varð fyrst vart  hefur Alþjóða Rauði krossinn lagt mikla áherslu á styðja aukinn viðbúnað landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans við faraldrinum. Um leið hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) nú tilkynnt að inflúensan sé komin á 6. stig, en með því telst hún vera orðin að heimsfaraldri, þeim fyrsta í  40 ár.

„Virkja þarf landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim þannig að þau séu tilbúin að bregðast við hamförunum og sinna stoðhlutverki sínu í samvinnu við stjórnvöld," segir Dominique Praplan, yfirmaður heilbrigðis og umönnunar hjá Alþjóða Rauða krossinum.

Frá því að veiran fannst fyrst í Mexíkó í apríl hafa Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn unnið mikið forvarnar- og undirbúningsstarf. Þar á meðal má nefna ráðgjöf til stjórnvalda og stofnana Sameinuðu þjóðanna á sviði neyðarviðbragða, samhæfingu samstarfsaðila úr hópi frjálsra félagasamtaka, fræðslu til almennings og sjúkraflutninga.

Í neyðarbeiðni frá 30. apríl óskaði Alþjóða Rauði krossinn eftir fjárframlögum til verkefnisins sem svara um bil 600 milljónum íslenskra króna (5 milljónir svissneskra franka). Búist er við að tilkynning Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að faraldurinn hafi náð 6. stigi veki athygli á mikilvægi þessa starfs.

18. júní 2009 : Hundaheimsókn á Grund

Heimsóknavinur með hund hóf að heimsækja heimilisfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund í vikunni. Heimsóknavinurinn María fór með hundinn sinn Check og heimsótti tvær deildir á Grund við góðar undirtektir fólksins þar. Sumir létu sér nægja að fylgjast með hundinum en aðrir klöppuðu honum, héldu á honum og gáfu honum meira að segja nokkra kleinubita. María og Check munu framvegis heimsækja Grund reglulega.

Kópavogsdeildin hefur boðið upp á heimsóknir með hunda í nokkur ár núna. Heimsóknavinir heimsækja með hundana sína á heilbrigðisstofnanir eins og hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og Rjóðrið, hvíldarinnlögn fyrir langveik börn, en einnig á einkaheimili þar sem fólk er einmana og félagslega einangrað. Þær stofnanir sem fá til sín hunda hafa allar fengið sérstakar undanþágur frá heilbrigðisyfirvöldum.

18. júní 2009 : Sálrænn stuðningur við fólk sem kemur að slysum og áföllum

Fólk sem kemur að slysum og öðrum alvarlegum atburðum sem vitni, tilkynnendur og þátttakendur í skyndihjálp, björgun og sálrænum stuðningi fær nú tilboð um sálrænan stuðning til að vinna úr reynslu sinni. Þetta er gert í samvinnu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) og Rauða kross Íslands fyrir hönd Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og formaður stjórnar SHS, og Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins, undirrituðu samkomulag um verkefnið í dag.

18. júní 2009 : Hundaheimsókn á Grund

Heimsóknavinur með hund hóf að heimsækja heimilisfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund í vikunni. Heimsóknavinurinn María fór með hundinn sinn Check og heimsótti tvær deildir á Grund við góðar undirtektir fólksins þar. Sumir létu sér nægja að fylgjast með hundinum en aðrir klöppuðu honum, héldu á honum og gáfu honum meira að segja nokkra kleinubita. María og Check munu framvegis heimsækja Grund reglulega.

Kópavogsdeildin hefur boðið upp á heimsóknir með hunda í nokkur ár núna. Heimsóknavinir heimsækja með hundana sína á heilbrigðisstofnanir eins og hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og Rjóðrið, hvíldarinnlögn fyrir langveik börn, en einnig á einkaheimili þar sem fólk er einmana og félagslega einangrað. Þær stofnanir sem fá til sín hunda hafa allar fengið sérstakar undanþágur frá heilbrigðisyfirvöldum.

17. júní 2009 : Það er kominn 17. júní!

Kópavogsdeild óskar landsmönnum gæfu og gleði á þjóðhátíðardegi landsins. Til hamingju með daginn!

16. júní 2009 : Tombólusöfnun

Þessar vösku stúlkur söfnuðu vænni upphæð fyrir Rauða krossinn með því að halda tomólu. Það er alltaf gleðilegt þegar unga kynslóðin leggur góðu málefni lið og hér í Grindavík er ekki óalgeng sjón að krakkarnir séu að safna fyrir góðum málefnum fyrir utan Nettó. Margir haf lagt Rauða krossinum lið með þessum hætti og von er á myndum frá fyrrverandi formanni sem teknar hafa verið á rafræna myndavél og þá getum við birt þær hér á heimasíðunni.

Tombólubörn á Íslandi leggja sitt af mörkum við hjálparstarf með því að gefa Rauða krossinum það fé sem safnast

15. júní 2009 : Líf og fjör á námskeiðum Rauða krossins

Námskeiðin Mannúð og menning standa yfir þessa dagana. Hjá Kjósarsýsludeild Rauða krossins lauk fyrsta námskeiðinu í síðustu viku. Það hefur því verið líf og fjör hjá deildinni að undanförnu þar sem hópur krakka fræddust um Rauða krossinn, skyndihjálp, umhverfisvernd og fjölmenningu í gegnum leik og störf.

Á fjölmenningardeginum var boðið upp á hrísgrjóna- og grænmetisrétt samkvæmt gambískri fyrirmynd. Að sjálfsögðu var maturinn einnig snæddur eins og tíðkast í Gambíu, þ.e. hópurinn var berfættur, myndaði hring á gólfinu og borðaði með höndunum en einungis má nota vinstri hendina. Maturinn var reiddur fram á stóru fati og látinn ganga milli allra í hópnum. Þótti börnunum þetta ekki einföld aðferð.

15. júní 2009 : Selir, tröllskessa og bilaðar bremsur

Strandakirkja, selir og víkingaskip voru á meðal þess sem varð á vegi gesta og starfsmanna Dvalar sem fóru í dagsferð á Reykjanes á miðvikudaginn í síðustu viku. Strandakirkja var fyrsti áfangastaðurinn en eftir skoðunarferð um kirkjuna voru borðaðar dýrindis samlokur og skyr, auk þess sem heitt kaffi og kakó var á boðstólnum. Nokkrir úr hópnum gengu upp á hæð þar sem sást yfir fjöruna en þar mátti sjá stærðarinnar seli sem svömluðu um í sjónum og sátu á skerjunum.

Saltfisksetrið í Grindavík var næst á döfinni en þar kynnti fólk sér saltfiskvinnslu og viðskipti fyrr og nú. Í Duushúsi í Keflavík var borðuð súpa og brauð auk þess sem sumir skokkuðu út að helli við höfnina til að skoða tröllskessu sem þar býr.

12. júní 2009 : Starfið á árinu 2008

12. júní 2009 : Starfið á árinu 2008

12. júní 2009 : Starfið á árinu 2008

12. júní 2009 : Starfið á árinu 2008

12. júní 2009 : Starfið á árinu 2008

12. júní 2009 : Starfið á árinu 2008

12. júní 2009 : Viltu tala meiri íslensku?

Verkefnið Viltu tala meiri íslensku? er hluti af heimsóknaþjónustu deildarinnar og hefur verið í gangi síðan í janúar síðastliðnum. Íslenskir sjálfboðaliðar hafa vikulega hitt innflytjendur sem vilja æfa sig í að tala íslensku. Á samverunum fá innflytjendurnir tækifæri til að tala íslensku og þjálfa sig því í notkun málsins.

Alls hafa níu manns nýtt sér þessa þjónustu og sjálfboðaliðarnir hafa verið fjórir. Þátttakendurnir hafa verið frá Póllandi, Ítalíu, Ástralíu, Tíbet, Sri Lanka og Eþíópíu og kunna sumir litla íslensku en aðrir hafa meiri kunnáttu.

11. júní 2009 : Námskeið um málsmeðferð hælisleitenda

Fjölmennt var á námskeiði um málsmeðferð hælisleitenda sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar frá Flóttamannastofnun SÞ fóru yfir ýmis atriði sem skipta grundvallarmáli þegar ákvarðað er um stöðu einstaklings sem sækir um hæli.

„Meginviðfangsefnið var aðferðarfræði við ákvörðun á stöðu flóttamanns, t.d. hvernig eigi að meta trúverðugleika hælisumsækjanda, viðtalstækni, skilyrði flóttamannahugtaksins og fleira," segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands.

11. júní 2009 : Rauði krossinn andvígur því að senda hælisleitendur til Grikklands

Rauði kross Íslands harmar þá niðurstöðu sem fram kemur í skýrslu dómsmálaráðuneytisins að hælisleitendur verði aftur sendir til Grikklands á grundvelli Dyflinnar reglugerðarinnar. Rauði krossinn hefur ítrekað beint þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands að svo stöddu og byggt þau á skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá apríl 2008.

Dómsmálaráðuneytið hefur nú til meðferðar mál sex einstaklinga sem sótt hafa um hæli á Íslandi eftir að hafa dvalist fyrst í Grikklandi. Lengst hafa þeir dvalist á Íslandi í rúmt ár en skemmst í rúma sjö mánuði. Á þeim tíma hafa þeir myndað góð og sterk tengsl við landið og við aðra borgara hér. Allir hafa þeir sótt eftir vernd hérlendis þar sem þeir telja sér ekki óhætt verði þeir sendir aftur til Grikklands á grundvelli Dyflinnar reglugerðarinnar.

10. júní 2009 : Nýtt skipurit Kópavogsdeildar komið á vefinn

Á stjórnarfundi deildarinnar síðasta laugardag var samþykkt skipurit fyrir deildina. Þetta er í fyrsta skipti sem skipurit er útbúið yfir stjórnskipulag deildarinnar og hefur það verið sett hér inn á vefsíðuna undir „Um Kópavogsdeild”. Tilgangurinn er að gefa skýra mynd af stjórnskipulaginu og yfirsýn yfir þær nefndir, ráð og stjórnir sem deildin á fulltrúa í.

10. júní 2009 : Einn af sex hundruð?

Undanfarið hefur borið á því sjónarmiði að íslensk stjórnvöld snúi öllum hælisleitendum úr landi, ýmist til þeirra landa sem þeir flýja, ellegar annarra Evrópulanda, þar sem þeir eigi illa vist. Greinin birtist á Visir.is þann 30. maí sl.

9. júní 2009 : NATO leggur hvítum bílum

Herir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hættu að nota hvítmálaða bíla frá og með síðustu mánaðamótum, eftir mikinn þrýsting frá hjálparstarfsmönnum í landinu. Rauði krossinn hefur lengi bent á hættuna af því fyrir sjálfstæða og óháða aðstoð á vígvellinum að starfsfólk á vegum herja aki um á hvítmáluðum ökutækjum, sem hefð er fyrir að hjálparstofnanir noti.

Ákvörðun NATO ber að fagna. Með henni hefur fengist viðurkennt mikilvægi þess að skýr greinarmunur sé gerður milli þeirra sem tilheyra aðilum að átökum og hinna, sem veita aðstoð á grundvelli þarfar, algjörlega óháð átakalínum.

9. júní 2009 : Austurbæjarbíó – Hús unga fólksins!

Austurbæjarbíó - Hús Unga Fólksins opnar formlega þriðjudaginn 9. júní. Húsið verður miðstöð ungs  fólks sem vill virkja krafta sína í hvetjandi umhverfi.

Þeir aðilar sem standa Austurbæjarbíói eru Rauði krossinn í Reykjavík, Samfélagið Frumkvæði ( www.frumkvaedi.is ), Hitt Húsið, Lýðheilsustöð og Samband Íslenskra Framhaldsskólanema. Nánari upplýsingar veitir Þór Gíslason hjá Rauða krossinum í Reykjavík í síma 545-0406 eða netfang: [email protected]

Markmið miðstöðvarinnar er að bjóða ungu fólki upp á aðstöðu og aðstoð við framkvæmd hugmynda sinna. Virkir þátttakendur hússins móta fjölbreytta dagskrá sumarsins og sköpunarkraftar þeirra verða nýttir við andlitslyftingu á Austurbæjarbíó. Auk þess verður boðið upp á hressingu og gefst tækifæri til að sýna sig og sjá aðra. Haft verður að leiðarljósi að skapa vettvang þar sem öllum er frjálst að koma á sínum eigin forsendum og taka þátt í að skapa sér skemmtilegt sumar. Tveir sjóðir hafa verið stofnaðir sem hægt verður að sækja um styrki úr til að koma verkefnum af stað.

8. júní 2009 : 50 sérfræðingar í barnapössun útskrifast

Um 50 krakkar sóttu námskeiðið Börn og umhverfi sem haldið var hjá deildinni fyrir skemmstu. Um er að ræða tvo hópa og lauk seinni hópurinn sínu námskeiði sl. föstudag.
Námskeiðið Börn og umhverfi er ætlað börnum 11 ára og eldri sem vilja læra að gæta ungra barna.  Þar læra þau m.a.  undirstöðuatriði varðandi umgengni og umönnun barna, helstu áhættuþætti varðandi slys og óhöpp og hvernig bregðast skal við með skyndihjálp svo eitthvað sé nefnt.
 

 

8. júní 2009 : Sjálfboðaliðar fjölmenntu á vorgleði

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var haldin í sól og blíðu á laugardaginn í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Sjálfboðaliðarnir fjölmenntu með maka, börn, barnabörn og aðra ættingja. Alls mættu yfir sextíu manns sem nutu veðurblíðunnar saman yfir grillmat og öðrum veitingum. Þá var haldin rúsínuspíttkeppni og sjálfboðaliði leiddi gestina í söng. Börnin fengu andlitsmálun og mátti meðal annars sjá litlar mýs, ketti, tígrisdýr og fiðrildi leika sér í snú snú og með sippubönd og húlahringi.

Gleðin er haldin árlega og er eins konar uppskeruhátið sjálfboðaliða deildarinnar þar sem markmiðið er að fagna starfsvetrinum og gleðjast saman í upphafi sumars. Deildin metur mikils framlag sjálfboðaliða sinna og þakkar þeim fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur.


8. júní 2009 : Sjálfboðaliðar fjölmenntu á vorgleði

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var haldin í sól og blíðu á laugardaginn í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Sjálfboðaliðarnir fjölmenntu með maka, börn, barnabörn og aðra ættingja. Alls mættu yfir sextíu manns sem nutu veðurblíðunnar saman yfir grillmat og öðrum veitingum. Þá var haldin rúsínuspíttkeppni og sjálfboðaliði leiddi gestina í söng. Börnin fengu andlitsmálun og mátti meðal annars sjá litlar mýs, ketti, tígrisdýr og fiðrildi leika sér í snú snú og með sippubönd og húlahringi.

Gleðin er haldin árlega og er eins konar uppskeruhátið sjálfboðaliða deildarinnar þar sem markmiðið er að fagna starfsvetrinum og gleðjast saman í upphafi sumars. Deildin metur mikils framlag sjálfboðaliða sinna og þakkar þeim fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur.


7. júní 2009 : Strand í sandi

Hvar finnurðu steikjandi sumarhita, reglubundna sandstorma og eyðimörk með snákum og sporðdrekum? Bættu svo við þunnum tjöldum og ískulda á vetrum – þú gætir verið í Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

7. júní 2009 : Hveragerðisdeild heimsækir Grindavíkurdeildina

Sjálfboðaliðar Hveragerðisdeildar Rauða krossins í heimsóknavinarverkefnum og verkefnum „Föt sem framlag“ ásamt Eyrúnu formanni og Drífu starfsmanni deildarinnar heimsóttu Grindavíkurdeildina á dögunum.

5. júní 2009 : Unnið að útrýmingu lömunarveiki í Afríku

Rauði kross Íslands mun veita 5 milljónum króna í bólusetningarherferð gegn lömunarveiki sem nú stendur yfir í 14 Afríkulöndum. Herferðin sem hófst í mars stendur yfir í 5 mánuði og er ætlunin að ná til 80 milljón barna undir 5 ára aldri. Framlag Rauða kross Íslands mun renna til verkefna í Tógó og Gana, en bólusetning þar hófst nú í byrjun júní.

„Lömunarveiki var mikið skaðræði hér á landi fyrir nokkrum áratugum og gæti hæglega blossað upp aftur, hér og um allan heim, ef ekkert er að gert þar sem hún geysar núna. Það er allt of mikið í húfi þegar hægt er að koma í veg fyrir smit með jafn einfaldri bólusetningu og raun ber vitni þar sem bóluefni er dreypt á tungu barnanna," segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands.

5. júní 2009 : Rauði krossinn veitir flugfarþegum áfallahjálp

Tveir sjálfboðaliðar úr neyðarnefnd Suðurnesjadeildar Rauða krossins tóku í nótt á móti farþegum flugvélar Icelandair eftir að bilun kom upp í vélinni í flugi á milli Parísar og Íslands um miðjan dag í gær. Vélin lenti á Gatwickflugvelli og þurftu farþegarnir 148 að bíða á vellinum eftir að vélar frá Icelandair og Iceland Express fluttu þá til Íslands, en þær lentu í Keflavík klukkan 1:45 og rúmlega 3 í nótt. Nokkrir Frakkar höfðu þó snúið heim á leið með lest.

„Flugfarþegarnir báru sig ótrúlega vel, þeir virtust hafa náð að jafna sig meðan beðið var á Gatwickflugvelli, en þar veitti áhöfn vélarinnar sálrænan stuðning á aðdáunarverðan hátt," sagði Karl Georg Magnússon formaður neyðarnefndarinnar.

Ef farþegar finna þörf fyrir aðstoð og sálrænan stuðning geta þeir haft samband við Hjálparsímann 1717 sem er opinn allan sólarhringinn.

5. júní 2009 : Rauði krossinn veitir flugfarþegum áfallahjálp

Tveir sjálfboðaliðar úr neyðarnefnd Suðurnesjadeildar Rauða krossins tóku í nótt á móti farþegum flugvélar Icelandair eftir að bilun kom upp í vélinni í flugi á milli Parísar og Íslands um miðjan dag í gær. Vélin lenti á Gatwickflugvelli og þurftu farþegarnir 148 að bíða á vellinum eftir að vélar frá Icelandair og Iceland Express fluttu þá til Íslands, en þær lentu í Keflavík klukkan 1:45 og rúmlega 3 í nótt. Nokkrir Frakkar höfðu þó snúið heim á leið með lest.

„Flugfarþegarnir báru sig ótrúlega vel, þeir virtust hafa náð að jafna sig meðan beðið var á Gatwickflugvelli, en þar veitti áhöfn vélarinnar sálrænan stuðning á aðdáunarverðan hátt," sagði Karl Georg Magnússon formaður neyðarnefndarinnar.

Ef farþegar finna þörf fyrir aðstoð og sálrænan stuðning geta þeir haft samband við Hjálparsímann 1717 sem er opinn allan sólarhringinn.

4. júní 2009 : Vinkonur styrkja Rauða krossinn með tombólu

Vinkonurnar Oddný Björg Stefánsdóttir og Helga Lind Magnúsdóttir héldu tombólu á dögunum og söfnuðu alls 6.832 kr. Þær komu í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og færðu Rauða krossinum söfnunarféð. Þær gengu í hús og búðir og söfnuðu dóti á tombóluna sem þær svo héldu fyrir utan Nóatún í Hamraborginni. Stelpurnar eru báðar í Kópavogsskóla og eru að ljúka fjórða bekk.

4. júní 2009 : Rauði kross Íslands og utanríkisráðuneyti styrkja hjálparstarf á Srí Lanka

Rauði kross Íslands veitti í dag fimm milljónir króna til hjálparstarfs meðal flóttamanna á Sri Lanka, sem nú hafast við í flóttamannabúðum við afar slæman kost. Féð bætist við fimm milljónir króna sem utanríkisráðuneytið hafði þegar ákveðið að veita í gegnum Rauða krossinn. Framlagið frá Íslandi nemur því tíu milljónum króna.

Framlagið rennur óskipt til hjálparstarfsins á norðurhluta eyjarinnar. Þar ríkir nú gríðarleg neyð meðal almennra borgara sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín vegna vopnaðra átaka á svæðinu, sem nú eru yfirstaðin. Nístandi þörf er fyrir matvæli, vatn og læknishjálp í yfirfullum flóttamannabúðum.

3. júní 2009 : Sjálfboðaliðar óskast til að aðstoða á námskeiði

Kópavogsdeildin verður með ókeypis námskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára 22.-26. júní næstkomandi kl. 9-16 alla dagana og kallast það Gleðidagar. Námskeiðið tengir saman eldri og yngri kynslóðir þar sem markmiðið er að miðla gömlum gildum og þekkingu frá hinum eldri til hinna yngri.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða að mestu eldri borgarar en deildin óskar eftir yngri sjálfboðaliðum til að aðstoða við námskeiðshaldið, t.d. við hádegismat, leiki og almenna dagskrá. Við óskum eftir fjórum sjálfboðaliðum á dag, tveimur frá kl. 9-13 og tveimur frá kl. 13-16.30. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða á [email protected].

2. júní 2009 : Fólkið sem flýr heimkynni sín

Samanburður á afgreiðslu Íslendinga og Norðmanna á hælisumsóknum leiðir í ljós að frændur okkar veita mun fleiri stöðu flóttamanna. Zoë Robert heimsótti hælisleitendamiðstöðina í Þrándheimi. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

2. júní 2009 : Fólkið sem flýr heimkynni sín

Samanburður á afgreiðslu Íslendinga og Norðmanna á hælisumsóknum leiðir í ljós að frændur okkar veita mun fleiri stöðu flóttamanna. Zoë Robert heimsótti hælisleitendamiðstöðina í Þrándheimi. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

2. júní 2009 : Nær hundrað þúsund manns hafa sýkst af kóleru í Simbabve

Enn verður ekki séð fyrir endann á kólerufaraldrinum sem geisað hefur í Simbabve á undanförnum misserum. Vitað er um 98.308 sýkingar um land allt og 4.283 manns eru taldir hafa látið lífið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu á vegum Alþjóða Rauða krossins og Rauða krossins í Simbabve. Þar er varað við því að enn stafi mikil hætta af faraldrinum þó að dregið hafi úr tíðni sýkinga á undanförnum mánuðum. Talið er að fjöldi greindra tilfella eigi eftir að fara yfir 100.000.

Innviðir samfélagsins illa farnir
„Alvarlegasta ástæða faraldursins er sú að helstu stoðir samfélagsins eru nær algerlega fallnar. Vatnsveitur, hreinlætisaðstaða almennings og heilbrigðiskerfi landsins eru meira og minna ónýt. Það er ennþá skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlæti er mjög ábótavant. Það er ennþá mikil mannekla í heilbrigðiskerfinu og skortur á sjúkragögnum," segir Marianna Csillag, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Simbabve. Marianna er hjúkrunarfræðingur og var send til Simbabve í janúar til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldursins. Þar hefur hún meðal annars starfað með neyðarteymi finnska Rauða krossins.