Kjarnakona Hveragerðis 2008
Eyrún Sigurðardóttir, formaður Hveragerðisdeildar Rauða kross Íslands, var valin „kjarnakona árið 2008“ af Kvenfélagi Hveragerðis. Af því tilefni afhenti Alma Dagmar Jónsdóttir formaður kvenfélagsins henni glerlistaverk eftir Svanborgu Egilsdóttur ljósmóður og glerlistakonu.
Eyrún er lærður sjúkraliði og jógakennari. Öll störf hennar hjá Rauða kross deildinni eru ólaunuð sjálfboðastörf. Félagar í deildinni í Hveragerði eru nú yfir eitt hundrað og hefur starfsemi deildarinnar aldrei verið öflugri.
Kjarnakona Hveragerðis 2008
Eyrún Sigurðardóttir, formaður Hveragerðisdeildar Rauða kross Íslands, var valin „kjarnakona árið 2008“ af Kvenfélagi Hveragerðis. Af því tilefni afhenti Alma Dagmar Jónsdóttir formaður kvenfélagsins henni glerlistaverk eftir Svanborgu Egilsdóttur ljósmóður og glerlistakonu.
Eyrún er lærður sjúkraliði og jógakennari. Öll störf hennar hjá Rauða kross deildinni eru ólaunuð sjálfboðastörf. Félagar í deildinni í Hveragerði eru nú yfir eitt hundrað og hefur starfsemi deildarinnar aldrei verið öflugri.
Krafa um réttlátt hælisleitendakerfi í Evrópusambandinu
Grein eftir Wolfgang Kopetzky stjórnarformann Evrópuskrifstofu Rauða krossins og Bengt Westerberg varaformann Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og formanns sænska Rauða krossins. Greinin birtist í Svenska Dagbladet.
Krafa um réttlátt hælisleitendakerfi í Evrópusambandinu
Grein eftir Wolfgang Kopetzky stjórnarformann Evrópuskrifstofu Rauða krossins og Bengt Westerberg varaformann Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og formanns sænska Rauða krossins. Greinin birtist í Svenska Dagbladet.
Skýrsla um meðferð hælisumsókna
Dómsmálaráðuneytið birti þann 27. júlí skýrslu nefndar um meðferð hælisumsókna sem dómsmálaráðherra skipaði 21. apríl sl. Nefndinni var skv. erindisbréfi falið að fara yfir lög og reglur um meðferð hælisumsókna í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, dóms Hæstaréttar frá 12. mars sl. og alþjóðlegra skuldbindinga.
Gull um háls afmælisbarnsins
Tuttugu og tveir þátttakendur skráðu sig til leiks á stórafmælismót til heiðurs Róberti Lagerman í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands, í gær, eftir hádegismatinn.
Frábær þátttaka og mótið firnasterkt. Þó andrúmsloftið hafi verið afslappað þá var hart barist og enginn afsláttur gefinn, en teflt var bæði innan- og utandyra þar sem veðurblíða ríkti.
Fyrir mótið fékk Róbert, aðalleiðbeinandi hjá Skákfélagi Vinjar undanfarin ár, hlýjar kveðjur og bókina “The days run away like wild horses over the hill” eftir Charles Bukowski, sem þótti nokkuð viðeigandi.
Forseti Skáksambandsins, Gunnar Björnsson, vísiteraði Vin og tók þátt auk þess sem varaforsetinn, Magnús Matthíasson, hélt stutta og fallega tölu um afmælisdrenginn og lék svo fyrsta leikinn í viðureign Róberts og Stefáns Bergssonar sem stóð í ströngu sem yfirdómari og aðstoðarskákstjóri.
Gull um háls afmælisbarnsins
Tuttugu og tveir þátttakendur skráðu sig til leiks á stórafmælismót til heiðurs Róberti Lagerman í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands, í gær, eftir hádegismatinn.
Frábær þátttaka og mótið firnasterkt. Þó andrúmsloftið hafi verið afslappað þá var hart barist og enginn afsláttur gefinn, en teflt var bæði innan- og utandyra þar sem veðurblíða ríkti.
Fyrir mótið fékk Róbert, aðalleiðbeinandi hjá Skákfélagi Vinjar undanfarin ár, hlýjar kveðjur og bókina “The days run away like wild horses over the hill” eftir Charles Bukowski, sem þótti nokkuð viðeigandi.
Forseti Skáksambandsins, Gunnar Björnsson, vísiteraði Vin og tók þátt auk þess sem varaforsetinn, Magnús Matthíasson, hélt stutta og fallega tölu um afmælisdrenginn og lék svo fyrsta leikinn í viðureign Róberts og Stefáns Bergssonar sem stóð í ströngu sem yfirdómari og aðstoðarskákstjóri.
Tilraunaverkefni með miðbæjarölt hjá skyndihjálparhópi URKÍ-R
Skyndihjálparhópur Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Reykjavík hefur síðustu fjórar helgar verið á miðbæjarrölti og sinnt sjúkragæslu eftir þörfum. Um er að ræða tilraunaverkefni.
Tilraunaverkefni með miðbæjarölt hjá skyndihjálparhópi URKÍ-R
Skyndihjálparhópur Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Reykjavík hefur síðustu fjórar helgar verið á miðbæjarrölti og sinnt sjúkragæslu eftir þörfum. Um er að ræða tilraunaverkefni.
Tilraunaverkefni með miðbæjarölt hjá skyndihjálparhópi URKÍ-R
Skyndihjálparhópur Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Reykjavík hefur síðustu fjórar helgar verið á miðbæjarrölti og sinnt sjúkragæslu eftir þörfum. Um er að ræða tilraunaverkefni.
Sífelld flóð í Mongólíu hamla hjálparstarfi
Þann 17 júlí áttu sér stað alvarleg flóð í og í kringum Ulanbataar í Mongóliu. Vitað er um að minnsta kosti 24 dauðsföll sem er há tala miðað við heildarfólksfjölda.
Amma á Akranesi, látið barnabarn í Írak
Ayda Abdullah Al Esa á heima á Akranesi en elsta dóttir hennar býr við illan kost í flóttamannabúðum í Írak. Dóttirin fær ekki að koma til Íslands en bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka við henni. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Amma á Akranesi, látið barnabarn í Írak
Ayda Abdullah Al Esa á heima á Akranesi en elsta dóttir hennar býr við illan kost í flóttamannabúðum í Írak. Dóttirin fær ekki að koma til Íslands en bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka við henni. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Lífleg starfsemi í Austurbæjarbíói, Húsi Unga Fólksins
Húsnæði Austurbæjarbíós hefur tekið miklum breytingum frá því verkefnið Austurbæjarbíó, Hús Unga Fólksins var formlega opnað í byrjun júní. Starfsemin fór rólega af stað en nú starfa þar 70 til 80 einstaklingar að fjölbreyttum verkefnum. Mikið líf er alla daga í Austurbæjarbíói og er rýmið mjög vel nýtt.
Hús Unga Fólksins er opið alla virka daga frá kl. 10 til 22. Þar er rekið lítið kaffihús sem bíður þátttakendum og gestum uppá frítt kaffi en einnig er boðið uppá gæðakaffi og vöfflur gegn vægu gjaldi. Verkefnið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára og eru allir velkomnir þangað til að spjalla, leita ráða um útfærslu hugmynda sinna, taka þátt í „endurbyggingu“ Austurbæjarbíós eða til að nýta sér þá fjölbreyttu afþreyingu sem þar er að finna.
Lífleg starfsemi í Austurbæjarbíói, Húsi Unga Fólksins
Húsnæði Austurbæjarbíós hefur tekið miklum breytingum frá því verkefnið Austurbæjarbíó, Hús Unga Fólksins var formlega opnað í byrjun júní. Starfsemin fór rólega af stað en nú starfa þar 70 til 80 einstaklingar að fjölbreyttum verkefnum. Mikið líf er alla daga í Austurbæjarbíói og er rýmið mjög vel nýtt.
Hús Unga Fólksins er opið alla virka daga frá kl. 10 til 22. Þar er rekið lítið kaffihús sem bíður þátttakendum og gestum uppá frítt kaffi en einnig er boðið uppá gæðakaffi og vöfflur gegn vægu gjaldi. Verkefnið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára og eru allir velkomnir þangað til að spjalla, leita ráða um útfærslu hugmynda sinna, taka þátt í „endurbyggingu“ Austurbæjarbíós eða til að nýta sér þá fjölbreyttu afþreyingu sem þar er að finna.
Krakkar á Vestfjörðum sækja námskeið Rauða krossins
Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum héldu sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 10 til 11 ára síðustu vikuna í júní.
Íslenskur sendifulltrúi þjálfar starfsfólk á sjúkrahúsi í Írak
Alþjóða Rauði krossinn hefur starfað í Írak undanfarinn aldarfjórðung þrátt fyrir þau átök sem ríkt hafa í landinu og tekur virkan þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í landinu.
Íslenskur sendifulltrúi þjálfar starfsfólk á sjúkrahúsi í Írak
Alþjóða Rauði krossinn hefur starfað í Írak undanfarinn aldarfjórðung þrátt fyrir þau átök sem ríkt hafa í landinu og tekur virkan þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í landinu.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita farþegum sálrænan stuðning
Útkall barst frá Neyðarlínunni klukkan 14:22 í dag vegna nauðlendingar Boing 763 farþegaþotu frá flugfélaginu United Airlines sem var á leið frá Ameríku til Evrópu.
Reykur hafði komið upp í stjórnklefa flugvélarinnar og óskað var eftir sjálfboðaliðum Rauða krossins til að taka á móti farþegunum 190 þegar þeir komu frá borði í Keflavík og veita þeim sálrænan stuðning. Fjórir sjálfboðaliðar úr neyðarteymi Suðurnesjadeildar eru nú í Leifsstöð.
Viðbragðsteymi og neyðarnefnd höfuðborgarsvæðis komu saman í húsnæði Reykjavíkurdeildar og biðu átekta en voru afboðaðir klukkustund síðar.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita farþegum sálrænan stuðning
Útkall barst frá Neyðarlínunni klukkan 14:22 í dag vegna nauðlendingar Boing 763 farþegaþotu frá flugfélaginu United Airlines sem var á leið frá Ameríku til Evrópu.
Reykur hafði komið upp í stjórnklefa flugvélarinnar og óskað var eftir sjálfboðaliðum Rauða krossins til að taka á móti farþegunum 190 þegar þeir komu frá borði í Keflavík og veita þeim sálrænan stuðning. Fjórir sjálfboðaliðar úr neyðarteymi Suðurnesjadeildar eru nú í Leifsstöð.
Viðbragðsteymi og neyðarnefnd höfuðborgarsvæðis komu saman í húsnæði Reykjavíkurdeildar og biðu átekta en voru afboðaðir klukkustund síðar.
Rauði krossinn í Indónesíu sendir sjúkrabíla til Jakarta
Rauði krossinn í Indónesíu sendi í dag út sjö sjúkrabíla ásamt 42 sjálfboðaliðum og bráðatæknum til að aðstoða fórnarlömb sprenginga á tveimur stórum hótelum í Jakarta. Samkvæmt upplýsingum AP fréttastofunnar létust 8 manns í sprengingunum en 50 særðust. Sjálfboðaliðarnir veittu skyndihjálp og aðra mannúðaraðstoð á báðum stöðum og á sjúkrahúsum þangað sem særðir hafa verið fluttir.
„Sjúkraflutningateymi Rauða krossins hafa flutt særða frá JW Marriot hótelinu á sjúkrahús. Önnur teymi leita að fjölskyldum fórnarlamba svo að hægt sé að upplýsa þær um afdrif þeirra," segir Rukman, yfirmaður á sviði neyðarvarna innan Rauða krossins í Indónesíu.
Íslenskur sendifulltrúi stjórnar matvæladreifingum í Simbabve
Huld Ingimarsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands var ráðin yfirmaður matvæladreifinga i Simbabve í september á síðasta ári, en áætluðum dreifingum lýkur í september á þessu ári. Verkefnið er stærsta verkefni Alþjóða Rauða krossins og kostar í heild um það bil 32 milljónir Bandaríkjadala.
Íslenskur sendifulltrúi stjórnar matvæladreifingum í Simbabve
Huld Ingimarsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands var ráðin yfirmaður matvæladreifinga i Simbabve í september á síðasta ári, en áætluðum dreifingum lýkur í september á þessu ári. Verkefnið er stærsta verkefni Alþjóða Rauða krossins og kostar í heild um það bil 32 milljónir Bandaríkjadala.
Rauði krossinn byggir upp bráðaþjónustu í Nígeríu
Sendifulltrúi Rauða kross Íslands á leið til Abuja.
Höskuldur Friðriksson sjúkraflutningamaður býr yfir dýrmætri þekkingu á sviði bráðaþjónustu
Rauði krossinn byggir upp bráðaþjónustu í Nígeríu
Sendifulltrúi Rauða kross Íslands á leið til Abuja.
Höskuldur Friðriksson sjúkraflutningamaður býr yfir dýrmætri þekkingu á sviði bráðaþjónustu
Heimsókn frá Löngumýri
Gott framtak hjá starfsfólki sumarbúðanna og ánægjulegt að fá að taka á móti hópnum.
Alþjóða Rauði krossinn dregur úr starfsemi á Srí Lanka
Eftir áratuga ófrið er nú lokið vopnuðum átökum milli stjórnarhers Srí Lanka og frelsishreyfingar Tamíl tigranna (LTTE). Í kjölfar friðarins hefur ríkisstjórn Srí Lanka beðið Alþjóða Rauða krossinn (ICRC) að draga úr starfsemi sinni í landinu.
Alþjóða Rauði krossinn hefur starfað á Srí Lanka frá árinu 1989. Hlutverk hans í landinu hefur þróast á undanförnum árum í samræmi við breyttar þarfir á sviði mannúðarmála. Alþjóða Rauði krossinn hóf mannúðarstarf sitt á seinnihluta níunda áratugarins í kjölfar uppreisnar í suðurhluta landsins. Seinna, eftir að átökin milli stjórnarhers Srí Lanka og Tamíl tigranna ágerðust, jók Alþjóða Rauði krossinn starfsemi sína á svæðinu mjög mikið.
Sumarbúðir fatlaðra í Stykkishólmi
Nýverið lauk summarbúðum Rauða kross Íslands í Stykkishólmi fyrir fatlaða 18 ára og eldri. Alls tóku 12 manns þátt í þessu skemmtilega starfi sem fram fór dagana 23.-30. Júní 2009. Ýmsir aðilar í Stykkishólmi veittu verkefninu lið, meðal annars lagði Stykkishólmsbær til starfsfólk frá vinnuskólanum vegna þrifa á húsnæði og allir þáttakendur á sumarbúðunum fengu ókeypis í sund, potta og böð.
„Töluverð reynsla er komin á sumarbúðirnar á þeim árum sem þær hafa verið haldnar,“ sagði Gunnar Svanlaugsson sumarbúðastjóri. „Starfið hefur verið þróað þannig að það henti fötluðum sem allra best. Eins hafa verkefnin verið löguð að veðrinu og við reyndum að vera úti þegar vel viðraði.“
Upplýst og undirbúin
Í dag var formlega opnuð samevrópsk vefsíða um almannavarnir, www.informedprepared.eu. Evrópusambandsskrifstofa Rauða krossins hefur umsjón með verkefninu, með stuðningi Evrópusambandsins og ýmissa stofnana og samtaka. Meðal þeirra eru Rauði kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Á vefsíðunni má finna fjölbreyttan fróðleik um náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Almenningur getur nálgast upplýsingar um það hvernig hægt er að undirbúa sig og hvernig rétt sé að bregðast við á neyðartímum. Þá má finna ýmsa leiki og efni fyrir börn.
Vilt þú verða leiðbeinandi í skyndihjálp?
Rauði kross Íslands heldur leiðbeinandanámskeið í skyndihjálp dagana 28. september til 3. október 2009.
Námskeiðið er sex heilir dagar og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu.
Sumarlokun sjálfboðamiðstöðvar
Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí og opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst og verður þá opin sem fyrr alla virka daga kl.10-16. Hægt er að senda deildinni tölvupóst á netfangið kopavogur@redcross.is. Ef nauðsyn krefur er hægt að hafa samband við formann deildarinnar, Garðar H. Guðjónsson á gaji[hjá]mmedia.is. Kópavogsdeild Rauða krossins færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu sumarkveðjur.
Our volunteer centre is closed because of summer holidays and will open again on August 5th.
Sumarlokun sjálfboðamiðstöðvar
Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí og opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst og verður þá opin sem fyrr alla virka daga kl. 10-16. Hægt er að senda deildinni tölvupóst á netfangið kopavogur@redcross.is. Ef nauðsyn krefur er hægt að hafa samband við formann deildarinnar, Garðar H. Guðjónsson í síma 895 5807 eða á gaji[hjá]mmedia.is.
Kópavogsdeild Rauða krossins færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu sumarkveðjur.
Sendifulltrúi Rauða kross Íslands til Afganistans
- Boðaður með tveggja vikna fyrirvara til uppbyggingarstarfa á sjúkrahúsi
- Magnús Gíslason heldur í þriðja sinn til Afganistans með hugvitið að vopni
Magnús Hartmann Gíslason, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nýfarinn til borgarinnar Kandahar í suðurausturhluta Afganistans. Þar mun magnús, sem er rafmagnsverkfræðingur, starfa ásamt tuttugu manna teymi á vegum Alþjóða Rauða krossins, við að endurnýja raflagnir í stóru sjúkrahúsi. Magnús mætir þó ekki með neinn tækjabúnað heldur aðeins hugvitið.
Sendifulltrúi Rauða kross Íslands til Afganistans
- Boðaður með tveggja vikna fyrirvara til uppbyggingarstarfa á sjúkrahúsi
- Magnús Gíslason heldur í þriðja sinn til Afganistans með hugvitið að vopni
Magnús Hartmann Gíslason, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nýfarinn til borgarinnar Kandahar í suðurausturhluta Afganistans. Þar mun magnús, sem er rafmagnsverkfræðingur, starfa ásamt tuttugu manna teymi á vegum Alþjóða Rauða krossins, við að endurnýja raflagnir í stóru sjúkrahúsi. Magnús mætir þó ekki með neinn tækjabúnað heldur aðeins hugvitið.
Aðstöðumunur ríkra og fátækra landa í baráttunni við farsóttir
Alþjóða Rauði krossinn (IFRC) hefur sent frá sér nýja skýrslu sem nefnist „The Epidemic Divide“ og þýða mætti lauslega sem „Faraldursgjáin“. Í skýrslunni er fjallað um þá erfiðleika sem farsóttir valda í þróunarlöndum. Byggt er á nýjum tölum sem Alþjóða Rauði krossinn birtir nú í fyrsta sinn.
14 milljónir deyja árlega vegna smitsjúkdóma
Smitsjúkdómar valda nærri því 14 milljónum dauðsfalla á hverju ári um allan heim. Dánartölur eru hins vegar ekki það eina sem skiptir máli og þær geta jafnvel verið misvísandi. Jafnvel þó að sjúkdómar sem ekki berast með smiti séu í dag valdir að flestum dauðsföllum í heiminum, þá sýnir þessi skýrsla að smitsjúkdómar hafa mest áhrif á líf almennings í vanþróuðum og fátækum samfélögum. Þetta eykur enn þann ójöfnuð sem ríkir milli þróunarlanda og auðugra þjóða.
Krakkar frá URKÍ tóku þátt í ungmennamóti í Solferino á Ítalíu
Ungmenni frá 150 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans komu saman í Solferino á Ítalíu í síðustu viku til að ræða hvernig bregðast skuli við þeim alvarlega mannúðarvanda sem ríkir um allan heim, oft atburðum sem hafa engu minni þjáningar í för með sér heldur en orrustan um Solferino (Heljarslóðarorrusta). Á grunni hugleiðinga sinna settu ungmennin saman “Solferino yfirlýsinguna,” alþjóðlegt kall til aðgerða, sem þeir munu opinberlega kynna alþjóðasamfélaginu, það er að segja yfirvöldum í Sviss og Genf, fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, ríkja og alþjóðlegrar hreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands sendi fimm fulltrúa til Solferino, þau Ara Hjálmarsson, Arnar Benjamín Kristjánsson, Ágústu Ósk Aronsdóttur, Katrínu Björg Stefánsdóttur og Pálínu Björk Matthíasdóttur. Þátttakendurnir frá Íslandi tóku daglega þátt í mismunandi vinnustofum en viðfangsefni þeirra tengdust þeim málefnum sem koma ungu fólki innan Rauða Krossins við.
Krakkar frá URKÍ tóku þátt í ungmennamóti í Solferino á Ítalíu
Ungmenni frá 150 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans komu saman í Solferino á Ítalíu í síðustu viku til að ræða hvernig bregðast skuli við þeim alvarlega mannúðarvanda sem ríkir um allan heim, oft atburðum sem hafa engu minni þjáningar í för með sér heldur en orrustan um Solferino (Heljarslóðarorrusta). Á grunni hugleiðinga sinna settu ungmennin saman “Solferino yfirlýsinguna,” alþjóðlegt kall til aðgerða, sem þeir munu opinberlega kynna alþjóðasamfélaginu, það er að segja yfirvöldum í Sviss og Genf, fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, ríkja og alþjóðlegrar hreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands sendi fimm fulltrúa til Solferino, þau Ara Hjálmarsson, Arnar Benjamín Kristjánsson, Ágústu Ósk Aronsdóttur, Katrínu Björg Stefánsdóttur og Pálínu Björk Matthíasdóttur. Þátttakendurnir frá Íslandi tóku daglega þátt í mismunandi vinnustofum en viðfangsefni þeirra tengdust þeim málefnum sem koma ungu fólki innan Rauða Krossins við.
Tombóla á Akureyri til styrktar Rauða krossinum
Framlag þeirra rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári til erlendra verkefna í þágu nauðstaddra barna. Í desember ár hvert er tilkynnt hvaða verkefni fær stuðning.
Rauði kross Íslands færir stúlkunum innilegar þakkir fyrir stuðning þeirra.
Á myndinni eru frá vinstri; María, Katrín og Lilja.
Grillað í Dvöl
Alls mættu um fimmtíu manns í grillveislu Dvalar sem haldin var í blíðskaparveðri þann 1. júlí. Gestir og starfsmenn frá Vin og Læk, athvörfum Rauða krossins mættu í veisluna með hamborgara og pylsur á grillð og áttu góðan dag með félögum sínum í Dvöl. Þá spilaði einn gestanna á harmonikku, annar á munnhörpu og sá þriðji á gítar við góðar undirtektir veislugesta.
Markmiðið með starfsemi Dvalar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðsjúkdóma er að stríða. Gestir koma í athvarfið á eigin forsendum eða með stuðningi annarra og njóta þeirrar þjónustu sem í boði er. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gestanna, en jafnhliða eru gestir aðstoðaðir við að leita nýrra leiða, sé þess óskað. Dvöl er athvarf en ekki meðferðarstofnun þar sem gestir og aðstandendur geta fengið góð ráð hjá starfsmönnum ef þeir óska þess.
Sjálfboðaliðar óskast
Sjálfboðaliðar óskast