31. ágúst 2009 : Heimsóknavinir með hunda leiddu Laugavegsgöngu

Hin árlega Laugavegsganga Hundaræktarfélags Íslands var farin á laugardaginn síðastliðinn en þá ganga hundaeigendur með hunda sína niður Laugaveginn. Eins og undanfarin ár voru heimsóknavinir Rauða krossins sem heimsækja með hunda sína í broddi fylkingar. Þeir hundar sem heimsækja á vegum Rauða krossins eru með sérstaka klúta merkta félaginu og stóðu þeir sig með stakri prýði í göngunni.

31. ágúst 2009 : Heimsóknavinir með hunda leiddu Laugavegsgöngu

Hin árlega Laugavegsganga Hundaræktarfélags Íslands var farin á laugardaginn síðastliðinn en þá ganga hundaeigendur með hunda sína niður Laugaveginn. Eins og undanfarin ár voru heimsóknavinir Rauða krossins sem heimsækja með hunda sína í broddi fylkingar. Þeir hundar sem heimsækja á vegum Rauða krossins eru með sérstaka klúta merkta félaginu og stóðu þeir sig með stakri prýði í göngunni.

31. ágúst 2009 : Heimsóknavinir með hunda leiddu Laugavegsgöngu

Hin árlega Laugavegsganga Hundaræktarfélags Íslands var farin á laugardaginn síðastliðinn en þá ganga hundaeigendur með hunda sína niður Laugaveginn. Eins og undanfarin ár voru heimsóknavinir Rauða krossins sem heimsækja með hunda sína í broddi fylkingar. Þeir hundar sem heimsækja á vegum Rauða krossins eru með sérstaka klúta merkta félaginu og stóðu þeir sig með stakri prýði í göngunni.

31. ágúst 2009 : Sendifulltrúi Rauða kross Íslands metur neyðarástand í Sýrlandi

Kristjón Þorkelsson sérfræðingur í vatns- og hreinlætismálum fór til Sýrlands á laugardaginn til að meta alvarlegt ástand vegna þurrka í Sýrlandi og finna leiðir til úrbóta. Eftir það mun Alþjóða Rauði krossinn ákveða hvort gefið verði út alþjóðlegt neyðarkall. Talin er hætta á alvarlegum skorti á drykkjarvatni á næstu vikum og rafmagnsleysi verði ekki breyting á ástandinu.

Langvarandi þurrkar í austurhluta Sýrlands hafa hrakið fólk úr sveitum í útjaðra borga og bæja þar sem ekki eru skilyrði til búsetu. Við slíkar aðstæður er mikil hætta á allkonar smitsjúkdómum þar sem heilbrigðisþjónustu er ábótavant og skortur er á drykkjarvatni. Þúsundir manna hafa nú hrakist frá heimilum sínum en 1,3 milljónir manna eru mjög illa staddir vegna skorts á vatni.

31. ágúst 2009 : Sendifulltrúi Rauða kross Íslands metur neyðarástand í Sýrlandi

Kristjón Þorkelsson sérfræðingur í vatns- og hreinlætismálum fór til Sýrlands á laugardaginn til að meta alvarlegt ástand vegna þurrka í Sýrlandi og finna leiðir til úrbóta. Eftir það mun Alþjóða Rauði krossinn ákveða hvort gefið verði út alþjóðlegt neyðarkall. Talin er hætta á alvarlegum skorti á drykkjarvatni á næstu vikum og rafmagnsleysi verði ekki breyting á ástandinu.

Langvarandi þurrkar í austurhluta Sýrlands hafa hrakið fólk úr sveitum í útjaðra borga og bæja þar sem ekki eru skilyrði til búsetu. Við slíkar aðstæður er mikil hætta á allkonar smitsjúkdómum þar sem heilbrigðisþjónustu er ábótavant og skortur er á drykkjarvatni. Þúsundir manna hafa nú hrakist frá heimilum sínum en 1,3 milljónir manna eru mjög illa staddir vegna skorts á vatni.

30. ágúst 2009 : Aðstoð vegna bruna á Dalbraut

Sllökkvilið höfuðborgarsvæðisins óskaði eftir aðstoð Rauða krossins rétt fyrir klukkan hálffimm í nótt eftir að eldur kom upp í húsnæði að Dalbraut í Reykjavík. Tveir sjálfboðaliðar úr viðbragðhópi Rauða krossins mættu á vettvang.

Rauði krossinn veitti  íbúum aðhlynningu og sálrænan stuðning og miðlaði upplýsingum auk þess sem útveguð var gisting fyrir þrjá íbúa. Fólkinu verður boðin aðstoð ef á þarf að halda næstu daga.

28. ágúst 2009 : Uppskeruhátíð Austurbæjarbíós – Húss Unga Fólkssins, mánudaginn 31. ágúst kl. 18:00.

Á sjötta tug ungs listafólks sýnir verk sín á uppskeruhátíð Austurbæjarbíós mánudagskvöldið 31. ágúst kl. 18.00. Dagskránni lýkur svo með tónleikum þar sem ungar og upprennandi hljómsveitir láta ljós sitt skína.

Listamennirnir sem sýna verk sín hafa haft aðsetur í Austurbæjarbíói í sumar og unnið verk sín þar en húsið hefur verið rekið sem miðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára.

28. ágúst 2009 : Uppskeruhátíð Austurbæjarbíós – Húss Unga Fólkssins, mánudaginn 31. ágúst kl. 18:00.

Á sjötta tug ungs listafólks sýnir verk sín á uppskeruhátíð Austurbæjarbíós mánudagskvöldið 31. ágúst kl. 18.00. Dagskránni lýkur svo með tónleikum þar sem ungar og upprennandi hljómsveitir láta ljós sitt skína.

Listamennirnir sem sýna verk sín hafa haft aðsetur í Austurbæjarbíói í sumar og unnið verk sín þar en húsið hefur verið rekið sem miðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára.

28. ágúst 2009 : Reynsla ungra sjálfboðaliða Kópavogsdeildar

Okkur langar aðeins til að gefa innsýn inn í reynslu okkar af starfi í Plúsnum, ungmennastarfi Kópavogsdeildar.

Í síðustu viku tók Kópavogsdeild og við í ungmennastarfinu á móti tveimur palestínskum strákum sem voru í heimsókn á landinu á vegum Rauða kross Íslands. Þeir hafa unnið sem sjálfboðaliðar fyrir Rauða hálfmánann í Palestínu þar sem þeir sinna meðal annars sjúkraflutningum. Við höfðum fengið það hlutverk að skipuleggja dagskrá fyrir þá þessa þrjá daga sem þeir voru hjá okkur í Kópavoginum og við gerðum margt skemmtilegt saman.

Við byrjuðum á því að kynna fyrir þeim deildina okkar og fyrsta daginn fórum við einnig með þá á hestbak og síðan í hvalaskoðun. Annan daginn fórum við á Þingvelli, Gullfoss og Geysi og síðasta daginn fórum við síðan í Bláa lónið. Heimsókn þeirra lauk svo með palestínsku kaffihúsi sem við höfðum skipulagt en þangað fengum við góða gesti frá Ungmennahreyfingu Rauða krossins og samtökunum Ísland-Palestína og fræddumst auk þess um líf strákanna í Palestínu, sögu landsins þeirra og sjálfboðastörf þeirra sem sjúkraflutningamenn.

27. ágúst 2009 : Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins fórst í árás í Kandahar

Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins fórst í sprengjuárás sem gerð var á borgina Kandahar í Afganistan í fyrrakvöld.  

27. ágúst 2009 : Námskeið í lestri og ritun á íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna

Verkefnið er ætlað fólki af erlendum uppruna, og markhópurinn er fólk sem talar og skilur ágæta íslensku en skortir lestrar og ritunarfærni í málinu. Markmiðið er að þátttakendur eflist í lestri og ritun á íslensku. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að tengja lestur og ritunarþjálfun við reynslu, þarfir og þekkingu nemenda, þannig að þeir geti nýtt sér kunnáttu sína í tengslum við aðra færniþætti og fest orðaforðann betur í  minni.

26. ágúst 2009 : Prjónað til góðs

Í dag hittust um þrjátíu prjónakonur í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í hinu mánaðarlega prjónakaffi. Það er sérstaklega skemmtilegt að segja frá því að fjöldi nýrra sjálfboðaliða bættist í hópinn að þessu sinni og ætlar nú að leggja okkur lið með handavinnu sinni. Tilgangur prjónakaffisins var að eiga skemmtilega stund saman en þetta er fyrsta samvera þessa hóps eftir sumarfrí.

Sjálfboðaliðarnir komu með prjónafíkur sem þeir hafa unnið að í sumar og fengu svo meira garn til að halda áfram að prjóna. Þeir komu meðal annars með peysur, teppi, sokka, bleyjubuxur og húfur. Einn sjálfboðaliðinn kom með 60 húfur!

26. ágúst 2009 : Markaður hér.. og þar

Sjálfboðaliðar Akureyrardeildar stóðu í ströngu síðasta miðvikudag þegar þeir fylltu gám af fatnaði sem safnast hefur hjá deildinni undanfarnar vikur. Eins og venja er til þá var auða plássið sem þá myndaðist nýtt til að halda markað.

Fatamarkaðurinn var haldinn á föstudag og laugardag og margir sem kíktu við  í  „skemmtilegustu búðina".  Um helgina voru sjálfboðaliðar einnig með sölu í Norðurporti þar sem selt var prjón og hekl auk ýmissa smáhluta. Það má því segja að sjálfboðaliðar Rauða krossins hafi ekki setið auðum höndum þá helgina.

25. ágúst 2009 : Rauði krossinn á bæjarhátíðinni Í túninu heima

Kjósarsýsludeild  Rauða krossins mun taka þátt í hátíðarhöldum bæjarhátíðarinnar Í túninu heima sem haldin verður í Mosfellsbæ um næstu helgi. 

24. ágúst 2009 : „Nú er komið að góðu fréttunum“

Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn kalla eftir jákvæðum fréttum um Afríku

24. ágúst 2009 : Palestínskt kaffihúsakvöld

Ungir sjálfboðaliðar innan Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar, stóðu fyrir palestínsku kaffihúsakvöldi í samvinnu við Molann, menningarhús Kópavogs, síðastliðið föstudagskvöld. Kvöldið var bæði fróðlegt og skemmtilegt og fjölbreyttur hópur gesta mætti.

22. ágúst 2009 : Markaður hér.. og þar.

Sl. miðvikudag var gámur lestaður með fatnaði sem safnast hafði undanfarnar vikur.  Eins og venja er til þá var auða plássið sem þá myndast nýtt til að halda markað. Hann var opinn föstudag og laugardag og margir sem kíktu við  í  “ skemmtilegustu búðina “ .  Um helgina voru sjálfboðaliðar einnig með sölu í Norðurporti þar sem selt var prjón og hekl auk ýmissa smáhluta.  Það má því segja að sjálfboðaliðar Rauða krossins hafi ekki setið auðum höndum um helgina.
Fyrir þá sem ekki vita er rétt að benda á að hægt er að fá keyptan notaðan fatnað í Rauða kross húsinu, Viðjulundi 2, alla virka daga kl. 9 – 16.
 

 

 

21. ágúst 2009 : 8.356 krónur söfnuðust á tombólu

Vinkonurnar Berglind Þorsteinsdóttir og Elva Arinbjarnar héldu tombólu um síðustu helgi fyrir utan Bónus við bæði Ögurhvarf og Smáratorg. Áður höfðu þær safnað dóti á tombóluna og afraksturinn varð alls 8.356 kr. Þær komu í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og afhentu fjárframlag sitt en það verður notað í þágu barna í neyð erlendis. Elva er að fara í 5. bekk í Vatnsendaskóla og Berglind í 5. bekk í Digranesskóla.

20. ágúst 2009 : Ungir sjálfboðaliðar í Kópavogi taka á móti ungum sjálfboðaliðum frá Palestínu

Um þessar mundir eru tveir ungir sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum í Palestínu staddir á Íslandi í boði Rauða kross Íslands og í gær komu þeir í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem sjálfboðaliðar í ungmennastarfi deildarinnar, Plúsnum, tóku á móti þeim. Ungmennin frá Palestínu dvelja á landinu í þrjár vikur til að kynna sér starfsemi Rauða krossins en næstu dagana munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sjá um dagskrána þeirra. Hún hljóðar meðal annars upp á kynningu á deildinni, hestaferð í boði Íshesta, hvalaskoðun í boði Eldingar og aðrar skoðunarferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

20. ágúst 2009 : Ungir sjálfboðaliðar í Kópavogi taka á móti ungum sjálfboðaliðum frá Palestínu

Um þessar mundir eru tveir ungir sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum í Palestínu staddir á Íslandi í boði Rauða kross Íslands og í gær komu þeir í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem sjálfboðaliðar í ungmennastarfi deildarinnar, Plúsnum, tóku á móti þeim. Ungmennin frá Palestínu dvelja á landinu í þrjár vikur til að kynna sér starfsemi Rauða krossins en næstu dagana munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sjá um dagskrána þeirra. Hún hljóðar meðal annars upp á kynningu á deildinni, hestaferð í boði Íshesta, hvalaskoðun í boði Eldingar og aðrar skoðunarferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

17. ágúst 2009 : Rauði krossinn með sjúkragæslu á Einni með öllu

Skyndihjálparhópur Rauða krossins á Norðurlandi stóð vaktir á fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu” sem haldin var á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hópurinn sá um sjúkragæslu í samvinnu við Félag slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.Tveir úr hvorum hópi voru á hverri vakt sem stóð yfir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá miðnætti til morguns.

Helgin var laus við stóráföll en aðstoða þurfti nokkra, helst vegna smáskurða og hrufls. Samvinna hósins gekk með ágætum og samstarfið við sjúkraflutningamenn ánægjuleg að öllu leiti.

17. ágúst 2009 : Rauði krossinn með sjúkragæslu á Einni með öllu

Skyndihjálparhópur Rauða krossins á Norðurlandi stóð vaktir á fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu” sem haldin var á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hópurinn sá um sjúkragæslu í samvinnu við Félag slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.Tveir úr hvorum hópi voru á hverri vakt sem stóð yfir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá miðnætti til morguns.

Helgin var laus við stóráföll en aðstoða þurfti nokkra, helst vegna smáskurða og hrufls. Samvinna hósins gekk með ágætum og samstarfið við sjúkraflutningamenn ánægjuleg að öllu leiti.

14. ágúst 2009 : Hjálparsíminn 1717 veitir allar almennar upplýsingar um Inflúensu A (H1N1)v

Sjálfboðaliðar og starfsmenn Hjálparsíma Rauða krossins 1717 veita allar almennar upplýsingar um Inflúensu A (H1N1)v (svínaflensuna) í gegnum gjaldfrjálsa númerið 1717. Hjálparsíminn hefur frá stofnun lagt mikið upp úr því hlutverki að veita upplýsingar um samfélagsleg úrræði og þjónustu til einstaklinga um hin ýmsu mál.

Aðdragandi þess að Hjálparsíminn hefur tekið að sér þetta verkefni er þátttaka fulltrúa Rauða kross Íslands í símahópi á vegum Landlæknisembættisins vegna Inflúensu A (H1N1)v. Hlutverk símahópsins var að undirbúa áætlun um hvernig haga eigi upplýsingagjöf til almennings ef flensan breiðist út á Íslandi. Nú þegar tilfellum flensunnar fjölgar ört hefur álagið á heilsugæslustöðvarnar og Læknavaktina aukist töluvert og því þarf að efla mannskap sem veitir almennum borgurum upplýsingar um inflúensuna.

14. ágúst 2009 : Hjálparsíminn 1717 veitir allar almennar upplýsingar um Inflúensu A (H1N1)v

Sjálfboðaliðar og starfsmenn Hjálparsíma Rauða krossins 1717 veita allar almennar upplýsingar um Inflúensu A (H1N1)v (svínaflensuna) í gegnum gjaldfrjálsa númerið 1717. Hjálparsíminn hefur frá stofnun lagt mikið upp úr því hlutverki að veita upplýsingar um samfélagsleg úrræði og þjónustu til einstaklinga um hin ýmsu mál.

Aðdragandi þess að Hjálparsíminn hefur tekið að sér þetta verkefni er þátttaka fulltrúa Rauða kross Íslands í símahópi á vegum Landlæknisembættisins vegna Inflúensu A (H1N1)v. Hlutverk símahópsins var að undirbúa áætlun um hvernig haga eigi upplýsingagjöf til almennings ef flensan breiðist út á Íslandi. Nú þegar tilfellum flensunnar fjölgar ört hefur álagið á heilsugæslustöðvarnar og Læknavaktina aukist töluvert og því þarf að efla mannskap sem veitir almennum borgurum upplýsingar um inflúensuna.

13. ágúst 2009 : Skyndihjálparhópur URkÍ-R að störfum á Gay Pride

Skyndihjálparhópur Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Reykjavík var við sjúkragæslu meðan Gay pride hátíðin fór fram síðasta laugardag. 

13. ágúst 2009 : Skyndihjálparhópur URkÍ-R að störfum á Gay Pride

Skyndihjálparhópur Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Reykjavík var við sjúkragæslu meðan Gay pride hátíðin fór fram síðasta laugardag. 

13. ágúst 2009 : Skyndihjálparhópur URkÍ-R að störfum á Gay Pride

Skyndihjálparhópur Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Reykjavík var við sjúkragæslu meðan Gay pride hátíðin fór fram síðasta laugardag. 

12. ágúst 2009 : Ormur í drykkjarvatni

Dagur í eþíópsku fangelsi er ein birtingarmynd Genfarsamninganna, sem hafa verndað fórnarlömb átaka í 60 ár

12. ágúst 2009 : Ormur í drykkjarvatni

Dagur í eþíópsku fangelsi er ein birtingarmynd Genfarsamninganna, sem hafa verndað fórnarlömb átaka í 60 ár

12. ágúst 2009 : Ungir sjálfboðaliðar vöktu athygli á Genfarsamningunum á 60 ára afmælinu

Ungir sjálfboðaliðar Rauða krossins vöktu athygli vegfarenda í miðbænum á því að í dag eru 60 ár liðin frá undirritun Genfarsamninganna sem veita mönnum vernd í vopnuðum átökum. Börnin báru skilti með þeim reglum sem ber að virða í stríðsátökum og stöðvuðu gesti og gangandi til að fræða þá um samningana sem bjargað hafa ótöldum mannslífum. Börnin sækja þessa dagana námskeiðið Mannúð og menning í boði Garðabæjardeildar Rauða krossins.

Rauði krossinn reisti einnig fangaklefa á Lækjartorgi að eftirmynd hefðbundins fangaklefa í Rúanda. Eftir þjóðarmorðin þar í landi árið 1994 dvöldust að meðaltali um 17 manns í einu í slíkum klefa sem var 6 fermetrar að stærð. Fangarnir urðu að sofa og sinna öðrum þörfum sínum innan þessara veggja, oft um margra mánaða skeið. Vegfarendum var boðið að giska á hversu margir hefðu gist fangaklefann í einu, og fara inn í klefann ásamt þeim fjölda sem að jafnaði hafðist þar við.

12. ágúst 2009 : Genfarsamningarnir 60 ára

Í dag eru liðin sextíu ár frá því að Genfarsamningarnir fjórir voru undirritaðir. Samningarnir veita mönnum vernd í vopnuðum átökum og þeir eru enn í dag hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti.

11. ágúst 2009 : Uppbygging sjúkrahúss í Afganistan

Frá því í lok júní á þessu ári hefur Magnús H. Gíslason verkfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands starfað á vegum Alþjóða Rauða krossins við að endurnýja raflagnir í Mirwais sjúkrahúsinu í Kandahar í suðausturhluta Afganistans.

Sjúkrahúsið er aðalverkefni Alþjóða Rauða krossins í Kandahar
„Megnið af starfsemi Alþjóða Rauða krossins í Kandahar  tengist Mirwais sjúkrahúsinu með einhverjum hætti. Þetta er mjög stór spítali, sem byggt var af Kínverjum upp úr 1970 á sjö hektara lóð. Alls eru þar 400 sjúkrarúm, en fjölgar síðar í 550 rúm. Spítalinn þjónar um það bil 3,5 milljónum manna, aðallega héruðunum Kandahar og Helmand,“ segir Magnús, en hlutverk hans við enduruppbyggingu sjúkrahússins felst meðal annars í því að fara yfir teikningar, bjóða verk út til verktaka og hafa eftirlit með þeim. Gert er ráð fyrir því að verkefni Magnúsar taki um það bil 6 mánuði.
 

11. ágúst 2009 : Uppbygging sjúkrahúss í Afganistan

Frá því í lok júní á þessu ári hefur Magnús H. Gíslason verkfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands starfað á vegum Alþjóða Rauða krossins við að endurnýja raflagnir í Mirwais sjúkrahúsinu í Kandahar í suðausturhluta Afganistans.

Sjúkrahúsið er aðalverkefni Alþjóða Rauða krossins í Kandahar
„Megnið af starfsemi Alþjóða Rauða krossins í Kandahar  tengist Mirwais sjúkrahúsinu með einhverjum hætti. Þetta er mjög stór spítali, sem byggt var af Kínverjum upp úr 1970 á sjö hektara lóð. Alls eru þar 400 sjúkrarúm, en fjölgar síðar í 550 rúm. Spítalinn þjónar um það bil 3,5 milljónum manna, aðallega héruðunum Kandahar og Helmand,“ segir Magnús, en hlutverk hans við enduruppbyggingu sjúkrahússins felst meðal annars í því að fara yfir teikningar, bjóða verk út til verktaka og hafa eftirlit með þeim. Gert er ráð fyrir því að verkefni Magnúsar taki um það bil 6 mánuði.
 

11. ágúst 2009 : Heimsóknavinir gegn einsemd og einangrun, sjálfboðaliðar óskast

Heimsóknir sjálfboðaliða til fólks sem býr við einsemd og félagslega einangrun eru umfangsmesta verkefni sjálfboðaliða á vegum Kópavogsdeildar og eitt af áhersluverkefnum deildarinnar og Rauða kross Íslands. Deildin setti fram áætlun haustið 2006 um að efla og auka heimsóknaþjónustu sína verulega á árunum 2007-2009 og árið 2008 tóku alls um 120 sjálfboðaliðar þátt í þessu verkefni. Eftirspurnin eftir heimsóknum hefur aukist jafnt og þétt og heimsóknavinir á vegum deildarinnar sinna verkefnum á ýmsum stöðum í Kópavogi. Nú viljum við bæta enn í hóp heimsóknavina og flestir ættu að geta fundið verkefni við hæfi.

11. ágúst 2009 : Rauði krossinn reisir fangaklefa á Lækjartorgi til að vekja athygli á óhugnaði stríðsátaka

Rauða kross hreyfingin fagnar því á morgun, 12. ágúst, að þá verða liðin 60 ár frá gerð Genfarsamninganna, sem hafa það markmið að draga úr óhugnaði stríðsátaka. Genfarsamningarnir eru grundvöllur alþjóðlegra mannúðarlaga.

Rauði kross Íslands ætlar að minna á mikilvægi samninganna með viðburði á Lækjartorgi í Reykjavík í hádeginu á miðvikudag. Sjálfboðaliðar og stuðningsmenn Rauða krossins eru hvattir til að mæta á Lækjartorg milli klukkan 12 og 14.

10. ágúst 2009 : Gerðist sjálfboðaliði eftir að hafa lifað af flóðbylgjuna

Þegar flóðbylgjan skall á ströndinni var Cut Resmi að gróðursetja blóm í litla garðinum sínum í Banda Aceh. Vatnsflaumurinn tók annað af börnum hennar og lagði heimili fjölskyldunnar í rúst. Eftir sátu Cut og eiginmaður hennar allslaus og heltekin af sorg.

Rúmlega fjögur ár eru nú liðin síðan flóðbylgjan í Indlandshafi skall á. Snerti hún líf milljóna manna sem misstu eigur sína og þúsundir létust.

„Ég gafst upp og hélt að ég hefði misst heimili mitt fyrir fullt og allt,“ segir Cut. „Það eina sem gaf mér styrk var sonur minn, því að hann var ennþá mjög ungur og þurfti á miklum stuðningi að halda.“

10. ágúst 2009 : Gerðist sjálfboðaliði eftir að hafa lifað af flóðbylgjuna

Þegar flóðbylgjan skall á ströndinni var Cut Resmi að gróðursetja blóm í litla garðinum sínum í Banda Aceh. Vatnsflaumurinn tók annað af börnum hennar og lagði heimili fjölskyldunnar í rúst. Eftir sátu Cut og eiginmaður hennar allslaus og heltekin af sorg.

Rúmlega fjögur ár eru nú liðin síðan flóðbylgjan í Indlandshafi skall á. Snerti hún líf milljóna manna sem misstu eigur sína og þúsundir létust.

„Ég gafst upp og hélt að ég hefði misst heimili mitt fyrir fullt og allt,“ segir Cut. „Það eina sem gaf mér styrk var sonur minn, því að hann var ennþá mjög ungur og þurfti á miklum stuðningi að halda.“

7. ágúst 2009 : Söfnun til styrktar Rauða krossinum

Svandís Salómonsdóttir, 6 ára, og Katrín Rós Torfadóttir, 9 ára, komu í sjálfboðamiðstöðina í dag með afrakstur söfnunar handa Rauða krossinum. Þær gengu í hús í hverfinu sínu og báðu fólk um gefa þeim klink sem þær ætluðu svo að fara með til Rauða krossins. Þær sungu stundum fyrir fólkið en fengu hugmyndina að söfnuninni því þær vildu styrkja börn í Afríku. Þær söfnuðu alls 2.930 kr.

5. ágúst 2009 : Sjálfboðamiðstöðin opnar aftur eftir sumarfrí

Sjálfboðamiðstöð deildarinnar er nú opin aftur og verður eins og áður opin frá kl. 10-16 alla virka daga. Undirbúningur er hafinn fyrir starfið á komandi vetri og öll helstu verkefni deildarinnar fara á fullt skrið á næstu vikum. Að vanda er óskað eftir sjálfboðaliðum til að sinna þeim. Sjálfboðaliða vantar í verkefni eins og Enter, Eldhuga og Alþjóðlega foreldra. Einnig er þörf á sjálfboðaliðum í Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, í heimsóknaþjónustu og Föt sem framlag.

4. ágúst 2009 : Skyndihjálparhópurinn á vakt um Verslunarmannahelgina

Á fjölskylduhátíðinni “ Ein með öllu “ um nýliðna helgi var sjúkragæsla í höndunum á Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Akureyri og félaga úr skyndihjálparhópi Rauða krossins  á Norðurlandi.  Var vaktin staðin föstudags- laugardags- og  sunnudagskvöld frá miðnætti til morguns, tveir úr hvorum hópi.
Aðstoða þurfti nokkra á hverri vakt, helst vegna smáskurða og hrufls en helgin annars laus við stóráföll.
Samvinna hópsins gekk með ágætum og samstarfið við sjúkraflutningsmenn ánægjulegt að öllu leiti.
 

 

3. ágúst 2009 : Rauðakrossfræðsla í vinnuskólum

Krakkarnir í vinnuskólanum á Ísafirði og Þingeyri fengu fræðslu um Rauða krossinn og almenna skyndihjálp í sumar. Flokkstjórarnir voru vakandi yfir veðurspánni og kölluðu í Rauða krossinn þegar rigningadagarnir stóðu yfir.

Fræðslan fór fram í sex hópum og voru krakkarnir áhugasamir um þau verkefni sem Rauði krossinn vinnur um allt land og á alþjóðavettvangi.