30. september 2009 : Vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða

Litla búðin á fyrstu hæðinni á Borgarspítalanum er rekin á vegum kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík og allur ágóði af sölunni rennur til sjúkrahúsanna og góðgerðarmála. Greinin birtist í Morgunblaðinu 26.09.2009.

30. september 2009 : Umfangsmikið hjálparstarf Rauða krossins vegna flóða í Asíu og á Kyrrahafseyjum

Rauði kross Íslands tekur á móti framlögum til aðstoðar fórnarlömbum jarðskjálfta og flóðbylgju á Kyrrahafseyjum, og fellibyls og flóða á Filipseyjum. Hundruð manna hafa látið lífið á þessum svæðum undanfarna daga og tugir þúsunda eiga um sárt að binda.

Jarðskjálfti sem mældist 8 á Richter reið yfir Samóaeyjar í Kyrrahafinu í gærkvöldi og fylgdi mikil flóðbylgja í kjölfarið. Yfir 100 létust í hamförunum, bæði á Samóaeyjum og nágrannaeyjunni Tonga og fjölda er enn saknað. Hundruð manna hafa misst heimili sín vegna jarðskjálfta og flóða. Þetta er mikið áfall á þessum eyjum þar sem innan við 300.000 íbúar búa.

30. september 2009 : 1,8 milljónir manna þurfa á brýnni aðstoð að halda vegna fellibylsins Ketsana

Laugardaginn 26. september olli Fellibylurinn Ketsana mestu flóðum í miðborg Manila í meira en 40 ár. Önnur svæði í norðurhluta Filippseyja urðu einnig fyrir miklu tjóni  og að minnsta kosti 240 manns hafa látið lífið. 1,8 milljónir hafa orðið fyrir tjóni vegna hamfaranna. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Filippseyjum vinna sleitulaust að björgunar- og leitarstörfum. Þeir útvega jafnframt húsaskjól, heitar máltíðir og teppi fyrir þá sem hafa hrakist af heimilum sínum.

Í dag hélt fellibyrlurinn áfram í vesturátt og kom á land í Víetnam þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins höfðu þegar varað íbúa við fárviðrinu og aðstoðað við að flytja rúmlega 160.000 manns af hættusvæðum. Miklar rigningar hafa verið í Víetnam á undan fellibylnum og að minnsta kosti 18 manns hafa drukknað. Þúsundir heimila hafa orðið fyrir skemmdum.

30. september 2009 : Rauði kross Íslands safnar fyrir Kyrrahafseyjar - íslenskur sendifulltrúi á staðnum

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 904 1500 fyrir þá sem vilja styðja hjálparstarf meðal fórnarlamba flóðanna á Kyrrahafseyjum.  Þá dragast 1.500 kr. frá næsta símreikningi.

Að sögn Helgu Báru Bragadóttur sendifulltrúa Rauða kross Íslands á Fiji munaði miklu á Samoa um starf 135 sjálfboðaliða Rauða krossins sem þustu á strandsvæði til að láta vita af yfirvofandi flóðbylgju.  

Á Samóa hefur Rauði krossinn komið upp fimm tjaldbúðum fyrir fólk sem komst lífs af úr flóðbylgjunni, sem reið yfir eyjarnar eftir að snarpur jarðskjálfti var neðansjávar. Sjálfboðaliðar eru þessa stundina að dreifa plastdúkum, drykkjarvatni og sjúkragögnum meðal 10 – 15 þúsund manna sem urðu að flýja heimili sín.

 

30. september 2009 : Námsvinir hittast

Námsvinahópar Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar, eru nú farnir að hittast. Hóparnir samanstanda af námsvinum og nemum sem hittast reglulega og fara saman í gegnum heimavinnu eða önnur verkefni með það að markmiði að liðsinna nemunum með það sem þá gæti mögulega vantað aðstoð með. Unga fólkið á það allt sameiginlegt að vera framhaldsskólanemar en nemarnir eru oftar en ekki erlendir að uppruna og þiggja aðstoð við námið og þá sérstaklega íslenskuna. Námvinahóparnir eru einnig hugsaðir sem kjörinn vettvangur fyrir ungt fólk með ólíkan bakgrunn til að kynnast.

29. september 2009 : Svæðisfundi deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum lokið

Svæðisfundur Rauðakross deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn síðasta laugardag. Fundurinn hófst með námskeiðinu „að starfa í deild“, undir handleiðslu Ómars H. Kristmundssonar, fyrrverandi formanns Rauða kross Íslands. Námskeiðið var vel heppnað, hnitmiðað og skýrt og voru þátttakendur afar ánægðir með það.

Svæðisfundurinn var síðan með hefðbundnu sniði. Formaður svæðisráðs, Árni Þorgilsson, flutti skýrslu síðasta árs og skýrði þau verkefni sem unnið var að, en síðan var horft til næsta starfsárs og þeirra verkefna sem rúmast munu innan fjárhags- og framkvæmdaáætlunar.

Meðal nýjunga á svæðisvísu er fræðsluverkefni sem unnið er með föngum á Litla Hrauni. Verkefnið, sem hófst í byrjun sumars, er í umsjá Hveragerðisdeildar sem sér meðal annars um að útvega sjálfboðaliða til þátttöku. Verkefnið fór vel af stað og er mikill áhugi á að efla það, bæði meðal fanga og starfsfólks á Litla Hrauni og einnig Rauðakross deildanna.

29. september 2009 : Ungbarnanudd á samveru foreldra á fimmtudaginn

Það verður boðið upp á ungbarnanudd á samveru foreldra á fimmtudaginn þar sem þeim verður kennt að nudda barnið sitt . Foreldrarnir hittast vikulega með lítil börn sín á aldrinum 0-6 ára og eiga ánægjulegar samverustundir saman. Foreldrarnir eru íslenskir og erlendir en eiga allir sameiginlegt að vera heima með lítil börn.

Reglulega er boðið upp á fræðslu og kynningar sem oftar en ekki tengjast börnum. Leikföng eru fyrir börnin á staðnum og léttar veitingar eru í boði. Ýmislegt fleira verður í boði á samverunum þetta haustið, eins og fræðsla um svefn barna, dagvistunarmál og mat barna.

29. september 2009 : Skjót viðbrögð Alþjóða Rauða krossins vegna mengaðs vatns í Kandahar

Viðvörunarbjöllur fóru í gang þegar í fjöldi manna lést í borginni Kandahar og um eitt hundrað sýktust af alvarlegum niðurgangi í síðasta mánuði. Á einum degi voru um 40 sjúklingar fluttir á Mirwais sjúkrahúsið til meðferðar. 18 manns hafa látist, mest börn, frá því sýkingarinnar varð fyrst vart. Líkleg ástæða sýkingarinnar er mengaður vatnsveituskurður sem þorpsbúar nota bæði til að ná sér í drykkjarvatn og til þvotta.

Á sjúkrahúsinu starfar Magnús H. Gíslason verkfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands. Hlutverk hans felst í því að endurnýja raflagnir í byggingum sjúkrahússins á vegum Alþjóða Rauða krossins.

29. september 2009 : Skjót viðbrögð Alþjóða Rauða krossins vegna mengaðs vatns í Kandahar

Viðvörunarbjöllur fóru í gang þegar í fjöldi manna lést í borginni Kandahar og um eitt hundrað sýktust af alvarlegum niðurgangi í síðasta mánuði. Á einum degi voru um 40 sjúklingar fluttir á Mirwais sjúkrahúsið til meðferðar. 18 manns hafa látist, mest börn, frá því sýkingarinnar varð fyrst vart. Líkleg ástæða sýkingarinnar er mengaður vatnsveituskurður sem þorpsbúar nota bæði til að ná sér í drykkjarvatn og til þvotta.

Á sjúkrahúsinu starfar Magnús H. Gíslason verkfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands. Hlutverk hans felst í því að endurnýja raflagnir í byggingum sjúkrahússins á vegum Alþjóða Rauða krossins.

28. september 2009 : Rauði krossinn útskrifar 16 leiðbeinendur í sálrænum stuðningi

Haldið var fimm daga leiðbeinendanámskeið í sálrænum stuðningi sem lauk á laugardaginn. Þetta er í fimmta skiptið sem Rauði kross Íslands heldur slíkt námskeið. Útskrifuðust alls 16 leiðbeinendur af námskeiðinu en þeir koma víðsvegar af landinu.

Námskeiðið byggði á fyrirlestrum og verkefnavinnu. Í lokin voru nemendur látnir útbúa kennsluáætlun fyrir ímyndað námskeið og þurfa þeir að kenna ákveðinn hluta af því fyrir framan prófdómara. Til að öðlast full réttindi þurfa nemendur síðan að kenna eitt námskeið fyrir tiltekinn markhóp og senda prófdómurum öll gögn þar af lútandi. Námskeiðið gekk vel í alla staði þrátt fyrir langa daga og mikinn fróðleikspakka.

28. september 2009 : Verkefni deildarinnar kynnt hjá félagsþjónustu Kópavogs

Verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar kynnti fyrir helgi verkefni deildarinnar fyrir starfsmönnum félagsþjónustu Kópavogs. Verkefnastjórinn fór yfir heimsóknaþjónustuna, fataverkefnið, alþjóðlega foreldra, námsaðstoð, ungmennastarfið og önnur verkefni sem skjólstæðingar félagsþjónustunnar gætu mögulega haft gagn af. Starfsmennirnir vita þá betur hvað deildin býður upp á og geta sett skjólstæðinga sína í samband við hana varðandi aðstoð og þjónustu. Gott og mikið samstarf er á milli deildarinnar og félagsþjónustunnar varðandi hin ýmsu mál.

25. september 2009 : Heimsókn frá Flúðum

Börnin í skólahópi  á leikskólanum Flúðum komu í heimsókn í Rauða krossinn í gær. Eins og venja er til fengu þau fræðslu í máli og myndum, kíktu á hvað hann Hjálpfús er að bralla í myndbandinu um Grundvallarmarkmið Rauða krossins og skelltu sér í  þrautaleik. Svo var auðvitað boðið upp á smá hressingu áður en þau fóru aftur heim á Flúðir. 
Krakkarnir vissu auðvitað ýmislegt um Rauða krossinn og voru ófeimin  að miðla af þekkingu sinni og reynslu á annars ekki mjög langri  lífsleið. 
Þessar heimsóknir krakkana af leikskólunum eru einstaklega skemmtilegar og ávalt tilhlökkun hjá okkur þegar von er á heimsókn.
 

 

25. september 2009 : Félagsvinur barna og unglinga

Félagsvinur barna og unglinga er verkefni til stuðnings börnum og unglingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og/eða eiga foreldri/foreldra með geðraskanir.

Rauði krossinn hóf verkefnið á síðasta skólaári og er stefnt er að því að halda verkefninu áfram á þessu ári. Sjálfboðaliðar til þessa eru nemendur úr Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og hitta þeir börnin einu sinni í viku í a.m.k. tvær klst. í senn. Börnin voru kvödd formlega með skemmtilegum hóphittingi í lok verkefnis síðasta vor með samveru og grillmat í Húsdýragarðinum.

25. september 2009 : Nemendur í áfanga um þróunarlönd í MK heimsækja deildina

Nemar í áfanganum Félagsfræði þróunarlanda við Menntaskólann í Kópavogi heimsóttu deildina nú í morgun. Þeir fengu kynningu á starfi deildarinnar og helstu verkefnum sem hún sinnir á alþjóðavísu. Má þar nefna vinadeildasamstarf við Rauða kross deildina í Maputo-héraði í Mósambík og verkefnið Föt sem framlag en það miðar meðal annars að því að útbúa og senda fatapakka til ungbarna í neyð í Malaví.

24. september 2009 : Svæðisfundur deilda á Vestfjörðum

Rauða kross deildirnar á norðanverðum Vestfjörðum héldu sinn árlega svæðisfund á laugardaginn í Holti í Önundarfirði. Daginn áður var þátttakendum boðið að taka þátt í námskeiðinu Viðhorf og virðing og þáðu margir gott boð.

Á svæðisfundinum var farið yfir þau verkefni sem deildirnar vinna að sameiginlega og verkefnaáætlun fyrir árið 2010 samþykkt.

Gestir fundarins voru Sólveig Ólafsdóttir sviðsstjóri útbreiðslusviðs og Örn Ragnarsson verkefnisstjóri í fatasöfnun Rauða krossins. Sólveig fór yfir þau verkefni sem tengjast Rauðakrossvikunni sem mun standa yfir dagana 12. - 17. október og Örn sagði frá átaki í fatasöfnun meðal landsmanna sem fram fer um þessar mundir.

24. september 2009 : Gagnlegar niðurstöður rannsóknar á stöðu innflytjenda á erfiðleikatímum

Fjölmennt var á málþingi um stöðu innflytjenda á erfiðleikatímum sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í Þjóðminjasafninu í vikunni. Ný rannsókn sem dr. Hallfríður Þórarinsdóttir hjá MIRRA vann fyrir Rauða kross Íslands var kynnt, og niðurstaða hennar rædd í pallborði. Tilgangur málþingsins var að vekja athygli á stöðu innflytjenda á Íslandi nú þegar efnahagserfiðleikar hrjá þjóðina.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu m.a. að mikil fjölgun innflytjenda hafi orðið hér á landi á örfáum árum og innflytjendur séu nú nálægt þrjátíu þúsundum. Hópurinn sé afar sundurleitur innbyrðis og komi víðsvegar að úr heiminum. Þó einkenni það samfélag innflytjenda á Íslandi að langstærstur hluti þeirra sé af evrópskum uppruna, ljós á hörund og kristinnar trúar. Tæplega helmingur þeirra komi frá Póllandi. Þá kom einnig í ljós að streymi erlendra ríkisborgara/innflytjenda til landsins hafi fyrst og fremst miðast við þarfir atvinnulífsins, eins og sýndi sig glöggt í efnahagsþenslu undangenginna ára. 

24. september 2009 : Fyrirhuguðu fræðslukvöldi frestað vegna veikinda

Vegna veikinda fyrirlesara hefur deildin því miður þurft að fresta fyrirhuguðu fræðslukvöldi sem átti að hefjast kl. 20 í kvöld. Fræðslukvöldið verður skipulagt annan dag og verða sjálfboðaliðar upplýstir um það síðar. Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.

22. september 2009 : Ómar sigraði á afmælismóti forsetans

Fimmtán þátttakendur voru skráðir til leiks á afmælismóti til heiðurs forseta Skáksambandsins, Gunnari Björnssyni, sem haldið var í Vin, á mánudaginn, strax uppúr hádegi.

22. september 2009 : Ómar sigraði á afmælismóti forsetans

Fimmtán þátttakendur voru skráðir til leiks á afmælismóti til heiðurs forseta Skáksambandsins, Gunnari Björnssyni, sem haldið var í Vin, á mánudaginn, strax uppúr hádegi.

22. september 2009 : „Engu líkt“ – reynsla Eldhuga Kópavogsdeildar af sumarbúðum Rauða krossins

Andri Karlsson fór í sumarbúðir ungmennahreyfingar Rauða krossins á Löngumýri í Skagafirði í sumar. Í kjölfarið gerðist hann svo Eldhugi hjá Kópavogsdeild og tekur nú þátt í ungmennastarfi deildarinnar.

Þátttakendur í sumarbúðunum voru ungmenni á aldrinum 12-16 ára. Þar var unnið út frá grundvallarmarkmiðum Rauða krossins og viðhorf ungmennanna til ýmissa þjóðfélagshópa rædd. Að auki gerðist eitthvað ævintýralegt og spennandi á hverjum degi svo sem klettasig, flúðasiglingar, hlutverkaleikir og busl í sundlauginni á Löngumýri.

21. september 2009 : Sjálfboðið starf í Rjóðrinu

Sjálfboðaliðar á vegum deildarinnar heimsækja börnin í Rjóðrinu en þangað koma langveik börn í hvíldarinnlögn. Sjálfboðaliðarnir eru flestir í menntaskóla og koma aðallega úr Menntaskólanum í Kópavogi og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hver þeirra mætir hálfsmánaðarlega í Rjóðrið til að veita börnunum félagsskap og afþreyingu. Þeir meðal annars föndra með börnunum, leika við þau, lesa fyrir þau, fara með þeim út að ganga og aðstoða starfsfólkið á annan hátt.

19. september 2009 : 70% flóttamanna ílengjast hér

Á morgun eru 30 ár liðin frá því að 34 flóttamenn komu hingað til lands frá Víetnam. Af öllu því flóttafólki sem kemur til Íslands er tiltölulega hátt hlutfall sem festir rætur. Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. september 2009.

18. september 2009 : Enter- og Eldhugastarf hefst að nýju eftir sumarfrí

Nú er barna- og ungmennastarf Kópavogsdeildarinnar komið á fullt skrið en í fyrradag var fyrsta samvera Enter hópsins og í gærkvöldi hittust Eldhugar einnig í fyrsta sinn á nýju hausti. Enter er verkefni fyrir unga innflytjendur á aldrinum 9-12 ára en Eldhugar eru fyrir 13-16 ára unglinga af íslenskum og erlendum uppruna. Bæði verkefnin miða að því að auðvelda ungum innflytjendum að aðlagast nýju samfélagi og taka virkan þátt í því en Eldhugar vinna auk þess sérstaklega með hugtökin vináttu og virðingu í gegnum skapandi verkefni.

18. september 2009 : Enter- og Eldhugastarf hefst að nýju eftir sumarfrí

Nú er barna- og ungmennastarf Kópavogsdeildarinnar komið á fullt skrið en í fyrradag var fyrsta samvera Enter hópsins og í gærkvöldi hittust Eldhugar einnig í fyrsta sinn á nýju hausti. Enter er verkefni fyrir unga innflytjendur á aldrinum 9-12 ára en Eldhugar eru fyrir 13-16 ára unglinga af íslenskum og erlendum uppruna. Bæði verkefnin miða að því að auðvelda ungum innflytjendum að aðlagast nýju samfélagi og taka virkan þátt í því en Eldhugar vinna auk þess sérstaklega með hugtökin vináttu og virðingu í gegnum skapandi verkefni.

18. september 2009 : Fatapokarnir farnir að skila sér til baka

Rauði krossinn lét á dögunum dreifa sérmerktum fatapokum inn á heimili landsmanna.Tilgangurinn með dreifingunni var að minna fólk á að mikil verðmæti liggja í allri vefnaðarvöru – hvort sem er fatnaði, skóm, handklæðum, dúkum, gluggatjöldum eða sængurfötum og með því að gefa fatnað er fólk að leggja Rauða krossinum lið og um leið styðja við neyðaraðstoð bæði hér heima og erlendis. Nú eru pokarnir farnir að skila sér til baka fullir af fötum þannig að vonandi hefur framtakið skilað tilætluðum árangri.

 

 

18. september 2009 : Enter- og Eldhugastarf hefst að nýju eftir sumarfrí

Nú er barna- og ungmennastarf Kópavogsdeildarinnar komið á fullt skrið en í fyrradag var fyrsta samvera Enter hópsins og í gærkvöldi hittust Eldhugar einnig í fyrsta sinn á nýju hausti. Enter er verkefni fyrir unga innflytjendur á aldrinum 9-12 ára en Eldhugar eru fyrir 13-16 ára unglinga af íslenskum og erlendum uppruna. Bæði verkefnin miða að því að auðvelda ungum innflytjendum að aðlagast nýju samfélagi og taka virkan þátt í því en Eldhugar vinna auk þess sérstaklega með hugtökin vináttu og virðingu í gegnum skapandi verkefni.

17. september 2009 : Kópavogsdeild bauð heimilisfólkinu í Sunnuhlíð á Kjarvalsstaði

Deildin bauð heimilisfólkinu í Sunnuhlíð í ferð í gær eins og venja er á hverju hausti og var ferðinni heitið á Kjarvalsstaði. Sjálfboðaliðar úr hópi heimsóknavina deildarinnar fylgdu fólkinu og voru því innan handar með aðstoð þar sem þurfti. Alls fóru um 40 manns í ferðinni en starfsfólk hjúkrunarheimilisins og aðstandendur voru einnig með í för. Fólkið skoðaði sýningarnar á safninu og fékk sér svo kaffi og meðlæti á eftir.

16. september 2009 : Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir alþjóðlegt teymi Rauða krossins í Kákasus

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður leiðir á næstu dögum alþjóðlegt teymi Rauða krossins sem kannar viðbúnað vegna hamfara í Kákasuslöndunum þremur, Georgíu, Armeníu og Aserbaídsjan. Þórunn verður fulltrúi Rauða kross Íslands í teyminu.

Jarðskjálftar eru algengir í þessum löndum, auk þess sem flóð, aurskriður og ýmsar veðurtengdar hamfarir eru þar tíðar. Tvær og hálf milljón manna búa á skjálftasvæðum í Kákasusfjöllum. Að minnsta kosti 25 þúsund manns létu lífið í jarðskjálfta í Armeníu árið 1988. Í þessum mánuði eyðilagði jarðskjálfti í Georgíu 1.400 hús með þeim afleiðingum að nú hafast fleiri en þúsund fjölskyldur við í tjöldum.

16. september 2009 : Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir alþjóðlegt teymi Rauða krossins í Kákasus

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður leiðir á næstu dögum alþjóðlegt teymi Rauða krossins sem kannar viðbúnað vegna hamfara í Kákasuslöndunum þremur, Georgíu, Armeníu og Aserbaídsjan. Þórunn verður fulltrúi Rauða kross Íslands í teyminu.

Jarðskjálftar eru algengir í þessum löndum, auk þess sem flóð, aurskriður og ýmsar veðurtengdar hamfarir eru þar tíðar. Tvær og hálf milljón manna búa á skjálftasvæðum í Kákasusfjöllum. Að minnsta kosti 25 þúsund manns létu lífið í jarðskjálfta í Armeníu árið 1988. Í þessum mánuði eyðilagði jarðskjálfti í Georgíu 1.400 hús með þeim afleiðingum að nú hafast fleiri en þúsund fjölskyldur við í tjöldum.

16. september 2009 : Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir alþjóðlegt teymi Rauða krossins í Kákasus

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður leiðir á næstu dögum alþjóðlegt teymi Rauða krossins sem kannar viðbúnað vegna hamfara í Kákasuslöndunum þremur, Georgíu, Armeníu og Aserbaídsjan. Þórunn verður fulltrúi Rauða kross Íslands í teyminu.

Jarðskjálftar eru algengir í þessum löndum, auk þess sem flóð, aurskriður og ýmsar veðurtengdar hamfarir eru þar tíðar. Tvær og hálf milljón manna búa á skjálftasvæðum í Kákasusfjöllum. Að minnsta kosti 25 þúsund manns létu lífið í jarðskjálfta í Armeníu árið 1988. Í þessum mánuði eyðilagði jarðskjálfti í Georgíu 1.400 hús með þeim afleiðingum að nú hafast fleiri en þúsund fjölskyldur við í tjöldum.

16. september 2009 : Nemendur í saumavali vinna að „Föt sem framlag"

Nemendur elstu bekkja grunnskólanna á Akureyri heimsóttu Rauða krossinn og fengu fræðslu um verkefnið „Föt sem framlag “. Verkefnið er svo kallað hannyrðaverkefni þar sem meðal annars er unnið að því að útbúa pakka með ungbarnafatnaði.

Krakarnir í saumavali  grunnskólanna ætla að æfa sig í saumaskapnum með því að útbúa þau stykki og þær flíkur sem í ungbarnapakkana fara. Þau munu auðvitað vinna að ýmsum öðrum verkefnum í saumavalinu, t.d. geta þau fengið gamlar flíkur hjá Rauða krossinum til þess að breyta og sauma upp úr. 

Þarna er um að ræða skemmtilega  tengingu skólanna við Rauða krossinn og vonandi að báðir aðilar sjái sér hag í þessu samstarfi.

16. september 2009 : Viltu tala meiri íslensku?

Hópur sjálfboðaliða hitti í gær innflytjendur sem taka þátt í verkefninu Viltu tala meiri íslensku? en það er hluti af heimsóknaþjónustu deildarinnar. Þetta var fyrsta samveran eftir sumarfrí en verkefnið hófst í janúar á þessu ári. Á samverunum gefst innflytjendunum tækifæri til að tala íslensku við íslenska sjálfboðaliða og þannig þjálfa sig í notkun málsins. Hópurinn mun hittast vikulega í vetur á þriðjudögum í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs. 

15. september 2009 : Undirbúningur, hópefli og fræðsla fyrir nýja sjálfboðaliða í ungmennastarfi

Í gærkvöldi var haldið undirbúnings- og fræðslukvöld fyrir þá sjálfboðaliða Kópavogsdeildar sem munu vinna í verkefnum er lúta að börnum og unglingum í vetur.

Kvöldið hófst með hópefli þar sem sjálfboðaliðarnir fengu tækifæri til að kynnast hver öðrum. Þá kynnti verkefnastjóri ungmennamála fyrir þeim verkefnin sem sjálfboðaliðarnir munu koma til með að starfa í; Enter og Eldhuga. Hann fór einnig yfir hlutverk sjálfboðaliðans með tilliti til þessara tveggja verkefna. Auk þess fengu sjálfboðaliðarnir tækifæri til að koma með tillögur og hugmyndir að þemaverkefnum og viðfangsefnum fyrir starf vetrarins.

15. september 2009 : Undirbúningur, hópefli og fræðsla fyrir nýja sjálfboðaliða í ungmennastarfi

Í gærkvöldi var haldið undirbúnings- og fræðslukvöld fyrir þá sjálfboðaliða Kópavogsdeildar sem munu vinna í verkefnum er lúta að börnum og unglingum í vetur.

Kvöldið hófst með hópefli þar sem sjálfboðaliðarnir fengu tækifæri til að kynnast hver öðrum. Þá kynnti verkefnastjóri ungmennamála fyrir þeim verkefnin sem sjálfboðaliðarnir munu koma til með að starfa í; Enter og Eldhuga. Hann fór einnig yfir hlutverk sjálfboðaliðans með tilliti til þessara tveggja verkefna. Auk þess fengu sjálfboðaliðarnir tækifæri til að koma með tillögur og hugmyndir að þemaverkefnum og viðfangsefnum fyrir starf vetrarins.

15. september 2009 : Undirbúningur, hópefli og fræðsla fyrir nýja sjálfboðaliða í ungmennastarfi

Í gærkvöldi var haldið undirbúnings- og fræðslukvöld fyrir þá sjálfboðaliða Kópavogsdeildar sem munu vinna í verkefnum er lúta að börnum og unglingum í vetur.

Kvöldið hófst með hópefli þar sem sjálfboðaliðarnir fengu tækifæri til að kynnast hver öðrum. Þá kynnti verkefnastjóri ungmennamála fyrir þeim verkefnin sem sjálfboðaliðarnir munu koma til með að starfa í; Enter og Eldhuga. Hann fór einnig yfir hlutverk sjálfboðaliðans með tilliti til þessara tveggja verkefna. Auk þess fengu sjálfboðaliðarnir tækifæri til að koma með tillögur og hugmyndir að þemaverkefnum og viðfangsefnum fyrir starf vetrarins.

14. september 2009 : Heimsóknavinahundar kynntir á smáhundadögum í Garðheimum

Heimsóknavinir sem sinna heimsóknaþjónustu með hunda sína hjá Rauða krossinum kynntu verkefnið á smáhundadögum í Garðheimum um helgina. Heimsóknavinirnir mættu með hundana sína og báru hundarnir sérstaka klúta merkta Rauða krossinum en klútana nota þeir einnig í heimsóknum sínum. Bæklingum var dreift og sýndu gestirnir verkefninu mikinn áhuga.

14. september 2009 : Heimsóknavinahundar kynntir á smáhundadögum í Garðheimum

Heimsóknavinir sem sinna heimsóknaþjónustu með hunda sína hjá Rauða krossinum kynntu verkefnið á smáhundadögum í Garðheimum um helgina. Heimsóknavinirnir mættu með hundana sína og báru hundarnir sérstaka klúta merkta Rauða krossinum en klútana nota þeir einnig í heimsóknum sínum. Bæklingum var dreift og sýndu gestirnir verkefninu mikinn áhuga.

14. september 2009 : Skapandi starf með konum af erlendum uppruna

Skapandi starf með konum af erlendum uppruna er verkefni sem Akranesdeild Rauða krossins hleypti af stokkunum í byrjun ársins og lauk með glæsilegri handavinnusýningu sem haldin var í Bókhlöðunni á Akranesi í júní og júlí.

Verkefnið fólst í því að konur af erlendum uppruna ásamt fjórum áhugasömum íslenskum konum komu saman einu sinni í viku til þess að vinna listform sem tengjast menningu þeirra og kynnast listrænum hefðum Íslendinga.

14. september 2009 : Skapandi starf með konum af erlendum uppruna

Skapandi starf með konum af erlendum uppruna er verkefni sem Akranesdeild Rauða krossins hleypti af stokkunum í byrjun ársins og lauk með glæsilegri handavinnusýningu sem haldin var í Bókhlöðunni á Akranesi í júní og júlí.

Verkefnið fólst í því að konur af erlendum uppruna ásamt fjórum áhugasömum íslenskum konum komu saman einu sinni í viku til þess að vinna listform sem tengjast menningu þeirra og kynnast listrænum hefðum Íslendinga.

14. september 2009 : Heimsóknavinahundar kynntir á smáhundadögum í Garðheimum

Heimsóknavinir sem sinna heimsóknaþjónustu með hunda sína hjá Rauða krossinum kynntu verkefnið á smáhundadögum í Garðheimum um helgina. Heimsóknavinirnir mættu með hundana sína og báru hundarnir sérstaka klúta merkta Rauða krossinum en klútana nota þeir einnig í heimsóknum sínum. Bæklingum var dreift og sýndu gestirnir verkefninu mikinn áhuga.

12. september 2009 : Umfangsmikil flugslysaæfing á Egilsstöðum

Hérðas- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins tók þátt í flugslysaæfingu sem sett var upp á Egilsstaðaflugvelli í dag. Flugvél með 32 farþega og þrjá í áhöfn átti að hafa hlekkst á við norðurenda flugbrautarinnar þar sem hún brotnaði í tvennt og eldur kom upp.

Sjálfboðaliðar deildarinnar opnuðu söfnunarsvæði aðstandenda þar sem 35 aðstandendur þolenda leituðu aðstoðar. Þar veitti skyndihjálparhópur Rauða krossins einnig skyndihjálp þeim 10 farþegum sem voru minnst slasaðir. Óskað var eftir áfallahjálparteymi úr Reykjavík. Sex þeirra voru strax tilbúnir og áttu að hafa farið austur með ímyndaðri flugvél.

12. september 2009 : Umfangsmikil flugslysaæfing á Egilsstöðum

Hérðas- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins tók þátt í flugslysaæfingu sem sett var upp á Egilsstaðaflugvelli í dag. Flugvél með 32 farþega og þrjá í áhöfn átti að hafa hlekkst á við norðurenda flugbrautarinnar þar sem hún brotnaði í tvennt og eldur kom upp.

Sjálfboðaliðar deildarinnar opnuðu söfnunarsvæði aðstandenda þar sem 35 aðstandendur þolenda leituðu aðstoðar. Þar veitti skyndihjálparhópur Rauða krossins einnig skyndihjálp þeim 10 farþegum sem voru minnst slasaðir. Óskað var eftir áfallahjálparteymi úr Reykjavík. Sex þeirra voru strax tilbúnir og áttu að hafa farið austur með ímyndaðri flugvél.

11. september 2009 : Íslenskir sérfræðingar þjálfa sjúkraflutningamenn í Palestínu

Tólf palestínskir sjúkraflutningamenn hafa nú lokið námskeiði í endurlífgunaraðferðum sem haldið var á vegum Rauða kross Íslands í höfuðborginn Ramallah á Vesturbakkanum. Seinna námskeiðið hefst á morgun og þar munu 13 sjúkraflutningamenn Rauða hálfmánans í Palestínu til viðbótar hljóta sömu þjálfun.

Námskeiðin eru eitt af þeim verkefnum sem Rauði kross Íslands stendur fyrir til aðstoðar palestínska Rauða hálfmánanum. Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans fer fyrir hópnum. Auk hennar eru tveir læknar, þeir Felix Valsson og Freddy Lippert, sem er frá Danmörku, og tveir sjúkraflutningamenn, þeir Lárus Petersen og Stefnir Snorrason sem sinna kennslunni. Um er að ræða tvö 20 tíma námskeið sem eru samkvæmt stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins.

11. september 2009 : Íslenskir sérfræðingar þjálfa sjúkraflutningamenn í Palestínu

Tólf palestínskir sjúkraflutningamenn hafa nú lokið námskeiði í endurlífgunaraðferðum sem haldið var á vegum Rauða kross Íslands í höfuðborginn Ramallah á Vesturbakkanum. Seinna námskeiðið hefst á morgun og þar munu 13 sjúkraflutningamenn Rauða hálfmánans í Palestínu til viðbótar hljóta sömu þjálfun.

Námskeiðin eru eitt af þeim verkefnum sem Rauði kross Íslands stendur fyrir til aðstoðar palestínska Rauða hálfmánanum. Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans fer fyrir hópnum. Auk hennar eru tveir læknar, þeir Felix Valsson og Freddy Lippert, sem er frá Danmörku, og tveir sjúkraflutningamenn, þeir Lárus Petersen og Stefnir Snorrason sem sinna kennslunni. Um er að ræða tvö 20 tíma námskeið sem eru samkvæmt stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins.

11. september 2009 : Kynningarstarf í fullum gangi

Um þessar mundir stendur yfir kynningarstarf á vegum Kópavogsdeildar innan unglingadeilda grunnskóla Kópavogs. Á kynningunum fá nemendur innsýn í starf Rauða krossins bæði innanlands og erlendis í máli og myndum. Þá er einnig sagt frá helstu verkefnum Kópavogsdeildar og hvernig nemendurnir geti sjálfir tekið þátt. Verkefnastjóri Kópavogsdeildar hefur fengið frábærar móttökur í skólum bæjarins og nemendur sýna málefninu mikinn áhuga. Þeir eru duglegir við að spyrja spurninga og oftar en ekki skapast mikil og góð umræða um hin ýmsu málefni er snerta starf Rauða krossins.

10. september 2009 : Tombóluframlag íslenskra barna til hjálpar börnum í Malaví

Tombólubörn Rauða krossins geta verið stolt af starfi sínu á árinu 2008. Börnin söfnuðu um  600.000 krónum til hjálpar börnum í forskólum í Chiradzulu og Mwanza héraði í suður-Malaví. Þar hefur Rauði kross Íslands stutt við alnæmisverkefni malavíska Rauða krossins undanfarin ár. Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi starfar í Malaví.

Í Chiradzulu héraði eru þrír forskólar sem njóta stuðnings Rauða krossins. Það var einlæg ósk umönnunaraðila í skólunum að fá fleiri útileiktæki fyrir börnin. Var því ákveðið að hluti af framlagi tombólubarna yrði varið til kaupa á rólum, vegasalti, hringekju og rennibraut.

Í Mwanza héraði styður malavíski Rauði krossinn fjóra forskóla. Umönnunaraðilar þar og sjálfboðaliðar Rauða krossins óskuðu einnig eftir að nýta framlag tombólubarna á Íslandi til að kaupa timbur í vegasölt og rennibrautir, reipi í rólur, stóla, hillur og efni til að búa til tuskudúkkur fyrir börnin. Öll eru leiktækin framleidd í héruðunum.

10. september 2009 : Tombóluframlag íslenskra barna til hjálpar börnum í Malaví

Tombólubörn Rauða krossins geta verið stolt af starfi sínu á árinu 2008. Börnin söfnuðu um  600.000 krónum til hjálpar börnum í forskólum í Chiradzulu og Mwanza héraði í suður-Malaví. Þar hefur Rauði kross Íslands stutt við alnæmisverkefni malavíska Rauða krossins undanfarin ár. Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi starfar í Malaví.

Í Chiradzulu héraði eru þrír forskólar sem njóta stuðnings Rauða krossins. Það var einlæg ósk umönnunaraðila í skólunum að fá fleiri útileiktæki fyrir börnin. Var því ákveðið að hluti af framlagi tombólubarna yrði varið til kaupa á rólum, vegasalti, hringekju og rennibraut.

Í Mwanza héraði styður malavíski Rauði krossinn fjóra forskóla. Umönnunaraðilar þar og sjálfboðaliðar Rauða krossins óskuðu einnig eftir að nýta framlag tombólubarna á Íslandi til að kaupa timbur í vegasölt og rennibrautir, reipi í rólur, stóla, hillur og efni til að búa til tuskudúkkur fyrir börnin. Öll eru leiktækin framleidd í héruðunum.

10. september 2009 : Tombóluframlag íslenskra barna til hjálpar börnum í Malaví

Tombólubörn Rauða krossins geta verið stolt af starfi sínu á árinu 2008. Börnin söfnuðu um  600.000 krónum til hjálpar börnum í forskólum í Chiradzulu og Mwanza héraði í suður-Malaví. Þar hefur Rauði kross Íslands stutt við alnæmisverkefni malavíska Rauða krossins undanfarin ár. Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi starfar í Malaví.

Í Chiradzulu héraði eru þrír forskólar sem njóta stuðnings Rauða krossins. Það var einlæg ósk umönnunaraðila í skólunum að fá fleiri útileiktæki fyrir börnin. Var því ákveðið að hluti af framlagi tombólubarna yrði varið til kaupa á rólum, vegasalti, hringekju og rennibraut.

Í Mwanza héraði styður malavíski Rauði krossinn fjóra forskóla. Umönnunaraðilar þar og sjálfboðaliðar Rauða krossins óskuðu einnig eftir að nýta framlag tombólubarna á Íslandi til að kaupa timbur í vegasölt og rennibrautir, reipi í rólur, stóla, hillur og efni til að búa til tuskudúkkur fyrir börnin. Öll eru leiktækin framleidd í héruðunum.

10. september 2009 : Hælisleitendur í heimsókn

Hafnarfjarðardeild RKÍ stóð fyrir skoðunarferð fyrir hælisleitendur sem dvalið hafa í Reykjanesbæ þann 30. Ágúst sl.. Farið var um Reykjanesið og í Blá Lónið, þaðan komið til Grindavíkur þar sem boðið var upp á súpu hjá Grindavíkurdeild RKÍ í hádeginu og Salfisksetrið bauð upp á fría skoðunarferð um safnið. Gestirnir voru virkilega ánægðir með móttökurnar hér og héldu sælir og ánægðir áfram för sinni.

10. september 2009 : Blóðbíllinn í ágúst

Blóðbíll Blóðbankans kom til Grindavíkur miðvikudaginn 26. ágúst sl. Ágæt þátttaka var í blóðgjöfina og safnaðist vel. Okkur langar að biðja þá sem fá send sms eða tölvupóst um komu blóðbílsins að láta skilaboðin ganga áfram og að minna hvort annað á að fara og gefa blóð daginn sem bíllinn kemur.

Blóðgjöfum þökkum við kærlega blóðgjöfina og það að gefa sér tíma til að leggja þessari  söfnun lið. Með því hafið þið lagt ykkar að mörkum við að bjarga mannslífum - sannar hetjur.
 

10. september 2009 : „Mér líður vel hérna“ - Eitt ár síðan nýr kafli hófst í lífi Manal Aleedi

ÞESSA dagana situr Manal Aleedi mest heima við í blokkinni sem hún býr í á Akranesi og æfir sig í að skrifa íslensku. Þar sem það er ramadan, þ.e. föstumánuður, hefur hún ekki jafnmikið fyrir stafni utan heimilisins og venjulega. Greinin birtist í Morgunblaðinu 09.09.2009.

10. september 2009 : „Mér líður vel hérna“ - Eitt ár síðan nýr kafli hófst í lífi Manal Aleedi

ÞESSA dagana situr Manal Aleedi mest heima við í blokkinni sem hún býr í á Akranesi og æfir sig í að skrifa íslensku. Þar sem það er ramadan, þ.e. föstumánuður, hefur hún ekki jafnmikið fyrir stafni utan heimilisins og venjulega. Greinin birtist í Morgunblaðinu 09.09.2009.

10. september 2009 : Tombóludrengir

Stefán Grímur, Einar Óskarsson og Alexander Bjarnason í Digranesskóla héldu tombólu á dögunum fyrir utan Nóatún og söfnuðu alls 5.490 kr. Þeir komu í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og afhentu Rauða krossinum söfnunarféð. Það rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Strákarnir söfnuðu dóti á tombóluna með því að ganga í hús í hverfinu sínu og fólk tók framtaki þeirra vel, bæði í hverfinu og á tombólunni sjálfri. 

10. september 2009 : Grillveisla á Reyðarfirði

Rauðakrossdeild Reyðarfjarðar, BYKO á Reyðarfirði og Rafveita Reyðarfjarðar buðu til heljarmikillar grillveislu í rafveitugilinu um síðustu helgi. Gunnar Th. Gunnarsson átti hugmyndina að hátíðinni og var markmiðið að gefa íbúum á Reyðarfirði kost á að kynnast betur enda hefur orðið mikil fólksfjölgun á Reyðarfirði á undanförnum árum.

Liðlega 300 manns mættu enda var boðið upp á glæsilegar veitingar – heilgrillað naut og pylsur fyrir krakkana. Þegar allir voru orðnir saddir settist fólk upp í gil þar sem sungið var fram á kvöld. Ákveðið hefur verið að stefna að því að bjóða aftur til veislu næsta sumar og þá mæta örugglega allir Reyðfirðingar.

9. september 2009 : Jákvæð hugsun á samveru heimsóknavina

Heimsóknavinir fjölmenntu á mánaðarlega samveru þeirra í sjálfboðamiðstöðinni í gær. Alls mættu 15 heimsóknavinir sem sinna sjálfboðnum störfum á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, á sambýlum aldraðra og á einkaheimilum. Að þessu sinni var boðið upp á erindi um jákvæða hugsun frá Lótushúsi en það er miðstöð þar sem reglulega eru haldin hugleiðslu- og hugræktarnámskeið. Erindið hófst á stuttri hugleiðslu og síðan var lögð áhersla á að veita heimsóknavinunum aukinn skilning á eðli og mátt hugsana. Þá var sérstaklega farið yfir mikilvægi jákvæðra hugsana og hvernig þær geta bætt lífið.

8. september 2009 : Starfsfólk Alþjóða Rauða krossins á Mirwais sjúkrahúsinu verður vitni að ólýsanlegum þjáningum

Blaðamaðurinn Nima Elbagir heimsótti í sumar Mirwais sjúkrahúsið í borginni Kandahar í suðausturhluta Afganistan og sagði frá því sem hann varð vitni að er hann fylgdist með störfum sendifulltrúa Alþjóða Rauða krossins.

8. september 2009 : Námskeið í neyðarstjórnun

Landsskrifstofa Rauða krossins stóð fyrir viðamiklu námskeiði í neyðarstjórnun, í samvinnu við Alþjóða Rauða krossinn, dagana 3.-6. september síðastliðinn í Hafnarfirði. Um 25 þátttakendur sátu námskeiðið. Helstu umfjöllunarefnin voru þær samþykktir og stefnur sem gilda um hjálparstarf á hamfarasvæðum, vinnulag, helstu vinnutól og samvinna við stjórnvöld, alþjóðlegar stofnanir og frjáls félagasamtök.

Markmiðið var að prófa nýtt námsefni sem gengur meðal annars út á að auka þekkingu landsfélaga Rauða krossins á alþjóðlegu hjálparstarfi og skilning á verkefnum Alþjóða Rauða krossins. Kennsluaðferðir voru fjölbreyttar og var námsefninu meðal annars komið til skila með myndböndum, fyrirlestrum, umræðuhópum, hlutverkaleikjum og rökræðum. Í kjölfarið mun Alþjóða Rauði krossinn fara yfir athugasemdir frá þátttakendum og leiðbeinendum og halda áfram að þróa námsefnið.

8. september 2009 : Sjálfboðaliða vantar í Dvöl

Sjálfboðaliða vantar í Dvöl við Reynihvamm 43 fyrir veturinn. Dvöl er athvarf fyrir geðfatlaða og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við að geðsjúkdóma að stríða. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki í rekstri Dvalar með því að taka þátt í starfsemi athvarfsins og veita gestunum félagsskap.
 
Það vantar sjálfboðaliða til að vera í Dvöl á laugardögum frá kl. 11-14. Venjulega eru tveir sjálfboðaliðar á vakt hverju sinni og þurfa þeir að hafa náð 18 ára aldri.

8. september 2009 : Nemendur í saumavali vinna að " Föt sem framlag "

Nemendur elstu bekkja grunnskólanna á Akureyri hafa verið að koma í heimsókn í Rauða krossinn m.a. til að fræðast um verkefnið “ Föt sem framlag “. Verkefnið er svo kallað hannyrðaverkefni þar sem m.a. er unnið að því að útbúa pakka með ungbarnafatnaði. Krakarnir í saumavalinu ætla að æfa sig í saumaskapnum með því að útbúa þau stykki og þær flíkur sem í ungbarnapakkana fara.
 

 

 

 

7. september 2009 : Sjúkraflutningamenn þjálfa palestínska kollega sína á vegum Rauða kross Íslands

Fjórir íslenskir sérfræðingar í endurlífgun héldu í morgun til Palestínu, þar sem þau munu þjálfa palestínska kollega sína í endurlífgunaraðferðum. Þjálfunin er eitt af þeim verkefnum sem Rauði kross Íslands stendur fyrir til aðstoðar palestínska Rauða hálfmánanum.

Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans fer fyrir hópnum en auk hennar munu tveir læknar, þeir Felix Valsson og Freddy Lippert, sem er frá Danmörku, og tveir sjúkraflutningamenn, þeir Lárus Petersen og Stefnir Snorrason, starfa að kennslunni. Um er að ræða tvö 20 tíma námskeið sem eru samkvæmt stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins.

7. september 2009 : SNAM björgunarsveitin æfði á Akureyri

Um nýliðna helgi þ.e.a.s. á laugardag kom hingað til Akureyrar þota frá Skandínavíska flugfélaginu SAS. Innanborðs var hópur lækna og hjúkrunarliðs en tilgangur komunar var að sækja hóp sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki var þó  um raunverulegt sjúkraflug að ræða heldur var um æfingu að ræða og sjúklingarnir sjálfboðaliðar úr sama hópi sem komu með flugvélinni frá Svíþjóð fyrr um morguninn. Hópurinn er hluti af björgunarteymi SNAM ( The Svedish National Air Medivac ) sem  í stórslysum og hamförum, þar sem venjubundin bjargráð duga ekki til, getur komið til aðstoðar.
 

 

 

 

7. september 2009 : Alþjóðlegir foreldrar hittast á fimmtudaginn

Fyrsta samvera alþjóðlegra foreldra á nýju hausti verður fimmtudaginn 10. september. Á samverunum býður deildin velkomna foreldra allra landa sem eru með börn á aldrinum 0-6 ára. Reglulega er boðið upp á fjölbreyttar kynningar eða fræðslu sem tengist börnum. Dagskráin þetta haustið samanstendur meðal annars af kennslu í ungbarnanuddi og fræðslu um mat og svefn barna, svo eitthvað sé nefnt. Leikföng eru á staðnum fyrir börnin og þátttaka er ókeypis. Allir eru velkomnir, innfæddir og innflytjendur, hvort sem þeir tala enga eða einhverja íslensku.

4. september 2009 : Hópastarf Plússins fer vel af stað

Hönnunarhópur og fræðsluhópur Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar, héldu báðir fund í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í gærkvöldi.

Verkefni hönnunarhópsins í haust verða margvísleg og spennandi en hópurinn hefur ákveðið að hanna vörur úr notuðum fötum og efnum sem deildin útvegar. Sjálfboðaliðarnir munu leyfa sköpunargáfunni að njóta sín, endurhanna og sauma föt og fylgihluti út frá hugmyndum hvers og eins. Að því loknu verður afraksturinn seldur í Rauða kross búðunum og jafnframt á handverksmarkaði deildarinnar sem haldinn er á hverri önn. Mikil stemning myndaðist hjá hópnum en hann mun hittast aftur eftir viku.


 

3. september 2009 : Lognið á undan storminum?

Símtölum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgaði upp í 70-80 símtöl að meðaltali á dag eftir hrun bankanna í fyrra, þ.e. frá 45-55 símtölum að meðaltali á dag fyrir hrunið. Þangað til í júlí tók Hjálparsíminn við þessum gríðalega fjölda símtala dag hvern og benti fólki á viðeigandi úrræði við sínum vandamálum. Símtölum í 1717 fækkað niður tæplega 55-60 símtöl að meðaltali á dag í júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Við Íslendingar vorum heppin að fá gott veður í sumar, það er ótrúlegt hvað sólin getur létt lundina hjá fólki þrátt fyrir þá erfiðleika sem steðja að íslensku samfélagi. Þessi tala er þó hærri heldur en fyrir hrun, sem segir okkur að þrátt fyrir sól á himni voru ekki allir með sól í hjarta í sumar. 
 

3. september 2009 : Finnsk ungmenni heimsækja sjálfboðamiðstöðina

Landssamband æskulýðsfélaga á Íslandi hélt fund í sjálfboðamiðstöðinni á dögunum fyrir finnsk ungmenni búsett í Svíþjóð. Á fundinum var starfsemi Landssambands æskulýðsfélaga kynnt og hópurinn ræddi um stöðu ungmenna í löndunum tveimur. Auk þess að fá innsýn í þessa starfsemi var tilgangur heimsóknarinnar til Íslands að kynnast landi og þjóð.

2. september 2009 : Þorir þú Á Flótta?

Langar þig til að komast að því hvernig 20 milljónir flóttamanna í heiminum upplifa lífið? Fólk sem neyðist til að flýja landið sitt með óvissuna í farteskinu því það hafði ekki tíma til að pakka niður eigum sínum.

Langar þig að kynnast hvernig er að vera óvelkominn í eigin landi vegna skoðanna þinna?

Leikurinn Á Flótta verður næst 12. september 2009.

2. september 2009 : Þorir þú Á Flótta?

Langar þig til að komast að því hvernig 20 milljónir flóttamanna í heiminum upplifa lífið? Fólk sem neyðist til að flýja landið sitt með óvissuna í farteskinu því það hafði ekki tíma til að pakka niður eigum sínum.

Langar þig að kynnast hvernig er að vera óvelkominn í eigin landi vegna skoðanna þinna?

Leikurinn Á Flótta verður næst 12. september 2009.

2. september 2009 : Námskeið fyrir nýja heimsóknavini haldið í gær

Undirbúningsnámskeið fyrir nýja heimsóknavini var haldið í sjálfboðamiðstöðinni í gær og tóku átta sjálfboðaliðar þátt að þessu sinni. Á námskeiðinu var farið yfir þau atriði sem mikilvæg eru fyrir heimsóknavini að hafa í huga þegar þeir sinna heimsóknaþjónustu. Þá var einnig starf deildarinnar kynnt og heimsóknavinur sagði frá reynslu sinni. Athvarfið Dvöl var líka kynnt sérstaklega en heimsóknavinir sinna einnig sjálfboðnum störfum þar. Að loknu námskeiðinu eru þátttakendurnir tilbúnir í verkefni og sér verkefnastjóri heimsóknaþjónustunnar um að koma á heimsóknum þeirra til gestgjafa.

1. september 2009 : Fyrsta rannsókn á Íslandi um umfang og eðli mansals

Ísland er fjarri því að vera einungis gegnumstreymisland fyrir fórnarlömb mansals heldur má gera ráð fyrir að tugir einstaklinga sem dvelja til lengri eða skemmri tíma hér á landi falli undir skilgreiningar mansals. Þetta má lesa úr niðurstöðum skýrslu um sem Rauði krossinn lét vinna fyrir sig og kynnt verður á morgun, en þetta er fyrsta rannsókn sem gerð er um eðli og umfang mansals hérlendis. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) vann rannsóknina fyrir Rauða krossinn.

Um grunnrannsókn á þessu viðfangsefni er að ræða og er í framhaldi af henni gert ráð fyrir að Rauði kross Íslands vinni að úrræðum fyrir fórnarlömb mansals svo unnt verði að veita þeim viðeigandi þjónustu, vernd og stuðning.

1. september 2009 : Tvær vinkonur héldu tombólu

Þær Íma Fönn Hlynsdóttir og Rebekka Sól Jóhannsdóttir héldu tombólu fyrir utan Nóatún í Hamraborg á dögunum. Þær söfnuðu alls 180 krónum sem þær færðu Rauða krossinum að gjöf. Vinkonurnar eru báðar í 5. bekk í Kópavogsskóla. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.