Tombólubörn styrkja Rauða krossinn
Segja má að þeir félagar séu dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með viðlíka hætti. Og í raun eru þarna á ferð hópar af yngstu sjálfboðaliðum Rauða krossins. Takk kærleg fyrir ykkar framlag öll sömul.
Hægt er að skoða myndir af börnum sem styrkt hafa Rauða krossinn, undir Tombóla, hér til hægri á síðunni.
Tónlist hjá Alþjóðlegum foreldrum
Alþjóðlegir foreldrar fengu heimsókn í gær frá Helgu Rut Guðmundsdóttur hjá Tónagulli en þar eru haldin námskeið með tónlist og dansi fyrir foreldra og börn þeirra. Helga kynnti starfsemi Tónagulls og leiddi hópinn í leikjum með tónlist. Hún spilaði á gítar og foreldrarnir sungu og dönsuðu með börnin sín. Þau fengu einnig hristur til að leika sér með og það ríkti því mikil gleði á samverunni.
Vinkonur styrkja börn í neyð
Vinkonurnar Helena Ósk Hálfdánardóttir og Andrea Steinþórsdóttir hafa æft saman fótbolta hjá FH í rúmlega 3 ár. Í sumar tóku þær sig saman og héldu nokkrar tombólur í Samkaupum í Hafnarfirði. Þar söfnuðu þær 6.710.- krónum.
Því er greinilega mikill kraftur í þessum fótboltastelpum og þakkar Hafnarfjarðardeild Rauða krossins þeim kærlega fyrir framlagið.
Fræðslukvöld á morgun, fimmtudag
Kópavogsdeild stendur fyrir fræðslukvöldi fyrir sjálfboðaliða sína fimmtudaginn 29. október frá kl. 20-21.30. Viðfangsefnið verður verkefni Rauða krossins á hættu- og neyðartímum. Verkefnastjóri frá Landsskrifstofu Rauða krossins, Jón Brynjar Birgisson, mun fjalla um þetta efni og þá sérstaklega hlutverk sjálfboðaliða varðandi viðbrögð við jarðskjálfta, eldgosi og inflúensu ásamt annarri hættu og áföllum. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Mikil aðsókn á basar prjónahóps Árnesingadeildar
Biðröð myndaðist þegar prjónahópur Árnesingardeildar opnaði basar á Selfossi í húsnæði deildarinnar síðast liðinn laugardag. Rúmlega hálf milljón safnaðist sem rennur að hluta í Hjálparsjóð Rauða krossins. Fyrir utan hefðbundnar prjónavörur var mikið af fallegu jólaskrauti sem seldist upp ásamt rúmfötum og fötum á dúkkur.
Mikil aðsókn á basar prjónahóps Árnesingadeildar
Biðröð myndaðist þegar prjónahópur Árnesingardeildar opnaði basar á Selfossi í húsnæði deildarinnar síðast liðinn laugardag. Rúmlega hálf milljón safnaðist sem rennur að hluta í Hjálparsjóð Rauða krossins. Fyrir utan hefðbundnar prjónavörur var mikið af fallegu jólaskrauti sem seldist upp ásamt rúmfötum og fötum á dúkkur.
Ungbarnaföt óskast í neyðarpakka til Hvíta-Rússlands
Rauða krossi Íslands barst nýlega neyðarbeiðni frá Rauða krossinum í Hvíta-Rússlandi þar sem óskað var eftir 2.500 ungbarnapökkum. Í pökkunum eru föt fyrir börn á aldrinum 0-12 mánaða; peysur, teppi, sokkar, húfur, buxur, handklæði, samfellur, taubleyjur, bleyjubuxur og treyjur. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar munu leggja sitt af mörkum og pakka fötum sem hafa borist deildinni og sjálfboðaliðarnir prjónað síðustu mánuði.
Til að geta pakkað sem flestum pökkum óskar deildin eftir ungbarnafötum fyrir 0-12 mánaða. Hægt er að koma með föt í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11 en hún er opin virka daga frá kl. 10-16. Fötin þurfa að berast deildinni fyrir 25. nóvember.
Hagnýtar leiðbeiningar um viðbrögð við slysum og veikindum
Á vefsíðu Rauða kross Íslands má nú finna stuttar og hagnýtar leiðbeiningar fyrir almenning um hvernig bregðast megi við ýmsum slysum og veikindum. Leiðbeiningar henta vel þegar rifja skal upp aðferðir skyndihjálpar, t.d. þegar komið er að umferðarslysi, einstaklingi sem hefur hlotið áverka á höfði, beinbrot, hjartaáfall og svo má lengi telja. Leiðbeiningarnar verða einnig birtar á vefsíðunni doktor.is.
Fjöldahjálparstjórar og skyndihjálparfólk á Viðbragðshópsnámskeiði
Ungbarnaföt óskast í neyðarpakka til Hvíta-Rússlands
Rauða krossi Íslands barst nýlega neyðarbeiðni frá Rauða krossinum í Hvíta-Rússlandi þar sem óskað var eftir 2.500 ungbarnapökkum. Í pökkunum eru föt fyrir börn á aldrinum 0-12 mánaða; peysur, teppi, sokkar, húfur, buxur, handklæði, samfellur, taubleyjur, bleyjubuxur og treyjur. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar munu leggja sitt af mörkum og pakka fötum sem hafa borist deildinni og sjálfboðaliðarnir prjónað síðustu mánuði.
Til að geta pakkað sem flestum pökkum óskar deildin eftir ungbarnafötum fyrir 0-12 mánaða. Hægt er að koma með föt í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11 en hún er opin virka daga frá kl. 10-16. Fötin þurfa að berast deildinni fyrir 25. nóvember.
Hálpfús á leikskólanum Eyrarskjóli
Börnin á Eyrarskjóli á Ísafirði hafa verið að læra um Hjálpfús í leikskólanum. Þar læra þau um mikilvægi þess að láta gott af sér leiða og huga að þeim sem eru minni máttar. Einnig læra þau um vináttu, holla lífshætti og umhverfisvernd.
Í tengslum við námsefnið fá börnin tækifæri til að láta gott af sér leiða með því að gefa föt sem þau eru hætt að nota. Formaður Ísafjarðardeildar Hrefna Magnúsdóttir tók á móti fötunum sem börnin á Eyrarskjóli gáfu Rauða krossinum og sýndi þeim fatagámana sem eru staðsettir við húsnæði Ísafjarðardeildar.
Námskeið um slys og veikindi barna
Kópavogsdeild heldur námskeiðið Slys og veikindi barna 9. og 11. nóvember næstkomandi. Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Meðal annars er leiðbeint í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna og andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn, hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér innsýn í lífið – viðtal við Elísabetu Þóru Gunnlaugsdóttur sjálfboðaliða
Elísabet Þóra byrjaði sjálfboðaliðastörf sín fyrir Rauða krossinn hjá Vinalínunni snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Þar svaraði hún í símann í þrjú ár og veitti stuðning og aðstoð með virkri hlustun. Hún segir að þetta verkefni hafi gefið henni undirstöðuna fyrir það sjálfboðna starf sem hún sinnir í dag en síðan 2004 hefur hún sinnt heimsóknaþjónustu og neyðarvörnum hjá Kópavogsdeild.
Fyrsta verkefni Elísabetar Þóru hjá deildinni var að heimsækja konu á einkaheimili. Síðar bætti hún á sig verkefni í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, vegna áhuga síns á geðheilbrigðismálum. Sem stendur sinnir hún heimsóknaþjónustu með því að lesa fyrir fólkið sem býr á sambýli aldraðra í Gullsmára. Fyrir þremur árum fór hún síðan á námskeið fyrir fjöldahjálpastjóra og er nú einnig í viðbragðshópi sem sinnir neyðarvörnum. Sjálfboðaliðar í þeim hópi eru á vikulangri vakt einu sinni í mánuði og eru þá reiðubúnir að aðstoða verði hamfarir, slys eða önnur áföll. Elísabet Þóra hefur tvisvar þurft að svara útkalli.
Neyðarvarnarátak hjá Ísafjarðardeild
Sjálfboðaliðar í Rauða krossinum á Ísafirði eru um þessar mundir að fara yfir neyðarvarnir deildarinnar og notuðu tækifærið í Rauðakrossvikunni í síðustu viku til að kynna neyðarvarnir félagsins og safna liðsauka sem gerir deildina færari að bregðast við á neyðartímum.
Sjálfboðaliðar á Vestfjörðum opnuðu fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum á Ísafirði í Rauðakrossvikunni og gáfu fólki innsýn í það starf sem deildin vinnur á neyðartímum. Sjálfboðaliðarnir hvöttu fólk til að koma í rauðum fötum og mynduðu síðan rauða kross á skólalóðinni fyrir myndatöku.
Neyðarvarnarátak hjá Ísafjarðardeild
Sjálfboðaliðar í Rauða krossinum á Ísafirði eru um þessar mundir að fara yfir neyðarvarnir deildarinnar og notuðu tækifærið í Rauðakrossvikunni í síðustu viku til að kynna neyðarvarnir félagsins og safna liðsauka sem gerir deildina færari að bregðast við á neyðartímum.
Sjálfboðaliðar á Vestfjörðum opnuðu fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum á Ísafirði í Rauðakrossvikunni og gáfu fólki innsýn í það starf sem deildin vinnur á neyðartímum. Sjálfboðaliðarnir hvöttu fólk til að koma í rauðum fötum og mynduðu síðan rauða kross á skólalóðinni fyrir myndatöku.
„Ég vildi gjarnan geta gert meira“
„Upphaflega ástæðan fyrir því að ég gerðist sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum var að ég missti vinnuna í vor," segir Þórey Valdimarsdóttir sjálfboðaliði í prjónahópi í Kjósarsýsludeild.
Sendifulltrúi Rauða kross Íslands vinnur við dreifingu hjálpargagna í hamförum
Baldur Steinn Helgason þróunar- og skipulagsfræðingur heldur á vegum Rauða kross Íslands til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fimmtudaginn 22. október en þar mun hann starfa í birgðastjórnunarstöð Alþjóða Rauða krossins í tvo mánuði.
Birgðastjórnunarstöðin í Dubai sér um að kaupa og flytja hjálpargögn á vettvang náttúruhamfara og farsótta í Afríku, Evrópu og Mið-Austurlöndum með hagkvæmum hætti og stuðlar þannig að skjótum viðbrögðum Rauða krossins við neyð. Um þessar mundir bregst Rauði krossinn meða annars við miklum hamförum í Asíu í kjölfar flóða og jarðskjálfta sem og hungursneyð í Eþíópíu og nálægum löndum og miklum flóðum í Vestur-Afríku.
Sendifulltrúi Rauða kross Íslands vinnur við dreifingu hjálpargagna í hamförum
Baldur Steinn Helgason þróunar- og skipulagsfræðingur heldur á vegum Rauða kross Íslands til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fimmtudaginn 22. október en þar mun hann starfa í birgðastjórnunarstöð Alþjóða Rauða krossins í tvo mánuði.
Birgðastjórnunarstöðin í Dubai sér um að kaupa og flytja hjálpargögn á vettvang náttúruhamfara og farsótta í Afríku, Evrópu og Mið-Austurlöndum með hagkvæmum hætti og stuðlar þannig að skjótum viðbrögðum Rauða krossins við neyð. Um þessar mundir bregst Rauði krossinn meða annars við miklum hamförum í Asíu í kjölfar flóða og jarðskjálfta sem og hungursneyð í Eþíópíu og nálægum löndum og miklum flóðum í Vestur-Afríku.
Kópavogsdeild og Leikfélag Kópavogs í samstarf
Kópavogsdeild Rauða krossins og Leikfélag Kópavogs hafa tekið upp samstarf í tengslum við barnasýninguna Rúa og Stúa sem leikfélagið sýnir. Þriðjungur af andvirði hvers miða á sýninguna fer til styrktar barna- og ungmennastarfi Kópavogsdeildar. Leikhúsgestir geta þannig slegið tvær flugur í einu höggi, stutt börn og ungmenni í gegnum hjálparstarf Rauða krossins og notið bráðskemmtilegrar leiksýningar.
Hugleiðingar að nýlokinni kynningarviku
ERTU TIL ÞEGAR Á REYNIR eru einkunnarorð nýliðinnar kynningarviku Rauða kross Íslands. Ég tel að allir sjálfboðaliðar, starfsmenn og aðrir sem að kynningarvikunni komu geti verið sammála um hún hafi tekist langt framar vonum.
21 skyndihjálparleiðbeinendur úrskrifast
Rauði krossinn stóð fyrir vikulöngu leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp á dögunum og útskrifaði 21 frábæra leiðbeinendur sem vonandi verða öflugir í að breiða út skyndihjálparþekkingu um allt land á næstu árum.
Rauði krossinn óskar nýjum leiðbeinendum til hamingju með réttindin og vonast eftir góðu samstarfi í framtíðinni.
Rauði krossinn og Mæðrastyrksnefnd veita neyðaraðstoð í Kópavogi
Kópavogsdeild Rauða krossins og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hafa gert samkomulag um neyðaraðstoð við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur í Kópavogi fyrir jólin.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar og Mæðrastyrksnefndar úthluta matvörum, fatnaði og fleiri nauðsynjum vegna jólanna í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 dagana 15., 16. og 17. desember kl. 16-19. Tekið er við umsóknum hjá Kópavogsdeild, Hamraborg 11, alla virka daga kl. 10-16. Mæðrastyrksnefnd tekur við umsóknum í húsnæði nefndarinnar þann 24. nóvember kl.16-18, 1.desember kl.14-18 og 3. desember kl.17-19.
Kynningarvikunni lokið
Í tengslum við skráninguna í fjöldahjálparstððinni var búinn til smá happdrættisleikur og í lok kynningarinnar voru vinningshafar dregnir út. Vinningshafarnir, Ragnheiður Kjartansdóttir, Una Sigurðardóttir, Erna Haraldsdóttir, Jóel Björgvinsson, Ingibjörg Tómasdóttir og Karólína M. Másdóttir geta nálgast vinningana á skrifstofu Rauða krossins, Viðjulundi 2.
Neyðarbeiðni frá Hvítarússlandi: mikil þörf fyrir ungbarnapakka
Í Hvítarússlandi er nístandi fátækt og margar fjölskyldur búa í sárri neyð. Síðsumars barst beiðni frá Rauða krossinum í Hvítarússlandi um ungbarnapakka sem sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands hafa útbúið og dreift hefur verið á svæðum þar sem þörfin er mikil.
Starfsmenn Rauða krossins í landinu segja að barnapökkunum verði dreift meðal stórra fjölskyldna, einstæðra mæðra og á stofnunum fyrir munaðarlaus og fötluð börn. Áhersla verður lögð á að ná til fólks sem býr í sveitum landsins, oft við afar kröpp kjör.
Sjálfboðaliðar kynntu starf Rauða krossins
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar tóku þátt í að kynna starf Rauða krossins í kynningarvikunni sem er nú nýafstaðin. Átta sjálfboðaliðar frá deildinni kynntu starfið ásamt sjálfboðaliðum frá öðrum deildum á höfuðborgarsvæðinu en alls stóðu þrjátíu manns vaktina. Kynningarnar voru á fimmtudag, föstudag og laugardag í Smáralindinni, Kringlunni og IKEA. Sjálfboðaliðarnir dreifðu bæklingum um Liðsauka en í þeim hópi eru sjálfboðaliðar sem eru tilbúnir að aðstoða Rauða krossinn á tímum áfalla. Fólk gat skráð sig í hópinn hjá sjálfboðaliðunum en einnig fræðst um önnur verkefni hjá félaginu.
Getur Rauðakrosshúsið nýst þér?
Rauðakrosshúsið er miðstöð fyrir alla landsmenn þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta leitað stuðnings við að takast á við breyttar aðstæður eða nýtt krafta sína sjálfum sér og öðrum til gagns. Í húsinu er boðið upp á sálrænan stuðning og ráðgjöf um ýmis úrræði sem bjóðast í samfélaginu. Þá er einnig boðið upp á fræðslu og félagsstarf sem er opið öllum. Það er alltaf heitt á könnunni og gestir geta farið á netið í tölvuverinu, lesið blöðin og átt góða stund í húsinu.
Fólk er einnig hvatt til að nýta krafta sína með því að þróa og skapa sín eigin verkefni sem gjarnan nýtast öðrum í Rauðakrosshúsinu. Sjálfboðaliðar hafa til dæmis komið af stað prjóna- og gönguhópum í húsinu. Tölvuglöggir sjálfboðaliðar bjóða upp á tölvuaðstoð og aðrir hafa stofnað bókaklúbb sem hittist vikulega og enn aðrir sjá um föndur.
Rauðakrossvikan
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands kynnti sér starfsemi deilda í Rauðakrossvikunni sem helguð er neyðarviðbrögðum.
Fimmtudaginn 15. Október kom hann í heimsókn til neyðarnefndar Suðurnesjadeildar til að kynna sér neyðarvarnarskipulag deildarinnar sem meðal annars sér um að veita sálrænan stuðning við farþega í kjölfar flugatvika á Keflavíkurflugvelli. Mikið og gott samstarf er á milli Suðurnesjadeildar og Grindavíkurdeildar sem einnig hefur hlutverk í ofangreindu neyðarvarnarskipulagi sem nær til
Námskeið í sálrænum stuðningi
Eitt af meginhlutverkum Rauða krossins er að veita stuðning og aðstoð þegar hamfarir, hættur eða önnur áföll steðja að. Félagið leggur mikið upp úr sálrænum stuðningi og leitast bæði við að þjálfa sjálfboðaliða til að veita slíkan stuðning og fræða almenning um gildi hans. Fjölmargar deildir Rauða krossins bjóða upp á námskeið í sálrænum stuðning og heldur Kópavogsdeildin eitt slíkt þriðjudaginn 27. október.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Viðfangsefnin verða meðal annars mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér.
Herþotur yfir Bagdada. Flóttamanni fæddum 1990 var vísað úr landi í gær - því það má
Daginn sem herþoturnar hófu að svífa yfir Bagdad vissi Layla Khalil Ibrahim að eitthvað mikið var í vændum. Hún var óttaslegin yfir því hvað tæki við í kjölfar innrásarinnar í Írak. Greinin birtist á Smugan.is.
Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti sjálfboðaliða Rauða krossins
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson kynntist starfsemi Rauða krossins út frá ýmsum hliðum í dag.
Norskum ferðamönnum veitt áfallahjálp
Óskað var eftir áfallahjálp hjá Rauða krossins eftir að maður úr hópi 20 norskra ferðamanna lést í fjórhjólaslysi á Haukadalsheiði í dag. Sjálfboðaliðar úr áfallahjálparteymi og viðbragðshópi höfuðborgarsvæðis tóku á móti fólkinu þegar það kom á hótel sitt í Reykjavík. Einnig setti Rauði krossinn sig í samband við norska sendiráðið og komu tveir starfsmenn þeirra á hótelið. Ferðamennirnir voru vinnufélagar og voru að missa náinn samstarfsmann.
Forseti Íslands kynnir sér neyðarviðbrögð Rauða krossins
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heiðrar Rauða krossinn með því að kynna sér starfsemi deilda í Rauðakrossvikunni sem helguð er neyðarviðbrögðum.
Forseti Íslands kynnir sér neyðarviðbrögð Rauða krossins
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heiðrar Rauða krossinn með því að kynna sér starfsemi deilda í Rauðakrossvikunni sem helguð er neyðarviðbrögðum.
Vöfflukaffi í Dvöl
Opið hús verður í Dvöl laugardaginn 17. október kl. 13-15.
Markmiðið með rekstri Dvalar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gestanna. Fjölbreytt dagskrá er í boði í Dvöl þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, þ.á.m. listsköpun, gönguferðir og kyrrðarstundir. Margir koma einnig í Dvöl einfaldlega til að slaka á, horfa á sjónvarp, ræða við aðra gesti og starfsfólk eða líta í blöðin.
Það sem Dvöl hefur gert fyrir mig
„Ég sæki Dvöl tvisvar til þrisvar í viku og meðal annars til þess að rjúfa félagslega einangrun. Þar er margt gert í Dvöl, handavinna og alls konar föndur sem ég hef gaman af. Svo er farið í göngutúra. Ég hef líka farið í dagsferðir, leikhús og á listasöfn. Þar eru allir jafnir. Þar er heitur matur í hádeginu og starfsfólk sérstaklega vingjarnlegt, við lærum líka margt af því. Gott er að koma í Dvöl og þar er alltaf vel tekið á móti manni. Þar er líka gott að sitja og spjalla, skiptast á skoðunum. Dvöl hefur hjálpað mér mikið og oft komið í veg fyrir innlagnir á geðdeild, ef ég færi ekki niður í Dvöl mundi ég bara einangra mig."
-Alfa Malmquist.
Skyndihjálparnámskeið að hefjast
Námskeið í almennri skyndihjálp ( 16 kennslustundir ) verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2 og hefst námskeiðið mánudaginn 26. október.
Staður: Viðjulundur 2
Stund: 26. og 27. okt. og 2. og 3. nóv. kl. 19:30 – 22:30
Verð: 8.500,-
Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og akureyri@redcross.is
Akranesbúar mynduðu rauðan kross
Ríflega 100 manns mættu á Merkurtúnið á Akranesi í gær til að búa til Rauðan kross.
Kynningarvika Rauða kross Íslands
Nú stendur yfir Rauða krossvikan dagana 12. -17. október. Deildir um land allt eru með metnaðarfullar kynningardagskrár sem nær hámarki á laugardaginn. Grindavíkurdeild Rauða krossinns safnaði saman nemendum úr grunnskólanum í morgun út á skólalóð þar sem myndaður var kross og hópurinn myndaður af þaki skólans. Nemendur mættu flestir í rauðu búningum þar sem liðsbúningar enskra félagsliða voru áberandi.
Á morgun, föstudag, frá kl. 16-18, kynnir Grindavíkurdeild Rauða krossins neyðarvarnir og starf deildarinnar í verslunarmiðstöðinni. Heitt kaffi verður á könnunni og Friðarliljur syngja fyrir gesti.
Markmið með Rauðakrossvikunni er að safna sérstökum
Heimsóknavinir gefa lífinu lit
Heimsóknir sjálfboðaliða til fólks sem býr við einsemd og félagslega einangrun eru umfangsmesta verkefni sjálfboðaliða á vegum Kópavogsdeildar og eitt af áhersluverkefnum hennar. Eftirspurnin eftir heimsóknum hefur aukist jafnt og þétt og heimsóknavinir á vegum deildarinnar sinna nú verkefnum á ýmsum stöðum í Kópavogi. Vel á annað hundrað sjálfboðaliða eru heimsóknavinir Kópavogsdeildar.
Hlutverk heimsóknavina er að veita félagsskap og hlýju. Þeir heimsækja fólk sem býr við alls konar aðstæður og er á öllum aldri. Sumir eru einstæðingar, aðrir eru veikir og komast lítið út og enn aðra vantar tilbreytingu í dagana sína þar sem þeir eru mikið einir yfir daginn þó þeir eigi jafnvel stórar fjölskyldur.
Neyðarbeiðni frá Hvíta-Rússlandi
Á dögunum barst Rauða krossi Íslands neyðarbeiðni frá Rauða krossinum í Hvíta-Rússlandi um 2.500 ungbarnapakka. Hafnarfjarðardeild biðlar því til allra sem geta tekið þátt í að prjóna eða sauma peysur, húfur, vettling og buxur fyrir börn 1 árs og yngri. Tilvalið er að sauma uppúr gömlum flísteppum sem fólk er hætt að nota eða örðu sem fellur til.
Afrakstrinum má skila til Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins, Strandgötu 24 (gengið inn frá Fjarðargötu) fyrir lok nóvember. Við munum sjá um að pakka fötunum og koma þeim til Rauða kross félaga okkar í Hvíta-Rússlandi.
Fram kemur í máli Oglu Lukashkovu hjá Rauða krossi Hvíta-Rússlands að pökkunum verði dreift til heimila fyrir munaðarlaus börn og til stofnana fyrir veik og fötluð ungabörn. Einnig verður farið með pakka til fátækra fjölskylna með nýfædd börn í afskekktum þorpum. Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi mun sjá um dreifingu fatapakkanna.
Í Hvíta-Rússlandi búa tíu milljónir manna og þar eru vetur mjög harðir. Frostið fer niður í 20 gráður. Sökum fátæktar og vetrahörku geta aðstæður því verið mjög erfiðar á heimilum fyrir munaðarlaus eða fötluð börn og á heimilum tekjulágra fjölskyldna.
Hafnarfjarðardeild vonar að Hafnfirðingar taki vel í þessa söfnun og leggi sitt af mörkum til að aðstoða fólk í neyð í Hvíta-Rússlandi.
Sjálfboðaliðar frá Alcoa vinna fyrir Rauða krossinn
Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls lögðu hönd á plóg og unnu sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn dag einn í október. Er þetta gert til að sína að starfsmenn fyrirtækisins séu tilbúnir að endurgjalda samfélaginu.
Í þetta sinn nutu fjórar Rauða kross deildir í Fjarðabyggð vinnuframlags þeirra við fatasöfnun. Á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði gengu sjálfboðaliðar í hús og söfnuðu saman fatapokum frá Fatasöfnun Rauða krossins, á Reyðarfirði og Eskifirði dreifðu sjálfboðaliðarnir pokunum í hús.
Á Eskifirði komu sjálfboðaliðar saman og máluðu skrifstofu Rauða krossins og festu fatasöfnunargám Rauða krossins við húsið svo hann fyki ekki.
Líf og fjör í kynningarviku
Það hefur verið líf og fjör í Rauða kross húsinu á Akranesi þessa vikuna, en nú stendur sem hæst kynningarvika Rauða kross Íslands, og margt á döfinni. Dagurinn í dag hófst á smávegis kaffisamsæti þar sem lagt var á ráðin um dagana framundan. Klukkan 13.00 mætir Prjóni prjón prjónahópur og galdrar eitthvað dásamlegt fram að vanda, en þess má til gamans geta að hópurinn verður með basar á Vökudögum. Frá klukkan fimm til sjö í dag verða sjálfboðaliðar á ferðinni um bæinn að safna liðsauka og segja frá því að í kvöld klukkan 20.15 verður opið hús í Rauða kross húsinu þar sem fjallað verður um helstu verkefni deildarinnar, auk liðsaukaverkefnisns. Slegið verður í vöfflur og heitt kaffi á könnunni. Á morgun stefnum við svo að því að setja met á Merkurtúni. Þá stefnum við rauðklæddum Skagamönnum saman til þess að mynda rauðan kross sem myndaður verður úr lofti fyrir fjölmiðla. Rauði krossinn er stærsta mannúðarhreyfing í heimi – vilt þú vera með?
Föt sem framlag til bágstaddra
Á hverju ári berast hundruð tonna af notuðum fötum til Rauða krossins. Þessi föt nýtast fólki sem býr við bág kjör eða lendir í áföllum, bæði innanlands og erlendis. Hluti fatnaðarins er flokkaður í Fatasöfnunarstöð Rauða krossins í Skútuvogi 1 og sendur í búðirnar sem Rauði krossinn rekur. Búðirnar eru þrjár; við Strandgötu 24 í Hafnarfirði og í Reykjavík við Laugaveg 12 og Laugaveg 116. Sjálfboðaliðar sinna afgreiðslustörfum í búðunum en í búðinni við Laugaveg 116 er einnig fataúthlutun á miðvikudögum kl. 10-14. Fólk sem býr við kröpp kjör getur því leitað þangað vanti það föt.
Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi haldinn þrátt fyrir óveður
Svæðisfundur deilda á Austurlandi var haldinn á laugardaginn á Djúpavogi og mættu fulltrúar sex deilda af ellefu. Áætlað var að halda deildarnámskeið áður en fundur hófst en vegna óveðurs komst leiðbeinandinn Hlér Guðjónsson ekki austur með flugi. Fyrirhugaðir fyrirlestrar frá Erni Ragnarssyni verkefnisstjóra fatasöfnunar og Svövu Traustadóttir varaformanni URKÍ féllu einnig niður vegna sömu orsaka en þrátt fyrir allt þetta var ákveðið að halda fundinn.
Málfríður Björnsdóttir formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára.
Starfs- og fjárhagsáætlun síðasta árs og árið 2010 var tekin fyrir og að því loknu var gengið til kosninga í svæðisráð. Pétur Karl Kristinsson formaður Eskifjarðardeildar lauk setu og inn kom Egill Egilsson formaður Djúpavogsdeildar, Málfríður Björnsdóttir formaður Héraðs- og Borgarfjarðardeildar lauk setu sem formaður en situr áfram í eitt ár í ráðinu og við tók Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir varamaður í Reyðarfjarðardeild.
Ertu til þegar á reynir?
Nú stendur yfir Rauðakrossvikan dagana 12. -17. október. Deildir um land allt eru með metnaðarfullar kynningardagskrár. Kynningarstarfið nær hámarki laugardaginn 17.
Neyðargögnum dreift með flugi á Súmötru og mikil þörf fyrir meiri aðstoð á Filippseyjum
Á næstu dögum verður mikið magn hjálpargagna sent með flugi til þeirra sem lifðu af jarðskjálftana i vesturhluta Súmötru. Fyrsta flugvélin tók á loft í gær 12. október frá Kuala Lumpur og lenti í Padang klukkutíma seinna með 40 tonn af tjöldum, segldúkum, teppum og öðrum hjálpargögnum innanborðs. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins á Indónesíu sáu um að afferma vélina.
Aukin neyðaraðstoð á Indónesíu
Alþjóða Rauði krossinn (IFRC) leggur nú áherslu á að auka neyðaraðstoð sína á Indónesíu. Meðal annars eru notaðar þyrlur til að koma byggingarefnum og matvælum til fjölskyldna sem hafa einangrast í afskektum þorpum eftir að aurskriður féllu á vegi. Sjálfboðaliðar Rauða krossins sjá um að dreifa hjálpargögnunum til nauðstaddra á hverjum stað. Undanfarna viku hefur Rauði krossinn á Indónesíu notað þyrlur til að koma hjúkrunarteymum félagsins á þessa afskekktu staði, en það hefur verið eina leiðin til að koma lífsnauðsynlegri læknishjálp til fórnarlamba hamfaranna.
Aðstæður hælisleitenda í Grikklandi –vettvangsskýrsla Rauða krossins og Caritas í Austurríki
Í ágúst 2009 birtu Rauði krossinn og Caritas í Austurríki niðurstöður vettvangsferðar til Grikklands í þeim tilgangi að kanna örlög hælisleitenda sem sendir voru frá Austurríki til Grikklands á grundvelli Dublinar samstarfsins. Vegna fjölda þeirra einstaklinga sem óska alþjóðlegrar verndar á Grikklandi hefur því oft verið haldið fram að grísk stjórnvöld og stjórnsýsla hafi hvorki bolmagn né getu til að tryggja hælisleitendum sanngjarna og réttláta málsmeðferð og að aðbúnaði hælisleitenda þar í landi sé verulega ábótavant.
Ríkisstjórnir sem taka þátt í Dublinar samstarfinu hafa hins vegar verið á öndverðri skoðun og haldið áfram að senda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli þess þrátt fyrir tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra samtaka og stofnana.
Aðstæður hælisleitenda í Grikklandi - vettvangsskýrsla Rauða krossins og Caritas í Austurríki
Í ágúst 2009 birtu Rauði krossinn og Caritas í Austurríki niðurstöður vettvangsferðar til Grikklands í þeim tilgangi að kanna örlög hælisleitenda sem sendir voru frá Austurríki til Grikklands á grundvelli Dublinar samstarfsins. Vegna fjölda þeirra einstaklinga sem óska alþjóðlegrar verndar á Grikklandi hefur því oft verið haldið fram að grísk stjórnvöld og stjórnsýsla hafi hvorki bolmagn né getu til að tryggja hælisleitendum sanngjarna og réttláta málsmeðferð og að aðbúnaði hælisleitenda þar í landi sé verulega ábótavant.
Ríkisstjórnir sem taka þátt í Dublinar samstarfinu hafa hins vegar verið á öndverðri skoðun og haldið áfram að senda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli þess þrátt fyrir tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra samtaka og stofnana.
Aðstæður hælisleitenda í Grikklandi –vettvangsskýrsla Rauða krossins og Caritas í Austurríki
Í ágúst 2009 birtu Rauði krossinn og Caritas í Austurríki niðurstöður vettvangsferðar til Grikklands í þeim tilgangi að kanna örlög hælisleitenda sem sendir voru frá Austurríki til Grikklands á grundvelli Dublinar samstarfsins. Vegna fjölda þeirra einstaklinga sem óska alþjóðlegrar verndar á Grikklandi hefur því oft verið haldið fram að grísk stjórnvöld og stjórnsýsla hafi hvorki bolmagn né getu til að tryggja hælisleitendum sanngjarna og réttláta málsmeðferð og að aðbúnaði hælisleitenda þar í landi sé verulega ábótavant.
Ríkisstjórnir sem taka þátt í Dublinar samstarfinu hafa hins vegar verið á öndverðri skoðun og haldið áfram að senda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli þess þrátt fyrir tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra samtaka og stofnana.
Félagar í Rauða krossinum aðstoða Kópavogsbúa í vanda
Í Rauðakrossvikunni 12.-17. október leggur Kópavogsdeild Rauða krossins áherslu á að fjölga félagsmönnum í deildinni og leitast þannig við að efla starfið í þágu þeirra Kópavogsbúa sem þurfa á aðstoð að halda. Í dag sendir deildin bókamerki inn á öll heimili í bænum og vill með því framtaki vekja athygli á átakinu. Með því að gerast félagsmaður í Kópavogsdeild leggur fólk árlega 1.200 krónur í að aðstoða bágstadda Kópavogsbúa.
Deildin aðstoðar bágstaddar fjölskyldur í Kópavogi þegar á reynir, meðal annars með neyðaraðstoð í samvinnu við mæðrastyrksnefnd og vikulegri fataúthlutun. Deildin sinnir þeim sem búa við einsemd og félagslega einangrun með öflugri heimsóknaþjónustu við þá sem þurfa og býður uppá uppbyggjandi starf fyrir börn og ungmenni. Einnig tekur deildin þátt í neyðarvörnum og viðbúnaði vegna almannavarna. Kópavogsdeild þarf stuðning almennings til að halda uppi öflugu starfi og þjónustu í heimabyggð.
Rauði krossinn á „súpufundi“ á Patreksfirði
Á Patreksfirði hefur sú skemmtilega hefð verið viðhöfð í tæpt ár að halda vikulega „súpufundi” í sjóræningjahúsinu, sem er nýuppgerð vélsmiðja og stendur á Vatneyri, en húsið var byggt snemma á síðustu öld. Á súpufundunum sem SKOR þekkingarsetur stendur fyrir, gefast fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri til að kynna starfsemi sína eða fjalla um valin málefni. Fundargestir hittast í hádeginu, borða saman súpu dagsins og hlusta á hálftíma umfjöllun um fyrirfram auglýst málefni.
Í síðustu viku fór formaður V-Barðastrandarsýsludeildar Rauða krossins, Helga Gísladóttir í heimsókn í sjóræningjahúsið og flutti fundargestum kynningu á starfi Rauða krossins. Fór Helga yfir starfsemi félagsins á alþjóðasviði, innanlandssviði, fatasöfnunar auk þess sem hún gerði starfsemi deildarinnar ýtarleg skil. Að lokum kynnti Helga hvað helst væri framundan í starfi deildarinnar og bar þar hæst núverandi Rauðakrossvika og söfnun í LIÐSAUKA.
Kynningarvika hafin
Einnig er, eins og fram kemur hér ofar á síðunni, safnað LIÐSAUKA . Það er nokkurskonar varaliði sem hægt er að kalla út til viðbótar við hefðbundna sjálfboðaliða félagsins.
Í verslunarmiðstöðinni Glerártorg hefur verið sett upp myndasýnig í tengslum við kynningarvikuna og þar verður einnig dagskrá milli kl. 12 – 16 n.k. laugardag.
Svæðisfundur á höfuðborgarsvæði
Fjölsóttur svæðisfundur deilda á höfuðborgarsvæði var haldinn þann 7. október í húsnæði Kópavogsdeildar.
Sjálfboðaliðar sinna neyðarvörnum
Kópavogsdeild ásamt öðrum Rauða kross deildum um allt land myndar neyðarvarnanet Rauða kross Íslands. Sjálfboðaliðar deildarinnar eru reiðubúnir til þess að leggja fram krafta sína ef til neyðarástands kemur vegna náttúruhamfara eða af öðrum ástæðum. Á neyðarvarnaáætlunum deildarinnar eru skráðir fjöldahjálparstjórar, sem eru tilbúnir að bregðast við ef á þarf að halda. Þeir eru þjálfaðir í neyðarvörnum og gegna lykilhlutverki þegar opna þarf fjöldahjálparstöðvar.
Slíkar stöðvar eru opnaðar á hættu- og neyðartímum til að taka á móti fólki sem þarf að yfirgefa heimili sín. Þar fer fram skráning sem miðar að því að sameina fjölskyldur auk þess sem fólk fær fæði, klæði, upplýsingar og nauðsynlega aðhlynningu eftir atvikum. Fjöldahjálparstöðvarnar í Kópavogi eru Digranesskóli, Kársnesskóli og Lindaskóli. Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar að Hamraborg 11 getur líka gegnt hlutverki fjöldahjálparstöðvar. Sjálfboðaliðarnir vinna að neyðarvörnum samkvæmt neyðarvarnaskipulagi Rauða krossins en neyðarnefnd höfuðborgarsvæðis hefur umsjón með skipulagi neyðarvarna á vegum deildarinnar.
Rauðakrossvika 12.-17. október
Rauði kross Íslands stendur fyrir kynningarviku 12.-17. október þar sem áhersla verður lögð á að kynna starfsemi félagsins innanlands. Tilgangurinn er einnig að fá sjálfboðaliða til liðs við félagið sem eru reiðubúnir að svara kalli á tímum áfalla og rétta þolendum áfalla hjálparhönd. Þessi sjálfboðaliðar munu tilheyra hópnum Liðsauki og verkefni þeirra yrðu margvísleg eins og að svara í síma og veita upplýsingar, gæta barna, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning, útbúa mat og skrá upplýsingar. Þessa vikuna leggur Kópavogsdeild einnig áherslu á að fjölga félagsmönnum í deildinni og sendir frá sér sérstakt kynningarefni á öll heimili í Kópavogi af því tilefni. Þannig leitast hún við að efla starf sitt í þágu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda í Kópavogi.
Að haga sér í samræmi við aðstæður
Öryggis- og streitustjórnunarnámskeið var haldið fyrir Veraldarvakt Rauða krossins í Bláfjöllum. 17 þátttakendur sóttu námskeiðið, sem voru aðallega úr hópi sendifulltrúa Rauða krossins, en að auki voru meðlimir frá Landsbjörgu og blaðamenn. Markmið námskeiðsins var að undirbúa sendifulltrúa fyrir störf á vettvangi.
Kynntar voru öryggisreglur Rauða kross hreyfingarinnar og rætt um þær aðstæður sem upp kunna að koma við hjálparstörf erlendis og sem kunna að hafa áhrif á öryggi starfsmanna. Rætt var um orsakir og afleiðingar streitu og þátttakendum kynntar aðferðir til að draga úr streitueinkennum. Að auki sögðu tveir sendifulltrúar frá undirbúningi fyrir brottför og reynslu sinni af vettvangi.
„Sjálfboðaliðastarf er frábært! – viðtal við Sigrúnu Hjörleifsdóttur heimsóknavin
Sigrún skráði sig sem sjálfboðaliða hjá deildinni snemma árs 2008. Hún hafði séð ungmennastarf deildarinnar auglýst og benti syni sínum á að taka þátt í starfinu en þegar hún kannaði hvað fleira deildin byði upp á sá hún ýmislegt áhugavert fyrir sjálfa sig. Hana langaði að gefa af sér og hún hafði góðan tíma svo hún fór á námskeið fyrir nýja heimsóknavini. Hún fékk fljótlega verkefni sem heimsóknavinur konu á einkaheimili og hefur nú sinnt þeirri heimsókn í eitt og hálft ár.
Heimsóknir Sigrúnar snúast að mestu um spjall en hún hefur líka farið út að ganga með gestgjafa sínum og aðstoðað hann við að fara út í búð og banka. Gestgjafinn býður gjarnan upp á kaffi og heimabakað góðmeti eins og pönnukökur. Þær eiga sameiginlegt áhugamál, prjón, og ræða það iðulega. Sigrún segir að henni finnist gaman að heimsækja gestgjafa sinn og að það gefi henni mikið, sérstaklega því hún veit að gestgjafinn fær ekki margar heimsóknir og hefur gaman af heimsóknum Sigrúnar. Það sem Sigrúnu finnst einnig sérstaklega skemmtilegt er að ræða við gestgjafa sinn um lífið og tilveruna en eldri gestgjafinn hefur aðra sýn á lífið og gefur það Sigrúnu mikið að heyra af því.
Yoko Ono býður Rauða krossinum að safna fyrir fjölskyldur
Listakonan og friðarsinninn Yoko Ono býður Rauða krossi Íslands að vera með fjársöfnun í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar í Viðey og minningartónleikana um John Lennon í Hafnarhúsinu föstudaginn 9. október.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins munu selja pakka með friðarnælum sem hannaðar eru af Yoko Ono í Hafnarhúsinu á föstudagskvöldið og úti í Viðey föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, auk þess að taka við frjálsum framlögum frá fólki. Þá verður söfnunarsími Rauða krossins 904 1500 opinn næstu daga, en 1.500 kr. dragast af næsta símreikningi þegar hringt er í hann.
Ljósmyndasýningin HEIMA – HEIMAN í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Ljósmyndasýningin HEIMA – HEIMAN opnar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag og stendur til 10. janúar. Sýningin er unnin í samvinnu við Rauða kross Íslands, Rætur – félag áhugafólks um menningarfjölbreytni og menningarmiðstöðina Edinborg. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á fjölmenningu á Íslandi og er þetta annar áfangastaður á ferð um landið.
Sýningin Heima – Heiman var fyrst sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur haustið 2008. Höfundar hennar eru þær Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur. Ágóði af sölu myndanna rennur til Rauða kross Íslands.
Ljósmyndasýningin HEIMA – HEIMAN í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Ljósmyndasýningin HEIMA – HEIMAN opnar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag og stendur til 10. janúar. Sýningin er unnin í samvinnu við Rauða kross Íslands, Rætur – félag áhugafólks um menningarfjölbreytni og menningarmiðstöðina Edinborg. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á fjölmenningu á Íslandi og er þetta annar áfangastaður á ferð um landið.
Sýningin Heima – Heiman var fyrst sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur haustið 2008. Höfundar hennar eru þær Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur. Ágóði af sölu myndanna rennur til Rauða kross Íslands.
GÍA tók forskot á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn.
Gígja Thoroddsen, eða GÍA, opnaði myndlistarsýningu í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir, á miðvikudaginn. Sýningin verður uppi til 21. október en hún er haldin í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags þann 10. október. Sýningin nefnist „Tveggja hæða vit.” Gía bauð upp á léttar veitingar við opnunina og húsið fylltist af gestum.
Yfirskrift Alþjóða geðheilbrigðisdagsins í ár er: Öflugri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónusta
Haldið verður upp á daginn í göngugötunni í Mjódd og í húsakynnum Hugarafls að Álfabakka 16, laugardaginn 10. október frá kl. 13:00 – 16:30. Álfheiður Ingadóttir nýr heilbrigðisráðherra mun flytja ávarp og tónlistarmennirnir Geir Ólafs, Ingó úr Veðurguðunum og unglingahljómsveitin GÁVA taka lagið. Margt verður í boði og að sjálfsögðu verður árlegt skákmót í tilefni dagsins haldið við lok formlegrar dagskrár.
GÍA tók forskot á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn.
Gígja Thoroddsen, eða GÍA, opnaði myndlistarsýningu í Vin, athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir, á miðvikudaginn. Sýningin verður uppi til 21. október en hún er haldin í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags þann 10. október. Sýningin nefnist „Tveggja hæða vit.” Gía bauð upp á léttar veitingar við opnunina og húsið fylltist af gestum.
Yfirskrift Alþjóða geðheilbrigðisdagsins í ár er: Öflugri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónusta
Haldið verður upp á daginn í göngugötunni í Mjódd og í húsakynnum Hugarafls að Álfabakka 16, laugardaginn 10. október frá kl. 13:00 – 16:30. Álfheiður Ingadóttir nýr heilbrigðisráðherra mun flytja ávarp og tónlistarmennirnir Geir Ólafs, Ingó úr Veðurguðunum og unglingahljómsveitin GÁVA taka lagið. Margt verður í boði og að sjálfsögðu verður árlegt skákmót í tilefni dagsins haldið við lok formlegrar dagskrár.
Ávextir fjölmenningarsamfélagsins
Fólksflutninar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari. Tækninýjungar á sviði upplýsingaflutnings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun. Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum -og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð. Við getum ekki snúið okkur undan og látið einsog annað fólk og afdrif þess í heiminum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratriðum eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess er borgið – þar sem draumurinn um innihladríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka.
Kannt þú skyndihjálp?
Skyndihjálp er fyrsta aðstoð sem veitt er slösuðu eða bráðveiku fólki. Hún getur skipt sköpum um lífslíkur og bata. Kópavogsdeild heldur reglulega námskeið í almennri skyndihjálp og hafa námskeiðin að jafnaði verið vel sótt. Næsta námskeið verður 20. október og munu þátttakendurnir læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun og verða þar með hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.
Vönduð og hagnýt skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum
Vissir þú að oftast eru það vinir eða ættingjar sem koma fyrstir á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega? Stutt skyndihjálparnámskeið getur gert þér kleift að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli.
Rauði kross Íslands býður upp á hagnýt námskeið í skyndihjálp fyrir þá sem vilja öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeiðin eru haldin um allt land og eru einnig í boði á erlendum tungumálum. Áhersla er lögð á verklegar æfingar þar sem þátttakendur setja sig í spor þess sem kemur fyrstur á vettvang slyss eða alvarlegra veikinda. Á námskeiðunum er meðal annars notast við kennslubrúður og er farið yfir hvernig nota á hjartastuðtæki.
Stuðningur í Hjálparsímanum 1717
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna einsemdar, kvíða, þunglyndis, depurðar, efnahagsáhyggja eða jafnvel sjálfsvígshugsana. Hjálparsíminn 1717 gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf til fólks á öllum aldri sem óskar eftir stuðningi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar símans veita upplýsingar um hvar megi leita frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning.
Mynd-samband milli Guantanamo fanga og fjölskyldna þeirra
Þökk sé framtaki sem Alþjóða Rauði krossinn setti á fót ásamt bandaríska hernum að fangar í Guantanamó fangabúðum bandaríska sjóhersins geta nú haldið fjarfundi við fjölskyldur sínar í gegnum mynd-tengingu.
60 fangar skráðu sig fyrir fjarfundi þegar þessu var hrint í framkvæmd þann 17. september sl. Lengd hvers símtals er einn klukkutími og er takmarkað við nánustu fjölskyldu og ættingja. Fangarnir og ástvinir þeirra geta séð hvort annað á skjá á meðan á símtalinu stendur. Umræðurnar eru takmarkaðar við fjölskyldu- og persónuleg mál, og eru undir eftirliti stjórnar fangabúðanna.
Prjónavörur til sölu í sjálfboðamiðstöðinni í Hamraborg
Í sjálfboðamiðstöðinni eru til sölu prjónavörur sem sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hafa prjónað. Til sölu eru sokkar og vettlingar í öllum stærðum og gerðum, húfur, treflar, ungbarnateppi og peysur á börn. Andvirði sölunnar er nýtt til garnkaupa fyrir sjálfboðaliðana en auk þessa varnings prjóna þeir ungbarnaföt fyrir börn í neyð í Malaví í Afríku. Þá eru prjónaflíkur þeirra einnig seldar í Rauða kross búðunum á höfuðborgarsvæðinu.
Tíkin Karólína afrekshundur ársins
Það er deildinni sönn ánægja að greina frá því að tíkin Karólína, sem sinnir heimsóknaþjónustu með eiganda sínum, var heiðruð um helgina sem afrekshundur ársins af Hundaræktarfélagi Íslands. Karólína er sex ára blendingur Border og Springer. Hún og Guðleifur eigandi hennar mynda heimsóknavinateymi sem hefur farið í heimsóknir á vegum deildarinnar síðan haustið 2007.
Tíkin Karólína afrekshundur ársins
Það er deildinni sönn ánægja að greina frá því að tíkin Karólína, sem sinnir heimsóknaþjónustu með eiganda sínum, var heiðruð um helgina sem afrekshundur ársins af Hundaræktarfélagi Íslands. Karólína er sex ára blendingur Border og Springer. Hún og Guðleifur eigandi hennar mynda heimsóknavinateymi sem hefur farið í heimsóknir á vegum deildarinnar síðan haustið 2007.
Tíkin Karólína afrekshundur ársins
Það er deildinni sönn ánægja að greina frá því að tíkin Karólína, sem sinnir heimsóknaþjónustu með eiganda sínum, var heiðruð um helgina sem afrekshundur ársins af Hundaræktarfélagi Íslands. Karólína er sex ára blendingur Border og Springer. Hún og Guðleifur eigandi hennar mynda heimsóknavinateymi sem hefur farið í heimsóknir á vegum deildarinnar síðan haustið 2007.
Barnafataskiptimarkaður í Rauðakrosshúsinu
Rauði krossinn stendur fyrir skiptimarkaði með barnaföt fram að jólum í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25. Markaðurinn verður opinn alla þriðjudaga klukkan 13:30 – 17:00 og miðvikudaga klukkan 12:00 - 13:00 og byrjar þriðjudaginn 6. október.
Þema októbermánaðar verður útiföt og vetrarskór/stígvél, nóvembermánaðar íþróttaföt og íþróttaskór og í desember spariföt og leikföng.
Fólk getur komið með vörur og fær skipt í aðrar stærðir eða öðruvísi föt.
Svæðisfundur deilda á Norðurlandi
Svæðisfundur deilda á Norðurlandi var haldinn á Hvammstanga á laugardaginn. Fulltrúar frá níu deildum af tólf mættu á fundinn en þeir áttu um mislanga vegi að fara og vetur konungur minnti á sig og sýndi sinn hvíta lit á heiðum.
Á fundinum var samþykkt verkefnaáætlun svæðisins næstu fjögur árin auk fjárhagsáætlunar komandi árs.
Þær breytingar voru gerðar á svæðisráði að samþykkt var að fjölga fulltrúum í ráðinu úr þremur í fimm. Guðrún Matthíasdóttir lét af störfum en hún hefur gegnt formennsku frá síðasta fundi og tekur Ingólfur Freysson Húsavíkurdeild við af henni. Einnig situr Páll Sverrisson Akureyrardeild í svæðisráði og nýir fulltrúar eru þau Ólafía Lárusdóttir Skagastrandardeild og Gunnar Jóhannesson Skagafjarðardeild frá vestursvæði og Margrét Guðmundsdóttir Siglufjarðardeild frá austursvæði. Framvegis mun Akureyrardeild vera eitt svæði og eiga fasta fulltrúa í svæðisráði.
Metþátttaka í prjónakaffi
Alls mættu 47 sjálfboðaliðar í prjónakaffi sem haldið var í sjálfboðamiðstöðinni í gær. Ekki hafa áður mætt fleiri sjálfboðaliðar í eitt prjónakaffi frá því að deildin stóð fyrir fyrsta prjónakaffinu í febrúar 2007. Þetta er því metþátttaka. Prjónaglöðu sjálfboðaliðarnir komu með prjónaflíkur sem þeir höfðu unnið að síðasta mánuðinn og fengu meira garn til að halda áfram að prjóna. Svo var boðið upp á kaffi og meðlæti og áttu sjálfboðaliðarnir ánægjulega stund saman. Prjónakaffi er haldið síðasta miðvikudag hvers mánaðar frá kl. 16-18.