30. nóvember 2009 : Vel heppnaður skiptidótamarkaður og kakó á laugardaginn

Tuttugu og þrír sjálfboðaliðar Kópavogsdeildarinnar stóðu vaktina síðasta laugardag á skiptidótamarkaði í Molanum og við að gefa gestum og gangandi kakó og piparkökur á jólaskemmtun á Hálsatorgi á laugardaginn. Á markaðinum voru notuð leikföng sem fólk gat fengið í skiptum fyrir dót sem það átti og þannig endurnýjað í dótakassa barna sinna. Þá var einnig hægt að kaupa notuð leikföngin á vægu verði. Alls var selt fyrir 16 þúsund krónur og munu þær renna í neyðaraðstoð innanlands.

Þegar kveikt var á jólatré Kópavogs á Hálsatorgi síðar um daginn voru sjálfboðaliðar tilbúnir með heitt kakó og piparkökur fyrir þá sem komu til að fylgjast með dagskránni á torginu. Þetta voru heimsóknavinir, sjálfboðaliðar í neyðarvörnum og í verkefninu Föt sem framlag. Þá voru einnig sjálfboðaliðar í eldhúsinu í Molanum að búa til kakóið.

30. nóvember 2009 : Vel heppnaður skiptidótamarkaður og kakó á laugardaginn

Tuttugu og þrír sjálfboðaliðar Kópavogsdeildarinnar stóðu vaktina síðasta laugardag á skiptidótamarkaði í Molanum og við að gefa gestum og gangandi kakó og piparkökur á jólaskemmtun á Hálsatorgi á laugardaginn. Á markaðinum voru notuð leikföng sem fólk gat fengið í skiptum fyrir dót sem það átti og þannig endurnýjað í dótakassa barna sinna. Þá var einnig hægt að kaupa notuð leikföngin á vægu verði. Alls var selt fyrir 16 þúsund krónur og munu þær renna í neyðaraðstoð innanlands.

Þegar kveikt var á jólatré Kópavogs á Hálsatorgi síðar um daginn voru sjálfboðaliðar tilbúnir með heitt kakó og piparkökur fyrir þá sem komu til að fylgjast með dagskránni á torginu. Þetta voru heimsóknavinir, sjálfboðaliðar í neyðarvörnum og í verkefninu Föt sem framlag. Þá voru einnig sjálfboðaliðar í eldhúsinu í Molanum að búa til kakóið.

30. nóvember 2009 : Vel heppnaður skiptidótamarkaður og kakó á laugardaginn

Tuttugu og þrír sjálfboðaliðar Kópavogsdeildarinnar stóðu vaktina síðasta laugardag á skiptidótamarkaði í Molanum og við að gefa gestum og gangandi kakó og piparkökur á jólaskemmtun á Hálsatorgi á laugardaginn. Á markaðinum voru notuð leikföng sem fólk gat fengið í skiptum fyrir dót sem það átti og þannig endurnýjað í dótakassa barna sinna. Þá var einnig hægt að kaupa notuð leikföngin á vægu verði. Alls var selt fyrir 16 þúsund krónur og munu þær renna í neyðaraðstoð innanlands.

Þegar kveikt var á jólatré Kópavogs á Hálsatorgi síðar um daginn voru sjálfboðaliðar tilbúnir með heitt kakó og piparkökur fyrir þá sem komu til að fylgjast með dagskránni á torginu. Þetta voru heimsóknavinir, sjálfboðaliðar í neyðarvörnum og í verkefninu Föt sem framlag. Þá voru einnig sjálfboðaliðar í eldhúsinu í Molanum að búa til kakóið.

30. nóvember 2009 : Nýir heimsóknavinir hjá Siglufjarðardeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið á vegum Siglufjarðardeildar í vikunni og sóttu það fjórir einstaklingar og var kynjaskiptin jöfn. Fyrir er öflugur hópur heimsóknavina hjá deildinni sem eingöngu var skipaður konum og var því ánægjulegt að karlmenn skulu nú hafa bæst í hópinn.
 
Námskeiðið var með hefðbundnu sniði. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi og gjaldkeri deildarinnar Steinar Baldursson sagði frá starfi deildarinnar. Hópstjórar í heimsóknaþjónustu eru þær Margrét Guðmundsdóttir og Mundína Bjarnadóttir, stjórnarkonur í Siglufjarðardeild
 
Fyrir námskeiðið var þeim sem skráðu sig til liðsauka hjá Siglufjarðardeild nú í haust, kynnt starfsemi Rauða krossins.

30. nóvember 2009 : Nýir heimsóknavinir hjá Siglufjarðardeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið á vegum Siglufjarðardeildar í vikunni og sóttu það fjórir einstaklingar og var kynjaskiptin jöfn. Fyrir er öflugur hópur heimsóknavina hjá deildinni sem eingöngu var skipaður konum og var því ánægjulegt að karlmenn skulu nú hafa bæst í hópinn.
 
Námskeiðið var með hefðbundnu sniði. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi og gjaldkeri deildarinnar Steinar Baldursson sagði frá starfi deildarinnar. Hópstjórar í heimsóknaþjónustu eru þær Margrét Guðmundsdóttir og Mundína Bjarnadóttir, stjórnarkonur í Siglufjarðardeild
 
Fyrir námskeiðið var þeim sem skráðu sig til liðsauka hjá Siglufjarðardeild nú í haust, kynnt starfsemi Rauða krossins.

30. nóvember 2009 : Föt frá Álftanesi til Hvíta Rússlands

Álftanesdeild Rauða krossins og Félag eldri borgara á Álftanesi hafa unnið saman frá því í byrjun október að útbúa ungbarnapakka sem senda á með gámi til Hvíta Rússlands nú í desember.

Á milli 10-15 eldri borgarar hafa setið við að prjóna og sauma síðustu tvo mánuði og eins hefur verið leitað til foreldra barna á leikskólum á Álftanesi til að safna fötum sem einnig fara í gáminn.

Á föstudaginn komu saman allir þeir sem standa að verkefninu í Litla Koti húsnæði FEBÁ til að pakka fötunum í sérstaka poka til að afhenda þá til sendingar.

30. nóvember 2009 : Föt frá Álftanesi til Hvíta Rússlands

Álftanesdeild Rauða krossins og Félag eldri borgara á Álftanesi hafa unnið saman frá því í byrjun október að útbúa ungbarnapakka sem senda á með gámi til Hvíta Rússlands nú í desember.

Á milli 10-15 eldri borgarar hafa setið við að prjóna og sauma síðustu tvo mánuði og eins hefur verið leitað til foreldra barna á leikskólum á Álftanesi til að safna fötum sem einnig fara í gáminn.

Á föstudaginn komu saman allir þeir sem standa að verkefninu í Litla Koti húsnæði FEBÁ til að pakka fötunum í sérstaka poka til að afhenda þá til sendingar.

27. nóvember 2009 : Leikskólar í heimsókn

Það hefur verið árlegur viðburður hjá Grindavíkurdeild að fá elstu börn leikskólanna í heimsókn á haustdögum. Í ár var engin undantekning á því og skiptust heimsóknirnar niður á 3 daga. Árgangurinn á Króki er það fjölmennur að honum var skipt í 2 hópa en árgangurinn frá Laut kom allur saman.

Börnin fengu að sjá ungbarnapakkningar sem handavinnuhópurinn okkar hefur verið að keppast við að pakka og verða sendar til munaðarlausra barna í Hvíta Rússlandi nú um mánaðamótin. Einnig fengu þau stutta kennslu í skyndihjálp ... að stöðva blóðnasir og gekk það ótrúlega vel. Auðvitað var síðan horft á Hjálpfúsa, sem ötull sinnir starfi sínu hjá Rauða krossinum í þágu mannúðar, og var boðið

27. nóvember 2009 : Neyðarvarnir og liðsauki

Eins og fram kom í fréttabréfinu okkar hefur mikið átak verið í gangi í neyðarvörnum. Framhald af þeirri vinnu er meðal annars að Grindavíkurdeild sótti um styrk hjá verkefnasjóði RKÍ til kaupa á tetrastöðvum og hlaut styrk til kaupa á 3 stöðvum - bravó !.

Auknu samstarfi hefur verið komið á við Suðurnesjadeild með það fyrir augum að Grindavíkurdeild komi meira að neyðarvörnum er snúa að Keflavíkurflugvelli.
Á flugverndaræfingu í apríl sl. urðum við áþreifanlega vör við hversu vanbúin við vorum varðandi samskiptatæknibúnað og fundum vel hversu mikilvægt það er að geta verið í samskiptum við þá sem eru að sinna verkefnum á öðrum svæðum og einnig að geta fylgst með framvindu mála. Á æfingunni deildi Suðurnesjadeild upplýsingum til okkar þar sem þeir höfðu tetrastöðvar.
Þetta vakti okkur ennfremur til umhugsunar um hvernig við stæðum hér í okkar heimabæ ef/þegar slys

27. nóvember 2009 : Skiptidótamarkaður í Molanum og kakó á Hálsatorgi á morgun, laugardaginn

Á morgun, laugardaginn 28. nóvember, verður mikið um að vera hjá deildinni. Í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs, verður haldinn skiptidótamarkaður frá kl. 12-16. Þar gefst fólki tækifæri til að koma með dót og skipta út fyrir annað. Þá er einnig hægt að kaupa notuð leikföng á vægu verði og styrkja gott málefni en ágóðinn rennur til neyðaraðstoðar innanlands. Sjálfboðaliðar í ungmennastarfi deildarinnar, Plúsnum, sjá um markaðinn.

Frá kl. 16-17 verða svo aðrir sjálfboðaliðar deildarinnar á Hálsatorgi þegar kveikt verður á jólatré Kópavogs. Þeir verða með heitt kakó og piparkökur fyrir gesti og gangandi á meðan á skemmtiatriðum stendur og tendrað verður á ljósunum á trénu.

26. nóvember 2009 : Rauða kross hreyfingin bregst við loftslagsbreytingum, stríði og efnahagskreppunni

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem er stærsta mannúðarhreyfing í heimi, mun leggja alla sína krafta í að bregðast við þeim mikla mannúðarvanda sem steðjar að heiminum í dag. Leiðtogar Rauða krossins munu halda áfram að brýna fyrir ríkisstjórnum og ráðamönnum að það skipti mestu máli að huga að velferð þeirra sem minnst mega sín og líða mest í hörmungum hvort sem er af völdum styrjalda, náttúruhamfara eða efnahagskreppu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu fullrúaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans á fundi sem lauk í Naíróbí í gærkvöldi. Fulltrúaráðið er skipað leiðtogum Rauða kross hreyfingarinnar og kemur saman annað hvert ár. Fulltrúar rúmlega 180 landa voru á fundinum, en nú eru 150 ár liðin frá því að grunnurinn var lagður að stofnun Rauða kross hreyfingarinnar.

25. nóvember 2009 : Gefur fólki virkilega mikið að knúsa dýr

Heimsóknir hunda frá Rauða krossinum hófust á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær. Á vegum Rauða krossins er fjöldi sjálfboðaliða sem fer með hunda sína í heimsóknir á stofnanir til að gleðja vistmenn, oftast eldra fólk. Greinin birtist í Fréttablaðinu 25.11.2009.

25. nóvember 2009 : Gefur fólki virkilega mikið að knúsa dýr

Heimsóknir hunda frá Rauða krossinum hófust á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær. Á vegum Rauða krossins er fjöldi sjálfboðaliða sem fer með hunda sína í heimsóknir á stofnanir til að gleðja vistmenn, oftast eldra fólk. Greinin birtist í Fréttablaðinu 25.11.2009.

25. nóvember 2009 : Gefur fólki virkilega mikið að knúsa dýr

Heimsóknir hunda frá Rauða krossinum hófust á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær. Á vegum Rauða krossins er fjöldi sjálfboðaliða sem fer með hunda sína í heimsóknir á stofnanir til að gleðja vistmenn, oftast eldra fólk. Greinin birtist í Fréttablaðinu 25.11.2009.

25. nóvember 2009 : Líf og fjör í sjálfboðamiðstöðinni á prjónakaffi

Núna stendur yfir prjónakaffi í sjálfboðamiðstöðinni og eru fjöldi prjónakvenna saman komnar til að njóta góðrar stundar yfir prjónum og kaffi. Konurnar hafa skilað inn því sem þær hafa prjónað síðasta mánuðinn og fengið meira garn til að halda áfram handavinnu sinni. Konurnar eru sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag og hittast í prjónakaffi síðasta miðvikudag í hverjum mánuði frá kl. 15-18.

24. nóvember 2009 : Gleðidagar meðal nýrra verkefna deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum

Vinnu við fjárhags- og framkvæmdaáætlanir deilda Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum fyrir næsta ár er nú lokið, og áætlanirnar komnar á sjálfboðaliðavefinn á heimasíðu Rauða krossins. Fjölbreytt verkefni eru fyrirhuguð hjá deildum næsta ár, bæði gömul verkefni sem deildir hafa unnið að í fjölda ára en einnig nokkur ný verkefni, allt eftir því sem passar á hverjum stað.

Eitt þeirra verkefna sem allar deildir vinna að eru neyðarvarnir, en Rauði krossinn hefur hlutverki að gegna í almannavörnum landsins. Hlutverk deilda er meðal annars að sinna fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi. Stuðningur við deildir til að sinna neyðarvörnum, felst meðal annars í því að halda sérstök námskeið fyrir sjálfboðaliða sem sinna þessu verkefni.

23. nóvember 2009 : Að hafa eitthvað á prjónunum

Að hafa eitthvað á prjónunum getur svo sannarlega átt við um hana Mörtu Jóhannsdóttur sem um árabil hefur fært Rauða krossinum ýmsan prjónavarning. Nýverið kom hún færandi hendi með peysur, vesti og skokka sem hún hefur verið að prjóna á þessu ári. 
Svo skemmtilega vildi til að Marta hitti einmitt á hóp nemenda úr Giljaskóla sem voru að kynna sér handavinnuverkefnið Föt sem framlag þótti þeim mikið til koma um dugnað Mörtu og glæsileika flíkanna.
Þessa dagana  er verið að undirbúa sendingu sem áætlað er að fari í byrjun desember til Hvíta Rússlands þannig að vonandi á prjónið hennar Mörtu eftir að hlýja einhverjum um komandi jól. Sending þessi inniheldur annars, ásamt ýmsu  öðru, tvö þúsund og fimmhundruð ungbarnapakka sem sjálfboðaliðar  Rauða kross Íslands hafa verið að vinna að í verkefninu  Föt sem framlag.

 

 

23. nóvember 2009 : Uppskeruhátíð Skaftárhrepps

Klaustursdeild Rauða krossins var þátttakandi í uppskeruhátíð Skaftárhrepps sem haldin var í vetrarbyrjun. Dagskrá uppskeruhátíðarinnar var afar fjölbreytt og skemmtileg enda þátttaka íbúa mjög góð í veðurblíðunni. Víða var opið hús og farið vítt og breitt í skoðunarferðir um héraðið. Gestakór af höfuðborgarsvæðinu var mættur í sveitina og setti  svip á hátíðina. Veitningarstaðir voru að sjálfsögðu opnir og þar var lögð megináhersla á afurðir Skaftárhrepps.  

Í félagsheimilinu Kirkjuhvoli var sett upp falleg handverkssýning. Þar var einnig Klaustursdeild Rauða krossins með þjóðakynningu, sem Skaftfellingar af erlendum uppruna sáu um. Þótt þau kæmu aðeins frá tveimur löndum, Skotlandi og Póllandi, voru bornir fram ýmsir gómsætir réttir. Gestir kunnu vel að meta þessa nýbreytni, enda nutu þess margir og báru lof á.

23. nóvember 2009 : Fræðslukvöld vegna liðsauka

Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 19.30-21.00 verður haldin kynning á liðsauka í sjálfboðamiðstöð deildarinnar að Hamraborg 11, 2. hæð. Þar verður neyðaraðstoð Rauða krossins kynnt, hlutverk liðsauka útskýrt og kynning á starfsemi deildar. Neyðarvarnakerfi Rauða krossins byggir á því að fólk eigi rétt á tafarlausri aðstoð í kjölfar náttúruhamfara og slysa. Mikil áhersla er lögð á að alls staðar á landinu megi finna hóp fólks sem þjálfaður er í að bregðast við með því að skjóta skjólshúsi yfir fólk, skrá það og veita alla fyrstu aðstoð.

23. nóvember 2009 : Fatamarkaður Rauða krossins á Eskifirði

Á dögum myrkurs á Austurlandi var Rauða kross deildin á Eskifirði með fatamarkað í félagsheimili Eskfirðinga, Valhöll. Pokinn var seldur á kr. 500 og mætti fjöldi fólks. Markaðurinn var kynning á þessu nýja verkefni deildarinnar.

Formlega verður markaðurinn opnaður í lok nóvember á efri hæðinni hjá Samkaupum og verður opinn nokkra daga í hverri viku í náinni framtíð.

Undanfarið hafa sjálfboðaliðar deildarinnar unnið hörðum höndum við að standsetja húsnæðið.

Þess má geta að sömu helgi voru Eskfirðingar með „ástarhelgi" og voru uppákomur um allan bæ.

19. nóvember 2009 : Ungbarnapakkar frá Austurlandi til Hvítarússlands

Rauði krossinn á Austurlandi tók á móti 67 ungbarnabökkum af Kvenfélaginu í Hróarstungu sem ætlaðir eru börnum í Hvítarússlandi. 

19. nóvember 2009 : Nýr formaður Alþjóða Rauða krossins kjörinn í Naíróbí

Tadateru Konoé, formaður Rauða krossins í Japan, var kjörinn formaður Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans á aðalfundi landsfélaga sem nú stendur yfir í Naíróbí í Kenýa. Konoé mun gegna formannsembættinu næstu fjögur ár.

Aðalfundur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans er haldinn annað hvert ár og fer með æðsta ákvörðunarvald Alþjóðasambandsins. Á aðalfundinum verður einnig samþykkt ný stefna Alþjóða Rauða krossins sem mótar starf þeirra 186 landsfélaga sem eiga aðild að Alþjóðasambandinu. Rauði kross Íslands mun vinna að því á næstu misserum að endurskoða stefnu félagsins samkvæmt hinni nýju stefnu 2020.

19. nóvember 2009 : Handverk til sölu í sjálfboðamiðstöðinni

Enn er handverk til sölu í sjálfboðamiðstöðinni frá því á handverksmarkaðinum um síðustu helgi. Það má meðal annars finna prjónaðar peysur á góðu verði, trefla, vettlinga, sokka og húfur. Þá eru einnig saumaðar jólasvuntur og –smekkir til sölu. Handverk frá Mósambík er líka í boði, eins og skartgripir, töskur og batik-myndir. Hægt að gera góð kaup í sjálfboðamiðstöðinni og styrkja í leiðinni gott málefni. Allur ágóðinn rennur til neyðaraðstoðar innanlands.

18. nóvember 2009 : Dagur íslenskrar tungu tekinn með trompi

Haldið var upp á dag íslenskrar tungu með glæsibrag í Vin strax eftir hádegi, mánudaginn 16. nóvember. Fjórtán manns skráðu sig til leiks í móti þar sem þeir Ari Gísli Bragason og Eiríkur Ágúst Guðjónsson hjá Bókinni ehf. höfðu tekið til bækur handa hverjum og einum af mikilli natni. Bækur bæði með sál og sögu, rammíslenskar. Allt frá fegurstu ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og mögnuðum texta Þórbergs í stórglæpi Stefáns Mána og Arnaldar.

Sérstakur heiðursgestur mótsins var Jorge Rodriguez Fonseca frá Madríd, sem hélt stutta tölu á íslensku – og sagði ekki orð á útlensku allan tímann – eftir að hafa þegið blóm og geisladisk með Megasi, sem þótti aldeilis við hæfi. Jorge hefur töluvert látið að sér kveða á hinum ýmsustu skákmótum undanfarin misseri og er hvergi nærri hættur. Að því loknu lásu þeir félagar, Ari Gísli og Eiríkur Ágúst upp úr íslenskri fyndni, svona til að koma fólki í gírinn.

18. nóvember 2009 : BUSLarar í Keilu

Keilunum í Keiluhöllinni voru þeyttar niður hver á fætur annarri síðastliðinn miðvikudag þegar BUSLarar komu saman á sínum hálfsmánaðar hittingum. Snilldar taktar voru sýndir enda mikið keppnisfólk mætt á svæðið. Sjálfboðaliðar og BUSLarar skemmtu sér konunglega enda alltaf líf og fjör þegar þessi skemmtilegi hópur hittist.

BUSL er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar og URKÍ-R og er fyrir hreyfihamlaða unglinga. Hópurinn hittist annan hvern miðvikudag milli kl. 19:30-22:00 og eru verkefnin fjölbreytt og skemmtileg.  Bakstöðvar hópsins eru í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25 og er starfið opið öllum unglingum á aldrinum 13-18 ára.

18. nóvember 2009 : BUSLarar í Keilu

Keilunum í Keiluhöllinni voru þeyttar niður hver á fætur annarri síðastliðinn miðvikudag þegar BUSLarar komu saman á sínum hálfsmánaðar hittingum. Snilldar taktar voru sýndir enda mikið keppnisfólk mætt á svæðið. Sjálfboðaliðar og BUSLarar skemmtu sér konunglega enda alltaf líf og fjör þegar þessi skemmtilegi hópur hittist.

BUSL er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar og URKÍ-R og er fyrir hreyfihamlaða unglinga. Hópurinn hittist annan hvern miðvikudag milli kl. 19:30-22:00 og eru verkefnin fjölbreytt og skemmtileg.  Bakstöðvar hópsins eru í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25 og er starfið opið öllum unglingum á aldrinum 13-18 ára.

17. nóvember 2009 : Rúi og Stúi - styrktarsýningar fyrir Kópavogsdeild hjá Leikfélagi Kópavogs

Kópavogsdeild Rauða krossins og Leikfélag Kópavogs eru í samstarfi í tengslum við barnasýninguna Rúa og Stúa sem leikfélagið sýnir. Þriðjungur af andvirði hvers miða á sýninguna fer til styrktar barna- og ungmennastarfi Kópavogsdeildar. Leikhúsgestir geta þannig slegið tvær flugur í einu höggi, stutt börn og ungmenni í gegnum hjálparstarf Rauða krossins og notið bráðskemmtilegrar leiksýningar.

16. nóvember 2009 : Nóg að gera í " Föt sem framlag "

Verkefnið föt sem framlag er gamalt og gott verkefni sem undanfarin ár hefur gengið í endurnýjun lífdaga.  Verkefnið er svokallað hanyrðaverkefni sem felst í því að útbúnir eru fatapakkar fyrir ungabörn  og  ýmiskonar prjónavörur á allan aldur.
Ungbarnapakkarnir hafa fyrst og fremst verið sendir til Afríku en nú hefur borist beiðni um að senda 2.500 pakka til Hvíta Rússlands. Sjálfboðaliðarnir sem vinna að þessu verkefni hafa því haft nóg fyrir stafni og keppast hreinlega við að framleiða upp í þessa stóru pöntun..  Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eða vilja kynna sér það betur er um að gera að hafa samband  eða líta við í húsnæði Rauða krossins.
 

16. nóvember 2009 : Enter-krakkarnir fengu heimsókn frá Íþróttaálfinum

Í síðustu viku fengu Enter-krakkarnir skemmtilega heimsókn en enginn annar en Íþróttaálfurinn kíkti til þeirra í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og vakti það mikla lukku. Hann kenndi þeim ýmsar æfingar og orðaforða tengdum þeim. Þá ræddi hann einnig við þau um mikilvægi holls mataræðis og heilbrigðra lífshátta. Hann sýndi þeim ýmsar listir sem Íþróttaálfurinn er sérfræðingur í, eins og heljarstökk og handahlaup. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og tóku vel á móti álfinum.

16. nóvember 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir norðan

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í Víðihlíð í Húnaþingi vestra um síðustu helgi. Sóttu það fimmtán manns frá Rauða kross deildunum þremur í Húnavatnssýslum.
 
Meirihluti þátttakenda var að sækja slíkt námskeið í fyrsta sinn en aðrir að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar. Nýir sjálfboðaliðar eru sérstaklega boðnir velkomnir í hópinn.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.

16. nóvember 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir norðan

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í Víðihlíð í Húnaþingi vestra um síðustu helgi. Sóttu það fimmtán manns frá Rauða kross deildunum þremur í Húnavatnssýslum.
 
Meirihluti þátttakenda var að sækja slíkt námskeið í fyrsta sinn en aðrir að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar. Nýir sjálfboðaliðar eru sérstaklega boðnir velkomnir í hópinn.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.

16. nóvember 2009 : Stjórnarmenn á námskeiði um stjórnun félagasamtaka

Stjórnarmenn deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í námskeiði í síðustu viku um störf í stjórnum deilda. Leiðbeinandi var Ómar H. Kristmundsson fyrrverandi formaður Reykjavíkurdeildarinnar og stjórnar Rauða kross Íslands.

Ómar fjallaði um eðlilegt vinnulag í stjórnun félagasamtaka og kom inn á hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna og verkskiptingu milli stjórna og launaðs starfsfólks. Fram kom á námskeiðinu að virk þátttaka stjórna er forsenda þess að félagasamtök geti starfað með öflugum hætti að markmiðum sínum. 

14. nóvember 2009 : Ný fataverslun opnar í Mjóddinni

Í dag opnaði Rauði krossinn fjórðu verslunina á höfuðborgarsvæðinu með notuð föt. Verslunin er staðsett í verslunarkjarnanum Mjóddinni.  Húsnæðið er bjart og rúmgott og þar er mikið úrval af fatnaði.

„Það var líflegt í búðinni strax við opnun hennar og greinilegt að fólk í nágrenninu var spennt að kynna sér starfsemina," segir Sigrún Jóhannsdóttir starfsmaður Fatasöfnunar Rauða krossins. Hún er afar þakklát góðum móttökum.
 
Með nýju versluninni er vonast til að komið sé enn frekar til móts við fólk sem hefur áhuga á að kaupa góðan almennan fatnað á úrvalsverði. Fatnaðurinn hefur verið gefinn Rauða krossinum, sem er með fatagáma á öllum móttökustöðvum Sorpu og víðar. Allur afrakstur rennur til alþjóðlegs hjálparstarfs Rauða krossins.

14. nóvember 2009 : Vel heppnaður handverksmarkaður

Fjöldi fólks mætti í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í dag og gerði góð kaup á handverksmarkaði MK-nema. Til sölu voru alls konar prjónavörur, kökur, brjóstsykur, jólakort og handverk frá vinadeild í Mósambík. Alls seldust vörur fyrir 440 þúsund krónur. Ágóðinn rennur til neyðaraðstoðar innanlands.

Handverksmarkaðurinn var lokaverkefni MK-nemanna í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossi Íslands. Nemendur vinna sem sjálfboðaliðar yfir önnina í samráði við kennara í MK og Kópavogsdeildina. Meðal verkefna í boði eru aðstoð við aldraða og einmana, störf í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, og félagsstarf með ungum innflytjendum. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja námskeið fyrir sjálfboðaliða.

14. nóvember 2009 : Handverksmarkaður í dag, laugardag!

Handverksmarkaður Kópavogsdeildar hefst kl. 11 í dag og þar er hægt að gera góð kaup á ýmis konar prjónavörum og öðru handverki sem sjálfboðaliðar deildarinnar hafa búið til. Þá er einnig til sölu handverk frá Mósambík eins og batik-myndir, armbönd, töskur, hálsmen og eyrnalokkar. Þögult uppboð verður á sérlega veglegum hlutum frá Mósambík. Einnig er hægt að gera góð kaup á kökum og brjóstsykri sem hafa verið búnir til sérstaklega fyrir markaðinn. Jólakort sem voru handskreytt af yngstu þátttakendum okkar í Rauða kross starfi – Enter-börnunum – verða líka til sölu.

13. nóvember 2009 : Handverksmarkaður Kópavogsdeildar 14. nóvember

Kópavogsdeildin heldur handverksmarkað laugardaginn 14. nóvember kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Einnig koma fleiri sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum Kópavogsdeildar að markaðnum.

Selt verður fjölbreytt handverk sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framlag eins og fallegar sauma- og prjónavörur. Heimsóknavinir gefa kökur og þá verða í boði jólakort og sælgæti sem yngstu sjálfboðaliðar deildarinnar úr Enter og Eldhugum hafa búið til. Auk þess verður handverk frá Mósambík til sölu, s.s. litríkar töskur, skartgripir og batíkmyndir. Allur ágóði af sölunni rennur til neyðaraðstoðar innanlands.

13. nóvember 2009 : Handverksmarkaður Kópavogsdeildar 14. nóvember

Kópavogsdeildin heldur handverksmarkað laugardaginn 14. nóvember kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Einnig koma fleiri sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum Kópavogsdeildar að markaðnum.

Selt verður fjölbreytt handverk sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framlag eins og fallegar sauma- og prjónavörur. Heimsóknavinir gefa kökur og þá verða í boði jólakort og sælgæti sem yngstu sjálfboðaliðar deildarinnar úr Enter og Eldhugum hafa búið til. Auk þess verður handverk frá Mósambík til sölu, s.s. litríkar töskur, skartgripir og batíkmyndir. Allur ágóði af sölunni rennur til neyðaraðstoðar innanlands.

12. nóvember 2009 : Símtöl vegna svínaflensunar

Hjálparsími  Rauða krossins var virkjaður til að svara almennum spurningum um svínaflensuna (Inflúensu A -H1N1) í gegnum gjaldfrjálsa númerið 1717. Það er meðal hlutverka Hjálparsímans að veita upplýsingar um samfélagsleg úrræði og þjónustu sem stendur  til boða. 

Sjálfboðaliðar og starfsfólk Hjálparsímans fengu ítarlega fræðslu frá Landlæknisembættinu um Inflúensuveiruna til að undirbúa sig fyrir símtölin. Frá ágústbyrjun til nóvemberloka hafa borist tæplega 500 símtöl vegna svínaflensunnar. Flest þeirra hafa snúið að einkennum og spurningum varðandi bólusetningar. Þau símtöl sem þarfnast faglegrar úrvinnslu hafa verið áframsend á læknavaktina eða fólki vísað á heilsugæslustöð í heimabyggð. Flest símtölin bárust í októbermánuði, þá töldu símtöl sem snéru að svínaflensunni um 300. Nú fer símtölum vegna þessa fækkandi. 

Áfram verður hægt að hringja í 1717 vegna almennra spurningar varðandi N1H1.

11. nóvember 2009 : Sjálfboðaliðar sækja deildanámskeið

Haldið var deildanámskeið í húsnæði Akureyrardeildar á mánudaginn. Þátttakendur voru alls 15 sem komu frá þremur deildum Rauða krossins, Akureyrardeild, Dalvíkurdeild og Ólafsfjarðardeild. 

11. nóvember 2009 : Sjálfboðaliðar sækja deildanámskeið

Haldið var deildanámskeið í húsnæði Akureyrardeildar á mánudaginn. Þátttakendur voru alls 15 sem komu frá þremur deildum Rauða krossins, Akureyrardeild, Dalvíkurdeild og Ólafsfjarðardeild. 

11. nóvember 2009 : Handagangur í heimanáminu

Það er alltaf líf og fjör á þriðjudags eftirmiðdögum í Reykjavíkurdeild Rauða krossins þegar krakkar af erlendum uppruna koma í deildina til að fá aðstoð við heimanámið. Sjálfboðaliðar sitja sveitir við að aðstoða nemendurna við stærðfræðiþrautir og íslenskumálfræði ásamt öðrum greinum sem kenndar eru í grunn.- og framhaldskólum landsins.

Krakkarnir sem koma eru frá 8 ára aldri og mætir hver og einn með það heimaverkefni sem þeim reynist flókið og reyna sjálfboðaliðar að aðstoða þau eftir bestu getu.

 

11. nóvember 2009 : Enter-krakkar útbúa jólakort fyrir handverksmarkað Kópavogsdeildar

Enter-hópur Kópavogsdeildar hefur unnið að gerð jólakorta sem seld verða á handverksmarkaði deildarinnar á laugardaginn, 14. nóvember næstkomandi.  Vinnan gekk vel hjá börnunum og afraksturinn glæsilegur líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Handverksmarkaðurinn verður haldinn í sjálfboðamiðstöð deildarinnar Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur frá kl. 11-16. Þar verður einnig selt fleira handverk sem unnið er af sjálfboðaliðum deildarinnar, heimagerðar kökur og handverk frá Mósambík.

Börnin í Enter eru 9-12 ára innflytjendur úr Hjallaskóla í Kópavogi en þau hittast einu sinni í viku í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og fá meðal annars málörvun og taka þátt í ýmsum tómstundum í gegnum fjölbreytta fræðslu og leiki.

11. nóvember 2009 : Heimsóknahundur tekur til starfa í Fjarðabyggð

Vaskur er þriggja ára, ástralskur fjárhundur, sem tók nýlega til starfa sem sjálfboðaliði Rauða krossins í Fjarðabyggð. Hann er fyrsti heimsóknahundurinn utan höfuðborgarsvæðis en heimsóknahundar hafa starfað þar í nokkur ár. 

Fyrsta heimsókn Vasks var á dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði og gekk mjög vel. Hann „spjallaði" við heimilismenn sem tóku honum afskaplega vel og gáfu honum hundanammi. Þetta var skemmtileg heimsókn og Vaskur kunni athyglinni vel og hafði lítið fyrir því að heilla heimilisfólk á Uppsölum.

11. nóvember 2009 : Heimsóknahundur tekur til starfa í Fjarðabyggð

Vaskur er þriggja ára, ástralskur fjárhundur, sem tók nýlega til starfa sem sjálfboðaliði Rauða krossins í Fjarðabyggð. Hann er fyrsti heimsóknahundurinn utan höfuðborgarsvæðis en heimsóknahundar hafa starfað þar í nokkur ár. 

Fyrsta heimsókn Vasks var á dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði og gekk mjög vel. Hann „spjallaði" við heimilismenn sem tóku honum afskaplega vel og gáfu honum hundanammi. Þetta var skemmtileg heimsókn og Vaskur kunni athyglinni vel og hafði lítið fyrir því að heilla heimilisfólk á Uppsölum.

10. nóvember 2009 : Sjálfboðaliðar óskast í nýja fatabúð Rauða krossins

Rauði kross Íslands opnar nýja fatabúð í Mjódd í Reykjavík á næstunni og vantar sjálfboðaliða til að sjá um afgreiðslu. Í búðinni verða seld notuð föt sem almenningur hefur gefið Rauða krossinum. Sá fatnaður sem er gefinn Rauða krossinum er að hluta til seldur til flokkunarfyrirtækja í Evrópu sem endurnýta hann til sölu í verslunum og á mörkuðum erlendis. Fatnaðurinn er einnig flokkaður hér á landi í Fatasöfnunarstöð Rauða krossinn og sendur í búðirnar sem félagið rekur.

Auk nýju búðarinnar í Mjóddinni rekur félagið þrjár aðrar búðir á höfuðborgarsvæðinu, á Laugavegi 12 og 116 í Reykjavík og Strandgötu 24 í Hafnarfirði, og sjá sjálfboðaliðar alfarið um afgreiðslu í þeim. Allur ágóði af rekstri þeirra rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins og er sjóðurinn nýttur í alþjóðlega neyðaraðstoð, neyðarvarnir og þróunaraðstoð.

9. nóvember 2009 : Rauði krossinn tók þátt í Multi Musica

Skagafjarðardeild Rauða krossins tók þátt í alþjóðlegri hátíð í Miðgarði. Deildin sá um matarsmakk í hléi á réttum frá ýmsum heimshornum. Markmiðið með að taka þátt í skemmtuninni var að vekja athygli á Rauða krossinum og hlutverki hans í að styðja við innflytjendur.

Fólk af erlendu bergi brotið sem býr í Skagafirði var fengið til liðs og töfraði það fram fjölbreytta rétti af ýmsum toga. Virk þátttaka útlendinga í atburði sem þessum getur slegið á fordóma og stuðlað að gagnkvæmri aðlögun auk þess sem samskipti af þessu tagi er dýrmæt fyrir sálina! Sólrún Harðardóttir sem situr í stjórn Skagafjarðardeildar ávarpaði samkomuna og skipulagði „hléið".

9. nóvember 2009 : Hælisleitendur og Dublinar endursendingar til Grikklands

Í apríl 2008 gaf Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrslu þar sem lýst var miklum áhyggjum af stöðu hælismála í Grikklandi.

9. nóvember 2009 : Eldhugar kynna sér starfsemi Þjóðleikhússins

Í síðustu viku fór hópur Eldhuga í heimsókn í Þjóðleikhúsið þar sem hann fékk að kynnast starfsemi hússins. Vel var tekið  á móti krökkunum og fengu þau meðal annars að skoða baksviðs og kynnast vinnuaðstæðum leikara. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og komu mikils vísari um leikhússtarfsemi tilbaka úr heimsókninni.

6. nóvember 2009 : Sjálfboðaliðar óskast í nýja fatabúð Rauða krossins

Rauði kross Íslands opnar nýja fatabúð í Mjódd í Reykjavík á næstunni og vantar sjálfboðaliða til að sjá um afgreiðslu. Í búðinni verða seld notuð föt sem almenningur hefur gefið Rauða krossinum. Sá fatnaður sem er gefinn Rauða krossinum er að hluta til seldur til flokkunarfyrirtækja í Evrópu sem endurnýta hann til sölu í verslunum og á mörkuðum erlendis. Fatnaðurinn er einnig flokkaður hér á landi í Fatasöfnunarstöð Rauða krossinn og sendur í búðirnar sem félagið rekur.

Auk nýju búðarinnar í Mjóddinni rekur félagið þrjár aðrar búðir á höfuðborgarsvæðinu, á Laugavegi 12 og 116 í Reykjavík og Strandgötu 24 í Hafnarfirði, og sjá sjálfboðaliðar alfarið um afgreiðslu í þeim. Allur ágóði af rekstri þeirra rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins og er sjóðurinn nýttur í alþjóðlega neyðaraðstoð, neyðarvarnir og þróunaraðstoð. 

5. nóvember 2009 : Efnahagskreppan eykur mannúðarvanda í Evrópu

Samkvæmt Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum í Evrópu og Mið-Asíu hefur því fólki fjölgað mjög mikið sem þarf á hjálp að halda vegna efnahagskreppunnar.

5. nóvember 2009 : Á flótta á Keilissvæðinu

Hlutverkaleikurinn Á flótta var haldinn á Keilissvæðinu á Miðnesheiðinni um síðustu helgi. Þátttakendur voru að vanda hópur ungs fólks sem var tilbúið að setja sig í fótspor flóttamanna í heilan sólahring og taka þeim áskorunum sem flóttamenn í heiminum þurfa gjarnan að glíma við í sínu daglega lífi.  Það er Ungmennahreyfin Rauða krossins  sem á veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd leiksins.

Í upphafi fá þátttakendur nýtt nafn, þjóðerni, vegabréf og jafnvel nýja fjölskyldu. Þarnæst hefst örlagarík atburðarás þar sem þátttakendur neyðast til þess að flýja lengri eða styttri vegalengdir, kljást við skæruliða, hermenn, svartamarkaðsbraskara, fólkssmyglara og skriffinna, matarlausir, þreyttir og niðurlægðir. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er.

5. nóvember 2009 : Á flótta á Keilissvæðinu

Hlutverkaleikurinn Á flótta var haldinn á Keilissvæðinu á Miðnesheiðinni um síðustu helgi. Þátttakendur voru að vanda hópur ungs fólks sem var tilbúið að setja sig í fótspor flóttamanna í heilan sólahring og taka þeim áskorunum sem flóttamenn í heiminum þurfa gjarnan að glíma við í sínu daglega lífi.  Það er Ungmennahreyfin Rauða krossins  sem á veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd leiksins.

Í upphafi fá þátttakendur nýtt nafn, þjóðerni, vegabréf og jafnvel nýja fjölskyldu. Þarnæst hefst örlagarík atburðarás þar sem þátttakendur neyðast til þess að flýja lengri eða styttri vegalengdir, kljást við skæruliða, hermenn, svartamarkaðsbraskara, fólkssmyglara og skriffinna, matarlausir, þreyttir og niðurlægðir. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er.

5. nóvember 2009 : Þjóðahátíð Austfirðinga á Vopnafirði

Þjóðahátíð Austfirðinga var haldin í grunnskólanum á Vopnafirði á laugardaginn. Fulltrúar 12 þjóðlanda kynntu menningu sína og matarhefðir. 

4. nóvember 2009 : Hvít-Rússnesk rauðrófusúpa

Polina Diljá Helgadóttir nemandi í áfanga um sjálfboðið starf í Flensborgarskólanum hélt í gær kynningu á heimalandi sínu, Hvíta-Rússlandi, og bauð að því tilefni sjálfboðaliðum í föt sem framlag uppá ljúffenga rauðrófusúpu.

Tilefni kynningarinnar var að nú vinna sjálfboðaliðar um land allt hörðum höndum að því að útbúa ungbarnapakka sem senda á til Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi. Þegar Polina heyrði af verkefninu var hún fljót að bjóðast til að koma og segja frá landinu sínu. Kynningin heppnaðist einkar vel og er óhætt að segja að rauðrófusúpan sem Polina bauð uppá hafi slegið í gegn.

3. nóvember 2009 : Fyrsti fundur nýkjörins svæðisráðs

Nýkjörið svæðisráð deilda á Norðurlandi hélt sinn fyrsta fund í síðustu viku. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að fjölga fulltrúum úr þremur í fimm.  Svæðinu er skipti í vestur- og austursvæði sem eiga hvort um sig tvo fulltrúa og Akureyrardeild á fastan einn fulltrúa.

Nokkrir nýliðar eru í svæðisráðinu og var þeim kynnt verkefnastaða svæðisráðsins auk þess sem rædd var framkvæmd verkefna. Fundir svæðisráðs eru alla jafna haldnir í gegnum síma en það þótti við hæfi að fulltrúar kæmu saman á fyrsta fundi til að sjá framan í hvort annað svo auðveldara verði að tengja andlit við röddina á símafundum í framtíðinni.

3. nóvember 2009 : Rauði krossinn á Vökudögum

Það hefur verið í nógu að snúast hjá Rauða krossinum á Akranesi undanfarið, einsog venja er á þessum árstíma. Um helgina lauk Vökudögum – menningarhátíð á Akranesi – sem deildin tók þátt í með því að standa fyrir basar Prjónahóps og taka þátt í Þjóðahátíð. Báðir viðburðirnir heppnuðust einstaklega vel. Stór hluti af framleiðslu prjónahóps seldist upp og mörg hundruð manns lögðu leið sína á Þjóðahátíð að kynna sér menningu nágranna sinna í tónum og mat.
 

3. nóvember 2009 : „Hef tekið þátt í starfi Kópavogsdeildar frá unga aldri” - viðtal við Etehem Bajramaj sjálfboðaliða

Etehem Bajramaj er ungur sjálfboðaliði Kópavogsdeildar en hann flutti til Íslands frá Kosovo á afmælisdaginn sinn 3. apríl árið 2000, þá 9 ára gamall. Með honum í för voru  foreldrar hans og þrjú systkini. Aðstæður í heimalandi hans voru þá ekki góðar og atvinnuhorfur slæmar. Þá vantaði starfskrafta á Íslandi og næg vinna var í boði. Etehem flutti strax í Kópavog þar sem hann hefur búið æ síðan ásamt fjölskyldu sinni. Etehem líkar vel á Íslandi og stundar nú nám við Menntaskólann í Kópavogi.

2. nóvember 2009 : Færðu Rauða krossinum ungbarnateppi að gjöf

Konur í handavinnu aldraðra á Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri færðu nýlega Klausturdeild Rauðakrossins níu vegleg ungbarnateppi að gjöf. Rauði krossinn mun senda teppin til Hvítarússlands en Rauði kross Íslands hefur fengið beiðni þaðan um tvö þúsund og fimm hundruð ungbarnapakka sem innihalda brýnustu nauðsynjar fyrir ungabörn. Í Hvítarússlandi eru vetur harðir og mikil þörf fyrir góðan fatnað.

2. nóvember 2009 : Söngstund í Roðasölum

Aðra hverja viku heimsækir hópur heimsóknavina Kópavogsdeildar sambýli fyrir fólk með heilabilun í Roðasölum og heldur söngstund fyrir íbúana. Sjálfboðliðarnir mæta með gítarinn og söngblöð og leiða íbúana í söng. Þá er einnig upplestur á ljóðum og í lokin er öllum boðið upp á kaffi og eitthvert góðmeti.

Fyrir utan söngglöðu heimsóknavinina heimsækja aðrir sjálfboðaliðar sambýlið. Heimsóknavinur með hund kemur einu sinni í viku og þá eru heimsóknir til einstaklinga.

2. nóvember 2009 : Söngstund í Roðasölum

Aðra hverja viku heimsækir hópur heimsóknavina Kópavogsdeildar sambýli fyrir fólk með heilabilun í Roðasölum og heldur söngstund fyrir íbúana. Sjálfboðliðarnir mæta með gítarinn og söngblöð og leiða íbúana í söng. Þá er einnig upplestur á ljóðum og í lokin er öllum boðið upp á kaffi og eitthvert góðmeti.

Fyrir utan söngglöðu heimsóknavinina heimsækja aðrir sjálfboðaliðar sambýlið. Heimsóknavinur með hund kemur einu sinni í viku og þá eru heimsóknir til einstaklinga.

2. nóvember 2009 : Söngstund í Roðasölum

Aðra hverja viku heimsækir hópur heimsóknavina Kópavogsdeildar sambýli fyrir fólk með heilabilun í Roðasölum og heldur söngstund fyrir íbúana. Sjálfboðliðarnir mæta með gítarinn og söngblöð og leiða íbúana í söng. Þá er einnig upplestur á ljóðum og í lokin er öllum boðið upp á kaffi og eitthvert góðmeti.

Fyrir utan söngglöðu heimsóknavinina heimsækja aðrir sjálfboðaliðar sambýlið. Heimsóknavinur með hund kemur einu sinni í viku og þá eru heimsóknir til einstaklinga.