Áramótakveðja frá Rauða krossinum í Hveragerði
Nýtt ár er að ganga í garð. Við hjá Rauða krossinum viljum þakka öllum þeim sjálboðaliðum sem starfað hafa með okkur í Hveragerðisdeildinni á liðnum árum fyrir alla þá hjálp sem þeir hafa gefið út í samfélagið til þess að gera það betra.
Áramótakveðja frá Rauða krossinum í Hveragerði
Nýtt ár er að ganga í garð. Við hjá Rauða krossinum viljum þakka öllum þeim sjálboðaliðum sem starfað hafa með okkur í Hveragerðisdeildinni á liðnum árum fyrir alla þá hjálp sem þeir hafa gefið út í samfélagið til þess að gera það betra.
Mentee fær háskólastyrk
Félag háskólakvenna og kvenstúdenta veitti námsstyrk til tveggja kvenna af erlendum uppruna sem stunda nám við Háskóla Íslands. Styrkurinn er veittur til að létta undir framfærslu enda hafa þær ekki rétt á námslánum á Íslandi.
Félagið er í samstarfi við Garðabæjardeild Rauða krossins sem rekur verkefnið „Félagsvinur – Mentor er málið“. Deildin leggur til mentora fyrir konurnar sem styðja þær í náminu og hjálpa að aðlagast íslensku samfélagi.
Kristýna Antonova frá Tékklandi og Thuy Thi Pham frá Víetnam hlutu styrkinn. Kristýna mætti ásamt mentornum sínum, Jennýu Heiðu, til að veita styrknum viðtöku. Thuy var erlendis en hún mun einnig fá mentor í janúar þegar hún snýr aftur til Íslands.
Fimm ár liðin frá flóðbylgjunni miklu í Asíu
Þann 26. desember árið 2004, annan dag jóla, varð heimsbyggðin vitni að einum mestu hamförum sögunnar þegar flóðbylgja skall á fjölmörgum löndum í Asíu og austurstönd Afríku. Mörg hundruð þúsund manns fórust, og milljónir manna í þessum löndum þurftu á tafarlausri neyðaraðstoð að halda.
Gífurleg samstaða Íslendinga eftir hamfarirnar í Asíu þann 26. desember 2004 kom strax í ljós - meðal annars fram í framlögum almennings, stjórnvalda og fyrirtækja til hjálparstarfs Rauða krossins. Hjálparstarfið hófst tafarlaust hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins á hamfarasvæðunum, og alþjóðleg neyðaraðstoð var skipulögð innan nokkurra klukkustunda frá því flóðbylgjan reið yfir. Það fé sem Rauða krossi Íslands var trúað fyrir af íslenskum almenningi nam samtals rúmlega 170 milljónum króna. Til viðbótar má telja vörur og þjónustu sem metin er á alls um níu milljónir króna.
Gjöf frá Norðlenska til Rauða krossins á Höfn
Fulltrúar Norðlenska afhentu í gær Rauða krossinum á Höfn í Hornafirði 10 matarpakka að gjöf og verður kræsingunum komið til þeirra sem eru þurfandi. Norðlenska hefur haft þetta fyrir sið undanfarin sex ár, í stað þess að senda jólakort, og hefur það mælst mjög vel fyrir.
„Við ákváðum fyrir sex árum að senda ekki jólakort heldur gefa peninga eða matarpakka til félaga sem koma þeim í hendur þeirra sem eru þurfandi. Við höfum gert þetta á þeim stöðum þar sem við erum með starfsemi," segir Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska.
Suðurnesjadeild fær styrk frá Styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar
Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands var úthlutað 600 þúsund krónum í styrk til góðgerarmála úr styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar. Deildin var meðal tíu aðila sem fengu úthlutað samtals þremur milljónum króna.
Í umsögn styrktarsjóðsins segir að Suðurnesjadeild Rauða krossins hafi úthlutað styrkjum til fátækra á Suðurnesjum fyrir hver jól í formi matarúttektar í verslunum þannig að fólk geti haldið jól.
Gáfu andvirði jólagjafa
Nemendur í 4. bekk SG í Heiðarskóla gáfu Suðurnesjadeild Rauða krossins 11.500 krónur. Börnin ákváðu að í stað þess að gefa hvort öðru jólagjöf á litlu jólunum í skólanum gáfu þau andvirði gjafanna til þeirra sem minna mega sín fyrir jólin.
Karl Georg Magnússon gjaldkeri deildarinnar tók við gjöfinni.
Gjöf frá Norðlenska til Rauða krossins á Höfn
Fulltrúar Norðlenska afhentu í gær Rauða krossinum á Höfn í Hornafirði 10 matarpakka að gjöf og verður kræsingunum komið til þeirra sem eru þurfandi. Norðlenska hefur haft þetta fyrir sið undanfarin sex ár, í stað þess að senda jólakort, og hefur það mælst mjög vel fyrir.
„Við ákváðum fyrir sex árum að senda ekki jólakort heldur gefa peninga eða matarpakka til félaga sem koma þeim í hendur þeirra sem eru þurfandi. Við höfum gert þetta á þeim stöðum þar sem við erum með starfsemi," segir Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska.
Jólakveðja frá Rauða krossinum
Lokað verður hjá Rauða krossinum frá og með 23. desember fram til 4. janúar en hægt er að hafa samband með tölvupósti á akureyri@redcross.is
Verslunarfólk og leikhúsgestir söfnuðu jólapökkum
Á Glerártorgi var líka jólapakkasöfnun eins og undanfarin ár og sá Mæðrastyrksnefnd einnig um að koma þeim pökkum til skila.
Sannarlega gott framtak þar og eru öllum sem að því komu með einum eða öðrum hætti færðar bestu þakkir fyrir.
Danskar stúlkur ganga fyrir afrískar systur sínar
Fremur óvenjuleg sjón blasti við vegfarendum á götum Kaupmannahafnar þegar 45 danskar skólastúlkur gengu um borgina með stóra brúsa á höfðinu fulla af vatni.
Rauði krossinn styður jafningjafræðslu í Malaví
Hluti af alnæmisverkefni Rauða krossins í Malaví felst í jafningjafræðslu um alnæmi og smitleiðir þess.
Rauði krossinn styður jafningjafræðslu í Malaví
Hluti af alnæmisverkefni Rauða krossins í Malaví felst í jafningjafræðslu um alnæmi og smitleiðir þess.
Rauði krossinn styður jafningjafræðslu í Malaví
Hluti af alnæmisverkefni Rauða krossins í Malaví felst í jafningjafræðslu um alnæmi og smitleiðir þess.
Jólagjafasöfnun
Rauði krossinn í Grindavík stóðu fyrir söfnun jólagjafa í síðustu viku í samvinnu við Grindavíkurkirkju, Kvenfélagið, Lionsklúbbinn og Landsbankann. Gjöfunum var safnað undir jólatréð í Landsbankanum og á föstudeginum lauk söfnuninni með því að gestum og gangandi var boðið upp á vöfflur og nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur tóku lagið.
Hugmyndina að gjafasöfnuninni átti Kristín Arnberg og kunnum við henni kærar þakkir fyrir að koma hugmynd sinni á framfæri við okkur.
Jólagjafasöfnun
Rauði krossinn í Grindavík stóðu fyrir söfnun jólagjafa í síðustu viku í samvinnu við Grindavíkurkirkju, Kvenfélagið, Lionsklúbbinn og Landsbankann. Gjöfunum var safnað undir jólatréð í Landsbankanum og á föstudeginum lauk söfnuninni með því að gestum og gangandi var boðið upp á vöfflur og nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur tóku lagið.
Hugmyndina að gjafasöfnuninni átti Kristín Arnberg og kunnum við henni kærar þakkir fyrir að koma hugmynd sinni á framfæri við okkur.
Lokun um jól og áramót.
Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar verður lokuð frá og með 21. desember en opnar aftur mánudaginn 4. janúar 2010, kl.10.
Kópavogsdeild Rauða krossins færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.
Hægt er að hafa samband með því að senda línu á kopavogur@redcross.is
Fimm ára hjálparstarfi Rauða krossins á flóðbylgjusvæðum að ljúka
Annan dag jóla minnumst við þess að þá verða fimm ár liðin frá því að hamfaraflóðbylgjan mikla reið yfir Asíulönd þann 26. desember 2004.
Íslenskuspilið
Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands færði Bókasafni Grindavíkur Íslenskuspilið að gjöf. Markmið Íslenskuspilsins er að þjálfa útlendinga í málnotkun og hjálpa þeim þannig að tjá sig á íslensku sem auðveldar þeim án efa að taka þátt í íslensku samfélagi.
Íslenskuspilið er íslensk uppfinning og var unnið í
Góð gjöf
Deildinni barst góð gjöf á dögunum, styrkur að upphæð 100 þúsund krónur, sem rennur til neyðaraðstoðar innanlands. Þetta er mjög kærkomin gjöf á þessum árstíma. Deildin hefur meðal annars verið í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd Kópavogs núna fyrir jólin til að aðstoða Kópavogsbúa og hafa þeir getað fengið matargjafir, föt og annað.
Fimm ára hjálparstarfi Rauða krossins á flóðbylgjusvæðum að ljúka
Annan dag jóla minnumst við þess að þá verða fimm ár liðin frá því að hamfaraflóðbylgjan mikla reið yfir Asíulönd þann 26. desember 2004.
Úthlutun fyrir jólin að hefjast
Úhlutunin fer fram í húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Íþróttahöllinni föstudag, laugardag og sunnudag 18. 19. og 20 desember.
Undanfarið hefur fólk getað náð sér í spariklæðnað fyrir börn og ungmenni en söfnun á honum fór fram meðal bæjarbúa í nóvember og desember.
Gott ár hjá sjálfboðaliðunum í verkefninu Föt sem framlag
Í ár útbjuggu sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag 637 fatapakka með ungbarnafötum sem síðan voru sendir til fjölskyldna og barna í neyð. Pakkarnir fara venjulega til Malaví en stór hluti af afrakstrinum á þessu ári fór til Hvíta-Rússlands núna í desember þar sem Rauða krossi Íslands hafði í nóvember borist neyðarbeiðni frá Rauða krossinum þar í landi. Tvö þúsund pakkar voru sendir til Hvíta-Rússlands að þessu sinni.
Rauði krossinn krefst verndar fyrir fórnarlömb loftslagsbreytinga
Alþjóða Rauði krossinn, stærsta mannúðarhreyfing í heimi, hvetur ráðamenn þjóðríkja til að tryggja að lokayfirlýsing loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verndi þá sem minnst mega sín. Tilraun til að stytta lokatexta lokayfirlýsingarinnar í Kaupmannahöfn stofnar þeim sem minnst mega sín í hættu.
„Félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim líta þetta mál mjög alvarlegum augum," segir Bekele Geleta framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins. „Ef ekki er tekið tillit til þeirra sem minnst mega sín í texta lokayfirlýsingarinnar, þýðir það um leið að þeir njóta ekki nauðsynlegrar verndar."
Úthlutun fyrir jólin að hefjast
Úhlutunin fer fram í húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Íþróttahöllinni föstudag, laugardag og sunnudag 18. 19. og 20 desember.
Undanfarið hefur fólk getað náð sér í spariklæðnað fyrir börn og ungmenni en söfnun á honum fór fram meðal bæjarbúa í nóvember og desember.
Gott ár hjá sjálfboðaliðunum í verkefninu Föt sem framlag
Í ár útbjuggu sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag 637 fatapakka með ungbarnafötum sem síðan voru sendir til fjölskyldna og barna í neyð. Pakkarnir fara venjulega til Malaví en stór hluti af afrakstrinum á þessu ári fór til Hvíta-Rússlands núna í desember þar sem Rauða krossi Íslands hafði í nóvember borist neyðarbeiðni frá Rauða krossinum þar í landi. Tvö þúsund pakkar voru sendir til Hvíta-Rússlands að þessu sinni.
Utanríkisráðuneytið styrkir Rauða kross verkefni á átakasvæðum
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins fyrir stríðsþjáða í Síerra Leóne, Palestínu og Afganistan um samtals 21 milljón króna.
Utanríkisráðuneytið styrkir Rauða kross verkefni á átakasvæðum
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins fyrir stríðsþjáða í Síerra Leóne, Palestínu og Afganistan um samtals 21 milljón króna.
Rauði kross Íslands styrkir nemendur til framhaldsnáms í Malaví
Rauði kross Íslands styður rúmlega 200 grunnskólabörn til mennta í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví. Félagið styður einnig tvö ungmenni til náms við Náttúru- og auðlindaframhaldsskólann í Lilongve.
Rauði kross Íslands styrkir nemendur til framhaldsnáms í Malaví
Rauði kross Íslands styður rúmlega 200 grunnskólabörn til mennta í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví. Félagið styður einnig tvö ungmenni til náms við Náttúru- og auðlindaframhaldsskólann í Lilongve.
Rauði kross Íslands styrkir nemendur til framhaldsnáms í Malaví
Rauði kross Íslands styður rúmlega 200 grunnskólabörn til mennta í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví. Félagið styður einnig tvö ungmenni til náms við Náttúru- og auðlindaframhaldsskólann í Lilongve.
Jólastund í Vesturafli
Það var glatt á hjalla í Vesturafli á Ísafirði á dögunum þegar boðið var til jólastundar með gestum og starfsfólki athvarfsins.Gestirnir sáu um allan undirbúning, bökuðu smákökur, hituðu súkkulaði og skreyttu allt hátt og lágt. Lesnar voru upp vestfirskar jólasögur og Rauða kross bandið stýrði fjöldasöng þar sem jólalögin voru sungin af innlifun. Uppskriftirnar eru ekkert leyndarmál og þær má finna í jólablaði héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta.
Vesturafl er eitt af athvörfum fyrir fólk með geðraskanir sem rekin eru með stuðningi Rauða krossins. Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum eru bakhjarlar athvarfsins ásamt Félagsmálaráðuneyti og sveitarfélögunum á svæðinu.
Jólastund í Vesturafli
Það var glatt á hjalla í Vesturafli á Ísafirði á dögunum þegar boðið var til jólastundar með gestum og starfsfólki athvarfsins.Gestirnir sáu um allan undirbúning, bökuðu smákökur, hituðu súkkulaði og skreyttu allt hátt og lágt. Lesnar voru upp vestfirskar jólasögur og Rauða kross bandið stýrði fjöldasöng þar sem jólalögin voru sungin af innlifun. Uppskriftirnar eru ekkert leyndarmál og þær má finna í jólablaði héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta.
Vesturafl er eitt af athvörfum fyrir fólk með geðraskanir sem rekin eru með stuðningi Rauða krossins. Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum eru bakhjarlar athvarfsins ásamt Félagsmálaráðuneyti og sveitarfélögunum á svæðinu.
Frábær þátttaka á jólamóti Skákfélags Vinjar
Tuttugu og þrír skráðu sig til leiks á jólamóti Skákfélags Vinjar í gær en mótið var kl. 13:15 í Vin að Hverfisgötunni. Var þetta næstfjölmennasta mót í Vin frá upphafi og stuð og fjör í stofunum.
Tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma og í miðju móti var jólalegt kaffiborð, með nýbökuðum smá- og piparkökum og nammi út um allt.
Hinn kraftmikli formaður Víkingaklúbbsins sem nýlega krækti sér í heimsmeistaratitil í lyftingum, Gunnar Freyr Rúnarson, sigraði glæsilega með 5 og hálfan vinning. Hrafn Jökulsson, nýkominn úr ferska loftinu að Ströndum, sýndi heldur betur snarpa takta og náði fimm vinningum. Hrannar Jónsson, sem þrátt fyrir mikið umstang við skákstjórn, var beittur og kom þriðji með 4,5.
Frábær þátttaka á jólamóti Skákfélags Vinjar
Tuttugu og þrír skráðu sig til leiks á jólamóti Skákfélags Vinjar í gær en mótið var kl. 13:15 í Vin að Hverfisgötunni. Var þetta næstfjölmennasta mót í Vin frá upphafi og stuð og fjör í stofunum.
Tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma og í miðju móti var jólalegt kaffiborð, með nýbökuðum smá- og piparkökum og nammi út um allt.
Hinn kraftmikli formaður Víkingaklúbbsins sem nýlega krækti sér í heimsmeistaratitil í lyftingum, Gunnar Freyr Rúnarson, sigraði glæsilega með 5 og hálfan vinning. Hrafn Jökulsson, nýkominn úr ferska loftinu að Ströndum, sýndi heldur betur snarpa takta og náði fimm vinningum. Hrannar Jónsson, sem þrátt fyrir mikið umstang við skákstjórn, var beittur og kom þriðji með 4,5.
Fjarðabyggð veitir Rauða krossinum styrk
Fjarðabyggð veitti Rauða kross deildunum í Fjarðabyggð styrk að upphæð 500.000 krónur sem notaður verður í þágu þeirra sem á þurfa að halda um hátíðarnar.
Við afhendingu styrksins sagði Helga Jónsdóttir bæjarstjóri: „Rauði krossinn hefur um árabil veitt þeim sem mest þurfa á að halda stuðning um jól og áramót. Um leið og Rauða kross deildunum er óskað gæfu og farsældar á nýju ári eru þær beðnar um að ráðstafa styrknum til þeirra sem á liðsinni þurfa að halda um þessi jól.“ „Blessun fylgi starfi Rauða krossins,“ segir Helga.
Æskan og ellin á jólunum
Æskan og ellin er samstarfsverkefni Kjósarsýsludeildar, grunnskóla Mosfellsbæjar og Eirhamra, þjónustuíbúða aldraða í Mosfellsbæ. Tilgangur með verkefninu er að auka vitund og tengsl yngri kynslóðarinnar við þá eldri. Í nútíma þjóðfélagi virðist bilið milli kynslóða aukast jafnt og þétt og er verkefninu ætlað að vinna gegn þeirri þróun og um leið draga úr félagslegri einangrun.
Kjósarsýsludeild útvegaði gjafir sem nemendur 6. bekkjar Varmárskóla pökkuðu inn og skreyttu fyrir eldri borgara á Eirhömrum. Krakkarnir teiknuðu og skrifuðu inní jólakort og fóru síðan í roki og rigningu í göngutúr sl. föstudag ásamt kennurum sínum með alla pakkana handa heimilisfólkinu þar á bæ. Börnin stóðu sig mjög vel voru kurteis og yndisleg og voru sjálfum sér og skólanum til fyrirmyndar. Þau tóku lagið ásamt heimilisfólkinu á Eirhömrum. Allir fengu smá nammi í þakklætisskyni í lokin.
Samstarf Rauða krossins og Fjarðabyggðar
Fimm deildir Rauða kross Íslands í Fjarðabyggð; Eskifjarðardeild, Fáskrúðsfjarðardeild, Norðfjarðardeild, Reyðarfjarðardeild og Stöðvarfjarðardeild hafa gert samning við sveitarfélagið Fjarðbyggð. Samningurinn er framhald á samningi sem gerður var þann 14. febrúar 2008, með viðeigandi breytingum í samræmi við breyttar aðstæður og gildir hann til ársloka 2011.
Innihald samningsins er að Rauða kross deildirnar vinni áfram með Fjarðabyggð að móttöku nýrra íbúa og þjónustu við þá. Nýir íbúar í Fjarðabyggð eru sóttir heim, boðnir velkomnir og þeim færður lykill að Fjarðabyggð ásamt handbók með upplýsingum um þjónustu í sveitarfélaginu.
Verkefnisstjóri Rauða krossins er Sigríður Herdís Pálsdóttir. Auk þess að annast móttöku nýrra íbúa mun hún vinna náið með deildunum að þeim verkefnum sem þær eru að vinna að á hverjum stað og kemur að fræðslu og námskeiðahaldi.
Fjölmargar nýjar heimsóknir hundavina á síðustu mánuðum
Frá því í september hafa fjölmargar nýjar heimsóknir hafist þar sem heimsóknavinir Kópavogsdeildar heimsækja með hunda sína. Í september hófst heimsókn í fangelsið í Kópavogi og er það í fyrsta skipti sem hundur heimsækir þangað. Eigandi hans fer með hann einu sinni í viku í fangelsið og fá vistmennirnir að njóta félagsskapar þeirra. Þá hófust tvær heimsóknir á hjúkrunarheimilið Grund og skiptast tveir heimsóknavinir á að heimsækja heimilið og fær heimilisfólkið því heimsókn frá hundi einu sinni í viku.
Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, fékk aftur til sín hund í október eftir nokkurt hlé og gleður hann gesti athvarfsins vikulega með nærveru sinni. Í lok nóvember fór svo fyrsti hundurinn í heimsókn með eiganda sínum á líknardeildina í Kópavogi. Sá hundur er kóngapúðli og heitir Charly. Á meðan heimsóknavinurinn ræðir við fólkið á deildinni getur það klappað og knúsað Charly. Heimsóknavinir með hunda heimsækja þó ekki bara stofnanir heldur líka einkaheimili og hófst ein slík heimsókn á dögunum. Þá fer heimsóknavinurinn og hundurinn með gestgjafa sínum út að ganga. Nýjasta heimsóknin hófst svo í síðustu viku en labrador að nafni Óðinn heimsækir Hrafnistu í Reykjavík með eiganda sínum.
Rauði krossinn aðstoðar vegna bruna í Fossvogi
Viðbragðshópur Rauða krossins var kallaður út á 11. tímanum í kvöld vegna bruna í fjölbýlishúsi í Fossvogi. Einni fjölskyldu var komið í gistingu á gistihúsi og er henni boðin aðstoð ef á þarf að halda næstu daga.
Rauði krossinn aðstoðar vegna húsbruna í Borgarnesi
Borgarfjarðardeild Rauða krossins var kölluð út til aðstoðar í gærkvöldi þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Borgarnesi.
Iðnaðarmannafélag Suðurnesja veitir styrk
Í gær veitti Iðnaðarmannafélag Suðurnesja Suðurnesjadeild Rauða krossins styrk að upphæð kr. 750.000.- til að hjálpa þeim sem minna mega sín fyrir jólin.
Lokasamverur fyrir jól
Í þessari viku voru síðustu samverur Enter, Eldhuga og Alþjóðlegra foreldra. Hóparnir hafa hist einu sinni í viku í sjálfboðamiðstöðinni síðan um miðjan september en fara nú í jólafrí fram í miðjan janúar.
Alþjóðlegir foreldarar hittust í gærmorgun og nutu veitinga í anda jólanna og hlustuðu á jólalög. Í boði voru malt og appelsín, smákökur, konfekt og kertaljós. Foreldrarnir hafa verið duglegir að mæta í vetur og auka Íslendinga hafa mæður frá Þýskalandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Afríku tekið þátt. Hópurinn hefur fengið ýmis konar fræðslu, t.d. varðandi svefn og mat barna, dagvistunarmál og ungbarnanudd.
Fataúthlutun
Fataúthlutun Rauða krossins á Suðurnesjum
Fataúthlutun fyrir einstaklinga í Grindavík er í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins
að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ.
Fataúthlutunin fer fram á föstudögum frá kl. 13.00-16.30
Nánari upplýsingar í síma 420-4700 eða 861-0211.
Með bestu kveðju
Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands
Tombólukrakkar
Kæru tombólukrakkar
Nú getið þið afhent ágóðann af tombólunni á bókasafninu.
Þar fáið þið viðurkenningarskjal, smá gjöf og tekin er af ykkur mynd til að setja á heimasíðu Grindavíkurdeildar
Rauða kossins rki.is/grindavik
Með kveðju og bestu þökkum
Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands
Nemendur frá Austurbæjarskóla í starfskynningu hjá Kópavogsdeild
Í gær tók Kópavogsdeild á móti tveimur 10. bekkingum úr Austurbæjarskóla í starfskynningu. Nemarnir heita Martin og Prezemyslav en þeir koma frá Slóvakíu og Póllandi. Þeir fylgdu verkefnastjóra ungmenna- og alþjóðamála yfir daginn. Þeir fóru í heimsókn í Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, og fylgdust með starfi fyrir unga innflytjendur sem hittast í sjálfboðamiðstöðinni á miðvikudögum. Auk þess fengu nemarnir fræðslu um hugsjónir, markmið og störf Rauða krossins og kynningu á helstu verkefnum Kópavogsdeildar.
Hekkluklúbburinn styrkir Rauða krossinn
Hjá Rauða krossinum hitta þær aðra sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framlag á mánudagsmorgnum en á miðvikudagsmorgnum hittist Hekluklúbburinn í þjónustumiðstöð aldraðra í Víðilundi.
Sendifulltrúi Rauða kross Íslands til Eþíópíu
Ómar Valdimarsson sendifulltrúi Rauða kross Íslands hélt í gærkvöldi til Eþíópíu þar sem hann mun starfa að upplýsingamálum vegna mikilla þurrka sem geisað hafa í landinu og valdið miklum matvælaskorti.
Ómar mun starfa með alþjóðlegu matsteymi Rauða krossins fram til 22. desember. Teymið metur þörf fyrir aðstoð og aflar fjár til hjálparstarfs en talið er að allt að 300.000 manns hafi orðið fyrir barðinu á alvarlegum matvælaskorti í kjölfar þurrka í fjórum til fimm héruðum í Eþíópíu.
Sendifulltrúi Rauða kross Íslands til Eþíópíu
Ómar Valdimarsson sendifulltrúi Rauða kross Íslands hélt í gærkvöldi til Eþíópíu þar sem hann mun starfa að upplýsingamálum vegna mikilla þurrka sem geisað hafa í landinu og valdið miklum matvælaskorti.
Ómar mun starfa með alþjóðlegu matsteymi Rauða krossins fram til 22. desember. Teymið metur þörf fyrir aðstoð og aflar fjár til hjálparstarfs en talið er að allt að 300.000 manns hafi orðið fyrir barðinu á alvarlegum matvælaskorti í kjölfar þurrka í fjórum til fimm héruðum í Eþíópíu.
Tombólubörnum boðið í bíó
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans 5. desember bauð Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík Tombólukrökkum hreyfingarinnar í bíó síðastliðinn föstudag. Laugarásbíó gaf inn á myndina Arthúr 2 sem var frumsýnd þennan sama dag og létu Tombólukrakkarnir ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu í bíó.
Á hverju ári safna krakkar víðsvegar af á landinu háum fjárhæðum til styrktar Rauða krossinum. Árið 2009 söfnuðust 650.000 krónur og renna peningarnir til hjálparstarfs Rauða krossins fyrir börn í Malaví.
Stuðningur Rauða kross Íslands við munaðarlaus og önnur bágstödd börn í Malaví
Alnæmi et eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum í suðurhluta Afríku, og frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands veitt Rauða krossinum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að takast á við erfiðleikana.
Stuðningur Rauða kross Íslands við munaðarlaus og önnur bágstödd börn í Malaví
Alnæmi et eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum í suðurhluta Afríku, og frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands veitt Rauða krossinum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að takast á við erfiðleikana.
Stuðningur Rauða kross Íslands við munaðarlaus og önnur bágstödd börn í Malaví
Alnæmi et eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum í suðurhluta Afríku, og frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands veitt Rauða krossinum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að takast á við erfiðleikana.
Nemendur í SJÁ 102 fá viðurkenningu fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf
Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 fengu viðurkenningu á dögunum fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf hjá Kópavogsdeild. Nemendurnir voru tuttugu í áfanganum á þessari önn og unnu sjálfboðin störf í Rjóðrinu, með Eldhugum, sem námsvinir jafningja og í Dvöl. Þar að auki sátu þeir grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þeir héldu einnig dagbók um störf sín og lokaverkefni þeirra var að sjá um handverksmarkað í sjálfboðamiðstöðinni sem haldinn var þann 14. nóvember síðastliðinn.
Nemendur í SJÁ 102 fá viðurkenningu fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf
Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 fengu viðurkenningu á dögunum fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf hjá Kópavogsdeild. Nemendurnir voru tuttugu í áfanganum á þessari önn og unnu sjálfboðin störf í Rjóðrinu, með Eldhugum, sem námsvinir jafningja og í Dvöl. Þar að auki sátu þeir grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þeir héldu einnig dagbók um störf sín og lokaverkefni þeirra var að sjá um handverksmarkað í sjálfboðamiðstöðinni sem haldinn var þann 14. nóvember síðastliðinn.
Leikskólabörn heimsækja Rauða krossinn
Börnin á Eyrarskjóli heimsóttu Rauða krossinn á Ísafirði á dögunum. Þau hafa verið að læra námsefnið Hjálpfús sem Ísafjarðardeild gaf börnunum á leikskólanum. Börnin komu einnig í heimsókn í nóvember til Rauða krossins og gáfu föt sem þau eru vaxin uppúr.
Hrefna Magnúsdóttir formaður deildarinnar tók á móti börnunum og sagði þeim frá starfi félagsins og gaf þeim endurskinsmerki og spjald með upplýsingum um öryggi á heimilum.
Á myndinni er Hrefna Magnúsdóttir að fræða börnin á Eyrarskjóli.
Góðgerðarvika félagsmiðstöðva
Á lokadegi góðgerðarvikunnar stóðu ungmennin síðan fyrir markaði þar sem seldar voru vöfflur og kakó og ljúffengur heimagerður brjóstsykur.
Sjálfboðaliðar gleðjast í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans
Um fjörutíu sjálfboðaliðar mættu í sjálfboðamiðstöðina síðasta föstudagskvöld til að fagna í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans en hann er haldinn 5. desember ár hvert. Sjálfboðaliðar og gestir þeirra áttu notalega stund saman, hlýddu á upplestur, söng og tónlist og nutu góðra veitinga.
Að venju var boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. Formaður deildarinnar, Garðar H. Guðjónsson, hóf gleðina á því að minnast á mikilvægi sjálfboðaliða en síðan tók við upplestur tveggja rithöfunda. Þórarinn Eldjárn las upp úr bók sinni Alltaf sama sagan og Jón Kalman Stefánsson las upp úr bókinni Harmur englanna sem er nýkomin út. Þá flutti Eldhuginn Hulda Hvönn frumsamið ljóð og Eldhugarnir Kristína, Ólöf og Rakel sungu. Ungur gítarnemandi úr Tónlistarskóla Kópavogs kom og spilaði nokkur lög og síðan slógu sjálfboðaliðarnir sjálfir botninn úr dagskránni með fjöldasöng.
Valdaefling í verki – byggjum betra samfélag
Rauði krossinn í samstarfi við Hlutverkasetur og félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur staðið fyrir málþingum um geðverndarmálefni undir yfirskriftinni „valdefling í verki - byggjum betra samfélag“.
Valdaefling í verki – byggjum betra samfélag
Rauði krossinn í samstarfi við Hlutverkasetur og félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur staðið fyrir málþingum um geðverndarmálefni undir yfirskriftinni „valdefling í verki - byggjum betra samfélag“.
Hjálpargögnum pakkað í gám til Hvíta Rússlands
Eftir helgi sendir Rauði krossinn gám til Hvíta Rússlands með tvö þúsund ungbarnapökkum, sem sjálfboðaliðar Rauða krossins um allt land hafa verið að útbúa undanfarnar vikur. Sjálfboðaliðar setja þessa pakka, flísteppi og skó í gáminn í dag kl. 11 í fatasöfnun Rauða krossins að Skútuvogi 1.
Rauði krossinn í Hvíta Rússlandi dreifir hjálpargögnunum til munaðarleysingjahæla og til barnmargra, fátækra fjölskyldna, einkum til sveita. Hluti teppanna verður settur í vöruhús til dreifingar til þolenda hamfara af ýmsu tagi.
Vetur eru harðir í Hvíta Rússlandi og þar býr fjöldi fjölskyldna í örbirgð. Húshitunarkostnaður hefur hækkað verulega, laun hafa lækkað og félagsleg vandamál aukist.
Stóra Rauða kross búðin opnar á Eskifirði
Rauði krossinn opnaði fatamarkað á Eskifirði síðasta laugardag. Markaðurinn er á efri hæð í húsi Samkaupa en þar er Rauða kross deildin á Eskifirði að koma sér fyrir í nýju húsnæði.
Markaðurinn verður opinn á laugardögum til að byrja með en hann er hinn glæsilegasti og hægt að gera góð kaup.
Í nýja húsnæði deildarinnar er aðstaða fyrir verkefnið verkefnið Föt sem framlag en þar eru útbúnir fatapakkar fyrir ungbörn sem sendir eru til Malaví og Gambíu.
Í Fjarðarbyggð er einnig Rauða kross búð á Stöðvarfirði. Hún er staðsett að Fjarðarbraut 48 og er opin mánudaga klukkan 19:30-22 og laugardaga klukkan 14-16.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin setur nýjar leiðbeiningar um meðferð alnæmis
Þann 30. nóvember gaf Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) út nýjar leiðbeiningar um meðferð HIV-smitaðra og aðferðir til að koma fyrir smit milli móður og barns (PMTCT (Prevention of mother-to-child transmission) þann.
Sjálfboðaliðagleði á morgun, föstudag, í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans
Sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar er boðið á kvöldskemmtun 4. desember kl. 19.30-21.30 í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans. Við hvetjum því alla sjálfboðaliða okkar til að mæta og eiga skemmtilega kvöldstund saman í sjálfboðamiðstöðinni.
Nemendur í saumavali skila af sér í Föt sem framlag
Ungmenni á Ísafirði og Gambíu skiptast á bréfum
Nemendur í 9. bekk Grunnskólans á Ísafirði hafa verið í bréfasamskiptum við börn á sama aldri í North Bank í Gambíu. Er þetta í tengslum við vinadeildarsamstarf milli Rauða kross deilda á Vestfjörðum og deilda í North Bank.
Nemendurnir fengu fræðslu um landið hjá ungmennum frá Gambíu sem heimsóttu Rauða krossinn síðasta vetur. Þeir unnu síðan verkefni um land og þjóð og héldu sýningu á verkum sínum fyrir sjálfboðaliða Ísafjarðardeildar sem eru nemendur í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.
Ungmenni á Ísafirði og Gambíu skiptast á bréfum
Nemendur í 9. bekk Grunnskólans á Ísafirði hafa verið í bréfasamskiptum við börn á sama aldri í North Bank í Gambíu. Er þetta í tengslum við vinadeildarsamstarf milli Rauða kross deilda á Vestfjörðum og deilda í North Bank.
Nemendurnir fengu fræðslu um landið hjá ungmennum frá Gambíu sem heimsóttu Rauða krossinn síðasta vetur. Þeir unnu síðan verkefni um land og þjóð og héldu sýningu á verkum sínum fyrir sjálfboðaliða Ísafjarðardeildar sem eru nemendur í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.
100 ungbarnapakkar frá prjónahóp Skagafjarðardeildar!
Prjónahópur Skagafjarðardeildar sendi nú í lok nóvember frá sér 100 ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en um miðjan september barst þeim beiðnin um ungbarnapakkana svo þær hafa setið iðnar við.
Á hverjum þriðjudegi hittast þær stöllur sem eru venjulega fimm talsins en átta þegar best lætur og framleiða ógrynni af bleium, sokkum, peysum, húfum o.fl. á ungabörn. Þess má geta að á þriðjudögum, samhliða prjónaskapnum, eru þær einnig með nytja -og fatamarkað svo það er líf og fjör í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkróki.
100 ungbarnapakkar frá prjónahóp Skagafjarðardeildar!
Prjónahópur Skagafjarðardeildar sendi nú í lok nóvember frá sér 100 ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en um miðjan september barst þeim beiðnin um ungbarnapakkana svo þær hafa setið iðnar við.
Á hverjum þriðjudegi hittast þær stöllur sem eru venjulega fimm talsins en átta þegar best lætur og framleiða ógrynni af bleium, sokkum, peysum, húfum o.fl. á ungabörn. Þess má geta að á þriðjudögum, samhliða prjónaskapnum, eru þær einnig með nytja -og fatamarkað svo það er líf og fjör í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkróki.
Jafningjafræðsla á alþjóðlegum alnæmisdegi
Alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi er í dag 1. desember. Fræðsluhópur Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar hefur af því tilefni sinnt forvarnarfræðslu um alnæmi fyrir alla lífsleikninema Menntaskólans í Kópavogi undanfarna daga og vikur. Auk þess hélt hópurinn fyrirlestur og kynningu á Tyllidögum skólans í haust.
Fræðsluhópur sinnir fræðslu og forvörnum, bæði fyrir jafningja og yngri hópa og vinnur með eitt átaksverkefni á hverri önn. Verkefnið sem varð fyrir valinu í haust var fræðsla um alnæmi og hefur hópurinn leitast við að vekja jafningja sína til umhugsunar. Fræðslan var í formi hlutverkaleiks, auk fyrirlesturs þar sem fjallað var um helstu staðreyndir er varða sjúkdóminn. Fræðsluhópur vann þetta átaksverkefni í samstarfi við HIV–samtök Íslands.
Jafningjafræðsla á alþjóðlegum alnæmisdegi
Alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi er í dag 1. desember. Fræðsluhópur Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar hefur af því tilefni sinnt forvarnarfræðslu um alnæmi fyrir alla lífsleikninema Menntaskólans í Kópavogi undanfarna daga og vikur. Auk þess hélt hópurinn fyrirlestur og kynningu á Tyllidögum skólans í haust.
Fræðsluhópur sinnir fræðslu og forvörnum, bæði fyrir jafningja og yngri hópa og vinnur með eitt átaksverkefni á hverri önn. Verkefnið sem varð fyrir valinu í haust var fræðsla um alnæmi og hefur hópurinn leitast við að vekja jafningja sína til umhugsunar. Fræðslan var í formi hlutverkaleiks, auk fyrirlesturs þar sem fjallað var um helstu staðreyndir er varða sjúkdóminn. Fræðsluhópur vann þetta átaksverkefni í samstarfi við HIV–samtök Íslands.
Jafningjafræðsla á alþjóðlegum alnæmisdegi
Alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi er í dag 1. desember. Fræðsluhópur Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar hefur af því tilefni sinnt forvarnarfræðslu um alnæmi fyrir alla lífsleikninema Menntaskólans í Kópavogi undanfarna daga og vikur. Auk þess hélt hópurinn fyrirlestur og kynningu á Tyllidögum skólans í haust.
Fræðsluhópur sinnir fræðslu og forvörnum, bæði fyrir jafningja og yngri hópa og vinnur með eitt átaksverkefni á hverri önn. Verkefnið sem varð fyrir valinu í haust var fræðsla um alnæmi og hefur hópurinn leitast við að vekja jafningja sína til umhugsunar. Fræðslan var í formi hlutverkaleiks, auk fyrirlesturs þar sem fjallað var um helstu staðreyndir er varða sjúkdóminn. Fræðsluhópur vann þetta átaksverkefni í samstarfi við HIV–samtök Íslands.