Okkur líður svo vel eftir að hafa gert svona góðverk
Það er óhætt að segja að börn á Íslandi hafi brugðist við þegar jarðskjálftinn reið yfir Haítí. Rauði krossinn hefur fengið margar heimsóknir barna sem hafa safnað í hjálparstarfið. Allt fjármagn sem börn gefa til Rauða krossins með alls kyns söfnunum á þessu ári mun renna til barna á Haíti.
„Okkur líður svo vel eftir að hafa gert svona góðverk,“ sögðu þær stöllur Arnheiður Breiðfjörð Gísladóttir, Ásthildur Elísa Ágústsdóttir og Margrét Krístín Th. Leifsdóttir þegar þær afhentu formanni V-Barðastrandarsýsludeildar, Helgu Gísladóttur afraksturinn af tveim tombólum sem þær héldu í nýliðnum janúarmánuði, samtals kr.5.346.-.
Alþjóðlegir foreldrar hittast í sjálfboðamiðstöðinni
Góður hópur alþjóðlegra foreldra hittist í gærmorgun í sjálfboðamiðstöðinni eins og venjan er á fimmtudögum. Hópurinn samanstendur af foreldrum ólíkra landa sem eru heima með lítil börn sín. Auk Íslendinga eru foreldrar frá til dæmis Póllandi, Suður-Afríku, Japan og Ghana. Reglulega er boðið upp á fræðslu eða kynningar sem flestar tengjast börnum. Leikföng eru á staðnum fyrir börnin og léttar veitingar eru í boði. Þátttaka er ókeypis. Allir eru velkomnir, innfæddir og innflytjendur, hvort sem þeir tala enga eða einhverja íslensku.
Saga af munaðarlausum dreng á Haítí
Sebastían er einungis fimm mánaða gamall og er of ungur til að skilja að hann á ekki lengur móður.
Örbirgð í Grikklandi - Hvað gera stjórnvöld við skýrslu Flóttamannastofnunar SÞ
Fangelsið þar sem hann dvaldi fyrst eftir komuna til Grikklands var yfirfullt. Fólk hvert sem hann leit, ekkert pláss. Greinin birtist á Smugunni 27.10.2010.
Hjálparstarf Rauða krossins á Haítí komið á fullan skrið
Á þeim rúmu tveimur vikum sem liðnar eru frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir Haítí hefur Rauði krossinn aðstoðað hundruð þúsunda manna með dreifingu lífsnauðsynlegra hjálpargagna, hreinsun vatns og læknisþjónustu fyrir sjúka og slasaða. Neyðaraðgerðir hafa gengið framar vonum þrátt fyrir erfiðar aðstæður og að erfitt sé að koma hjálpargögnum inn í landið.
Rauði krossinn hefur hreinsað um 2,5 milljónir lítra af vatni en það svarar þörfum 100,000 manns á dag. Vatninu er dreift til íbúa Port-au-Prince og Leogane, til tjaldsjúkrahúsa Rauða krossins, og á svæði þar sem almenningur hefur safnast saman undir berum himni.
Listir og menning
Á miðvikudögum er annar opnunartími en vanalega yfir vetrarmánuðina, opið 11-18. Það þýðir að hádegisverði er sleppt og kvöldmatur framreiddur 16:30. En uppúr kl. 13 heldur ætíð misstór hópur á vit listagyðjunnar og fáar sýningar stærri safnanna fara fram hjá Vinjargenginu og þau minni heimsótt eins og hægt er. Í gær trítlaði sex manna hópur frá Hverfisgötu og upp Þingholtin, virti fyrir sér Hallgrímskirkju þar sem hurðarskipti eru að fara fram, spjallaði lítillega við hressa krakka á leikskólanum Grænuborg og gekk inn í Listasafn ASÍ við Freyjugötu.
Þar voru tveir útdannaðir piltar með sýningu, annars vegar Þorri Hringsson með málverkasýningu sína „Sjóndeildarhringur tilverunnar” þar sem hann sýnir róandi landslagsverk sín og það fer ekki fram hjá neinum að Þorri er verulega flinkur og hefur kannski ekki langt að sækja það. Hinsvegar var Jóhannes Dagsson að sýna ljósmyndir sínar undir fyrirsögninni „Firnindi”. Þar hefur Jóhannes gert stórbrotin landslagsverk úr allskyns efnum og fötunum sínum og var hinn listunnandi gönguhópur yfir sig ánægður með sýningarnar og að hafa drifið sig út í góðan göngutúr.
Hjálparstarf Rauða krossins á Haítí komið á fullan skrið
Á þeim rúmu tveimur vikum sem liðnar eru frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir Haítí hefur Rauði krossinn aðstoðað hundruð þúsunda manna með dreifingu lífsnauðsynlegra hjálpargagna, hreinsun vatns og læknisþjónustu fyrir sjúka og slasaða. Neyðaraðgerðir hafa gengið framar vonum þrátt fyrir erfiðar aðstæður og að erfitt sé að koma hjálpargögnum inn í landið.
Rauði krossinn hefur hreinsað um 2,5 milljónir lítra af vatni en það svarar þörfum 100,000 manns á dag. Vatninu er dreift til íbúa Port-au-Prince og Leogane, til tjaldsjúkrahúsa Rauða krossins, og á svæði þar sem almenningur hefur safnast saman undir berum himni.
Frábært framlag í prjónakaffi
Í dag var haldið prjónakaffi í sjálfboðamiðstöðinni og er það fyrsta prjónakaffið á nýju ári. Fjöldi prjónandi sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framalag mætti og átti ánægjulega stund saman. Deildinni barst við þetta tækifæri sérstakt framlag til kaupa á garni fyrir verkefnið. Afkomendur Önnu Bjarnadóttur, sem hefur verið sjálfboðaliði í þessu verkefni í fjölda ára, ákváðu fyrir jól að í stað þess að gefa hvort öðru jólagjafir myndu þau styrkja verkefnið. Framlagið nam 98 þúsundum króna og er þetta annað árið sem afkomendurnir styrkja deildina með þessum hætti. Björk Guðmundsdóttir, sem einnig er sjálfboðaliði í verkefninu og dóttir Önnu, afhenti deildinni framlagið fyrir hönd afkomendanna og deildin þakkar þeim kærlega fyrir þetta gjafmildi og hlýhug.
Rauði kross Íslands á Haítí - myndir
Rauði kross Íslands brást strax við þegar jarðskjálftinn reið yfir Haítí þann 12. janúar. Fjársöfnun fór af stað og Hlín Baldvinsdóttir sendifulltrúi hélt utan tveimur dögum síðar.
Rauði kross Íslands á Haítí - myndir
Rauði kross Íslands brást strax við þegar jarðskjálftinn reið yfir Haítí þann 12. janúar. Fjársöfnun fór af stað og Hlín Baldvinsdóttir sendifulltrúi hélt utan tveimur dögum síðar.
Íslenskur drengur gleður munaðarlausar frænkur á Haítí
Daníel Hans Erlendsson, 13 ára gamall sonur Erlends Birgissonar sem er félagi í alþjóðabjörgunarsveit Landsbjargar, gladdi tvær litlar munaðarlausar stúlkur á Haítí nú um helgina. Frænkurnar Bedjina Dufreus þriggja ára og Britney Louis 1 árs fengu báðar bangsa að gjöf frá Daníel sem hann hafði beðið Friðbjörn Sigurðsson sendifulltrúa Rauða kross Íslands fyrir.
Daníel Hans fylgdist vel með fréttum af jarðskjálftanum á Haítí meðan faðir hans vann við björgunarstörf við mjög erfiðar aðstæður. Honum rann til rifja að sjá myndir af börnum sem misst höfðu allt sitt, og fékk þá hugmynd að einhverjir gætu notið góðs af böngsunum sem hann hafði fyrir löngu lagt til hliðar.
Áramótakveðja frá formanni Stöðvarfjarðardeildar
Við jól og áramót er tilhlýðilegt að líta til baka og skoða það sem gert var á síðasta ári. Um leið og ég sendi nýárskveðjur til allra langar mig að segja frá því sem við í Stöðvarfjarðardeildinni höfum verið að bardúsa á síðasta ári.
Árið 2009 var stórt ár hjá okkur sem hófst með því að þann 6. janúar var okkur tilkynnt að við fengjum íbúðarhúsið Heimalund til afnota. Íbúðalánasjóður á húsið og sýnir okkur þessa rausn.
Við einhentun okkur í að gera húsið klárt, þrífa og laga og koma okkur fyrir. Að því loknu skipulögðum við dagskrá fyrir húsið og þann 24. janúar opnuðum við það með pompi og prakt og komu um 50 manns til okkar í kaffi þann dag.
Prjónavörur til sölu í sjálfboðamiðstöðinni í Hamraborg
Í sjálfboðamiðstöð deildarinnar eru nú til sölu prjónavörur sem sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hafa prjónað. Til sölu eru sokkar og vettlingar í öllum stærðum og gerðum, húfur, treflar, ungbarnateppi og peysur á börn. Andvirði sölunnar verður nýtt til garnkaupa fyrir sjálfboðaliðana en auk þessa varnings prjóna þeir ungbarnaföt fyrir börn í neyð í Malaví í Afríku. Þá eru prjónaflíkur þeirra einnig seldar í Rauða kross búðum á höfuðborgarsvæðinu.
Góðum árangri náð miðað við erfiðar aðstæður
HLÍN Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, fór til Haítí sl. sunnudag og starfar hún nú sem fjármálastjóri í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins í landinu. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 23. janúar 2010.
Íslenskur drengur gleður munaðarlausar frænkur á Haítí
Daníel Hans Erlendsson, 13 ára gamall sonur Erlends Birgissonar sem er félagi í alþjóðabjörgunarsveit Landsbjargar, gladdi tvær litlar munaðarlausar stúlkur á Haítí nú um helgina. Frænkurnar Bedjina Dufreus þriggja ára og Britney Louis 1 árs fengu báðar bangsa að gjöf frá Daníel sem hann hafði beðið Friðbjörn Sigurðsson sendifulltrúa Rauða kross Íslands fyrir.
Daníel Hans fylgdist vel með fréttum af jarðskjálftanum á Haítí meðan faðir hans vann við björgunarstörf við mjög erfiðar aðstæður. Honum rann til rifja að sjá myndir af börnum sem misst höfðu allt sitt, og fékk þá hugmynd að einhverjir gætu notið góðs af böngsunum sem hann hafði fyrir löngu lagt til hliðar.
Vel heppnuð aðlögun flóttakvenna
Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands og settust að á Akranesi. Aðlögun hópsins gengur vel og lítil hnáta hefur meira að segja bæst í hópinn eins og Sigríður B. Tómasdóttir komst að í heimsókn á Skagann. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23. janúar 2010.
Vel heppnuð aðlögun flóttakvenna
Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands og settust að á Akranesi. Aðlögun hópsins gengur vel og lítil hnáta hefur meira að segja bæst í hópinn eins og Sigríður B. Tómasdóttir komst að í heimsókn á Skagann. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23. janúar 2010.
Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands á Haítí
Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands starfa nú að hjálparstörfum á Haítí. Hlín Baldvinsdóttir stjórnar fjármálum samhæfingarteymis Alþjóða Rauða krossins á staðnum og Friðbjörn Sigurðsson læknir starfar í tjaldsjúkrahúsi þýska Rauða krossins í Port-au-Prince.
Hlín segir að margir hjálparstarfsmenn vinni nánast allan sólarhringinn, einkum hjúkrunarstarfsfólk, enda þarfirnar gífurlegar. Margir hafa verið með brotin bein síðan á þriðjudag í síðustu viku án þess að hafa komist undir læknishendur.
Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands á Haítí
Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands starfa nú að hjálparstörfum á Haítí. Hlín Baldvinsdóttir stjórnar fjármálum samhæfingarteymis Alþjóða Rauða krossins á staðnum og Friðbjörn Sigurðsson læknir starfar í tjaldsjúkrahúsi þýska Rauða krossins í Port-au-Prince.
Hlín segir að margir hjálparstarfsmenn vinni nánast allan sólarhringinn, einkum hjúkrunarstarfsfólk, enda þarfirnar gífurlegar. Margir hafa verið með brotin bein síðan á þriðjudag í síðustu viku án þess að hafa komist undir læknishendur.
Hjálpargögn Rauða kross Íslands komin til Haítí
Eitt þúsund skyndihjálparpakkar Rauða kross Íslands eru nú komnir til Haítí. Sjálfboðaliðar haítíska Rauða krossins hafa því hjúkrunargögn til að gera að sárum fólks vítt og breitt um Port-au-Prince.
Hjálpargögnin voru flutt til Port-au-Prince með flugvél sem íslenska utanríkisráðuneytið sendi eftir íslensku rústabjörgunarsveitinni, sem þar var að störfum frá því skömmu eftir að jarðskjálftinn mikli varð í síðustu viku.
Menntun fjöldahjálparstjóra
Fjöldahjálparstjóranámskeið var haldið á vegum neyðarnefndar höfuðborgarsvæðis í vikunni. Færri komust að en vildu og verður því boðið upp á nýtt námskeið fljótlega sem verður auglýst á heimasíðunni undir dálknum Á döfinni.
Skemmtilegt er frá því að segja að á meðan verðandi fjöldahjálparstjórar fræddumst um neyðarvarnir og fjöldahjálp voru fjöldahjálparstjórar að aðstoða við pökkun skyndihjálparbúnaðar sem sendur var til Haítí.
Þessir nýju fjöldahjálparstjórar bætast á lista fólks sem er tilbúið til að vera til taks ef til almannavarnarástands kemur.
Menntun fjöldahjálparstjóra
Fjöldahjálparstjóranámskeið var haldið á vegum neyðarnefndar höfuðborgarsvæðis í vikunni. Færri komust að en vildu og verður því boðið upp á nýtt námskeið fljótlega sem verður auglýst á heimasíðunni undir dálknum Á döfinni.
Skemmtilegt er frá því að segja að á meðan verðandi fjöldahjálparstjórar fræddumst um neyðarvarnir og fjöldahjálp voru fjöldahjálparstjórar að aðstoða við pökkun skyndihjálparbúnaðar sem sendur var til Haítí.
Þessir nýju fjöldahjálparstjórar bætast á lista fólks sem er tilbúið til að vera til taks ef til almannavarnarástands kemur.
Liðsauki, föt og ungmenni
Kynningarfundur fyrir sjálfboðaliðana í liðsaukaverkefninu var haldinn hjá Stöðvarfjarðardeildinni þann 18. janúar og mættu 14 manns.
Tekinn hefur verið inn lopi í Litlu Rauða kross búðinni og hefur það fengið góðan hljómgrunn. Grunnskólastelpur frá 9 ára aldri, eru komnar í hópinn föt sem framlag og mæta annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19.
Ungmennastarfið er að fara af stað aftur og verður t.d. á miðvikudagskvöldum.
Aukið samstarf Kópavogsdeildar og Menntaskólans við Hamrahlíð
Kópavogsdeild hefur um árabil átt í gjöfulu samstarfi við Menntskólann við Hamrahlíð en nemar innan svokallaðrar IB-brautar hafa sinnt margs konar sjálfboðaliðastarfi fyrir deildina frá árinu 2006. IB–braut stendur fyrir International Baccalaureate en það er alþjóðleg námsbraut til stúdentsprófs þar sem nær allt námið fer fram á ensku en sjálfboðið starf er einnig hluti námsins.
Hjálpargögn Rauða kross Íslands komin til Haítí
Eitt þúsund skyndihjálparpakkar Rauða kross Íslands eru nú komnir til Haítí. Sjálfboðaliðar haítíska Rauða krossins hafa því hjúkrunargögn til að gera að sárum fólks vítt og breitt um Port-au-Prince.
Hjálpargögnin voru flutt til Port-au-Prince með flugvél sem íslenska utanríkisráðuneytið sendi eftir íslensku rústabjörgunarsveitinni, sem þar var að störfum frá því skömmu eftir að jarðskjálftinn mikli varð í síðustu viku.
Samhugur og menntun í Grunnskólanum á Ísafirði
Rauði krossinn heimsótti Grunnskólann á Ísafirði á dögunum og fengu allir nemendur og kennarar skólans fræðslu. Tilefnið var þemadagur í skólanum sem bar heitið samhugur og menntun.
Hrefna Magnúsdóttir formaður Ísafjarðardeildar var með fræðslu fyrir nemendur í 8. - 10. bekk um Rauða krossinn og Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi sagði frá vinadeildarsamstarfi milli Rauða kross deilda á Vestfjörðum og í North Bank í Gambíu.
Nemendur í 9. bekk grunnskólans eru í vinasambandi við grunnskóla í Gambíu og var nemendunum hrósaði fyrir samhug og góða samvinnu sem ríkir á milli nemendanna.
Brýnt að gera að meiðslum fórnarlamba skjálftans sem fyrst
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí hafa aðstoðað slasaða íbúa frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir fyrir rúmri viku. Sjálfboðaliðarnir hafa bæði unnið á víðavangi þar sem fólk hefur safnast saman, og einnig inni á þeim sjúkrahúsum sem enn eru starfhæf því þau ná engan veginn að annast alla þá sem þangað leita hjálpar.
Þær Michelle Yvétia og Emmanuella Michel hafa gert að sárum 15-200 manns á dag. Þær eru báðar hjúkrunarfræðingar og eru frá Gonavaies héraði á Haítí þar sem fellibylir hafa aftur og aftur valdið miklum usla. Þær eru báðar sjálfboðaliðar Rauða krossins og þekkja afleiðingar hamfara af eigin raun. Þær fóru því eins fljótt og þær gátu til Port-au-Prince til að bjóða fram krafta sína.
Tombóla
Þessar vösku stúlkur söfnuðu vænni upphæð með tombóluhaldi og færðu Grindavíkurdeild Rauða krossins að gjöf. Þær fengu að sjálfsögðu viðurkenningarskjal og smá glaðning frá deildinni í þakklætisskyni á Bókasafni Grindavíkur en Margrét Gísladóttir, forstöðumaður safnsins og sjálfboðaliði hjá Grindavíkurdeild RKÍ hefur tekið að sér að halda utan um tombólubörnin okkar.
Grindavíkurdeild þakkar Angelu Björg, Bjarndísi Sól og Höllu Emilíu kærlega fyrir þeirra væna framlag.
Gistir í tjaldbúðum
Friðbjörn Sigurðsson læknir á Landspítala fer til Haítí til að starfa með þýska og finnska Rauða krossinum.
Viðtal við Friðbjörn birtist í DV 20. janúar í „Maður dagsins"
Gistir í tjaldbúðum
Friðbjörn Sigurðsson læknir á Landspítala fer til Haítí til að starfa með þýska og finnska Rauða krossinum.
Viðtal við Friðbjörn birtist í DV 20. janúar í „Maður dagsins"
Hugað að neyðarvörnum
Haldinn var fræðslufundur með neyðarvarnanefnd Rauða kross deilda í Árnessýslu, en hana skipa tveir fulltrúar frá Hveragerðisdeild og þrír fulltrúar frá Árnesingadeild. Deildirnar hófu samstarf um neyðarvarnir í kjölfar jarðskjálftanna vorið 2008, en þá reyndi mikið á sjálfboðaliða deildanna sem að þessum málaflokki vinna.
Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarnamála Rauða krossins stýrði fundi og fór til að byrja með yfir hlutverk neyðarnefnda, bæði á neyðartímum og utan þeirra. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að sjálfboðaliðar séu vel þjálfaðir til að vera öruggir í hlutverki sínu þegar til aðgerða kemur.
Hugað að neyðarvörnum
Haldinn var fræðslufundur með neyðarvarnanefnd Rauða kross deilda í Árnessýslu, en hana skipa tveir fulltrúar frá Hveragerðisdeild og þrír fulltrúar frá Árnesingadeild. Deildirnar hófu samstarf um neyðarvarnir í kjölfar jarðskjálftanna vorið 2008, en þá reyndi mikið á sjálfboðaliða deildanna sem að þessum málaflokki vinna.
Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarnamála Rauða krossins stýrði fundi og fór til að byrja með yfir hlutverk neyðarnefnda, bæði á neyðartímum og utan þeirra. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að sjálfboðaliðar séu vel þjálfaðir til að vera öruggir í hlutverki sínu þegar til aðgerða kemur.
Gistir í tjaldbúðum
Friðbjörn Sigurðsson læknir á Landspítala fer til Haítí til að starfa með þýska og finnska Rauða krossinum.
Viðtal við Friðbjörn birtist í DV 20. janúar í „Maður dagsins"
Brýnt að gera að meiðslum fórnarlamba skjálftans sem fyrst
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí hafa aðstoðað slasaða íbúa frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir fyrir rúmri viku. Sjálfboðaliðarnir hafa bæði unnið á víðavangi þar sem fólk hefur safnast saman, og einnig inni á þeim sjúkrahúsum sem enn eru starfhæf því þau ná engan veginn að annast alla þá sem þangað leita hjálpar.
Þær Michelle Yvétia og Emmanuella Michel hafa gert að sárum 15-200 manns á dag. Þær eru báðar hjúkrunarfræðingar og eru frá Gonavaies héraði á Haítí þar sem fellibylir hafa aftur og aftur valdið miklum usla. Þær eru báðar sjálfboðaliðar Rauða krossins og þekkja afleiðingar hamfara af eigin raun. Þær fóru því eins fljótt og þær gátu til Port-au-Prince til að bjóða fram krafta sína.
Hjálpargögn Rauða krossins komin til Haítí í kvöld
Skyndihjálpargögn og annar búnaður sem Rauði kross Íslands var beðinn um að útvega vegna jarðskjálftans í Haítí fór um borð í flugvél á vegum utanríkisráðuneytisins í gærkvöldi. Vélin fór að sækja íslensku alþjóða björgunarsveitina. Áætluð lending í Port-au-Prince er um klukkan 14 að íslenskum tíma.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins brugðust að vanda skjótt við þegar leitað var til þeirra vegna pökkunar hjálpargagnanna og frágangs þeirra í flugvélina.
Áhugasamir sjálfboðaliðar í stjórn
Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands óskar eftir áhugasömum sjálfboðaliðum til setu í stjórn deildarinnar næsta árið.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannúðarmálum og vera tilbúinn til að taka að sér einstök verkefni á vegum deildarinnar. Ekki er verra að viðkomandi hefi einhverja reynslu af stjórnarstörfum en það er þó ekki skilyrði.
Til að gera sér grein fyrir verkefnum deildarinnar er gott að skoða heimasíðu deildarinnar undir „eldri fréttir“ . Stjórnarfundir eru haldnir einu sinni í mánuði.
Upplýsingar veita:
Ágústa Gísladóttir, 8231922
Valdís Kristinsdóttir, 6637617
Laufey Birgisdóttir, 6597595
Ingibjörg Reynisdóttir, 8641332
Um hundrað nemendur hafa lokið áfanga um sjálfboðið starf
Frá byrjun árs 2006 hafa nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi getað valið áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf sem kallast SJÁ 102. Kennarar í Menntaskólanum í Kópavogi og fulltrúar Kópavogsdeildar tóku sig saman um að hanna áfangann með það að markmiði að gefa nemendum færi á að kynnast sjálfboðnu starfi og fá það metið sem hluta af námi sínu. Í áfanganum vinna nemendur sjálfboðin störf eins og aðstoð við aldraða, heimsóknir til langveikra barna í Rjóðrinu, stuðning og námsaðstoð fyrir jafningja, þátttaka í að stýra verkefnum fyrir unga innflytjendur og unglinga sem kallast Enter og Eldhugar eða stuðning við fólk með geðraskanir í athvarfinu Dvöl.
Hjálpargögn Rauða krossins komin til Haítí í kvöld
Skyndihjálpargögn og annar búnaður sem Rauði kross Íslands var beðinn um að útvega vegna jarðskjálftans í Haítí fór um borð í flugvél á vegum utanríkisráðuneytisins í gærkvöldi. Vélin fór að sækja íslensku alþjóða björgunarsveitina. Áætluð lending í Port-au-Prince er um klukkan 14 að íslenskum tíma.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins brugðust að vanda skjótt við þegar leitað var til þeirra vegna pökkunar hjálpargagnanna og frágangs þeirra í flugvélina.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí
„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."
Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí
Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí. Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.
„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."
Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí
Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí. Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.
„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."
Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí
Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí. Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.
„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."
Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí
Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí. Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.
„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."
Íslenskur læknir á leið til Haítí ásamt hjálpargögnum Rauða krossins
Friðbjörn Sigurðsson læknir fer á morgun til Haítí þar sem hann mun starfa með læknateymi þýska Rauða krossins í einn mánuð. Friðbjörn vann á sjúkrahúsi á Haítí í tvo mánuði fyrir tæpum 20 árum.
Friðbjörn fer með flugvél á vegum utanríkisráðuneytisins sem fer þangað til að sækja íslensku alþjóðabjörgunarsveitina. Hjálpargögn sem Alþjóða Rauði krossins hefur sérstaklega beðið Rauða kross Íslands að útvega fara einnig með flugvélinni. Um er að ræða 1.000 skyndihjálparpakka sem sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu í gær, loftkælibúnaður fyrir skurðstofur, dísilrafstöðvar og annar sjúkrabúnaður.
Íslenskur læknir á leið til Haítí ásamt hjálpargögnum Rauða krossins
Friðbjörn Sigurðsson læknir fer á morgun til Haítí þar sem hann mun starfa með læknateymi þýska Rauða krossins í einn mánuð. Friðbjörn vann á sjúkrahúsi á Haítí í tvo mánuði fyrir tæpum 20 árum.
Friðbjörn fer með flugvél á vegum utanríkisráðuneytisins sem fer þangað til að sækja íslensku alþjóðabjörgunarsveitina. Hjálpargögn sem Alþjóða Rauði krossins hefur sérstaklega beðið Rauða kross Íslands að útvega fara einnig með flugvélinni. Um er að ræða 1.000 skyndihjálparpakka sem sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu í gær, loftkælibúnaður fyrir skurðstofur, dísilrafstöðvar og annar sjúkrabúnaður.
Íslenskur læknir á leið til Haítí ásamt hjálpargögnum Rauða krossins
Friðbjörn Sigurðsson læknir fer á morgun til Haítí þar sem hann mun starfa með læknateymi þýska Rauða krossins í einn mánuð. Friðbjörn vann á sjúkrahúsi á Haítí í tvo mánuði fyrir tæpum 20 árum.
Friðbjörn fer með flugvél á vegum utanríkisráðuneytisins sem fer þangað til að sækja íslensku alþjóðabjörgunarsveitina. Hjálpargögn sem Alþjóða Rauði krossins hefur sérstaklega beðið Rauða kross Íslands að útvega fara einnig með flugvélinni. Um er að ræða 1.000 skyndihjálparpakka sem sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu í gær, loftkælibúnaður fyrir skurðstofur, dísilrafstöðvar og annar sjúkrabúnaður.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí
Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí. Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.
„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."
Rauði krossinn ítrekar tilmæli um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands á grundvelli Dublinar reglugerðar
Nýlega kom út skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna með niðurstöðum könnunar um ástand hælismála í Grikklandi. Flóttamannastofnun lét gera skýrsluna meðal annars með tilliti til endursendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dublinar reglugerðarinnar svokölluðu.
Rauði kross Íslands sendir hjálpargögn beint til Haítí
Sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands munu pakka 1.000 skyndihjálparpökkum í kvöld fyrir skyndihjálparteymi sem veita slösuðum aðstoð á Haítí. Þetta er hluti af nauðsynlegum hjálpargögnum sem Alþjóða Rauða krossinn hefur sérstaklega beðið um. Pökkunin fer frem í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25, og hefst kl. 19:00.
Hjálpargögnin verða send með flugvél sem gert er ráð fyrir að muni flytja íslensku alþjóðabjörgunarsveitina frá Haítí. Rauði kross Íslands sendir einnig loftkælibúnaður fyrir sjúkraskurðsstofur, rafstöðvar og rafala fyrir starfsemi tjaldsjúkrahúsa og færanlegra sjúkrastöðva með vélinni.
Á níræðisaldri og prjónar sokka og velinga
Hann Héðinn Höskuldsson er einn af mörgum sem leggja Rauða krossinum lið. Þó er það með nokkuð sértökum hætti fyrir mann á níræðisaldri, en hann er nefnileg vel liðtækur með prjónana og prjónar af miklum myndarskap. Að sögn þá lærði hann að prjóna á unglingsárum og hefur haldið því áfram til þessa dags. Hann hefur m.a. prjónað bæði á börnin og barnabörnin og nú er það líka Rauði krossinn sem nýtur þessa hæfileika Héðins.
Viltu tala meiri íslensku? Samvera á morgun
Sjálfboðaliðar deildarinnar munu halda áfram að hitta innflytjendur sem vilja læra meiri íslensku og verður fyrsta samveran á nýju ári á morgun. Sjálfboðaliðarnir og innflytjendurnir hittast á þriðjudögum kl. hálfsex í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs, við Hábraut 2 og tala saman á íslensku í klukkutíma. Samverurnar eru fyrir þá sem vilja þjálfa sig í notkun íslenskunnar og auka við orðaforða sinn.
Rauði kross Íslands sendir hjálpargögn beint til Haítí
Sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands munu pakka 1.000 skyndihjálparpökkum í kvöld fyrir skyndihjálparteymi sem veita slösuðum aðstoð á Haítí. Þetta er hluti af nauðsynlegum hjálpargögnum sem Alþjóða Rauða krossinn hefur sérstaklega beðið um. Pökkunin fer frem í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25, og hefst kl. 19:00.
Hjálpargögnin verða send með flugvél sem gert er ráð fyrir að muni flytja íslensku alþjóðabjörgunarsveitina frá Haítí. Rauði kross Íslands sendir einnig loftkælibúnaður fyrir sjúkraskurðsstofur, rafstöðvar og rafala fyrir starfsemi tjaldsjúkrahúsa og færanlegra sjúkrastöðva með vélinni.
Hlín komin til Port-au-Prince
Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross islands, er nú komin til Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí. Tæplega 200 alþjóðlegir sérfræðingar Rauða krossins eru nú að störfum á hamfarasvæðinu auk þúsunda sjálfboðaliða Rauða krossins í Haítí.
Neyðarteymi Rauða krossins vinna nú að því að setja upp vatnshreinsistöðvar á opnum svæðum þar sem fólk hefur safnast saman og hefst við undir beru lofti. Þegar hefur tekist að koma upp búnaði sem þjónar þúsundum manna. Tjaldsjúkrahús með aðstöðu til að framkvæma flóknar skurðaðgerðir og annast slasaða hafa verið reist, og eins eru færanleg sjúkrateymi að störfum um borgina. Þá verður unnið að því að setja sem fyrst upp bráðabirgðaskýli fyrir heimilislausa.
Hlín komin til Port-au-Prince
Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross islands, er nú komin til Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí. Tæplega 200 alþjóðlegir sérfræðingar Rauða krossins eru nú að störfum á hamfarasvæðinu auk þúsunda sjálfboðaliða Rauða krossins í Haítí.
Neyðarteymi Rauða krossins vinna nú að því að setja upp vatnshreinsistöðvar á opnum svæðum þar sem fólk hefur safnast saman og hefst við undir beru lofti. Þegar hefur tekist að koma upp búnaði sem þjónar þúsundum manna. Tjaldsjúkrahús með aðstöðu til að framkvæma flóknar skurðaðgerðir og annast slasaða hafa verið reist, og eins eru færanleg sjúkrateymi að störfum um borgina. Þá verður unnið að því að setja sem fyrst upp bráðabirgðaskýli fyrir heimilislausa.
Alþjóða Rauði krossinn eykur neyðarbeiðni um 100 milljón dollara vegna Haítí
Alþjóða Rauði krossinn hefur aukið neyðarbeiðni sína um tæpa 100 milljónir bandaríkjadollara (12,5 milljarða íslenskra króna) til að aðstoða 300.000 íbúa á Haítí í 3 ár. Fyrri neyðarbeiðni hjálparsamtakanna frá 13. janúar hljóðaði upp á 10 milljónir dollara.
„Þessi nýja neyðarbeiðni endurspeglar þá gífurlegu þörf sem íbúar á Haítí munu glíma við næstu mánuði og ár," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Jarðskjálftinn hefur lagt líf margra Haítíbúa hreinlega í rúst í allri merkingu þess orðs, og því margir sem þurfa á hjálp að halda til að byggja upp tilveru sína aftur og tryggja lífsviðurværi þeirra."
Alþjóða Rauði krossinn eykur neyðarbeiðni um 100 milljón dollara vegna Haítí
Alþjóða Rauði krossinn hefur aukið neyðarbeiðni sína um tæpa 100 milljónir bandaríkjadollara (12,5 milljarða íslenskra króna) til að aðstoða 300.000 íbúa á Haítí í 3 ár. Fyrri neyðarbeiðni hjálparsamtakanna frá 13. janúar hljóðaði upp á 10 milljónir dollara.
„Þessi nýja neyðarbeiðni endurspeglar þá gífurlegu þörf sem íbúar á Haítí munu glíma við næstu mánuði og ár," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Jarðskjálftinn hefur lagt líf margra Haítíbúa hreinlega í rúst í allri merkingu þess orðs, og því margir sem þurfa á hjálp að halda til að byggja upp tilveru sína aftur og tryggja lífsviðurværi þeirra."
Næstu tveir sólarhringar skipta sköpum við björgun mannslífa á Haítí
Rauði kross Íslands hefur þegar sent söfnunarfé til neyðaraðgerða Alþjóða Rauða krossins vegna hamfaranna í Haítí. Um 17 milljónir króna hafa safnast á fyrstu tveimur sólarhringunum. Ljóst er að mikil þörf verður fyrir fjármagn vegna uppbyggingar á eyjunni í kjölfar neyðaraðgerðanna.
Rauði krossinn vinnur nú að því að hlúa að slösuðum, koma heimilislausum í öruggt skjól og dreifa mat og öðrum nauðsynjum til fórnarlamba jarðskjálftans. Næstu tveir sólarhringar skipta sköpum í björgun fólks úr rústunum. Aðgerðir Rauða krossins nú beinast að því að sinna brýnustu þörfum íbúa á hamfarasvæðunum með dreifingu matvæla, tryggja þeim aðgang að hreinu vatni, setja upp neyðarskýli, veita sálrænan stuðning og sinna leitarþjónustu fyrir þá sem hafa misst samband við ástvini.
Rausnarleg gjöf
Mikið átak hefur átt sér stað í neyðarvörnum Grindavíkurdeildar RKÍ síðastliðið ár og þáttur í því hefur meðal annars verið að þjálfa leiðbeinendur í skyndihjálp og sálrænum stuðningi. Deildin hefur nú á sínum snærum tvo leiðbeinendur í skyndihjálp og þrjá leiðbeinendur í sálrænum stuðningi sem fyrirtæki og stofnanir geta fengið til að halda námskeið fyrir starfsfólk sitt.
Til að leiðbeinandi geti komið fræðslu sinni og kennslu sem best til skila þá skiptir máli að hafa þau tæki sem til þarf. Endurlífgunardúkka er eitt mikilvægasta tækið í skyndihjáparkennslu og var orðin veruleg þörf á að endurnýja hana hjá deildinni. Það er því óhætt að segja að hlaupið hafi á snærið hjá Grindavíkurdeild þegar henni barst þessi góða
Fyrsta samvera Eldhuga á nýju ári
Eldhugar Kópavogsdeildar hittust í fyrsta sinn á nýju ári í gær en þeir hittast í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar alla á fimmtudaga kl. 17.30-19.00. Fyrsta samveran fór í að setja saman dagskrá fyrir vorið. Mikill hugur er í unga fólkinu sem stefnir að mörgum viðfangsefnum á vorönn. Þau munu meðal annars fá leiklistarkennslu og taka þátt í Evrópuviku gegn kynþáttafordómum sem haldin verður í marsmánuði. Eldhugar stefna að því að vera með lítinn hlutverkaleik á þeim viðburði og taka þátt í því að vekja fólk til umhugsunar um fordóma. Auk þess verður haldin ,,Gettu betur Eldhugi” spurningakeppni og ,,Alias” mót. Þá munu Eldhugar heimsækja önnur ungmenni í Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu, fræðast með þeim um ýmis málefni og hafa gaman saman. Síðast en ekki síst stefna þeir að því að gefa út annað tölublað af Eldhugablaðinu á vordögum.
Næstu tveir sólarhringar skipta sköpum við björgun mannslífa á Haítí
Rauði kross Íslands hefur þegar sent söfnunarfé til neyðaraðgerða Alþjóða Rauða krossins vegna hamfaranna í Haítí. Um 17 milljónir króna hafa safnast á fyrstu tveimur sólarhringunum. Ljóst er að mikil þörf verður fyrir fjármagn vegna uppbyggingar á eyjunni í kjölfar neyðaraðgerðanna.
Rauði krossinn vinnur nú að því að hlúa að slösuðum, koma heimilislausum í öruggt skjól og dreifa mat og öðrum nauðsynjum til fórnarlamba jarðskjálftans. Næstu tveir sólarhringar skipta sköpum í björgun fólks úr rústunum. Aðgerðir Rauða krossins nú beinast að því að sinna brýnustu þörfum íbúa á hamfarasvæðunum með dreifingu matvæla, tryggja þeim aðgang að hreinu vatni, setja upp neyðarskýli, veita sálrænan stuðning og sinna leitarþjónustu fyrir þá sem hafa misst samband við ástvini.
Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag
Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.
Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.
Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag
Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.
Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.
Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag
Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.
Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.
Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag
Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.
Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.
Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag
Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.
Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.
Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag
Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.
Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.
Níu milljónir safnast á fyrsta sólarhring vegna Haítí
Íslenska þjóðin hefur brugðist fádæma vel við söfnun Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí. Hátt í níu milljónir króna hafa safnast síðasta sólarhring í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og með beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.
Hjálpargögn eru þegar byrjuð að berast til Port-au-Prince frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Panama og eins var birgðaflugvél send frá Genf nú síðdegis með 40 tonn af lyfjum og tækjabúnaði sem duga til að veita um 10.000 manns læknisaðstoð næstu þrjá mánuði. Í gær dreifði Alþjóða Rauði krossinn lyfjum og öðrum vörum til sjúkrahúsa sem hafa getað haldið út starfsemi í höfuðborginni Port-au-Prince sem duga til að veita um 1.200 manns aðstoð.
Níu milljónir safnast á fyrsta sólarhring vegna Haítí
Íslenska þjóðin hefur brugðist fádæma vel við söfnun Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí. Hátt í níu milljónir króna hafa safnast síðasta sólarhring í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og með beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.
Hjálpargögn eru þegar byrjuð að berast til Port-au-Prince frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Panama og eins var birgðaflugvél send frá Genf nú síðdegis með 40 tonn af lyfjum og tækjabúnaði sem duga til að veita um 10.000 manns læknisaðstoð næstu þrjá mánuði. Í gær dreifði Alþjóða Rauði krossinn lyfjum og öðrum vörum til sjúkrahúsa sem hafa getað haldið út starfsemi í höfuðborginni Port-au-Prince sem duga til að veita um 1.200 manns aðstoð.
Blóðgjafar í Grindavík
Blóðbankabíllinn kom í sína reglubundnu ferð til Grindavíkur í vikunni. Aukin áhersla var á að auglýsa komu bílsins en það skilaði sér ekki alveg eins og væntingar stóðu til því þátttaka var undir meðallagi eða 41 blóðgjafi. Nokkrir mættu til viðbótar en máttu ekki gefa.
Samkvæmt tölum frá 2005-2009 hafa verið á bilinu 31-63 blóðgjafar í hverri ferð til Grindavíkur eða að meðaltali 47. Við stefnum að því að vera um eða yfir því næst þegar bíllinn kemur.
Aðspurðir sögðu starfsmenn blóðbankabílsins að 60- 80 blóðgjafar væru kjörþátttaka. Þau hafa fengið rúmlega
Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag
Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.
Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.
Níu milljónir safnast á fyrsta sólarhring vegna Haítí
Íslenska þjóðin hefur brugðist fádæma vel við söfnun Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí. Hátt í níu milljónir króna hafa safnast síðasta sólarhring í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og með beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.
Hjálpargögn eru þegar byrjuð að berast til Port-au-Prince frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Panama og eins var birgðaflugvél send frá Genf nú síðdegis með 40 tonn af lyfjum og tækjabúnaði sem duga til að veita um 10.000 manns læknisaðstoð næstu þrjá mánuði. Í gær dreifði Alþjóða Rauði krossinn lyfjum og öðrum vörum til sjúkrahúsa sem hafa getað haldið út starfsemi í höfuðborginni Port-au-Prince sem duga til að veita um 1.200 manns aðstoð.
Rauði kross Íslands með símasöfnun vegna jarðskjálftans í Haítí
Óttast er að þúsundir manna hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir eyjuna Haítí í gærkvöldi, og að tugþúsundir fjölskyldna þurfi á tafarlausri neyðaraðstoð að halda. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Haítí hafa unnið sleitulaust síðan í gærkvöldi að björgun og við að aðstoða sjúkrahús á hamfarasvæðinu við umönnun slasaðra.
Brýnustu aðgerðir nú eru björgun úr rústum, uppsetning bráðabirgða sjúkraskýla og að koma fólki sem fyrst í öruggt skjól. Alþjóðlegt teymi sérfræðinga frá Rauða krossinum mun koma til Haítí í dag til að veita aðstoð á hamfarasvæðunum.
„Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings," segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Rauði kross Íslands með símasöfnun vegna jarðskjálftans í Haítí
Óttast er að þúsundir manna hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir eyjuna Haítí í gærkvöldi, og að tugþúsundir fjölskyldna þurfi á tafarlausri neyðaraðstoð að halda. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Haítí hafa unnið sleitulaust síðan í gærkvöldi að björgun og við að aðstoða sjúkrahús á hamfarasvæðinu við umönnun slasaðra.
Brýnustu aðgerðir nú eru björgun úr rústum, uppsetning bráðabirgða sjúkraskýla og að koma fólki sem fyrst í öruggt skjól. Alþjóðlegt teymi sérfræðinga frá Rauða krossinum mun koma til Haítí í dag til að veita aðstoð á hamfarasvæðunum.
„Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings," segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Rauði kross Íslands með símasöfnun vegna jarðskjálftans í Haítí
Óttast er að þúsundir manna hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir eyjuna Haítí í gærkvöldi, og að tugþúsundir fjölskyldna þurfi á tafarlausri neyðaraðstoð að halda. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Haítí hafa unnið sleitulaust síðan í gærkvöldi að björgun og við að aðstoða sjúkrahús á hamfarasvæðinu við umönnun slasaðra.
Brýnustu aðgerðir nú eru björgun úr rústum, uppsetning bráðabirgða sjúkraskýla og að koma fólki sem fyrst í öruggt skjól. Alþjóðlegt teymi sérfræðinga frá Rauða krossinum mun koma til Haítí í dag til að veita aðstoð á hamfarasvæðunum.
„Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings," segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí
Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.
Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí
Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.
Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí
Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.
Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí
Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.
Andleg verðmæti á samveru heimsóknavina
Heimsóknavinir hittust í sjálfboðamiðstöðinni í gær á sinni fyrstu samveru á nýju ári. Heimsóknavinirnir hittast annan þriðjudag í hverjum mánuði og reglulega er boðið upp á ýmis konar kynningar, fræðslu og hópefli. Í gær kom fulltrúi frá Lótushúsi og fjallaði um andleg verðmæti mannsins, eins og innri frið, styrk og kærleika. Erindið var áhugasamt og heimsóknavinirnir voru hæstánægðir með innleggið. Á þessum reglulegu samverum eru heimsóknavinir sem heimsækja meðal annars í heimahús, á sambýli aldraðra, á hjúkrunarheimili og í Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir.
Norðlenskir fjöldahjálparstjórar
Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra Rauða krossins á Norðurlandi var haldið á Húsavík um síðustu helgi og sóttu það tíu manns, allir frá Húsavíkurdeild utan einn frá Ólafsfjarðardeild.
Meirihluti þátttakenda var að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar en nokkrir að koma í fyrsta skipti og eru þeir sjálfboðaliðar sérstaklega boðnir velkomnir í hópinn.
Námskeiðið var með hefðbundnum hætti og samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.
Norðlenskir fjöldahjálparstjórar
Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra Rauða krossins á Norðurlandi var haldið á Húsavík um síðustu helgi og sóttu það tíu manns, allir frá Húsavíkurdeild utan einn frá Ólafsfjarðardeild.
Meirihluti þátttakenda var að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar en nokkrir að koma í fyrsta skipti og eru þeir sjálfboðaliðar sérstaklega boðnir velkomnir í hópinn.
Námskeiðið var með hefðbundnum hætti og samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.
Rauði kross Íslands með símasöfnun vegna jarðskjálftans í Haítí
Óttast er að þúsundir manna hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir eyjuna Haítí í gærkvöldi, og að tugþúsundir fjölskyldna þurfi á tafarlausri neyðaraðstoð að halda. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Haítí hafa unnið sleitulaust síðan í gærkvöldi að björgun og við að aðstoða sjúkrahús á hamfarasvæðinu við umönnun slasaðra.
Brýnustu aðgerðir nú eru björgun úr rústum, uppsetning bráðabirgða sjúkraskýla og að koma fólki sem fyrst í öruggt skjól. Alþjóðlegt teymi sérfræðinga frá Rauða krossinum mun koma til Haítí í dag til að veita aðstoð á hamfarasvæðunum.
„Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings," segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí
Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.
Fjöldi hælisumsókna á árinu 2009 og ákvarðanir Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytis á árinu 2009
Samkvæmt upplýsingum Rauða kross Íslands hafa alls 35 einstaklingar óskað eftir hæli á Íslandi frá 1. janúar til 30. desember 2009.
Skyndihjálparmaður ársins 2009 – tilnefningar óskast!
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi á árinu 2009? Ef svo er - sendu okkur upplýsingar.
Skyndihjálparmaður ársins 2009 – tilnefningar óskast!
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi á árinu 2009? Ef svo er - sendu okkur upplýsingar.
Ungmennastarfið fær góða heimsókn. Vilja gjarnan að Rauði kross Íslands taki upp búninga, en alls ekki marseringu!
Ungmennastarf Kjósarsýsludeildar fékk góða heimsókn á fyrsta fundi ársins. Susan Yuen, 19 ára sjálfboðaliði Rauða krossins frá Hong Kong kom og sagði frá ungmennastarfinu þar. Umgjörð starfsins í Hong Kong er talsvert ólíkt því sem þekkist hér á landi og margt sem kom krökkunum á óvart.
Ströng inntökuskilyrði eru inn í ungmennastarfið í Hong Kong, þar sem umsækjendur sitja námskeið og taka próf úr sögu Rauða krossins, grundvallarmarkmiðum og mannúðarstefnunni sem allir sjálfboðaliðar hafa að leiðarljósi í starfi sínu. Rauði krossinn í Hong Kong er sá eini í heiminum sem marserar ennþá á fundum og þarf langar og strangar æfingar til að ná góðum tökum á marseringunni.
Ungmennastarfið fær góða heimsókn. Vilja gjarnan að Rauði kross Íslands taki upp búninga, en alls ekki marseringu!
Ungmennastarf Kjósarsýsludeildar fékk góða heimsókn á fyrsta fundi ársins. Susan Yuen, 19 ára sjálfboðaliði Rauða krossins frá Hong Kong kom og sagði frá ungmennastarfinu þar. Umgjörð starfsins í Hong Kong er talsvert ólíkt því sem þekkist hér á landi og margt sem kom krökkunum á óvart.
Ströng inntökuskilyrði eru inn í ungmennastarfið í Hong Kong, þar sem umsækjendur sitja námskeið og taka próf úr sögu Rauða krossins, grundvallarmarkmiðum og mannúðarstefnunni sem allir sjálfboðaliðar hafa að leiðarljósi í starfi sínu. Rauði krossinn í Hong Kong er sá eini í heiminum sem marserar ennþá á fundum og þarf langar og strangar æfingar til að ná góðum tökum á marseringunni.
Fyrstu samverur á nýju ári
Fyrstu samverur ýmissa hópa hjá deildinni á þessu ári verða í þessari viku. Heimsóknavinir ríða á vaðið á morgun, þriðjudag, og hittast í sjálfboðamiðstöðinni. Á samverunni verður boðið upp á erindi um andleg verðmæti, eins og innri frið og kærleika. Enter-hópurinn hittist svo á miðvikudaginn en í honum eru ungir innflytjendur sem stunda nám í Hjallaskóla. Þá munu alþjóðlegir foreldrar mæta í sjálfboðamiðstöðina á fimmtudagsmorgun en það eru íslenskir og erlendir foreldarar sem koma saman. Eldhugarnir hittast svo seinni partinn á fimmtudaginn en það eru 13-16 ára ungmenni í Kópavogi.
Blóðbankabíllinn kemur
Blóðbankabíllinn verður í Grindavík
við Rauðakrosshúsið
þriðjudaginn 12.janúar kl. 10:00-17:00
Allir velkomnir - Munum að blóðgjöf er lífgjöf
Enn er ekki séð fyrir endann á afleiðingum fellibylsins á Filippseyjum
Í borginni Calamba í Laguna héraði á Filippseyjum búa 300 fjölskyldur enn í fjöldahjálparstöðvum eftir að fellibylurinn Ketsana reið yfir svæðið. Nú eru liðnir þrír mánuðir frá því að þessar skelfilegu hamfarir áttu sér stað en fjárskortur hamlar því að fórnarlömbin fái þá aðstoð sem þau þurfa á að halda. Þeir sem búa í fjöldahjálparstöðvunum fá mat og hjálpargögn frá Rauða krossinum á Filippseyjum en helst af öllu vill fólkið geta farið heim sem fyrst.
Jelita Ajes hefur nú búið í fjöldahjálparstöð á skólalóð í borginni í næstum þrjá mánuði. „Við komum eftir fellibylinn og höfum búið hér síðan. Húsið okkar er enn á kafi í mittisdjúpu vatni," segir hún. Flóðin á Filippseyjum voru svo mikil að ekki er búist við því að vatnið sjatni að fullu fyrr en í febrúar eða mars á þessu ári.
Sjálfboðaliða vantar í Dvöl
Sjálfboðaliða vantar í Dvöl við Reynihvamm 43. Dvöl er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við að geðsjúkdóma að stríða. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki í rekstri Dvalar með því að taka þátt í starfsemi athvarfsins og veita gestunum félagsskap.
Heimsókn frá Hong Kong
Unglingastarf deildarinnar fékk heimsókn frá Hong Kong. Susan Yuen kom og hitti meðlimi Móralls og sagði stelpunum frá ungmennastarfinu í Hong Kong.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita aðstoð vegna bruna
Sjálfboðaliðar úr viðbragðshópi Rauða krossins voru kallaðir út á fimmta tímanum í nótt vegna bruna á Hverfisgötu 28, og veittu þeir íbúum þar aðhlynningu. Húsið sem er gamalt timburhús varð alelda á skömmum tíma.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoðuðu íbúana á meðan á slökkvistarfi stóð, veittu þeim áfallahjálp og tryggðu öllum húsaskjól í nótt. Fylgst verður áfram með þolendum og þeim boðin frekari aðstoð Rauða krossins næstu daga ef á þarf að halda.
Leikskólabörnin á Norðurbergi styrkja Rauða krossinn
Leikskólabörnin á Leikskólanum Norðurbergi afhentu Hafnarfjarðardeild Rauða krossins fjárstyrk að upphæð 26.367 krónur sem er afrakstur söfnunar allt síðasta ár.
Börnin unnu verkefni með því að safna dósum og flöskum á ferðum sínum með leikskólanum en í desember var bætt um betur og safnað dósum heima sem var bætt við söfnunina.
Styrkurinn rennur til barna í Malaví í Afríku en allt það fé sem börn á Íslandi styrktu Rauða krossinn með tombólusölu og öðrum fjáröflunum rennur til verkefnisins í Malaví. Á árinu 2009 söfnuðust rúmlega 800 þúsund krónur. Malaví er eitt af fátækustu ríkjum heims og staðsett í suðurhluta Afríku.
Við óskum eftir Félagsvinum
Finnst þér huggulegt að drekka kaffi og spjalla eða gera eitthvað skemmtilegt í góðum félagsskap? Hefur þú áhuga á að láta gott af þér leiða og opna dyr samfélagsins fyrir annarri manneskju?
Félagsvinur er sjálfboðaliði sem veitir manneskju af erlendum uppruna stuðning við að fóta sig í íslensku samfélagi. Hægt er að velja á milli tveggja verkefna: Félagsvinur kvenna af erlendum uppruna þar sem tengdar eru saman tvær konur sem þróa með sér eins konar vináttusamband þar sem markmið og þróun sambandsins eru ákveðin í sameiningu. Hins vegar Félagsvinur barna af erlendum uppruna þar sem sjálfboðaliðinn veitir barninu aukið bakland í hinu nýja samfélagi sem felur í sér að gera eitthvað skemmtilegt með barninu, aðstoða við heimanám eða tómstundagaman.
Þátttaka í verkefnunum tekur ekki mikinn tíma, aðeins fáeinar klukkustundir á mánuði, en þessar klukkustundir geta gert gæfumuninn fyrir einstaklinga sem vilja aðlagast breyttum lífsháttum, læra tungumálið, kynnast Íslendingum og verða meiri þátttakendur í samfélaginu.
Rauði kross Íslands tekur þátt í samstarfi um mannréttindafræðslu í skólum, félags- og æskulýðsstarfi
Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Námsgagnastofnun hafa látið þýða og gefa út á íslensku bókina KOMPÁS en hún kom fyrst út hjá Evrópuráðinu árið 2002.
Kjörnefnd tekur á móti tilnefningum
Stjórn Kópavogsdeildar samþykkti á fundi sínum þann 3. desember síðastliðinn að mynda þriggja manna kjörnefnd sem gera á tillögu um hverjir verði í kjöri til formanns, í stjórn og varastjórn á aðalfundi deildarinnar 2010. Verkefni kjörnefndar er að undirbúa kosningar stjórnar- og skoðunarmanna í samræmi við lög félagsins og tryggja að nægilega margir hæfir einstaklingar verði í framboði til þess að fylla þau sæti sem laus eru.