26. febrúar 2010 : Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið undirrita samstarfsyfirlýsingu

Rauði kross Íslands og utanríkisráðuneytið undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu til ársins 2011 um alþjóðlegt hjálparstarf og aukna áherslu á mikilvægi alþjóðlegra mannúðarlaga. Þetta samstarf grundvallast meðal annars á sérstöðu Rauða krossins, sem hefur bæði stoðhlutverk gagnvart stjórnvöldum og lögbundið hlutverk á óvissu- og átakatímum sem kveðið er á um í Genfarsamningunum.

Samkvæmt samstarfsyfirlýsingunni munu utanríkisráðuneytið og Rauði kross Íslands starfa saman að útbreiðslu mannúðarlaga á vettvangi landsnefndar um mannúðarrétt, meðal annars að stuðla að fræðslu um mannúðarlög innan stofnana ráðuneytisins.

26. febrúar 2010 : Börnin á Álfaborg safna fyrir Haítí

Það er fátt skemmtilegra en að hitta og spjalla við börnin í  leikskólunum og ýmislegt sem þeim dettur í hug.  Þau hafa eins og flestir  fylgst með heimsfréttunum  og eru svo sannarlega tilbúin að hjálpa ef þau geta. Þannig var það hjá börnunum í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd sem á Degi leikskólans opnuðu listsýningu í Ráðhúsi Svalbarðsstrandar. Sýningin sem var sölusýning fluttist síðan viku seinna í matsal Kjarnafæðis og var þar í viku. Tilefni sýningarinnar var að vekja athygli á starfi leikskólans en jafnframt að láta gott af sér leiða og safna fé fyrir börn sem urðu illa úti í jarðskjálftanum  á Haítí í síðasta mánuði. Sýninguna sóttu vel á annað hundrað manns og söfnuðu börnin á Álfaborg með þessu framtaki sínu hvorki meira né minna en 112. 832 krónum. Inni  í þeirri upphæð er framlag Svalbarðsstrandarhrepps sem nemur 100 kr. á hvern íbúa hreppsins.  
 

 

26. febrúar 2010 : Fjöldahjálparstöð virkjuð vegna ófærðar í Borgarfirði

Leitað var til Rauða kross deildarinnar í Borgarfirði í gærkvöldi vegna fjölda manns sem var veðurtepptur og fyrirséð að þyrfti að útvega gistingu. Um 300 manns þurftu að gista í Borgarnesi í nótt vegna ófærðar og slæms veðurs á Vesturlandi, þar af tæplega hundrað grunnskólanemar af höfuðborgarsvæðinu.

Vegna mikillar ófærðar innanbæjar reyndist ekki unnt að opna fjöldahjálparstöð í grunnskólanum, sem er á neyðaráætlun deildarinnar skilgreindur sem fjöldahjálparstöð, en þess í stað var tekið á móti fólki í félagsmiðstöðinni Óðali sem er staðsett í Menntaskóla Borgarfjarðar.

Milli 50 og 60 manns gistu í félagsmiðstöðinni en aðrir höfðu fengið inni á gistiheimilum, hótelum og einhverjir í heimahúsum.

Sjálfboðaliðar voru að störfum fram undir morgun eða þar til búið var að ryðja helstu vegi og fólkið gat haldið ferð sinni áfram.

26. febrúar 2010 : Fjöldahjálparstöð virkjuð vegna ófærðar í Borgarfirði

Leitað var til Rauða kross deildarinnar í Borgarfirði í gærkvöldi vegna fjölda manns sem var veðurtepptur og fyrirséð að þyrfti að útvega gistingu. Um 300 manns þurftu að gista í Borgarnesi í nótt vegna ófærðar og slæms veðurs á Vesturlandi, þar af tæplega hundrað grunnskólanemar af höfuðborgarsvæðinu.

Vegna mikillar ófærðar innanbæjar reyndist ekki unnt að opna fjöldahjálparstöð í grunnskólanum, sem er á neyðaráætlun deildarinnar skilgreindur sem fjöldahjálparstöð, en þess í stað var tekið á móti fólki í félagsmiðstöðinni Óðali sem er staðsett í Menntaskóla Borgarfjarðar.

Milli 50 og 60 manns gistu í félagsmiðstöðinni en aðrir höfðu fengið inni á gistiheimilum, hótelum og einhverjir í heimahúsum.

Sjálfboðaliðar voru að störfum fram undir morgun eða þar til búið var að ryðja helstu vegi og fólkið gat haldið ferð sinni áfram.

25. febrúar 2010 : Þáttaskil hjá Kópavogsdeild

Í gærkvöldi var fjölmennur aðalfundur hjá deildinni og má með sanni segja að þáttaskil hafi orðið. Garðar H. Guðjónsson, sem gegnt hafði formennsku hjá deildinni í 8 ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og því var nýr formaður kjörinn, Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir. Ingibjörg Lilja hefur setið í stjórn deildarinnar frá 2003 og verið gjaldkeri síðustu tvö ár. Í fyrsta skipti í sögu deildarinnar var kosið um formann á milli tveggja frambjóðenda og hlaut Ingibjörg Lilja afgerandi kosningu. Hún er einnig fyrsti kvenformaður deildarinnar.

Þá var kosið um fjögur laus sæti í stjórninni og tvö í varastjórninni. Fimm sjálfboðaliðar höfðu gefið kost á sér fyrir fundinn og tveir gáfu kost á sér í aðalstjórnina á fundinum. Arnfinnur Daníelsson, Ívar Kristmannsson og Sigrún Árnadóttir voru kjörin til tveggja ára stjórnarsetu og Sigrún Hjörleifsdóttir til eins árs. Þau munu taka sæti Hildar Tryggvadóttur Flóvenz, Hjördísar Einarsdóttur, Hjartar Þ. Haukssonar og Ingibjargar Lilju Diðriksdóttur nýkjörins formanns. Gunnar M. Hansson var endurkjörinn í varastjórn til eins árs og Björn Kristján Arnarson kom nýr inn í varastjórnina og hlaut kosningu til tveggja ára.

25. febrúar 2010 : VIN – OPEN

Mánudaginn 1. mars heldur Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Skáksamband Íslands, stórmótið Vin – Open.

Hefst það kl. 12:30 og þarf að vera búið að skrá sig fyrir þann tíma.

Vin – Open er hliðarverkefni vegna Reykjavík  Open, eða MP Reykjavíkurskákmótsins, og er öllum opið. Stefnt er að því að nokkrir þátttakendur á mótinu, erlendir og innlendir,  muni taka þátt eins  og sl. ár þegar á þriðja tug þátttakenda var í stórskemmtilegu móti.

Teflt er um bikar auk þess sem vinningar verða veittir fyrir efstu sæti, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir:
bestan árangur: undir 2000 elo stigum, undir 1500 stigum og bestan árangur stigalausra.

25. febrúar 2010 : Unglingar á flótta í Reykjanesbæ

Hlutverkaleikurinn Á flótta var haldinn á Keilissvæðinu á Miðnesheiðinni um síðustu helgi. Þátttakendur voru að vanda hópur ungs fólks sem var tilbúið að setja sig í fótspor flóttamanna í heilan sólahring og taka þeim áskorunum sem flóttamenn í heiminum þurfa gjarnan að glíma við í sínu daglega lífi.  Það er Ungmennahreyfing Rauða krossins sem á veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd leiksins.

Í upphafi fá þátttakendur nýtt nafn, þjóðerni, vegabréf og jafnvel nýja fjölskyldu. Þarnæst hefst örlagarík atburðarás þar sem þátttakendur neyðast til þess að flýja lengri eða styttri vegalengdir, kljást við skæruliða, hermenn, svartamarkaðsbraskara, fólkssmyglara og skriffinna, matarlausir, þreyttir og niðurlægðir. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er.

25. febrúar 2010 : Unglingar á flótta í Reykjanesbæ

Hlutverkaleikurinn Á flótta var haldinn á Keilissvæðinu á Miðnesheiðinni um síðustu helgi. Þátttakendur voru að vanda hópur ungs fólks sem var tilbúið að setja sig í fótspor flóttamanna í heilan sólahring og taka þeim áskorunum sem flóttamenn í heiminum þurfa gjarnan að glíma við í sínu daglega lífi.  Það er Ungmennahreyfing Rauða krossins sem á veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd leiksins.

Í upphafi fá þátttakendur nýtt nafn, þjóðerni, vegabréf og jafnvel nýja fjölskyldu. Þarnæst hefst örlagarík atburðarás þar sem þátttakendur neyðast til þess að flýja lengri eða styttri vegalengdir, kljást við skæruliða, hermenn, svartamarkaðsbraskara, fólkssmyglara og skriffinna, matarlausir, þreyttir og niðurlægðir. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er.

25. febrúar 2010 : Þáttaskil hjá Kópavogsdeild

Í gærkvöldi var fjölmennur aðalfundur hjá deildinni og má með sanni segja að þáttaskil hafi orðið. Garðar H. Guðjónsson, sem gegnt hafði formennsku hjá deildinni í 8 ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og því var nýr formaður kjörinn, Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir. Ingibjörg Lilja hefur setið í stjórn deildarinnar frá 2003 og verið gjaldkeri síðustu tvö ár. Í fyrsta skipti í sögu deildarinnar var kosið um formann á milli tveggja frambjóðenda og hlaut Ingibjörg Lilja afgerandi kosningu. Hún er einnig fyrsti kvenformaður deildarinnar.

Þá var kosið um fjögur laus sæti í stjórninni og tvö í varastjórninni. Fimm sjálfboðaliðar höfðu gefið kost á sér fyrir fundinn og tveir gáfu kost á sér í aðalstjórnina á fundinum. Arnfinnur Daníelsson, Ívar Kristmannsson og Sigrún Árnadóttir voru kjörin til tveggja ára stjórnarsetu og Sigrún Hjörleifsdóttir til eins árs. Þau munu taka sæti Hildar Tryggvadóttur Flóvenz, Hjördísar Einarsdóttur, Hjartar Þ. Haukssonar og Ingibjargar Lilju Diðriksdóttur nýkjörins formanns. Gunnar M. Hansson var endurkjörinn í varastjórn til eins árs og Björn Kristján Arnarson kom nýr inn í varastjórnina og hlaut kosningu til tveggja ára.

24. febrúar 2010 : Hlýja frá Íslandi í hvítrússneska kuldann

Kuldinn byrjar að nísta um leið og við stígum út úr Lada bílnum, sem hlýtur að vera frá Sovéttímanum. Í fanginu er hlýja frá Íslandi.

23. febrúar 2010 : Þorraveisla í Vin

Fyrir nokkrum vikum sendum við tölvupóst frá okkur í Vin á rás 2 þar sem hægt var að komast í lukkupott og vinna þorramatsveislu fyrir 15 manns.  Viti menn Vin var dregin út og vann!!! 

Ekki nóg með það því þegar haft var samband við veisluþjónustuna, Matborðið, sem gaf herlegheitin, þá bauð eigandinn í ljósi þess frábæra starfs sem hér væri unnið, að við fengjum þann mat sem þyrftum þ.e. allir sem skráðu sig í mat þegar veislan yrði skyldu fá að borða. Í stuttu máli voru hér yfir 30 manns í mat og gæddu sér á ljúffengum þorramat föstudaginn 19. febrúar. 

Allir fengu nóg og svo ríflega var skammtað að afgangurinn verður svo borðaður á eftir helgina.  Við þökkum Rás 2 og Matborðinu kærlega fyrir okkur.

23. febrúar 2010 : Grunnskólabörnin á Flateyri halda risatombólu

Nemendur í 5. til 8. bekkjum Grunnskólans á Flateyri tóku höndum saman og héldu tombólu í skólanum. Safnað var ýmsum varningi og auglýsing send í hvert hús í bænum með hvatningu um að styðja íbúa á Haítí sem urðu illa úti í jarðskjálfta í janúar.

Fjöldi manns mætti í skólann og studdi gott málefni. Nemendurnir söfnuðu á þennan hátt 30 þúsund krónum sem þeir afhentu Rauða krossinum.

Á myndinni eru hressar stúlkur sem unnu að tombóluhaldinu. Talið frá vinstri: Lawrence Sif Malagar, Karólína Júlía Edwardsdóttir og Anna Anika Jónína Guðmundsdóttir.
 

23. febrúar 2010 : Aðalfundur Kópavogsdeildar

Aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð.

Allir sjálfboðaliðar deildarinnar eru hvattir til að mæta til að taka þátt í því að gera upp síðasta starfsár og leggja á ráðin með framhaldið.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.

23. febrúar 2010 : Erfitt en gott að gera gagn

Friðbjörn Sigurðsson læknir var í rúman mánuð á vegum Rauða krossins í Port au Prince í Haítí. Skilvirkt starf.  Álagskvillar algengir. Fólk upplifir skjálftann aftur og aftur og getur ekki sofið. Greinin birtist í Morgunblaðinu 23.02.2010.

23. febrúar 2010 : Erfitt en gott að gera gagn

Friðbjörn Sigurðsson læknir var í rúman mánuð á vegum Rauða krossins í Port au Prince í Haítí. Skilvirkt starf.  Álagskvillar algengir. Fólk upplifir skjálftann aftur og aftur og getur ekki sofið. Greinin birtist í Morgunblaðinu 23.02.2010.

23. febrúar 2010 : Erfitt en gott að gera gagn

Friðbjörn Sigurðsson læknir var í rúman mánuð á vegum Rauða krossins í Port au Prince í Haítí. Skilvirkt starf.  Álagskvillar algengir. Fólk upplifir skjálftann aftur og aftur og getur ekki sofið. Greinin birtist í Morgunblaðinu 23.02.2010.

23. febrúar 2010 : Grunnskólabörnin á Flateyri halda risatombólu

Nemendur í 5. til 8. bekkjum Grunnskólans á Flateyri tóku höndum saman og héldu tombólu í skólanum. Safnað var ýmsum varningi og auglýsing send í hvert hús í bænum með hvatningu um að styðja íbúa á Haítí sem urðu illa úti í jarðskjálfta í janúar.

Fjöldi manns mætti í skólann og studdi gott málefni. Nemendurnir söfnuðu á þennan hátt 30 þúsund krónum sem þeir afhentu Rauða krossinum.

Á myndinni eru hressar stúlkur sem unnu að tombóluhaldinu. Talið frá vinstri: Lawrence Sif Malagar, Karólína Júlía Edwardsdóttir og Anna Anika Jónína Guðmundsdóttir.
 

22. febrúar 2010 : Námskeiðið Börn og umhverfi fyrir ungmenni fædd 1998 eða eldri

Námskeiðið Börn og umhverfi verður haldið sex sinnum hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins í maí og júní. Námskeiðin eru fyrir ungmenni fædd á árinu 1998 og eldri. Námskeiðið verður einnig haldið víðar um landið og munu auglýsingar birtast á vefnum jafnóðum og þau eru ákveðin undir liðnum Á döfinni.

Kennsla skiptist á fjögur kvöld og fer fram í húsnæði Reykjavíkurdeildar, Laugavegi 120. 5. hæð, kl. 18-21.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

22. febrúar 2010 : Námskeiðið Börn og umhverfi fyrir ungmenni fædd 1998 eða eldri

Námskeiðið Börn og umhverfi verður haldið sex sinnum hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins í maí og júní. Námskeiðin eru fyrir ungmenni fædd á árinu 1998 og eldri. Námskeiðið verður einnig haldið víðar um landið og munu auglýsingar birtast á vefnum jafnóðum og þau eru ákveðin undir liðnum Á döfinni.

Kennsla skiptist á fjögur kvöld og fer fram í húsnæði Reykjavíkurdeildar, Laugavegi 120. 5. hæð, kl. 18-21.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

22. febrúar 2010 : Námskeiðið Börn og umhverfi fyrir ungmenni fædd 1998 eða eldri

Námskeiðið Börn og umhverfi verður haldið sex sinnum hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins í maí og júní. Námskeiðin eru fyrir ungmenni fædd á árinu 1998 og eldri. Námskeiðið verður einnig haldið víðar um landið og munu auglýsingar birtast á vefnum jafnóðum og þau eru ákveðin undir liðnum Á döfinni.

Kennsla skiptist á fjögur kvöld og fer fram í húsnæði Reykjavíkurdeildar, Laugavegi 120. 5. hæð, kl. 18-21.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

22. febrúar 2010 : Prjónakaffi á miðvikudaginn

Prjónakaffi febrúarmánaðar verður haldið á miðvikudaginn í sjálfboðamiðstöðinni kl. 15-18. Þá verður miðstöðin full af áhugasömum prjónakonum sem eru sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag. Þær prjóna, sauma og hekla ungbarnaföt sem síðan er pakkað í þar til gerða fatapakka og sendir til barna og neyð erlendis. Þær búa til dæmis til litlar peysur, sokka, húfur og teppi. Þá fara einnig í pakkana samfellur, buxur, taubleyjur og treyjur. Alltaf síðasta miðvikudags hvers mánaðar koma prjónakonurnar saman í sjálfboðamiðstöðinni og eiga ánægjulega stund saman yfir prjónunum og kaffispjalli.

22. febrúar 2010 : Hyllti Kristján konung tíunda

Miklar eru þær breytingar sem hafa átt sér stað í íslensku samfélagi frá því hún Sigurrós fæddist fyrir hundrað árum. En áhersla hennar á að vera almennilega til fara hefur ekkert breyst á heilli öld. Greinin birtist í Morgunblaðinu 20.02.2010.

19. febrúar 2010 : Seldu myndir til styrktar börnum á Haítí

Börnin á leikskólanum Velli í Reykjanesbæ hafa nú bæst í hóp þeirra fjölda barna sem hafa komið börnum á Haítí til hjálpar vegna hamfaranna þar. Öll börnin, bæði lítil og smá teiknuðu myndir og seldu. Foreldrar og aðrir ættingjar keyptu síðan listaverkin og það söfnuðust 34.468 krónur.

Karl Georg Magnússon gjaldkeri Suðurnesjadeildar Rauða krossins heimsótti leikskólann í morgun og tók við styrknum af Bettý Gunnarsdóttur aðstoðarleikskólastjóra.

19. febrúar 2010 : Vinadeildasamstarf Kópavogsdeildar við Maputo-hérað í Mósambík

Kópavogsdeild hefur átt í vinadeildasamstarfi við deild Rauða krossins í Maputo-héraði í Mósambík frá árinu 2007. Markmiðið með samstarfinu er að efla starf beggja deilda og skapa tengsl á milli sjálfboðaliða deildarinnar.

Sjálfboðaliðahópur innan Kópavogsdeildar heldur utan um samstarfið og hefur meðal annars skrifað fréttabréf til vinadeildarinnar með upplýsingum um starfið í Kópavogsdeild, skipulagt fræðslu um samstarfið og aðstæður í Mósambík innan Kópavogsdeildar sem og utan. Auk þess hefur hópurinn haldið utan um fjáröflun til styrktar ungmennaverkefnum deildarinnar í Maputo-héraði.

19. febrúar 2010 : Hjálpa jafnöldrum sínum á Haítí

ÍSLENSK grunnskólabörn hafa brugðist sterkt við raunum Haíta eftir jarðskjálftana í byrjun janúar og hefur Rauði kross Íslands orðið var við aukningu í söfnunum af þeim sökum. Greinin birtist í Morgunblaðinu 19.02.2010.

19. febrúar 2010 : Seldu myndir til styrktar börnum á Haítí

Börnin á leikskólanum Velli í Reykjanesbæ hafa nú bæst í hóp þeirra fjölda barna sem hafa komið börnum á Haítí til hjálpar vegna hamfaranna þar. Öll börnin, bæði lítil og smá teiknuðu myndir og seldu. Foreldrar og aðrir ættingjar keyptu síðan listaverkin og það söfnuðust 34.468 krónur.

Karl Georg Magnússon gjaldkeri Suðurnesjadeildar Rauða krossins heimsótti leikskólann í morgun og tók við styrknum af Bettý Gunnarsdóttur aðstoðarleikskólastjóra.

17. febrúar 2010 : Fróðlegt hundaheimsóknanámskeið

Akureyrardeild Rauða krossins hélt námseið á dögunum fyrir þá heimsóknavini sem hyggjast taka hunda með sér í heimsóknir. Fjórir hundar tóku þátt og kom einn alla leið frá Skagafirði.

Í fyrri hluta námskeiðsins fengu umsjónarmenn hundanna fræðslu um verkefnið og í síðari hlutanum  voru hundarnir teknir út með tilliti til þess hvort þetta verkefni henti þeim og hvort þeir henti verkefninu.

Umsjón með námskeiðinu hafði Brynja Tomer sem er frumkvöðull að slíkum heimsóknum á vegum Rauða krossins. 

Eins og fyrr segir þá er þetta hluti af  Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins og fyrir þá sem áhuga hafa er best að setja  sig í samband við Rauða kross deildina í sinni heimabyggð eða verkefnisstjóra heimsóknavina á landsskrifstofunni í síma 570 4000.

17. febrúar 2010 : Fróðlegt hundaheimsóknanámskeið

Akureyrardeild Rauða krossins hélt námseið á dögunum fyrir þá heimsóknavini sem hyggjast taka hunda með sér í heimsóknir. Fjórir hundar tóku þátt og kom einn alla leið frá Skagafirði.

Í fyrri hluta námskeiðsins fengu umsjónarmenn hundanna fræðslu um verkefnið og í síðari hlutanum  voru hundarnir teknir út með tilliti til þess hvort þetta verkefni henti þeim og hvort þeir henti verkefninu.

Umsjón með námskeiðinu hafði Brynja Tomer sem er frumkvöðull að slíkum heimsóknum á vegum Rauða krossins. 

Eins og fyrr segir þá er þetta hluti af  Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins og fyrir þá sem áhuga hafa er best að setja  sig í samband við Rauða kross deildina í sinni heimabyggð eða verkefnisstjóra heimsóknavina á landsskrifstofunni í síma 570 4000.

17. febrúar 2010 : Myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk 20 ára og yngri

Hafnarfjarðardeild Rauða krossins efnir til myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk 20 ára og yngra. Þátttaka er heimill öllum félögum í Ungmennahreyfingu Rauða krossins af öllu landinu, en ekkert mál er að skrá sig félaga á staðnum.

Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 17:30 verður kynning á viðfangsefni samkeppnirnar sem eru grundvallarmarkmið Rauða krossins. Þann 25. febrúar kl. 17:30 kemur Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri Áramótsins 2009 og Astrópíu og leiðbeinir þátttakendum um framkvæmd verkefnisins.

Þessar kynningar fara fram í Sjálfboðaliðamiðstöðinni Strandgötu 24. Skilafrestur myndbanda er 18. mars og verða úrslit kynnt í mars.
Með innsendum myndböndum þarf að fylgja nafn, heimili, kennitala, símanúmer og tölvupóstfang viðkomandi þátttakenda. 

Taktu þátt!!!!  Vegleg verðlaun!!!!!!

 

17. febrúar 2010 : Myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk 20 ára og yngri

Hafnarfjarðardeild Rauða krossins efnir til myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk 20 ára og yngra. Þátttaka er heimill öllum félögum í Ungmennahreyfingu Rauða krossins af öllu landinu, en ekkert mál er að skrá sig félaga á staðnum.

Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 17:30 verður kynning á viðfangsefni samkeppnirnar sem eru grundvallarmarkmið Rauða krossins. Þann 25. febrúar kl. 17:30 kemur Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri Áramótsins 2009 og Astrópíu og leiðbeinir þátttakendum um framkvæmd verkefnisins.

Þessar kynningar fara fram í Sjálfboðaliðamiðstöðinni Strandgötu 24. Skilafrestur myndbanda er 18. mars og verða úrslit kynnt í mars.
Með innsendum myndböndum þarf að fylgja nafn, heimili, kennitala, símanúmer og tölvupóstfang viðkomandi þátttakenda. 

Taktu þátt!!!!  Vegleg verðlaun!!!!!!

 

17. febrúar 2010 : Öskudagurinn á Akureyri

Hann er líklega löngu hættur að hringja á dýralækninn bóndinn á Bjarnastöðum því að hann veit að þetta gengur yfir jafnhratt og það kom. En árlega taka beljurnar hans upp á því að baula mikið og verða hreinlega vitlausar. Líklega hlær hann bara að þessu líkt og allir gera á Öskudaginn og fær sér kannski kaffi þótt það sé víst ógeðslegt eitur. Auðvitað er hér verið að vitna til þess að börnin á Akureyri eru þennan dag út um allan bæ í klædd furðufötum  að syngja og safna sér nammi eða öðru góðgætis. Nokkrir hópar litu inn hjá okkur eins og meðfylgjandi myndir sýna.

 

17. febrúar 2010 : 34 manns á skyndihjálparnámskeiði hjá deildinni

Deildin hélt tvö almenn skyndihjálparnámskeið í vikunni og samtals sóttu 34 manns námskeiðin. Aldrei hafa fleiri sótt skyndihjálparnámskeið á einni viku hjá deildinni. Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Námskeiðin voru haldin í kjölfar 112-dagsins en hann er haldinn 11. febrúar ár hvert. Aðkoma almennings að vettvangi slysa, veikinda og áfalla var viðfangsefni 112-dagsins að þessu sinni og er ekki ólíklegt að umfjöllunin hafi ýtt við mörgum að fara á skyndihjálparnámskeið.

16. febrúar 2010 : Fyrsti ferfætti heimsóknavinur Kjósarsýsludeildar

Nú er Kjósarsýsludeild komin með sinn fyrsta heimsóknavin með hund og bjóðum við þær stöllur Heklu og eigenda hennar hjartanlega velkomnar til starfa! 

Hekla heimsækir reglulega ungan mann hér í Mosfellsbæ og er hverrar heimsóknar beðið með mikilli eftirvæntingu. Hekla skemmtir sér einnig hið besta í heimsóknunum og nýtur þess að vera miðpunktur athyglinnar. 

Þó nokkur undirbúningur liggur að baki hundaheimsókna. Eigendur hundanna byrja á því að láta skoða hundinn til að ganga úr skugga um að hann henti í verkefnið. Standist hundurinn matið þarf eigandinn að ljúka þriggja tíma námskeið fyrir almenna heimsóknavini og klukkutíma námskeiði sem er sér sniðið að hundaheimsóknum. Eftir það er fundinn gestgjafi sem vill fá heimsókn frá hundi og eiganda hans.

16. febrúar 2010 : Fyrsti ferfætti heimsóknavinur Kjósarsýsludeildar

Nú er Kjósarsýsludeild komin með sinn fyrsta heimsóknavin með hund og bjóðum við þær stöllur Heklu og eigenda hennar hjartanlega velkomnar til starfa! 

Hekla heimsækir reglulega ungan mann hér í Mosfellsbæ og er hverrar heimsóknar beðið með mikilli eftirvæntingu. Hekla skemmtir sér einnig hið besta í heimsóknunum og nýtur þess að vera miðpunktur athyglinnar. 

Þó nokkur undirbúningur liggur að baki hundaheimsókna. Eigendur hundanna byrja á því að láta skoða hundinn til að ganga úr skugga um að hann henti í verkefnið. Standist hundurinn matið þarf eigandinn að ljúka þriggja tíma námskeið fyrir almenna heimsóknavini og klukkutíma námskeiði sem er sér sniðið að hundaheimsóknum. Eftir það er fundinn gestgjafi sem vill fá heimsókn frá hundi og eiganda hans.

16. febrúar 2010 : Skyndihjálparhópur æfir á Narfastöðum

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman í fyrsta skipti á árinu til æfinga um helgina að Narfastöðum í Reykjadal.

Settar voru upp æfingastöðvar fyrri daginn þar sem þátttakendur rifjuðu upp skyndihjálparkunnáttu sína. Ein stöð var tileinkuð endurlífgun, önnur ýmislegu varðandi öndun og súrefnisgjöf, á þeirri þriðju var æft hvernig standa skuli að flutningi á slösuðum og undirbúningi fyrir slíkt og fjórðu ýmsar mælingar eins og blóðþrýstingur, blóðsykur og hjartalínurit. Seinni daginn var settur upp slysavettvangur þar sem meðlimir æfðu rétt viðbrögð. Leiðbeinandi var Jón Knutsen, formaður Akureyrardeildar.

 

 

16. febrúar 2010 : Skyndihjálparhópur æfir á Narfastöðum

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman í fyrsta skipti á árinu til æfinga um helgina að Narfastöðum í Reykjadal.

Settar voru upp æfingastöðvar fyrri daginn þar sem þátttakendur rifjuðu upp skyndihjálparkunnáttu sína. Ein stöð var tileinkuð endurlífgun, önnur ýmislegu varðandi öndun og súrefnisgjöf, á þeirri þriðju var æft hvernig standa skuli að flutningi á slösuðum og undirbúningi fyrir slíkt og fjórðu ýmsar mælingar eins og blóðþrýstingur, blóðsykur og hjartalínurit. Seinni daginn var settur upp slysavettvangur þar sem meðlimir æfðu rétt viðbrögð. Leiðbeinandi var Jón Knutsen, formaður Akureyrardeildar.

 

 

16. febrúar 2010 : Sautján manns í Rauðakrosshúsinu

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn héldu mót í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25 í gær. Þrátt fyrir að mótið hæfist kl. 13:30 voru 17 skráðir til leiks og nokkrir áhorfendur kíktu. Enn aðrir sem sóttu þarna námskeið litu á kempurnar í ham.

Skákstjórarnir Róbert Lagerman og Hrannar Jónsson græjuðu þetta létt, enda orðnir þvílíkt vanir. Róbert bar sigur úr býtum með 5 og hálfan af sex mögulegum, en 7 mínútna umhugsunartími var á mann. Má segja að Róbert hafi náð jafntefli við Kjartan Guðmundsson, flísalagningaspesíalista.
Boðið var upp á kaffi og meðlæti í Rauðakrosshúsinu að venju svo allir þátttakendur voru bara nokkuð góðir. Fimm efstu fengu bókaverðlaun og hann Kristinn Andri, Fjölnismaður, sem krækti í þrjá vinninga fékk unglingaverðlaunin.

16. febrúar 2010 : Skyndihjálparhópur æfir á Narfastöðum

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman í fyrsta skipti á árinu til æfinga um helgina að Narfastöðum í Reykjadal.

Settar voru upp æfingastöðvar fyrri daginn þar sem þátttakendur rifjuðu upp skyndihjálparkunnáttu sína. Ein stöð var tileinkuð endurlífgun, önnur ýmislegu varðandi öndun og súrefnisgjöf, á þeirri þriðju var æft hvernig standa skuli að flutningi á slösuðum og undirbúningi fyrir slíkt og fjórðu ýmsar mælingar eins og blóðþrýstingur, blóðsykur og hjartalínurit. Seinni daginn var settur upp slysavettvangur þar sem meðlimir æfðu rétt viðbrögð. Leiðbeinandi var Jón Knutsen, formaður Akureyrardeildar.

 

 

15. febrúar 2010 : Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar kynnir skyndihjálp

Í tilefni af 1-1-2 deginum þann 11.2. unnu Rauði krossinn í Borgarfirði og Neisti sameiginlega að kynningu í verslunarhúsnæði í Borgarnesi. Þar var Neisti með til sölu öryggisvörur fyrir heimili sem snúa að eldvörnum, kynnti sigurvegara í eldvarnargetraun og var með slökkviliðsbíl til sýningar sem vakti mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar.

Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar Rauða krossins sá um að dreifa skyndihjálparbæklingnum ,,Ertu til þegar á reynir“  til almennings og það þótti vel við hæfi vegna þess að 1-1-2 dagurinn snýr einmitt að því að vekja almenning til umhugsunar um neyðarlínuna 1-1-2 og skyndihjálp.

Á myndinni eru þær Guðrún Hildur Hauksdóttir,  Erla Björk Kristjánsdóttir og Salvör Svava Gylfadóttir úr ungmennastarfinu en þær stóðu sig aldeilis vel við kynninguna.
 

15. febrúar 2010 : Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar kynnir skyndihjálp

Í tilefni af 1-1-2 deginum þann 11.2. unnu Rauði krossinn í Borgarfirði og Neisti sameiginlega að kynningu í verslunarhúsnæði í Borgarnesi. Þar var Neisti með til sölu öryggisvörur fyrir heimili sem snúa að eldvörnum, kynnti sigurvegara í eldvarnargetraun og var með slökkviliðsbíl til sýningar sem vakti mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar.

Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar Rauða krossins sá um að dreifa skyndihjálparbæklingnum ,,Ertu til þegar á reynir“  til almennings og það þótti vel við hæfi vegna þess að 1-1-2 dagurinn snýr einmitt að því að vekja almenning til umhugsunar um neyðarlínuna 1-1-2 og skyndihjálp.

Á myndinni eru þær Guðrún Hildur Hauksdóttir,  Erla Björk Kristjánsdóttir og Salvör Svava Gylfadóttir úr ungmennastarfinu en þær stóðu sig aldeilis vel við kynninguna.
 

15. febrúar 2010 : Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar kynnir skyndihjálp

Í tilefni af 1-1-2 deginum þann 11.2. unnu Rauði krossinn í Borgarfirði og Neisti sameiginlega að kynningu í verslunarhúsnæði í Borgarnesi. Þar var Neisti með til sölu öryggisvörur fyrir heimili sem snúa að eldvörnum, kynnti sigurvegara í eldvarnargetraun og var með slökkviliðsbíl til sýningar sem vakti mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar.

Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar Rauða krossins sá um að dreifa skyndihjálparbæklingnum ,,Ertu til þegar á reynir“  til almennings og það þótti vel við hæfi vegna þess að 1-1-2 dagurinn snýr einmitt að því að vekja almenning til umhugsunar um neyðarlínuna 1-1-2 og skyndihjálp.

Á myndinni eru þær Guðrún Hildur Hauksdóttir,  Erla Björk Kristjánsdóttir og Salvör Svava Gylfadóttir úr ungmennastarfinu en þær stóðu sig aldeilis vel við kynninguna.
 

15. febrúar 2010 : Tæmdu sparibaukana fyrir börnin á Haítí

Börnin í 4. bekk í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri ákváðu að hafa söfnunarviku og safna peningum fyrir börnin á Haítí.

Aðferðin sem þau notuðu var hverjum og einum alveg frjáls. Til að mynda tæmdu þau sparibaukana sína,  gengu með hunda fyrir fólk gegn greiðslu og söfnuðu frjálsum framlögum með því að ganga í hús.

Upphaflega var ákveðið að taka eina skólaviku í verkefnið en ákafi barnanna var svo mikill að söfnuninni lauk á einni helgi og það söfnuðust 51.505 krónur.

15. febrúar 2010 : Heimsóknir til heilabilaðra

Kópavogsdeild leitar að sjálfboðaliðum, 30 ára og eldri, sem vilja vera heimsóknavinir og heimsækja heilabilaða einstaklinga. Heimsóknirnar eru bæði hugsaðar til að veita heilabiluðum félagsskap og rjúfa félagslega einangrun aðstandenda þeirra.

Allir sjálfboðaliðar verða teknir í viðtal og sitja undirbúningsnámskeið áður en heimsóknir hefjast. Næsta námskeið verður þriðjudaginn 23. febrúar. Hægt er að skrá sig með því að smella hér. Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga með menntun á sviði heilbrigðis- eða félagsmála og aðra sem hafa reynslu í þessum efnum til að láta gott af sér leiða. Um er að ræða vikulegar heimsóknir í 1-2 tíma í hvert skipti.

15. febrúar 2010 : Tæmdu sparibaukana fyrir börnin á Haítí

Börnin í 4. bekk í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri ákváðu að hafa söfnunarviku og safna peningum fyrir börnin á Haítí.

Aðferðin sem þau notuðu var hverjum og einum alveg frjáls. Til að mynda tæmdu þau sparibaukana sína,  gengu með hunda fyrir fólk gegn greiðslu og söfnuðu frjálsum framlögum með því að ganga í hús.

Upphaflega var ákveðið að taka eina skólaviku í verkefnið en ákafi barnanna var svo mikill að söfnuninni lauk á einni helgi og það söfnuðust 51.505 krónur.

15. febrúar 2010 : Tæmdu sparibaukana fyrir börnin á Haítí

Börnin í 4. bekk í barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri ákváðu að hafa söfnunarviku og safna peningum fyrir börnin á Haítí.

Aðferðin sem þau notuðu var hverjum og einum alveg frjáls. Til að mynda tæmdu þau sparibaukana sína,  gengu með hunda fyrir fólk gegn greiðslu og söfnuðu frjálsum framlögum með því að ganga í hús.

Upphaflega var ákveðið að taka eina skólaviku í verkefnið en ákafi barnanna var svo mikill að söfnuninni lauk á einni helgi og það söfnuðust 51.505 krónur.

12. febrúar 2010 : Sex íslenskir hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands á leið til Haítí

Sex íslenskir hjálparstarfsmenn eru á leið til Haíti nú um helgina að beiðni Alþjóða Rauða krossins.  Mánuður er nú liðinn frá því jarðskjálftinn mikli reið þar yfir, og hefur Alþjóða Rauði krossinn hækkað neyðarbeiðni sína úr 12 milljörðum íslenskra króna í 25 milljarða.

Fjórir hjúkrunarfræðingar, Áslaug Arnoldsdóttir, Maríanna Csillag, Erla Svava Sigurðardóttir og  Lilja Óskarsdóttir munu starfa við tjaldsjúkrahús þýska og finnska Rauða krossins í fátækrahverfinu Carrefour í Port-au-Prince.  Kristjón Þorkelsson verður ábyrgur fyrir skipulagningu vatnshreinsimála á meðan á neyðaraðgerðum stendur, og Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir gengur til liðs við alþjóðlegt sérfræðiteymi sem nú vinnur að skipulagningu uppbyggingarstarfs Rauða kross hreyfingarinnar á Haítí.

12. febrúar 2010 : Sex íslenskir hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands á leið til Haítí

Sex íslenskir hjálparstarfsmenn eru á leið til Haíti nú um helgina að beiðni Alþjóða Rauða krossins.  Mánuður er nú liðinn frá því jarðskjálftinn mikli reið þar yfir, og hefur Alþjóða Rauði krossinn hækkað neyðarbeiðni sína úr 12 milljörðum íslenskra króna í 25 milljarða.

Fjórir hjúkrunarfræðingar, Áslaug Arnoldsdóttir, Maríanna Csillag, Erla Svava Sigurðardóttir og  Lilja Óskarsdóttir munu starfa við tjaldsjúkrahús þýska og finnska Rauða krossins í fátækrahverfinu Carrefour í Port-au-Prince.  Kristjón Þorkelsson verður ábyrgur fyrir skipulagningu vatnshreinsimála á meðan á neyðaraðgerðum stendur, og Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir gengur til liðs við alþjóðlegt sérfræðiteymi sem nú vinnur að skipulagningu uppbyggingarstarfs Rauða kross hreyfingarinnar á Haítí.

12. febrúar 2010 : Hefur þú skoðun á atvinnumálunum?

Ef þú hefur skoðun á atvinnumálunum og þjóðmálum almennt þá vekjum við athygli á umræðum þjóðmálahóps sem hittist í sjálfboðamiðstöð Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins, Strandgötu 24, alla föstudaga kl. 10.

Í hópnum eru atvinnuleitendur sem hafa áhuga á að ræða vinnumarkaðs- og þjóðmál líðandi stundar. Ekki þarf að hafa neina sértæka þekkingu til að taka þátt í umræðunum, allt sem til þarf er áhugi.

Hópurinn er hluti af virkniúrræðum fyrir atvinnuleitendur og er það Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður sem heldur utanum hópinn. Umræður hópsins eru mjög fjörugar og tekið á mörgum málum. Nýverið fékk hópurinn bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson, í heimsókn til að ræða vinnumarkaðsmál og leiðir til úrlausnar á atvinnuleysi í Hafnarfirði. Hópurinn hefur hug á því að fá fleiri gesti til sín til skrafs og ráðagerða.

12. febrúar 2010 : Góð tilfinning að bjarga lífi

„AÐ hafa bjargað lífi föður míns er góð tilfinning,“ segir Magnea Tómasdóttir sem Rauði kross Íslands og fleiri útnefndu í gær skyndihjálparmann ársins 2009. Greinin birtist í Morgunblaðinu 12.02.2010.

12. febrúar 2010 : 1 1 2 dagurinn

112 dagurinn var haldinn um allt land fimmtudaginn 11. febrúar sl. eins og undanfarin ár Samstarfsaðilar um framkvæmd dagsins voru Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, Brunamálastofnun, slökkvilið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Flugstoðir.

Í ár var sjónum beint sérstaklega að aðkomu hins almenna borgara að vettvangi slysa, veikinda og annarra áfalla. Fyrstu viðbrögð almennings geta skipt sköpum um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun. Mikilvægt er að fólk

12. febrúar 2010 : Vin 17 ára

Mánudaginn 8. febrúar varð Vin 17 ára. Það var reyndar lokað þann dag, því þetta árið er lokað annan mánudag hvers mánaðar, svona vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Ákveðið var að vera ekki með neitt húllumhæ vegna afmælisins, heldur bara að fara saman út að borða og hafa  það huggulegt. Veitingastaðurinn Písa við Lækjargötu bauð smá afslátt fyrir tuttugu manna hópinn sem mættur var á miðvikudaginn,  rétt fyrir klukkan fimm. Pizzur og pastaréttir voru á boðstólnum auk dýrindis steikarmáltíða og fiskrétta og þá var bara að velja!

12. febrúar 2010 : Bjargaði föður sínum með því að beita hjartahnoði í 16 mínútur

Rauði kross Íslands hefur valið Magneu Tómasdóttur sem Skyndihjálparmann ársins 2009 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu. Magnea tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn.

Magnea bjargaði lífi föður síns, Tómasar Grétars Ólasonar, þegar hann fór í hjartastopp í sumarhúsi fjölskyldunnar á Hvalsnesi á Suðurnesjum. Magnea var þar ásamt honum, 18 mánaða gömlum syni sínum og 8 ára systurdóttur, Ernu Diljá. Tómas var að hvíla sig eftir kvöldmatinn í stofunni og þær frænkur voru að spila við borð í sama herbergi. Erna Diljá tók þá eftir því að afi var ekki eins og hann átti að sér að vera, og þegar Magnea sneri sér að föður sínum áttaði hún sig á því að hann hafði misst meðvitund og það kurraði í honum.

12. febrúar 2010 : Sex íslenskir hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands á leið til Haítí

Sex íslenskir hjálparstarfsmenn eru á leið til Haíti nú um helgina að beiðni Alþjóða Rauða krossins.  Mánuður er nú liðinn frá því jarðskjálftinn mikli reið þar yfir, og hefur Alþjóða Rauði krossinn hækkað neyðarbeiðni sína úr 12 milljörðum íslenskra króna í 25 milljarða.

Fjórir hjúkrunarfræðingar, Áslaug Arnoldsdóttir, Maríanna Csillag, Erla Svava Sigurðardóttir og  Lilja Óskarsdóttir munu starfa við tjaldsjúkrahús þýska og finnska Rauða krossins í fátækrahverfinu Carrefour í Port-au-Prince.  Kristjón Þorkelsson verður ábyrgur fyrir skipulagningu vatnshreinsimála á meðan á neyðaraðgerðum stendur, og Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir gengur til liðs við alþjóðlegt sérfræðiteymi sem nú vinnur að skipulagningu uppbyggingarstarfs Rauða kross hreyfingarinnar á Haítí.

11. febrúar 2010 : Bjargaði föður sínum með því að beita hjartahnoði í 16 mínútur

Rauði kross Íslands hefur valið Magneu Tómasdóttur sem Skyndihjálparmann ársins 2009 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu. Magnea tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn.

Magnea bjargaði lífi föður síns, Tómasar Grétars Ólasonar, þegar hann fór í hjartastopp í sumarhúsi fjölskyldunnar á Hvalsnesi á Suðurnesjum. Magnea var þar ásamt honum, 18 mánaða gömlum syni sínum og 8 ára systurdóttur, Ernu Diljá. Tómas var að hvíla sig eftir kvöldmatinn í stofunni og þær frænkur voru að spila við borð í sama herbergi. Erna Diljá tók þá eftir því að afi var ekki eins og hann átti að sér að vera, og þegar Magnea sneri sér að föður sínum áttaði hún sig á því að hann hafði misst meðvitund og það kurraði í honum.

11. febrúar 2010 : Nemendur kynna sér skyndihjálp

Rauði krossinn á Ísafirði stóð fyrir kynningu á neyðarlínunni 112 í samvinnu við slökkvilið Ísafjarðarbæjar á fimmudaginn í tilefni af 112 deginum.

11. febrúar 2010 : ríflega hundrað og fimmtíu ár

Þrír piltar, sem lengi hafa kíkt í Vin, héldu sameiginlega upp á afmæli sitt á föstudaginn, 5. febrúar. Voru þeir samanlegt ríflega 150 ára gamlir. Buðu þeir spræku drengir, Sigurður Fáfnir, Magnús Hákonarson og Eyjólfur Kolbeins, upp á brauðtertur og skúffuköku, gosdrykki og kaffi. Húsið fylltist því orðrómur berst hratt og úr varð stórskemmtileg veisla.

Óskar Einarsson sem lengi spilaði á börum bæjarins, kom með gítarinn og hélt uppi rífandi stemningu svo það var sannkallað partý frá kl. tvö til fjögur. Var sungið með, bæði íslenska slagara og Boney M og  einhverjir tóku léttan snúning á stofugólfinu.

11. febrúar 2010 : Þekking á skyndihjálp skiptir sköpum

Þeir sem hafa farið á námskeið í skyndihjálp á síðustu þremur árum treysta sér miklu fremur en aðrir til að veita bráðveikum eða mikið slösuðum einstaklingi skyndihjálp. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir 112 í tilefni af 112-deginum, sem haldinn er  í dag. Nær 80 prósent þátttakenda segjast hafa farið á námskeið í skyndihjálp en aðeins 27,1 prósent á síðustu þremur árum. Rúmlega fimmtungur hefur aldrei farið á námskeið í skyndihjálp. Mikill minnihluti fólks í þeim hópi segist myndu treysta sér til að veita ókunnugum, bráðveikum eða mikið slösuðum skyndihjálp, svo sem að beita hjartahnoði eða stöðva blæðingu.

Aðkoma almennings að vettvangi slysa, veikinda og áfalla er viðfangsefni 112-dagsins að þessu sinni, en hann er haldinn 11. febrúar ár hvert. Fyrstu viðbrögð geta skipt miklu um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir kunni skyndihjálp og treysti sér til að veita hana þegar á reynir. Mælt er með því að fólk endurnýi þekkingu sína í skyndihjálp með nokkurra ára millibili.

11. febrúar 2010 : Þekking á skyndihjálp skiptir sköpum

Þeir sem hafa farið á námskeið í skyndihjálp á síðustu þremur árum treysta sér miklu fremur en aðrir til að veita bráðveikum eða mikið slösuðum einstaklingi skyndihjálp. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir 112 í tilefni af 112-deginum, sem haldinn er  í dag. Nær 80 prósent þátttakenda segjast hafa farið á námskeið í skyndihjálp en aðeins 27,1 prósent á síðustu þremur árum. Rúmlega fimmtungur hefur aldrei farið á námskeið í skyndihjálp. Mikill minnihluti fólks í þeim hópi segist myndu treysta sér til að veita ókunnugum, bráðveikum eða mikið slösuðum skyndihjálp, svo sem að beita hjartahnoði eða stöðva blæðingu.

11. febrúar 2010 : Getur þú hjálpað þegar á reynir?

112-dagurinn verður haldinn víða um land í dag og næstu daga. Þema dagsins er aðkoma venjulegs fólks að vettvangi slysa, veikinda og áfalla. Viðbragðsaðilar koma sjaldnast fyrstir á vettvang slíkra atburða. Oftast kemur venjulegur borgari fyrst að, tilkynnir um atburðinn og veitir fyrstu aðstoð. Þessi fyrstu viðbrögð geta skipt miklu um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir kunni skyndihjálp og treysti sér til að veita hana þegar á reynir.

Margt verður gert til að vekja athygli á deginum og efni hans:

  • 112 blaðinu var dreift með Fréttablaðinu í morgun.
  • Kynntar verða niðurstöður Gallup-könnunar um skyndihjálparþekkingu landsmanna.
  • Fjöldi grunnskólabarna fær fræðslu um skyndihjálp og slysavarnir í tengslum við daginn.
  • Viðbragðsaðilar kynna skyndihjálp, slysavarnir og fleira.
  • Móttaka verður í Skógarhlíðinni þar sem Skyndihjálparmaður ársins verður útnefndur og verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni.

11. febrúar 2010 : Fermingarbörn á Álftanesi söfnuðu fyrir Haíti

FERMINGARFRÆÐSLA er með ýmsu móti og oft fá fermingarbörnin sjálf skemmtilegar hugmyndir að verkefnum til að vinna að. Greinin birtist í Morgunblaðinu 10.02.2010.

10. febrúar 2010 : Málþing, 18. febrúar: Sýnum hvað í okkur býr!

Í framhaldi af átaksverkefni síðasta árs þar sem leitast var við að hvetja annars vegar ungt fólk innan hreyfingarinnar að bjóða sig fram til stjórnarsetju og hins vegar deildir að gefa ungu fólki þetta tækifæri, höfum við ákveðið að halda annað málþing nú í vetur. Málþingið verður með öðru sniði en í fyrra en í þetta skipti verður lögð áhersla á hvað við getum lagt að mörkum til samfélagsins með því að setja okkur markmið og gera skriflegan samning við okkur sjálf um að taka þátt í verkefnum Rauða krossins.

10. febrúar 2010 : Ungt fólk til athafna 2010

Tæplega 5000 manns á aldrinum 16-29 ára eru atvinnulaus á Íslandi í dag. Þar af er stærsti hluti hópsins á Suðvesturhorninu. Þannig er atvinnuleysishlutfall fólks á aldinrum 16-24 ára nú um 18%, sem er gífurlega hátt í samanburði við margar nágrannaþjóðir okkar. Þar að auki eru atvinnuleysishorfur ekki bjartar næstu mánuði. Rannsóknir hafa sýnt að afleiðingar langtímaatvinnuleysis eru alvarlegastar fyrir ungt fólk. Staða ungra atvinnulausra er því afar viðkvæm, atvinnuleysi til langframa getur, ef ekkert er að gert leitt til vanlíðanar og mögulega örorku.

10. febrúar 2010 : Hefur þú áhuga á að taka þátt í nefndastarfi URKÍ?

Okkur vantar fólk til að taka að sér ýmis verkefni s.s. markaðs- og kynningarmál, verkefnastjórnun innanlands og alþjóðasamskipti. Einnig vantar okkur ritstjóra til að halda utan um nýja fréttabréfið okkar!

10. febrúar 2010 : Þátttaka ungs fólks á aðalfundinum í Nairobi

Formaður URKÍ hélt til Nairobi í Kenýa, ásamt öðrum úr íslensku sendinefndinni, til að sitja á aðalfundi Rauða krossins og Rauða hálfsmánans í nóvember. Eftir langt ferðalag, tók við stíf fundardagskrá, en margvísleg áhugaverð málefni voru tekin fyrir á fundinum. Eitt aðalmál fundarins var stefna hreyfingarinnar til 2020, svokölluð „Strategy 2020“ sem samþykkt var eftir miklar umræður. Gaman verður að fylgjast með hvernig þessi nýja stefna verður innleidd á næstu árum. Einnig fóru fram kosningar og var nýr formaður alþjóðasambandsins kosinn eftir spennandi kosningabaráttu, en sá heitir Tadateru Kanoé og kemur frá Japan.
 

10. febrúar 2010 : Hvaða málefni á URKÍ að leggja áherslu á á komandi árum?

Á komandi landsfundi URKÍ þann 24. Apríl er stefnt að því að leggja línurnar varðandi áherslur ungmennahreyfingarinnar á komandi misserum. Í því tilefni höfðum við hugsað okkur að skoða ákveðin málefni til hlítar en þau eru:
 

10. febrúar 2010 : Fréttablað í tölvupósti

URKÍ finnst mikilvægt að bæta samskiptin við ungt fólk innan hreyfingarinnar svo sem flestir viti hvað er að gerast hjá okkur hverju sinni. Því höfum við ákveðið að senda út regluleg fréttabréf með tölvupósti til allra sjálfboðaliða sem tilheyra ungmennahreyfingunni, þ.e. eru undir 35 ára aldri. Með þessu, vonumst við til að ná betur til ykkar allra, sem sameiningartákn ungs fólks innan hreyfingarinnar.

10. febrúar 2010 : Fjölmennur aðalfundur í Vestmannaeyjum

Rauða kross deild Vestmannaeyja hélt fjölmennan aðalfund í síðustu viku. Í skýrslu formanns kom fram hve starfið elftist á liðnu ári. Áhersla var lögð á kynningar  og auglýsingar út á við. Þetta skilaði sér í miklu sjálfboðastarfi með fjölmörgum verkefnum bæði gömlum og nýjum.

Meðal þeirra verkefna sem deildin vinnur að er „föt sem framlag“ þar sem öflugur sjálfboðaliðahópur útbýr litla fatapakka fyrir ung börn á aldrinum 0-1 árs. Sjálfboðaliðar koma saman í húsnæði deildarinnar og prjóna og sauma fatnað og aðrar nauðsynjar fyrir börnin. Þessi varningur er síðan sendur til staða þar sem neyð ríkir og þörf er brýn. Í desember sl. sendi deildin 200 fatapakka ásamt öðrum varningi til Hvíta Rússlands. Nú er búið að útbúa um 120 fatapakka sem væntanlega fara til vinadeildarinnar í Gambíu.

10. febrúar 2010 : Metþátttaka á samveru heimsóknavina

Samvera heimsóknavina var haldin í gær í sjálfboðamiðstöðinni og mættu 17 heimsóknavinir. Aldrei hafa mætt fleiri á þessar samverur. Þær eru haldnar annan þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina fyrir heimsóknavini sem starfa fyrir deildina. Þetta er tækifæri fyrir sjálfboðaliðana að hittast og eiga ánægjulega stund saman. Reglulega er boðið upp á fræðslu, kynningar eða hópefli. Á samverunni í gær kom slökunarfræðingur og markþjálfi og var með erindið „Hlúðu að sjálfum þér”.

10. febrúar 2010 : Nærbuxur úr notuðum handklæðum

Hópur sjálfboðaliða Árnesingadeildar sem starfar við verkefnið Föt sem framlag hittist í húsnæði deildarinnar annan hvern miðvikudag. Þegar sjálfboðaliðarnir sem eingöngu eru konur hittust eftir jólafrí var greinilegt að þær höfðu ekki setið auðum höndum yfir hátíðarnar.

Konurnar prjóna og sauma húfur, peysur, teppi, nærföt, peysur úr allskonar notuðum bolum og einstaklega góðar nærbuxur úr notuðum handklæðum og teygjulökum. Teygjurnar eru meira að segja endurnýttar.

Í desember sendi Rauði kross Íslands tvö þúsund ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en  Árnesingadeildin gaf 325 pakka í þá sendingu.

10. febrúar 2010 : Fjölmennur aðalfundur í Vestmannaeyjum

Rauða kross deild Vestmannaeyja hélt fjölmennan aðalfund í síðustu viku. Í skýrslu formanns kom fram hve starfið elftist á liðnu ári. Áhersla var lögð á kynningar  og auglýsingar út á við. Þetta skilaði sér í miklu sjálfboðastarfi með fjölmörgum verkefnum bæði gömlum og nýjum.

Meðal þeirra verkefna sem deildin vinnur að er „föt sem framlag“ þar sem öflugur sjálfboðaliðahópur útbýr litla fatapakka fyrir ung börn á aldrinum 0-1 árs. Sjálfboðaliðar koma saman í húsnæði deildarinnar og prjóna og sauma fatnað og aðrar nauðsynjar fyrir börnin. Þessi varningur er síðan sendur til staða þar sem neyð ríkir og þörf er brýn. Í desember sl. sendi deildin 200 fatapakka ásamt öðrum varningi til Hvíta Rússlands. Nú er búið að útbúa um 120 fatapakka sem væntanlega fara til vinadeildarinnar í Gambíu.

10. febrúar 2010 : Nærbuxur úr notuðum handklæðum

Hópur sjálfboðaliða Árnesingadeildar sem starfar við verkefnið Föt sem framlag hittist í húsnæði deildarinnar annan hvern miðvikudag. Þegar sjálfboðaliðarnir sem eingöngu eru konur hittust eftir jólafrí var greinilegt að þær höfðu ekki setið auðum höndum yfir hátíðarnar.

Konurnar prjóna og sauma húfur, peysur, teppi, nærföt, peysur úr allskonar notuðum bolum og einstaklega góðar nærbuxur úr notuðum handklæðum og teygjulökum. Teygjurnar eru meira að segja endurnýttar.

Í desember sendi Rauði kross Íslands tvö þúsund ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en  Árnesingadeildin gaf 325 pakka í þá sendingu.

10. febrúar 2010 : Nærbuxur úr notuðum handklæðum

Hópur sjálfboðaliða Árnesingadeildar sem starfar við verkefnið Föt sem framlag hittist í húsnæði deildarinnar annan hvern miðvikudag. Þegar sjálfboðaliðarnir sem eingöngu eru konur hittust eftir jólafrí var greinilegt að þær höfðu ekki setið auðum höndum yfir hátíðarnar.

Konurnar prjóna og sauma húfur, peysur, teppi, nærföt, peysur úr allskonar notuðum bolum og einstaklega góðar nærbuxur úr notuðum handklæðum og teygjulökum. Teygjurnar eru meira að segja endurnýttar.

Í desember sendi Rauði kross Íslands tvö þúsund ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en  Árnesingadeildin gaf 325 pakka í þá sendingu.

9. febrúar 2010 : Íslenskuspil gefið til nýbúakennslu

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands færði Grunnskóla Grindavíkur Íslenskuspilið að gjöf til að nota við nýbúakennslu. Markmið Íslenskuspilsins er að þjálfa útlendinga í málnotkun á skemmtilegan og fróðlegan hátt og auðvelda þeim þannig að tjá sig á íslensku sem um leið auðveldar þeim að taka þátt í íslensku samfélagi.

Íslenskuspilið er íslensk uppfinning og var unnið í samvinnu við Þekkingasetur Þingeyinga af Selmu Kristjánsdóttur. Það fékk í haust viðurkenninguna "European Language Label 2009"  eða Evrópumerkið, sem er viðurkenning fyrir nýbreytni á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu.

 

9. febrúar 2010 : Þrír íslenskir sérfræðingar í uppbyggingarteymi Alþjóða Rauða krossins á Haítí

Sigríður Þormar, Hrafnhildur Sverrisdóttir og David Lynch halda áleiðis til Haítí í dag. Þau eru fulltrúar Rauða kross Íslands í alþjóðlegu teymi sem skipuleggur uppbyggingarstarf Rauða kross hreyfingarinnar á Haítí á næstu þremur árum. Teymið samanstendur af 24 sérfræðingum í heilbrigðismálum, birgðastjórnun, neyðarvörnum, neyðarskýlum, lífsafkomu og uppbyggingu samfélaga eftir áföll.

Sigríður Þormar er hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur með áratugareynslu af áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar hamfara. Hún hefur starfað fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn víða um heim, og þjálfað sjálfboðaliða fjölda landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sálrænum stuðningi.

9. febrúar 2010 : Þrír íslenskir sérfræðingar í uppbyggingarteymi Alþjóða Rauða krossins á Haítí

Sigríður Þormar, Hrafnhildur Sverrisdóttir og David Lynch halda áleiðis til Haítí í dag. Þau eru fulltrúar Rauða kross Íslands í alþjóðlegu teymi sem skipuleggur uppbyggingarstarf Rauða kross hreyfingarinnar á Haítí á næstu þremur árum. Teymið samanstendur af 24 sérfræðingum í heilbrigðismálum, birgðastjórnun, neyðarvörnum, neyðarskýlum, lífsafkomu og uppbyggingu samfélaga eftir áföll.

Sigríður Þormar er hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur með áratugareynslu af áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar hamfara. Hún hefur starfað fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn víða um heim, og þjálfað sjálfboðaliða fjölda landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sálrænum stuðningi.

9. febrúar 2010 : Vinadeildasamstarf Kópavogsdeildar við Maputo-hérað í Mósambík

Kópavogsdeild hefur átt í vinadeildasamstarfi við deild Rauða krossins í Maputo-héraði í Mósambík frá árinu 2007. Markmiðið með samstarfinu er að efla starf beggja deilda og skapa tengsl á milli sjálfboðaliða deildarinnar. Sjálfboðaliðahópur innan Kópavogsdeildar heldur utan um samstarfið og hefur meðal annars skrifað fréttabréf til vinadeildarinnar með upplýsingum um starfið í Kópavogsdeild, skipulagt fræðslu um samstarfið og aðstæður í Mósambík innan Kópavogsdeildar sem og utan. Auk þess hefur hópurinn haldið utan um fjáröflun til styrktar ungmennaverkefnum deildarinnar í Maputo-héraði.

9. febrúar 2010 : Til hjálparstarfs á Haítí

Frönskukunnátta Lilju Steingrímsdóttur hjúkrunarfræðings varð til þess að hún var beðin um að halda utan til að taka þátt í hjálparstarfi Rauða krossins á Haítí. Hún heldur af stað á morgun. Greinin birtist í Fréttablaðinu 06.02.2010

9. febrúar 2010 : Til hjálparstarfs á Haítí

Frönskukunnátta Lilju Steingrímsdóttur hjúkrunarfræðings varð til þess að hún var beðin um að halda utan til að taka þátt í hjálparstarfi Rauða krossins á Haítí. Hún heldur af stað á morgun. Greinin birtist í Fréttablaðinu 06.02.2010

9. febrúar 2010 : Alþjóðlegir foreldrar hittast í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar

Góður hópur alþjóðlegra foreldra hittist í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar alla fimmtudaga. Hópurinn samanstendur af foreldrum ólíkra landa sem eru heima með lítil börn sín. Auk Íslendinga eru foreldrar frá til dæmis Póllandi, Suður-Afríku, Japan og Ghana. Reglulega er boðið upp á fræðslu eða kynningar sem flestar tengjast börnum. Leikföng eru á staðnum fyrir börnin og léttar veitingar eru í boði. Þátttaka er ókeypis. Allir eru velkomnir, innfæddir og innflytjendur, hvort sem þeir tala enga eða einhverja íslensku.

Verkefnið fór af stað hjá deildinni haustið 2007 og er markmið þess að rjúfa félagslega einangrun foreldra sem eru heima með lítil börn sín. Síðan verkefnið hófst hafa þátttakendur komið frá alls konar löndum og fimm heimsálfum. Auk ofangreindra landa hafa þátttakendurnir komið frá Svíþjóð, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Guyana, Venesúela, Litháen, Lettlandi, Ítalíu, Rússlandi, Malasíu, Spáni, Kanada, Sri Lanka, Ástralíu, Noregi, Frakklandi, Eistlandi, Mexíkó, Moldovu, Tævan, Bretlandi, Perú og Írak.

9. febrúar 2010 : Þrír íslenskir sérfræðingar í uppbyggingarteymi Alþjóða Rauða krossins á Haítí

Sigríður Þormar, Hrafnhildur Sverrisdóttir og David Lynch halda áleiðis til Haítí í dag. Þau eru fulltrúar Rauða kross Íslands í alþjóðlegu teymi sem skipuleggur uppbyggingarstarf Rauða kross hreyfingarinnar á Haítí á næstu þremur árum. Teymið samanstendur af 24 sérfræðingum í heilbrigðismálum, birgðastjórnun, neyðarvörnum, neyðarskýlum, lífsafkomu og uppbyggingu samfélaga eftir áföll.

Sigríður Þormar er hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur með áratugareynslu af áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar hamfara. Hún hefur starfað fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn víða um heim, og þjálfað sjálfboðaliða fjölda landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sálrænum stuðningi.

9. febrúar 2010 : Til hjálparstarfs á Haítí

Frönskukunnátta Lilju Steingrímsdóttur hjúkrunarfræðings varð til þess að hún var beðin um að halda utan til að taka þátt í hjálparstarfi Rauða krossins á Haítí. Hún heldur af stað á morgun. Greinin birtist í Fréttablaðinu 06.02.2010

8. febrúar 2010 : Fullt á skyndihjálparnámskeið 15. febrúar, aukanámskeið 16. febrúar

Full skráning er á skyndihjálparnámskeið deildarinnar sem verður í næstu viku, mánudaginn 16. febrúar og hefur því aukanámskeiði verið bætt við þriðjudaginn 16. febrúar. Þetta eru almenn skyndihjálparnámskeið. Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

8. febrúar 2010 : Fróðlegt hundaheimsóknanámskeið

Um helgina var haldið námskeið í heimsóknavinaverkefninu til undirbúnings fyrir hundaheimsóknir.  En fjórir hundar voru þátttakendur að þessu sinni þrír héðan af svæðinu og einn úr Skagafirði.
Í fyrri hluta námskeiðsins fengu umsjónamenn hundanna fræðslu um verkefnið og í síðari hlutanum  voru hundarnir teknir út með tilliti til þess hvort þetta verkefni henti þeim og hvort þeir henti verkefninu.
Umsjón með námskeiðinu hafði Brynja Tomer sem er frumkvöðull að slíkum heimsóknum á vegum Rauða krossins. 
Eins og fyrr segir þá er þetta hluti af  Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins og fyrir þá sem áhuga hafa er best að setja  sig í samband við Rauða krossinn.
 

5. febrúar 2010 : Ný heimasíða www.aflotta.is

Verkefnið Á flótta hefur nú eignast heimasíðu þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um leikinn. Slóðin á síðuna er www.aflotta.is.

Næsti leikur fer fram á Keili svæðinu í Keflavík helgina 20.-21. febrúar og hægt er að skrá sig í leikinn hér

Á flótta er hlutverkaleikur þar sem þátttakendum gefst tækifæri á því að feta í fótspo flóttamanna. Leikurinn tekur einn sólarhing og á þeim tíma fá þátttakendur að upplfia aðstæður sem margir flótmenn lenda í.

Allir sem eru 13 ára og eldri geta tekið þátt í leiknum og er þátttökugjaldið 1.000.-

5. febrúar 2010 : Ný heimasíða www.aflotta.is

Verkefnið Á flótta hefur nú eignast heimasíðu þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um leikinn. Slóðin á síðuna er www.aflotta.is.

Næsti leikur fer fram á Keili svæðinu í Keflavík helgina 20.-21. febrúar og hægt er að skrá sig í leikinn hér

Á flótta er hlutverkaleikur þar sem þátttakendum gefst tækifæri á því að feta í fótspo flóttamanna. Leikurinn tekur einn sólarhing og á þeim tíma fá þátttakendur að upplfia aðstæður sem margir flótmenn lenda í.

Allir sem eru 13 ára og eldri geta tekið þátt í leiknum og er þátttökugjaldið 1.000.-

5. febrúar 2010 : Á níræðisaldri og prjónar sokka og vettinga

Hann Héðinn Höskuldsson er einn af mörgum sem leggja Rauða krossinum lið. Þó er það með nokkuð sértökum hætti fyrir mann á níræðisaldri, en hann  er nefnilega vel liðtækur með prjónana og prjónar af miklum myndarskap.

Að sögn þá lærði hann að prjóna á unglingsárum og hefur haldið því áfram til þessa dags. Hann hefur m.a. prjónað bæði á börnin og barnabörnin og nú er það líka Akureyrardeild Rauða krossins sem nýtur þessa hæfileika Héðins.

Margar deildir Rauða krossins starfa að verkefninu Föt sem framlag. Þar koma sjálfboðaliðar á öllum aldri saman og hanna, prjóna og sauma fatnað. Afurðirnar eru seldar á mörkuðum deilda eða í Rauðakrossbúðunum.

5. febrúar 2010 : Námsvinir hittast

Nú eru námsvinahópar Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar, komnir á fullt skrið. Hóparnir samanstanda af námsvinum og nemum sem hittast reglulega og fara saman í gegnum heimavinnu eða önnur verkefni með það að markmiði að liðsinna nemunum með það sem þá gæti mögulega vantað aðstoð með. Samverurnar eru einnig ætlaðar til þess að skapa grundvöll fyrir ungt fólk með ólíkan bakgrunn til að kynnast. Meðlimir hópanna eru allir nemar í framhaldsskóla og oftar en ekki erlendir að uppruna. Nú á vorönn munu fjórir hópar hittast á mismunandi tímum í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.

4. febrúar 2010 : Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar til Haítí á vegum Rauða krossins

Hjúkrunarfræðingarnir Lilja Steingrímsdóttir og Maríanna Csillag eru á leið til Haítí þar sem þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins. Tjaldsjúkrahúsið sinnir 700 sjúklingum á dag, og er staðsett við íþróttaleikvang í Carrefour, einu fátækasta hverfi höfuðborgarinnar Port-au-Prince, en þar hafa tugþúsundir manna leitað skjóls við mjög slæmar aðstæður.

Lilja heldur til Haítí næsta sunnudag, 7. febrúar. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans. Lilja hefur tvisvar áður starfað fyrir Rauða krossinn, á Taílandi og í Pakistan.

4. febrúar 2010 : Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar til Haítí á vegum Rauða krossins

Hjúkrunarfræðingarnir Lilja Steingrímsdóttir og Maríanna Csillag eru á leið til Haítí þar sem þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins. Tjaldsjúkrahúsið sinnir 700 sjúklingum á dag, og er staðsett við íþróttaleikvang í Carrefour, einu fátækasta hverfi höfuðborgarinnar Port-au-Prince, en þar hafa tugþúsundir manna leitað skjóls við mjög slæmar aðstæður.

Lilja heldur til Haítí næsta sunnudag, 7. febrúar. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans. Lilja hefur tvisvar áður starfað fyrir Rauða krossinn, á Taílandi og í Pakistan.

4. febrúar 2010 : Rausnarleg gjöf

Grindavíkurdeild Rauða krossins fékk á dögunum endurlífgunardúkku að gjöf frá örlátum stuðningsaðila sem ekki vill láta nafns síns getið.

Mikið átak hefur átt sér stað í neyðarvörnum Grindavíkurdeildar síðastliðið ár og þáttur í því hefur meðal annars verið að þjálfa leiðbeinendur í skyndihjálp og sálrænum stuðningi. Deildin hefur nú á sínum snærum tvo leiðbeinendur í skyndihjálp og þrjá leiðbeinendur í sálrænum stuðningi sem fyrirtæki og stofnanir geta fengið til að halda námskeið fyrir starfsfólk sitt.

Til að leiðbeinandi geti komið fræðslu sinni og kennslu sem best til skila þá skiptir máli að hafa þau tæki sem til þarf. Endurlífgunardúkka er eitt mikilvægasta tækið í skyndihjálparkennslu og var orðin veruleg þörf á að endurnýja hana hjá deildinni. Það er því óhætt að segja að hlaupið hafi á snærið hjá Grindavíkurdeild þegar henni barst þessi góða gjöf en fyrir átti deildin dúkkubarn svo nú má segja að skyndihjálparleiðbeinendurnir séu færir í flestan sjó.

4. febrúar 2010 : Rausnarleg gjöf

Grindavíkurdeild Rauða krossins fékk á dögunum endurlífgunardúkku að gjöf frá örlátum stuðningsaðila sem ekki vill láta nafns síns getið.

Mikið átak hefur átt sér stað í neyðarvörnum Grindavíkurdeildar síðastliðið ár og þáttur í því hefur meðal annars verið að þjálfa leiðbeinendur í skyndihjálp og sálrænum stuðningi. Deildin hefur nú á sínum snærum tvo leiðbeinendur í skyndihjálp og þrjá leiðbeinendur í sálrænum stuðningi sem fyrirtæki og stofnanir geta fengið til að halda námskeið fyrir starfsfólk sitt.

Til að leiðbeinandi geti komið fræðslu sinni og kennslu sem best til skila þá skiptir máli að hafa þau tæki sem til þarf. Endurlífgunardúkka er eitt mikilvægasta tækið í skyndihjálparkennslu og var orðin veruleg þörf á að endurnýja hana hjá deildinni. Það er því óhætt að segja að hlaupið hafi á snærið hjá Grindavíkurdeild þegar henni barst þessi góða gjöf en fyrir átti deildin dúkkubarn svo nú má segja að skyndihjálparleiðbeinendurnir séu færir í flestan sjó.

4. febrúar 2010 : Myndlistarakademía Vinjar

Myndlistarakademía Vinjar er hægt og bítandi að vakna til lífsins, eftir alllangan blund. Þó hefur hobbýherbergið í kjallaranum verið í töluverðri notkun sl. ár og margir búnir að vera að leika sér með kol, pastelliti og mála með akrýl.

Eyjólfur Kolbeins, sem hér hefur verið festur á mynd, hefur komið í Vin frá því að athvarfið opnaði fyrir –alveg að verða- 17 árum síðan. Hann var virkur í myndlistarakademíunni þar sem fólk málaði eins og enginn væri morgundagurinn hér fyrir nokkrum árum. Eyjólfur hefur bætt vel við kunnáttu sína og lagt slatta inn á reynslubankann á þessum árum, með því að sækja nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og taka þátt í sýningum á nokkrum stöðum.

4. febrúar 2010 : Tombóla í Neistanum

4. febrúar 2010 : Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar til Haítí á vegum Rauða krossins

Hjúkrunarfræðingarnir Lilja Steingrímsdóttir og Maríanna Csillag eru á leið til Haítí þar sem þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins. Tjaldsjúkrahúsið sinnir 700 sjúklingum á dag, og er staðsett við íþróttaleikvang í Carrefour, einu fátækasta hverfi höfuðborgarinnar Port-au-Prince, en þar hafa tugþúsundir manna leitað skjóls við mjög slæmar aðstæður.

Lilja heldur til Haítí næsta sunnudag, 7. febrúar. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans. Lilja hefur tvisvar áður starfað fyrir Rauða krossinn, á Taílandi og í Pakistan.

3. febrúar 2010 : Sálrænn stuðningur á Haítí: Að græða hin ósýnilegu ör

„Hvar byrjar maður? Hvernig lýsir maður aðstæðum fólks í neyð, fólks sem er á vergangi, og hefur misst fjölskyldu sína, heimili, fyrirvinnu, lífsafkomu, og allar eigur sínar?

3. febrúar 2010 : Sálrænn stuðningur á Haítí: Að græða hin ósýnilegu ör

„Hvar byrjar maður? Hvernig lýsir maður aðstæðum fólks í neyð, fólks sem er á vergangi, og hefur misst fjölskyldu sína, heimili, fyrirvinnu, lífsafkomu, og allar eigur sínar?

3. febrúar 2010 : Skemmtilegur janúar í Dvöl

Janúarmánuður var skemmtilegur í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, og var ýmislegt gert utan hefbundinnar dagskrár. Snemma í mánuðinum bauð Guðrún Friðriksdóttir, sjálfboðaliði, gestum og starfsfólki Dvalar í kaffiveislu heim til sín. Þrettán manns mættu á yndislegt heimili Guðrúnar, sem var enn í jólabúning og var mikið dáðst að skreytingunum. Guðrún hafði bakað dýrindis kökur fyrir mannskapinn og útbúið heitt súkkulaði með rjóma. Þetta lagðist afar vel í fólk og fóru allir saddir heim eftir frábæran eftirmiðdag.

3. febrúar 2010 : Dvalargestir Heilsustofnunar safna fyrir Haítí

Hjálparstarf Rauða krossins á Haítí naut velvildar dvalargesta á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þegar haldið var veglegt bingó. Það voru þær Ásdís Árnadóttir og Eyja Þóra Einarsdóttir ásamt fleirum sem stóðu fyrir bingóinu. Þátttakan var mjög góð og söfnuðust 87.704 krónur.

Mikið er um að vera í daglegu starfi á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og fær einstaklingsframtakið að njóta sín í samfélagi þar sem kjörorðin eru „Berum ábyrgð á eigin heilsu".

3. febrúar 2010 : Sálrænn stuðningur á Haítí: Að græða hin ósýnilegu ör

„Hvar byrjar maður? Hvernig lýsir maður aðstæðum fólks í neyð, fólks sem er á vergangi, og hefur misst fjölskyldu sína, heimili, fyrirvinnu, lífsafkomu, og allar eigur sínar?

2. febrúar 2010 : Ungar stúlkur gefa til hjálparstarfsins á Haítí

Þrjár ungar stúlkur komu á svæðisskrifstofu Rauða krossins með peninga sem þær höfðu safnað með því að ganga í hús á Ísafirði. Þær sögðu að þeim hefði þótt mikilvægt að gera eitthvað til að hjálpa fólkinu á Haítí sem varð illa úti í jarðskjálftanum.

Þær sögðu að fólk hefði tekið vel á móti þeim þegar þær knúðu dyra. Þær fengu Rauða kross merki til að bera á sér ef þær ætluðu að safan aftur, því mikilvægt er að fólk sem tekur vel á móti söfnurarfóki sjái merki félagsins. Þær sögðust ætla að finna tíma til að halda tombólu og safna meira fé.