31. mars 2010 : Fjórtándi hjálparstarfsmaður Rauða krossins til starfa á Haítí

Valgerður Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heldur til Haítí þriðjudaginn 6. apríl til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Valgerður hefur áður starfað í neyðarverkefnum Rauða krossins í Pakistan og Írak. Hún er fjórtándi hjálparstarfsmaðurinn sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí.

Valgerður mun starfa við tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um 70 km. fyrir utan Port-au-Prince. Rauði krossinn er þar með tvö skurðlækningateymi auk þess að sinna almennri heilsugæslu á svæðinu sem varð mjög illa úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Haítí fyrir réttum tveimur mánuðum. 

Núna eru tveir aðrir sendifulltrúar Rauða kross Íslands að störfum á Haítií: Sigurjón Valmundsson, sem starfar sem bráðatæknir á sjúkrahúsinu sem Valgerður mun einnig vinna á og Kristjón Þorkelsson sem er margreyndur hjálparstarfsmaður á sviði vatnshreinsimála.

31. mars 2010 : Fatapökkun og prjónakaffi hjá prjónahópnum

Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hittust í sjálfboðamiðstöðinni í gær og pökkuðu ungbarnafötum í fatapakka sem síðan verða sendir til barna og fjölskyldna í neyð erlendis. Fjöldi sjálfboðaliða pakkaði alls 168 pökkum á rúmum klukkutíma. Í pakkana fara prjónaðar peysur, húfur, sokkar, teppi og bleyjubuxur ásamt samfellum, treyjum, buxum, handklæðum og taubleyjum.

31. mars 2010 : Fjórtándi hjálparstarfsmaður Rauða krossins til starfa á Haítí

Valgerður Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heldur til Haítí þriðjudaginn 6. apríl til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Valgerður hefur áður starfað í neyðarverkefnum Rauða krossins í Pakistan og Írak. Hún er fjórtándi hjálparstarfsmaðurinn sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí.

Valgerður mun starfa við tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um 70 km. fyrir utan Port-au-Prince. Rauði krossinn er þar með tvö skurðlækningateymi auk þess að sinna almennri heilsugæslu á svæðinu sem varð mjög illa úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Haítí fyrir réttum tveimur mánuðum. 

Núna eru tveir aðrir sendifulltrúar Rauða kross Íslands að störfum á Haítií: Sigurjón Valmundsson, sem starfar sem bráðatæknir á sjúkrahúsinu sem Valgerður mun einnig vinna á og Kristjón Þorkelsson sem er margreyndur hjálparstarfsmaður á sviði vatnshreinsimála.

30. mars 2010 : Hlutverk leiðtoga kynnt fyrir sjálfboðaliðum höfuðborgarsvæðis

Svæðisráð Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu stendur nú fyrir námskeiðum fyrir sjálfboðaliða. Fyrir nokkru var haldin kynning á Genfarsamningunum og í síðustu viku var haldið leiðtoganámskeið.

Leiðtoganámskeiðið fór fram í nýrri mynd, var haft styttra og tók einungis þrjár klukkustundir. Ýmsir fyrirlesarar frá deildunum á svæðinu, jafnt sjálfboðaliðar og starfsmenn, héldu erindi.

Fyrirlesarar fóru yfir mismunandi þætti leiðtogahlutverksins og voru efnistökin fjölbreytt s.s. hvað er að vera leiðtogi, hvað er að vera sjórnandi, hvernig best er að stýra innan félagasamtaka og mikilvægi stuðnings við sjálfboðaliða og umbunar, svo eitthvað sé nefnt.

30. mars 2010 : Hlutverk leiðtoga kynnt fyrir sjálfboðaliðum höfuðborgarsvæðis

Svæðisráð Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu stendur nú fyrir námskeiðum fyrir sjálfboðaliða. Fyrir nokkru var haldin kynning á Genfarsamningunum og í síðustu viku var haldið leiðtoganámskeið.

Leiðtoganámskeiðið fór fram í nýrri mynd, var haft styttra og tók einungis þrjár klukkustundir. Ýmsir fyrirlesarar frá deildunum á svæðinu, jafnt sjálfboðaliðar og starfsmenn, héldu erindi.

Fyrirlesarar fóru yfir mismunandi þætti leiðtogahlutverksins og voru efnistökin fjölbreytt s.s. hvað er að vera leiðtogi, hvað er að vera sjórnandi, hvernig best er að stýra innan félagasamtaka og mikilvægi stuðnings við sjálfboðaliða og umbunar, svo eitthvað sé nefnt.

29. mars 2010 : Margt um að vera hjá Rauða krossinum í Hveragerði

Margt hefur verið að gerast í deildarstarfi Rauða krossins í Hveragerði á nýju ári. Rauða kross verslunin opnaði aftur í janúar eftir að henni var lokað vegna framkvæmda á húsnæði deildarinnar frá því í desember á síðasta ári.

29. mars 2010 : Margt um að vera hjá Rauða krossinum í Hveragerði

Margt hefur verið að gerast í deildarstarfi Rauða krossins í Hveragerði á nýju ári. Rauða kross verslunin opnaði aftur í janúar eftir að henni var lokað vegna framkvæmda á húsnæði deildarinnar frá því í desember á síðasta ári.

29. mars 2010 : Heimsókn frá Frostheimum

Það komu góðir gestir í heimsókn í Reykjarvíkurdeild Rauða krossins á mánudagsmorgun í dymbilvikunni, það voru krakkar úr frístundarheimilinu Frostheimum sem komu færandi hendi. Krakkarnir höfðu sett saman jólamarkað í desember, þar sem þau föndruðu og skreyttu og seldu handverk sitt gestum og gangandi. Ágóðan gáfu þau til hjálparstarfs Rauða kross Íslands í Malaví. Starfsmaður Rauða krossins í Reykjavík heimsótti krakkana í Frostheima í janúar og sagði þeim frá fjölbreyttu hjálparstarfinu í Malaví og svaraði spurningum þeirra.

Í dag komu svo krakkarnir færandi hendi og afhendu Rauða krossi Íslands söfnunarféð sem rennur óskipt til hjálpar þurfandi barna í Malaví. Hópurinn fékk sér létta hressingu í Reykjavíkurdeildinni horfði á stutt myndskeið með Hjálpfús og létu taka af sér mynd.

Það er vissulega gaman að taka á móti svona flottum, kurteisum og hressum krökkum eins og krakkarnir í Frostheimum eru.

29. mars 2010 : Heimsókn frá Frostheimum

Það komu góðir gestir í heimsókn í Reykjarvíkurdeild Rauða krossins á mánudagsmorgun í dymbilvikunni, það voru krakkar úr frístundarheimilinu Frostheimum sem komu færandi hendi. Krakkarnir höfðu sett saman jólamarkað í desember, þar sem þau föndruðu og skreyttu og seldu handverk sitt gestum og gangandi. Ágóðan gáfu þau til hjálparstarfs Rauða kross Íslands í Malaví. Starfsmaður Rauða krossins í Reykjavík heimsótti krakkana í Frostheima í janúar og sagði þeim frá fjölbreyttu hjálparstarfinu í Malaví og svaraði spurningum þeirra.

Í dag komu svo krakkarnir færandi hendi og afhendu Rauða krossi Íslands söfnunarféð sem rennur óskipt til hjálpar þurfandi barna í Malaví. Hópurinn fékk sér létta hressingu í Reykjavíkurdeildinni horfði á stutt myndskeið með Hjálpfús og létu taka af sér mynd.

Það er vissulega gaman að taka á móti svona flottum, kurteisum og hressum krökkum eins og krakkarnir í Frostheimum eru.

29. mars 2010 : Ungmenni Kópavogsdeildar skapa sitt eigið heimshorn

Ungmennahópur Kópavogsdeildar Rauða krossins hefur fengið afnot af einu herbergi í sjálfboðamiðstöðinni og vinnur nú að því að gera það að „sínu”. Ungir sjálfboðaliðar úr röðum Eldhuga og Plússins hafa haft penslana á lofti og skapað sitt eigið „heimshorn” eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Ungmennin máluðu heimskort á einn vegginn ásamt mynd af stofnanda Rauða krossins, Henry Dunant. Fleiri hugmyndir eru á teikniborðinu hjá ungmennunum til að skreyta herbergið en það á að vera vettvangur fyrir unga fólkið til að geta hist og jafnvel lært eða haft það notalegt án þess að eiginleg samvera sé á dagskrá. Þá mun herbergið einnig verða nýtt undir Enter-starfið fyrir unga innflytjendur.

29. mars 2010 : Ungmenni Kópavogsdeildar skapa sitt eigið heimshorn

Ungmennahópur Kópavogsdeildar Rauða krossins hefur fengið afnot af einu herbergi í sjálfboðamiðstöðinni og vinnur nú að því að gera það að „sínu”. Ungir sjálfboðaliðar úr röðum Eldhuga og Plússins hafa haft penslana á lofti og skapað sitt eigið „heimshorn” eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Ungmennin máluðu heimskort á einn vegginn ásamt mynd af stofnanda Rauða krossins, Henry Dunant. Fleiri hugmyndir eru á teikniborðinu hjá ungmennunum til að skreyta herbergið en það á að vera vettvangur fyrir unga fólkið til að geta hist og jafnvel lært eða haft það notalegt án þess að eiginleg samvera sé á dagskrá. Þá mun herbergið einnig verða nýtt undir Enter-starfið fyrir unga innflytjendur.

29. mars 2010 : Ungmenni Kópavogsdeildar skapa sitt eigið heimshorn

Ungmennahópur Kópavogsdeildar Rauða krossins hefur fengið afnot af einu herbergi í sjálfboðamiðstöðinni og vinnur nú að því að gera það að „sínu”. Ungir sjálfboðaliðar úr röðum Eldhuga og Plússins hafa haft penslana á lofti og skapað sitt eigið „heimshorn” eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Ungmennin máluðu heimskort á einn vegginn ásamt mynd af stofnanda Rauða krossins, Henry Dunant. Fleiri hugmyndir eru á teikniborðinu hjá ungmennunum til að skreyta herbergið en það á að vera vettvangur fyrir unga fólkið til að geta hist og jafnvel lært eða haft það notalegt án þess að eiginleg samvera sé á dagskrá. Þá mun herbergið einnig verða nýtt undir Enter-starfið fyrir unga innflytjendur.

29. mars 2010 : Jóhanna Laufey safnaði 1.712 kr. fyrir Rauða krossinn

Jóhanna Laufey Kristmundsdóttir hélt tombólu á dögunum og safnaði alls 1.712 kr. Hún hafði safnaði saman einhverju af dótinu sínu sem hún svo seldi á tombólunni. Afraksturinn kom hún með í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og gaf Rauða krossinum. Upphæðin rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

26. mars 2010 : Ferfættur vinur í Vin

Fimmtudagar eru sérstakir dagar í athvarfinu Vin að Hverfisgötu. Þá fá gestir hússins heimsókn frá vin sem segir ekki margt en er þeim mun elskulegri við alla. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu fylgdist með og birti meðfylgjandi myndskeið.

26. mars 2010 : Ferfættur vinur í Vin

Fimmtudagar eru sérstakir dagar í athvarfinu Vin að Hverfisgötu. Þá fá gestir hússins heimsókn frá vin sem segir ekki margt en er þeim mun elskulegri við alla. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu fylgdist með og birti meðfylgjandi myndskeið.

26. mars 2010 : Ungmennadeild stofnuð við Kjósarsýsludeild

Í gærkvöldi var stofnfundur ungmennadeildar Kjósarsýsludeildar Rauða krossins (URKÍ-Kjós) haldinn í Sjálfboðamiðstöðinni, Þverholti 7. Lög deildarinnar voru samþykkt og stjórn skipuð. Ágústa Ósk Aronsdóttir var kjörin formaður URKÍ-Kjós, en hún hefur borið hitan og þungan af ungmennastarfi deildarinnar undanfarin ár. Aðrir stjórnarmenn hafa einnig verið virkir í ungmennastarfi deildarinnar og URKÍ. Þau eru Þrúður Kristjánsdóttir, Anna Dúna Halldórsdóttir, Arnar Benjamín Kristjánsson og Gísli Freyr Guðbjörnsson.

Þessi kraftmiklu ungmenni eru stórhuga varðandi uppbyggingu ungmennastarfsins í Kjósinni og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.

 

26. mars 2010 : Ungmennadeild stofnuð við Kjósarsýsludeild

Í gærkvöldi var stofnfundur ungmennadeildar Kjósarsýsludeildar Rauða krossins (URKÍ-Kjós) haldinn í Sjálfboðamiðstöðinni, Þverholti 7. Lög deildarinnar voru samþykkt og stjórn skipuð. Ágústa Ósk Aronsdóttir var kjörin formaður URKÍ-Kjós, en hún hefur borið hitan og þungan af ungmennastarfi deildarinnar undanfarin ár. Aðrir stjórnarmenn hafa einnig verið virkir í ungmennastarfi deildarinnar og URKÍ. Þau eru Þrúður Kristjánsdóttir, Anna Dúna Halldórsdóttir, Arnar Benjamín Kristjánsson og Gísli Freyr Guðbjörnsson.

Þessi kraftmiklu ungmenni eru stórhuga varðandi uppbyggingu ungmennastarfsins í Kjósinni og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.

 

25. mars 2010 : Nemendur í Melaskóla safna fyrir Haítí

Nemendur í þriðja bekk Melaskóla söfnuðu rúmlega 44 þúsund krónum til styrktar hjálparstarfi Rauða kross Íslands á Haítí. Hrafnhildur Sverrisdóttir, sendifulltrúi hjá Rauða krossinum, heimsótti börnin og tók við framlagi þeirra.

Meðal barnanna var Þórir, nemandi í fjórða bekk, sem er frá Haítí en hann aðstoðaði Hrafnhildi við að svara spurningum nemenda um lífið á Haítí. Hrafnhildur sýndi þeim svo myndir og sagði þeim frá hjálparstarfinu.

Þó nokkuð hefur verið um það undanfarið að skólar hafi leitað til Rauða krossins með fræðslu um hjálparstarfið á Haítí eða önnur verkefni Rauða krossins.

25. mars 2010 : Eldhugar í Alviðruferð

Fimmtán Eldhugar, bæði af íslenskum og erlendum uppruna, fóru í Alviðru síðastliðinn föstudag og dvöldu þar fram á laugardag. Ferðin var ætluð öllum 13 -16 ára unglingum úr ungmennastarfi Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæðinu en alls tóku 29 ungmenni þátt í ferðinni og komu þau frá Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ.

Markmið ferðarinnar var að hafa gaman saman, fræðast og kynnast. Ungmennin fóru í rútu austur fyrir fjall í Alviðru og þegar á staðinn var komið var farið í heljarinnar hópefli og fengið sér síðan að borða. Eftir matinn var kvöldvaka þar sem ungmennin stóðu sjálf fyrir ýmsum leikjum og atriðum. Mikið stuð og stemning myndaðist og eftir kvöldvökuna var farið út í skotbolta í hlöðunni.

25. mars 2010 : Alþjóðadagur vatnsins 2010

2,7 milljarðar íbúa jarðar búa ekki við lágmarkshreinlætisaðstöðu og 880 milljónir jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengur.

Í tilefni af alþjóðadegi vatnsins sem var þann 22. mars, krefst Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans þess að brugðist verði skjótt við og bætt úr ástandi vatnsmála, hreinlætis og sorphreinsunar fyrir þá sem verst eru settir í heimsþorpinu. Alþjóðasambandið skuldbindur sig, ásamt samstarfsaðilum sínum, til að stuðla að því að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist, nánar tiltekið að „lækka um helming hlutfall þeirra sem ekki hafa aðgang að öruggu neysluvatni og fullnægjandi hreinlæti á tímabilinu 1990 til 2015“.

24. mars 2010 : Ungmennastarfið í fræðsluferð

Félagar í Ungmennastarfi deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu dvöldu í Alviðru um síðustu helgi við leik og fræðslu.

Fræðslan var unnin upp úr námsefninu Kompási, handbók um mannréttindi fyrir ungt fólk sem Evrópuráð gaf út.

Hver hópur sá um eitt atriði á kvöldvökunni og var mikið lagt til. Þegar skemmtiatriðum lauk fóru krakkarnir út í hlöðu þar sem boðið var upp á skotbolta í myrkri, með upplýstum bolta.

Í lok ferðar var komið við í sundlaug Hveragerðis og þvegið af sér fyrir heimferð í rigningunni en hún virtist elta hópinn.

24. mars 2010 : Ungmennastarfið í fræðsluferð

Félagar í Ungmennastarfi deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu dvöldu í Alviðru um síðustu helgi við leik og fræðslu.

Fræðslan var unnin upp úr námsefninu Kompási, handbók um mannréttindi fyrir ungt fólk sem Evrópuráð gaf út.

Hver hópur sá um eitt atriði á kvöldvökunni og var mikið lagt til. Þegar skemmtiatriðum lauk fóru krakkarnir út í hlöðu þar sem boðið var upp á skotbolta í myrkri, með upplýstum bolta.

Í lok ferðar var komið við í sundlaug Hveragerðis og þvegið af sér fyrir heimferð í rigningunni en hún virtist elta hópinn.

23. mars 2010 : Evrópuvika gegn kynþáttafordómum

Í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti tóku unglingstarf Rauða krossins í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi, Mannréttindaskrifstofa, unglingastarf Þjóðkirkjunnar, Soka Gakkai á Íslandi og sjálfboðaliðar SEEDS á Íslandi höndum saman og stóðu fyri viðburðum í Smáralind til að vekja athygli á vikunni og fagna fjölmenningu á Íslandi.

Unga fólkið tók gesti og gangandi tali og spjallaði um kynþáttafordóma, dreifði fræðsluefni, barmmerkjum, póstkortum og nammi. Krakkarnir máluðu sig í framan í mismunandi litum og klæddust bolum með slagorðinu, Njótum fjölbreytileikans!

23. mars 2010 : Evrópuvika gegn kynþáttafordómum

Í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti tóku unglingstarf Rauða krossins í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi, Mannréttindaskrifstofa, unglingastarf Þjóðkirkjunnar, Soka Gakkai á Íslandi og sjálfboðaliðar SEEDS á Íslandi höndum saman og stóðu fyri viðburðum í Smáralind til að vekja athygli á vikunni og fagna fjölmenningu á Íslandi.

Unga fólkið tók gesti og gangandi tali og spjallaði um kynþáttafordóma, dreifði fræðsluefni, barmmerkjum, póstkortum og nammi. Krakkarnir máluðu sig í framan í mismunandi litum og klæddust bolum með slagorðinu, Njótum fjölbreytileikans!

23. mars 2010 : Tombóla til styrktar Rauða krossinum

Hertha, Katla, Guðrún og Gísli héldu tombólu á dögunum og söfnuðu 2.386 kr. til styrktar Rauða krossinum. Þau eru í 2. og 3. bekk í Kársnesskóla. Þau seldu hluta af dótinu sínu á tombólunni og bjuggu til skutlur sem þau seldu einnig. Tombólan var haldin fyrir utan búðina Strax. 

Afrakstur tombólunnar rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

22. mars 2010 : Icelandic Red Cross responds to volcanic eruption

The Icelandic Red Cross responded swiftly when a volcano in Eyjafjallajokull glacier, in the south of the countrym erupted right before midnight on Saturday 20 March.  More than 40 volunteers and staff went into action upon receiving a text message half an hour later.  Red Cross branches in Southern Iceland immediately activated a well exercised emergency response plan, and opened up 3 shelters and registration points to receive 600 people evacuated from the designated danger zone within the vicinity of the volcano.

The volcanic eruption came by surprise as there was no immediate warning as scientists had anticipated.  However, a state of alert had been declared two weeks earlier due to frequent earthquakes and indications of volcanic activity in the area so the communities in the South were well prepared and quick to leap into action.
 

22. mars 2010 : Icelandic Red Cross responds to volcanic eruption

The Icelandic Red Cross responded swiftly when a volcano in Eyjafjallajokull glacier, in the south of the countrym erupted right before midnight on Saturday 20 March.  More than 40 volunteers and staff went into action upon receiving a text message half an hour later.  Red Cross branches in Southern Iceland immediately activated a well exercised emergency response plan, and opened up 3 shelters and registration points to receive 600 people evacuated from the designated danger zone within the vicinity of the volcano.

The volcanic eruption came by surprise as there was no immediate warning as scientists had anticipated.  However, a state of alert had been declared two weeks earlier due to frequent earthquakes and indications of volcanic activity in the area so the communities in the South were well prepared and quick to leap into action.
 

22. mars 2010 : Rauði kross Íslands bregst við eldgosi á Fimmvörðuhálsi

Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða kross Íslands brugðust hratt við þegar boð bárust um að eldgos væri hafið í Eyjafjöllum á fyrsta tímanum aðfararnótt sunnudags.

22. mars 2010 : Rauði kross Íslands bregst við eldgosi á Fimmvörðuhálsi

Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða kross Íslands brugðust hratt við þegar boð bárust um að eldgos væri hafið í Eyjafjöllum á fyrsta tímanum aðfararnótt sunnudags.

22. mars 2010 : Safnað fyrir Chile.

Nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla ákváðu eftir jarðskálftana í Chile í lok febrúar sl. að hefja söfnun til að styðja við hjálparstarfið sem þar fer fram.  Hugmyndin var að gefa krökkunum í skólanum tækifæri til að koma með klink að heiman og leggja í söfnunina.  Kynntu nemendur hugmynd sína í öllum bekkjum skólans og var hugmyndin einnig kynnt fyrir foreldrum skólabarna.  Söfnunarbaukar voru síðan settir upp  og gátu nemendur, starfsfólk og aðrir gefið klink í söfnunina.   Með þessu framtaki söfnuðu krakkarnir  rúmlega 30 þúsund krónum ( 30.002,- ) sem renna eins og áður segir til hjálparstarfsins í Chile.
Þetta er dæmi um verkefni sem hægt er að nota til ýmiskonar fræðslu í skólanum og ekki skemmir það fyrir að í bekk krakkana er ung stúlka  ættuð  frá Chile sem eflaust getur sagt þeim sitt og hvað frá landinu.
 

22. mars 2010 : Eldhugar tóku þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti var haldin hátíðleg í Smáralind 18. mars síðastliðinn en hún er haldin á þessum tíma ár hvert vegna alþjóðdags gegn kynþáttamisrétti 21. mars. Ungmenni frá Rauða krossinum, þjóðkirkjunni, Soka Gakkai, og Seeds fjölmenntu og gerðu sér glaðan dag til að vekja fólk til umhugsunar um að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu. Markmiðið er að byggja Evrópusamfélag með víðsýni og samkennd þar sem allir eru jafnir óháð útliti og uppruna. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Rauða krossins, Mannréttindaskrifstofu Íslands, þjóðkirkjunnar, Soka Gakkai á Íslandi, KFUM/KFUK og fleiri félaga.

22. mars 2010 : Rauði kross Íslands bregst við eldgosi á Fimmvörðuhálsi

Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða kross Íslands brugðust hratt við þegar boð bárust um að eldgos væri hafið í Eyjafjöllum á fyrsta tímanum aðfararnótt sunnudags.

21. mars 2010 : Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöðvar og virkjar Hjálparsímann 1717 vegna eldgoss

Rauði kross Íslands hefur virkjað neyðarvarnarkerfi sitt og opnað fjöldahjálparstöðvar á Hellu, Hvolsvelli og í Vík í Myrdal vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna.

Allir íbúar, sumarhúsaeigendur og ferðamenn skulu rýma svæðið samkvæmt leiðbeiningum. Fólk getur leitað skjóls og fengið frekari aðstoð í fjöldahjálparstöðvunum. Rauði krossinn biður sjálfboðaliða í Rangárvalladeild, Víkurdeild og deildir í Árnessýslu að koma til aðstoðar samkvæmt neyðarvarnarskipulagi félagsins.

Evacuations due to volcanic eruption in Eyjafjallajökull-glacier area

The Icelandic Red Cross has opened reception areas and shelters in Hella, Hvolsvöllur and Vik i Mýrdal due to volcanic eruption in the area around Eyjafjallajökull.  The Red Cross 24-hour Helpline 1717 has also been activated for relatives seeking information about their loved ones.

All inhabitants, summerhouse owners and travellers in the area should evacuate according to a specific evacuation plan.
 

21. mars 2010 : Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöðvar og virkjar Hjálparsímann 1717 vegna eldgoss

Rauði kross Íslands hefur virkjað neyðarvarnarkerfi sitt og opnað fjöldahjálparstöðvar á Hellu, Hvolsvelli og í Vík í Myrdal vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna.

Allir íbúar, sumarhúsaeigendur og ferðamenn skulu rýma svæðið samkvæmt leiðbeiningum. Fólk getur leitað skjóls og fengið frekari aðstoð í fjöldahjálparstöðvunum. Rauði krossinn biður sjálfboðaliða í Rangárvalladeild, Víkurdeild og deildir í Árnessýslu að koma til aðstoðar samkvæmt neyðarvarnarskipulagi félagsins.

Evacuations due to volcanic eruption in Eyjafjallajökull-glacier area

The Icelandic Red Cross has opened reception areas and shelters in Hella, Hvolsvöllur and Vik i Mýrdal due to volcanic eruption in the area around Eyjafjallajökull.  The Red Cross 24-hour Helpline 1717 has also been activated for relatives seeking information about their loved ones.

All inhabitants, summerhouse owners and travellers in the area should evacuate according to a specific evacuation plan.
 

21. mars 2010 : Yfir 500 manns hafa skráð sig í fjöldahjálparstöðvar á Hvolsvelli, Hellu og Vík

Hrafnhildur Björnsdóttir, stjórnandi fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Hvolsvelli, segir að þar séu nú staddir um 60-70 manns en um 430 séu búnir að skrá sig. Fólk fari til vina og ættingja og þeir sem búi í Reykjavík fari þangað. Rauði krossinn beinir því til þeirra sem vantar gistingu muni þeir fá inni í grunnskólanum á Hellu en hún á ekki von á að þörf sé á því.

Þrjár fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins hafa verið opnaðar á Hellu, Hvolsvelli og í Vík. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa tekið þar á móti fólki og skráir. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið virkjaður og tekur á móti símtölum frá aðstandendum öðrum sem vilja fá upplýsingar vegna gossins.

Rauði krossinn hefur einnig útvegað túlka á ensku og pólsku í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til aðstoðar við erlenda íbúa og ferðamenn.  

21. mars 2010 : Yfir 500 manns hafa skráð sig í fjöldahjálparstöðvar á Hvolsvelli, Hellu og Vík

Hrafnhildur Björnsdóttir, stjórnandi fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Hvolsvelli, segir að þar séu nú staddir um 60-70 manns en um 430 séu búnir að skrá sig. Fólk fari til vina og ættingja og þeir sem búi í Reykjavík fari þangað. Rauði krossinn beinir því til þeirra sem vantar gistingu muni þeir fá inni í grunnskólanum á Hellu en hún á ekki von á að þörf sé á því.

Þrjár fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins hafa verið opnaðar á Hellu, Hvolsvelli og í Vík. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa tekið þar á móti fólki og skráir. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið virkjaður og tekur á móti símtölum frá aðstandendum öðrum sem vilja fá upplýsingar vegna gossins.

Rauði krossinn hefur einnig útvegað túlka á ensku og pólsku í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til aðstoðar við erlenda íbúa og ferðamenn.  

21. mars 2010 : Rauði krossinn veitir yfir 100 manns skjól af hættusvæðinu

Lokið hefur verið að flytja um 600 manns af eldgossvæðinu og skrá það í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal.
 
Flestir hafa farið til aðstandenda, en Rauði krossinn hefur veitt rúmlega 100 manns skjól. Sextíu manns hefur verið komið í gistingu í Vík og um 20 gista í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli og um 40 í Heimalandi undir Eyjafjöllum.
 
Íbúum af svæðinu sem ekki hafa vísa gistingu er bent á að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717, og eins þeim sem vilja fá upplýsingar um afdrif ástvina og aðstandenda.

21. mars 2010 : Rauði krossinn veitir yfir 100 manns skjól af hættusvæðinu

Lokið hefur verið að flytja um 600 manns af eldgossvæðinu og skrá það í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal.
 
Flestir hafa farið til aðstandenda, en Rauði krossinn hefur veitt rúmlega 100 manns skjól. Sextíu manns hefur verið komið í gistingu í Vík og um 20 gista í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli og um 40 í Heimalandi undir Eyjafjöllum.
 
Íbúum af svæðinu sem ekki hafa vísa gistingu er bent á að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717, og eins þeim sem vilja fá upplýsingar um afdrif ástvina og aðstandenda.

21. mars 2010 : Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning og skjól á hættusvæðinu

Yfir 40 sjálfboðaliðar og starfsmenn hafa staðið vaktina hjá Rauða krossinum í nótt. Um 17 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli, og um 78 fengu gistingu á Vík og 36 í Heimalandi undir Eyjafjöllum.

Sjálfboðaliðar og sérfræðingar Rauða krossins hafa veitt sálrænan stuðning á staðnum og  verður svo áfram meðan fjöldahjálparstöðvar eru opnar.

Rúmlega 600 manns af hættusvæðinu voru skráðir í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík.  Opið er á þessum stöðum þurfi fólk að leita aðstoðar.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður sem upplýsingasími strax upp úr miðnætti.  Mikið hefur verið hringt, og er fólki bent á að leita upplýsinga þar um afdrif aðstandenda.  Rauði krossinn útvegaði einnig enskan og pólskan túlk í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til að veita upplýsingar til íbúa og ferðamanna á svæðinu.

21. mars 2010 : Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning og skjól á hættusvæðinu

Yfir 40 sjálfboðaliðar og starfsmenn hafa staðið vaktina hjá Rauða krossinum í nótt. Um 17 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli, og um 78 fengu gistingu á Vík og 36 í Heimalandi undir Eyjafjöllum.

Sjálfboðaliðar og sérfræðingar Rauða krossins hafa veitt sálrænan stuðning á staðnum og  verður svo áfram meðan fjöldahjálparstöðvar eru opnar.

Rúmlega 600 manns af hættusvæðinu voru skráðir í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík.  Opið er á þessum stöðum þurfi fólk að leita aðstoðar.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður sem upplýsingasími strax upp úr miðnætti.  Mikið hefur verið hringt, og er fólki bent á að leita upplýsinga þar um afdrif aðstandenda.  Rauði krossinn útvegaði einnig enskan og pólskan túlk í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til að veita upplýsingar til íbúa og ferðamanna á svæðinu.

21. mars 2010 : Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins lokað

Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal hefur verið lokað eftir að aðgerðarstjórn almannavarna aflétti rýmingaráætlun að mestu leyti. Íbúar á fjórtán bæjum mega enn ekki snúa til síns heima og verður þeim sem á þurfa að halda útveguð gisting.

Yfir 40 sjálfboðaliðar og starfsmenn hafa staðið vaktina hjá Rauða krossinum frá því um miðnætti í gær. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar innan klukkutíma frá því fréttir bárust af eldgosinu og rýming hófst. 

Skráningu á rúmlega 600 manns af hættusvæðinu í fjöldahjálparstöðvunum á Hvolsvelli, Hellu og í Vík var lokið fyrir klukkan 3 í nótt. Um 17 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli og um 78 fengu gistingu á Vík og 36 í Heimalandi undir Eyjafjöllum. Flestir fóru til aðstandenda utan hættusvæðis.

21. mars 2010 : Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins lokað

Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal hefur verið lokað eftir að aðgerðarstjórn almannavarna aflétti rýmingaráætlun að mestu leyti. Íbúar á fjórtán bæjum mega enn ekki snúa til síns heima og verður þeim sem á þurfa að halda útveguð gisting.

Yfir 40 sjálfboðaliðar og starfsmenn hafa staðið vaktina hjá Rauða krossinum frá því um miðnætti í gær. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar innan klukkutíma frá því fréttir bárust af eldgosinu og rýming hófst. 

Skráningu á rúmlega 600 manns af hættusvæðinu í fjöldahjálparstöðvunum á Hvolsvelli, Hellu og í Vík var lokið fyrir klukkan 3 í nótt. Um 17 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli og um 78 fengu gistingu á Vík og 36 í Heimalandi undir Eyjafjöllum. Flestir fóru til aðstandenda utan hættusvæðis.

21. mars 2010 : Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöðvar og virkjar Hjálparsímann 1717 vegna eldgoss

Rauði kross Íslands hefur virkjað neyðarvarnarkerfi sitt og opnað fjöldahjálparstöðvar á Hellu, Hvolsvelli og í Vík í Myrdal vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna.

Allir íbúar, sumarhúsaeigendur og ferðamenn skulu rýma svæðið samkvæmt leiðbeiningum. Fólk getur leitað skjóls og fengið frekari aðstoð í fjöldahjálparstöðvunum. Rauði krossinn biður sjálfboðaliða í Rangárvalladeild, Víkurdeild og deildir í Árnessýslu að koma til aðstoðar samkvæmt neyðarvarnarskipulagi félagsins.

Evacuations due to volcanic eruption in Eyjafjallajökull-glacier area

The Icelandic Red Cross has opened reception areas and shelters in Hella, Hvolsvöllur and Vik i Mýrdal due to volcanic eruption in the area around Eyjafjallajökull.  The Red Cross 24-hour Helpline 1717 has also been activated for relatives seeking information about their loved ones.

All inhabitants, summerhouse owners and travellers in the area should evacuate according to a specific evacuation plan.
 

21. mars 2010 : Yfir 500 manns hafa skráð sig í fjöldahjálparstöðvar á Hvolsvelli, Hellu og Vík

Hrafnhildur Björnsdóttir, stjórnandi fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Hvolsvelli, segir að þar séu nú staddir um 60-70 manns en um 430 séu búnir að skrá sig. Fólk fari til vina og ættingja og þeir sem búi í Reykjavík fari þangað. Rauði krossinn beinir því til þeirra sem vantar gistingu muni þeir fá inni í grunnskólanum á Hellu en hún á ekki von á að þörf sé á því.

Þrjár fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins hafa verið opnaðar á Hellu, Hvolsvelli og í Vík. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa tekið þar á móti fólki og skráir. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið virkjaður og tekur á móti símtölum frá aðstandendum öðrum sem vilja fá upplýsingar vegna gossins.

Rauði krossinn hefur einnig útvegað túlka á ensku og pólsku í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til aðstoðar við erlenda íbúa og ferðamenn.  

21. mars 2010 : Rauði krossinn veitir yfir 100 manns skjól af hættusvæðinu

Lokið hefur verið að flytja um 600 manns af eldgossvæðinu og skrá það í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal.
 
Flestir hafa farið til aðstandenda, en Rauði krossinn hefur veitt rúmlega 100 manns skjól. Sextíu manns hefur verið komið í gistingu í Vík og um 20 gista í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli og um 40 í Heimalandi undir Eyjafjöllum.
 
Íbúum af svæðinu sem ekki hafa vísa gistingu er bent á að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717, og eins þeim sem vilja fá upplýsingar um afdrif ástvina og aðstandenda.

21. mars 2010 : Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning og skjól á hættusvæðinu

Yfir 40 sjálfboðaliðar og starfsmenn hafa staðið vaktina hjá Rauða krossinum í nótt. Um 17 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli, og um 78 fengu gistingu á Vík og 36 í Heimalandi undir Eyjafjöllum.

Sjálfboðaliðar og sérfræðingar Rauða krossins hafa veitt sálrænan stuðning á staðnum og  verður svo áfram meðan fjöldahjálparstöðvar eru opnar.

Rúmlega 600 manns af hættusvæðinu voru skráðir í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík.  Opið er á þessum stöðum þurfi fólk að leita aðstoðar.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður sem upplýsingasími strax upp úr miðnætti.  Mikið hefur verið hringt, og er fólki bent á að leita upplýsinga þar um afdrif aðstandenda.  Rauði krossinn útvegaði einnig enskan og pólskan túlk í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til að veita upplýsingar til íbúa og ferðamanna á svæðinu.

21. mars 2010 : Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins lokað

Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal hefur verið lokað eftir að aðgerðarstjórn almannavarna aflétti rýmingaráætlun að mestu leyti. Íbúar á fjórtán bæjum mega enn ekki snúa til síns heima og verður þeim sem á þurfa að halda útveguð gisting.

Yfir 40 sjálfboðaliðar og starfsmenn hafa staðið vaktina hjá Rauða krossinum frá því um miðnætti í gær. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar innan klukkutíma frá því fréttir bárust af eldgosinu og rýming hófst. 

Skráningu á rúmlega 600 manns af hættusvæðinu í fjöldahjálparstöðvunum á Hvolsvelli, Hellu og í Vík var lokið fyrir klukkan 3 í nótt. Um 17 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni á Hvolsvelli og um 78 fengu gistingu á Vík og 36 í Heimalandi undir Eyjafjöllum. Flestir fóru til aðstandenda utan hættusvæðis.

19. mars 2010 : Ungir heimsóknavinir

Ungir heimsóknavinir er nýtt verkefni innan Kjósarsýsludeildar sem unnið er í samstarfi við Lágafellsskóla, Varmárskóla og dvalarheimilið Eirhamra.  Verkefnið er framhald af öðru samstarfsverkefni þessara aðila sem kallast Æskan og ellin á jólunum sem hefur það markmið að brúa bilið milli kynslóðanna.

Verkefnið hófst í síðustu viku þegar sex 6. bekkingar úr Lágafellsskóla heimsóttu Eirhamra ásamt sjálfboðaliða deildarinnar.  Í morgun fóru svo krakkar úr Varmárskóla í heimsókn og voru heimsóknirnar báðar mjög ánægjulegar.  Krakkarnir voru áhugasamir, prúðir og kurteisir og fannst heimsóknin fróðleg.  Íbúar og starfsfólk Eirhamra tók vel á móti krökkunum og þótti gaman að fá svona skemmtilega heimsókn.

19. mars 2010 : Ungir heimsóknavinir

Ungir heimsóknavinir er nýtt verkefni innan Kjósarsýsludeildar sem unnið er í samstarfi við Lágafellsskóla, Varmárskóla og dvalarheimilið Eirhamra.  Verkefnið er framhald af öðru samstarfsverkefni þessara aðila sem kallast Æskan og ellin á jólunum sem hefur það markmið að brúa bilið milli kynslóðanna.

Verkefnið hófst í síðustu viku þegar sex 6. bekkingar úr Lágafellsskóla heimsóttu Eirhamra ásamt sjálfboðaliða deildarinnar.  Í morgun fóru svo krakkar úr Varmárskóla í heimsókn og voru heimsóknirnar báðar mjög ánægjulegar.  Krakkarnir voru áhugasamir, prúðir og kurteisir og fannst heimsóknin fróðleg.  Íbúar og starfsfólk Eirhamra tók vel á móti krökkunum og þótti gaman að fá svona skemmtilega heimsókn.

19. mars 2010 : Kópavogsdeild tók á móti starfsnema úr Kársnesskóla

Kópavogsdeild fékk til sín starfsnema á dögunum þegar Heiðrún Fivelstad, nemandi í 10. bekk í Kársnesskóla, kynnti sér starf deildarinnar. Heiðrún fylgdi verkefnastjóra ungmenna- og alþjóðamála í einn dag og tók þátt í verkefnum þann daginn sem tengdust innflytjendum.

18. mars 2010 : Erindi Hlínar 2010

Í tengslum við Aðalfund deildarinnar sem haldinn var nýverið flutti Hlín Baldvinsdóttir erindi um ferð sína til Haítí sem sendifulltrúi Rauða krossins.  Þar urðu eins og allir vita gríðarlegar náttúruhamfarir,  en engu að síður ar afar fróðlegt að fá að heyra lifandi frásögn af starfinu frá einhverjum sem var á staðnum. Lýsing á þeim aðstæðum sem hjálparlið gengur inn í og hvernig það tekst á við þau verkefni sem  þarf að vinna. Hlín var fyrst sendifulltrúa Rauða kross Íslands á staðinn og vann í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem metur þörf á aðstoð fyrstu vikur og mánuði eftir hamfarirnar.

 

 

18. mars 2010 : Plúsinn styrkir börn á Haítí

Hulda, Unnur og Dagbjört fóru fyrir hópi sjálfboðaliða úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, og afhentu Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands og Þóri Guðmundssyni sviðsstjóra alþjóðasviðs um 60 þúsund krónur sem söfnuðust á fatamarkaði sem hópurinn hélt 6. mars síðastliðinn. Peningurinn verður nýttur til að aðstoða börn á Haítí sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið 12. janúar.

Kristján og Þórir sögðu að fjárhæðin myndi nýtast afar vel enda væri mikil þörf á áframhaldandi aðstoð í landinu. Haítí var bágstatt ríki fyrir skjálftann en núna væri uppbyggingarstarf í gangi og enn mikil þörf á aðstoð.

18. mars 2010 : Plúsinn styrkir börn á Haítí

Hulda, Unnur og Dagbjört fóru fyrir hópi sjálfboðaliða úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, og afhentu Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands og Þóri Guðmundssyni sviðsstjóra alþjóðasviðs um 60 þúsund krónur sem söfnuðust á fatamarkaði sem hópurinn hélt 6. mars síðastliðinn. Peningurinn verður nýttur til að aðstoða börn á Haítí sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið 12. janúar.

Kristján og Þórir sögðu að fjárhæðin myndi nýtast afar vel enda væri mikil þörf á áframhaldandi aðstoð í landinu. Haítí var bágstatt ríki fyrir skjálftann en núna væri uppbyggingarstarf í gangi og enn mikil þörf á aðstoð.

17. mars 2010 : Skyndihjálpin hans Kalla kemur að góðum notum

Erla Hlín skrifar á bloggsíðu sinni um það hvernig skyndihjálparnámskeið Rauða krossins hjálpaði henni í atviki sem upp kom við sundlaug í Namibíu. Hún þakkar það góðri kennslu Karls Lúðvíkssonar leiðbeinanda í skyndihjálp að hún hafði engu gleymt.


17. mars 2010 : Skyndihjálpin hans Kalla kemur að góðum notum

Erla Hlín skrifar á bloggsíðu sinni um það hvernig skyndihjálparnámskeið Rauða krossins hjálpaði henni í atviki sem upp kom við sundlaug í Namibíu. Hún þakkar það góðri kennslu Karls Lúðvíkssonar leiðbeinanda í skyndihjálp að hún hafði engu gleymt.


17. mars 2010 : Gestir og starfsmenn Dvalar heimsóttu sjóminjasafn

Miðvikudaginn 10. mars heimsóttu sextán gestir og starfsmenn Dvalar sjóminjasafnið Víkina í Reykjavík. Ferðin var afar vel heppnuð, bæði skemmtileg og fróðleg.

Á þessu glæsilega safni var margt að sjá úr sögu siglinga á Íslandi. Má þar nefna líkan af bryggju, stjórnklefa, frystihúsi, sjómannsheimili, loftskeytaklefa og svefnrými. Einnig mátti þar líta föt sjómanna fyrr og nú, ýmsar myndir og málverk af skipum, skipsstýri, seglskútu og ýmislegt annað tengt sjómennsku. Hópurinn tók sér góðan tíma í að skoða safnið og að því loknu fóru nokkrir um borð í varðskipið Óðinn. Þar lituðust þeir um undir góðri leiðsögn starfskonu Víkurinnar.

17. mars 2010 : Aðalfundarhrinu lokið á Austurlandi

Aðalfundum deilda Rauða krossins á Austurlandi lauk með fjölmennum fundi á Stöðvarfirði. Sérstakir gestir á fundinum voru Halldór U. Snjólaugsson og Esther Brune sem sitja í stjórn Rauða kross Íslands.

Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar flutti skýrslu síðasta árs en þar kom meðal annars fram að deildin flutti í nýtt húsnæði og opnaði fatabúð sem kölluð er Litla Rauða kross búðin. Í haust bættist við lopasala í búðinni sem nýtur vinsælda.

Fjöldi sjálfboðaliða gekk til liðs við deildina og stærsta verkefnið var „Föt sem framlag". Framleiddir voru 74 ungbarnapakkar og þar af fóru 55 pakkar með sendingunni til Hvíta Rússlands í desember.

17. mars 2010 : Nær aldarfjórðungs stjórnarsetu lokið

Almennt telst það ekki til tíðinda þótt mannaskipti verði í stjórnum deilda Rauða kross Íslands en á  nýloknum aðalfundi Húsavíkurdeildar lét Magnús Þorvaldsson af stjórnarssetu eftir nær aldarfjórðungs samfellda og afar farsæla setu sem gjaldkeri í stjórn deildarinnar. 

Í stuttri tölu drap Magnús á helstu breytingar sem orðið hafa á starfi deildarinnar á þessum tíma en óhætt er að segja að þær hafa verið verulegar frá árinu 1986 þegar Magnús settist í stjórn.

Magnús mun þó ekki skilja við Rauða krossinn með öllu því hann mun áfram sinna neyðarvarnarmálum deildarinnar auk þess að vera skoðunarmaður reikninga.

16. mars 2010 : Plúsinn styrkir börn á Haítí

Hulda, Unnur og Dagbjört fóru fyrir hópi sjálfboðaliða úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, og afhentu Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands og Þóri Guðmundssyni sviðsstjóra alþjóðasviðs um 60 þúsund krónur sem söfnuðust á fatamarkaði sem hópurinn hélt 6. mars síðastliðinn. Peningurinn verður nýttur til að aðstoða börn sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið 12. janúar. Kristján og Þórir sögðu að fjárhæðin myndi nýtast afar vel enda væri mikil þörf á áframhaldandi aðstoð í landinu. Haítí var bágstatt ríki fyrir skjálftann en núna væri uppbyggingarstarf í gangi og enn mikil þörf á aðstoð.

16. mars 2010 : Góðgerðadagur í Kvennaskólanum

Tjarnardögum Kvennaskólans í Reykjavík er nýlokið. Þá var í fyrsta sinn haldinn góðgerðardagur skólans þar sem nemendur unnu með góðgerðarfélögum að margskonar málefnum.

Rauði krossinn naut góðs af hugsjónum krakkanna í bekknum 3. FU sem unnu sjálfboðastarf við söfnun og flokkun á fötum auk þess að selja til fjáröflunar vöfflur með rjóma. Þrjár stöllur komu færandi hendi með afrakstur sölunnar sem var tæplega 17 þúsund krónur til Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.  Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

15. mars 2010 : Skákfélag Vinjar að stimpla sig inn

Skákfélag Vinjar tók þátt í Íslandsmóti skákfélaga annað árið í röð þennan veturinn og fór síðari hluti mótsins fram í byrjun mars í Rimaskóla. Skákfélagið er starfrækt innan veggja Vinjar, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Tefldar eru skákir þar sem umhugsunartíminn er 90 mínútur á mann.

Fyrir þennan síðari hluta, þar sem tefldar voru þrjár umferðir, var Skákfélag Vinjar í 9. sæti af 32 liðum í 4. deild og byrjaði ekki mjög vel. Vantaði þrjá menn í liðið sem alls telur sex, en 30 félagar eru skráðir þannig að alltaf eru einhverjir til taks.

Hrannar Jónsson á fyrsta borði, Björn Sölvi Sigurjónsson á öðru og Jón Birgir Einarsson á því þriðja drógu vagninn og var frammistaða þeirra mögnuð. Neðri borðin kræktu í einn og einn vinning og liðið endaði í sjötta sæti sem er frábær árangur. Talsverð upplifun er að sitja yfir svo löngum skákum og vera hluti af þeim 400 manna hópi sem er í þungum þönkum í íþróttasal Rimaskóla mest alla helgina.

15. mars 2010 : Skákfélag Vinjar að stimpla sig inn

Skákfélag Vinjar tók þátt í Íslandsmóti skákfélaga annað árið í röð þennan veturinn og fór síðari hluti mótsins fram í byrjun mars í Rimaskóla. Skákfélagið er starfrækt innan veggja Vinjar, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík. Tefldar eru skákir þar sem umhugsunartíminn er 90 mínútur á mann.

Fyrir þennan síðari hluta, þar sem tefldar voru þrjár umferðir, var Skákfélag Vinjar í 9. sæti af 32 liðum í 4. deild og byrjaði ekki mjög vel. Vantaði þrjá menn í liðið sem alls telur sex, en 30 félagar eru skráðir þannig að alltaf eru einhverjir til taks.

Hrannar Jónsson á fyrsta borði, Björn Sölvi Sigurjónsson á öðru og Jón Birgir Einarsson á því þriðja drógu vagninn og var frammistaða þeirra mögnuð. Neðri borðin kræktu í einn og einn vinning og liðið endaði í sjötta sæti sem er frábær árangur. Talsverð upplifun er að sitja yfir svo löngum skákum og vera hluti af þeim 400 manna hópi sem er í þungum þönkum í íþróttasal Rimaskóla mest alla helgina.

15. mars 2010 : Vel sótt námskeið hjá Kópavogsdeild

Deildin hefur haldið fjögur námskeið síðustu vikur; tvö skyndihjálparnámskeið, eitt í  sálrænum stuðningi og námskeiðið Slys og veikindi barna. Námskeiðin hafa verið vel sótt og alls voru þátttakendurnir 50. Aðsóknin á skyndihjálparnámskeið var svo mikil að deildin hélt aukanámskeið og var það fullbókað. Á því námskeiði læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. En á námskeiði í sálrænum stuðningi læra þátttakendur að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Námskeiðið Slys og veikindi barna fjallar um varnir og viðbrögð gegn slysum á börnum ásamt orsökum slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Námskeiðin verða haldin aftur í haust.

12. mars 2010 : Rauði krossinn og Slökkviliðið senda sjúkraflutningamann til starfa á Haítí

Sigurjón Valmundsson, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, heldur til Haítí á morgun, laugardaginn 13. mars, til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Sigurjón mun starfa við tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um 70 km. fyrir utan Port-au-Prince.

Rauði krossinn er þar með tvö skurðlækningateymi auk þess að sinna almennri heilsugæslu á svæðinu sem varð mjög illa úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Haítí fyrir réttum tveimur mánuðum. Sigurjón mun starfa bæði sem sjúkraflutningamaður fyrir Rauða kross spítalann og sem bráðatæknir við að veita sjúklingum fyrstu aðhlynningu.

12. mars 2010 : Gleðidagar hlaut tilnefningu til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Verkefnið Gleðidagar, hvað ungur nemur gamall temur, hlaut tilnefningu til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Rauða krossi Íslands og Öldrunarráði voru veitt verðlaunin.

Í umsögn dómnefndar kemur fram að tilnefningin hafi verið „fyrir hið frumlega verkefni Gleðidagar þar sem eldri borgarar miðla börnum af reynslu sinni og þekkingu.“ 

Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna og voru afhent af Forseta Íslands í gær.

Gleðidagar eru vikulöng sumarnámskeið ætluð börnum á aldrinum 7 til 12 ára. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru aðallega eldri borgarar en þeim til aðstoðar eru nemendur í félagsráðgjöf við HÍ og sjálfboðaliðar Rauða krossins. Tilgangur námskeiðanna er að sameina unga og aldna báðum til hagsbóta. Börnin kynnast á námskeiðunum gömlum gildum og hefðum en einnig hugsjónum Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni.

12. mars 2010 : Eldhugar undirbúa þátttöku sína í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti

Eldhugar Kópavogsdeildar hittust í gær líkt og aðra fimmtudaga kl. 17.30. Fjölmennt var á samverunni og í þetta sinn var ætlunin að spila saman og undirbúa sig fyrir viðburð í Smáralind sem Eldhugar hyggjast taka þátt í 18. mars næstkomandi. Viðburðurinn er unnin í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands, þjóðkirkjuna, Soka Gakkai á Íslandi, KFUM og KFUK og fleiri félög sem halda í sameiningu ýmsa viðburði víða um land til að vekja athygli á vikunni og fagna fjölmenningu á Íslandi. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við alþjóðadaginn gegn kynþáttamisrétti sem er 21.mars en þá koma þúsundir manna saman til að kveða niður kynþáttafordóma og misrétti í Evrópu.

Í ár verða Eldhugar með sérstaka innkomu á viðburðinum þar sem þeir munu stíga á stokk og syngja lagið Imagine með John Lennon fyrir gesti og gangandi en þeir hafa æft það stíft síðustu vikur. Eftir að söngfuglarnir höfðu sungið fyrir félaga sína í Eldhugum í gær við frábærar undirtektir og allir tekið þátt í að ræða og undirbúa sig fyrir næstu viku spiluðu Eldhugarnir hið æsispennandi Alias-spil.

12. mars 2010 : Töff krakkar á Rauða kross balli

Þegar Stóra Rauða kross búðin opnaði á Eskifirði kom upp sú hugmynd að halda Rauða kross ball  í Knellunni sem er félagsmiðstöð ungmenna á Eskifirði. Þegar Knellan flutti í nýtt húsnæði á dögunum var ákveðið að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Allir ballgestir versluðu sér föt í Stóru Rauða kross búðinni en hagnaðurinn var látinn renna til Knellunnar. Ágóðinn var einnig búðarinnar sem fékk góða auglýsingu fyrir þau fínu föt sem þar fást.

12. mars 2010 : Töff krakkar á Rauða kross balli

Þegar Stóra Rauða kross búðin opnaði á Eskifirði kom upp sú hugmynd að halda Rauða kross ball  í Knellunni sem er félagsmiðstöð ungmenna á Eskifirði. Þegar Knellan flutti í nýtt húsnæði á dögunum var ákveðið að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Allir ballgestir versluðu sér föt í Stóru Rauða kross búðinni en hagnaðurinn var látinn renna til Knellunnar. Ágóðinn var einnig búðarinnar sem fékk góða auglýsingu fyrir þau fínu föt sem þar fást.

12. mars 2010 : Rauði krossinn og Slökkviliðið senda sjúkraflutningamann til starfa á Haítí

Sigurjón Valmundsson, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, heldur til Haítí á morgun, laugardaginn 13. mars, til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Sigurjón mun starfa við tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um 70 km. fyrir utan Port-au-Prince.

Rauði krossinn er þar með tvö skurðlækningateymi auk þess að sinna almennri heilsugæslu á svæðinu sem varð mjög illa úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Haítí fyrir réttum tveimur mánuðum. Sigurjón mun starfa bæði sem sjúkraflutningamaður fyrir Rauða kross spítalann og sem bráðatæknir við að veita sjúklingum fyrstu aðhlynningu.

11. mars 2010 : Rauði krossinn heldur utan um ungt atvinnulaust fólk

Rauði krossinn er þessa dagana að hrinda af stað verkefni fyrir ungt fólk í atvinnuleit og hefur ráðið níu verkefnisstjóra í átta stöðugildi. Verkefnið er samstarfsverkefni Rauða krossins og Vinnumálastofnunar undir heitinu Ungt fólk til athafna og á að tryggja sjálfboðastörf fyrir allt að 180 unga atvinnuleitendur.

Árni G. Guðmundsson er einn verkefnisstjóranna en hann hefur aðsetur hjá Akranesdeild Rauða krossins. Hann segir aldursviðmiðun fyrir verkefni sem þetta vera 18-24 ára hjá félagsmálaráðuneytinu en það verði útvíkkað í þessu verkefni og reiknað með fólki á aldrinum 16-30 ára.

11. mars 2010 : Rauði krossinn heldur utan um ungt atvinnulaust fólk

Rauði krossinn er þessa dagana að hrinda af stað verkefni fyrir ungt fólk í atvinnuleit og hefur ráðið níu verkefnisstjóra í átta stöðugildi. Verkefnið er samstarfsverkefni Rauða krossins og Vinnumálastofnunar undir heitinu Ungt fólk til athafna og á að tryggja sjálfboðastörf fyrir allt að 180 unga atvinnuleitendur.

Árni G. Guðmundsson er einn verkefnisstjóranna en hann hefur aðsetur hjá Akranesdeild Rauða krossins. Hann segir aldursviðmiðun fyrir verkefni sem þetta vera 18-24 ára hjá félagsmálaráðuneytinu en það verði útvíkkað í þessu verkefni og reiknað með fólki á aldrinum 16-30 ára.

11. mars 2010 : Rauði krossinn heldur utan um ungt atvinnulaust fólk

Rauði krossinn er þessa dagana að hrinda af stað verkefni fyrir ungt fólk í atvinnuleit og hefur ráðið níu verkefnisstjóra í átta stöðugildi. Verkefnið er samstarfsverkefni Rauða krossins og Vinnumálastofnunar undir heitinu Ungt fólk til athafna og á að tryggja sjálfboðastörf fyrir allt að 180 unga atvinnuleitendur.

Árni G. Guðmundsson er einn verkefnisstjóranna en hann hefur aðsetur hjá Akranesdeild Rauða krossins. Hann segir aldursviðmiðun fyrir verkefni sem þetta vera 18-24 ára hjá félagsmálaráðuneytinu en það verði útvíkkað í þessu verkefni og reiknað með fólki á aldrinum 16-30 ára.

11. mars 2010 : Fjöldahjálparnámskeið á Akranesi

Námskeið fyrir sjálfboðaliða sem hafa áhuga á að starfa innan neyðarvarnakerfis Rauða krossins var haldið á Akranesi í síðustu viku. Sjö manns sátu námskeiðið, 6 af Akranesi og einn af höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldahjálparnámskeið fjalla meðal annars um uppbyggingu almannavarnakerfisins, virkjun fjöldahjálparstöðva og þjónustumiðstöðva fyrir almenning, samskipti við fjölmiðla og sálrænan stuðning. Námskeiðin byggja að stórum hluta á verklegum „skrifborðsæfingum“ þar sem ímynduðum slysavettvangi er stillt upp og þátttakendur æfa skipulagningu viðbragða og samskipti við aðra viðbragðsaðila. Þykja þessar skrifborðsæfingar gefa mjög raunsanna mynd af því sem kemur upp á við raunverulegar aðstæður.

11. mars 2010 : Fjöldahjálparnámskeið á Akranesi

Námskeið fyrir sjálfboðaliða sem hafa áhuga á að starfa innan neyðarvarnakerfis Rauða krossins var haldið á Akranesi í síðustu viku. Sjö manns sátu námskeiðið, 6 af Akranesi og einn af höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldahjálparnámskeið fjalla meðal annars um uppbyggingu almannavarnakerfisins, virkjun fjöldahjálparstöðva og þjónustumiðstöðva fyrir almenning, samskipti við fjölmiðla og sálrænan stuðning. Námskeiðin byggja að stórum hluta á verklegum „skrifborðsæfingum“ þar sem ímynduðum slysavettvangi er stillt upp og þátttakendur æfa skipulagningu viðbragða og samskipti við aðra viðbragðsaðila. Þykja þessar skrifborðsæfingar gefa mjög raunsanna mynd af því sem kemur upp á við raunverulegar aðstæður.

10. mars 2010 : Hönnuðu og teiknuðu lukkumiða til styrktar Haítíbúum

Stór hluti krakkanna í yngri hópi ungmennastarfsins hjá Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins kom saman í Heimalundi, húsnæði deildarinnar, til að safna fyrir þá sem eiga um sárt að binda á Haítí. Krakkarnir seldu kaffi og kökur og lukkumiða til stuðnings málefninu, og fengu auk þess allan ágóða af sölu Litlu Rauðakrossbúðarinnar þann daginn. 
 
Krakkarnir hafa verið afar áhugasöm um verkefnið og hönnuðu og teiknuðu til dæmis alla lukkumiðana sjálf. Þeir sem misstu af lukkumiðum á laugardag mega búast við heimsókn frá krökkunum næstu daga því þau ætla að ganga í hús og bjóða fólki þá til kaups. Síðan verður dregið úr seldum miðum í Heimalundi laugardaginn 20. mars.

10. mars 2010 : Hönnuðu og teiknuðu lukkumiða til styrktar Haítíbúum

Stór hluti krakkanna í yngri hópi ungmennastarfsins hjá Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins kom saman í Heimalundi, húsnæði deildarinnar, til að safna fyrir þá sem eiga um sárt að binda á Haítí. Krakkarnir seldu kaffi og kökur og lukkumiða til stuðnings málefninu, og fengu auk þess allan ágóða af sölu Litlu Rauðakrossbúðarinnar þann daginn. 
 
Krakkarnir hafa verið afar áhugasöm um verkefnið og hönnuðu og teiknuðu til dæmis alla lukkumiðana sjálf. Þeir sem misstu af lukkumiðum á laugardag mega búast við heimsókn frá krökkunum næstu daga því þau ætla að ganga í hús og bjóða fólki þá til kaups. Síðan verður dregið úr seldum miðum í Heimalundi laugardaginn 20. mars.

10. mars 2010 : Hönnuðu og teiknuðu lukkumiða til styrktar Haítíbúum

Stór hluti krakkanna í yngri hópi ungmennastarfsins hjá Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins kom saman í Heimalundi, húsnæði deildarinnar, til að safna fyrir þá sem eiga um sárt að binda á Haítí. Krakkarnir seldu kaffi og kökur og lukkumiða til stuðnings málefninu, og fengu auk þess allan ágóða af sölu Litlu Rauðakrossbúðarinnar þann daginn. 
 
Krakkarnir hafa verið afar áhugasöm um verkefnið og hönnuðu og teiknuðu til dæmis alla lukkumiðana sjálf. Þeir sem misstu af lukkumiðum á laugardag mega búast við heimsókn frá krökkunum næstu daga því þau ætla að ganga í hús og bjóða fólki þá til kaups. Síðan verður dregið úr seldum miðum í Heimalundi laugardaginn 20. mars.

10. mars 2010 : Ávaxtaskurður í félagsvinaboði

Garðabæjardeild Rauða kross Íslands hélt boð fyrir fjörtíu hressar konur í lok febrúar. Konurnar eru allar þátttakendur í verkefninu „Félagsvinur kvenna af erlendum uppruna“ en þar eru leiddar saman íslenskar og erlendar konur með það að markmiði að veita erlendu konunni stuðning við aðlögun, námi og vinnu í íslensku samfélagi.

Sonja, tælenskur útskurðarmeistari, var fengin til að kenna örlítið sérstakan útskurð en það er útskurður í melónur, gúrkur og rófur svo eitthvað sé nefnt. Það urðu til mörg fögur listaverk á þessu kvöldi og ekki skemmdi það fyrir að fá gómsætar kökur frá Okkar Bakarí.
Þeir sem vilja vita meira um Félagsvinaverkefnið hjá Garðabæjardeild eru hvattir til að hafa samband við deildina í síma 565-9494 eða í gegnum tölvupóst: [email protected] 

10. mars 2010 : Sendifulltrúi á samveru heimsóknavina

Mánaðarleg samvera heimsóknavina var í sjálfboðamiðstöðinni í gær og að þessu sinni var boðið upp á erindi frá sendifulltrúa Rauða krossins. Friðbjörn Sigurðsson læknir fór til Haítí sem sendifulltrúi skömmu eftir jarðskjálftann í janúar og veitti heimamönnum heilbrigðisþjónustu í mánuð. Hann sýndi heimsóknavinunum myndir frá dvöl sinni á Haíti og sagði þeim frá landinu, aðstæðunum eftir skjálftann og starfi sínu á vettvanginum. Alls mættu tólf heimsóknavinir og voru þeir hæstánægðir með heimsóknina.

9. mars 2010 : Rauðakrosshúsið eins árs

Rauðakrosshúsið hélt upp á eins árs starfsafmæli síðasta föstudag. Fjölmörgum gestum, sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum var boðið til veglegrar afmælisveislu með tónlist, uppistandi og afmæliskaffi. Rúmlega 120 manns mættu til veislunnar og fögnuðu áfanganum.

Sífellt fleiri gestir sækja Rauðakrosshúsið á degi hverjum, taka þátt í viðburðum og hópavinnu en að auki koma margir fyrir félagsskapinn og spjall yfir kaffibolla. Sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsinu taka á móti fólki og veita stuðning og jafningjaráðgjöf ef með þarf. Rauðakrosshúsið er staðsett að Borgartúni 25 og er opið virka daga frá klukkan 12-17.

9. mars 2010 : Nýr starfsmaður í sjálfboðamiðstöðinni

Ingólfur Pálsson hóf störf í sjálfboðamiðstöðinni í síðustu viku en hann gegnir stöðu verkefnisstjóra Nýttu tímans – ungt fólk til athafna. Staðan er tilkomin vegna samstarfs Rauða krossins og Vinnumálastofnunar til að virkja atvinnulaus ungmenni á aldrinum 18-24 ára. Samstarfið er hluti af átaki félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar Ungt fólk til athafna.

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að virkni og starfshæfni ungra atvinnuleitenda og sporna gegn erfiðum félagslegum og heilsufarslegum afleiðingum sem oft fylgja langvarandi atvinnuleysi, auk þess að kynna fyrir fleirum þau fjölmörgu störf og verkefni sem Rauði krossinn sinnir í samfélaginu. Þátttakendur fá þjálfun til að sinna hefðbundnum sjálfboðaliðaverkefnum hjá deildum Rauða krossins en einnig er gert ráð fyrir nýjum verkefnum.

9. mars 2010 : Íslenskuæfingar á Reyðarfirði

Sjálfboðaliðar Rauða krossins og Kirkjunnar á Reyðarfirði bjóða þeim sem vilja æfa sig í íslensku að koma í safnaðarheimilið í spjall og spil á miðvikudagsmorgnum klukkan 10. Allir eru velkomnir hvort sem þeir eru vanir að tala íslensku eða ekki.

Þeir sem vita af útlendingum sem vilja æfa sig í íslensku eru hvattir til þess að láta þá vita af þessum möguleika. Þjálfunin er ókeypis og ekki þarf að skrá sig. Þeir sem hafa lausa stund á miðvikudagsmorgnum og vilja hjálpa fólki að læra íslensku eru líka hjartanlega velkomnir.

8. mars 2010 : Vel heppnaður fatamarkaður

Fjöldi fólks lagði leið sína á fatamarkað sem ungir og öflugir sjálfboðaliðar úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, héldu í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs á laugardaginn. Á markaðinum voru seld notuð föt og fylgihlutir til styrktar börnum í neyð eftir jarðskjálftana á Haítí. Fötin voru seld á mjög vægu verði eða á 500 og 1000 krónur, auk þess sem fólk gat fengið að prútta niður verð á stærri flíkum. Salan gekk mjög vel og alls söfnuðust um 60 þúsund krónur.

5. mars 2010 : Fatasöfnun mikilvægur stuðningur við verkefni í Malaví

Framlag Fatasöfnunar Rauða krossins sem deildir á höfuðborgarsvæðinu standa að var 38 milljónir vegna ársins 2009 og rennur það óskipt til verkefna í Malaví. Í Malaví hefur Rauði krossinn um árabil starfað að samstarfsverkefnum um umönnun barna sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis, heimahlynningu alnæmisveikra og fæðuöryggi þeirra sem minnst mega sín. Örn Ragnarsson verkefnisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins afhenti Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra félagsins framlagið á svæðisfundi deilda á höfuðborgarsvæðinu.

Töluvert minna barst af fötum til Rauða krossins árið 2009 en árin tvö á undan, en sala í Rauðakrossbúðunum hefur á hinn bóginn aukist. Rauðakrossbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú fjórar. Búðirnar tvær á Laugaveginum njóta sívaxandi vinsælda, og óhætt er að segja að ný verslun sem opnuð var í Mjóddinni í nóvember hafi slegið í gegn. Ein verslun er einnig í Hafnarfirði, og nokkrar deildir á landsbyggðinni hafa einnig opnað nytjamarkaði.

5. mars 2010 : Hlýjan frá Íslandi komin til skila á YouTube

Ungbarnaföt sem sjálfboðaliðar á Íslandi prjónuðu og söfnuðu saman síðastliðið haust eru nú kominn til skjólstæðinga Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi. Þórir Guðmundsson fylgdist með því þegar mæður í timburhjöllum á snævi þaktri gresjunni tóku við hlýjunni frá Íslandi.

Smellið á meira til að sjá myndband um afhendinguna.

5. mars 2010 : Fatamarkaður Plússins í Molanum

Ungir sjálfboðaliðar Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar hafa undanfarna daga undirbúið fatamarkað sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 6. mars kl. 12-16 í Molanum, Ungmennahúsi Kópavogs að Hábraut 2. Þar verða seld notuð föt á mjög vægu verði og auk þess verður heitt kaffi á könnunni. Allur ágóði markaðarins rennur til verkefna Rauða krossins til hjálpar börnum í neyð á Haítí.

Ungu sjálfboðaliðarnir hafa sjálfir staðið að söfnun undanfarnar vikur en auk þess verður til sölu fatnaður frá fatasöfnun Rauða krossins en þangað fer allur sá fatnaður sem safnast í fatagáma endurvinnslustöðva Sorpu.
 

4. mars 2010 : Skyndihjálparnámskeið hefst 15. mars

Námskeið í almennri skyndihjálp ( 16 kennslustundir )  verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2 og hefst námskeiðið mánudaginn 15. mars 
 

Staður:    Viðjulundur 2
Stund:     15. 16.  22.. og 23. mars  kl. 19:30 – 22:30
Verð:        8.500,-

Skráning

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

4. mars 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins auka lífsgæði fólks

„Það hefur verið mjög skemmtilegt og gefandi að leiða Kópavogsdeild Rauða krossins í gegnum þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfinu á undanförnum árum. Það er góð tilfinning að fara frá starfinu í blóma og geta jafnframt treyst því að uppbyggingunni verði haldið áfram af metnaði. Kópavogsdeild starfar í fjölmennu og öflugu bæjarfélagi og á að vera í fararbroddi innan Rauða krossins,“ segir Garðar H. Guðjónsson sem lét af formennsku í Kópavogsdeild Rauða krossins á aðalfundi í síðustu viku eftir átta ára sjálfboðið starf sem formaður. Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir var kjörin formaður en hún hefur setið í stjórn síðan 2005. Hún er fyrst kvenna til að verða formaður deildarinnar.

Garðar var kjörinn í stjórn Kópavogsdeildar 2001 og varð formaður 2002. Hann hafði áður verið kynningarfulltrúi Rauða kross Íslands um árabil. Kópavogsdeild hafði þá einkum getið sér orð fyrir að vera leiðandi í uppbyggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar og stofnun Dvalar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir. Hún hafði einnig verið meðal brautryðjenda í heimsóknaþjónustu sem þá fór einkum fram í Sunnuhlíð. Veikleikar deildarinnar voru hins vegar þeir að hún var lítt þekkt í bæjarfélaginu, hafði ekki sýnilega starfsaðstöðu, sjálfboðaliðar voru fáir og nýliðun lítil sem engin. Þessu vildi ný stjórn breyta.

4. mars 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins auka lífsgæði fólks

„Það hefur verið mjög skemmtilegt og gefandi að leiða Kópavogsdeild Rauða krossins í gegnum þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfinu á undanförnum árum. Það er góð tilfinning að fara frá starfinu í blóma og geta jafnframt treyst því að uppbyggingunni verði haldið áfram af metnaði. Kópavogsdeild starfar í fjölmennu og öflugu bæjarfélagi og á að vera í fararbroddi innan Rauða krossins,“ segir Garðar H. Guðjónsson sem lét af formennsku í Kópavogsdeild Rauða krossins á aðalfundi í síðustu viku eftir átta ára sjálfboðið starf sem formaður. Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir var kjörin formaður en hún hefur setið í stjórn síðan 2005. Hún er fyrst kvenna til að verða formaður deildarinnar.

Garðar var kjörinn í stjórn Kópavogsdeildar 2001 og varð formaður 2002. Hann hafði áður verið kynningarfulltrúi Rauða kross Íslands um árabil. Kópavogsdeild hafði þá einkum getið sér orð fyrir að vera leiðandi í uppbyggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar og stofnun Dvalar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir. Hún hafði einnig verið meðal brautryðjenda í heimsóknaþjónustu sem þá fór einkum fram í Sunnuhlíð. Veikleikar deildarinnar voru hins vegar þeir að hún var lítt þekkt í bæjarfélaginu, hafði ekki sýnilega starfsaðstöðu, sjálfboðaliðar voru fáir og nýliðun lítil sem engin. Þessu vildi ný stjórn breyta.

3. mars 2010 : Yngstu sjálfboðaliðarnir styrkja Rauða krossinum

Sigurður Axel Guðmundsson, Elsa Björg Guðmundsdóttir, Kolfinna Bjarney Reynisdóttir, Kjartan Sveinn Guðmundsson og Áróra Hrönn Snorradóttir söfnuðu pening til styrktar Rauða krossinum á Ásbrautinni með því að selja notuð föt, bækur og annan varning. Þau söfnuðu alls 3.199 kr. sem renna í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu.  Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

2. mars 2010 : Karfa af garni

Deildinni barst góð gjöf á dögunum þegar einn Kópavogsbúi kom færandi hendi með körfu fulla af garni. Kópavogsbúinn vildi styrkja Kópavogsdeildina og eftir að hafa kynnt sér verkefni hennar á vefsíðunni valdi hann að kaupa garn fyrir verkefnið Föt sem framlag. Sjálfboðaliðar í verkefninu munu prjóna ungbarnaflíkur úr garninu sem síðan verða sendar til barna og fjölskyldna í neyð erlendis. Sjálfboðaliðarnir prjóna til dæmis peysur, teppi, húfur, sokka og bleyjubuxur. Deildin þakkar þessum hugulsama Kópavogsbúa kærlega fyrir gjöfina. Hún mun koma að góðum notum.

2. mars 2010 : Sköpunargleði í hjálparstarfi

Í félagsstarfi aldraðra á Reyðarfirði er hópur kvenna í prjónahópi. Þær prjóna reglulega saman og senda framleiðsluna í Rauðakrossbúðirnar. Reyðarfjarðardeild Rauða krossins hefur á móti útvegað prjónahópnum garn.

Víða á landinu eru hópar innan félagsstarfs eldri borgara sem gefa Rauða krossinum alls kyns hannyrðir. Afurðirnar fara annað hvort til þróunaraðstoðar eða eru seldar í fatabúðunum þar sem hagnaðurinn er notaður til hjálparstarfs.

2. mars 2010 : Hrannar sigraði á Vin – Open

Einn skemmtilegra hliðarviðburða við MP Reykjavíkurmótið var Vin- Open sem haldið var kl. 12:30 í dag. Var það samstarfsverkefni Skákfélags Vinjar, Skáksambands Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur. Tuttugu og tveir skráðu sig til leiks þar sem tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma í huggulegu andrúmsloftinu í Vin.

Gunnar Björnsson, forseti, lék fyrsta leikinn  í skák Róberts Lagerman og Birkis Karls Sigurðssonar og var sjálfum sér samkvæmur. Lék hinn vinsæla g3 leik.

Eftir þriðju umferð var vöfflukaffi, orka og ávextir.

2. mars 2010 : Karfa af garni

Deildinni barst góð gjöf á dögunum þegar einn Kópavogsbúi kom færandi hendi með körfu fulla af garni. Kópavogsbúinn vildi styrkja Kópavogsdeildina og eftir að hafa kynnt sér verkefni hennar á vefsíðunni valdi hann að kaupa garn fyrir verkefnið Föt sem framlag. Sjálfboðaliðar í verkefninu munu prjóna ungbarnaflíkur úr garninu sem síðan verða sendar til barna og fjölskyldna í neyð erlendis. Sjálfboðaliðarnir prjóna til dæmis peysur, teppi, húfur, sokka og bleyjubuxur. Deildin þakkar þessum hugulsama Kópavogsbúa kærlega fyrir gjöfina. Hún mun koma að góðum notum.

1. mars 2010 : Rauði krossinn veitir 3 milljónir í neyðaraðstoð í Chile

Rauði kross Íslands hefur ákveðið að senda 3 milljónir króna til neyðaraðgerða í kjölfar jarðskjálftans í Chile nú um helgina. Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar veitt 360 milljónum króna úr neyðarsjóði sínum og Rauði krossinn í Chile hefur hrint af stað fjáröflun til aðstoðar fórnarlömbum hamfaranna. 

Hægt er að styðja hjálparstarfið í Chile með því að leggja inn á reikning Rauða krossins í banka 0342, hb. 26, reikn. 555, kt. 530269-2649, eða greiða með kreditkorti.

Rauði krossinn í Chile hefur unnið sleitulaust frá því jarðskjálftinn reið yfir að björgun úr rústum, aðhlynningu slasaðra og dreifingu hjálpargagna. Rauði krossinn hefur gríðarlega mikla reynslu af viðbrögðum vegna jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í almannavörnum landsins.

1. mars 2010 : Börnin á Álfaborg safna fyrir Haítí

Það er fátt skemmtilegra en að hitta börnin í leikskólunum og spjalla við þau um ýmislegt sem þeim dettur í hug. Þau hafa eins og flestir fylgst með heimsfréttunum og eru svo sannarlega tilbúin að hjálpa ef þau geta.

Þannig var það hjá börnunum í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd sem á Degi leikskólans opnuðu listsýningu í Ráðhúsi Svalbarðsstrandar. Sýningin sem var sölusýning fluttist síðan viku seinna í matsal Kjarnafæðis og var þar í viku.

Tilefni sýningarinnar var að vekja athygli á starfi leikskólans en jafnframt að láta gott af sér leiða og safna fé fyrir börn sem urðu illa úti í jarðskjálftanum á Haítí í janúar.

1. mars 2010 : Börnin á Álfaborg safna fyrir Haítí

Það er fátt skemmtilegra en að hitta börnin í leikskólunum og spjalla við þau um ýmislegt sem þeim dettur í hug. Þau hafa eins og flestir fylgst með heimsfréttunum og eru svo sannarlega tilbúin að hjálpa ef þau geta.

Þannig var það hjá börnunum í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd sem á Degi leikskólans opnuðu listsýningu í Ráðhúsi Svalbarðsstrandar. Sýningin sem var sölusýning fluttist síðan viku seinna í matsal Kjarnafæðis og var þar í viku.

Tilefni sýningarinnar var að vekja athygli á starfi leikskólans en jafnframt að láta gott af sér leiða og safna fé fyrir börn sem urðu illa úti í jarðskjálftanum á Haítí í janúar.