30. apríl 2010 : Lærði að prjóna lopapeysu á einum mánuði

Allt frá því að Dvöl tók til starfa hafa nokkrir skiptinemar á vegum AUS, sem eru alþjóðleg ungmennaskipti, verið þar sem sjálfboðaliðar. Dvöl er athvarf fyrir fólk með geðraskanir þar sem Kópavogsdeild Rauða krossins kemur að reksti.

Ungmennunum hefur verið vel tekið af gestum og vinnuframlag vel þegið af starfsfólki.

Í byrjun apríl kom til Dvalar stúlka frá Slóvakíu sem heitir Ráchel Kovácová, 24 ára gömul og sálfræðingur að mennt. Hún verður í Dvöl þangað til í desember á þessu ári.

30. apríl 2010 : Lærði að prjóna lopapeysu á einum mánuði

Allt frá því að Dvöl tók til starfa hafa nokkrir skiptinemar á vegum AUS, sem eru alþjóðleg ungmennaskipti, verið þar sem sjálfboðaliðar. Dvöl er athvarf fyrir fólk með geðraskanir þar sem Kópavogsdeild Rauða krossins kemur að reksti.

Ungmennunum hefur verið vel tekið af gestum og vinnuframlag vel þegið af starfsfólki.

Í byrjun apríl kom til Dvalar stúlka frá Slóvakíu sem heitir Ráchel Kovácová, 24 ára gömul og sálfræðingur að mennt. Hún verður í Dvöl þangað til í desember á þessu ári.

29. apríl 2010 : AUS skiptinemi í Dvöl

Á þeim árum sem Dvöl hefur starfað hafa nokkrir skiptinemar á vegum AUS, sem eru alþjóðleg skiptanemasamtök, verið þar. Þetta hefur mælst vel fyrir meðal gesta og aukahönd er vel þegin af starfsfólki. Nú í byrjun apríl kom til Dvalar stúlka frá Slóvakíu sem heitir Ráchel Kovácová. Hún er 24 ára gömul og sálfræðingur að mennt. Hún verður í Dvöl þangað til í desember á þessu ári.

Ráchel segir: ,,Ég er mjög hrifin af Íslandi, náttúran er ofsalega falleg og svolítið villtari en í Slóvakíu. Fólkið á Íslandi er mjög lífsglatt og allir hafa tekið mér opnum örmum, sem ég kann vel að meta. Það er frábært hvað Íslendingar tala góða ensku, því þá er auðvelt að fá upplýsingar og eiga samskipti. Ég er samt búin að læra nokkur orð í íslensku og mun fara á íslenskunámskeið í sumar þar sem ég vonast eftir að læra svolítið meira. Ég bý í Mosfellsbænum og finnst andrúmsloftið þar mjög afslappað og gott. Það á mjög vel við mig að búa í litlu bæjarfélagi því það minnir mig á heimabæ minn Nesvady sem er 5000 manna bær. Ég vonast til að geta ferðast aðeins um Ísland í sumar og skoðað þetta fallega land.  

29. apríl 2010 : Hreinsun ösku undir Eyjafjöllum

Níu sjálfboðaliðar Rauða krossins héldu austur til Eyjafjalla í morgun til hreinsunarstarfa á bæjunum  sem verst urðu úti í öskufallinu vegna eldgossins. Á morgun verður leikurinn endurtekinn en þá fer annar hópur sjálfboðaliða austur.

Margir hafa boðið fram aðstoð sína og eins og er er nægjanlegur fjöldi sjálfboðaliða til að manna þau störf sem sjáanleg eru framundan. 

29. apríl 2010 : Hreinsun ösku undir Eyjafjöllum

Níu sjálfboðaliðar Rauða krossins héldu austur til Eyjafjalla í morgun til hreinsunarstarfa á bæjunum  sem verst urðu úti í öskufallinu vegna eldgossins. Á morgun verður leikurinn endurtekinn en þá fer annar hópur sjálfboðaliða austur.

Margir hafa boðið fram aðstoð sína og eins og er er nægjanlegur fjöldi sjálfboðaliða til að manna þau störf sem sjáanleg eru framundan. 

29. apríl 2010 : Skrifað undir samning um Deigluna

Í gær, miðvikudag, skrifuðu Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildir Rauða krossins undir samstarfssamning við sveitarfélögin Hafnarfjörð og Garðabæ um virkniúrræði í Deiglunni í bæjarfélögunum tveimur.

Markmiðið með rekstri Deiglunnar er að skapa vettvang fyrir atvinnuleitendur í Hafnarfirði og Garðabæ til sjálfseflingar og virkni í atvinnuleit. Boðið verður uppá námskeið og afþreyingu sniðna að þörfum atvinnuleitenda og með virkri þátttöku þess hóps sem vill nýta sér starfsemi Deiglunnar.

Starfsemin mun fara fram í sjálfboðamiðstöðvum beggja deilda, í Hafnarfirði að Strandgötu 24 og í Garðabæ á Garðatorgi. 

28. apríl 2010 : Tveir hjálparstarfsmenn Rauða krossins héldu til Haítí í dag

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands héldu til Haítí í dag til starfa á sjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í Carrefour í úthverfi Port-au-Prince. Þar með verða fimm starfandi íslenskir hjálparstarfsmenn á Haíti, en alls hafa 17 íslenskir sendifulltrúar unnið að neyðarviðbrögðum Alþjóða Rauða krossins eftir jarðskjálftann mikla í janúar.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau Ruth Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og Bjarni Árnason læknir starfa á vettvangi fyrir Rauða kross Íslands, en þau sóttu bæði alþjóðlegt námskeið fyrir sendifulltrúa sem haldið var í mars. Ruth starfar sem skurðhjúkrunarfræðingur á Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði en Bjarni er sérnámslæknir í bráðalækningum á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi.

28. apríl 2010 : Tveir hjálparstarfsmenn Rauða krossins héldu til Haítí í dag

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands héldu til Haítí í dag til starfa á sjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í Carrefour í úthverfi Port-au-Prince. Þar með verða fimm starfandi íslenskir hjálparstarfsmenn á Haíti, en alls hafa 17 íslenskir sendifulltrúar unnið að neyðarviðbrögðum Alþjóða Rauða krossins eftir jarðskjálftann mikla í janúar.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau Ruth Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og Bjarni Árnason læknir starfa á vettvangi fyrir Rauða kross Íslands, en þau sóttu bæði alþjóðlegt námskeið fyrir sendifulltrúa sem haldið var í mars. Ruth starfar sem skurðhjúkrunarfræðingur á Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði en Bjarni er sérnámslæknir í bráðalækningum á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi.

27. apríl 2010 : Ungmennastarfið í Þjóðleikhúsinu

Um miðjan apríl fór hópur úr krakkastarfi og ungmennastarfi Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins í skemmtilega heimsókn í Þjóðlekhúsið. Ferðin byrjaði ekkert allt of vel þar sem strætóinn bilaði á miðri leið og þurfti því að breyta ferðatilhöguninni. En krakkarnir gerðu bara gott úr því og komust að lokum í Þjóðleikhúsið. Þar var vel tekið á móti þeim og fengu þau frábæra leiðsögn um leikhúsið. Heyrðu allt um starfseminna þar, fengu að skoða stóra sviðið bæði að ofan og undir því, fóru í alla króka og kima baksviðs, skoðuðu hvernig leikmyndin virkar, sáu búningsherbergi leikaranna, fengu að máta hárkollur og margt fleira. 

Við þökkum Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir þessar frábæru móttökur. 

27. apríl 2010 : Ungmennastarfið í Þjóðleikhúsinu

Um miðjan apríl fór hópur úr krakkastarfi og ungmennastarfi Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins í skemmtilega heimsókn í Þjóðlekhúsið. Ferðin byrjaði ekkert allt of vel þar sem strætóinn bilaði á miðri leið og þurfti því að breyta ferðatilhöguninni. En krakkarnir gerðu bara gott úr því og komust að lokum í Þjóðleikhúsið. Þar var vel tekið á móti þeim og fengu þau frábæra leiðsögn um leikhúsið. Heyrðu allt um starfseminna þar, fengu að skoða stóra sviðið bæði að ofan og undir því, fóru í alla króka og kima baksviðs, skoðuðu hvernig leikmyndin virkar, sáu búningsherbergi leikaranna, fengu að máta hárkollur og margt fleira. 

Við þökkum Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir þessar frábæru móttökur. 

27. apríl 2010 : Landsfundur Ungmennahreyfingarinnar

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða krossins (URKÍ) var haldinn laugardaginn 26. apríl síðastliðinn. Að lokinni skýrslu stjórnar og umræðum um fjárhags- og framkvæmdaáætlun tóku við fjörugar stjórnarkosningar þar sem fjöldi fólks var í framboði. Ekki stóð til að kjósa formann en Pálína Björk Matthíasdóttir ákvað á fundinum að segja af sér formennsku vegna þess að hún er í námi erlendis. Eru hennar færðar góðar þakkir fyrir framlag sitt til URKÍ.

Stjórn URKÍ árið 2010-2011 verður þannig skipuð:
Aðalmenn: Ágústa Ósk Aronsdóttir formaður, Margrét Inga Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Arnar Benjamín Kristjánsson, Auður Ásbjörnsdóttir, Arna Garðarsdóttir og Guðný Halla Guðmundsdóttir. Varamenn: Hulda Hvönn Kristinsdóttir og Hrönn Björgvinsdóttir.

27. apríl 2010 : Landsfundur Ungmennahreyfingarinnar

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða krossins (URKÍ) var haldinn laugardaginn 26. apríl síðastliðinn. Að lokinni skýrslu stjórnar og umræðum um fjárhags- og framkvæmdaáætlun tóku við fjörugar stjórnarkosningar þar sem fjöldi fólks var í framboði. Ekki stóð til að kjósa formann en Pálína Björk Matthíasdóttir ákvað á fundinum að segja af sér formennsku vegna þess að hún er í námi erlendis. Eru hennar færðar góðar þakkir fyrir framlag sitt til URKÍ.

Stjórn URKÍ árið 2010-2011 verður þannig skipuð:
Aðalmenn: Ágústa Ósk Aronsdóttir formaður, Margrét Inga Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Arnar Benjamín Kristjánsson, Auður Ásbjörnsdóttir, Arna Garðarsdóttir og Guðný Halla Guðmundsdóttir. Varamenn: Hulda Hvönn Kristinsdóttir og Hrönn Björgvinsdóttir.

26. apríl 2010 : Sjálfboðaliðar hreinsa til við bæina undir Eyjafjöllum

Á fimmta tug sjálfboðaliða Rauða krossins brást við með stuttum fyrirvara þegar leitað var til þeirra um aðstoð við hreinsunarstörf í gær við bæina undir Eyjafjöllum sem urðu hvað verst úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Verkefnin fólust helst í að hreinsa ösku í kringum íbúðarhús og í görðum eða hvað annað sem bændur óskuðu eftir.

Óhætt er að segja að mikið verk blasti við hreinsunarfólki þegar það mætti á svæðið en það var ólýsanleg ánægja að sjá umhverfið lýsast upp og grænka þegar öskuleðjunni var mokað og sópað í burtu. Þakklæti heimamanna var svo stærsta umbunin og dagsverkið með því mest gefandi sem sjálfboðaliðar hafa færi á að takast á við.
 

26. apríl 2010 : Sjálfboðaliðar hreinsa til við bæina undir Eyjafjöllum

Á fimmta tug sjálfboðaliða Rauða krossins brást við með stuttum fyrirvara þegar leitað var til þeirra um aðstoð við hreinsunarstörf í gær við bæina undir Eyjafjöllum sem urðu hvað verst úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Verkefnin fólust helst í að hreinsa ösku í kringum íbúðarhús og í görðum eða hvað annað sem bændur óskuðu eftir.

Óhætt er að segja að mikið verk blasti við hreinsunarfólki þegar það mætti á svæðið en það var ólýsanleg ánægja að sjá umhverfið lýsast upp og grænka þegar öskuleðjunni var mokað og sópað í burtu. Þakklæti heimamanna var svo stærsta umbunin og dagsverkið með því mest gefandi sem sjálfboðaliðar hafa færi á að takast á við.
 

26. apríl 2010 : Sjálfboðaliðar hreinsa til við bæina undir Eyjafjöllum

Á fimmta tug sjálfboðaliða Rauða krossins brást við með stuttum fyrirvara þegar leitað var til þeirra um aðstoð við hreinsunarstörf í gær við bæina undir Eyjafjöllum sem urðu hvað verst úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Verkefnin fólust helst í að hreinsa ösku í kringum íbúðarhús og í görðum eða hvað annað sem bændur óskuðu eftir.

Óhætt er að segja að mikið verk blasti við hreinsunarfólki þegar það mætti á svæðið en það var ólýsanleg ánægja að sjá umhverfið lýsast upp og grænka þegar öskuleðjunni var mokað og sópað í burtu. Þakklæti heimamanna var svo stærsta umbunin og dagsverkið með því mest gefandi sem sjálfboðaliðar hafa færi á að takast á við.
 

26. apríl 2010 : „Við náum aldrei að sinna öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda.” Bréf frá sendifulltrúa Rauða krossins á Haítí

Sigurjón Valmundsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður fór til Haítí 13. mars. Sigurjón starfar við neyðarsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um það bil 70 kílómetra frá Port-au-Prince.

26. apríl 2010 : „Við náum aldrei að sinna öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda.” Bréf frá sendifulltrúa Rauða krossins á Haítí

Sigurjón Valmundsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður fór til Haítí 13. mars. Sigurjón starfar við neyðarsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um það bil 70 kílómetra frá Port-au-Prince.

26. apríl 2010 : Textíll til góðs í Salaskóla

Nokkrir nemendur úr Salaskóla færðu Kópavogsdeild gjöf á dögunum er þeir afhentu fatnað sem þeir útbjuggu í valáfanga í skólanum sem kallast ,,Textíll til góðs“. Nemendurnir prjónuðu og saumuðu svo sannarlega til góðs í samstarfi við deildina. Þeir prjónuðu ungbarnahúfur ásamt því að sauma teppi, peysur og buxur. Afraksturinn fer síðan í svokallaða ungbarnapakka sem deildin sendir til barna í neyð erlendis. Pakkar sem deildin hefur sent frá sér hafa farið til Malaví, Gambíu og Hvíta-Rússlands.

26. apríl 2010 : Við náum aldrei að sinna öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Bréf frá sendifulltrúa Rauða krossins á Haítí

Sigurjón Valmundsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður fór til Haítí 13. mars. Sigurjón starfar við neyðarsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um það bil 70 kílómetra frá Port-au-Prince.

23. apríl 2010 : Hundaheimsóknir byrjaðar á Hlíð.

Heimsóknarvinum deildarinnar fjölgaði nýverið um þrjá þegar hundarnir Númi, Mosi og Krummi hófu heimsóknir sínar á Dvalarheimilið Hlíð.  Númi sem er blandaður íslenskur fjárhundur á þrettánda ári heimækir íbúa á Reyni- og Skógarhlíð.  Mosi sem er 6 ára Labrador heimsækir Aspar- og Beykihlíð og Krummi sem 5 ára Labrador heimsækir Víðihlíð. Allir hafa hundarnir verið teknir út og metnir hæfir til að sinna slíkum heimsóknum og hefur Dvalarheimilið fengið undanþágu hjá Heilbrigðiseftirlitinu fyrir heimsóknum þeirra.
Vonandi ganga heimsóknir þeirra félaga vel og hver veit nema það fjölgi í hópi hundaheimsóknavina og þeim stöðum sem vilja þyggja slíkar heimsóknir. 
Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meira um verkefnið geta sett sig í samband við Rauða krossinn.  

 

23. apríl 2010 : Fjölmenni í veislu Rangárvallasýsludeildar

Sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins efndu til veislu í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum í gær. Sláturfélag Suðurlands, Emmess ís og Ölgerðin lögðu til veisluföngin. Á borðum var hangikjöt og ís og ávextir í eftirmat.

Árni Þorgilsson, formaður Rangárvallasýsludeildarinnar, taldi að rúmlega 200 manns hefðu komið í veisluna. Margir sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóginn.

„Þetta tókst mjög vel og fólkið var mjög ánægt,“ sagði Árni. Hann sagði að nokkuð gott hljóð hefði verið í fólki og það hefði ekkert verið að flýta sér. „Menn vöknuðu á sumardaginn fyrsta og allt orðið bjart. Snjór yfir öllu og nokkuð létt yfir fólki.“

23. apríl 2010 : Fjölmenni í veislu Rangárvallasýsludeildar

Sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins efndu til veislu í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum í gær. Sláturfélag Suðurlands, Emmess ís og Ölgerðin lögðu til veisluföngin. Á borðum var hangikjöt og ís og ávextir í eftirmat.

Árni Þorgilsson, formaður Rangárvallasýsludeildarinnar, taldi að rúmlega 200 manns hefðu komið í veisluna. Margir sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóginn.

„Þetta tókst mjög vel og fólkið var mjög ánægt,“ sagði Árni. Hann sagði að nokkuð gott hljóð hefði verið í fólki og það hefði ekkert verið að flýta sér. „Menn vöknuðu á sumardaginn fyrsta og allt orðið bjart. Snjór yfir öllu og nokkuð létt yfir fólki.“

23. apríl 2010 : Rauði krossinn á umhverfisvaktinni

Rauða kross deildin í Hafnarfirði hefur ásamt öðrum félagasamtökum í Hafnarfirði skrifað undir samning við Hafnarfjarðarbæ um umhverfisvaktina. Þetta er í þriðja skipti sem Hafnarfjarðarbær stendur fyrir umhverfisvaktinni og annað árið sem sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins taka þátt.

Verkefnið gengur útá það að félagasamtök taka hluta bæjarlandsins í fóstur og sjá um hreinsun á opnum svæðum fjórum sinnum á ári. Fyrsta tímabilið hefst þann 25. apríl, á degi umhverfisins, sem er fæðingardagur Sveins Pálssonar sem lauk prófi í náttúrufræði árið 1791, fyrstur Íslendinga.

21. apríl 2010 : Sálrænn stuðningur og hátíðarmálsverður sumardaginn fyrsta

Sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins munu sjá um hátíðarmálsverð í tilefni sumardagsins fyrsta í félagsheimilinu Heimalandi. Opið verður frá klukkan 11:00-17:00 og leggja Sláturfélag Suðurlands, Emmessís og Ölgerðin til veisluföngin.

Fjöldahjálparstöð hefur verið á Heimalandi þegar íbúum hefur verið gert að rýma svæðið vegna eldgossins. Síðan á laugardag hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins séð um mat á Heimalandi svo að íbúar undir Eyjafjöllum geti komið saman, borðað og ráðið ráðum sínum.

Fulltrúar Rauða krossins hafa verið með erindi um sálræn eftirköst áfalla á sjö íbúafundum síðastliðna þrjá daga auk þess sem sálfræðingar Rauða krossins hafa verið með viðveru í Heimalandi og Vík í samstarfi við heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi.

21. apríl 2010 : Sálrænn stuðningur og hátíðarmálsverður sumardaginn fyrsta

Sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins munu sjá um hátíðarmálsverð í tilefni sumardagsins fyrsta í félagsheimilinu Heimalandi. Opið verður frá klukkan 11:00-17:00 og leggja Sláturfélag Suðurlands, Emmessís og Ölgerðin til veisluföngin.

Fjöldahjálparstöð hefur verið á Heimalandi þegar íbúum hefur verið gert að rýma svæðið vegna eldgossins. Síðan á laugardag hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins séð um mat á Heimalandi svo að íbúar undir Eyjafjöllum geti komið saman, borðað og ráðið ráðum sínum.

Fulltrúar Rauða krossins hafa verið með erindi um sálræn eftirköst áfalla á sjö íbúafundum síðastliðna þrjá daga auk þess sem sálfræðingar Rauða krossins hafa verið með viðveru í Heimalandi og Vík í samstarfi við heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi.

21. apríl 2010 : Fjöldi hælisleitenda í iðnríkjunum árið 2009

Tölfræði Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sýnir að fjöldi hælisleitenda í 44 iðnvæddu ríkjunum hafi verið nánast sá sami árið 2009 og hann var árið 2008. Fjöldinn á síðasta ári hafi verið 377.000.

21. apríl 2010 : Námsaðstoð í boði fyrir framhaldsskólanemendur

Frá  21. apríl til 10. maí býður Kópavogsdeild upp á ókeypis námsaðstoð fyrir fólk á framhaldsskólaaldri í Molanum, ungmennahúsi að Hábraut 2 í Kópavogi.

Í Molanum er opin lesaðstaða fyrir nemendur alla virka daga en dagana 21. apríl, 28. apríl, 5. maí og 10. maí kl. 17-19 verða sjálfboðaliðar frá Kópavogsdeild á staðnum. Þar munu þeir veita þeim sem vantar sérstaka leiðsögn í stærðfræði en sjálfboðaliðarnir búa allir yfir góðri þekkingu í því fagi. Öll aðstaða undir slíka aðstoð er til fyrirmyndar í Molanum.

20. apríl 2010 : Veturinn kvaddur með hörkumóti í Rauðakrosshúsinu

Þátttökumetinu í skákinni í Rauðakrosshúsinu var algjörlega rústað á mánudaginn, þegar tuttuguogfjórir mættu til leiks klukkan 13:30.  Það var líf og fjör í Borgartúninu, enda teflt á tólf borðum innan um prjónahóp, tölvuunnendur og fræðsluhópa, en eins og í Hálsaskógi voru allir vinir.

Þess ber að geta að Stefán Bergsson átti stórleik með því að bjóða nokkrum nemendum Skákakademíunnar á mótið.

Skákfélag Vinjar, í samstarfi við Hrókinn, hefur haldið mót á nokkurra vikna fresti frá opnun Rauðakrosshússins, og ávallt hefur verið fín mæting. Aldrei þó sem nú. Skákstjórinn Róbert Lagerman fékk heldur betur að hafa fyrir sigrinum því óárennilegur hópur gerði tilkall til toppsætis. Róbert var kátur í lokin eftir jafntefli við Ingvar Þór Jóhannesson og hafði með því náð sigri, hlaut sex og hálfan af sjö, en tefldar voru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Hinn eitilharði skagamaður, Einar Kristinn Einarsson, kom annar með sex og Ingvar Þór þriðji með 5,5.

20. apríl 2010 : Berum við ábyrgð á stríðsglæpum?

Upptakan af drápum bandarískra þyrluflugmanna á almennum borgurum í Írak hefur gefið okkur sjaldgæfa innsýn í raunveruleika stríðs.

19. apríl 2010 : Rauði kross Íslands veitir íbúum á eldgosasvæðinu sálrænan stuðning

Rauði kross Íslands vinnur nú að því í samvinnu við heimamenn að veita íbúum og þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af völdum eldgossins sálrænan stuðning.

Sálfræðingur verður til viðtals í Heimalandi og í Vík á þriðjudag frá klukkan 12-14. Frekari viðvera sálfræðings verður auglýst síðar. Einnig var farið í Grunnskólann á Hvolsvelli og rætt við nemendur og kennara.

Boðið verður upp á opið hús fyrir þá sem eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25, á miðvikudaginn frá klukkan 14-16. Sálfræðingur úr áfallateymi Rauða krossins verður á staðnum og fjallar um sálrænan stuðning í kjölfar náttúruhamfara og veitir ráðgjöf um stuðning foreldra og forráðamanna við börn. Rauðakrosshúsið er opið fimm daga vikunnar frá klukkan 12-17. Þar er hægt að sækja í ráðgjöf og sálrænan stuðning.

19. apríl 2010 : Rauði kross Íslands veitir íbúum á eldgosasvæðinu sálrænan stuðning

Rauði kross Íslands vinnur nú að því í samvinnu við heimamenn að veita íbúum og þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af völdum eldgossins sálrænan stuðning.

Sálfræðingur verður til viðtals í Heimalandi og í Vík á þriðjudag frá klukkan 12-14. Frekari viðvera sálfræðings verður auglýst síðar. Einnig var farið í Grunnskólann á Hvolsvelli og rætt við nemendur og kennara.

Boðið verður upp á opið hús fyrir þá sem eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25, á miðvikudaginn frá klukkan 14-16. Sálfræðingur úr áfallateymi Rauða krossins verður á staðnum og fjallar um sálrænan stuðning í kjölfar náttúruhamfara og veitir ráðgjöf um stuðning foreldra og forráðamanna við börn. Rauðakrosshúsið er opið fimm daga vikunnar frá klukkan 12-17. Þar er hægt að sækja í ráðgjöf og sálrænan stuðning.

19. apríl 2010 : Einingarnar bara bónus

Kópavogsdeild Rauða krossins hélt handverksmarkað á laugardaginn. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda sem sitja áfanga um sjálfboðið Rauða kross-starf í MK. Greinin birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. apríl sl.

19. apríl 2010 : Sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar sáu um mat í Heimalandi

Íbúamiðstöðin í Heimalandi var opin í gær. Fjórir sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins voru þar að störfum og tóku á móti um 130 íbúum og björgunarsveitarfólki með mat. Íbúafundur var þar klukkan 13 þar sem sýslumaður og sveitarstjórnarmenn tóku stöðuna og spjölluðu við fundargesti. Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ásamt  sýslumanni og sveitarstjórnarmönnum voru viðstödd fundinn.

Þegar leið á daginn fór fólk heim til sín en fjöldahjálparstöðin var opin og sjálfboðaliðarnir skildu eftir kjötsúpa í potti fyrir þá sem vildu.
 

19. apríl 2010 : Sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar sáu um mat í Heimalandi

Íbúamiðstöðin í Heimalandi var opin í gær. Fjórir sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins voru þar að störfum og tóku á móti um 130 íbúum og björgunarsveitarfólki með mat. Íbúafundur var þar klukkan 13 þar sem sýslumaður og sveitarstjórnarmenn tóku stöðuna og spjölluðu við fundargesti. Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ásamt  sýslumanni og sveitarstjórnarmönnum voru viðstödd fundinn.

Þegar leið á daginn fór fólk heim til sín en fjöldahjálparstöðin var opin og sjálfboðaliðarnir skildu eftir kjötsúpa í potti fyrir þá sem vildu.
 

19. apríl 2010 : MK-nemar seldu fyrir 250 þúsund á handverksmarkaðinum á laugardaginn

Margir lögðu leið sína í sjálfboðamiðstöðina á laugardaginn og gerðu góð kaup á handverksmarkaði MK-nema. Til sölu voru alls konar prjónavörur, kökur, brjóstsykur, sumargjafir og handverk frá vinadeild Kópavogsdeildar í Mósambík. Alls seldust vörur fyrir 250 þúsund krónur. Ágóðinn rennur til verkefna innanlands.

Handverksmarkaðurinn var lokaverkefni MK-nemanna í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossi Íslands. Nemendur vinna sem sjálfboðaliðar yfir önnina í samráði við kennara í MK og Kópavogsdeildina. Meðal verkefna í boði eru aðstoð við aldraða og einmana, störf í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, og félagsstarf með ungum innflytjendum. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja námskeið fyrir sjálfboðaliða.

19. apríl 2010 : Tækifæri tekur til starfa á Skagastöðum

„Tækifæri" var opnað með viðhöfn á Akranesi föstudaginn 9. apríl, en það er samstarfsverkefni Rauða krossins, Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Vinnumálastofnunnar og Akranesbæjar.

Að sögn Árna Guðmundar Guðmundssonar verkefnisstjóra er markmið Skagastaða að skapa aðstöðu fyrir atvinnulaus ungmenni á aldrinum 16-30 ára, þar sem hægt verður að vinna að því að skapa verkefni, hitta aðra, þróa viðskiptahugmyndir, rjúfa félagslega einangrun með ögrandi verkefnum, halda uppi virkri atvinnuleit og hvetja til umræðu um þá atvinnumöguleika sem bjóðast á Akranesi.

Reiknað er með að allt að 37 ungmenni geti nýtt sér Tækifæri í byrjun og verkefnið þróist svo í takt við óskir og vilja unga fólksins.

19. apríl 2010 : Tækifæri tekur til starfa á Skagastöðum

„Tækifæri" var opnað með viðhöfn á Akranesi föstudaginn 9. apríl, en það er samstarfsverkefni Rauða krossins, Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Vinnumálastofnunnar og Akranesbæjar.

Að sögn Árna Guðmundar Guðmundssonar verkefnisstjóra er markmið Skagastaða að skapa aðstöðu fyrir atvinnulaus ungmenni á aldrinum 16-30 ára, þar sem hægt verður að vinna að því að skapa verkefni, hitta aðra, þróa viðskiptahugmyndir, rjúfa félagslega einangrun með ögrandi verkefnum, halda uppi virkri atvinnuleit og hvetja til umræðu um þá atvinnumöguleika sem bjóðast á Akranesi.

Reiknað er með að allt að 37 ungmenni geti nýtt sér Tækifæri í byrjun og verkefnið þróist svo í takt við óskir og vilja unga fólksins.

19. apríl 2010 : Tækifæri tekur til starfa á Skagastöðum

„Tækifæri" var opnað með viðhöfn á Akranesi föstudaginn 9. apríl, en það er samstarfsverkefni Rauða krossins, Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Vinnumálastofnunnar og Akranesbæjar.

Að sögn Árna Guðmundar Guðmundssonar verkefnisstjóra er markmið Skagastaða að skapa aðstöðu fyrir atvinnulaus ungmenni á aldrinum 16-30 ára, þar sem hægt verður að vinna að því að skapa verkefni, hitta aðra, þróa viðskiptahugmyndir, rjúfa félagslega einangrun með ögrandi verkefnum, halda uppi virkri atvinnuleit og hvetja til umræðu um þá atvinnumöguleika sem bjóðast á Akranesi.

Reiknað er með að allt að 37 ungmenni geti nýtt sér Tækifæri í byrjun og verkefnið þróist svo í takt við óskir og vilja unga fólksins.

19. apríl 2010 : Rauði kross Íslands veitir íbúum á eldgosasvæðinu sálrænan stuðning

Rauði kross Íslands vinnur nú að því í samvinnu við heimamenn að veita íbúum og þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af völdum eldgossins sálrænan stuðning.

Sálfræðingur verður til viðtals í Heimalandi og í Vík á þriðjudag frá klukkan 12-14. Frekari viðvera sálfræðings verður auglýst síðar. Einnig var farið í Grunnskólann á Hvolsvelli og rætt við nemendur og kennara.

Boðið verður upp á opið hús fyrir þá sem eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25, á miðvikudaginn frá klukkan 14-16. Sálfræðingur úr áfallateymi Rauða krossins verður á staðnum og fjallar um sálrænan stuðning í kjölfar náttúruhamfara og veitir ráðgjöf um stuðning foreldra og forráðamanna við börn. Rauðakrosshúsið er opið fimm daga vikunnar frá klukkan 12-17. Þar er hægt að sækja í ráðgjöf og sálrænan stuðning.

18. apríl 2010 : Athygli umheimsins á gosi

Mikið um fyrirspurnir frá erlendum miðlum.  Fjölmiðlamiðstöð sett upp á Hvolsvelli.  Finnst kaldhæðnislegt að Keflavík sé eini opni flugvöllurinn. Greinin birtist í Morgunblaðinu 17.04.2010.

18. apríl 2010 : Áfallahjálp veitt vegna eldgossins undir Eyjafjallajökli

Viðbragðsteymi um áföll á rýmingarsvæðinu hefur starfað frá gosbyrjun og haft samráð við samráðshóp í Samhæfingarstöð um áföll. Beiðni hefur borist um aðstoð í dag og eru tveir sérfræðingar á leiðinni á Hvolsvöll. 

Upplýsingar um sálrænan stuðning má nálgast á vefnum með því að klikka á vefborðann efst á síðunni. Fólki er bent á að hringja í Hjálparsímann, 1717, sem einnig veitir fólki sálrænan stuðning og gegnir hlutverki upplýsingasíma fyrir almenning þegar náttúruhamfarir verða. 

Fjölmiðlamiðstöð er starfrækt á Hvolsvelli þar sem fjölmiðlafulltrúar Rauða kross Íslands og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar taka á móti erlendum fréttamönnum og greiða götur þeirra. 

 

 

17. apríl 2010 : Skákmót í Rauðakrosshúsinu

Rauðakrosshúsið, Borgartúni 25, mánudagur 19.04.2010 kl: 13:30

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn setja upp síðasta skákmót vetrarins í Rauðakrosshúsinu á mánudaginn, þann 19. apríl kl. 13,30.

Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.

Ávallt er stutt í kaffikönnuna í Borgartúninu og létt andrúmsloft þó margt sé í gangi  á sama tíma.

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið vinninga fyrir efstu þátttakendur auk þess sem dregnir verða út happadrættisvinningar.

Skákstjóri er Róbert Lagerman, hinn víðfrægi varaforseti Hróksins.

Skráning á staðnum og kostar ekki baun. Allir velkomnir.

17. apríl 2010 : Handverksmarkaður í dag, laugardag!

Handverksmarkaður Kópavogsdeildar hefst kl. 11 í dag og þar er hægt að gera góð kaup á ýmis konar prjónavörum og öðru handverki sem sjálfboðaliðar deildarinnar hafa búið til. Þá er einnig til sölu handverk frá Mósambík eins og batik-myndir, skartgripir og töskur. Einnig er hægt að gera góð kaup á kökum og brjóstsykri sem hafa verið búnir til sérstaklega fyrir markaðinn. Lyklakippur sem yngstu þátttakendur deildarinnar í Rauða kross starfi – Enter-börnin – hafa handgert verða líka til sölu.

16. apríl 2010 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 gegnir hlutverki upplýsingasíma almennings vegna eldgoss/Red Cross Helpline 1717: public information centre for the current emergency

Rauði kross Íslands vill vekja athygli á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 gegnir hlutverki upplýsingasíma fyrir almenning þegar náttúruhamfarir verða. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna og vina á hættusvæðinu. Þá er heimafólki sem ekki er á svæðinu eða nær ekki að komast í fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins bent á að hringja í 1717 til að tilkynna um dvalarstað sinn.

Um 100 sjálfboðaliðar starfa við Hjálparsímann 1717, sem er gjaldfrjáls og opinn allan sólarhringinn. Þeir hafa fengið sérstaka þjálfun í upplýsingasöfnun og upplýsingaveitu þegar hamfarir dynja yfir. Eins er Hjálparsíminn mikilvægur hlekkur í skráningu Rauða krossins þegar rýma þarf svæði, og liggja þar allar upplýsingar jafnóðum fyrir um þá sem hafa gefið sig fram í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á hættusvæðunum.

15. apríl 2010 : Fjöldahjálparstöðin i Drangshlíð opin

Á fjórða tug manna gistu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Drangshlíð í nótt. Rýmingu var aflétt í gærkvöldi nema á 20 heimilum næst gosstöðvunum.

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð er mönnuð og fylgst verður vel með framvindu gossins.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er áfram starfræktur sem upplýsingarsími vegna eldgossins.

15. apríl 2010 : Fjöldahjálparstöðin i Drangshlíð opin

Á fjórða tug manna gistu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Drangshlíð í nótt. Rýmingu var aflétt í gærkvöldi nema á 20 heimilum næst gosstöðvunum.

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð er mönnuð og fylgst verður vel með framvindu gossins.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er áfram starfræktur sem upplýsingarsími vegna eldgossins.

15. apríl 2010 : Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Hvolsvelli hefur opnað

Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hvolsvelli vegna rýmingar í Fljótshlíð og Landeyjum. Hjálparsíminn 1717 er opinn sem upplýsingarsími.

Stórflóð er í Markarfljóti. Fólki hefur verið gert að yfirgefa svæðið strax, vegna upplýsinga um að stórt vatnsflóð sé að koma niður undan Gígjökli. Þá verða áhrifasvæði Eyjafjallajökuls rýmd strax. Vatn hefur flætt yfir varnargarða við Þórólfssfell í innanverðri Fljótshlíð stystu leið frá flóðasvæðinu. Stórir ísjakar eru í flóðinu.

15. apríl 2010 : Rýmingu aflétt og fjöldahjálparstöðinni lokað

Rýmingu vegna flóða úr Eyjafjallajökli er aflétt og fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Hvolsvelli því lokað. Um 250 manns komu á fjöldahjálparstöðina en einnig var tekið á móti fólki á Búðarhóli og Hildisey í Fljótshlíð.

Sjö sjálfboðaliðar Rangárvallasýsludeildar Rauða krossins og tveir frá Árnesingadeildinni tóku á móti fólkinu í fjöldahjálparstöðinni. Starfsmenn Hvolskóla sáu um mat fyrir alla og Ölgerðin kom með drykki.
 

15. apríl 2010 : Framboð til stjórnar Ungmennahreyfingar Rauða krossins

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands verður haldinn laugardaginn 24. apríl.

Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram til stjórnarsetu eru hvattir til að gera það.

Áhugasamir sendi erindi þess efnis á netfangið [email protected].

15. apríl 2010 : Frétt RKÍ

15. apríl 2010 : Undirbúningur fyrir handverksmarkað í fullum gangi

Undirbúningur fyrir handverksmarkaðinn sem haldinn verður hjá Kópavogsdeild á laugardaginn gengur vel. Í síðustu viku föndruðu Enter-krakkarnir lyklakippur úr þæfðri ull og skemmtu sér vel við það. Í dag taka svo Eldhugarnir til við að búa til brjóstsykur líkt og þeir hafa gert fyrir undanfarna markaði. Á morgun mæta svo nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi til þess að setja upp markaðinn og verðmerkja en markaðurinn og umsjón hans er lokaverkefni þeirra í áfanganum um sjálfboðið starf. Auk þess munu nemendurnir útbúa veglegar kökukræsingar til að selja á markaðinum.

15. apríl 2010 : Börn í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar safna fyrir bágstadda á Haítí

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins safnað peningum fyrir börn á Haítí sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. Til að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira.

Þegar þau skunduðu í bankann með peningana og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands vildi svo skemmtilega til að Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar, sem einnig er starfsmaður bankans, tók á móti þeim við komuna í bankann.

Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum.

15. apríl 2010 : Börn í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar safna fyrir bágstadda á Haítí

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins safnað peningum fyrir börn á Haítí sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. Til að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira.

Þegar þau skunduðu í bankann með peningana og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands vildi svo skemmtilega til að Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar, sem einnig er starfsmaður bankans, tók á móti þeim við komuna í bankann.

Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum.

15. apríl 2010 : Börn í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar safna fyrir bágstadda á Haítí

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins safnað peningum fyrir börn á Haítí sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. Til að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira.

Þegar þau skunduðu í bankann með peningana og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands vildi svo skemmtilega til að Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar, sem einnig er starfsmaður bankans, tók á móti þeim við komuna í bankann.

Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum.

15. apríl 2010 : Köttur út í mýri

Guðmundur Brynjólfsson opnaði myndlistarsýningu sína, „köttur út í mýri” í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, miðvikudaginn 14. apríl.

Guðmundur býr að Bjargi á Seltjarnarnesi og hefur sinnt myndlist sinni þar að mestu, en tekur þátt í myndlistarhópi Vinjar.

Töluverður gestafjöldi var við opnunina, þar sem Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðumaður Vinjar, hélt stutta tölu. Boðið var upp á léttar veitingar og gott andrúmsloft.

Sýndar eru 14 ný olíumálverk og eitt eldra akrílverk. Myndirnar eru til sölu og er verði mjög stillt í hóf.

„Köttur út í mýri” verður uppi í tvær vikur og eru allir hjartanlega velkomnir í heimsókn í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík.

14. apríl 2010 : Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöðvar og virkjar Hjálparsímann 1717 vegna eldgoss

Rauði kross Íslands hefur virkjað neyðarvarnarkerfi sitt og opnað fjöldahjálparstöðvar í grunnskólanum á Hvolsvelli, Varmahlíð, Heimalandi og Drangshlíð vegna jarðskjálfta í Eyjafjallajökli. Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður sem upplýsingarsími fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna og fyrir heimafólk,sem ekki er á svæðinu, til að tilkynna um dvalarstað sinn.

Allir íbúar, sumarhúsaeigendur og ferðamenn skulu rýma svæðið samkvæmt leiðbeiningum. Fólk getur leitað skjóls og fengið frekari aðstoð í fjöldahjálparstöðvunum. Rauði krossinn biður sjálfboðaliða í Rangárvalladeild, Víkurdeild og deildir í Árnessýslu að koma til aðstoðar samkvæmt neyðarvarnarskipulagi félagsins.

Earth tremors are reported under the summit of the Eyjafjallajökull glacier, in the south of Iceland. The Department of Civil Protection and Emergency Management, in consultation with geophysicists from the Icelandic Meteorological Office, have already evacuated the areas to the south of the glacier as a precautionary measure. The authorities have contacted farms in this area and instructed them to move to Heimaland, Varmahlid and Drangshlid. The police in Hvolsvöllur and local rescue teams are supervising the evacuation. The main road, national route 1, is closed from Hvolsvöllur to Skógará. The National Emergency coordination centre in Skógarhlið, Reykjavik is operational and is monitoring the situation with geophysicists from the Icelandic Meteorological Office.

In light of the increased volcanic activity under the the summit of the Eyjafjallajökull glacier, in the south of Iceland, the Department of Civil Protection and Emergency Management, in consultation with geophysicists from the Icelandic Meteorological Office, have decided to evacuate the neighbouring areas, according to the Civil Protection evacuation plan and people are to move to the Red Cross Mass Care centres.

14. apríl 2010 : Rauði krossinn opnar fjöldahjálparstöðvar og virkjar Hjálparsímann 1717 vegna eldgoss

Rauði kross Íslands hefur virkjað neyðarvarnarkerfi sitt og opnað fjöldahjálparstöðvar í grunnskólanum á Hvolsvelli, Varmahlíð, Heimalandi og Drangshlíð vegna jarðskjálfta í Eyjafjallajökli. Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður sem upplýsingarsími fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna og fyrir heimafólk,sem ekki er á svæðinu, til að tilkynna um dvalarstað sinn.

Allir íbúar, sumarhúsaeigendur og ferðamenn skulu rýma svæðið samkvæmt leiðbeiningum. Fólk getur leitað skjóls og fengið frekari aðstoð í fjöldahjálparstöðvunum. Rauði krossinn biður sjálfboðaliða í Rangárvalladeild, Víkurdeild og deildir í Árnessýslu að koma til aðstoðar samkvæmt neyðarvarnarskipulagi félagsins.

Earth tremors are reported under the summit of the Eyjafjallajökull glacier, in the south of Iceland. The Department of Civil Protection and Emergency Management, in consultation with geophysicists from the Icelandic Meteorological Office, have already evacuated the areas to the south of the glacier as a precautionary measure. The authorities have contacted farms in this area and instructed them to move to Heimaland, Varmahlid and Drangshlid. The police in Hvolsvöllur and local rescue teams are supervising the evacuation. The main road, national route 1, is closed from Hvolsvöllur to Skógará. The National Emergency coordination centre in Skógarhlið, Reykjavik is operational and is monitoring the situation with geophysicists from the Icelandic Meteorological Office.

In light of the increased volcanic activity under the the summit of the Eyjafjallajökull glacier, in the south of Iceland, the Department of Civil Protection and Emergency Management, in consultation with geophysicists from the Icelandic Meteorological Office, have decided to evacuate the neighbouring areas, according to the Civil Protection evacuation plan and people are to move to the Red Cross Mass Care centres.

14. apríl 2010 : Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins opnar meðan þörf krefur

Fjórar fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í kjölfar rýmingar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.  Um 700 manns voru skráðir hjá Rauða krossi Íslands við rýmingu.

Um 30 manns eru enn í fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Hvolsvelli, en milli 50-60 manns hafa verið þar í dag.  Í Drangshlíð dvelja 35 manns, og 3 eru enn í Varmahlíð, en enginn dvelur í Heimalandi eins og er.

Fjöldahjálparstöðvarnar verða opnar meðan þörf krefur, og þar stendur fólki til boða skjól og vistir.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er áfram starfræktur sem upplýsingarsími vegna eldgossins.  Þá útvegaði Rauði krossinn einnig túlka á ensku og pólsku í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til að þýða fréttir og fréttatilkynningar.

14. apríl 2010 : Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins opnar meðan þörf krefur

Fjórar fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í kjölfar rýmingar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.  Um 700 manns voru skráðir hjá Rauða krossi Íslands við rýmingu.

Um 30 manns eru enn í fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Hvolsvelli, en milli 50-60 manns hafa verið þar í dag.  Í Drangshlíð dvelja 35 manns, og 3 eru enn í Varmahlíð, en enginn dvelur í Heimalandi eins og er.

Fjöldahjálparstöðvarnar verða opnar meðan þörf krefur, og þar stendur fólki til boða skjól og vistir.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er áfram starfræktur sem upplýsingarsími vegna eldgossins.  Þá útvegaði Rauði krossinn einnig túlka á ensku og pólsku í samhæfingarstöðina í Skógarhlíð til að þýða fréttir og fréttatilkynningar.

14. apríl 2010 : Yfir 400 manns skráðir í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins

Yfir 400 manns hafa nú skráð sig í fjöldahjálparstöð Rauða kross Íslands í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru nú staddir um 200 manns, og að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur, stjórnanda fjöldahjálparstöðvarinnar, er verið að koma dýnum á staðinn svo fólk geti lagst fyrir.

Alls er um 700 manns gert að rýma svæðið.  Fjölmargir fá gistingu hjá vinum og ættingjum, en fólk nýtir sér einnig aðstoð Rauða krossins í fjöldahjálparstöðvunum á Hvolsvelli, í Varmahlíð, Heimalandi og Drangshlíð.
 
Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður sem upplýsingarsími fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna og fyrir heimafólk sem ekki er á svæðinu til að tilkynna um dvalarstað sinn.
 

14. apríl 2010 : Yfir 400 manns skráðir í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins

Yfir 400 manns hafa nú skráð sig í fjöldahjálparstöð Rauða kross Íslands í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru nú staddir um 200 manns, og að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur, stjórnanda fjöldahjálparstöðvarinnar, er verið að koma dýnum á staðinn svo fólk geti lagst fyrir.

Alls er um 700 manns gert að rýma svæðið.  Fjölmargir fá gistingu hjá vinum og ættingjum, en fólk nýtir sér einnig aðstoð Rauða krossins í fjöldahjálparstöðvunum á Hvolsvelli, í Varmahlíð, Heimalandi og Drangshlíð.
 
Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður sem upplýsingarsími fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna og fyrir heimafólk sem ekki er á svæðinu til að tilkynna um dvalarstað sinn.
 

14. apríl 2010 : Samvera heimsóknavina í gær

Mánaðarleg samvera heimsóknavina var haldin í sjálfboðamiðstöðinni í gær. Samverur fyrir heimsóknavini eru haldnar annan þriðjudag í hverjum mánuði og eru hugsaðar sem tækifæri fyrir heimsóknavini til að eiga ánægjulega stund saman. Reglulega er boðið upp á ýmis konar fræðslu eða erindi og í gær kom Sigurður Erlingsson í heimsókn. Hann heldur úti vefsíðunni velgengni.is og hélt erindi um jákvæðni, sjálfstyrkingu og velgengni.  Hann ræddi meðal annars um útgeislun, sjálfstraust og samskipti og höfðu heimsóknavinirnir gaman af. Þeir geta vonandi nýtt sér þetta ásamt því að miðla inntakinu til gestgjafa sinna.

13. apríl 2010 : Sérfræðingur í dreifingu hjálpargagna á leið til Haítí

Birna Halldórsdóttir hélt til Haítí í dag, þriðjudaginn 13. apríl, til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Birna mun starfa með finnskri og franskri sveit við dreifingu hjálpargagna Alþjóða Rauða krossins.

Birna er mannfræðingur og hefur langa reynslu af störfum fyrir Rauða kross Íslands, bæði á landskrifstofu og við alþjóðleg neyðarverkefni. Síðast starfaði Birna í Malaví þar sem hún vann við að skipuleggja og útfæra verkefni til að tryggja fæðuframboð fyrir skjólstæðinga malavíska Rauða krossins. Árið 2005 vann hún í Aceh á Súmötru í Indónesíu þar sem hún stýrði dreifingu hjálpargagna eftir flóðbylgjuna miklu. Áður hefur hún unnið í Suður-Súdan, Sómalíu og Keníu.

13. apríl 2010 : Sérfræðingur í dreifingu hjálpargagna á leið til Haítí

Birna Halldórsdóttir hélt til Haítí í dag, þriðjudaginn 13. apríl, til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Birna mun starfa með finnskri og franskri sveit við dreifingu hjálpargagna Alþjóða Rauða krossins.

Birna er mannfræðingur og hefur langa reynslu af störfum fyrir Rauða kross Íslands, bæði á landskrifstofu og við alþjóðleg neyðarverkefni. Síðast starfaði Birna í Malaví þar sem hún vann við að skipuleggja og útfæra verkefni til að tryggja fæðuframboð fyrir skjólstæðinga malavíska Rauða krossins. Árið 2005 vann hún í Aceh á Súmötru í Indónesíu þar sem hún stýrði dreifingu hjálpargagna eftir flóðbylgjuna miklu. Áður hefur hún unnið í Suður-Súdan, Sómalíu og Keníu.

13. apríl 2010 : Aðstoð við flugfarþega

Níu sjálfboðaliðar úr neyðarnefnd Suðurnesjadeildar Rauða krossins tóku í dag á móti farþegum flugvélar US Airlines eftir að tilkynnt var um óþægilegar efnagufur í farþegarými. Fjöldahjálparstjórar á höfuðborgarsvæðinu og áfallahjálparteymi Rauða kross Íslands voru jafnframt í viðbragðsstöðu. Þá voru starfsstöðvar Rauða krossins í aðgerðastjórn almannavarna og Samhæfingarstöðinni mannaðar.

Farþegarnir báru sig vel og í ljós kom að óþægindin voru að mestu bundin við áhafnarmeðlimi í eldhúsi flugvélarinnar og fengu þeir viðeigandi læknisaðstoð.
 
 

13. apríl 2010 : Aðstoð við flugfarþega

Níu sjálfboðaliðar úr neyðarnefnd Suðurnesjadeildar Rauða krossins tóku í dag á móti farþegum flugvélar US Airlines eftir að tilkynnt var um óþægilegar efnagufur í farþegarými. Fjöldahjálparstjórar á höfuðborgarsvæðinu og áfallahjálparteymi Rauða kross Íslands voru jafnframt í viðbragðsstöðu. Þá voru starfsstöðvar Rauða krossins í aðgerðastjórn almannavarna og Samhæfingarstöðinni mannaðar.

Farþegarnir báru sig vel og í ljós kom að óþægindin voru að mestu bundin við áhafnarmeðlimi í eldhúsi flugvélarinnar og fengu þeir viðeigandi læknisaðstoð.
 
 

13. apríl 2010 : 120 fjöldahjálparstjórar á höfuðborgarsvæðinu

Á þriðja tug sjálfboðaliða sóttu fjöldahjálparnámskeið sem haldið var í Hafnarfjarðardeild Rauða krossins.

Farið var yfir almannavarnarkerfið og hlutverk Rauða krossins innan þess. Til hvers er ætlast af fjöldahjálparstjórum, og hverju þeir geta búist við að mæta þegar kallið kemur.  

13. apríl 2010 : Prjónað til góðs í dagvistinni á Höfn

Sú hefð hefur skapast á dagvist Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Höfn að prjónað er til góðs á föstudögum. Prjónavaran sem kemur úr þeirri vinnu er gefin Rauða krossinum.

Ásgerður K. Gylfadóttir formaður Hornafjarðardeildar heimsótti dagvistina á föstudaginn og tók við 82 sokkapörum, 39 vettlingum, 19 húfum, einni peysu, einum trefli og fjórum þvottapokum. Auk þessa var afhentur peningur fyrir það sem dagvistarfólk hafði þegar selt hjá sér.

Hornafjarðardeild Rauða krossins mun bjóða þessar fallegu og vel unnu prjónavörur til sölu á opnu húsi deildarinnar sem auglýst verður síðar í apríl. Ágóðinn fer allur í Hjálparsjóð. Síðan verður það sem af gengur sent til úthlutunar á vegum fatasöfnunar Rauða krossins.

13. apríl 2010 : Prjónað til góðs í dagvistinni á Höfn

Sú hefð hefur skapast á dagvist Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Höfn að prjónað er til góðs á föstudögum. Prjónavaran sem kemur úr þeirri vinnu er gefin Rauða krossinum.

Ásgerður K. Gylfadóttir formaður Hornafjarðardeildar heimsótti dagvistina á föstudaginn og tók við 82 sokkapörum, 39 vettlingum, 19 húfum, einni peysu, einum trefli og fjórum þvottapokum. Auk þessa var afhentur peningur fyrir það sem dagvistarfólk hafði þegar selt hjá sér.

Hornafjarðardeild Rauða krossins mun bjóða þessar fallegu og vel unnu prjónavörur til sölu á opnu húsi deildarinnar sem auglýst verður síðar í apríl. Ágóðinn fer allur í Hjálparsjóð. Síðan verður það sem af gengur sent til úthlutunar á vegum fatasöfnunar Rauða krossins.

13. apríl 2010 : Sérfræðingur í dreifingu hjálpargagna á leið til Haítí

Birna Halldórsdóttir hélt til Haítí í dag, þriðjudaginn 13. apríl, til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Birna mun starfa með finnskri og franskri sveit við dreifingu hjálpargagna Alþjóða Rauða krossins.

Birna er mannfræðingur og hefur langa reynslu af störfum fyrir Rauða kross Íslands, bæði á landskrifstofu og við alþjóðleg neyðarverkefni. Síðast starfaði Birna í Malaví þar sem hún vann við að skipuleggja og útfæra verkefni til að tryggja fæðuframboð fyrir skjólstæðinga malavíska Rauða krossins. Árið 2005 vann hún í Aceh á Súmötru í Indónesíu þar sem hún stýrði dreifingu hjálpargagna eftir flóðbylgjuna miklu. Áður hefur hún unnið í Suður-Súdan, Sómalíu og Keníu.

12. apríl 2010 : Handverksmarkaður á laugardaginn 17. apríl

Kópavogsdeildin heldur handverksmarkað á laugardaginn 17. apríl kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Einnig koma fleiri sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum Kópavogsdeildar að markaðnum.

Selt verður fjölbreytt handverk sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framlag eins og fallegar sauma- og prjónavörur á allan aldur. Kökur og heimagert góðgæti verður einnig til sölu og þá verður selt föndur - lyklakippur og brjóstsykur - sem yngstu sjálfboðaliðar deildarinnar úr Enter og Eldhugum hafa búið til. Auk þess verður handverk frá Mósambík til sölu, s.s. litríkar töskur, skartgripir og batík-myndir. Allur ágóði af sölunni rennur til verkefna innanlands.

12. apríl 2010 : Börn og umhverfi - Námskeið 2010

Námskeið fyrir börn fædd 1998 og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Staður:   Viðjulundur 2
Stund:     17. 18. 19. og 20.  maí kl. 17 – 20 ( hópur I ) 
                 31. maí, 1. 2. og 3. júní kl. 17 – 20  ( hópur II )
Verð:        5.000,-

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

Skráning
 

9. apríl 2010 : Laus pláss á námskeiðið Börn og umhverfi

Deildin heldur þrjú Börn og umhverfi námskeið í maí og júní. Það fyrsta er 3.-6. maí, annað er 17.-20. maí og það þriðja 31. maí til 3. júní. Enn eru laus pláss á námskeiðin og hægt er að skrá sig með því að smella hér.  

Námskeiðin eru ætluð ungmennum á 12. aldursári eða eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysabætur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

8. apríl 2010 : Frásögn frá Jórdaníu

Á spennandi vegabréfakvöldi unglingastarfs URKÍ-H um daginn kynntu systurnar Shirin Erla og Golnaz krökkunum heimaland sitt Jórdaníu.

Systurnar eru báðar búsettar í Hafnarfirði og hafa tekið virkan þátt í starfi Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins. Á vegabréfakvöldinu sögðu þær frá landinu sínu, matarmenningunni og hvernig var að búa í Jórdaníu. Þetta var í annað skipti sem Shirin mætir til að kynna ungu Rauða kross fólki landið sitt en áður hafði hún heimsótt krakkana í barnastarfinu. Margt áhugavert kom fram í máli þeirra systra og voru allir mun fróðari um þetta fjarlæga land eftir heimsóknina.

Vegabréfaverkefni URKÍ-H er hluti af fræðslustarfi sem unnið er í barna og unglingastarfi Rauða krossins. Þar fræðast krakkarnir um framandi lönd og menningu með það að markmiði að auka viðsýni sína og umburðarlyndi fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Ýmis lönd hafa verið kynnt frá því að verkefnið hófst eins og t.d. Svíþjóð, Palestína, Gambía og nú síðast Jórdanía.

8. apríl 2010 : Frásögn frá Jórdaníu

Á spennandi vegabréfakvöldi unglingastarfs URKÍ-H um daginn kynntu systurnar Shirin Erla og Golnaz krökkunum heimaland sitt Jórdaníu.

Systurnar eru báðar búsettar í Hafnarfirði og hafa tekið virkan þátt í starfi Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins. Á vegabréfakvöldinu sögðu þær frá landinu sínu, matarmenningunni og hvernig var að búa í Jórdaníu. Þetta var í annað skipti sem Shirin mætir til að kynna ungu Rauða kross fólki landið sitt en áður hafði hún heimsótt krakkana í barnastarfinu. Margt áhugavert kom fram í máli þeirra systra og voru allir mun fróðari um þetta fjarlæga land eftir heimsóknina.

Vegabréfaverkefni URKÍ-H er hluti af fræðslustarfi sem unnið er í barna og unglingastarfi Rauða krossins. Þar fræðast krakkarnir um framandi lönd og menningu með það að markmiði að auka viðsýni sína og umburðarlyndi fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Ýmis lönd hafa verið kynnt frá því að verkefnið hófst eins og t.d. Svíþjóð, Palestína, Gambía og nú síðast Jórdanía.

8. apríl 2010 : Námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa

Á þriðja tug manna útskrifaðist af námskeiði fyrir verðandi sendifulltrúa, sem Rauði kross Íslands hélt í Munaðarnesi á dögunum. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja vera á svokallaðri veraldarvakt, sem er úkallslisti Rauða krossins fyrir alþjóðlegt hjálparstarf.

Námskeiðið var með breyttu sniði en áður. Skiptist það nú í tvo hluta þar sem þátttakendur þurfa að fara í gegnum námskeið á vefnum sem lýkur með prófi og standist þeir það próf heldur þjálfunin áfram á vikunámskeiði í Munaðarnesi. Í fyrsta skiptið síðan 2002 voru þátttakendur allir frá Íslandi fyrir utan einn sem kom alla leið frá Bangladess.

8. apríl 2010 : Námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa

Á þriðja tug manna útskrifaðist af námskeiði fyrir verðandi sendifulltrúa, sem Rauði kross Íslands hélt í Munaðarnesi á dögunum. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja vera á svokallaðri veraldarvakt, sem er úkallslisti Rauða krossins fyrir alþjóðlegt hjálparstarf.

Námskeiðið var með breyttu sniði en áður. Skiptist það nú í tvo hluta þar sem þátttakendur þurfa að fara í gegnum námskeið á vefnum sem lýkur með prófi og standist þeir það próf heldur þjálfunin áfram á vikunámskeiði í Munaðarnesi. Í fyrsta skiptið síðan 2002 voru þátttakendur allir frá Íslandi fyrir utan einn sem kom alla leið frá Bangladess.

8. apríl 2010 : Pólskt skyndihjálparnámskeið

Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum buðu Pólverjum sem búa á svæðinu að taka þátt í námskeiði í almennri skyndihjálp sem fram fór á móðurmálinu.

Það var Rafal Marcin Figlarski leiðbeinandi í skyndihjálp og sjúkraflutningamaður sem sá um kennsluna en hún fór fram bæði á Ísafirði og Flateyri.

Haldin voru fjögur námskeið og var góð mæting og almenn ánægja með að fá fræðslu á pólsku um mikilvægi þess að þekkja réttu viðbrögðin þegar á reynir.

8. apríl 2010 : Pólskt skyndihjálparnámskeið

Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum buðu Pólverjum sem búa á svæðinu að taka þátt í námskeiði í almennri skyndihjálp sem fram fór á móðurmálinu.

Það var Rafal Marcin Figlarski leiðbeinandi í skyndihjálp og sjúkraflutningamaður sem sá um kennsluna en hún fór fram bæði á Ísafirði og Flateyri.

Haldin voru fjögur námskeið og var góð mæting og almenn ánægja með að fá fræðslu á pólsku um mikilvægi þess að þekkja réttu viðbrögðin þegar á reynir.

7. apríl 2010 : Sjálfboðaliðum deildarinnar boðið að sjá Harry og Heimi

Fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar nýtti sér boðsmiða frá Borgarleikhúsinu á dögunum og sá leikritið Harry og Heimir. Deildin þakkar leikhúsinu fyrir þessa rausnarlegu gjöf en með henni gat hún umbunað sjálfboðaliðum sínum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna óeigingjarnt starf sem er íslensku samfélagi afar dýrmætt. Starf sjálfboðaliðanna skilar árangri og veitir þeim ánægju sem njóta aðstoðar þeirra. Sú ánægja er gagnkvæm. Kópavogsdeild leitast við að skapa sjálfboðaliðum sínum áhugaverð störf og umbuna þeim meðal annars með skemmtilegum uppákomum eins og leikhúsferðum með reglulegu millibili.

7. apríl 2010 : Ósamræmi í meðferð hælisumsókna í löndum Evrópusambandsins

Nýleg athugun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur leitt í ljós að á meðal tólf ESB ríkja er ósamræmi þegar kemur að meðferð hælisumsókna. Á vettvangi ESB var samþykkt tilskipun um meðferð hælisumsókna árið 2005 sem skyldi tryggja að ákvarðanir um réttarstöðu flóttamanna yrði samræmd innan sambandsins og um leið yrðu réttindi hælisleitenda tryggð betur, s.s. með því að tryggja að persónuviðtal yrði tekið við hælisleitendur og að hælisleitendur hefðu rétt til að kæra ákvarðanir.

7. apríl 2010 : Félagvinir óskast

Félagsvinir fyrir konur og börn af erlendum uppruna – Sjálfboðaliðar óskast ! 

Það skiptir sköpum fyrir innflytjendur að hafa einhvern til að leita til þegar þeir reyna að aðlagast nýju samfélagi, nýjum siðum og menningu. Vilt þú sýna stuðning í verki og bjóða fram krafta þína við að opna dyr nýja samfélagsins?

Við leitum eftir íslenskum konum á öllum aldri til að gerast félagsvinir. Hægt er að gerast félagsvinur konu eða barns af erlendum uppruna. Í báðum tilfellum felur það í sér 9-12 mánaða samband við einstakling sem þarf andlegan stuðning við aðlögun í íslensku samfélagi og/eða aðstoð við að rjúfa félagslega einangrun. Námskeið fyrir félagsvini verður haldið 27. apríl. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Garðabæjardeildar RKÍ en einnig er hægt að hafa samband við Erlu í síma 565 9494 eða í gegnum tölvupóst: [email protected].
 

6. apríl 2010 : Handverksvörur frá Mósambík

Rauða kross deildirnar á Norðurlandi, 12 að tölu, eru í samstarfi við deild  Mósamíska Rauða krossins í Mapútó. Deildirnar styðja við  ýmiskonar starfsemi deildarinnar þar, m.a. þjálfun sjálfboðaliða og ungmennastarf.  Einnig styða deildirnar við  barnaheimili  þar sem um 250 börn fá umhyggju og aðstoð, fæði og heilbrigðisþjónustu. 
Sjálfboðaliðar rauða krossdeildanna á Norðurlandi hafa innrammað og selt batikmyndir þar sem ágóðinn rennur til þessa verkefna. Einnig er nú til sölu ýmislegt handverk frá Mósambík  sem rennur til áðurnefndra verkefna. 
Myndir af vörunum má sjá með því að smella á  " Lesa meira... "  hér hér fyrir neðan.
 

 

6. apríl 2010 : Kynntu föt sem framlag

Fyrir skemmstu hélt Heimilisiðnaðarfélagið útgáfuhóf vegna útgáfu ársritsins Hugar og handar. Þar kynnti handverksfólk, sem fjallað er um í nýjasta riti Hugar og handar, þau verkefni sem það vinnur að.

Þær Anna Jóna, Díana og Lizzi, sem allar eru í prjónahópi hjá Hafnarfjarðardeild, kynntu verkefnið föt sem framlag fyrir hönd Rauða krossins. Að þeirra sögn var útgáfuhófið hið áhugaverðasta og aðsókn mjög góð. Margir sýndu verkefninu föt sem framlag áhuga og runnu kynningarbæklingar um verkefnið út eins og heitar lummur.

Nú taka tuttugu og fimm deildir þátt í föt sem framlagi svo áhugasamir um allt land ættu að geta tekið þátt. Sjálfboðaliðar bæði prjóna og sauma fatnað fyrir börn á fyrsta ári. Nú í apríllok fer sending ungbarnapakka til Rauða krossins í Malaví og strax í kjölfarið hefst vinna við næstu sendingu.

6. apríl 2010 : Sumarbúðir Ungmennahreyfingar 12-16 ára

Mannréttindi og hjálparstarf

Sumarbúðir Ungmennahreyfingar Rauða krossins, Mannréttindi og hjálparstarf, verða haldnar dagana 11.-15. ágúst 2010 að Alviðru í Ölfusi. Búðirnar eru fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára og fjöldi miðast við 30 manns. Þátttökugjald er 20.000 krónur.

Dagskrá mótsins verður blanda af gamni og alvöru. Unnið verður með málefni sem tengjast mannréttindum og hjálparstarfi með hlutverkaleikjum og hópverkefnum. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, útivist, kvöldvökum og annarri skemmtun.

Leiðbeinendur verða sjálfboðaliðar Ungmennahreyfingar Rauða krossins, 18 ára og eldri. Þeir hafa allir sótt sérstakt leiðbeinendanámskeið Rauða krossins og skyndihjálparnámskeið.

Skráning


Nánari upplýsingar veitir Jón Brynjar Birgisson, verkefnisstjóri á landsskrifstofu Rauða kross Íslands í síma 570 4000 eða á netfangið [email protected]

.

6. apríl 2010 : Safnað fyrir Chile

Nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla á Akureyri ákváðu eftir jarðskálftana í Chile í lok febrúar að hefja söfnun til að styðja við hjálparstarfið sem þar fer fram. Rauða krossinum var afhent söfnunarféð 30 þúsund krónur ( 30.002,-).

Hugmyndin var að gefa krökkunum í skólanum tækifæri til að koma með klink að heiman og leggja í söfnunina. Kynntu nemendur hugmynd sína í öllum bekkjum skólans og einnig fyrir foreldrum skólabarna. Söfnunarbaukar voru settir upp og gátu nemendur, starfsfólk og aðrir gefið klink í söfnunina.