31. maí 2010 : Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí

Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar héldu á laugardaginn til starfa fyrir Rauða kross Íslands á Haítí. 

 

31. maí 2010 : Sjálfboðaliðar pakka 226 fatapökkum, prjónakonur í Sunnuhlíð gáfu 82 teppi

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar í verkefninu Föt sem framlag pökkuðu 226 fatapökkum í síðustu viku sem sendir verða til barna og fjölskyldna í neyð í Malaví. Í pakkana fóru prjónaflíkur sem sjálfboðaliðarnir hafa útbúið síðustu mánuði en prjónakonur á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð komu einnig að pökkuninni með því að gefa deildinni 82 teppi og 6 peysur sem þær höfðu prjónað síðasta árið. Pakkarnir geyma prjónaðar og saumaðar flíkur á 0-12 mánaða gömul börn.

31. maí 2010 : Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí

Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar héldu á laugardaginn til starfa fyrir Rauða kross Íslands á Haítí. 

 

28. maí 2010 : Kópavogsdeild styrkir Fjölsmiðjuna um 250 þúsund krónur

Kópavogsdeild afhenti Fjölsmiðjunni 250 þúsund króna styrk á dögunum vegna flutnings smiðjunnar í nýtt og stærra húsnæði í Kópavogi. Fjölsmiðjan er mennta- og þjálfunarsetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem ekki hefur náð að fóta sig í námi og á vinnumarkaði. Markmiðið er að styðja nemana til þess að komast á ný til náms eða í vinnu.

27. maí 2010 : Valdaefling í verki til umræðu á fjölmennu málþingi

Geðheilsa er víðtækt hugtak og hún skiptir sköpum í samfélagi manna. Byggjum betra samfélag – valdaefling í verki var yfirskrift málþings sem haldið var á Rósenborg á Akureyri í gær. Málþingið sóttu um 90 manns og erindin höfðuðu til almennings, fagfólks, sveitarstjórnamanna, fólks út atvinnulífinu og skólafólks.

Rauði krossinn var með innlegg frá ýmsum sjónarhornum. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs kynnti niðurstöður könnunarinnar Hvar þrengir að?, Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi kynnti hvað er á döfinni hjá Rauða krossinum í geðheilbrigðismálum. Helga Einarsdóttir forstöðumaður Lautar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri var með innleggið „Áhrif gesta á Laut“ og Jónatan Már Guðjónsson gestur athvarfsins sagði sína reynslu undir yfirskriftinni „Að brjótast út úr einangrun“. Áhersla var lögð á að fá fram viðhorf notenda til úrræða sem eru í boði.

27. maí 2010 : Valdaefling í verki til umræðu á fjölmennu málþingi

Geðheilsa er víðtækt hugtak og hún skiptir sköpum í samfélagi manna. Byggjum betra samfélag – valdaefling í verki var yfirskrift málþings sem haldið var á Rósenborg á Akureyri í gær. Málþingið sóttu um 90 manns og erindin höfðuðu til almennings, fagfólks, sveitarstjórnamanna, fólks út atvinnulífinu og skólafólks.

Rauði krossinn var með innlegg frá ýmsum sjónarhornum. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs kynnti niðurstöður könnunarinnar Hvar þrengir að?, Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi kynnti hvað er á döfinni hjá Rauða krossinum í geðheilbrigðismálum. Helga Einarsdóttir forstöðumaður Lautar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri var með innleggið „Áhrif gesta á Laut“ og Jónatan Már Guðjónsson gestur athvarfsins sagði sína reynslu undir yfirskriftinni „Að brjótast út úr einangrun“. Áhersla var lögð á að fá fram viðhorf notenda til úrræða sem eru í boði.

27. maí 2010 : Valdaefling í verki til umræðu á fjölmennu málþingi

Geðheilsa er víðtækt hugtak og hún skiptir sköpum í samfélagi manna. Byggjum betra samfélag – valdaefling í verki var yfirskrift málþings sem haldið var á Rósenborg á Akureyri í gær. Málþingið sóttu um 90 manns og erindin höfðuðu til almennings, fagfólks, sveitarstjórnamanna, fólks út atvinnulífinu og skólafólks.

Rauði krossinn var með innlegg frá ýmsum sjónarhornum. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs kynnti niðurstöður könnunarinnar Hvar þrengir að?, Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi kynnti hvað er á döfinni hjá Rauða krossinum í geðheilbrigðismálum. Helga Einarsdóttir forstöðumaður Lautar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri var með innleggið „Áhrif gesta á Laut“ og Jónatan Már Guðjónsson gestur athvarfsins sagði sína reynslu undir yfirskriftinni „Að brjótast út úr einangrun“. Áhersla var lögð á að fá fram viðhorf notenda til úrræða sem eru í boði.

26. maí 2010 : Prjóna teppi til að halda sér virkum

Vistmenn af sjúkradeild HSA hafa gengið kröftuglega til liðs við verkefni Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins með því að prjóna teppi. Teppin fara í verkefni deildarinnar sem kallast Föt sem framlag þar sem útbúnir eru fatapakkar til neyðaraðstoðar erlendis.

Margrét Aðalsteinsdóttir annar hópstjóri Rauða krossins í Föt sem framlag hitti prjónahópinn á HSA og skoðaði framleiðslu á fyrstu teppunum. Þau fara í fatapakka sem sendir verða til Malaví.

Margrét er afskaplega ánægð með samstarfið sem kemur sér ákaflega vel fyrir virkni- og iðjuþjálfunarstarf á deildinni.

26. maí 2010 : Ókeypis námskeið fyrir börn í júní og ágúst

Kópavogsdeild heldur tvö ókeypis í sumar. Námskeiðið „Gleðidagar – ungur nemur gamall temur“ verður dagana 14., 15., 16. og 18. júní og er fyrir 6-12 ára börn á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og er markmiðið að þeir yngri læri af þeim eldri. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða að mestu eldri borgarar. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.

Námskeiðið „Mannúð og menning“ fyrir börn á aldrinum 7-9 ára (fædd 2001-2003) verður haldið 3.-6. ágúst. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræðast um Rauða kross starf, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.

25. maí 2010 : VSÓ styður hjálparstarf Rauða krossins í Kákasusfjöllum

VSÓ Ráðgjöf og Rauði kross Íslands gerðu í dag samkomulag um stuðning fyrirtækisins við hjálparstarf félagsins í Georgíu og Armeníu á næstu 18 mánuðum. Markmið hjálparstarfsins er að byggja upp kerfi neyðarvarna í Kákasusfjöllum, þar sem jarðskjálftar, skriðuföll og flóð eru algeng og valda miklum búsifjum.

Herdís Sigurjónsdóttir, starfsmaður VSÓ Ráðgjafar og sérfræðingur um viðbúnað og viðbrögð vegna náttúruhamfara, mun samkvæmt samkomulaginu vinna í stýrihópi vegna uppbyggingar neyðarvarna Rauða kross félaganna í Georgíu og Armeníu.

25. maí 2010 : VSÓ styður hjálparstarf Rauða krossins í Kákasusfjöllum

VSÓ Ráðgjöf og Rauði kross Íslands gerðu í dag samkomulag um stuðning fyrirtækisins við hjálparstarf félagsins í Georgíu og Armeníu á næstu 18 mánuðum. Markmið hjálparstarfsins er að byggja upp kerfi neyðarvarna í Kákasusfjöllum, þar sem jarðskjálftar, skriðuföll og flóð eru algeng og valda miklum búsifjum.

Herdís Sigurjónsdóttir, starfsmaður VSÓ Ráðgjafar og sérfræðingur um viðbúnað og viðbrögð vegna náttúruhamfara, mun samkvæmt samkomulaginu vinna í stýrihópi vegna uppbyggingar neyðarvarna Rauða kross félaganna í Georgíu og Armeníu.

25. maí 2010 : Frétt RKÍ

Á Aðalfundi Rauða kross Íslands sem haldinn var í Reykjavík 15. maí sl. voru, eins og venja er til, sjálfboðaliðar heiðraðir.  Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu var Björk Nóadóttir sjálfboðaliði Akureyrardeildar. 
Hún hefur mest starfað að verkefninu ” föt sem framlag ” en auk þess fataaflokkun og fleiri verkefnum sem deildin hefur unnið að. 
Björk er vel að viðurkenningunni komin og eru henni færðar haminguóskir af þessu tilefni.

25. maí 2010 : Hlutverk stjórna félagasamtaka á námskeiði deilda á Norðurlandi

Deildanámskeið var haldið á Sauðárkróki í síðustu viku og sóttu það átján manns frá fimm deildum á Norðurlandi. Leiðbeinandi var Dr. Ómar Kristmundsson fyrrverandi formaður Rauða kross Íslands.
 
Helstu áherslur Ómars á námskeiðinu voru meginhlutverk stjórna félagasamtaka þ.e. stefnumörkun, að marka framtíðaráherslur starfsins og fylgjast með að þeim sé framfylgt. Eins fór hann yfir helstu leiðir sem stjórnir geta farið til árangursríkari stefnumörkunar, mikilvægi árangursmats, hvernig auka megi framlag og virkni einstakra stjórnarmanna og ábyrgð stjórnarmanna svo eitthvað sé nefnt.

21. maí 2010 : Rauðakrossfræðsla á Norðurlandi

Rétt fyrir síðustu mánaðamót heimsóttu þau Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi og Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar Grunnskólann á Siglufirði og voru með fræðslu um Rauða krossinn og þætti úr námskeiðinu „Viðhorf og virðing" fyrir elstu bekkingana. Samskonar ferð var svo farin í vikunni, en þá var Grunnskólinn á Hólmavík heimsóttur.

Nemendur tóku virkan þátt í námskeiðinu, bæði vildu þau fræðast um Rauða krossinn og starfsemi hans auk þess að vera með fjörug skoðanaskipti þegar lögð voru fyrir þau verkefni þar sem  þurfti að forgangsraða og taka afstöðu til ýmissa mála.

21. maí 2010 : Hjálpa bændum í öskuskýi

„Þetta gekk bara framar björtustu vonum og krakkarnir eru himinlifandi, enda búnir að standa sig eins og hetjur," segir Sif Árnadóttir, móðir Marisol Árnýjar og Michaels Adams Amador, sem ásamt Silju Maren Björnsdóttur, vinkonu þeirra, efndu til tombólu á Akureyri í gær til styrktar bændum undir Eyjafjöllum. Marisol er níu ára, Michael Adam fimm ára og Silja Maren sjö ára.

21. maí 2010 : Eldhugablaðið „Eldhuginn Magazine” er komið út!

Í gær héldu Eldhugar útgáfuteiti í tilefni útgáfu Eldhugablaðsins sem ber titilinn „Eldhugar Magazine”. Teitið var haldið á landsskrifstofu Rauða kross Íslands og heppnaðist mjög vel en Eldhugar höfðu einnig boðið öðrum ungmennum úr starfi deilda á höfuðborgarsvæðinu. Það voru því skemmtilegir endurfundir enda höfðu margir kynnst vel í Alviðruferðinni í mars.

Byrjað var á því að bjóða gestum upp á léttar veitingar, farið var í ýmsa skemmtilega leiki og svo fékk allur hópurinn leiðsögn um húsið og fræðslu um starfsemi landsskrifstofu. Þá dreifðu Eldhugarnir blaðinu til allra viðstaddra og sögðu frá tilurð þess en allur efniviður blaðsins er unninn af Eldhugunum sjálfum og sjálfboðaliðum. Hulda Hvönn Kristinsdóttir Eldhugi tók einnig að sér yfirumsjón með efnisþáttum blaðsins í samstarfi við starfsmenn deildarinnar. Í blaðinu má meðal annars finna viðtöl, ljóð og myndir úr starfinu í vetur. Hægt er að lesa blaðið í heild sinni hér.

21. maí 2010 : Lambafellsklofi klifinn. Þrek og þor!

Ferðafélagið Víðsýn, sem samanstendur af gestum og starfsfólki Vinjar, stóð fyrir dagsferð í gær. Reykjanesið varð fyrir valinu að þessu sinni og hófst ferðin með gönguferð í mildum rigningarúða að Lambafelli og í gegnum brattan klofann.

Gangan tók um klukkustund og voru sumir betur búnir en aðrir til göngu í óbyggðum Íslands. En allir kláruðu hringinn og hjálpuðust að við klifið. Þegar upp var komið var stutt í brosið eftir þennan mikla sigur. Með í för sem leiðsögumaður var Ingibjörg Eggertsdóttir frá landsskrifstofunni.

Á eftir var keyrt áleiðis til Grindavíkur þar sem Saltfisksetrið var skoðað og snædd súpa og heimabakað brauð. Krísuvíkurhringurinn var tekinn á heimleiðinni og stoppað við hverasvæðið og Kleifarvatn.
 

21. maí 2010 : Rauðakrossfræðsla á Norðurlandi

Rétt fyrir síðustu mánaðamót heimsóttu þau Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi og Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar Grunnskólann á Siglufirði og voru með fræðslu um Rauða krossinn og þætti úr námskeiðinu „Viðhorf og virðing" fyrir elstu bekkingana. Samskonar ferð var svo farin í vikunni, en þá var Grunnskólinn á Hólmavík heimsóttur.

Nemendur tóku virkan þátt í námskeiðinu, bæði vildu þau fræðast um Rauða krossinn og starfsemi hans auk þess að vera með fjörug skoðanaskipti þegar lögð voru fyrir þau verkefni þar sem  þurfti að forgangsraða og taka afstöðu til ýmissa mála.

20. maí 2010 : Sjálfboðaliðar í kirkjuferð með heimilisfólk í Sunnuhlíð

Á uppstigningardag var farin hin árlega kirkjuferð með heimilisfólkinu í Sunnuhlíð. Þá er fólkinu boðið í messu í Kópavogskirkju í tilefni af kirkjudegi aldraðra sem er þennan sama dag. Sjálfboðaliðar deildarinnar sem sjá um upplestur og söngstundir í Sunnuhlíð fara í ferðina og aðstoða fólkið á leiðinni. Eftir messu er svo boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Að þessu sinni fóru um 40 manns í ferðina og 6 sjálfboðaliðar.

19. maí 2010 : Vorferð barna og unglinga

Á uppstigningardag héldu börn og ungmenni sem tekið hafa þátt í Rauða kross starfi deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð. Um 70 manna hópur mætti við Viðeyjarhöfn og hélt af stað á vit ævintýra eyjarinnar.

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir tók á móti hópnum og kynnti staðarhætti. Þar er margt forvitnilegt að sjá og vel hægt að eyða löngum tíma í að spóka sig í göngutúrum um þessa fallegu eyju. Þegar Guðlaug lauk sínu máli var komið að ratleikjum. Eldri krakkarnir spreyttu sig í skyndihjálp og þrautum tengdum henni en yngri krakkarnir reyndu á kunnáttu sína um Rauða krossinn, þar sem grundvallarmarkmiðin skipuðu stóran sess.

19. maí 2010 : Vorferð barna og unglinga

Á uppstigningardag héldu börn og ungmenni sem tekið hafa þátt í Rauða kross starfi deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð. Um 70 manna hópur mætti við Viðeyjarhöfn og hélt af stað á vit ævintýra eyjarinnar.

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir tók á móti hópnum og kynnti staðarhætti. Þar er margt forvitnilegt að sjá og vel hægt að eyða löngum tíma í að spóka sig í göngutúrum um þessa fallegu eyju. Þegar Guðlaug lauk sínu máli var komið að ratleikjum. Eldri krakkarnir spreyttu sig í skyndihjálp og þrautum tengdum henni en yngri krakkarnir reyndu á kunnáttu sína um Rauða krossinn, þar sem grundvallarmarkmiðin skipuðu stóran sess.

19. maí 2010 : Vorferð barna og unglinga

Á uppstigningardag héldu börn og ungmenni sem tekið hafa þátt í Rauða kross starfi deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð en um 20 börn auk 4 sjálfboðaliða frá Kópavogsdeild tóku þátt í ferðinni að þessu sinni. Hópurinn frá Kópavogsdeild var mjög fjölþjóðlegur eða frá 6 þjóðlöndum.

Ferðinni var heitið út í Viðey og þar tók Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir á móti hópnum og kynnti staðarhætti. Þar er margt forvitnilegt að sjá og vel hægt að eyða löngum tíma í að spóka sig í göngutúrum um þessa fallegu eyju. Þegar Guðlaug lauk sínu máli var komið að ratleikjum. Eldri krakkarnir spreyttu sig í skyndihjálp og þrautum tengdum henni en yngri krakkarnir reyndu á kunnáttu sína um Rauða krossinn, þar sem grundvallarmarkmiðin skipuðu stóran sess. Eftir að hópurinn hafði hlaupið um eyjuna þvera og endilanga í leit að vísbendingum var komið að því að gæða sér á pylsum sem runnu ljúflega niður í svanga maga. Þá var ekki seinna vænna en að bregða á leik áður en bátnum var náð og aftur siglt heim á leið.

18. maí 2010 : Samstarfssamningur um neyðarvarnir á höfuðborgarsvæðinu

Á aðalfundi Rauða kross Íslands þann 15. maí skrifuðu deildir á höfuðborgarsvæðinu undir nýjan samstarfssamning um neyðarvarnir. Samningurinn fjallar um markmið og skyldur neyðarnefndarinnar á höfuðborgarsvæðinu en neyðarnefndinni er ætlað að samhæfa neyðarvarnastarf deildanna á svæðinu. Þetta er í annað skipti sem slíkur samningur er undirritaður en sá fyrri er frá árinu 2005.

Samstarf deildanna hefur reynst vel og það hefur sýnt sig að deildirnar ná meiri árangri saman í neyðarvörnum en hver í sínu lagi.  Í nýja samningnum er gert ráð fyrir stofnun skyndihjálparhóps sem mun líta dagsins ljós á næsta ári. Fyrir er starfandi viðbragðshópur neyðarnefndarinnar sem sinnir neyðaraðstoð vegna atburða utan almannavarnaástands.

18. maí 2010 : Samstarfssamningur um neyðarvarnir á höfuðborgarsvæðinu

Á aðalfundi Rauða kross Íslands þann 15. maí skrifuðu deildir á höfuðborgarsvæðinu undir nýjan samstarfssamning um neyðarvarnir. Samningurinn fjallar um markmið og skyldur neyðarnefndarinnar á höfuðborgarsvæðinu en neyðarnefndinni er ætlað að samhæfa neyðarvarnastarf deildanna á svæðinu. Þetta er í annað skipti sem slíkur samningur er undirritaður en sá fyrri er frá árinu 2005.

Samstarf deildanna hefur reynst vel og það hefur sýnt sig að deildirnar ná meiri árangri saman í neyðarvörnum en hver í sínu lagi.  Í nýja samningnum er gert ráð fyrir stofnun skyndihjálparhóps sem mun líta dagsins ljós á næsta ári. Fyrir er starfandi viðbragðshópur neyðarnefndarinnar sem sinnir neyðaraðstoð vegna atburða utan almannavarnaástands.

18. maí 2010 : Sjálfboðaliðar kynntu verkefni deildarinnar á aðalfundi Rauða kross Íslands

Á aðalfundi Rauða kross Íslands 15. maí síðastliðinn kynntu sjálfboðaliðar deildarinnar verkefni hennar. Kynningarbásarnir voru þrír og kynntu sjálfboðaliðarnir Alþjóðlega foreldra, ungmennastarfið og heimsóknir með hunda. Þurý Ósk Axelsdóttir sá um að segja fundargestum frá alþjóðlegu foreldrunum, Sæunn Gísladóttir úr Plúsnum sá um ungmennastarfið og Njála Vídalín, heimsóknavinur með hundinn Lottu, kynnti starf hundavina. Fundargestir gátu fengið sér bæklinga um verkefnin og skoðað myndir úr starfinu.

18. maí 2010 : Tómas Björnsson glæpakóngur Vinjar

Glæpafaraldur í Vin gekk yfir í dag.  Það var algjör reifari að horfa á lætin við skákborðið og farsakennd mistök litu dagsins ljós, þó ígrundaðar fléttur og mannfórnir dygðu  stundum til að ganga frá andstæðingnum.

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn buðu upp á glæpafaraldurinn en verðlaun buðu þeir heiðurspiltar í Bókinni ehf., eða fornbókabúð Braga, eins og sumir segja, upp á. Bragi sjálfur komst ekki til að leika fyrsta leikinn, en Eiríkur Ágúst Guðjónsson, hinn ótrúlega glöggi bókaormur og starfsmaður í Bókinni, mætti og hélt stutta tölu við setningu mótsins, þar sem hann ræddi um taflmennsku sína við fanga og fremur  dapra uppskeru gegn þeim, er hann var fangavörður fyrir nokkrum árum síðan. Svo lék hann fyrsta leikinn í viðureign Róberts Lagerman og Hauks Halldórssonar í fyrstu umferð og fékk frjálst val.

18. maí 2010 : Samstarfssamningur um neyðarvarnir á höfuðborgarsvæðinu

Á aðalfundi Rauða kross Íslands sem haldinn var í Reykjavík þann 15. maí síðastliðinn var endurnýjaður samningur deilda á höfuðborgarsvæði varðandi neyðarvarnir. Deildir á höfuðborgarsvæði skrifuðu fyrst undir slíkan samning fyrir fimm árum með það að markmiði að efla samvinnu deildanna svo þær geti betur brugðist við neyðarástandi á svæðinu. Nokkrar breytingar voru gerðar frá fyrri samningi og má þar helst nefna stofnun skyndihjálparhóps sem mun meðal annars hafa það hlutverk að efla og kynna skyndihjálp á svæðinu.

17. maí 2010 : „Það er rosalega gott að komast úr rykinu.“ Krakkarnir í Vík fara í skemmtiferð

Börnin í grunnskólanum í Vík fengu hvíld frá gosöskunni á föstudaginn þegar Rauði krossinn bauð þeim í skemmtiferð til Reykjavíkur.

17. maí 2010 : Nemendur í Kársnesskóla styrkja Föt sem framlag

Í dag tók Kópavogsdeild Rauða krossins við góðu framlagi frá Kársnesskóla til verkefnisins Föt sem framlag við mikla athöfn en nemendur í lífsleikni í 9. bekk höfðu unnið að því að sauma og prjóna föt í allan vetur. Afraksturinn lét ekki á sér standa þar sem nemendurnir afhentu deildinni um 200 flíkur í heildina sem munu verða sendar til barna og fjölskyldna í neyð erlendis. Pakkar með flíkum sem deildin hefur sent frá sér hafa farið til Malaví, Gambíu og Hvíta-Rússlands. Hver pakki inniheldur prjónaða peysu, teppi, húfu, sokka og bleyjubuxur ásamt handklæði, samfellum, taubleyjum, buxum og treyju.

17. maí 2010 : Nemendur í Kársnesskóla styrkja Föt sem framlag

Í dag tók Kópavogsdeild Rauða krossins við góðu framlagi frá Kársnesskóla til verkefnisins Föt sem framlag við mikla athöfn en nemendur í lífsleikni í 9. bekk höfðu unnið að því að sauma og prjóna föt í allan vetur. Afraksturinn lét ekki á sér standa þar sem nemendurnir afhentu deildinni um 200 flíkur í heildina sem munu verða sendar til barna og fjölskyldna í neyð erlendis. Pakkar með flíkum sem deildin hefur sent frá sér hafa farið til Malaví, Gambíu og Hvíta-Rússlands. Hver pakki inniheldur prjónaða peysu, teppi, húfu, sokka og bleyjubuxur ásamt handklæði, samfellum, taubleyjum, buxum og treyju.

17. maí 2010 : Nemendur í Kársnesskóla styrkja Föt sem framlag

Í dag tók Kópavogsdeild Rauða krossins við góðu framlagi frá Kársnesskóla til verkefnisins Föt sem framlag við mikla athöfn en nemendur í lífsleikni í 9. bekk höfðu unnið að því að sauma og prjóna föt í allan vetur. Afraksturinn lét ekki á sér standa þar sem nemendurnir afhentu deildinni um 200 flíkur í heildina sem munu verða sendar til barna og fjölskyldna í neyð erlendis. Pakkar með flíkum sem deildin hefur sent frá sér hafa farið til Malaví, Gambíu og Hvíta-Rússlands. Hver pakki inniheldur prjónaða peysu, teppi, húfu, sokka og bleyjubuxur ásamt handklæði, samfellum, taubleyjum, buxum og treyju.

17. maí 2010 : „Það er rosalega gott að komast úr rykinu.“ Krakkarnir í Vík fara í skemmtiferð

Börnin í grunnskólanum í Vík fengu hvíld frá gosöskunni á föstudaginn þegar Rauði krossinn bauð þeim í skemmtiferð til Reykjavíkur.

14. maí 2010 : Hvar þrengir að? Ungt fólk og börn verða verst úti í kreppunni

Fimm hópar standa verst að vígi  í íslensku samfélagi samkvæmt skýrslu Rauða krossins Hvar þrengir að?  Þetta eru atvinnuleitendur, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar, innflytjendur, öryrkjar með börn, og ungt fólk sem skortir tækifæri.  Börn og ungmenni eru þeir hópar sem sérstaklega verður að huga að í framtíðinni: þau verða verst úti við langvarandi áhrif efnahagskreppunnar og eiga á hættu að festast í vítahring fátæktar. 

Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á málþingi sem Rauði krossinn heldur í dag föstudaginn 14. maí, kl. 14:00-17:00, í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, stofu 105. Þetta er í fjórða sinn sem slík skýrsla er unnin fyrir Rauða krossinn á síðustu 16 árum til að finna þá hópa sem búa við verstu kjörin í íslensku þjóðfélagi svo félagið geti skilgreint hvar þörfin fyrir aðstoð er mest hverju sinni og vakið athygli almennings og stjórnvalda á aðstæðum berskjaldaðra á Íslandi.

14. maí 2010 : Tveir hjúkrunarfræðingar halda til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí og í Pakistan

Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar halda næstu daga til starfa fyrir Rauða krossinn á sjúkrahúsum á Haítí og í Pakistan. 

Erla Svava Sigurðardóttir, sem er nýkomin heim frá störfum á Haítí, fer til Peshawar í Pakistan þann 18. maí þar sem hún mun starfa á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í 4 mánuði. 

Margrét Rögn Hafsteinsdóttir, sem er deildarstjóri á taugalækningadeild Landspítalans, verður yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í Carrefour í úthverfi Port-au-Prince. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét Rögn starfar fyrir Rauða krossinn, en hún hefur áður starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York. Hún heldur út á morgun 15. maí.

14. maí 2010 : Tveir hjúkrunarfræðingar halda til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí og í Pakistan

Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar halda næstu daga til starfa fyrir Rauða krossinn á sjúkrahúsum á Haítí og í Pakistan. 

Erla Svava Sigurðardóttir, sem er nýkomin heim frá störfum á Haítí, fer til Peshawar í Pakistan þann 18. maí þar sem hún mun starfa á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í 4 mánuði. 

Margrét Rögn Hafsteinsdóttir, sem er deildarstjóri á taugalækningadeild Landspítalans, verður yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í Carrefour í úthverfi Port-au-Prince. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét Rögn starfar fyrir Rauða krossinn, en hún hefur áður starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York. Hún heldur út á morgun 15. maí.

14. maí 2010 : Tveir hjúkrunarfræðingar halda til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí og í Pakistan

Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar halda næstu daga til starfa fyrir Rauða krossinn á sjúkrahúsum á Haítí og í Pakistan. 

Erla Svava Sigurðardóttir, sem er nýkomin heim frá störfum á Haítí, fer til Peshawar í Pakistan þann 18. maí þar sem hún mun starfa á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í 4 mánuði. 

Margrét Rögn Hafsteinsdóttir, sem er deildarstjóri á taugalækningadeild Landspítalans, verður yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í Carrefour í úthverfi Port-au-Prince. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét Rögn starfar fyrir Rauða krossinn, en hún hefur áður starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York. Hún heldur út á morgun 15. maí.

12. maí 2010 : BINGÓÓÓÓ

Félagar í ferðafélaginu Víðsýn, sem auðvitað er staðsett í Vin, héldu sitt árlega fjáröflunarbingó í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25 í byrjun maí.

Var þetta í fyrsta sinn sem bingóið var haldið í Borgartúninu og var undirbúningur talsverður, en fjöldi gesta og starfsmanna athvarfsins hafði komið að vinningaöflun og tóku svo að sér bingóspjaldasölumennsku auk þess að standa í sjoppunni, þar sem hægt var að fá samlokur, súkkulaði og alls kyns drykki.

Á fjórða tug manna, kvenna og barna sat þarna í hóp með hverja taug spennta, enda glæsilegir vinningar í boði, má þar nefna; leikhúsferðir, út að borða, hótelgisting og allt fyrir tvo, auk þess matarkörfur og fleira flottmeti. Spilaðar voru allar mögulegar útfærslur, lárétt og lóðrétt og H og L og hvaðeina undir stjórn bingómeistarans Inga Hans Ágústssonar en um kynningar og afhendingu vinninga sá Ása Hildur Guðjónsdóttir.

12. maí 2010 : Fjöldi framhaldsskólanemenda nýtti sér ókeypis námsaðstoð

Kópavogsdeild bauð upp á ókeypis námsaðstoð fyrir fólk á framhaldsskólaaldri  nú yfir prófatímann í samstarfi við Molann, ungmennahús Kópavogs. Molinn heldur úti opinni lesaðstöðu fyrir nemendur alla virka daga frá miðjum apríl en einu sinni í viku voru sjálfboðaliðar frá Kópavogsdeild, sem búa yfir góðri þekkingu í stærðfræði, á staðnum. Auk þess gátu nemendur óskað eftir aðstoð í öðrum fögum. Tilgangur verkefnisins er að sporna gegn brottfalli nemenda úr námi með því að veita þeim sérstaka aðstoð yfir prófatímann. Námsaðstoðin hlaut mjög góðar móttökur líkt og áður. Mæting nemenda í lesverið jókst til muna og fjöldi nemenda mætti í hvert sinn í beinum tilgangi að nýta sér leiðsögn sjálfboðaliðanna.

12. maí 2010 : BINGÓÓÓÓ

Félagar í ferðafélaginu Víðsýn, sem auðvitað er staðsett í Vin, héldu sitt árlega fjáröflunarbingó í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25 í byrjun maí.

Var þetta í fyrsta sinn sem bingóið var haldið í Borgartúninu og var undirbúningur talsverður, en fjöldi gesta og starfsmanna athvarfsins hafði komið að vinningaöflun og tóku svo að sér bingóspjaldasölumennsku auk þess að standa í sjoppunni, þar sem hægt var að fá samlokur, súkkulaði og alls kyns drykki.

Á fjórða tug manna, kvenna og barna sat þarna í hóp með hverja taug spennta, enda glæsilegir vinningar í boði, má þar nefna; leikhúsferðir, út að borða, hótelgisting og allt fyrir tvo, auk þess matarkörfur og fleira flottmeti. Spilaðar voru allar mögulegar útfærslur, lárétt og lóðrétt og H og L og hvaðeina undir stjórn bingómeistarans Inga Hans Ágústssonar en um kynningar og afhendingu vinninga sá Ása Hildur Guðjónsdóttir.

12. maí 2010 : Aðstoð veitt vegna röskunar á flugi

Ósk um aðstoð Rauða krossins barst frá starfsmönnum Akureyrarflugvallar á laugardaginn þegar millilandaflug færðist yfir til Akureyrar vegna ösku frá Eyjafjallajökli sem hindraði flug til Keflavíkur.

Fjöldi sjálfboðaliða Akureyrardeildar gaf kost á sér til verksins og hófst þegar undirbúningur. Skipulagi var komið á vakir því gert var ráð fyrir að ástandið gæti varað í einhvern tíma. Deildin fékk til afnota flugskýli þar sem sett var upp aðstaða til að sinna farþegum.

12. maí 2010 : Aðstoð veitt vegna röskunar á flugi

Ósk um aðstoð Rauða krossins barst frá starfsmönnum Akureyrarflugvallar á laugardaginn þegar millilandaflug færðist yfir til Akureyrar vegna ösku frá Eyjafjallajökli sem hindraði flug til Keflavíkur.

Fjöldi sjálfboðaliða Akureyrardeildar gaf kost á sér til verksins og hófst þegar undirbúningur. Skipulagi var komið á vakir því gert var ráð fyrir að ástandið gæti varað í einhvern tíma. Deildin fékk til afnota flugskýli þar sem sett var upp aðstaða til að sinna farþegum.

11. maí 2010 : Flugslysaæfing á Ísafjarðarflugvelli

Um 20 sjálfboðaliðar deilda Rauða krossins á norðarverðum Vestfjörðum tóku þátt í flugslysaæfingu á Ísafjarðarflugvelli á laugardaginni. Sjálfboðaliðarnir sáu um opnun fjöldahjálparstöðvar og söfnunarsvæðis aðstandenda auk þess að sinna skyndihjálp og aðhlynningu á söfnunarsvæði slasaðra. Þá tóku einnig gestir frá Akranesdeild Rauða krossins þátt í æfingunni.

Yfir 200 manns tóku þátt í æfingunni, sem gekk mjög vel. Einn helsti tilgangur hennar er að láta reyna á áreiðanleika áætlunarinnar með því að leiða saman þá viðbragðsaðila sem hafa hlutverk í áætluninni og síðan nýta þá reynsluna til að bæta áætlunina.

11. maí 2010 : Flugslysaæfing á Ísafjarðarflugvelli

Um 20 sjálfboðaliðar deilda Rauða krossins á norðarverðum Vestfjörðum tóku þátt í flugslysaæfingu á Ísafjarðarflugvelli á laugardaginni. Sjálfboðaliðarnir sáu um opnun fjöldahjálparstöðvar og söfnunarsvæðis aðstandenda auk þess að sinna skyndihjálp og aðhlynningu á söfnunarsvæði slasaðra. Þá tóku einnig gestir frá Akranesdeild Rauða krossins þátt í æfingunni.

Yfir 200 manns tóku þátt í æfingunni, sem gekk mjög vel. Einn helsti tilgangur hennar er að láta reyna á áreiðanleika áætlunarinnar með því að leiða saman þá viðbragðsaðila sem hafa hlutverk í áætluninni og síðan nýta þá reynsluna til að bæta áætlunina.

11. maí 2010 : Flóamarkaður á Laugum til styrktar Haítí

Nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal tóku sig saman og héldu flóamarkað á laugardaginn til styrktar Rauða krossinum og hjálparstarfinu á Haítí. 

11. maí 2010 : Aðstoð veitt vegna röskunar á flugi

Ósk um aðstoð frá Rauða krossinum kom frá starfsmönnum á Akureyrarflugvelli á laugardaginn þar sem að millilandaflug væri að færast yfir til Akureyrar vegna  ösku frá Eyjafjallajökkli, sem hindraði flug til Keflavíkur.
Fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar gaf kost á sér til verksins og hófst þegar undirbúningur. Var þegar komið skipulag á  vakir því  gert var ráð fyrir að ástandið gæti varað í einhvern tíma.
Deildin fékk til afnota flugskýli þar sem að sett var upp aðstaða til að sinna farþegum.
Um tuttugu sjálfboðaliðar tóku þátt í aðgerðunum og stóðu sumir svo klukkustundum skipti enda stóðu aðgerðir fram á miðjan dag í gær. 

 

 

11. maí 2010 : Starfsmenn Arion banka hjálpuðu til við hreinsunarstarf undir Eyjafjöllum

103 starfsmenn Arion banka og liðsaukar Rauða kross Íslands lögðu sitt á vogarskálarnar og hjálpuðu til við hreinsunarstörf á Skógum, Þorvaldseyri, Rauðafelli, Raufarfelli og við Seljavallalaug undir Eyjafjöllum í síðustu viku.

Á annað hundrað starfsfólk bankans skráði sig sem liðsaukar hjá Rauða krossinum síðasta vetur. Liðsaukar gegna því starfi að vera viðbúnir ef Rauði krossinn þarf á sjálfboðaliðum að halda. Það var því sjálfsagt mál hjá bankanum að liðka til fyrir starfsmenn svo þeir gætu farið og gegnt sjálfboðaliðastörfum. Bankinn leggur mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð sinni og telur þetta lið í því verki.

11. maí 2010 : Starfsmenn Arion banka hjálpuðu til við hreinsunarstarf undir Eyjafjöllum

103 starfsmenn Arion banka og liðsaukar Rauða kross Íslands lögðu sitt á vogarskálarnar og hjálpuðu til við hreinsunarstörf á Skógum, Þorvaldseyri, Rauðafelli, Raufarfelli og við Seljavallalaug undir Eyjafjöllum í síðustu viku.

Á annað hundrað starfsfólk bankans skráði sig sem liðsaukar hjá Rauða krossinum síðasta vetur. Liðsaukar gegna því starfi að vera viðbúnir ef Rauði krossinn þarf á sjálfboðaliðum að halda. Það var því sjálfsagt mál hjá bankanum að liðka til fyrir starfsmenn svo þeir gætu farið og gegnt sjálfboðaliðastörfum. Bankinn leggur mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð sinni og telur þetta lið í því verki.

11. maí 2010 : Eldhugar taka þátt í Kópavogsdögum

Sýning á ljósmyndum úr ljósmyndasamkeppni Eldhuga, 13-16 ára unglinga úr ungmennastarfi Kópavogsdeildar, stendur nú yfir í anddyri þjónustuvers bæjarskrifstofu Kópavogs, að Fannborg 2, 1. hæð. Tilefnið er Kópavogsdagar og fellur sýningin undir menningu barna og ungmenna. Yfirskrift ljósmyndasamkeppninnar var „Fjölbreytni og fordómar" og markmiðið með henni var að vekja fólk til umhugsunar um fordóma í samfélaginu. Deildinni bárust margar myndir og á sýningunni má skoða myndirnar sem komust í efstu sætin.

11. maí 2010 : Flóamarkaður á Laugum til styrktar Haítí

Nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal tóku sig saman og héldu flóamarkað á laugardaginn til styrktar Rauða krossinum og hjálparstarfinu á Haítí. 

10. maí 2010 : Viðtal við sjálfboðaliða Takts

Taktur er samstarfsverkefni Rauða kross Íslands og Vinnumálastofnunar sem gegnur út á að virkja ungt fólk í atvinnuleit. Um 100 manna öflugur hópur vinnur nú í margvíslegum verkefnum á vegum Rauða krossins, Árni Þór Theodórsson sem er 23 ára og útskrifaður úr kvikmyndagerð frá New York er einn þeirra.

Í fréttablaði Takts var Árni valinn sjálfboðaliði vikunnar, Árni varð fyrir valinu því hann er búinn að vera mjög virkur í Takti og tilbúinn að taka að sér aukaverkefni. En auk þess hefur hann gert kynningarmyndband um Konukot sem verður frumsýnt á aðalfundi Rauða krossins 15.maí. Við fengum Árna í smá yfirheyrslu.

Aldur og fyrri störf ?
Ég ólst upp í sveit rétt fyrir utan Húsavík þar til ég var orðinn 7 ára en þá fluttum við einmitt til Húsavíkur þar sem ég svo kláraði grunnskóla og byrjaði í framhaldsskóla. Þegar ég var 18 flutti ég svo frá Húsavík með kærustunni minni, og höfum við búið á mörgun stöðum síðan. Þar má nefna, Akureyri, Indland, New York, og Reykjavík. Ég kláraði nám í kvikmyndagerð í New York og er það svo gott sem allur minn námsferill. Síðan ég kláraði námið hef ég verið atvinnulaus, en þannig komst ég einmitt í samband við Rauða krossinn. Í dag bý ég í miðborg Reykjavíkur með kærustunni minni Kötu og hundinum mínum Símoni.
 

8. maí 2010 : Alþjóðadagur Rauða krossins

Í dag, 8. maí, er alþjóðadagur Rauða krossins. Dagurinn er fæðingardagur stofnanda hreyfingarinnar, Henry Dunants, og er fyrst og fremst helgaður öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem vinna fyrir Rauða krossinn og Rauða hálfmánann um heim allan.  Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar vinna mörg og ólík verkefni en alltaf með sömu hugsjónir og markmið að leiðarljósi.

Hreyfingin spratt upp af löngun til að veita þeim sem særst höfðu á orrustuvelli hjálp án manngreinarálits og reynir með alþjóðlegu starfi og starfi landsfélaga, eins og Rauða krossi Íslands, að koma í veg fyrir og lina þjáningar fólks hvar sem það er statt. Tilgangur hreyfingarinnar er að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Hún vinnur að gagnkvæmum skilningi, vináttu, samstarfi og varanlegum friði meðal allra þjóða.

8. maí 2010 : Alþjóðadagur Rauða krossins

Í dag, 8. maí, er alþjóðadagur Rauða krossins. Dagurinn er fæðingardagur stofnanda hreyfingarinnar, Henry Dunants, og er fyrst og fremst helgaður öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem vinna fyrir Rauða krossinn og Rauða hálfmánann um heim allan.  Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar vinna mörg og ólík verkefni en alltaf með sömu hugsjónir og markmið að leiðarljósi.

Hreyfingin spratt upp af löngun til að veita þeim sem særst höfðu á orrustuvelli hjálp án manngreinarálits og reynir með alþjóðlegu starfi og starfi landsfélaga, eins og Rauða krossi Íslands, að koma í veg fyrir og lina þjáningar fólks hvar sem það er statt. Tilgangur hreyfingarinnar er að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Hún vinnur að gagnkvæmum skilningi, vináttu, samstarfi og varanlegum friði meðal allra þjóða.

7. maí 2010 : Saumahópur í sumarfrí

saumahópurinn er komin í sumarfrí og hittist ekki aftur fyrr en í haust.

7. maí 2010 : Nemendur í áfanga um sjálfboðið starf í MK fá viðurkenningu

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 hafa hlotið viðurkenningu fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf hjá Kópavogsdeild á vorönninni. Nemendurnir voru þrettán í áfanganum á þessari önn og unnu sjálfboðin störf í Rjóðrinu, með Eldhugum og Enter-krökkunum, sem námsvinir jafningja og í Dvöl. Þar að auki sátu þeir grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þeir héldu einnig dagbók um störf sín og lokaverkefni þeirra var að sjá um handverksmarkað í sjálfboðamiðstöðinni sem haldinn var þann 17. apríl síðastliðinn.

7. maí 2010 : Heimsóknavinur með hund

Heimsóknavinir Rauða krossins eru í öllum stærðum og gerðum. Jafnvel hundar hafa tekið að sér þetta mikilvæga verkefni, með hjálp eigenda sinna. Áður en sjálfboðaliðar sem eiga hunda taka að sér heimsóknir sækja þeir námskeið á vegum Rauða krossins. Nýverið var eitt slíkt námskeið haldið en fyrirlesari á námskeiðinu var Brynja Tomer. Fyrirlesturinn var fræðandi og skemmtilegur og áttu sér stað fjörugar umræður í lok námskeiðsins.

Árlega heimsækja sjálfboðaliðar Rauða krossins hundruð einstaklinga sem eru félagslega einangraðir. Árið 2006 hófst starfsemi hundavina og er verkefnið að erlendri fyrirmynd.

7. maí 2010 : Heimsóknavinur með hund

Heimsóknavinir Rauða krossins eru í öllum stærðum og gerðum. Jafnvel hundar hafa tekið að sér þetta mikilvæga verkefni, með hjálp eigenda sinna. Áður en sjálfboðaliðar sem eiga hunda taka að sér heimsóknir sækja þeir námskeið á vegum Rauða krossins. Nýverið var eitt slíkt námskeið haldið en fyrirlesari á námskeiðinu var Brynja Tomer. Fyrirlesturinn var fræðandi og skemmtilegur og áttu sér stað fjörugar umræður í lok námskeiðsins.

Árlega heimsækja sjálfboðaliðar Rauða krossins hundruð einstaklinga sem eru félagslega einangraðir. Árið 2006 hófst starfsemi hundavina og er verkefnið að erlendri fyrirmynd.

6. maí 2010 : Taktur - virkniverkefni fyrir ungt fólk stundar sjósund

Heilsuhópur Takts hélt til Nauthólsvíkur á dögunum og brá sér í sjósund. Taktur er verkefni fyrir ungt atvinnulaust fólk á höfuðborgarsvæðinu sem sprottið er upp úr verkefninu Ungt fólk til athafna sem Rauði kross Íslands, félags- og tryggingamálaráðuneytið og Vinnumálastofnun settu á laggirnar til að tryggja sjálfboðastörf fyrir allt að 180 unga atvinnuleitendur.  Auk hefðbundinna sjálfboðaverkefna eru nokkrir ný og vinnuhópar að störfum.

Ísleifur starfsmaður Nauthólsvíkur tók á móti hópnum og leiddi í allan sannleik um sjóböð og leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að. Það er t.d mælt með því að standa aðeins á bakkanum áður en vaðið er út í. Svo er galdurinn að labba hægt út í sjóinn og fara svo smátt og smátt með líkamann ofan í. Að þessu loknu er í lagi að taka smá sundsprett en mjög mikilvægt er að hlusta á líkamann og vera ekki of lengi ofan í. Forstöðumaður Nauthólsvíkur segir að margir tali um það að sjósund bæti hressi kæti og hafi góð áhrif á geðheilsu og að sumir séu hreinlega háðir sundinu. Í heilsuhópi Takts eru skráðir um 10 manns en einungis þrír þorðu að fara út í.

6. maí 2010 : Taktur - virkniverkefni fyrir ungt fólk stundar sjósund

Heilsuhópur Takts hélt til Nauthólsvíkur á dögunum og brá sér í sjósund. Taktur er verkefni fyrir ungt atvinnulaust fólk á höfuðborgarsvæðinu sem sprottið er upp úr verkefninu Ungt fólk til athafna sem Rauði kross Íslands, félags- og tryggingamálaráðuneytið og Vinnumálastofnun settu á laggirnar til að tryggja sjálfboðastörf fyrir allt að 180 unga atvinnuleitendur.  Auk hefðbundinna sjálfboðaverkefna eru nokkrir ný og vinnuhópar að störfum.

Ísleifur starfsmaður Nauthólsvíkur tók á móti hópnum og leiddi í allan sannleik um sjóböð og leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að. Það er t.d mælt með því að standa aðeins á bakkanum áður en vaðið er út í. Svo er galdurinn að labba hægt út í sjóinn og fara svo smátt og smátt með líkamann ofan í. Að þessu loknu er í lagi að taka smá sundsprett en mjög mikilvægt er að hlusta á líkamann og vera ekki of lengi ofan í. Forstöðumaður Nauthólsvíkur segir að margir tali um það að sjósund bæti hressi kæti og hafi góð áhrif á geðheilsu og að sumir séu hreinlega háðir sundinu. Í heilsuhópi Takts eru skráðir um 10 manns en einungis þrír þorðu að fara út í.

5. maí 2010 : Vetrarstarf Plússins

Á liðnum vetri hafa sjálfboðaliðahópar innan Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar Rauða krossins fyrir 16-24 ára, unnið að ýmsum verkefnum.

Sjálfboðaliðar hönnunarhóps leyfðu sköpunargáfunni að njóta sín og endurhönnuðu og saumuðu föt og fylgihluti út frá hugmyndum hvers og eins. Afraksturinn voru hárskraut og klæðnaður sem var til sölu á handverksmörkuðum deildarinnar og í Rauða kross búðunum. Vörurnar vann hópurinn úr fatnaði sem fenginn var úr Fatasöfnunarstöð Rauða krossins.

5. maí 2010 : Vetrarstarf Plússins

Á liðnum vetri hafa sjálfboðaliðahópar innan Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar Rauða krossins fyrir 16-24 ára, unnið að ýmsum verkefnum.

Sjálfboðaliðar hönnunarhóps leyfðu sköpunargáfunni að njóta sín og endurhönnuðu og saumuðu föt og fylgihluti út frá hugmyndum hvers og eins. Afraksturinn voru hárskraut og klæðnaður sem var til sölu á handverksmörkuðum deildarinnar og í Rauða kross búðunum. Vörurnar vann hópurinn úr fatnaði sem fenginn var úr Fatasöfnunarstöð Rauða krossins.

5. maí 2010 : Langtímauppbygging verður í að minnsta kosti tíu ár ef ekki lengur

Haítí var eitt fátækasta ríki í vesturheimi fyrir jarðskjálftann þann 12. janúar 2010. Byggingar og veitukerfi voru ekki upp á það besta, sérstaklega í þéttbýli.

5. maí 2010 : Langtímauppbygging verður í að minnsta kosti tíu ár ef ekki lengur

Haítí var eitt fátækasta ríki í vesturheimi fyrir jarðskjálftann þann 12. janúar 2010. Byggingar og veitukerfi voru ekki upp á það besta, sérstaklega í þéttbýli.

5. maí 2010 : Vetrarstarf Plússins

Á liðnum vetri hafa sjálfboðaliðahópar innan Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar Rauða krossins fyrir 16-24 ára, unnið að ýmsum verkefnum.

Sjálfboðaliðar hönnunarhóps leyfðu sköpunargáfunni að njóta sín og endurhönnuðu og saumuðu föt og fylgihluti út frá hugmyndum hvers og eins. Afraksturinn voru hárskraut og klæðnaður sem var til sölu á handverksmörkuðum deildarinnar og í Rauða kross búðunum. Vörurnar vann hópurinn úr fatnaði sem fenginn var úr Fatasöfnunarstöð Rauða krossins.

5. maí 2010 : Langtímauppbygging verður í að minnsta kosti tíu ár ef ekki lengur

Haítí var eitt fátækasta ríki í vesturheimi fyrir jarðskjálftann þann 12. janúar 2010. Byggingar og veitukerfi voru ekki upp á það besta, sérstaklega í þéttbýli.

4. maí 2010 : 6. bekkingar í Álftanesskóla fá reiðhjólahjálma að gjöf

Margar deildir Rauða krossins hafa til margra ára haft það verkefni í lok skólaárs að gefa börnum reiðhjólahjálma. Er þetta liður í forvarnastarfi félagsins í skyndihjálp og forvörnum.

Fulltrúar Álftanesdeildar Rauða kross Íslands, Helga Bragadóttir og Fjóla S. Ólafsdóttir færðu nemendum 6. bekkjar Álftanesskóla reiðhjólahjálma að gjöf frá deildinni. Við það tækifæri var rætt við nemendur um öryggi í umferðinni og afleiðingar slysa.

Flestir nemendur vissu hversu mikilvægt er að nota hjálma og ein stúlka sagði frá því hvernig hjálmur hefði bjargað lífi hennar þegar slys varð og hún meiddist lítilsháttar en hjálmurinn brotnaði. 

3. maí 2010 : Börn á Íslandi safna fyrir börn á Haítí

Það er ekki ofsögum sagt að þessar ungu stúlkur frá Þórshöfn láti sig neyð annarra varða. Þær  tóku sig saman og héldu markað í búðinni á Þórshöfn þar sem þær seldu skeljar og steina og einnig máluðu þær myndir og perluðu. Framtakið gaf þeim ellefu þúsund krónur í aðra hönd sem þær afhentu Guðrúnu Stefánsdóttur gjaldkera Þórshafnardeildar Rauða krossins.

„Stjórn Þórshafnardeildar er ákaflega þakklát þessum stelpum og stolt af þeim þar sem þær sýndu mjög gott frumkvæði og gott hjartalag,“ segir Guðrún Stefánsdóttir.

Framlag stúlknanna fer í svokallaðan tombólusjóð þar sem safnast saman allt það fé sem börn safna fyrir Rauða krossinn.

3. maí 2010 : Sjálfboðaliðar á leiksýninguna Gerplu

Fjöldi sjálfboðaliða nýtti sér boð Þjóðleikhússins á leiksýninguna Gerplu. Hægt var að velja um þrjár sýningar og alls fóru 45 sjálfboðaliðar á sýningarnar þrjár. Deildin þakkar leikhúsinu fyrir þessa rausnarlegu gjöf en með henni gat hún umbunað sjálfboðaliðum sínum.

3. maí 2010 : Nemendur í Réttarholtsskóla fræddust um hjálparstarfið á Haítí

Nemendur í tíunda bekk Réttarholtsskóla fengu á dögunum heimsókn frá Rauða krossinum en Lilja Steingrímsdóttir sendifulltrúi sagði þeim frá störfum sínum á Haíti eftir jarðskjálftana þar. Lilja sýndi þeim myndir frá hjálparstarfinu og svaraði spurningum nemenda.

Þó nokkuð hefur verið um það undanfarið að skólar hafi leitað til Rauða krossins með fræðslu um hjálparstarfið á Haítí eða önnur verkefni Rauða krossins.

3. maí 2010 : Öskuhreinsun undir Eyjafjöllum – hlé meðan öskufall stendur yfir

Þriðji hópur sjálfboðaliða Rauða krossins kom til Reykjavíkur laust eftir fimm á föstudaginn eftir að hafa verið þar við öskuhreinsun yfir daginn. Hópinn skipaði 15 manns sem skipt var á þrjá bæi. 

Hreinsunarstarfið gekk vel til að byrja með en því miður fór ösku að rigna yfir þegar líða tók á daginn. Þrátt fyrir það var ánægja með dagsverkið og margir til í að endurtaka leikinn.

  Þeim sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóginn við hreinsunarstarfið undir Eyjafjöllum er þakkað kærlega fyrir flott og mikilvægt starf. Þó svo að aska fari yfir svæðið aftur þá skiptir starfið mjög miklu máli fyrir bændur á svæðinu. Eins og staðan er í dag þá hefur verið gert hlé á hreinsun en mun það hefjast að nýju þegar aðstæður leyfa. 

3. maí 2010 : Öskuhreinsun undir Eyjafjöllum – hlé meðan öskufall stendur yfir

Þriðji hópur sjálfboðaliða Rauða krossins kom til Reykjavíkur laust eftir fimm á föstudaginn eftir að hafa verið þar við öskuhreinsun yfir daginn. Hópinn skipaði 15 manns sem skipt var á þrjá bæi. 

Hreinsunarstarfið gekk vel til að byrja með en því miður fór ösku að rigna yfir þegar líða tók á daginn. Þrátt fyrir það var ánægja með dagsverkið og margir til í að endurtaka leikinn.

  Þeim sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóginn við hreinsunarstarfið undir Eyjafjöllum er þakkað kærlega fyrir flott og mikilvægt starf. Þó svo að aska fari yfir svæðið aftur þá skiptir starfið mjög miklu máli fyrir bændur á svæðinu. Eins og staðan er í dag þá hefur verið gert hlé á hreinsun en mun það hefjast að nýju þegar aðstæður leyfa. 

3. maí 2010 : Börn á Íslandi safna fyrir börn á Haítí

Það er ekki ofsögum sagt að þessar ungu stúlkur frá Þórshöfn láti sig neyð annarra varða. Þær  tóku sig saman og héldu markað í búðinni á Þórshöfn þar sem þær seldu skeljar og steina og einnig máluðu þær myndir og perluðu. Framtakið gaf þeim ellefu þúsund krónur í aðra hönd sem þær afhentu Guðrúnu Stefánsdóttur gjaldkera Þórshafnardeildar Rauða krossins.

„Stjórn Þórshafnardeildar er ákaflega þakklát þessum stelpum og stolt af þeim þar sem þær sýndu mjög gott frumkvæði og gott hjartalag,“ segir Guðrún Stefánsdóttir.

Framlag stúlknanna fer í svokallaðan tombólusjóð þar sem safnast saman allt það fé sem börn safna fyrir Rauða krossinn.