29. júní 2010 : Heilsuhópur Takts fór í Esjugöngu

Heilsuhópur Takts – Ungt fólk til athafna fór á dögunum í gönguferð upp á Esju. Til að ná úr sér þreytunni eftir vel heppnaða fjallgöngu endaði ferðin í heita pottinum í Nauthólsvík.

Heilsuhópurinn er einn af fjölmörgum hópum í Takti, virkniverkefni Rauða krossins. Einnig er boðið uppá mömmuhóp, prjónahóp, myndlistarhóp, hönnunarhóp, heimildamyndagerð, íslenskukennslu og margt fleira. Síðan eru ótal sjálfboðaliðastörf innan Rauða krossins sem unga fólkið hefur valið sér og tekið þátt í.

29. júní 2010 : Heilsuhópur Takts fór í Esjugöngu

Heilsuhópur Takts – Ungt fólk til athafna fór á dögunum í gönguferð upp á Esju. Til að ná úr sér þreytunni eftir vel heppnaða fjallgöngu endaði ferðin í heita pottinum í Nauthólsvík.

Heilsuhópurinn er einn af fjölmörgum hópum í Takti, virkniverkefni Rauða krossins. Einnig er boðið uppá mömmuhóp, prjónahóp, myndlistarhóp, hönnunarhóp, heimildamyndagerð, íslenskukennslu og margt fleira. Síðan eru ótal sjálfboðaliðastörf innan Rauða krossins sem unga fólkið hefur valið sér og tekið þátt í.

28. júní 2010 : Heilsuhópur Takts fór í Esjugöngu

Heilsuhópur Takts – Ungt fólk til athafna fór á dögunum í gönguferð upp á Esju. Það var góð stemming í hópnum og eftir fjallgönguna endaði ferðin á því að farið var í heita pottinn í Nauthólsvík til að ná úr sér þreytunni.

Heilsuhópurinn er einn af fjölmörgum hópum í virkniverkefninu Taktur. Einnig er boðið uppá mömmuhóp, prjónahóp, myndlistarhóp, hönnunarhóp, heimildamyndagerð, íslenskukennslu og margt fleira. Síðan eru ótal sjálfboðaliðastörf innan Rauða krossins sem unga fólkið hefur valið sér og tekið þátt í.

25. júní 2010 : Úsbekistan: Rauði krossinn hjálpar fórnarlömbum átakanna

Starfsmenn Rauða hálfmánans í Úsbekistan og Alþjóða Rauða krossins eru við störf á landamærum Úsbekistan og Kirgistan. Unnið er að viðbragðsáætlun til að mæta þörfum flóttamanna sem flestir eru konur og eldri borgarar en einnig þúsundir barna þeirra. Samkvæmt skráningu yfirvalda í Úsbekistan eru flóttamennirnir 92 þúsund.

Upphaf átakanna má rekja til spennu milli þjóðarbrota sem leiddi til ofbeldisverka á svæðum Osh og Jalalabat í Kirgistan þann 10. júní. Vegna átakanna flúði fjöldi íbúa yfir landamærin frá Kirgistan til Úsbekistan. Samkvæmt opinberum upplýsingum eru látnir um 200 og 19 þúsund slasaðir.

24. júní 2010 : Borgarstjóri í heimsókn í Konukot

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, aðsoðarmaður hans, Heiða Kristín Helgadóttir ásamt Huldu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa skrifstofu borgarstjóra, heimsóttu Konukot í gær.

Borgarstjórinn hefur látið í ljós áhuga sinn á aðstæðum heimilislausra kvenna. Hann hefur á stefnuskrá sinni að bæta þær aðstæður og áttu framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar og verkefnastjóri Konukots fund í gær þar sem málin voru rædd. Í framhaldi af þeim fundi var farið í Konukot og ekki var annað að sjá en gestunum litist vel á aðbúnað í húsinu.

24. júní 2010 : Prjóna teppi í iðjuþjálfun

Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauðakrossins tók á móti fyrsta teppinu sem vistmenn á sjúkrahúsið HSA á Egilsstöðum gerðu fyrir verkefnið Föt sem framlag í samvinnu við Rauða krossinn.

Þegar er byrjað að prjóna fleiri teppi fyrir verkefnið með dyggri aðstoð iðju- og virkniþjálfa.

Teppin fara með í ungbarnapakka sem sendir eru til neyðaraðstoðar erlendis. Á síðasta ári voru sendir 4.259 ungbarnapakkar til Hvíta Rússlands og Malaví.

24. júní 2010 : Móri og aska í sumarferð Dvalar

Fyrst lá leiðin á Selfoss þar sem ferðalangarnir stoppuðu og fengu sér pylsu og annað góðgæti. Þá var farið í Fljótshlíðina á Njáluslóðir en einn ferðalanganna reyndist hinn prýðilegasti leiðsögumaður og gat hann bent á helstu sögustaði Njálu og rifjað upp atburði sögunnar. Á Skeiðavegamótum á þjóðveginum heldur svo Skerflóðsmóri til en hann er draugur sem hoppar upp í bíla og tekur sér far með ökumönnum. Voru menn ekki frá því að móri hefði eitthvað látið finna fyrir sér í rútunni þegar farið var yfir gatnamótin.

23. júní 2010 : Ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um fjölda flóttamanna á árinu 2009

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út skýrslu með tölum um fjölda flóttamanna og þróun í flóttamannamálum á árinu 2009. Í skýrslunni, sem er 30 blaðsíður, Er einnig leitast við að greina tölfræðiupplýsingar, þróun og breytingar á þeim fjölda fólks sem stofnunin starfar fyrir og með (flóttamenn, ríkisfanglausir, flóttamenn sem snúa til baka til heimalands og þeir flóttamenn sem eru á vergangi innan eigin landamæra).

Í skýrslunni kemur meðal annars fram, að:

22. júní 2010 : Hnútabindingar á Gleðidögum

Börnin á námskeiðinu Gleðidagar, sem Kópavogsdeildin hélt í síðustu viku, lærðu ýmislegt nýtt og eitt af því voru hnútabindingar. Jóhann S. Birgisson, eða Boggi eins og hann er venjulega kallaður, kenndi börnunum að binda hnúta og búa til glasamottur og hálsmen úr þeim. Þetta er í annað skiptið sem Boggi leiðbeinir á námskeiðinu en hann tók einnig þátt í því í fyrra. Þá var haft samband við skátana og óskað eftir leiðbeinendum með sérkunnáttu. Boggi gaf kost á sér í hnútabindingarnar og hefur að eigin sögn haft mjög gaman að því að leiðbeina börnunum. „Þetta er fræðandi fyrir börnin og gaman fyrir þau að búa til eitthvað sem þau geta farið heim með“, segir Boggi.

21. júní 2010 : En glad överraskning…

Áður hefur verið sagt frá starfi sjálfboðaliða Akureyrardeildar á Akureyrarflugvelli í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Margur ferðamaðurinn varð þá fyrir því að flug og ferðaáætlun fór úr skorðum en flestir tóku því með jafnaðargeði, enda ekki um margt annað að velja. 

Meðal þeirra voru hjónin Bernt og Barbro Johansson frá Svíþjóð, en þau eru bæði virk innan Rauða kross deildarinnar í sínum heimabæ, Västerås.

20. júní 2010 : 3 sendifulltrúar Rauða kross Íslands á leið til Haítí

Níu sendifulltrúar verða að störfum á Haítí á vegum Rauða kross Íslands frá og með 23. júní en þá halda þangað Björk Ólafsdóttir sérnámslæknir í bráðalækningum, Kristjana Þuríður Þorkelsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar. Þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í höfuðborginni Port-au-Prince. Þetta er í fyrsta sinn sem Björk, Kristjana og Magna Björk fara til starfa á vegum Rauða kross Íslands en þær tóku þátt í sendifulltrúanámskeiði félagsins sem haldið var í mars síðastliðnum.

Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands fór til Haítí þann 17. júní.  Verkefni hans er að meta hvernig best verður staðið að því að veita sálfélagslega aðstoð samhliða þeirri líkamlegu aðhlynningu sem nú er veitt en Rauði kross Íslands og Rauði krossinn í Finnlandi hafa sótt um fjárstyrk vegna þessa til ECHO, sjóðs Evrópusambandsins fyrir neyðaraðstoð. Jóhann hefur um árabil skipulagt og sinnt áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar náttúruhamfara hérlendis. Hann starfaði einnig fyrir Rauða krossinn í Bam í Íran í kjölfar jarðskjálfta þar árið 2003.

18. júní 2010 : Ókeypis ráðgjöf fyrir innflytjendur/free consult for immigrants

Pólsku- og enskumælandi sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar munu bjóða innflytjendum upp á ókeypis ráðgjöf mánudagana 21. og 28. júní kl. 12-14 í sjálfboðamiðstöð deildarinnar að Hamraborg 11, 2. hæð. Markmið ráðgjafarinnar er að liðsinna innflytjendum með ýmis mál sem þá vantar mögulega aðstoð með og auðvelda aðgengi þeirra að upplýsingum, til dæmis varðandi dagvistunarmál, húsnæðismál og þá þjónustu sem í boði er.

17. júní 2010 : Aðstoð vegna bruna í Írabakka

Sjálfboðaliði  úr Viðbragðshópi Rauða krossins aðstoðaði íbúa fjölbýlishúss við Írabakka þegar eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð um klukkan 22 í kvöld.


16. júní 2010 : Vorferð sjálfboðaliða Árnesingadeildar

Sjálfboðaliðar Árnesingadeildar Rauða krossins fóru í árlega vorferð á blíðviðrisdegi en í smá öskufoki. 

16. júní 2010 : Sálfélagslegur stuðningur við íbúa Haítí.

Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands heldur til Haítí á morgun 17. júní. Jóhann mun næstu 10 daga starfa með heilsugæsluteymi finnska Rauða krossins í Port-au-Prince og meta hvernig best verður staðið að því að veita sálfélagslega aðstoð samhliða þeirri líkamlegu aðhlynningu sem nú er veitt. Rauði kross Íslands og finnski Rauði krossinn hafa sent umsókn um fjárstyrk vegna heilsugæsluverkefnisins til ECHO, sjóðs Evrópusambandsins fyrir neyðaraðstoð.

Jóhann hefur um árabil skipulagt og sinnt áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar náttúruhamfara hér heima en hann hefur áður starfað fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi í Bam í Íran í kjölfar jarðskjálfta þar árið 2003.

16. júní 2010 : Þriðja fréttabréf Kópavogsdeildar til vinadeildar í Mósambík

Kópavogsdeild er í vinadeildasamstarfi við deild Rauða krossins í Maputo-héraði í Mósambík. Sjálfboðaliðahópurinn sem haldið hefur utan um samstarfið fyrir hönd Kópavogsdeildar hefur nú sent frá sér þriðja fréttabréfið til vinadeildarinnar þar úti. Í bréfinu má finna upplýsingar um starf Kópavogsdeildar, fróðleik um Ísland og kynningu á nokkrum af þeim sjálfboðaliðum sem að samstarfinu hafa unnið síðustu misseri. Hægt er að lesa fréttabréfið á íslenskum með því að smella hér.

16. júní 2010 : Vorferð sjálfboðaliða Árnesingadeildar

Sjálfboðaliðar Árnesingadeildar Rauða krossins fóru í árlega vorferð á blíðviðrisdegi en í smá öskufoki. 

16. júní 2010 : Sálfélagslegur stuðningur við íbúa Haítí.

Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands heldur til Haítí á morgun 17. júní. Jóhann mun næstu 10 daga starfa með heilsugæsluteymi finnska Rauða krossins í Port-au-Prince og meta hvernig best verður staðið að því að veita sálfélagslega aðstoð samhliða þeirri líkamlegu aðhlynningu sem nú er veitt. Rauði kross Íslands og finnski Rauði krossinn hafa sent umsókn um fjárstyrk vegna heilsugæsluverkefnisins til ECHO, sjóðs Evrópusambandsins fyrir neyðaraðstoð.

Jóhann hefur um árabil skipulagt og sinnt áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar náttúruhamfara hér heima en hann hefur áður starfað fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi í Bam í Íran í kjölfar jarðskjálfta þar árið 2003.

15. júní 2010 : Nytjahús opnar á Egilsstöðum

Það var mikið um dýrðir þegar Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins opnaði nytjahús á Egilsstöðum á laugardaginn í blíðskaparveðri.

15. júní 2010 : Námskeiðið Gleðidagar í fullum gangi

Kópavogsdeild heldur námskeiðið „Gleðidagar – ungur nemur gamall temur“ þessa vikuna. Námskeiðið er ókeypis og er fyrir 6-12 ára börn. Það er haldið í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru að mestu eldri borgarar og er markmiðið að þeir yngri læri af þeim eldri. Í gær fengu börnin meðal annars leiðsögn varðandi ljósmyndun og framsögn. Í dag fara þau í heimsókn á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og læra um starfsemi þess.

15. júní 2010 : Skelfilegt ástand á Haítí

Bjarni Árnason bráðalæknir er nýkominn frá Haítí þar sem hann dvaldi í um mánuð. Hann segir Haítíbúa oft fara of seint til læknis og að þar séu margir veikir. Nú sé heilbrigði fólks verra en áður. Greinin birtist í Fréttablaðinu 15.06.2010.

15. júní 2010 : Skelfilegt ástand á Haítí

Bjarni Árnason bráðalæknir er nýkominn frá Haítí þar sem hann dvaldi í um mánuð. Hann segir Haítíbúa oft fara of seint til læknis og að þar séu margir veikir. Nú sé heilbrigði fólks verra en áður. Greinin birtist í Fréttablaðinu 15.06.2010.

15. júní 2010 : URKÍ-H stóð fyrir Lifandi bókasafni

Ungmennastarf Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins tók á móti fólki í sjálfboðamiðstöðinni á Björtum dögum og bauð upp á lifandi bókasafn. Miklar og fræðandi umræður voru í gangi og mikið hægt að fræðast um alls kyns heima og geima. 

Lifandi bókasafn var lokaverkefni ungmennastarfsins á þessum vetri. Hafnarfjarðardeildin þakkar öllu því góða fólki sem kom og stóð vaktina sem bækur bókasafnsins. Án þeirra hefði þetta ekki orðið að veruleika.

15. júní 2010 : URKÍ-H stóð fyrir Lifandi bókasafni

Ungmennastarf Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins tók á móti fólki í sjálfboðamiðstöðinni á Björtum dögum og bauð upp á lifandi bókasafn. Miklar og fræðandi umræður voru í gangi og mikið hægt að fræðast um alls kyns heima og geima. 

Lifandi bókasafn var lokaverkefni ungmennastarfsins á þessum vetri. Hafnarfjarðardeildin þakkar öllu því góða fólki sem kom og stóð vaktina sem bækur bókasafnsins. Án þeirra hefði þetta ekki orðið að veruleika.

15. júní 2010 : En glad överraskning…

Áður hefur verið sagt frá starfi sjálfboðaliða deildarinnar á Akureyrarflugvelli í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Margur ferðamaðurinn varð þá fyrir því að flug og ferðaáætlun fór úr skorðum  en flestir tóku því með jafnaðargeði, enda ekki um margt annað að velja.

Meðal þeirra voru hjónin Bernt og Barbro Johansson frá Svíþjóð, en þau eru bæði virk innan Rauða kross deildarinnar í sínum heimabæ,  Västerås.
Efirfarandi grein birtist inni á vef sænska Rauða krossins  en þar er Bernt að segja frá þessari upplifun þeirra hjóna.

 

15. júní 2010 : Skelfilegt ástand á Haítí

Bjarni Árnason bráðalæknir er nýkominn frá Haítí þar sem hann dvaldi í um mánuð. Hann segir Haítíbúa oft fara of seint til læknis og að þar séu margir veikir. Nú sé heilbrigði fólks verra en áður. Greinin birtist í Fréttablaðinu 15.06.2010.

11. júní 2010 : Ungur sjálfboðaliði styrkir Rauða krossinn

Freyja Ósk Héðinsdóttir kom í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar í dag og gaf Rauða krossinum 1.987 kr. Með þessu framlagi sínu vill hún hjálpa veikum börnum. Hún hafði beðið fjölskyldu sína um að aðstoða sig og þetta varð afraksturinn. Freyja var að klára 3. bekk í Kársnesskóla. Framlag hennar rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

10. júní 2010 : 3 sendifulltrúar Rauða kross Íslands á leið til Haítí

Níu sendifulltrúar verða að störfum á Haítí á vegum Rauða kross Íslands frá og með 23. júní en þá halda þangað Björk Ólafsdóttir sérnámslæknir í bráðalækningum, Kristjana Þuríður Þorkelsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar. Þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í höfuðborginni Port-au-Prince. Þetta er í fyrsta sinn sem Björk, Kristjana og Magna Björk fara til starfa á vegum Rauða kross Íslands en þær tóku þátt í sendifulltrúanámskeiði félagsins sem haldið var í mars síðastliðnum.

Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands fór til Haítí þann 17. júní.  Verkefni hans er að meta hvernig best verður staðið að því að veita sálfélagslega aðstoð samhliða þeirri líkamlegu aðhlynningu sem nú er veitt en Rauði kross Íslands og Rauði krossinn í Finnlandi hafa sótt um fjárstyrk vegna þessa til ECHO, sjóðs Evrópusambandsins fyrir neyðaraðstoð. Jóhann hefur um árabil skipulagt og sinnt áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar náttúruhamfara hérlendis. Hann starfaði einnig fyrir Rauða krossinn í Bam í Íran í kjölfar jarðskjálfta þar árið 2003.

10. júní 2010 : Líflegur Rauða kross markaður á Thorsplani

Þátttakendur í verkefninu Taktur héldu líflegan Rauða kross markað á dögunum. Unga fólkið sá um að velja vörur, setja þær upp og annast söluna. Markaðurinn var fjáröflun til styrktar Rauða kross starfs í Malaví.

Markaðurinn var haldinn í 50 fermetra tjaldi á Thorsplani fyrir utan Rauða kross deildina í Hafnarfirði. Selt var ýmiss konar handverk frá Malaví eins og skálar, salatáhöld, skartgripir og myndir. Einnig var mjög fjölbreyttur fatamarkaður með fötum fyrir alla, bæði unga sem aldna og var úrvalið það mikið að það fyllti allt tjaldið.

10. júní 2010 : Líflegur Rauða kross markaður á Thorsplani

Þátttakendur í verkefninu Taktur héldu líflegan Rauða kross markað á dögunum. Unga fólkið sá um að velja vörur, setja þær upp og annast söluna. Markaðurinn var fjáröflun til styrktar Rauða kross starfs í Malaví.

Markaðurinn var haldinn í 50 fermetra tjaldi á Thorsplani fyrir utan Rauða kross deildina í Hafnarfirði. Selt var ýmiss konar handverk frá Malaví eins og skálar, salatáhöld, skartgripir og myndir. Einnig var mjög fjölbreyttur fatamarkaður með fötum fyrir alla, bæði unga sem aldna og var úrvalið það mikið að það fyllti allt tjaldið.

10. júní 2010 : Tuttugasti og fyrsti hjálparstarfsmaður Rauða krossinn kominn til Haítí

Gunnar Helgason, hjúkrunarfræðingur, kom til Haítí í dag þar sem hann mun starfa næstu vikur fyrir Rauða kross Íslands á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au-Prince. Á vegum Rauða kross Íslands eru nú fimm hjálparstarfsmenn á jarðskjálftasvæðinu, þar sem enn ríkir mikil og sár neyð.

Fyrir á sjúkrahúsinu eru Margrét Rögn Hafsteinsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir deildarhjúkrunarfræðingur og Elín Jakobína Oddsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur. 

10. júní 2010 : Tuttugasti og fyrsti hjálparstarfsmaður Rauða krossinn kominn til Haítí

Gunnar Helgason, hjúkrunarfræðingur, kom til Haítí í dag þar sem hann mun starfa næstu vikur fyrir Rauða kross Íslands á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au-Prince. Á vegum Rauða kross Íslands eru nú fimm hjálparstarfsmenn á jarðskjálftasvæðinu, þar sem enn ríkir mikil og sár neyð.

Fyrir á sjúkrahúsinu eru Margrét Rögn Hafsteinsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir deildarhjúkrunarfræðingur og Elín Jakobína Oddsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur. 

9. júní 2010 : Gengu að Tröllafossi í góða veðrinu

Vaskur hópur gesta og starfsmanna úr Dvöl fór í göngu upp að Tröllafossi í Leirvogsdal á dögunum. Veðrið var gott, glampandi sól og hópurinn vel búinn. Þetta er mjög skemmtileg gönguleið og ekki erfið en gengið er eftir malarstíg nánast alla leið. Gangan tekur um einn og hálfan tíma í allt, fram og til baka. Fossinn var glæsilegur en til að komast að honum þarf að vaða yfir ána, svo gott er að hafa með sér töflur og lítið handklæði ef fólk hyggst fara yfir. Þegar búið var að skoða fossinn og vaða aftur yfir ána gæddu göngugarparnir sér á dýrindis samlokum og drykkjum og héldu síðan heim á leið.

8. júní 2010 : Sjálfboðaliðar nutu veðurblíðu á vorgleði

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var haldin í sól og blíðu á laugardaginn í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Sjálfboðaliðarnir fjölmenntu með maka, börn, barnabörn og aðra ættingja. Gestirnir nutu veðurblíðunnar saman yfir grillmat og öðrum veitingum. Þeir sungu saman og börnin fengu andlitsmálun.

Gleðin er haldin árlega og er eins konar uppskeruhátíð sjálfboðaliða deildarinnar þar sem markmiðið er að fagna starfsvetrinum og gleðjast saman í upphafi sumars. Deildin metur mikils framlag sjálfboðaliða sinna og þakkar þeim fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur.


8. júní 2010 : Sjálfboðaliðar nutu veðurblíðu á vorgleði

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var haldin í sól og blíðu á laugardaginn í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Sjálfboðaliðarnir fjölmenntu með maka, börn, barnabörn og aðra ættingja. Gestirnir nutu veðurblíðunnar saman yfir grillmat og öðrum veitingum. Þeir sungu saman og börnin fengu andlitsmálun.

Gleðin er haldin árlega og er eins konar uppskeruhátíð sjálfboðaliða deildarinnar þar sem markmiðið er að fagna starfsvetrinum og gleðjast saman í upphafi sumars. Deildin metur mikils framlag sjálfboðaliða sinna og þakkar þeim fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur.


8. júní 2010 : Tyrkneski Rauði hálfmáninn og Magen David Adom í samvinnu vegna Gaza

Rauði hálfmáninn í Tyrklandi og Magen David Adom (Rauða Davíðstjarnan) í Ísrael sýndu grundvallarmarkmið Rauða kross hreyfingarinnar í verki með samvinnu sinnu við heimflutning tyrkneskra aðgerðarsinna. Tuttuguogþrír Tyrkir særðust í árás Ísraelshers í lok maí á skipalest sem var á leið með hjálpargögn til Gaza.

„Þetta var flókið ferli sem margir komu að, og mörg vandamál sem þurfti að leysa," útskýrir Ali Akgul, sem stýrði aðgerðum tyrkneska Rauða hálfmánans í Ísrael. „En með samvinnunni við Magen David Adom fundum við leiðir til að flytja hina særðu heim til Tyrklands. Þetta tókst einungis af því að fullt traust ríkti milli systurfélaganna, og þetta sýnir hvernig grundvallarmarkmið Rauða krosshreyfingarinnar virka í reynd, sérstaklega markmiðin um mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni."

8. júní 2010 : Sjálfboðaliðar nutu veðurblíðu á vorgleði

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var haldin í sól og blíðu á laugardaginn í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Sjálfboðaliðarnir fjölmenntu með maka, börn, barnabörn og aðra ættingja. Gestirnir nutu veðurblíðunnar saman yfir grillmat og öðrum veitingum. Þeir sungu saman og börnin fengu andlitsmálun.

Gleðin er haldin árlega og er eins konar uppskeruhátíð sjálfboðaliða deildarinnar þar sem markmiðið er að fagna starfsvetrinum og gleðjast saman í upphafi sumars. Deildin metur mikils framlag sjálfboðaliða sinna og þakkar þeim fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur.


7. júní 2010 : Sumarnámskeiðin Mannúð og menning eru hafin

Í dag hófust sumarnámskeiðin Mannúð og menning sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins býður krökkum á aldrinum 7-12 á, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru haldin á tveimur stöðum í borginni, í Aflagranda 40 og í Breiðholtsskóla. Krakkarnir voru komnir á fullt í skemmtilegum nafnaleikjum þegar starfsmaður deildarinnar leit við með myndavél í morgun.

Alls verða 12 námskeið haldin næstu 6 vikurnar og skiptist hópurinn í tvennt 7-9 ára og 10-12 ára. Reykjavíkurdeildin býður þátttakendum upp á hádeigsverð á meðan námskeiðinu stendur, en börnin koma með nesti fyrir kaffitímana.

 

7. júní 2010 : Sumarnámskeiðin Mannúð og menning eru hafin

Í dag hófust sumarnámskeiðin Mannúð og menning sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins býður krökkum á aldrinum 7-12 á, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru haldin á tveimur stöðum í borginni, í Aflagranda 40 og í Breiðholtsskóla. Krakkarnir voru komnir á fullt í skemmtilegum nafnaleikjum þegar starfsmaður deildarinnar leit við með myndavél í morgun.

Alls verða 12 námskeið haldin næstu 6 vikurnar og skiptist hópurinn í tvennt 7-9 ára og 10-12 ára. Reykjavíkurdeildin býður þátttakendum upp á hádeigsverð á meðan námskeiðinu stendur, en börnin koma með nesti fyrir kaffitímana.

 

7. júní 2010 : Fjöldi barna sóttu námskeiðið Börn og umhverfi

Fjöldi barna hafa undanfarið sótt  barnfóstrunámskeið Rauða krossins eða Börn og umhverfi eins og þau heita í dag.  Námskeiðið er sívinsælt enda afar gagnlegt fyrir þátttakendur sem læra ýmislegt um þroska og umönnun ungra barna, slysavarnir, skyndihjálp, ýmsa leiki og margt og margt fleira.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru fagfólk á sínu sviði, leikskólakennari, hjúkrunarfræðingur og  skyndihjálparkennari.
 

 

 

5. júní 2010 : Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar á morgun, laugardag!

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar verður haldin 5. júní kl. 13-15 í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Vorgleðin er uppskeruhátíð sjálfboðaliða Kópavogsdeildar og ætlum við að fagna góðum starfsvetri og gleðjast saman í upphafi sumars. Það verður margt til gamans gert eins og spilað á gítar og sungið, farið í rúsínuspíttkeppni og grillað. Afþreying verður fyrir börnin og andlitsmálun.

4. júní 2010 : sumarmót og skákskýringar í Vin

Óli B. Þórs, hinn síðhærði skákvíkingur, verður með skýringu á einni af sínum uppáhalds skákum í Vin á mánudaginn, 7. júní kl. 13:00
Það tekur 20-30 mínútur og af því loknu verður haldið sumarmót Skákfélags Vinjar undir stjórn þeirra félaga Óla og Róberts Lagerman.

Tefldar verða 5-6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og Bókaforlagið Bjartur hefur gefið vinninga fyrir efstu sætin og auk þess verða dregnir út happadrættisvinningar.

Boðið verður upp á kaffi að sjálfsögðu og þvílíkt vinalegt andrúmsloft, þó baráttan verði hörð.
Vin er að Hverfisgötu 47 í Reykjavík og er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossi Íslands. Síminn er 561-2612 en skráning á staðnum og mótið algjörlega opið öllum.

4. júní 2010 : Taktu til og leggðu Rauða krossinum lið í leiðinni

Rauði kross Íslands stendur fyrir fatasöfnun um allt land laugardaginn 5. júní í samstarfi við Eimskip. Gámum verður komið fyrir við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík og við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, í húsi Rauða krossins í Mosfellsbæ, og á móttökustöðum Eimskips Flytjanda úti á landsbyggðinni. Sjálfboðaliðar verða við fatagámana frá klukkan 13-17. Átakinu lýkur klukkan 17.

Rauði krossinn hvetur fólk að taka til hjá sér og koma gömlum fatnaði í notkun að nýju með því að nýta ferðina um leið og farið er í sund í góða veðrinu. Fólki er bent á að nota tækifærið og koma með gömlu fötin, skóna, handklæði, rúmföt, gluggatjöld og jafnvel stöku sokkana því mikil verðmæti eru fólgin í allri vefnaðarvöru.

3. júní 2010 : Vorfagnaður á Salthúsinu

2. júní 2010 : Hugum að Haítí

Aðstæðum á jarðskjálftasvæðinu á Haítí verður vart með orðum lýst og þær eiga bara eftir að versna. Rigningatímabilið hófst sem betur fer með seinna móti þetta árið en nú er farið að rigna fyrir alvöru.

2. júní 2010 : Myndband um Konukot

Árni Þór Theodórsson kvikmyndargerðarmaður og sjálfboðaliði hjá Takti lauk á dögunum við fyrsta sjálfboðaliðaverkefnið sitt, kynningarmyndband um Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, rekið af Reykjavíkurdeild Rauða krossins.

Myndbandið var sýnt í fyrsta sinn á landsfundi Rauða krossins en í dag var myndbandið frumsýnt í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25. Við það tilefni var gestum boðið upp á ljúffengar veitingar í boði OSUSHI.

2. júní 2010 : Myndband um Konukot

Árni Þór Theodórsson kvikmyndargerðarmaður og sjálfboðaliði hjá Takti lauk á dögunum við fyrsta sjálfboðaliðaverkefnið sitt, kynningarmyndband um Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, rekið af Reykjavíkurdeild Rauða krossins.

Myndbandið var sýnt í fyrsta sinn á landsfundi Rauða krossins en í dag var myndbandið frumsýnt í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25. Við það tilefni var gestum boðið upp á ljúffengar veitingar í boði OSUSHI.

2. júní 2010 : Hugum að Haítí

Aðstæðum á jarðskjálftasvæðinu á Haítí verður vart með orðum lýst og þær eiga bara eftir að versna. Rigningatímabilið hófst sem betur fer með seinna móti þetta árið en nú er farið að rigna fyrir alvöru.

1. júní 2010 : Alþjóðlegir foreldrar í Grasagarðinum

Góður hópur alþjóðlegra foreldra átti skemmtilega stund saman í Grasagarðinum í síðustu viku. Hópurinn hittist fimmtudagsmorgna í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildarinnar en fer þó fljótlega í sumarfrí þannig að hann gerði sér dagamun í Grasagarðinum til tilbreytingar. Alls mættu um 15 foreldrar með börnin sín og gæddu sér á veitingum í góðu veðri.

Venjulega mæta um 10 foreldrar á hverja samveru og hefur myndast góð eining í hópnum. Hann hefur jafnvel skipulagt samverur utan hins hefðbundna tíma og farið í gönguferðir og prjónað saman. Á samverunum í sjálfboðamiðstöðinni er reglulega boðið upp á fræðslu eða kynningar sem tengjast börnum. Auk íslenskra foreldra eru þátttakendur frá Kína, Suður- Afríku, Japan, Póllandi, Ghana, Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi.

1. júní 2010 : Alþjóðlegir foreldrar í Grasagarðinum

Góður hópur alþjóðlegra foreldra átti skemmtilega stund saman í Grasagarðinum í síðustu viku. Hópurinn hittist fimmtudagsmorgna í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildarinnar en fer þó fljótlega í sumarfrí þannig að hann gerði sér dagamun í Grasagarðinum til tilbreytingar. Alls mættu um 15 foreldrar með börnin sín og gæddu sér á veitingum í góðu veðri.

Venjulega mæta um 10 foreldrar á hverja samveru og hefur myndast góð eining í hópnum. Hann hefur jafnvel skipulagt samverur utan hins hefðbundna tíma og farið í gönguferðir og prjónað saman. Á samverunum í sjálfboðamiðstöðinni er reglulega boðið upp á fræðslu eða kynningar sem tengjast börnum. Auk íslenskra foreldra eru þátttakendur frá Kína, Suður- Afríku, Japan, Póllandi, Ghana, Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi.