31. ágúst 2010 : Hjálpargögn til hamfarasvæða á sem skemmstum tíma

Baldur Steinn Helgason er sendifulltrúi Rauða kross Íslands á skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann sendi þennan pistil til að veita innsýn í hin mismunandi störf sendifulltrúa Rauða krossins á vettvangi:

31. ágúst 2010 : Hjálpargögn til hamfarasvæða á sem skemmstum tíma

Baldur Steinn Helgason er sendifulltrúi Rauða kross Íslands á skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann sendi þennan pistil til að veita innsýn í hin mismunandi störf sendifulltrúa Rauða krossins á vettvangi:

31. ágúst 2010 : Líf og fjör í Hamraborginni

Kópavogsdeild Rauða krossins tók þátt í vel heppnaðri Hamraborgarhátíð sem haldin var í sól og blíðu á laugardaginn. Opið hús var hjá deildinni og gátu gestir kynnt sér starf og verkefni deildarinnar auk þess sem boðið var upp á kaffi og meðlæti. Sjálfboðaliðar deildarinnar stóðu vaktina utandyra og seldu prjónavörur sjálfboðaliða og handverk frá vinadeild í Mósambík en ágóðinn, alls 27.500 krónur, rennur í verkefnið Föt sem framlag.

Hátíðin var haldin á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við verslanir, fyrirtæki og menningarstofnanir í Hamraborginni. Kópavogsdeild vill þakka bænum fyrir skemmtilegt framtak og hlakkar til að taka þátt í hátíðinni að ári.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefnum deildarinnar geta haft samband við deildina í síma 554 6626.

31. ágúst 2010 : Líf og fjör í Hamraborginni

Kópavogsdeild Rauða krossins tók þátt í vel heppnaðri Hamraborgarhátíð sem haldin var í sól og blíðu á laugardaginn. Opið hús var hjá deildinni og gátu gestir kynnt sér starf og verkefni deildarinnar auk þess sem boðið var upp á kaffi og meðlæti. Sjálfboðaliðar deildarinnar stóðu vaktina utandyra og seldu prjónavörur sjálfboðaliða og handverk frá vinadeild í Mósambík en ágóðinn, alls 27.500 krónur, rennur í verkefnið Föt sem framlag.

Hátíðin var haldin á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við verslanir, fyrirtæki og menningarstofnanir í Hamraborginni. Kópavogsdeild vill þakka bænum fyrir skemmtilegt framtak og hlakkar til að taka þátt í hátíðinni að ári.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefnum deildarinnar geta haft samband við deildina í síma 554 6626.

30. ágúst 2010 : Leitum að laganemum og lögfræðingum

Frá því sumarið 2009 hefur hópur laganema og lögfræðinga starfað sem sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins við réttindagæslu hælisleitenda. Sjálfboðaliðarnir hafa aðstoðað hælisleitendur á fyrstu stigum málsmeðferðar á þeim tíma sem þeir hafa ekki átt rétt á aðstoð lögmanns af hálfu hins opinbera.

Nú leitum við að nýjum sjálfboðaliðum til að bætast í hóp starfandi réttindagæslu sjálfboðaliða. Leitað er að lögmönnum eða laganemum (þurfa að vera komnir á þriðja ár laganáms eða lengra) með áhuga á málaflokknum.

Sjálfboðaliðar fylgja hælisleitendum í skýrslutökur og viðtöl hjá lögreglu og Útlendingastofnun og aðstoða við gerð greinargerða til Útlendingastofnunnar.

29. ágúst 2010 : Grill og gleði

Það var vaskur hópur sjálfboðaliða Hafnarfjarðardeildar sem mætti á umhverfisvaktina síðastliðið fimmtudagskvöld. Líkt og áður sá Rauði krossinn um að fegra umhverfið í miðbænum og var gengið um helstu göngustíga og útivistarsvæði og nokkuð magn af rusli tínt upp.

Markmið umhverfisvaktarinnar er tvíþætt, annars vegar að fegra bæjarlandið og okkar nánasta umhverfi og hins vegar að vekja almenning til umhugsunar um góða umgengni og mikilvægi þess að henda ekki frá sér rusli. Það voru sjálfboðaliðar á öllum aldri sem tóku þátt, allt frá þriggja ára og upp í ellilífeyrisþega, og voru allir kátir eftir hressandi umhverfisgöngu.

27. ágúst 2010 : Opið hús á Hamraborgarhátíð

Kópavogsdeild verður með opið hús í húsnæði sínu laugardaginn 28. ágúst í tilefni af Hamraborgarhátíðinni. Hægt verður að kíkja í kaffi og kynna sér starf og verkefni deildarinnar kl. 13-17 í Hamraborg 11, 2. hæð. Þá verða einnig til sölu prjónavörur sjálfboðaliða en ágóðinn rennur í verkefnið Föt sem framlag.

Ásamt Kópavogsdeild ætla menningarstofnanir, listamenn, íþróttafélög og fleiri að setja skemmtilegan svip á Hamraborgina þennan dag. 

26. ágúst 2010 : Verkefnið Föt sem framlag fékk góðan fjárstyrk

Anna Bjarnadóttir, sjálfboðaliði og prjónakona, í verkefninu Föt sem framlag færði Kópavogsdeildinni í gær fjárstyrk að upphæð 263 þúsund krónur. Anna átti stórafmæli fyrr í sumar og í stað þess að þiggja gjafir bað hún fólk um að styrkja verkefnið. Þetta varð afraksturinn og kemur hann sér einkar vel fyrir verkefnið.

Fjármagninu verður varið til kaupa á garni fyrir sjálfboðaliða verkefnisins. Anna var ein af fyrstu sjálfboðaliðunum í verkefninu og hefur tekið þátt í því í yfir 20 ár. Deildin færir henni bestu þakkir fyrir þennan rausnarlega styrk.

26. ágúst 2010 : Verkefnið Föt sem framlag fékk góðan fjárstyrk

Anna Bjarnadóttir, sjálfboðaliði og prjónakona, í verkefninu Föt sem framlag færði Kópavogsdeildinni í gær fjárstyrk að upphæð 263 þúsund krónur. Anna átti stórafmæli fyrr í sumar og í stað þess að þiggja gjafir bað hún fólk um að styrkja verkefnið. Þetta varð afraksturinn og kemur hann sér einkar vel fyrir verkefnið.

Fjármagninu verður varið til kaupa á garni fyrir sjálfboðaliða verkefnisins. Anna var ein af fyrstu sjálfboðaliðunum í verkefninu og hefur tekið þátt í því í yfir 20 ár. Deildin færir henni bestu þakkir fyrir þennan rausnarlega styrk.

25. ágúst 2010 : Við þurfum fleiri sjálfboðaliða - Vertu með!

Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir hauststarf deildarinnar og vantar sjálfboðaliða í ýmis verkefni. Það vantar heimsóknavini í heimsóknaþjónustu, sjálfboðaliða til að vinna með innflytjendum og ungu fólki. Þá vantar sjálfboðaliða í námsaðstoð, athvarfið Dvöl og í átaksverkefni. Verkefnið Föt sem framlag er einnig í boði fyrir áhugasama.

24. ágúst 2010 : Mannúð og menning fyrir börnin

370 börn á aldrinum 7-12 ára sóttu sumarnámskeið Rauða krossins Mannúð og menning. Að þessu sinni voru þau haldin í Reykjavík, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Ísafirði og Þingeyri.
 
Námskeiðin byggja á fræðslu og leikjum sem miða að því að börnin tileinki sér mannúðarhugsjónir Rauða krossins og tengi þær við daglegt líf. Börnin fá fræðslu um starf Rauða krossins, skyndihjálp, fjölmenningu og umhverfisvernd. Námskeiðunum var skipt eftir tveimur aldurshópum, 7-9 ára og 10-12 ára. Gjaldfrjálst var á námskeiðin og boðið var upp hádegisverð. 

23. ágúst 2010 : Prjónakaffi á miðvikudaginn

Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hittast miðvikudaginn 25. ágúst kl. 15-18 í prjónakaffi í húsnæði deildarinnar. Sjálfboðaliðarnir prjóna og sauma ungbarnaföt sem síðan eru send erlendis til barna og fjölskyldna í neyð. Þeir hittast síðasta miðvikudaginn í hverjum mánuði og eiga ánægjulega stund saman yfir prjónunum. Á staðnum verður garn og prjónar og nýir sjálfboðaliðar eru alltaf velkomnir í hópinn.

23. ágúst 2010 : Sjálfboðaliðar úr Kópavogdeild í sumarbúðum í Finnlandi

Dagana 2.-8. ágúst fóru fjögur ungmenni fyrir hönd Rauða kross Íslands í sumarbúðirnar Herzi Camp en þær eru haldnar árlega í Finnlandi. Hulda Hvönn Kristinsdóttir og Dagbjört Rós Jónsdóttir, báðar 16 ára sjálfboðaliðar í Plúsnum, fóru frá Kópavogsdeild ásamt þeim Bjarna Haukssyni frá Suðurnesjadeild og Fanneyju Sumarliðadóttur frá Stykkishólmsdeild.

Sumarbúðirnar eru ætlaðar ungmennum á aldrinum 16-29 ára, fötluðum sem ófötluðum og er markmið þeirra að auka víðsýni og færni fólks til að hjálpa einstaklingum með hamlanir. Um 45 manns dvöldu í búðunum frá fjórum löndum; Finnlandi, Íslandi, Egyptalandi og Kosovo.

19. ágúst 2010 : Rauði krossinn fjórfaldar neyðarbeiðni vegna flóðanna í Pakistan

Alþjóða Rauði krossinn fjórfaldaði í dag neyðarbeiðni sína vegna flóðanna í Pakistan og kallar nú eftir 8.2 milljörðum íslenskra króna til hjálparstarfsins. Neyðaraðstoð Rauða krossins og Rauða hálfmánans mun ná til um 900.000 íbúa á flóðasvæðunum.

Rauði kross Íslands opnaði fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500 strax í kjölfar flóðanna fyrir þá sem vilja styrkja neyðaraðstoðina. Einnig er hægt að styðja neyðarbeiðnina með því að smella á vefborðann hér fyrir ofan. Félagið hefur þegar sent 3,5 milljónir íslenskra króna úr neyðarsjóði sínum í hjálparstarfið.

19. ágúst 2010 : Viðskiptavinir Sjóvár veita styrk til hjálparstarfs Rauða krossins á Haítí

Sjóvá færði, fyrir hönd viðskiptavina sinna í Stofni, peningagjöf til Rauða kross Íslands í vikunni og er gjöfin til styrktar hjálparstarfi á Haítí. 

Tjónlausir viðskiptavinir Sjóvár í STOFNI fá hluta iðgjalda sinna endurgreiddan á hverju ári. Í ár gafst viðskiptavinum kostur á að ráðstafa endurgreiðslunni eða hluta hennar til góðgerðarmála. Alls söfnuðust 350.000 krónur sem renna óskert til Rauða krossins.

„Fjölmargir viðskiptavinir völdu að gefa Rauða krossinum og því góða starfi sem Rauða kross hreyfingin vinnur á Haítí hluta af upphæð sinni, sagði Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvar þegar hann afhenti Þóri Guðmundssyni gjöf viðskiptavina tryggingarfélagsina.

 

18. ágúst 2010 : Sjálfboðaliðar úr Kópavogdeild í sumarbúðum í Finnlandi

Dagana 2.-8. ágúst fóru fjögur ungmenni fyrir hönd Rauða kross Íslands í sumarbúðirnar Herzi Camp en þær eru haldnar árlega í Finnlandi. Hulda Hvönn Kristinsdóttir og Dagbjört Rós Jónsdóttir, báðar 16 ára sjálfboðaliðar í Plúsnum, fóru frá Kópavogsdeild ásamt þeim Bjarna Haukssyni frá Suðurnesjadeild og Fanneyju Sumarliðadóttur frá Stykkishólmsdeild.

Sumarbúðirnar eru ætlaðar ungmennum á aldrinum 16-29 ára, fötluðum sem ófötluðum og er markmið þeirra að auka víðsýni og færni fólks til að hjálpa einstaklingum með hamlanir. Um 45 manns dvöldu í búðunum frá fjórum löndum; Finnlandi, Íslandi, Egyptalandi og Kosovo.

18. ágúst 2010 : Vinjarfólk á ferð um Norðurlandið

Húsavíkurdeild Rauða krossins fékk góða gesti í heimsókn í vikunni því gestir og starfsfólk Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, er á ferðalagi um Norðurland. Ingólfur Freysson formaður deildarinnar tók á móti ferðalöngunum, bauð þeim í léttan hádegisverð hjá deildinni og fór með þeim í skoðunarferð um Húsavíkurbæ.

Húsavík er fallegur bær og með mikla sögu. Ingólfur sýndi gestunum Lystigarðinn, Húsavíkurkirkju, fræddi þau um sögu Kaupfélags Þingeyinga og bygginga tengda verslunarsögu bæjarins. Fyrr um daginn bauð Hvalasafnið gestunum í heimsókn.

18. ágúst 2010 : Vinjarfólk á ferð um Norðurlandið

Húsavíkurdeild Rauða krossins fékk góða gesti í heimsókn í vikunni því gestir og starfsfólk Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, er á ferðalagi um Norðurland. Ingólfur Freysson formaður deildarinnar tók á móti ferðalöngunum, bauð þeim í léttan hádegisverð hjá deildinni og fór með þeim í skoðunarferð um Húsavíkurbæ.

Húsavík er fallegur bær og með mikla sögu. Ingólfur sýndi gestunum Lystigarðinn, Húsavíkurkirkju, fræddi þau um sögu Kaupfélags Þingeyinga og bygginga tengda verslunarsögu bæjarins. Fyrr um daginn bauð Hvalasafnið gestunum í heimsókn.

16. ágúst 2010 : SKÓLADAGAR - söfnun á skóladóti

Nú eru skólarnir að byrja og flestir farnir að huga að því sem kaupa þarf eða útvega fyrir veturinn.  Næstu tvær vikurnar ætlum við að hafa SKÓLADAGA  hjá okkur og taka á móti skólatöskum, pennaveskjum og  góðum fötum, úlpum og skóm fyrir börn á aldrinum 6 – 16 ára.  Ef einhverjir eru að endunýja fyrir veturinn  eða eiga skóladótt í góðu ásigkomulagi sem þeir  vilja leyfa öðrum að njóta þá má gjarnan koma því til Rauða krossins.  Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rauða krossins í síma 461 2374.

16. ágúst 2010 : Fjöldi námskeiða á döfinni

Kópavogsdeild býður upp á hefðbundin námskeið í september og október og hér á síðunni er hægt að fá upplýsingar og skrá sig á þau. Þann 15. september verður almennt skyndihjálparnámskeið þar sem farið verður yfir grundvallaratriðið í skyndihjálp og endurlífgun. Námskeiðið Slys og veikindi barna fer fram 20. og 21. september. Þá verður meðal annars fjalla um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Námskeið í sálrænum stuðningi fyrir almenning verður svo 5. október og námskeið í sálrænum stuðningi fyrir sjálfboðaliða 11. október en þar fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.

13. ágúst 2010 : Hamagangur á sumarbúðum URKÍ í Alviðru

Þessa dagana eru hátt í 40 manns samankomnir á sumarbúðum Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Alviðru í Ölfusi. Þátttakendur eru unglingar á aldrinum 12-16 ára, víðs vegar af landinu. Leiðbeinendur eru sjálfboðaliðar URKÍ á aldrinum 18-30 ára.

Á búðunum er farið í fjölbreytta leiki jafnframt sem unnin eru verkefni sem tengjast mannréttindum og hjálparstarfi. Einnig er mikið lagt upp úr útivist, kvöldvökum og annarri skemmtun.

Myndirnar eru teknar fyrsta daginn þegar veðrið lék við þátttakendur. Skyndilega skall þó á manngert úrhelli í formi vatnsslags. Um kvöldið kom Birna Halldórsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins og fjallaði um hjálparstarfið á Haítí.

12. ágúst 2010 : Tafarlausrar aðstoðar þörf í Pakistan

Ekkert lát hefur verið á úrfellinu vegna monsúnrigninga í Pakistan, og er nú um 70% af öllu landinu undir vatni. Talið er að um 14 milljónir manna hafi orðið fyrir áföllum vegna flóðanna, og að um 6 milljónir þurfi á tafarlausri aðstoð að halda eigi íbúar að lifa hamfarirnar af á næstu vikum. Þetta eru verstu flóð í sögu landsins.

Alþjóða Rauði krossinn kallar nú eftir enn meira fjármagni í neyðarbeiðni sína sem hljóðar upp á tvo milljarða íslenskra króna. Rauði kross Íslands hefur þegar sent 3,5 milljónir króna úr neyðarsjóðum sínum til hjálparstarfsins og hefur einnig opnað fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500 fyrir þá sem vilja styrkja neyðaraðstoðina.

12. ágúst 2010 : Góður hópur vina styrkir Rauða krossinn

Vinirnir Herta Benjamínsdóttir, Freyja Ósk Héðinsdóttir, Aron Yngvi Héðinsson, Ásta Hind Ómarsdóttir, Lára Sigurðardóttir, Mjöll Ívarsdóttir, Kolka Ívarsdóttir, Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers og Gísli Jón Benjamínsson héldu tombólu fyrir utan sundlaug Kópavogs í sumar og söfnuðu alls 6.768 kr. til styrktar Rauða krossinum. Þau eru öll í Kársnesskóla. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

11. ágúst 2010 : Gömul gildi endurvakin á Gleðidögum

Um 70 börn á aldrinum 6-12 ára sóttu sumarnámskeiðin Gleðidaga- Hvað ungur nemur, gamall temur – sem haldin voru á vegum fjögurra deilda Rauða krossins, Kópavogsdeildar, Álftanesdeildar, Kjósarsýsludeildar og Klausturdeildar.

Námskeiðin voru haldin í samstarfi við Öldrunarráð Íslands og leiðbeinendur komnir af léttasta skeiðinu enda tilgangurinn með þeim að auka samskipti barna og eldra fólks og endurvekja gömul gildi. Börnin voru þátttakendur í leik og starfi með fullorðnum og öfluðu sér flóðleiks og þekkingar í gegnum samskiptin. Að auki var bætt við léttri skyndihjálparfræðslu.

9. ágúst 2010 : Vel heppnað námskeið Mannúð og menning

Deildin stóð fyrir námskeiðinu Mannúð og menning í síðustu viku fyrir börn á aldrinum 7-9 ára. Á námskeiðinu er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendurnir fræddust um Rauða kross starf, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið. Þá nýttu þau góða veðrið og fóru í leiki úti. Námskeiðinu lauk svo í Nauthólsvíkinni með góðri samveru.

6. ágúst 2010 : Múlasnar ferja hjálpargögn Rauða krossins til fórnarlamba flóða í Pakistan

Flóðin í Pakistan hafa heldur færst í aukana síðustu daga og hættan eykst enn á flóðasvæðunum í suðurhluta landsins þar sem 350.000 manns hafa nú verið fluttir frá heimilum sínum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 4,5 milljónir hafi orðið fyrir áföllum af völdum flóðanna og æ fleiri þurfi nú á aðstoð hjálparsamtaka að halda.

Erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum til einangraðra fjallaþorpa í norðvesturhluta Pakistan. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa gripið til þess ráðs að nota múlasna til að ferja matvæli og önnur hjálpargögn til örvæntingarfullra íbúa á þessu svæði.

5. ágúst 2010 : Lýkur við hundruðustu peysuna

Sigríður Björnsdóttir er sjálfboðaliði í Hafnarfjarðardeild Rauða krossins. Hún hefur lagt sitt af mörkum með þátttöku í landssöfnunum Rauða krossins Göngum til góðs en bætti um betur fyrir ári síðan þegar hún hóf þátttöku í verkefninu „Föt sem framlag" þegar söfnun hófst á ungbarnapökkum sem sendur voru til neyðaraðstoðar í Hvíta Rússlandi. Á myndinni sést hún ljúka við að prjóna hundruðustu peysuna, auk þess hefur hún prjónað nokkrar húfur, hosur og bleijubuxur.
 
Þegar Sigríður frétti af þessu verkefni var hún nýlega búin að minnka við sig vinnu og hafði því yfir meiri frítíma að ráða. Sá hún strax að þetta væri eitthvað fyrir sig þar sem hún hefur gaman af handavinnu en jafnframt engan áhuga á því að gera eitthvað sem engan tilgang hefur. Þarna gæti hún slegið tvær flugur í einu höggi. 

4. ágúst 2010 : Styðjum Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoni 21. ágúst

Rauði kross Íslands hvetur félaga og velunnara sína að heita á eða hlaupa fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 21. ágúst. Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 23. ágúst með því að smella á hlaupastyrkur.is.

Til að skrá áheit þarf að smella á nafn hlaupara sem ætlunin er að heita á. Þá opnast síða hlauparans með upplýsingum um vegalengd, góðgerðafélag og jafnvel stuttum texta um það hversvegna hlaupari ætlar að hlaupa fyrir viðkomandi félag. Á síðu hlauparans er hægt að heita á hann með því að greiða með kreditkorti en einnig með því að senda áheita númer hans sem sms skilaboð. Upphæðin rennur síðan til þess góðgerðarfélags sem viðkomandi hlaupari valdi þegar hann skráði sig í hlaupið.

Hlaupum til góðs fyrir Rauða kross Íslands.

4. ágúst 2010 : Styðjum Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoni 21. ágúst

Rauði kross Íslands hvetur félaga og velunnara sína að heita á eða hlaupa fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 21. ágúst. Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 23. ágúst með því að smella á hlaupastyrkur.is.

Til að skrá áheit þarf að smella á nafn hlaupara sem ætlunin er að heita á. Þá opnast síða hlauparans með upplýsingum um vegalengd, góðgerðafélag og jafnvel stuttum texta um það hversvegna hlaupari ætlar að hlaupa fyrir viðkomandi félag. Á síðu hlauparans er hægt að heita á hann með því að greiða með kreditkorti en einnig með því að senda áheita númer hans sem sms skilaboð. Upphæðin rennur síðan til þess góðgerðarfélags sem viðkomandi hlaupari valdi þegar hann skráði sig í hlaupið.

Hlaupum til góðs fyrir Rauða kross Íslands.

3. ágúst 2010 : Nærveran er gefandi

Gestum í athvarfinu Dvöl í Kópavogi líkar vel við tíkina Tinnu. Hundurinn er í eigu Þórðar Ingþórssonar forstöðumanns sem kom á óvart hve tímafrekt hundahald er. Greinin birtist í Morgunblaðinu 21.07.2010

„Hundar eru góðir fyrir geðheilsuna. Þetta er staðreynd sem bæði erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á og einnig er þetta eitthvað sem margir hafa sjálfir upplifað,“ segir Þórður Ingþórsson forstöðumaður Dvalar í Kópavogi, athvarfs sem Kópavogsdeild Rauða krossins og bæjaryfirvöld starfrækja í sameiningu.

Þórður kemur með hundinn sinn, tíkina Tinnu, til vinnu sinnar í Dvöl sérhvern dag. Tinnu og Dvalar-gestum kemur afar vel saman og eru gestirnir sammála um að nærvera hennar sé mjög gefandi á allan hátt.

3. ágúst 2010 : Fjöldi hælisleitenda fyrstu sex mánuði ársins 2010 og ákvarðanir stjórnvalda í hælismálum á sama tíma

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 sóttu alls 17 einstaklingar frá tólf ríkjum um hæli á Íslandi sem flóttamenn.

3. ágúst 2010 : Rauði kross Íslands sendir 3,5 milljónir vegna neyðarástands í Pakistan

Rauði kross Íslands hefur ákveðið að senda 3,5 milljónir króna úr neyðarsjóðum sínum til hjálparstarfs vegna gífurlegra flóða í norð-vesturhluta Pakistans. Rauði krossinn hefur einnig opnað fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500 fyrir þá sem vilja styrkja hjálparstarfið.

Þetta eru verstu flóð sem orðið hafa í Pakistan í manna minnum. Yfirvöld segja að um 2,5 milljónir manna hafi orðið fyrir áföllum af völdum flóðanna og að 1.500 hafi farist. Enn er spáð úrfelli á þessum slóðum og er óttast að kólera kunni að breiðast út með menguðu vatni þar sem mannfjöldi hefur safnast saman til að leita sér skjóls.

3. ágúst 2010 : Nærveran er gefandi

Gestum í athvarfinu Dvöl í Kópavogi líkar vel við tíkina Tinnu. Hundurinn er í eigu Þórðar Ingþórssonar forstöðumanns sem kom á óvart hve tímafrekt hundahald er. Greinin birtist í Morgunblaðinu 21.07.2010

„Hundar eru góðir fyrir geðheilsuna. Þetta er staðreynd sem bæði erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á og einnig er þetta eitthvað sem margir hafa sjálfir upplifað,“ segir Þórður Ingþórsson forstöðumaður Dvalar í Kópavogi, athvarfs sem Kópavogsdeild Rauða krossins og bæjaryfirvöld starfrækja í sameiningu.

Þórður kemur með hundinn sinn, tíkina Tinnu, til vinnu sinnar í Dvöl sérhvern dag. Tinnu og Dvalar-gestum kemur afar vel saman og eru gestirnir sammála um að nærvera hennar sé mjög gefandi á allan hátt.