30. september 2010 : Við erum ekki vön að láta okkar eftir liggja hér í Kópavogi!

„Nú treystum við á að bæjarbúar gangi til liðs við okkur eins og ávallt þegar við leitum eftir stuðningi“, segir Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir formaður Kópavogsdeildar. Laugardaginn 2. október verður gengið til góðs í Kópavogi og er stefnt á að ganga með söfnunarbauka í hvert hús í bænum og þarf deildin því á mörgum sjálfboðaliðum að halda, eða um 350 talsins.

Söfnunarfénu verður varið til verkefna Rauða kross Íslands í Afríku, sérstaklega til barna- og ungmennaverkefna í Malaví og Síerra Leóne. Í Malaví aðstoðar Rauði krossinn börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis og í Síerra Leóne er unnið að stuðningi við stríðshrjáð börn og barnahermenn. Féð gerir Rauða krossinum meðal annars kleift að gefa munaðarlausum börnum eina heita máltíð á dag í athvörfum, þar sem þau geta líka leikið sér og fengið uppbyggjandi fræðslu. Sjálfshjálparhópar alnæmissmitaðra fá einnig aðstoð við að koma sér upp matjurtargörðum og að minnsta kosti 150 stríðshrjáð ungmenni á ári fá kennslu í lestri, skrift og ýmsum iðngreinum sem færir þeim aukin tækifæri í lífinu.

30. september 2010 : Við erum ekki vön að láta okkar eftir liggja hér í Kópavogi!

„Nú treystum við á að bæjarbúar gangi til liðs við okkur eins og ávallt þegar við leitum eftir stuðningi“, segir Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir formaður Kópavogsdeildar. Laugardaginn 2. október verður gengið til góðs í Kópavogi og er stefnt á að ganga með söfnunarbauka í hvert hús í bænum og þarf deildin því á mörgum sjálfboðaliðum að halda, eða um 350 talsins.

Söfnunarfénu verður varið til verkefna Rauða kross Íslands í Afríku, sérstaklega til barna- og ungmennaverkefna í Malaví og Síerra Leóne. Í Malaví aðstoðar Rauði krossinn börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis og í Síerra Leóne er unnið að stuðningi við stríðshrjáð börn og barnahermenn. Féð gerir Rauða krossinum meðal annars kleift að gefa munaðarlausum börnum eina heita máltíð á dag í athvörfum, þar sem þau geta líka leikið sér og fengið uppbyggjandi fræðslu. Sjálfshjálparhópar alnæmissmitaðra fá einnig aðstoð við að koma sér upp matjurtargörðum og að minnsta kosti 150 stríðshrjáð ungmenni á ári fá kennslu í lestri, skrift og ýmsum iðngreinum sem færir þeim aukin tækifæri í lífinu.

29. september 2010 : Samtakamáttur til stuðnings Afríku skilar árangri

Vandi Afríku er mikill. Alnæmi dregur unga foreldra til dauða og talið er að allt að 12 milljónir barna séu munaðarlaus af völdum sjúkdómsins.

29. september 2010 : Von um betra líf - Malaví

Rauða kross Íslands styður malavíska Rauði krossinn við framkvæmd alnæmisverkefna á tveimur svæðum, annars vegar í Nkalo í Chiradzulu-héraði og hins vegar í Kanduku í Mwanza- héraði. Í Nkalo eru 96 þorp þar sem búa rúmlega 42 þúsund manns. Í Kanduku eru 48 þorp og um 35 þúsund manns sem njóta góðs af átaki Rauða krossins. Í Malaví styður Rauði kross Íslands meðal annars munaðarlaus börn til framfærslu og mennta. Börnin eru ekki tekin úr umhverfi sínu heldur er þeim gefinn kostur á að alast upp í þorpinu sínu. Máltíðin sem þau fá hjá Rauða krossinum er eina máltíð dagsins hjá sumum þeirra. 

29. september 2010 : Framhaldsskólanemar hvattir til að ganga til góðs

Framhaldsskólanemar um allt land eru þessa dagana að fá hvatningu til að ganga til góðs næstkomandi laugardag. Fulltrúar Rauða krossins hafa hitt og talað við nemendur í hádegishléum og tímum eins og lífsleikni, kynnt fyrir þeim markmið söfnunarinnar og einföldu skrefin sem þeir taka til að ganga til góðs. Nemendafélög framhaldsskóla eru einnig að hvetja félaga sína til að taka þátt í söfnuninni. Samband íslenskra framhaldsskólanema hvetur bæði aðildarfélög sín sem og alla framhaldsskólanema til að leggja söfnuninni lið.

Fanney Karlsdóttir, sjálfboðaliði Rauða krossins, hefur útbúið kynningarefni sem notað er til að kynna söfnunina í framhaldsskólum landsins. Fanney hefur einnig farið sjálf í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu og kynnt söfnunina. -Viðbrögðin hafa verið góð og það er gaman að hvetja nemendur til þess að láta gott af sér leiða með þessum hætti, segir Fanney. Ljóst er að ef fjöldi framhaldsskólanema tekur þátt í söfnuninni verður það mikilvægur liðsafli fyrir Rauða krossinn sem þarf um 3.000 sjálfboðaliða til að ná að banka upp á hjá öllum heimilum í landinu.

28. september 2010 : Von um betra líf - Síerra Leone

Í Sierra Leone styður Rauði krossinn ungmenni til mennta eftir þátttöku í borgarastyrjöldinni sem var í landinu. Átökin komu í veg fyrir eðlilegan þroska þeirra á líkama og sál en sum þeirra misstu allt að fimm ár úr skóla. Strákarnir voru margir barnahermenn og stúlkurnar teknar sem kynlífsþrælar. Eitt ár í endurmenntunarstöðvum Rauða krossins er það tækifæri sem þau fá í lífinu.

Frá 2001 hefur fimm athvörfum verið komið á laggirnar þar sem börnin stunda almennt bóknám og einnig ýmis konar iðnnám. Þeim býðst að læra handbragð við ýmsar starfsgreinar, t.d. húsa- eða húsgagnasmíði, bakstur, saumaskap, sápugerð, hárgreiðslu og landbúnað. Þau fá einnig fræðslu um alnæmi og getnaðarvarnir.

27. september 2010 : Forsetinn gengur til góðs

Eins og alþjóð veit verður gengið til góðs næstkomandi laugardag 2. október. Hjá Akureyrardeildinni er undirbúningur í fullum gangi eins og annars staðar.  

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti  mun heimsækja Akureyri líkt og hann gerði árið 2006 þegar söfnunin fór fram.  Þá gekk hann til góðs á Glerártorgi, ásamt því sem hann kynnti sér starf Akureyrardeildar. Hann leit inn á fatamarkað deildarinnar þar sem hann hitti m.a. tvær ungar konur frá sunnanverðri Afríku. Þótti þeim stórmerkilegt að rekast á æðsta mann þjóðarinnar á förnum vegi og töldu að slíkt væri nær útilokað í flestum öðrum löndum. Að sjálfsögðu var tekin mynd af þeim  með forsetanum og þótti þeim mikill heiður af því. 

 

 

27. september 2010 : Saman búum við til betri heim

Kópavogsdeild Rauða krossins skorar á fólk að gerast sjálfboðaliði í klukkustund laugardaginn 2. október og ganga til góðs fyrir landssöfnun Rauða krossins. Söfnunarfénu verður að þessu sinni varið til verkefna Rauða kross Íslands í Afríku. Sérstaklega er um barna- og ungmennaverkefni í Malaví og Síerra Leóne að ræða. Í Malaví, þar sem verkefnin fara æ vaxandi, aðstoðar Rauði krossinn börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis og í Síerra Leóne er unnið að stuðningi við stríðshrjáð börn og barnahermenn.

24. september 2010 : Lífsleikninemar Menntaskólans í Kópavogi ganga til góðs

Kópavogsdeild tekur þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn 2. október. Stefnt er að því að ganga með söfnunarbauka í hvert hús í bænum. Í ár verður safnað fyrir verkefni Rauða krossins í Afríku, sérstaklega barna- og ungmennaverkefni í Malaví og Síerra Leóne. Líkt og fyrri ár þarf á liðsinni fjölda sjálfboðaliða að halda og er það von deildarinnar að sem flestir í Kópavogi komi og leggi söfnuninni lið. Það var því mikið gleðiefni að sjá hversu margir nemendur sýndu landssöfnunni áhuga í kynningarfyrirlestrum sem sjálfboðaliðar og starfsmenn Kópavogsdeildar héldu í Menntaskólanum í Kópavogi í síðustu viku.

Allir nýnemar skólans sem sitja lífsleikniáfanga, eða 180 nemendur, sátu þessa fyrirlestra. Nemendunum var boðið að ganga til góðs sem hluta af námi sínu í lífsleikni. Þeir geta fengið gönguna metna sem eitt af verkefnum annarinnar, auk ánægjunnar sem felst í því að láta gott af sér leiða. Eina sem þau þurfa að gera er að mæta á söfnunarstöð, fá bauk og götu til að ganga í og svo skila þau bauknum aftur eftir 1-2 klukkutíma, endurnærð á líkama og sál.

23. september 2010 : Margir styrkja Rauða krossinn með tombólu

Mörg börn og ungmenni styrkja Rauða krossinn á hverju ári með því að halda tombólu og nýlega komu tveir vinahópar í húsnæði deildarinnar með afraksturinn af tombólu. Heiða Björk Garðarsdóttir, Ástrós Gabríela Davíðsdóttir og Aníta Björk Káradóttir héldu tvisvar tombólu fyrir utan Bónus í Ögurhvarfi og söfnuðu rúmum 7.000 kr. Þær höfðu safnaði dóti í Vatnsendahverfinu en gáfu líka eigið dót. Þær ákváðu að styrkja Rauða krossinn þar sem þær vildu styrkja gott málefni og þeim finnst hreyfingin vera að gera góða hluti um allan heim

Annar hópur hélt svo tombólu í sumar en hann safnaði líka um 7.000 kr. Það voru þau Kara Kristín Ákadóttir, Alex Rúnar Ákason, Emma Kristín Ákadóttir, Halla Rakel Long, Gunnhildur Jóa Árnadóttir, Hekla Margrét Árnadóttir og Elín Helena Karlsdóttir.

23. september 2010 : Hönnunarhópur Plússins

Nú er starf hönnunarhóps Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar fyrir 16-24 ára, komið á fullt skrið á nýju hausti. Á fyrstu samverunni fengu sjálfboðaliðarnir leiðsögn frá Marín Þórsdóttur sem kenndi þeim að útfæra skart og klæði úr notuðu efni. Þá sýndi hún þeim ýmsar vefsíður og hagnýtar upplýsingar sem hægt er að styðjast við þegar föndrað er. Á haustönn mun hópurinn miða að því að hanna og búa til vörur úr notuðum fötum og efnum og selja á handverksmarkaði deildarinnar sem haldinn verður 20. nóvember næstkomandi. Hópurinn hittist aðra hverju viku í húsnæði deildarinnar.

22. september 2010 : Svæðisfundur á Suðurlandi og Suðurnesjum

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn um síðustu helgi. Fyrir utan venjuleg málefni svæðisfunda voru tvö meginmálefni á dagskrá fundarins. 

Annað var að ræða vinadeildasamstarfið sem er nú í endurskoðun. Vinadeildasamstarfið er við deild í Lower River í Gambíu og hefur svæðið styrkt fjölmörg verkefni þar auk þess að senda til Gambíu ungbarnapakka og annan fatnað og nytjavarning í gám.

Hitt stóra málefnið sem fyrir fundinum lá var stefna Rauða krossins til 2020. Í vetur verður unnið að endurskoðun stefnunnar og var sú vinna kynnt á fundinum. Unnið verður að endurskoðun á öllum svæðisfundum í haust. 

22. september 2010 : Vel sótt námskeið í skyndihjálp og Slys og veikindi barna

Deildin hélt nýlega námskeið í skyndihjálp og námskeiðið Slys og veikindi barna og voru þau bæði vel sótt. Full skráning var á skyndihjálparnámskeiðið og lærðu þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þeir sem sitja námskeiðið verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Námskeiðið Slys og veikindi barna fjallar um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna og andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús.
Námskeiðið sálrænn stuðningur verður svo haldið þriðjudaginn 5. október.

21. september 2010 : Hlýjar hendur Elínborgar Gunnarsdóttur

Í síðastu viku voru þau Símon Páll Steinsson formaður Dalvíkurdeildar Rauða krossins og Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi boðuð í Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, til að taka við framlagi til verkefnisins „Föt sem framlag".

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rauða krossinum berst höfðingleg gjöf af þessu tagi frá hlýjum höndum  kvenna á heimilinu. Að þessu sinn ber hins vega dálítið nýrra við því þarna er nær eingöngu verk einnar konu, Elínborgar Gunnarsdóttur.

Um er að ræða 186 teppi og þar af hafði Elínborg prjónað 176. Hún prjónaði teppin á prjónavél sem komin er vel yfir fimmtugt og þó að handverkskonunni sé mikið farið að daprast sjón og vélin orðin gömul kemur það sannarlega ekki að sök.

21. september 2010 : Líflegt starf í Takti

Ungt fólk til athafna er samstarfsverkefni Rauða krossins og vinnumálastofnunar. Níu deildir Rauða krossins eru aðilar að verkefninu; Reykjavíkur-, Hafnarfjarðar-, Garðabæjar-, Álftanes-, Kjósarsýslu-, Kópavogs-, Árnesinga-, Akranes-, og Suðurnesjadeild. Markmið verkefnisins er að þátttakendur fræðist um starfsemi Rauða krossins, séu virk á meðan á atvinnuleit stendur, styrkist í atvinnuleitinni og séu þannig betur í stakk búin til að sækja um nám eða vinnu.  

Innan verkefnisins er Taktur, samstarfsverkefni deildanna á höfuðborgarsvæðinu. Verkefni Takts fór vel af stað í haust og völdu um 50 manns Rauða krossinn. Lögð er áhersla á að fá innflytjendur til liðs við verkefnið með það að markmiði að þeir læri betri íslensku, vinni í ferilskrárgerð og atvinnuleit meðfram því að sinna sjálfboðaliðastarfi hjá Rauða krossinum. Það er líflegt meðal hópsins þegar talað er á hinum ýmsu tungumálum. Íslenskuhópurinn sem Páll í Hafnarfjarðardeild heldur utan um er svo rétt að fara af stað.

20. september 2010 : Listasmiðja stofnsett í Súðavík

Rauði krossinn í Súðavík hefur gert samkomulag við Súðavíkurhrepp um rekstur listasmiðju á Langeyri. Rauða kross deildin hefur undanfarin ár haft aðstöðu í húsnæðinu á Langeyri ásamt öðrum en nú hefur náðst samkomulag um að nýta húsnæðið undir listasmiðju fyrir almenning.

Í listasmiðjunni verður m.a. aðstaða til að vinna og baka gler í þar til gerðum glerbrennsluofni og aðstaða til málmsmíði. Einnig fá grunnskólanemendur að nýta aðstöðuna í sínu námi. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að atvinnulausum og öryrkjum verði tryggður aðgangur að listasmiðjunni og sjálfboðið starf verði skipulagt af deildinni.

20. september 2010 : Opið hús – dagskrá vikunnar

Deildin býður upp á fjölbreytta dagskrá í vikunni á opnu húsi og eru áhugasamir eindregið hvattir til að nýta sér það. Í dag er boðið upp á leikfimi með léttum æfingum sem allir ættu að geta gert. Síðan kemur fulltrúi frá VR og segir frá þeirri þjónustu sem verkalýðsfélagið býður atvinnuleitendum á skrá hjá sér. Á morgun, þriðjudag, verður svo handavinnustund þar sem fólk getur komið með föndrið sitt og hitt aðra áhugasama um föndur. Þá verður einnig námskeið í ræktun kryddjurta. Á föstudaginn verður svo fyrirlestur um hamingju og fjallað verður um tíu aðferðir til að auka hamingju sína. Einnig er boðið upp á ráðgjöf fyrir innflytjendur og ráðgjöf hjá atvinnumálafulltrúum Kópavogsbæjar. Á föstudaginn verður líka bingó. Allir eru velkomnir á opna húsið en ítarlegri dagskrá má finna með því að smella hér.

18. september 2010 : Fjölmenning eða einsleitni og einangrun?

Grein birt í Morgunblaðinu laugardaginn 18. september 2010

Í febrúar árið 2008 birtist í blaði þessu grein eftir tvo af þáverandi stjórnarmönnum Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands (URKÍ).

Greinin bar fyrirsögnina "Siðferðisboðskapur óskast" og fjallaði um fordóma Íslendinga gagnvart innflytjendum enda höfðu íslensk nýnasistafélög og rasískir klúbbar þá mikið verið í umræðunni. Nú, tveimur og hálfu ári síðar virðist því miður sem fátt hafi breyst í þessum málum. Á sama tíma og Íslendingar sameinast á bakvið ein hjúskaparlög auk þess að fussa og sveia yfir fordómum lítils hóps nágranna okkar í Færeyjum bendir margt til þess að við eigum nokkuð í land með að uppræta óforsvaranlega og tilefnislausa fordóma hér heima fyrir.

Fordómar gagnvart innflytjendum hafa verið til umræðu undanfarna daga en umræðan opnaðist þegar fréttir bárust af feðgum sem flúðu land. Um var að ræða íslenska ríkisborgara af erlendum uppruna sem yfirgáfu Ísland í lögreglufylgd vegna ofsókna.

Margir spyrja sig, er til einföld lausn á fordómum? ...

17. september 2010 : Sam-Frímúrarareglan færir Konukoti gjöf

Konukot, athvarf Rauða krossins fyrir heimilislausar konur, fékk í vikunni til sín góða gesti. Það voru meðlimir Sam-Frímúrarareglunnar, Le Droit Humain (sem á frönsku merkir mannréttindi eða mannlegt réttlæti) sem færðu athvarfinu styrk að upphæð 200 þúsund krónur.

Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rrauða kross Íslands og Reykavíkurborgar. Nánar um Konukot með því að smella hér.

17. september 2010 : Enter og Eldhugar hittust í vikunni

Nú eru verkefni Kópavogsdeildar, Enter og Eldhugar, fyrir börn og unglinga farin aftur af stað eftir sumarfrí. Enter er verkefni fyrir unga innflytjendur á aldrinum 9-12 ára en Eldhugar eru fyrir 13-16 ára unglinga af íslenskum og erlendum uppruna. Bæði verkefnin miða að því að auðvelda ungum innflytjendum að aðlagast nýju samfélagi og taka virkan þátt í því en Eldhugar vinna auk þess sérstaklega með hugtökin vináttu og virðingu í gegnum skapandi verkefni og leik.

17. september 2010 : Rauðakrossverslanir á Austurlandi

Þrjár deildir Rauða krossins á Austurlandi reka verslanir með notuð föt eða nytjahluti sem hægt er að kaupa á hagstæðu verð. Þær eru staðsettar á Egilsstöðum, Stöðvarfirði og Eskifirði.

Nytjahúsið á Egilsstöðum er staðsett við hlið Gámaþjónustunnar við Tjarnarás. Þar má fá notaðan húsbúnað allt frá teskeiðum til húsgagna. Opið er á miðvikudögum og fimmtudögum á milli 16-18 og laugardaga klukkan 11-14.

17. september 2010 : Rauðakrossverslanir á Austurlandi

Þrjár deildir Rauða krossins á Austurlandi reka verslanir með notuð föt eða nytjahluti sem hægt er að kaupa á hagstæðu verð. Þær eru staðsettar á Egilsstöðum, Stöðvarfirði og Eskifirði.

Nytjahúsið á Egilsstöðum er staðsett við hlið Gámaþjónustunnar við Tjarnarás. Þar má fá notaðan húsbúnað allt frá teskeiðum til húsgagna. Opið er á miðvikudögum og fimmtudögum á milli 16-18 og laugardaga klukkan 11-14.

16. september 2010 : Fjölbreytt kynningar- og fræðslustarf hjá Kópavogsdeild

Síðustu vikur hefur verkefnastjóri ungmennamála ásamt sjálfboðaliðum sinnt öflugu kynningarstarfi í Kópavogi, bæði fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur. Þessa dagana er hann með sjálfboðaliðum Plússins að heimsækja alla lífsleiknema Menntaskólans í Kópavogi. Þá fá nemendur kynningu á starfi Rauða krossins, fordómafræðslu og HIV-forvarnir í tvöfaldri kennslustund í senn. Gert er ráð fyrir að með þessu muni fræðslustarf Plússins ná til allra nýnema innan menntaskólans.

14. september 2010 : Tombóla til styrktar Rauða krossinum

Selma Margrét Gísladóttir og Júlíana Lind Guðlaugsdóttir komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar á dögunum og gáfu Rauða krossinum 5.500 kr. Þær höfðu haldið tombólu fyrir utan Kaupfélag Norðurfjarðar í sumar og varð þetta afraksturinn. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

14. september 2010 : Gestir Dvalar á myndlistarsýningu

Gestir og starfsmenn Dvalar, fóru á dögunum og skoðuðu myndlistarsýningu sem Ágústhópurinn stendur fyrir í ráðhúsi Reykjavíkur þessa dagana. Ágústhópurinn samanstendur af fjórum myndlistarkonum og hefur ein þeirra leiðbeint á námskeiðum sem hafa verið í Dvöl, eins og saumanámskeiði fyrr á þessu ári. Meðal efnistaka í myndunum er ást, frelsi og lífsgleði. Allt sem getur gefið manni jákvæðan innblástur í dagsins önn.

13. september 2010 : Kynningarfundur í kvöld á verkefnum deildarinnar

Deildin verður með kynningarfund á starfi og verkefnum deildarinnar fyrir áhugasama í kvöld, 13. september kl. 18-19. Þá verður hægt að kynna sér hin ýmsu verkefni eins og heimsóknaþjónustuna, Föt sem framlag, ungmennastarfið, Nýttu tímann, neyðarvarnir, starf með innflytjendum, námsaðstoð og átaksverkefni. Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum og fólki á öllum aldri. Þeir sem hafa áhuga geta gerst sjálfboðaliðar á staðnum.

10. september 2010 : Haítí: Styrkur til að sinna grunnþörfum

Hin 60 ára Maríe Elide Mimot íbúi í Automeca tjaldbúðunum í Port-au-Prince, fékk á dögunum smáskilaboð frá breska Rauða krossinum sem sögðu að hún ætti rétt á fjárstyrk að upphæð 250 dollara, eða 11 þúsund krónur íslenskar. Það eina sem hún þurfti að gera til að nálgast styrkinn var að fara í einn af mörgum Unitransfer bönkum á svæðinu, sýna persónuskilríki sín og smáskilaboðin.

Þetta er fyrsta af þremur skiplögðum styrkveitingum til 3.000 heimila í Automeda tjaldbúðunum sem breski Rauði krossinn mun veita næstu tvö árin. Til þess nýtir Rauði krossinn sér tæknina, og lætur skjólstæðinga sína vita í gegnum smáskilaboð í farsímum viðkomandi.

10. september 2010 : Gestir Dvalar á myndlistarsýningu

Gestir og starfsmenn Dvalar fóru á dögunum og skoðuðu myndlistarsýningu sem Ágústhópurinn stendur fyrir í ráðhúsi Reykjavíkur þessa dagana. Ágústhópurinn samanstendur af fjórum myndlistarkonum og hefur ein þeirra leiðbeint á námskeiðum sem hafa verið í Dvöl, eins og saumanámskeiði fyrr á þessu ári. Meðal efnistaka í myndunum er ást, frelsi og lífsgleði. Allt sem getur gefið manni jákvæðan innblástur í dagsins önn.

10. september 2010 : Haítí: Styrkur til að sinna grunnþörfum

Hin 60 ára Maríe Elide Mimot íbúi í Automeca tjaldbúðunum í Port-au-Prince, fékk á dögunum smáskilaboð frá breska Rauða krossinum sem sögðu að hún ætti rétt á fjárstyrk að upphæð 250 dollara, eða 11 þúsund krónur íslenskar. Það eina sem hún þurfti að gera til að nálgast styrkinn var að fara í einn af mörgum Unitransfer bönkum á svæðinu, sýna persónuskilríki sín og smáskilaboðin.

Þetta er fyrsta af þremur skiplögðum styrkveitingum til 3.000 heimila í Automeda tjaldbúðunum sem breski Rauði krossinn mun veita næstu tvö árin. Til þess nýtir Rauði krossinn sér tæknina, og lætur skjólstæðinga sína vita í gegnum smáskilaboð í farsímum viðkomandi.

8. september 2010 : Samið um fjölsmiðju á Suðurnesjum

Stofnfundur Fjölsmiðju á Suðurnesjum var haldinn í gær í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins. Undanfarna mánuði hefur á vegum Vinnumálastofnunar, Rauða kross Íslands og sveitarfélaganna á Suðurnesjum verið unnið að undirbúningi þessa verkefnis. Nú þegar starfa fjölsmiðjur með svipuðum hætti í Kópavogi og á Akureyri.

Stjórn verður skipuð sex fulltrúum og sex varamönnum til tveggja ára í senn. Fyrsta verk stjórnar er að ráða forstöðumann og annað starfsfólk, finna húsnæði og gera rekstrar- og fjárhagsáætlun.  Ráðgert er að í upphafi verði fjórar til fimm deildir með 20-25 þátttakendum á aldrinum 16-24 ára.

7. september 2010 : Starfsmaður óskast

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands auglýsir eftir starfsmanni í 25% stöðugildi til sinna opnu húsi fyrir atvinnuleitendur í Kópavogi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:
• Umsjón með opnu húsi í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11
• Samskipti við gesti og sjálfboðaliða
• Þátttaka í viðburðum og öðrum verkefnum deildarinnar

Hæfniskröfur:
• Sjálfstæði, metnaður og  frumkvæði í starfi
• Framúrskarandi þjónustulund
• Góðir skipulagshæfileikar
• Góð samskiptahæfni og reynsla af mannlegum samskiptum
• Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfinu

6. september 2010 : Nýttu tímann – opið Rauðakrosshús í Kópavogi

Deildin fer aftur af stað með verkefnið Nýttu tímann 13. september næstkomandi. Þá verður opið hús í húsnæði deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð, kl. 11-15 á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrirlestra, samveru, námskeiða og ráðgjafar. Hægt er að kynna sér dagskrána með því að smella hér. Fyrstu tvær vikurnar verður meðal annars boðið upp á fyrirlestur um hamingju, námskeið í ræktun kryddjurta og ljósmyndum ásamt útileikfimi. Allir eru velkomnir að koma í Rauðakrosshúsið í Kópavogi! 

6. september 2010 : Mórall - Vetrarstarfið hafið

Mórall er hópur krakka á aldrinum 13-16 ára sem hittist alla mánudaga klukkan 20 í húsnæði Kjósarsýsludeildar Rauða krossins að Þverholti 7 í Mosfellsbæ.

Krakkarnir fræðast um Rauða krossinn, vinna verkefni tengd hugsjónum og starfi Rauða krossins um allan heim, fara í ferðir og hitta aðrar ungmennadeildir. Það kostar ekkert að vera með. Komdu og kíktu ef þú þorir....

Dagskráin fram að jólum er fjölbreytt og má þar nefna fótboltamót, umhverfisfræðslu, heimsókn í aðra deild, skyndihjálparfræðsla, fataflokkun, markað, brjóstsykurgerð og fleira.

3. september 2010 : Við eigum samleið

Þegar sumri hallar lifnar yfir öllu félagsstarfi. Þetta á einnig við um starf Rauða kross deilda sem nú eru að skipuleggja vetrarstarfið, fjölbreytt verkefni og námskeiðahald.  

3. september 2010 : Starfsmaður óskast

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands auglýsir eftir starfsmanni í 25% stöðugildi til sinna opnu húsi fyrir atvinnuleitendur í Kópavogi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:
• Umsjón með opnu húsi í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11
• Samskipti við gesti og sjálfboðaliða

Hæfniskröfur:
• Sjálfstæði, metnaður og  frumkvæði í starfi
• Framúrskarandi þjónustulund
• Góðir skipulagshæfileikar
• Góð samskiptahæfni og reynsla af mannlegum samskiptum
• Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfinu

Skriflegar umsóknir skulu berast Kópavogsdeild Rauða krossins Hamraborg 11, 200 Kópavogur eigi síðar en 15. september  nk.  Umsóknir má einnig senda á [email protected]. Nánari upplýsingar veitir Linda Ósk Sigurðardóttir framkvæmdastjóri í síma 554 6626.

3. september 2010 : Starfið á árinu 2009

3. september 2010 : Starfið á árinu

3. september 2010 : Starfið á árinu

3. september 2010 : Starfið á árinu 2009

3. september 2010 : Starfið á árinu 2009

3. september 2010 : Nýr starfsmaður á Austurlandi

2. september 2010 : Starfið á árinu 2009

2. september 2010 : Vel heppnuð bæjarhátíð

Bæjarhátíð Mosfellinga, Í túninu heima, sem fram fór síðustu helgi, var mjög vel heppnuð. Mismunandi hverfalitir prýddu allan bæinn og svo heppilega vildi til að húsnæði Kjósarsýsludeildar Rauða krossins, Þverholt 7 var einmitt í rauða hverfinu.

Deildin var með kynningarbás í íþróttahúsinu Varmá og kaffi fyrir sjálfboðaliða og velunnara deildarinnar að hátíð lokinni. Gaman var að finna áhuga og velvilja bæjarbúa á starfi Rauða krossins og þökkum við öllum kærlega fyrir innlit í básinn og kaffið!
 

 

1. september 2010 : SJÁ 102 í Flensborgarskóla

Áfanginn SJÁ102 er að fara í gang þessa haustönnina í Flensborgarskóla. Nemendur geta tekið þátt í sjálfboðnu starfi hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins, farið á námskeið og lagt sitt af mörkum í fjáröflunarverkefni og fengið 2 einingar fyrir.

Meðal verkefna í boði eru: Heimsóknavinir, störf í Læk - athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, ungmennastarf og starf í Rauða krossbúðinni. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja annað námskeið fyrir sjálfboðaliða. Einnig munu nemendur vinna kynningar- og fjáröflunarverkefni. Nemendur skrifa dagbók um vinnu sína. Áfanginn byggir á hugmyndum um þátttökunám (service learning) og er próflaus. 

1. september 2010 : SJÁ 102 í Flensborgarskóla

Áfanginn SJÁ102 er að fara í gang þessa haustönnina í Flensborgarskóla. Nemendur geta tekið þátt í sjálfboðnu starfi hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins, farið á námskeið og lagt sitt af mörkum í fjáröflunarverkefni og fengið 2 einingar fyrir.

Meðal verkefna í boði eru: Heimsóknavinir, störf í Læk - athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, ungmennastarf og starf í Rauða krossbúðinni. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja annað námskeið fyrir sjálfboðaliða. Einnig munu nemendur vinna kynningar- og fjáröflunarverkefni. Nemendur skrifa dagbók um vinnu sína. Áfanginn byggir á hugmyndum um þátttökunám (service learning) og er próflaus. 

1. september 2010 : Ungir sjálfboðaliðar

Sylvía Þorleifsdóttir afhenti í gær Kópavogsdeild Rauða krossins afrakstur tombólu sem hún hélt í Hamraborginni á laugadaginn. Sylvía naut aðstoðar systur sinnar og frænda en alls söfnuðust 2.200 krónur. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Framlagið rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.