29. október 2010 : Fundur um stefnumótun

Anna Stefánsdóttir formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri félagsins komu í heimsókn í gær.  Þau stýrðu ásamt Sigurði Ólafssyni fundi með Rauða kross fólki á svæðinu, um stefnumótun félagsins. Unnið hefur verið að mótun stefnunnar til ársins 2020 en hún mun leysa af hólmi fyrri stefnu sem gilti til ársins 2010.  Fundurinn var hluti af fundarröð þar sem fulltrúar landsfélagins  hitta  Rauða kross fólk út um allt land í því skini að móta nýju stefnuna eins og áður segir.  Fundurinn tókst ágætlega og gagnast vonandi í þessu mikilvæga starfi.

29. október 2010 : Rauði krossinn berst við kóleru á Haítí

Rauði krossinn berst nú gegn því að kólera breiðist út á Haítí og berist til höfuðborgarinnar Port-au-Prince þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Hreinlætismálum er mjög ábótavant, og óttast er að ekki verði við neitt ráðið blossi kólerufaraldur upp í höfuðborginni.

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands eru nú að störfum á Haítí við tjaldsjúkrahús Rauða krossins í einu úthverfa Port-au-Prince,  Birna Halldórsdóttir sem sér um starfsmannamál fyrir sjúkrahúsið og hjúkrunarfræðingarnir Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir. 

29. október 2010 : Úrslit kunn í ljósmynda- og stuttmyndakeppni Eldhuga

Á samveru Eldhuga í gær fór fram verðlaunaafhending í ljós- og stuttmyndakeppni þeirra en þemað að þessu sinni var frjálst og útkoman fjölbreytt eftir því. Eldhugarnir Aníta Sif og Tanja Björk fengu verðlaun fyrir stuttmynd sína ,,Fíkniefni og forvarnir” en með henni vilja þær vekja jafningja sína til umhugsunar um skaðsemi fíkniefna og mikilvægi þess að standa sterkur með sjálfum sér. Hægt er að sjá stuttmyndina með því að smella hér. Tvenn verðlaun voru gefin fyrir ljósmyndir en þau fengu Anna Guðrún fyrir mynd sína um virðingu og Katrín fyrir mynd sína sem túlkar vináttu með skemmtilegu móti. Eldhugar höfðu fengið tilsögn frá sjálfboðaliða deildarinnar um helstu þætti í gerð slíkra mynda og það nýttist þeim greinilega vel við vinnuna.

29. október 2010 : Róbert sigraði á ótrúlega vel sóttu geðheilbrigðismóti

Róbert Lagerman (2273) sigraði á ótrúlega vel sóttu Geðheilbrigðismóti sem fram fór í kvöld en hvorki meira né minna en 79 skákmenn tóku þátt.   Róbert kom í mark jafn Gylfa Þórhallssyni (2200), Sigurði Daða Sigfússyni (2334) og Arnar Þorsteinssyni (2217) en hafði sigur eftir stigaútreikning.   Það voru Skákfélag Vinjar, Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur sem héldu mótið í sameiningu í húsnæði TR.   Mótið var haldið í tilefni alþjóðlegs Geðheilbrigðisdags sem reyndar var 10. október en þá voru skákmenn uppteknir á Íslandsmóti skákfélaga.   Forlagið gaf einkar glæsilega vinninga.

Ýmis aukaverðlaun voru veitt á mótinu.  Björn Sölvi Sigurjónsson fékk verðlaun fyrir 60 ára og eldri, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var efst kvenna, Guðmundur Kristinn Lee var efstur 13-18 ára og Gauti Páll Jónsson var efstur 12 ára og yngri.  Í þeim flokk fengu Heimir Páll Ragnarsson og Vignir Vatnar Stefánsson einnig verðlaun fyrir 2. og 3. sæti en þremenningarnir eru allir nemendur hjá Skákakademíu Reykjavíkur.

29. október 2010 : Rauði krossinn berst við kóleru á Haítí

Rauði krossinn berst nú gegn því að kólera breiðist út á Haítí og berist til höfuðborgarinnar Port-au-Prince þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Hreinlætismálum er mjög ábótavant, og óttast er að ekki verði við neitt ráðið blossi kólerufaraldur upp í höfuðborginni.

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands eru nú að störfum á Haítí við tjaldsjúkrahús Rauða krossins í einu úthverfa Port-au-Prince,  Birna Halldórsdóttir sem sér um starfsmannamál fyrir sjúkrahúsið og hjúkrunarfræðingarnir Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir. 

28. október 2010 : Rauði krossinn bregst við tvöföldum hamförum í Indónesíu

Rauði krossinn í Indónesíu stendur í ströngu á tveimur vígstöðvum til að bregðast við hamförum sem riðu yfir landið síðasta mánudag. Þá hófst eldgos á eynni Jövu, og á sama tíma kom jarðskjálfti flóðbylgju af stað sem sópaði burt fjölda þorpa á Mentawaieyjum sem eru út af strönd Vestur Súmötru.

Merapi eldfjallið, virkasta eldfjall Indónesíu, hóf að spúa sjóðheitri ösku og kviku og rýma varð svæði í 10 km radíus frá fjallinu. Um 8000 íbúar voru fluttir á brott, og telja yfirvöld að allt að 40.000 manns kunni að vera í hættu. 25 manns fórust þegar heit aska rigndi yfir svæðið. Þar á meðal var einn sjálfboðaliði Rauða krossins í Indónesíu sem vann að rýmingu svæðisins, en tókst ekki að forða sér undan sjóðandi öskufallinu.

27. október 2010 : Á flótta á Eiðum

Á flótta er hlutverkaleikur fyrir 13 ára og eldri, sem gefur fólki tækifæri til að upplifa í 24 klukkutíma hvað það er að vera flóttamaður. Í stuttu máli er ætlunin að gefa fólki raunsanna upplifun af því hvað það er að vera flóttamaður.

Á meðan á leiknum stendur upplifa þátttakendur hvernig það er að vera „óvelkominn”, „á flótta”, „fórnarlamb skrifræðis”, „háður neyðarhjálp” o.fl. Þátttakendum er þó aldrei ógnað líkamlega á einn eða annan hátt eða með vopnaskaki og fer leikurinn fram bæði innandyra og utan.

27. október 2010 : Ingó veðurguð á sameiginlegri samveru ungmennastarfs

Sameiginleg samvera ungmenna í Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu var haldin í síðustu viku í Rauðakrosshúsinu í Reykjavík. Þar hittust 13-16 ára unglingar sem taka þátt í ungmennastarfi Kópavogs, Hafnarfjarðar, Reykjavíkur og Mosfellsbæ. Slíkar samverur eru haldnar reglulega til að hrista hópana saman og má þar einnig nefna vorferð barna og ungmenna sem farin er á hverju vori og auk þess hafa ungmennin farið saman í ferð í Alviðru þar sem þau hafa fengið ýmis konar fræðslu um Rauða krossinn og mannréttindi.

27. október 2010 : Svæðisfundur á Austurlandi haldinn á Norðfirði í blíðskaparveðri

Svæðisfundur deilda á Austurlandi var haldinn að þessu sinni á Norðfirði og mættu fulltrúar frá tíu deildum af ellefu. Fyrir utan venjuleg fundarstörf svæðisfundar voru tvö meginmálefni á dagskrá.

Vinadeildasamstarf hófst fyrir ári síðan við deildina í Mwansa í Malaví svo ekki er komin mikil reynsla á starfið. Rætt var um starfið í vinnuhópum og spurningum svarað.

Annað málefni var stefna Rauða krossins til 2020. Umræðum stjórnuðu Anna Stefánsdóttir formaður og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Fulltrúum var skipt upp í hópa þar sem hugmyndir að stefnunni voru ræddar.

26. október 2010 : Veröldin okkar – mömmueldhús opnar á Akranesi

Akranesdeild Rauða krossins stendur að verkefninu Veröldin okkar- mömmueldhús, sem opnaði formlega með alþjóðlegri matstofu þann 15. október. Mömmueldhúsið er virkniúrræði fyrir atvinnulausar konur af erlendum uppruna og reiknað er með að um þrjátíu konur taki þátt í því. Markmiðið er að bjóða upp á heimilsmat frá öllum heimshornum – eins og mæður kvennanna, og mæður þeirra á undan þeim elduðu fyrir fjölskylduna.

Verkefnið, sem er styrkt af Atvinnuþróunarsjóði kvenna og Evrópuári gegn fátækt og einangrun, er sett upp sem átta mánaða tilraunaverkefni til þess að mæta því atvinnuleysi og þeim erfiðleikum sem markhópurinn glímir við nú um stundir. Gert er ráð fyrir því að endurskoða þörfina í árslok 2010 og stefnt að því að búa til alvöru viðskiptatækifæri ef áhugi er fyrir því að reynslutíma loknum.

 

 

22. október 2010 : Samstarfssamningur um neyðarmötuneyti

Fjölmargir gæddu sér á dýrindis veitingum síðastliðinn þriðjudag sem Félagar í Klúbbi matreiðslumeistara útbjuggu í tilefni af undirskrift samstarfssamnings Rauða kross Íslands, Menntaskólans í Kópavogi og Klúbbs matreiðslumeistara um starfsemi neyðarmötuneyta til að tryggja faglega umgjörð í framkvæmd og rekstri þeirra.

Neyðarmötuneyti eru meðal annars starfrækt tímabundið í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins, þjónustumiðstöðvum almannavarna og í aðstöðu fyrir hjálparlið í kjölfar náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða.
 

22. október 2010 : Samstarfssamningur um neyðarmötuneyti

Fjölmargir gæddu sér á dýrindis veitingum síðastliðinn þriðjudag sem Félagar í Klúbbi matreiðslumeistara útbjuggu í tilefni af undirskrift samstarfssamnings Rauða kross Íslands, Menntaskólans í Kópavogi og Klúbbs matreiðslumeistara um starfsemi neyðarmötuneyta til að tryggja faglega umgjörð í framkvæmd og rekstri þeirra.

Neyðarmötuneyti eru meðal annars starfrækt tímabundið í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins, þjónustumiðstöðvum almannavarna og í aðstöðu fyrir hjálparlið í kjölfar náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða.
 

21. október 2010 : Árlegur basar Árnesingadeildar

Prjónahópur Árnesingadeildar Rauða krossins heldur sinn árlega basar á laugardaginn 23.október næstkomandi milli kl. 10 og 16 að Eyravegi 23, Selfossi. Að venju verður mikið af fallegum munum á frábæru verði.

Basarinn er haldinn árlega á haustin og af eftirspurn að dæma aukast vinsældir hans ár frá ári. Í fyrra myndaðist biðröð þegar prjónahópurinn opnaði basarinn og safnaðist rúmlega hálf milljón króna sem rann að hluta í Hjálparsjóð Rauða krossins.
 

21. október 2010 : Vinnufundur Kópavogsdeildar

Dagana 19.og 21. október hélt Kópavogsdeild vinnudaga þar sem farið var yfir helstu verkefni deildarinnar, verkefnin metin og ekki hvað síst var horft til framtíðar með tilliti til frekari tækifæra og þróunar. Á fundinn mættu stjórnarmenn, starfsmenn og sjálfboðaliðar deildarinnar. Markmið fundarins var að meta styrkleika og veikleika verkefnanna með tilliti til ýmissa þátta líkt og utanaðkomandi aðstæðna og þörfinni í samfélaginu. Auk þess var farið á hugarflug og margar góðar hugmyndir komu fram.
 

21. október 2010 : Árlegur basar Árnesingadeildar

Prjónahópur Árnesingadeildar Rauða krossins heldur sinn árlega basar á laugardaginn 23.október næstkomandi milli kl. 10 og 16 að Eyravegi 23, Selfossi. Að venju verður mikið af fallegum munum á frábæru verði.

Basarinn er haldinn árlega á haustin og af eftirspurn að dæma aukast vinsældir hans ár frá ári. Í fyrra myndaðist biðröð þegar prjónahópurinn opnaði basarinn og safnaðist rúmlega hálf milljón króna sem rann að hluta í Hjálparsjóð Rauða krossins.
 

20. október 2010 : Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun

Evrópska endurlífgunarráðið hefur nú gefið út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun í stað þeirra sem komu út árið 2005 en nýjar leiðbeiningar eru gefnar út á fimm ára fresti. Eins og áður byggja leiðbeiningarnar á niðurstöðum nýjustu rannsókna á meðferð og árangri í endurlífgun.

Hér á vefnum má lesa fréttatilkynninguna vegna útgáfu nýju leiðbeininganna ef smellt er á „meira". Á sama stað má finna samantekt á íslensku um helstu breytingarnar frá síðustu leiðbeiningum.

Nánari upplýsingar má finna á vef Endurlífgunarráðs Íslands www.endurlifgun.is
 

20. október 2010 : Hafnarfjarðardeild sinnir félagsstarfi fyrir hælisleitendur

Sumarið 2009 hófst mánaðarlegt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Hópur sjálfboðaliða hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins hafa séð alfarið um skipulag og framkvæmd starfsins og bjóða uppá fjölbreytta dagskrá svo sem ferðalög, danskvöld, tölvuleikjakvöld og hátíðarkvöldverð. Ferðalög eru alltaf vinsælust og hefur verið boðið upp á ferð í Bláa Lónið, réttir og náttúruskoðanir.

Deildirnar í Grindavík, Hveragerði, Vík og Vestmannaeyjum hafa allar tekið höfðinglega á móti þessum hópi auk þess sem Suðurnesjadeild hefur lánað húsnæði sitt undir spilakvöld og aðra viðburði sem fara fram í Reykjanesbæ.

Verkefnið hefur því í senn verið lyftistöng í félagslífi hælisleitenda sem og aukið á samstarf Rauða kross deilda og sjálfboðaliða þeirra.

20. október 2010 : Hafnarfjarðardeild sinnir félagsstarfi fyrir hælisleitendur

Sumarið 2009 hófst mánaðarlegt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Hópur sjálfboðaliða hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins hafa séð alfarið um skipulag og framkvæmd starfsins og bjóða uppá fjölbreytta dagskrá svo sem ferðalög, danskvöld, tölvuleikjakvöld og hátíðarkvöldverð. Ferðalög eru alltaf vinsælust og hefur verið boðið upp á ferð í Bláa Lónið, réttir og náttúruskoðanir.

Deildirnar í Grindavík, Hveragerði, Vík og Vestmannaeyjum hafa allar tekið höfðinglega á móti þessum hópi auk þess sem Suðurnesjadeild hefur lánað húsnæði sitt undir spilakvöld og aðra viðburði sem fara fram í Reykjanesbæ.

Verkefnið hefur því í senn verið lyftistöng í félagslífi hælisleitenda sem og aukið á samstarf Rauða kross deilda og sjálfboðaliða þeirra.

19. október 2010 : Fjölmennt á málþingi um geðheilsu

Fjölmennt var á málþinginu „Byggjum betra samfélag"  sem fór fram í Nausti á Húsavík í síðustu viku, 13. október. Rúmlega 70 manns sóttu málþingið sem fjallaði um geðheilsu.

Gestir komu víða að og voru frá öllum helstu grunnstofnunum samfélagsins. Þá sóttu einnig málþingið notendur athvarfa á Húsavík og í Mývatnssveit. Flutt voru mörg fróðleg  erindi, bæði að hálfu fagaðila og notenda þjónustunnar.
 

19. október 2010 : Föt sem framlag - Gámur á leið til Hvíta Rússlands

Hópur sjálfboðaliða sem vinnur að verkefninu ” Föt sem framlag ” hefur á þessu ári útbúið tæplega 1200 ungbarnapakka.  Hópurinn hittist reglulega í húsnæði Rauða krossins til að vinna að verkefninu en einnig eru nokkuð um að einstaklingar vinni heima fyrir og færi Rauða krossinum afraksturinn.
Nokkrir einstklingar eru einnig að vinna að verkefninu með prjónaskap og  koma þeir reglulega færandi hendi.  Fyrir stuttu kom t.d. hún Hulda Baldursdóttir með heilmikið magn af ungbarnasokkum og húfum sem hún hafði prjónað. Og sömuleiðis hún Sólveig Illugadóttir með hátt í hundrað pör af  leistum sem hún hafði prjónað.
Þessa dagan er einmitt verið að taka til og ganga frá sendingu á hjálpargögnum til Hvíta-Rússlands og munu afurðir þessa sjálfboðaliða verða þar á meðal.
 

18. október 2010 : Heimsóknir með hund

Ég gerðist heimsóknarvinur með hund snemma þessa árs. Mitt verkefni er að fara með hund og heimsækja og gleðja aldraða og alzeimer sjúklinga á Droplaugarstöðum.

18. október 2010 : Neyðarmötuneyti Rauða krossins, Klúbbs matreiðslumeistara og MK

Rauði kross Íslands, Menntaskólinn í Kópavogi og Klúbbur matreiðslumeistara hafa gert með sér samstarfsamning um starfsemi neyðarmötuneyta Rauða krossins til að tryggja faglega umgjörð í framkvæmd og rekstri þeirra.  Neyðarmötuneyti eru meðal annars starfrækt tímabundið í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins, þjónustumiðstöðvum almannavarna og í aðstöðu fyrir hjálparlið í kjölfar náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða.

Samningurinn verður undirritaður í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 19. október kl. 15:00.  Þar munu félagar í Klúbbi matreiðslumanna mæta í fullum skrúða og reiða fram veitingar í boði Menntaskólans í MK – hótels og matvælasviðs.

18. október 2010 : Neyðarmötuneyti Rauða krossins, Klúbbs matreiðslumeistara og MK

Rauði kross Íslands, Menntaskólinn í Kópavogi og Klúbbur matreiðslumeistara hafa gert með sér samstarfsamning um starfsemi neyðarmötuneyta Rauða krossins til að tryggja faglega umgjörð í framkvæmd og rekstri þeirra.  Neyðarmötuneyti eru meðal annars starfrækt tímabundið í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins, þjónustumiðstöðvum almannavarna og í aðstöðu fyrir hjálparlið í kjölfar náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða.

Samningurinn verður undirritaður í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 19. október kl. 15:00.  Þar munu félagar í Klúbbi matreiðslumanna mæta í fullum skrúða og reiða fram veitingar í boði Menntaskólans í MK – hótels og matvælasviðs.

15. október 2010 : Ráðstefna um framtíðarskipulag áfallahjálpar á Íslandi í kjölfar hamfara

Fjölmennt var á ráðstefnu um skipulag áfallahjálpar á Íslandi sem haldin var fimmtudaginn 14. október í Grensáskirkju. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri setti ráðstefnuna kl. 12:30, og samstarfsaðilar undirrituðu nýja áætlun um segir til um framtíðarskipulag áfallahjálpar á Íslandi í kjölfar hamfara.

Á ráðstefnunni var farið yfir viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustu sveitarfélaga eftir jarðskjálftana á Suðurlandi árið 2008.  Fjallað var um sálrænar afleiðingar skjálftanna og hvernig áfallahjálp nýttist íbúum þar.

15. október 2010 : Rauða kross búð á Garðatorgi - Opnunarhátíð og „List til góðs”

Laugardaginn 16. október næstkomandi kl. 13:00 -15:00 mun Garðabæjardeild Rauða krossins í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands opna fataverslun á Garðatorgi sem mun selja notaðan fatnað. Búðin verður mönnuð sjálfboðaliðum úr Garðabæ og allur hagnaður af sölu fatnaðarins rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins. Af tilefni opnunarinnar býður Garðabæjardeild Rauða krossins til hátíðar á Garðatorgi (Hrísmóum 4). Allir eru velkomnir.

15. október 2010 : Ungir atvinnuleitendur heimsækja Enter

Enter-hópurinn fékk skemmtilega heimsókn þegar Trausti  Aðalsteinsson mætti til þeirra með fjölbreytt hljóðfæri og kynnti fyrir krökkunum. Trausti er þátttakandi í verkefninu Takti sem miðar að því að virkja unga atvinnuleitendur í sjálfboðaliðastörf innan Rauða krossins. Viðfangsefnin eru margvísleg og  heimsóknin í starf Enter var eitt af því sem Trausti hefur verið að sinna. Allir fengu tækifæri til að prófa hin ýmsu hljóðfæri líkt og ukulele, rafmagnsgítar, munnhörpu, harmonikku og fleira við góðar undirtektir. Þá lærðu krakkarnir ýmsan orðaforða í kringum tónlist og hljóðfæri.

14. október 2010 : Gestir Dvalar eiga hlut í Héðinsfjarðargangnatreflinum

Gestir Dvalar tóku þátt í að prjóna trefil, sem náðu í gegnum Héðinsfjarðargöngin, þ.e. nýju göngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Fríða Gylfadóttir listamaður á Siglufirði á heiðurinn af framtakinu og fékk hún yfir 1000 þátttakendur til liðs við sig og þar á meðal gesti Dvalar. Þeir voru stoltir þegar þeir skiluðu 35 metrum og vildu gjarnan vita hvort þetta sé ekki lengsti trefill í veröldinni.

13. október 2010 : Nemendur Menntaskólans í Kópavogi kynntu sér alþjóðastarf Rauða krossins

Nemendur í áfanganum Félagsfræði þróunarlanda, sem kenndur er í Menntaskólanum í Kópavogi, fengu kynningu á alþjóðastarfi Rauða kross Íslands í vikunni. Verkefnastjóri alþjóðamála hjá Kópavogsdeild kynnti starfið en það er orðinn fastur liður í áfanganum að nemendur fái fræðslu um þetta málefni einu sinni á önn. Markmiðið er að veita nemendum innsýn í alþjóðaverkefni félagsins og að þau geti sett þau í samhengi við efnið sem fjallað er um í áfanganum. Eftir fræðsluna vinna svo nemendur verkefni og skýrslu.

12. október 2010 : Laganemar og lögfræðingar vinna að réttindagæslu

Réttindagæsla fyrir hælisleitendur er verkefni sem hóf göngu sína sumarið 2009 á vegum Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins. Sjálfboðaliðarnir sem sinna verkefninu eru laganemar og lögfræðingar. Unnið er í samstarfi við deildina og félaganna Orator og Lögréttu.

Sjálfboðaliðarnir fylgja hælisleitendum í hælisskýrslu, aðstoða þá við gerð greinargerða til Útlendingastofnunar og fylgja þeim í birtingu þegar hælismáli er lokið.

Það er samdóma álit þeirra sem að verkefninu koma að vinna sjálfboðaliða Rauða krossins skipti sköpum fyrir fólk í þessari stöðu. Um 15 manna hópur hefur sinnt þessu verkefni en nýlega bættust 12 nýir sjálfboðaliðar við.

Réttindagæslan er hluti af verkefnum Hafnarfjarðardeildar til stuðnings hælisleitendum en að auki er boðið uppá heimsóknaþjónustu, félagsstarf og stuðningsfjölskyldur.

12. október 2010 : Laganemar og lögfræðingar vinna að réttindagæslu

Réttindagæsla fyrir hælisleitendur er verkefni sem hóf göngu sína sumarið 2009 á vegum Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins. Sjálfboðaliðarnir sem sinna verkefninu eru laganemar og lögfræðingar. Unnið er í samstarfi við deildina og félaganna Orator og Lögréttu.

Sjálfboðaliðarnir fylgja hælisleitendum í hælisskýrslu, aðstoða þá við gerð greinargerða til Útlendingastofnunar og fylgja þeim í birtingu þegar hælismáli er lokið.

Það er samdóma álit þeirra sem að verkefninu koma að vinna sjálfboðaliða Rauða krossins skipti sköpum fyrir fólk í þessari stöðu. Um 15 manna hópur hefur sinnt þessu verkefni en nýlega bættust 12 nýir sjálfboðaliðar við.

Réttindagæslan er hluti af verkefnum Hafnarfjarðardeildar til stuðnings hælisleitendum en að auki er boðið uppá heimsóknaþjónustu, félagsstarf og stuðningsfjölskyldur.

11. október 2010 : Skyndihjálparnámskeið

Venjulegt fólk - í óvenjulegum aðstæðum

Kannt þú skyndihjálp

Námskeið í almennri skyndihjálp ( 16 kennslustundir )  verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2 og hefst námskeiðið mánudaginn 1. nóvember  

Staður:    Viðjulundur 2
Stund:     1. 2.  8. og 9. nóv.  kl. 19:30 – 22:30
Verð:        8.500,-
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

8. október 2010 : Opið Rauðakrosshús þrjá daga í viku

Kópavogsdeild er með opið hús í húsnæði deildarinnar á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum kl. 11-15. Margt áhugavert er í boði þessa daga og er þátttaka ókeypis og opin öllum. Næstu tvær vikurnar verður meðal annars boðið upp á fyrirlestra um tilfinningagreind, Súdan og listina að lifa í núinu. Þá verða námskeið í hugleiðslu og betri tímastjórnun. Fulltrúi frá Umboðsmanni skuldara kemur í heimsókn til að fjalla um embættið og svara spurningum um þjónustu þess. Einnig verður boðið upp á handavinnu, tarotlestur, tölvuaðstoð, ráðgjöf og bingó. Hægt er að kynna sér dagskrána betur með því að smella hér.

7. október 2010 : Heimsóknavinanámskeið

Heimsóknarvinir - Námskeið
Vilt þú vera heimsóknavinur ?

Heimsóknavinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til þeirra sem eftir því óska. Heimsóknir eru á einkaheimili og á stofnanir.
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374


Staður:   Viðjulundur 2
Stund:    19. október kl. 18 – 21
Verð:       Frítt
 

6. október 2010 : Kópavogsbúar gáfu um 2 milljónir í Göngum til góðs

Í landssöfnun Rauða krossins síðastliðinn laugardag söfnuðust um 2 milljónir í Kópavogi. Ekki er komin heildartala fyrir allt landið en Kópavogsbúar geta verið stoltir af sínu framlagi. Gengið var í hús í öllum hverfum bæjarins og náðist að fara í um 80% húsa. Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða kross Íslands í Malaví og Síerra Leóne þar sem áhersla er lögð á að bæta lífsgæði barna. Frekari upplýsingar um verkefnin má fá með því að smella hér fyrir Malaví og hér fyrir Síerra Leóne.

5. október 2010 : Svæðisfundur á Vestfjörðum

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Vestfjörðum var haldinn á Þingeyri að þessu sinni. Mættir voru fulltrúar sex deilda; Dýrafjarðar-, Bolungarvíkur-, Ísafjarðar-, Súðavíkur-, Súgandafjarðar- og Önundarfjarðardeild.

Á fundinum var lögð fram verkefnaáætlun deildanna en þar er gert ráð fyrir fjölbreyttum verkefnum sem deildirnar vinna að í sameiningu á árinu 2011.

5. október 2010 : Alnæmisleikþættir til fræðslu í Malaví

Hlutfall alnæmissmitaðra í Malaví hefur lækkað úr 14,4 prósentum í 12 síðan 2007. Íslenski Rauði krossinn hefur aðstoðað heimamenn, kennt þeim að rækta grænmeti og uppfrætt þá um smitleiðir með leikþáttum í stíl Spaugstofunnar.Greinin birtist í Fréttablaðinu 05.10.2010.

5. október 2010 : Góð stemning í Gengið til góðs

Um nýliðna helgi fór fram landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs.  Fjöldi manns lagði söfnuninni lið með því að ganga og enn fleiri með því að styrkja söfnunina með fjárframlagi.
Hjá Akureyrardeild gekk að venju vel og náðu þeir 144 sjálfboðaliðar sem gengu til góðs að ganga í all flestar götur í bænum og á þeim þéttbýlisstöðum sem tilheyra starfssvæði deildarinnar.
Samhliða söfnuninni var opinn fatamarkaður í húsnæði deildarinnar  og því mikið líf í og við húsnæði deildarinnar. 

 

 

Smellið á lesa meira...  til að sjá myndir frá söfnuninni

 

4. október 2010 : Eru alþjóðleg mannúðarlög úrelt á tímum hryðjuverka?

Rauði krossinn og Lagastofnun Háskóla Íslands boða til opins fundar um upphaf og þróun alþjóðlegs mannúðarréttar. Fundurinn verður kl. 12:15 - 13:15 í stofu 101 í Lögbergi miðvikudaginn 6. október.

Þar verður meðal annars rætt um hvort alþjóðleg mannúðarlög séu úrelt á tímum hryðjuverka og breyttra aðstæðna í heiminum í dag.

Antoine Bouvier, lögfræðingur hjá Alþjóðaráði Rauða krossins, flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Hann er einn reyndasti sérfræðingur Alþjóða Rauða krossins á þessu sviði og er höfundur greina og bóka um alþjóðleg mannúðarlög.

4. október 2010 : 289 sjálfboðaliðar tóku þátt í Göngum til góðs í Kópavogi

Alls tóku 289 sjálfboðaliðar þátt í söfnuninni Göngum til góðs í Kópavogi á laugardaginn. 250 manns gengu í hús og þó að ekki hafi tekist að ganga í öll hús náðu sjálfboðaliðarnir að fara í stærsta hluta þeirra. Gengið var út frá 8 söfnunarstöðvum í bænum og sáu alls 14 sjálfboðaliðar um þær. 25 manns stóðu síðan vaktina á 6 fjölförnum stöðum eins og í Smáralind og á Smáratorgi. Sjálfboðaliðunum var flestum vel tekið og var fólk tilbúið að styrkja Rauða krossinn í þessari söfnun. 

Í ár verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða kross Íslands í Afríku, sérstaklega til barna- og ungmennaverkefna í Malaví og Síerra Leóne. Í Malaví aðstoðar Rauði krossinn börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis og í Síerra Leóne er unnið að stuðningi við stríðshrjáð börn og barnahermenn. Féð gerir Rauða krossinum meðal annars kleift að gefa munaðarlausum börnum eina heita máltíð á dag í athvörfum, þar sem þau geta líka leikið sér og fengið uppbyggjandi fræðslu. Sjálfshjálparhópar alnæmissmitaðra fá einnig aðstoð við að koma sér upp matjurtargörðum og að minnsta kosti 150 stríðshrjáð ungmenni á ári fá kennslu í lestri, skrift og ýmsum iðngreinum sem færir þeim aukin tækifæri í lífinu.

2. október 2010 : Takk fyrir stuðninginn!

Kópavogsdeild þakkar öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu okkur lið í landssöfnuninni Göngum til góðs. Framlag sjálfboðaliða er deildinni mikils virði. Þá þökkum við bæjarbúum fyrir góðar móttökur, framlag ykkar og stuðningur ykkar skiptir okkur miklu máli. Alls lögðu 289 sjálfboðaliðar söfnuninni lið í Kópavogi og gengu í  hús í bænum.

2. október 2010 : Himnarnir hrundu

Caroline Seyani missti móður sína þegar hún var fimmtán ára gömul. Föður sinn þekkti hún aldrei. Hún er einn skjólstæðinga Rauða kross Íslands í Malaví og Fréttablaðið birtir hér brot úr sögu hennar. Sigríður Björg Tómasdóttir tók saman.

2. október 2010 : Himnarnir hrundu

Caroline Seyani missti móður sína þegar hún var fimmtán ára gömul. Föður sinn þekkti hún aldrei. Hún er einn skjólstæðinga Rauða kross Íslands í Malaví og Fréttablaðið birtir hér brot úr sögu hennar. Sigríður Björg Tómasdóttir tók saman.

2. október 2010 : Göngum til góðs í dag!

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar og annarra deilda Rauða krossins ganga í hús um allt land með söfnunarbauka í dag til að safna fé til verkefna Rauða krossins í Afríku.

Söfnunarstöðvarnar Kópavogsdeildar opna kl. 10 í morgun en deildin er með átta söfnunarstöðvar í Kópavogi, Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, í Sundlaug Kópavogs, Digranesskóla, Snælandsskóla, Smáraskóla, Vatnsendaskóla, í Sundlauginni Versölum og Dvöl, Reynihvammi 43.  Þeir sem vilja ganga til góðs í Kópavogi eru hvattir til að mæta á einhverja af söfnunarstöðvum deildarinnar, skrá sig, fá söfnunarbauk og götu úthlutað og ganga af stað.  Þá eru sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar með söfnunarbauk á nokkrum fjölförnum stöðum í bænum.

1. október 2010 : Hvaða götu ætlar þú að taka?

Rauði krossinn hvetur landsmenn til að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn 2. október.  Markmiðið er að fá 3.000 sjálfboðaliða til að ganga í öll hús á landinu og safna fyrir verkefni Rauða krossins í Afríku.

Ýmsir þekktir einstaklingar leggja Rauða krossinum lið í söfnuninni, og mun rapparinn Erpur Eyvindarson standa vaktina í heimabæ sínum Kópavogi megnið af deginum, og fjölmiðlakonan Tobba Marinós ætlar að standa við stóru orðin og taka Karlagötuna.

Þá munu Íslandsmeistararnir í knattspyrnu karla, meistaraflokkur Breiðabliks, ganga fyrir Rauða krossinn í Kópavogi. 

1. október 2010 : Vantaði hús á Ólafsfirði og Siglufirði til að ganga í til góðs

Deildirnar á Ólafsfirði og Siglufirði þjófstörtuðu landssöfnun Rauða krossins í gær og gengu þar til góðs vegna þess að laugardaginn 2. október verður heimfólk upptekið við vígslu Héðinsfjarðargangna.

Á báðum stöðunum var mikil þátttaka sjálfboðaliða og þar stóð fólk frammi fyrir því lúxusvandamáli að það vantaði fleiri hús í bæjunum til að ganga í. 15 baukar á hvorum stað dugðu til að ganga í öll húsin í Fjallabyggð og voru fylltir rækilega.

„Allir voru áhugasamir um að leggja sitt af mörkum fyrir Rauða kross Íslands. Bæjarbúar tóku vel á móti sjálfboðaliðum og voru baukarnir vel þungir þegar komið var til baka,“ sagði Auður Eggertsdóttir stjórnarmaður Ólafsfjarðardeildar.

1. október 2010 : Hvaða götu tekur þú?

Landssöfnun Rauða kross Íslands Göngum til góðs verður á morgun, laugardag, og er undirbúningur fyrir hana í fullum gangi hjá félaginu. Verkefnastjórar eru meðal annars að taka saman gögn fyrir söfnunarstöðvar og útbúa kort fyrir göngufólk. Þá er leitað til sjálfboðaliða deildarinnar með að manna söfnunarstaði, þ.e. fjölfarna staði í Kópavogi eins og Smáralind og Smáratorg, til að safna þar líka. Stefnt er að því að ganga í öll hús á landinu og þarf Rauði krossinn því á 3.000 sjálfboðaliðum að halda. Hvaða götu ætlar þú að taka?