30. nóvember 2010 : Eskifjarðardeild gefur endurskinsvörur

Eskifjarðardeild Rauða kross Íslands lagði sitt til umferðaröryggis í bænum með því að færa nemendum grunnskólans endurskinsvesti og endurskinsmerki. 

29. nóvember 2010 : Starfsmenn leikskóla búa til jólagjafir

Starfsfólk á leikskólunum Reykjakoti og Hlaðhömrum í Mosfellsbæ hafa setið við í frítíma sínum undanfarna mánuði og prjónað húfur, vettlinga, sokka, ennisbönd, peysur og ýmislegt fleira. 

Í síðustu viku komu þau saman og pökkuðu prjónavörunum ásamt ýmsu öðru í 60 glæsilegar jólagjafir fyrir börn á leikskólaaldri. Leitað var til nokkurra fyrirtækja um aðstoð til að gera gjafirnar sem veglegastar og fengust góðar gjafir frá Barnasmiðjunni, Diplo eht, Ístex, Nóa Síríus og Bókaútgáfunni Sölku ehf.   

Gjafirnar voru afhentar Kjósarsýsludeild Rauða krossins sem mun úthluta  þeim í samvinnu við Lágafellskirkju.

29. nóvember 2010 : Kópavogsdeild tók þátt í aðventuhátíð á Hálsatorgi

Á laugardaginn var tók Kópavogsdeild þátt í aðventuhátið Kópavogsbæjar sem haldin var á Hálsatorgi. Þar buðu sjálfboðaliðar deildarinnar upp á heittu kakó og piparkökur fyrir gesti og gangandi á meðan á skemmtiatriðum stóð og ljósin voru tendruð á jólatrénu. Eldhugar úr unglingastarfi deildarinnar tóku einnig þátt í hátíðinni og sáu meðal annars um að ferja kakó á milli staða, dreifa bæklingum og gefa piparkökur.

Margir þáðu kakósopann með þökkum og styrktu deildina með framlagi eða skráðu sig til að kynnast frekar starfi deildarinnar. Þá var fjölbreytt dagskrá í boði á Hálsatorgi, kór Kársnesskóla söng og jólasveinar kíktu í heimsókn.

29. nóvember 2010 : Námsaðstoð í nóvember og desember

Kópavogsdeild Rauða krossins býður upp á ókeypis námsaðstoð yfir prófatímann fyrir framhaldsskólanemendur. Aðstoðin fer fram í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs að Hábraut 2, á milli klukkan 17 og 19, dagana 29. nóvember, 1., 2. og 7. desember. Munu sjálfboðaliðar sem búa yfir góðri sérþekkingu í stærðfræði vera til aðstoða fyrir þá sem þurfa.

Einnig er hægt að óska sérstaklega eftir aðstoð í öðrum fögum með því að hafa  samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða á netfangið [email protected].

Tilgangur þessa verkefnis er að sporna gegn brottfalli nemenda úr námi og koma til móts við breyttar aðstæður vegna slæms efnahagsástands.

26. nóvember 2010 : Kakó á Hálsatorgi á morgun, laugardag

Á morgun, laugardaginn 27. nóvember kl. 16-17, verða sjálfboðaliðar deildarinnar á Hálsatorgi þegar kveikt verður á jólatré Kópavogs. Þeir verða með heitt kakó og piparkökur fyrir gesti og gangandi á meðan á skemmtiatriðum stendur og tendrað verður á ljósunum á trénu.

26. nóvember 2010 : Félags skákmót

Fyrsta félagsmót Skákfélags Vinjar var haldið í gærkvöldi og mættu þrettán manns.

Tefldar voru sjö umferðir með tíu mínútna umhugsunartíma og allt í járnum, enda félagsbikarinn undir.

Nokkuð var um forföll vegna prófa hjá námsmönnum og einhverjir Vinjarmenn að tefla á öðrum mótum. Þá er ótrúlegt rokk í liðsmönnum og a.m.k. einn með tónleika á sama tíma.

26. nóvember 2010 : Þjóðadagur Þingeyinga á laugardaginn

Húsavíkurdeild Rauða krossins tekur þátt í Þjóðadegi Þingeyinga sem haldinn verður næstkomandi laugardag á Húsavík. Nokkrir Þingeyingar af erlendum uppruna munu kynna matarvenjur og siði, þar með talda jólasiði, frá löndum sínum.

Þjóðadagur í Þingeyjarsýslum var fyrst haldinn haustið 2008 á vegum deildarinnar og þótti hann takast frábærlega og óhætt að segja að  matarvenjur og siðir Þingeyinga eru í raun mun fjölbreyttari en ætla mætti við fyrstu sýn.

Hátíðin fer fram á milli 14 og 16 í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

25. nóvember 2010 : Skyndihjálparhópur höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa

Neyðarnefnd deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) hafa gert með sér samstarfssamning um starfsemi Skyndihjálparhóps.

Skyndihjálparhópurinn er tilraunaverkefni til þriggja ára og getur fólk allt frá 16 ára aldri tekið þátt í starfinu. URKÍ-R mun sjá um sjálfboðaliða hópsins á aldrinum 16-25 ára sem annast sjúkragæslu á viðburðum framhaldsskóla, en Neyðarnefnd heldur utan um starf fyrir sjálfboðaliða 23 ára og eldri sem standa munu fyrir fræðslu, kynningum og að draga úr skaða hjá ýmsum jaðarhópum í samfélaginu. Aðeins sjálfboðaliðar sem eru sjálfráða geta tekið þátt í gæslu og viðburðum, en ungt fólk á aldrinum 16-18 ára getur tekið þátt í æfingum og þjálfun. Allir sjálfboðaliðar Skyndihjálparhóps sem taka vaktir í gæslu og/eða viðburðum fara í inntökuviðtöl og fá góða skyndihjálparþjálfun.

25. nóvember 2010 : Skyndihjálparhópur höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa

Neyðarnefnd deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) hafa gert með sér samstarfssamning um starfsemi Skyndihjálparhóps.

Skyndihjálparhópurinn er tilraunaverkefni til þriggja ára og getur fólk allt frá 16 ára aldri tekið þátt í starfinu. URKÍ-R mun sjá um sjálfboðaliða hópsins á aldrinum 16-25 ára sem annast sjúkragæslu á viðburðum framhaldsskóla, en Neyðarnefnd heldur utan um starf fyrir sjálfboðaliða 23 ára og eldri sem standa munu fyrir fræðslu, kynningum og að draga úr skaða hjá ýmsum jaðarhópum í samfélaginu. Aðeins sjálfboðaliðar sem eru sjálfráða geta tekið þátt í gæslu og viðburðum, en ungt fólk á aldrinum 16-18 ára getur tekið þátt í æfingum og þjálfun. Allir sjálfboðaliðar Skyndihjálparhóps sem taka vaktir í gæslu og/eða viðburðum fara í inntökuviðtöl og fá góða skyndihjálparþjálfun.

25. nóvember 2010 : Skyndihjálparhópur höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa

Neyðarnefnd deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) hafa gert með sér samstarfssamning um starfsemi Skyndihjálparhóps.

Skyndihjálparhópurinn er tilraunaverkefni til þriggja ára og getur fólk allt frá 16 ára aldri tekið þátt í starfinu. URKÍ-R mun sjá um sjálfboðaliða hópsins á aldrinum 16-25 ára sem annast sjúkragæslu á viðburðum framhaldsskóla, en Neyðarnefnd heldur utan um starf fyrir sjálfboðaliða 23 ára og eldri sem standa munu fyrir fræðslu, kynningum og að draga úr skaða hjá ýmsum jaðarhópum í samfélaginu. Aðeins sjálfboðaliðar sem eru sjálfráða geta tekið þátt í gæslu og viðburðum, en ungt fólk á aldrinum 16-18 ára getur tekið þátt í æfingum og þjálfun. Allir sjálfboðaliðar Skyndihjálparhóps sem taka vaktir í gæslu og/eða viðburðum fara í inntökuviðtöl og fá góða skyndihjálparþjálfun.

25. nóvember 2010 : Námsaðstoð í nóvember og desember

Kópavogsdeild býður upp á ókeypis námsaðstoð yfir prófatímann fyrir framhaldsskólanemendur. Aðstoðin fer fram í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs að Hábraut 2.Á milli klukkan 17 og 19 dagana 29. nóvember, 1. desember, 2. desember og 7. desember munu sjálfboðaliðar sem búa yfir góðri sérþekkingu í stærðfræði vera til aðstoða fyrir þá sem þurfa.

Einnig er hægt að óska sérstaklega eftir aðstoð í öðrum fögum með því að hafa  samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða á netfangið [email protected].

24. nóvember 2010 : Atvinnuleitendur pakka jólagjöfum fyrir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

Ungir atvinnuleitendur sem taka þátt í sjálfboðaliðastarfi Rauða krossins aðstoðuðu Mæðrastyrksnefnd Kópavogs við að pakka inn jólagjöfum fyrir jólaúthlutunina í desember. Það skapaðist jólastemning í hópnum og einn sjálfboðaliði hafði jafnvel orð á því að þetta væri ágætis upphitun fyrir jólainnpökkun fjölskyldunnar.

Þessir atvinnuleitendur taka þátt í verkefnum þar sem blandað er saman atvinnuleit og sjálfboðaliðastarfi. Sjálfboðaliðarnir í verkefninu hafa tekið þátt í ýmsum störfum hjá Rauða krossinum síðustu mánuði eins og unnið í athvörfum fyrir fólk með geðraskanir, fatasöfnun, með innflytjendum og nýtt sér starf Rauðakrosshúsanna.

24. nóvember 2010 : Laut 10 ára

Þann 8. desember árið 2000 var Laut athvarf fyrir fólk með geðraskanir opnað í Þingvallastræti 32 með formlegum hætti.  Lautinni hefur á þessum tíma fest sig í sessi sem fastur punktur í lífi margra. Hún hefur  vaxið á margan hátt m.a. flutt í nýtt húsnæði að Brekkugötu 34 þar sem hún er  staðsett í dag.
Laut fagnar nú tíu ára afmæli sínu og bíður því  öllum sem vilja fagna með sér á þessum tímamótum  í heimsókn föstudaginn 10. desember n.k. milli kl. 14 og 16.
 

23. nóvember 2010 : Þýskur dómstóll gagnrýnir aðbúnað hælisleitenda á Ítalíu

Þann 9. nóvember sl. ákvað þýskur dómstóll að fresta tímabundið endursendingu hælisleitanda til Ítalíu á grundvelli Dublinar reglugerðarinnar. Í ákvörðun dómstólsins var lýst yfir áhyggjum af aðbúnaði hælisleitenda á Ítalíu, sérstaklega hvað varðar atriði sem lúta að heilbrigðismálum og húsnæði, sem eru ekki í samræmi við evrópsk lágmarksviðmið.

Í dómnum er einnig lýst áhyggjum yfir því hvort Ítalía geti með viðunnandi hætti tryggt grundvallarréttindi einstaklinga sem óskað hafa alþjóðlegrar verndar. Dóminn má nálgast á vefnum með því að smella á meira.

23. nóvember 2010 : Þýskur dómstóll gagnrýnir aðbúnað hælisleitenda á Ítalíu

Þann 9. nóvember sl. ákvað þýskur dómstóll að fresta tímabundið endursendingu hælisleitanda til Ítalíu á grundvelli Dublinar reglugerðarinnar. Í ákvörðun dómstólsins var lýst yfir áhyggjum af aðbúnaði hælisleitenda á Ítalíu, sérstaklega hvað varðar atriði sem lúta að heilbrigðismálum og húsnæði, sem eru ekki í samræmi við evrópsk lágmarksviðmið.

Í dómnum er einnig lýst áhyggjum yfir því hvort Ítalía geti með viðunnandi hætti tryggt grundvallarréttindi einstaklinga sem óskað hafa alþjóðlegrar verndar. Dóminn má nálgast á vefnum með því að smella á meira.

23. nóvember 2010 : Lilja á flóðasvæðum í Pakistan: „Fólkið er svangt, órólegt og skítugt“

Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur tók á móti 154 sjúklingum á færanlegri sjúkrastöð Rauða krossins á flóðasvæðum í Pakistan á mánudag. Flóðin færðu fimmtung af Pakistan í kaf og ollu skaða hjá 20 milljónum manna.

„Ég fór núna í tjaldbúðir fyrir fólk sem hefur orðið að flýja heimili sín,“ segir Lilja. „Það var verið að koma upp enn fleiri tjöldum fyrir fólk sem hingað til hefur fengið að gista í skólum. En nú þarf að rýma skólana sem eiga að taka til starfa á ný.“

Lilja starfar á sjúkrastöð sem sendir fjögur teymi lækna og hjúkrunarfræðinga út á flóðasvæðin. Þrjú teymi fara daglega út á flóðasvæði og snúa til baka um kvöldið en það fjórða fer lengri leið og þar gista hjálparstarfsmenn þrjá daga í senn. Aðstaðan er ekki beysin: Moskítónetstjald á húsþaki.

23. nóvember 2010 : Lilja á flóðasvæðum í Pakistan: „Fólkið er svangt, órólegt og skítugt“

Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur tók á móti 154 sjúklingum á færanlegri sjúkrastöð Rauða krossins á flóðasvæðum í Pakistan á mánudag. Flóðin færðu fimmtung af Pakistan í kaf og ollu skaða hjá 20 milljónum manna.

„Ég fór núna í tjaldbúðir fyrir fólk sem hefur orðið að flýja heimili sín,“ segir Lilja. „Það var verið að koma upp enn fleiri tjöldum fyrir fólk sem hingað til hefur fengið að gista í skólum. En nú þarf að rýma skólana sem eiga að taka til starfa á ný.“

Lilja starfar á sjúkrastöð sem sendir fjögur teymi lækna og hjúkrunarfræðinga út á flóðasvæðin. Þrjú teymi fara daglega út á flóðasvæði og snúa til baka um kvöldið en það fjórða fer lengri leið og þar gista hjálparstarfsmenn þrjá daga í senn. Aðstaðan er ekki beysin: Moskítónetstjald á húsþaki.

23. nóvember 2010 : Atvinnuleitendur pakka jólagjöfum fyrir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

Ungir atvinnuleitendur af höfuðborgarsvæðinu hafa nýlega aðstoðað Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og pakkað inn jólagjöfum fyrir jólaúthlutunina í desember. Þessir atvinnuleitendur taka þátt í verkefni hjá Rauða krossinum þar sem blandað er saman atvinnuleit og sjálfboðaliðastarfi. Fimm sjálfboðaliðar sáu um pökkunina og var góð stemming í hópnum. Einn sjálfboðaliði hafi jafnvel orð á því að þetta væri ágætis upphitun fyrir jólainnpökkun fjölskyldunnar.

23. nóvember 2010 : Byggja sig upp á Skagastöðum

Skagastaðir eru samstarfsverkefni, Vinnumálastofnunar, Akranesdeildar Rauða krossins og Akraneskaupstaðar. Skagastaðir voru heimsóttir í Landanum á sunnudagskvöldið.

22. nóvember 2010 : Nýjar leiðbeiningar um grunnendurlífgun 2010

Evrópska Endurlífgunarráðið gaf þann 18. október út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun. Leiðbeiningarnar byggja á alþjóðlegum vísindarannsóknum og sérfræðiráðgjöf og eru viðurkenndar um allan heim.

Til að standa faglega að útgáfu nýrra leiðbeininga í endurlífgun hér á landi hafa megin atriði nýju leiðbeininganna um grunnendurlífgun fullorðinna verið þýdd yfir á íslensku. Að útgáfunni standa Rauði kross Íslands, Endurlífgunarráð Íslands og Skyndihjálparráði Íslands.

22. nóvember 2010 : Prjónavörur til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg

Enn eru prjónavörur til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11 frá því á markaðinum um síðustu helgi. Það má meðal annars finna prjónaðar peysur á góðu verði, trefla, vettlinga, sokka og húfur. Þá eru einnig handgerð jólakort og dagatöl fyrir 2011 til sölu en ungir innflytjendur í Rauða kross starfi hjá deildinni gerðu þau. Handverk frá Mósambík er líka í boði, eins og skartgripir, töskur og batik-myndir. Hægt að gera góð kaup og styrkja í leiðinni gott málefni. Allur ágóðinn rennur til verkefna innanlands.

22. nóvember 2010 : Roksala á markaði Kópavogsdeildar

Fjöldi fólks mætti í Rauðakrosshúsið í Kópavogi á laugardaginn og gerði góð kaup á handverksmarkaði MK-nema. Til sölu voru alls konar prjónavörur, kökur, brjóstsykur, jólakort og handverk frá vinadeild í Mósambík. Alls seldust vörur fyrir 300.000 þúsund krónur. Ágóðinn rennur til verkefna innanlands.

Handverksmarkaðurinn var lokaverkefni MK-nemanna í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossi Íslands. Nemendur vinna sem sjálfboðaliðar yfir önnina í samráði við kennara í MK og Kópavogsdeildina. Meðal verkefna í boði eru aðstoð við aldraða og einmana, störf í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, og félagsstarf með ungum innflytjendum. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja námskeið fyrir sjálfboðaliða.

22. nóvember 2010 : Roksala á markaði Kópavogsdeildar

Fjöldi fólks mætti í Rauðakrosshúsið í Kópavogi á laugardaginn og gerði góð kaup á handverksmarkaði MK-nema. Til sölu voru alls konar prjónavörur, kökur, brjóstsykur, jólakort og handverk frá vinadeild í Mósambík. Alls seldust vörur fyrir 300.000 þúsund krónur. Ágóðinn rennur til verkefna innanlands.

Handverksmarkaðurinn var lokaverkefni MK-nemanna í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossi Íslands. Nemendur vinna sem sjálfboðaliðar yfir önnina í samráði við kennara í MK og Kópavogsdeildina. Meðal verkefna í boði eru aðstoð við aldraða og einmana, störf í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, og félagsstarf með ungum innflytjendum. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja námskeið fyrir sjálfboðaliða.

20. nóvember 2010 : Bestu þakkir!

Fjöldi fólks mætti í Rauðakrosshúsið í Kópavogi í dag og gerði góð kaup á handverksmarkaði MK-nema. Til sölu voru alls konar prjónavörur, kökur, brjóstsykur, jólakort og handverk frá vinadeild í Mósambík. Alls seldust vörur fyrir 300.000  þúsund krónur. Ágóðinn rennur til verkefna innanlands.

Handverksmarkaðurinn var lokaverkefni MK-nemanna í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossi Íslands. Nemendur vinna sem sjálfboðaliðar yfir önnina í samráði við kennara í MK og Kópavogsdeildina. Meðal verkefna í boði eru aðstoð við aldraða og einmana, störf í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, og félagsstarf með ungum innflytjendum. Nemendur fá fræðslu um hugsjónir og störf Rauða kross hreyfingarinnar og sækja námskeið fyrir sjálfboðaliða.

20. nóvember 2010 : Markaður í dag, laugardag!

Markaður Kópavogsdeildar hefst kl. 11 í dag, laugardag, og þar verður hægt að gera góð kaup á ýmis konar prjónavörum og öðru handverki sem sjálfboðaliðar deildarinnar hafa búið til. Þá verða notuð föt til sölu og skiptidótamarkaður einnig í gangi þar sem fólki gefst tækifæri til að koma með dót og skipta út fyrir annað. Það verður líka hægt að kaupa notuð leikföng á vægu verði. Auk þessa verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, töskur, batik-myndir og fleira.  Einnig verða til sölu kökur og brjóstsykur sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir markaðinn. Dagatöl sem yngstu þátttakendur deildarinnar í Rauða kross starfi – Enter-börnin – hafa handgert verða líka til sölu. Allur ágóði rennur til verkefna innanlands.

19. nóvember 2010 : Skyndihjálp á pólsku

Rauða kross deildir á Suðurlandi og Suðurnesjum býður þessa dagana pólskumælandi íbúum að sækja  skyndihjálparnámskeið á pólsku. Nýverið var haldið námskeið á Selfossi sem var vel sótt. Rafal Figlarski sjúkraflutningamaður og skyndihjálparleiðbeinandi var kennari. Þátttakendur, sem allir voru Pólverjar og komu víða að af Suðurlandi, voru ánægðir með að geta sótt skyndihjálparnámskeið á sínu eigin tungumáli.

Næsta skyndihjálparnásmkeið á pólsku verður í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 7. desember, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins að Smiðjuvöllum 8.

19. nóvember 2010 : Markaður á morgun, laugardag!

Markaður Kópavogsdeildar hefst kl. 11 á morgun, laugardag, og þar verður hægt að gera góð kaup á ýmis konar prjónavörum og öðru handverki sem sjálfboðaliðar deildarinnar hafa búið til. Þá verða notuð föt til sölu og skiptidótamarkaður einnig í gangi þar sem fólki gefst tækifæri til að koma með dót og skipta út fyrir annað. Það verður líka hægt að kaupa notuð leikföng á vægu verði. Auk þessa verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, töskur, batik-myndir og fleira.  Einnig verða til sölu kökur og brjóstsykur sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir markaðinn. Dagatöl sem yngstu þátttakendur deildarinnar í Rauða kross starfi – Enter-börnin – hafa handgert verða líka til sölu. Allur ágóði rennur til verkefna innanlands.

18. nóvember 2010 : Rauði krossinn sendir hjálparstarfsmenn og meira fjármagn til neyðarverkefna í Pakistan

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands verða við störf í Pakistan næstu misseri við neyðarverkefni vegna flóðanna miklu sem ollu búsifjum á um 70% alls landssvæðis í ágúst og september. Um ein milljón manna er enn heimilislaus af völdum flóðanna og mun hafast við í tjöldum nú þegar vetur gengur í garð.

Tvær vikur eru síðan Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt til starfa í Pakistan. Lilja starfar með alþjóðlegu teymi Rauða krossins sem aðstoðar fórnarlömb flóðanna í Sindh héraði í suðurhluta landsins.

18. nóvember 2010 : Nemendur í SJÁ 102 vinna lokaverkefni sitt fyrir Kópavogsdeild

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 vinna þessa dagana að því að setja upp markað Kópavogsdeildar en hann er lokaverkefni þeirra í áfanganum. Nemendurnir eru 14 talsins á þessari önn og hafa unnið sjálfboðin störf í Rjóðrinu, með Eldhugum, með Enter- börnunum og í Dvöl. Þar að auki sátu þau grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þau tóku einnig þátt í landssöfnun Rauða krossins þann 2.október síðastliðinn, Göngum til góðs og auk þess hafa þau haldið dagbók um störf sín sem þau skila nú í lok annar.

Á markaðinum verða seld handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma-og prjónavörur, bakkelsi sem nemendurnir baka og annað föndur. Þá verða notuð föt til sölu og skiptidótamarkaður einnig í gangi þar sem fólki gefst tækifæri til að koma með dót og skipta út fyrir annað. Einnig verður hægt að kaupa leikföng á vægu verði. Auk þessa verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, töskur, batik- myndir og fleira.

18. nóvember 2010 : Nemendur í SJÁ 102 vinna lokaverkefni sitt fyrir Kópavogsdeild

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 vinna þessa dagana að því að setja upp markað Kópavogsdeildar en hann er lokaverkefni þeirra í áfanganum. Nemendurnir eru 14 talsins á þessari önn og hafa unnið sjálfboðin störf í Rjóðrinu, með Eldhugum, með Enter- börnunum og í Dvöl. Þar að auki sátu þau grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þau tóku einnig þátt í landssöfnun Rauða krossins þann 2.október síðastliðinn, Göngum til góðs og auk þess hafa þau haldið dagbók um störf sín sem þau skila nú í lok annar.

Á markaðinum verða seld handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma-og prjónavörur, bakkelsi sem nemendurnir baka og annað föndur. Þá verða notuð föt til sölu og skiptidótamarkaður einnig í gangi þar sem fólki gefst tækifæri til að koma með dót og skipta út fyrir annað. Einnig verður hægt að kaupa leikföng á vægu verði. Auk þessa verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, töskur, batik- myndir og fleira.

16. nóvember 2010 : Börn og ungmenni í starfi Kópavogsdeildar útbúa handverk fyrir markað

Síðustu vikur hafa börnin í Enter og unglingarnir í Eldhugum, barna- og unglingastarfi Kópavogsdeildarinnar unnið að gerð handverks sem selt verður á markaði hennar á laugardaginn, 20. nóvember næstkomandi. Vinnan hefur gengið vel en Enter börnin hafa unnið að gerð dagatals og Eldhugarnir búið til lakkrísbrjóstsykur. Þess má einnig geta að ungmenni úr Plúsnum, starfi fyrir 16-24 ára sjálfboðaliða, hafa búið til hálsklúta, hárskraut og skartgripi sem einnig verða til sölu á markaðinum.

Markaðurinn verður haldinn í Rauðakrosshúsinu, Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur frá kl. 11-16. Þar verður einnig selt fleira handverk, eins og prjónavörur, sem unnið er af sjálfboðaliðum deildarinnar, heimagerðar kökur og handgerðir munir frá Mósambík.

16. nóvember 2010 : Börn og ungmenni í starfi Kópavogsdeildar útbúa handverk fyrir markað

Síðustu vikur hafa börnin í Enter og unglingarnir í Eldhugum, barna- og unglingastarfi Kópavogsdeildarinnar unnið að gerð handverks sem selt verður á markaði hennar á laugardaginn, 20. nóvember næstkomandi. Vinnan hefur gengið vel en Enter börnin hafa unnið að gerð dagatals og Eldhugarnir búið til lakkrísbrjóstsykur. Þess má einnig geta að ungmenni úr Plúsnum, starfi fyrir 16-24 ára sjálfboðaliða, hafa búið til hálsklúta, hárskraut og skartgripi sem einnig verða til sölu á markaðinum.

Markaðurinn verður haldinn í Rauðakrosshúsinu, Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur frá kl. 11-16. Þar verður einnig selt fleira handverk, eins og prjónavörur, sem unnið er af sjálfboðaliðum deildarinnar, heimagerðar kökur og handgerðir munir frá Mósambík.

16. nóvember 2010 : Börn og ungmenni í starfi Kópavogsdeildar útbúa handverk fyrir markað

Síðustu vikur hafa börnin í Enter og unglingarnir í Eldhugum, barna- og unglingastarfi Kópavogsdeildarinnar unnið að gerð handverks sem selt verður á markaði hennar á laugardaginn, 20. nóvember næstkomandi. Vinnan hefur gengið vel en Enter börnin hafa unnið að gerð dagatals og Eldhugarnir búið til lakkrísbrjóstsykur. Þess má einnig geta að ungmenni úr Plúsnum, starfi fyrir 16-24 ára sjálfboðaliða, hafa búið til hálsklúta, hárskraut og skartgripi sem einnig verða til sölu á markaðinum.

Markaðurinn verður haldinn í Rauðakrosshúsinu, Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur frá kl. 11-16. Þar verður einnig selt fleira handverk, eins og prjónavörur, sem unnið er af sjálfboðaliðum deildarinnar, heimagerðar kökur og handgerðir munir frá Mósambík.

16. nóvember 2010 : Tuttugu og sjö á afmælismóti Hrafns

Góð mæting var á afmælismót Hrafns Jökulssonar sem Skákfélag Vinjar hélt pilti til heiðurs í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25, í gær. Hrafn krækti í fertugasta og fimmta árið þann 1. nóv. og fimmta sætið á mótinu enda einvalalið sem tók þátt.

Gunnar Björnsson, forseti, startaði mótinu með því að leika fyrsta leikinn fyrir Hrafn gegn hinum eitilharða Birni Sigurjónssyni og tónninn gefinn. Teflt var djarft og glæsilegir sigrar – og ósigrar – litu dagsins ljós og reyndi á skákstjórann Róbert Lagerman í einhverjum tilfellum. Reyndar við borðið líka, en stjórinn hélt haus og Tómas Björnsson var sá eini sem náði jafntefli við kappann.

16. nóvember 2010 : Fræðsla um rekstur fjöldahjálparstöðva á Suðurlandi

Neyðarvarnir eru eitt af mikilvægustu verkefnum hverrar Rauða kross deildar, enda bera deildir ábyrgð á fjöldahjálp á neyðartímum í sínu umdæmi. Allar deildir vinna neyðarvarnaáætlanir fyrir sitt starfssvæði og uppfæra þær reglulega. 

Rauði krossin hefur ákveðnu hlutverki að gegna í viðbrögðum við neyð í landinu. Fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf eru verkefni Rauða kross Íslands samkvæmt samningum við stjórnvöld og lögum um almannavarnir. Deildir opna fjöldahjálparstöðvar þegar á þarf að halda og starfrækja þær á meðan þörf er á. Þeir sem þangað leita fá margvíslegan stuðningur og aðstoð og þar er séð um skráningar og upplýsingagjöf eftir því sem við á.

16. nóvember 2010 : Fræðsla um rekstur fjöldahjálparstöðva á Suðurlandi

Neyðarvarnir eru eitt af mikilvægustu verkefnum hverrar Rauða kross deildar, enda bera deildir ábyrgð á fjöldahjálp á neyðartímum í sínu umdæmi. Allar deildir vinna neyðarvarnaáætlanir fyrir sitt starfssvæði og uppfæra þær reglulega. 

Rauði krossin hefur ákveðnu hlutverki að gegna í viðbrögðum við neyð í landinu. Fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf eru verkefni Rauða kross Íslands samkvæmt samningum við stjórnvöld og lögum um almannavarnir. Deildir opna fjöldahjálparstöðvar þegar á þarf að halda og starfrækja þær á meðan þörf er á. Þeir sem þangað leita fá margvíslegan stuðningur og aðstoð og þar er séð um skráningar og upplýsingagjöf eftir því sem við á.

16. nóvember 2010 : Fræðsla um rekstur fjöldahjálparstöðva á Suðurlandi

Neyðarvarnir eru eitt af mikilvægustu verkefnum hverrar Rauða kross deildar, enda bera deildir ábyrgð á fjöldahjálp á neyðartímum í sínu umdæmi. Allar deildir vinna neyðarvarnaáætlanir fyrir sitt starfssvæði og uppfæra þær reglulega. 

Rauði krossin hefur ákveðnu hlutverki að gegna í viðbrögðum við neyð í landinu. Fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf eru verkefni Rauða kross Íslands samkvæmt samningum við stjórnvöld og lögum um almannavarnir. Deildir opna fjöldahjálparstöðvar þegar á þarf að halda og starfrækja þær á meðan þörf er á. Þeir sem þangað leita fá margvíslegan stuðningur og aðstoð og þar er séð um skráningar og upplýsingagjöf eftir því sem við á.

16. nóvember 2010 : Fræðsla um rekstur fjöldahjálparstöðva á Suðurlandi

Neyðarvarnir eru eitt af mikilvægustu verkefnum hverrar Rauða kross deildar, enda bera deildir ábyrgð á fjöldahjálp á neyðartímum í sínu umdæmi. Allar deildir vinna neyðarvarnaáætlanir fyrir sitt starfssvæði og uppfæra þær reglulega. 

Rauði krossin hefur ákveðnu hlutverki að gegna í viðbrögðum við neyð í landinu. Fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf eru verkefni Rauða kross Íslands samkvæmt samningum við stjórnvöld og lögum um almannavarnir. Deildir opna fjöldahjálparstöðvar þegar á þarf að halda og starfrækja þær á meðan þörf er á. Þeir sem þangað leita fá margvíslegan stuðningur og aðstoð og þar er séð um skráningar og upplýsingagjöf eftir því sem við á.

15. nóvember 2010 : Heimsókn til endurhæfingarathvarfs Rauða krossins í Moyamba í Sierra Leone

Á meðan landar mínir tóku fram potta, pönnur og sleifar og mótmæltu þrengingum sínum í íslenskri kreppu var ég stödd í þorpinu Moyamba í Sierra Leone, fátækasta ríki heims, og snæddi steikta banana og hænsnakjöt úr stórum bala.

15. nóvember 2010 : Heimsókn til endurhæfingarathvarfs Rauða krossins í Moyamba í Sierra Leone

Á meðan landar mínir tóku fram potta, pönnur og sleifar og mótmæltu þrengingum sínum í íslenskri kreppu var ég stödd í þorpinu Moyamba í Sierra Leone, fátækasta ríki heims, og snæddi steikta banana og hænsnakjöt úr stórum bala.

15. nóvember 2010 : Kaffisamsæti aldraðra á Breiðdalsvík

Rauða kross deildirnar á Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði buðu öldruðum á hið árlega kaffisamsæti á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík á sunnudaginn,  en deildirnar skiptast á að halda samsætið. Komu Fáskrúðsfirðingar og Stöðfirðingar í rútu ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Hótel Bláfell sá um veitingarnar og var glatt á hjalla því þar hittust gamlir kunningjar úr sveitunum.

Unnur Björgvinsdóttir formaður Breiðdalsdeildar las skemmtilegan pistil um fyrstu vegasamgöngur á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar þegar vegur var lagður með ýtum í Kambanesskriðum. Í dag tekur um 10 mínútur að keyra á milli en árið 1962 voru menn klukkutíma og korter að keyra skriðurnar.

15. nóvember 2010 : Frábær stemning á „Kaffihúsakvöldi án landamæra”

Ungir sjálfboðaliðar innan Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar, Alþjóðatorg ungmenna og Molinn, ungmennahús Kópavogs, stóðu fyrir alþjóðlegu kaffihúsakvöldi sem kallaðist „Kaffihús án landamæra” í Molanum í síðustu viku. Kvöldið heppnaðist í alla staði frábærlega, fjölbreyttur og alþjóðlegur hópur gesta mætti og mikil stemning myndaðist í húsinu.

Kynnar kvöldsins voru sjálfboðaliðar Plússins, Hulda Hvönn, Dagbjört Rós og Sæunn. Þær sáu einnig um leikinn „án landamæra” sem miðaði að því að þjappa fólki saman og vekja fólk til umhugsunar um að þrátt fyrir ólíkan bakgrunn þá deili fólk oft sömu reynslu. Þá var boðið upp á hlaðborð með alþjóðlegu snakksmakki frá ýmsum löndum líkt og Suður-Afríku, Rússlandi, Svíþjóð, Póllandi, Hollandi, Mexíkó og Íslandi en sjálfboðaliðar af erlendum uppruna úr Plúsnum og Alþjóðatorgi höfðu útbúið veitingarnar sjálf.

12. nóvember 2010 : Kóleran er tifandi tímasprengja

Þrír íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins á Haítí taka nú þátt í að berjast gegn kólerufaraldri sem stöðugt verður skæðari. Sjúkdómurinn hefur náð inn til Port-au-Prince og er eins og tifandi tímasprengja í flóttamannabúðum þar sem hundruð þúsunda manna hafast við.

Þrátt fyrir mikla áherslu á vatns- og hreinlætisaðstöðu í höfuðborginni – þar sem Rauði krossinn útvegar um 40 prósent af öllu drykkjarvatni – eru aðstæður samt víða hrikalegar. Fellibylurinn Tomas gerði illt verra.

„Það eru komin næstum 10 þúsund tilfelli og 643 dauðsföll skráð vegna kóleru,“ segir Birna Halldórsdóttir rekstrarstjóri tjaldsjúkrahúss Rauða krossins í Carrefour. „En mörg tilfelli hafa ekki verið skráð og sumir segja að það sé hægt að tvöfalda þessar tölur.“

12. nóvember 2010 : Kóleran er tifandi tímasprengja

Þrír íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins á Haítí taka nú þátt í að berjast gegn kólerufaraldri sem stöðugt verður skæðari. Sjúkdómurinn hefur náð inn til Port-au-Prince og er eins og tifandi tímasprengja í flóttamannabúðum þar sem hundruð þúsunda manna hafast við.

Þrátt fyrir mikla áherslu á vatns- og hreinlætisaðstöðu í höfuðborginni – þar sem Rauði krossinn útvegar um 40 prósent af öllu drykkjarvatni – eru aðstæður samt víða hrikalegar. Fellibylurinn Tomas gerði illt verra.

„Það eru komin næstum 10 þúsund tilfelli og 643 dauðsföll skráð vegna kóleru,“ segir Birna Halldórsdóttir rekstrarstjóri tjaldsjúkrahúss Rauða krossins í Carrefour. „En mörg tilfelli hafa ekki verið skráð og sumir segja að það sé hægt að tvöfalda þessar tölur.“

12. nóvember 2010 : Samvera heimsóknavina

Mánaðarleg samvera heimsóknavina var haldin fyrr í vikunni og var boðið upp á erindið „Hvernig stöndumst við álag?“ að þessu sinni. Á þessum samverum er venjulega boðið upp á einhvers konar fræðslu fyrir heimsóknavinina til að efla þá í starfi og miðla til gestgjafa sinna. Samverurnar eru annan þriðjudag í hverjum mánuði og á þeim eru heimsóknavinir sem heimsækja á einkaheimilum, sambýlum aldraðra, hjúkrunarheimilum og Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Alltaf er þörf á nýjum heimsóknavinum og geta áhugasamir haft samband við deildina í síma 554 6626 eða á [email protected]. Næsta námskeið fyrir nýja heimsóknavini á höfuðborgarsvæðinu verður haldið þriðjudaginn 16. nóvember. Frekari upplýsingar og skráningu má fá með því að smella hér.

12. nóvember 2010 : Kóleran er tifandi tímasprengja

Þrír íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins á Haítí taka nú þátt í að berjast gegn kólerufaraldri sem stöðugt verður skæðari. Sjúkdómurinn hefur náð inn til Port-au-Prince og er eins og tifandi tímasprengja í flóttamannabúðum þar sem hundruð þúsunda manna hafast við.

Þrátt fyrir mikla áherslu á vatns- og hreinlætisaðstöðu í höfuðborginni – þar sem Rauði krossinn útvegar um 40 prósent af öllu drykkjarvatni – eru aðstæður samt víða hrikalegar. Fellibylurinn Tomas gerði illt verra.

„Það eru komin næstum 10 þúsund tilfelli og 643 dauðsföll skráð vegna kóleru,“ segir Birna Halldórsdóttir rekstrarstjóri tjaldsjúkrahúss Rauða krossins í Carrefour. „En mörg tilfelli hafa ekki verið skráð og sumir segja að það sé hægt að tvöfalda þessar tölur.“

11. nóvember 2010 : Við eldumst öll

Við eldumst öll er yfirskrift erindis sem Erlingur Jóhannsson flutti á fundi heimsóknarvina Akureyrardeildarinnar. Erindið fjallaði um rannsókn sem hann stóð fyrir á líkams- og heilsurækt aldraðra. Rannsóknin sýndi fram á að með reglubundinni og skipulagðri þol- og styrktarþjálfun geta aldraðir bætt heilsu sína og lífsgæði umtalsvert. *

Erlingur, sem er deildarforseti íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Háskóla Íslands,  lýsti því hvernig rannsóknin var gerð og fór yfir helstu niðurstöður hennar. Mjög svo áhugaverð rannsókn og efni sem í raun á erindi við alla aldurshópa.

Heimsóknarvinir Rauða krossins heimsækja aldraða og sjúka á heimili sín hvort heldur er út í bæ eða inn á stofnunum.

11. nóvember 2010 : Eins og í fínustu fermingarveislu!

Súpur, súrkál, síld, kjötbollur, kálbögglar, pylsur, tertur og sætabrauð að pólskum sið voru hluti af ljúffengum réttum  sem gestum og gangandi bauðst til þess að gæða sér á í húsnæði Rauða krossins á Húsavík síðastliðinn laugardag.

Kynningin var hluti af starfsemi Rauða krossins sem felst í því að auka þekkingu fólks á mismunandi þjóðum og menningu þeirra.

Á milli 70 og 80 manns mættu til að bragða á pólskum réttum sem Daria M, Húsvíkingur, bar hitann og þungann af að undirbúa. Réttirnir féllu svo sannarlega vel í kramið. Það lýsir sér kannski best í ummælum eins gestsins sem sagði: „Þetta er bara eins og í fínustu fermingarveislu.“ Það er kannski ekki að undra, enda Daria lærður kokkur frá Póllandi.

11. nóvember 2010 : Plúsinn heldur kaffihús án landamæra í kvöld, fimmtudag

Í kvöld kl. 20.30 munu sjálfboðaliðar í Plúsnum, ungmennastarfi deildarinnar, Alþjóðatorg ungmenna og Molinn, ungmennahús Kópavogs, standa fyrir alþjóðlegu kaffihúsakvöldi sem kallast ,,Kaffihús án landamæra” í Molanum að Hábraut 2. Plúsinn hefur áður haldið álíka viðburð í samstarfi við Molann sem þá kallaðist palestínskt kaffihúsakvöld.

Dagskráin hefst með alþjóðlegu snakksmakki en ungir sjálfboðaliðar af erlendum uppruna munu koma með slíkt að heiman fyrir gesti til að smakka. Þá mun trúbadorinn Trausti koma og spila nokkur lög og Salsa-Iceland koma fólki í gírinn með því að sýna nokkur vel valin spor. Auk þess munu ungmenni frá Alþjóðatorgi kenna salsatakta. Sjálfboðaliðar úr Plúsnum verða einnig með leik sem kallast ,,Engin landamæri"- leikur fyrir ALLA!

11. nóvember 2010 : Við eldumst öll

Við eldumst öll er yfirskrift erindis sem Erlingur Jóhannsson flutti á fundi heimsóknarvina Akureyrardeildarinnar. Erindið fjallaði um rannsókn sem hann stóð fyrir á líkams- og heilsurækt aldraðra. Rannsóknin sýndi fram á að með reglubundinni og skipulagðri þol- og styrktarþjálfun geta aldraðir bætt heilsu sína og lífsgæði umtalsvert. *

Erlingur, sem er deildarforseti íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Háskóla Íslands,  lýsti því hvernig rannsóknin var gerð og fór yfir helstu niðurstöður hennar. Mjög svo áhugaverð rannsókn og efni sem í raun á erindi við alla aldurshópa.

Heimsóknarvinir Rauða krossins heimsækja aldraða og sjúka á heimili sín hvort heldur er út í bæ eða inn á stofnunum.

10. nóvember 2010 : Tók á móti 75 sjúklingum fyrsta daginn í vinnunni

Lilja Óskarsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands hefur hafið störf sem hjúkrunarfræðingur í alþjóðlegu teymi Rauða krossins í Larkana í Sindh héraði í Pakistan sem fór illa í flóðunum miklu í ágúst.

Lilja sendi Rauða krossinum tölvupóst í dag til að láta vita að allt gengi vel og sagði að þennan fyrsta dag í starfi sínu hefðu 75 manns mætt í færanlega sjúkrastöð Rauða krossins.

„Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í að setja upp flotta aðstöðu, taka á móti 75 sjúklingum og taka svo allt saman aftur og pakka niður fyrir næsta stað," sagði Lilja í pósti sínum.

10. nóvember 2010 : Tók á móti 75 sjúklingum fyrsta daginn í vinnunni

Lilja Óskarsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands hefur hafið störf sem hjúkrunarfræðingur í alþjóðlegu teymi Rauða krossins í Larkana í Sindh héraði í Pakistan sem fór illa í flóðunum miklu í ágúst.

Lilja sendi Rauða krossinum tölvupóst í dag til að láta vita að allt gengi vel og sagði að þennan fyrsta dag í starfi sínu hefðu 75 manns mætt í færanlega sjúkrastöð Rauða krossins.

„Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í að setja upp flotta aðstöðu, taka á móti 75 sjúklingum og taka svo allt saman aftur og pakka niður fyrir næsta stað," sagði Lilja í pósti sínum.

9. nóvember 2010 : Félagsvinir hittast og skera út í ávexti

Þátttakendur í verkefninu Félagsvinir kvenna af erlendum uppruna gerðu sér glaðan dag nú í nóvember. Konurnar hittust í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 og skáru út í ávexti undir góðri leiðsögn Sonju, sem er fagkona á þessu sviði. Ávaxtaskurður sem þessi er tælenskur siður og gleður bæði augu og bragðlauka.

Það er vandasamt verk að skera út svo vel sé og ekki á allra færi, það var ótrúlegt hvað sumar kvennanna voru fljótar að tileinka sér handbragðið og hver melónan á fætur annarri var færð í nýjan búning. Það var mikið hlegið og spjallað en þegar einbeitingin náði hámarki færðist hljóð yfir hópinn.

9. nóvember 2010 : Hugur og hönd starfa saman!

Handverkshópurinn hjá Grundarfjarðardeild Rauða krossins hittist á föstudögum og vinnur ötullega við að sauma, prjóna og breyta eldri flíkum í nýjar. Í hópnum er fólk á öllum aldri sá elsti 86 ára. Nú er búið að taka afraksturinn saman og setja í ungbarnapakka sem sendir verða til Hvíta Rússlands.

Séu flíkurnar taldar lætur nærri að það sé ein flík frá hverjum íbúa bæjarfélagsins. Alls mun 61 barn fá sendingu frá Grundarfirði, með hugheilum óskum um heilsu og betra líf. Rauði krossinn þakkar sínu frábæra handverksfólki sem lagði á sig mikla vinnu við að útbúa fatnaðinn.

9. nóvember 2010 : „Höfum alveg séð það verra“

„Þetta er mjög áhugavert ástand vægast sagt á spítalanum okkar núna því það er allt á fullu í skipulagi,“ segir Kristjana Þuríður Þorláksdóttir, hjúkrunarfræðingur sem er að störfum á Haítí fyrir Rauða kross Íslands. Viðtalið birtist á mbl.is 09.11.2010.

9. nóvember 2010 : Höfum alveg séð það verra

„Þetta er mjög áhugavert ástand vægast sagt á spítalanum okkar núna því það er allt á fullu í skipulagi,“ segir Kristjana Þuríður Þorláksdóttir, hjúkrunarfræðingur sem er að störfum á Haítí fyrir Rauða kross Íslands. Viðtalið birtist á mbl.is 09.11.2010.

8. nóvember 2010 : Jólafatasöfnun

Rauði krossinn mun líkt og fyrir undanfarin jól safna jólafötum og  –skóm fyrir börn frá 0 -18 ára. 
Tekið verður á móti fötunum í húsnæði Rauða krossins en Mæðrastyrksnefnd mun síðan sjá um úthlutun á  fötunum í byrjun desember.

Opnunartími Rauða krossins kl. 9 – 16 virka daga.

5. nóvember 2010 : Göngum til góðs söfnunin gerir kleift að efla hjálparstarfið í Malaví

Rauði kross Íslands hefur unnið að hjálparstarfi í Malaví síðan 2002, fyrst í einu þéttbýlasta og fátækasta héraði landsins, Chiradzulu, og síðan 2008 einnig í héraðinu Mwanza. Árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning frá sjálfboðaliðum. Áætlað er að efla verkefni Rauða krossins í Malaví enn frekar á næstu árum, meðal annars með því fjármagni sem safnaðist í landssöfnuninni Göngum til góðs í október 2010.

Einn megin styrkur þessara verkefna er að þau eru unninn í samvinnu við heimamenn, sniðin að aðstæðum á hverjum stað og það er verið að styrkja landsfélag Rauða krossins, samfélagið og fólkið til sjálfshjálpar. Mikill árangur hefur náðst í samstarfi Rauða kross Íslands og í Malaví í þau átta ár sem samvinnan hefur staðið. Vegna þess að um langtímaskuldbindingu er að ræða hafa verkefnin breyst og þróast til að mæta nýjum aðstæðum og þörfum skjólstæðinga Rauða krossins. 

5. nóvember 2010 : Göngum til góðs söfnunin gerir kleift að efla hjálparstarfið í Malaví

Rauði kross Íslands hefur unnið að hjálparstarfi í Malaví síðan 2002, fyrst í einu þéttbýlasta og fátækasta héraði landsins, Chiradzulu, og síðan 2008 einnig í héraðinu Mwanza. Árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning frá sjálfboðaliðum. Áætlað er að efla verkefni Rauða krossins í Malaví enn frekar á næstu árum, meðal annars með því fjármagni sem safnaðist í landssöfnuninni Göngum til góðs í október 2010.

Einn megin styrkur þessara verkefna er að þau eru unninn í samvinnu við heimamenn, sniðin að aðstæðum á hverjum stað og það er verið að styrkja landsfélag Rauða krossins, samfélagið og fólkið til sjálfshjálpar. Mikill árangur hefur náðst í samstarfi Rauða kross Íslands og í Malaví í þau átta ár sem samvinnan hefur staðið. Vegna þess að um langtímaskuldbindingu er að ræða hafa verkefnin breyst og þróast til að mæta nýjum aðstæðum og þörfum skjólstæðinga Rauða krossins. 

5. nóvember 2010 : Göngum til góðs söfnunin gerir kleift að efla hjálparstarfið í Malaví

Rauði kross Íslands hefur unnið að hjálparstarfi í Malaví síðan 2002, fyrst í einu þéttbýlasta og fátækasta héraði landsins, Chiradzulu, og síðan 2008 einnig í héraðinu Mwanza. Árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning frá sjálfboðaliðum. Áætlað er að efla verkefni Rauða krossins í Malaví enn frekar á næstu árum, meðal annars með því fjármagni sem safnaðist í landssöfnuninni Göngum til góðs í október 2010.

Einn megin styrkur þessara verkefna er að þau eru unninn í samvinnu við heimamenn, sniðin að aðstæðum á hverjum stað og það er verið að styrkja landsfélag Rauða krossins, samfélagið og fólkið til sjálfshjálpar. Mikill árangur hefur náðst í samstarfi Rauða kross Íslands og í Malaví í þau átta ár sem samvinnan hefur staðið. Vegna þess að um langtímaskuldbindingu er að ræða hafa verkefnin breyst og þróast til að mæta nýjum aðstæðum og þörfum skjólstæðinga Rauða krossins. 

5. nóvember 2010 : Rauði krossinn eflir neyðarvarnir vegna fellibyls á Haítí

Mikill viðbúnaður er nú hjá Rauða krossinum á Haítí en búist er við að fellibylurinn Tómas muni skella á eyna Hispaníólu á hverri stundu. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla síðustu daga í Karabíska hafinu, og er óttast að afleiðingarnar kunni að verða skelfilegar þegar hann nær landi á Haítí þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Miklar rigningar fylgja fellibylnum og eykur það enn á hættuna á að kólerufaraldur blossi upp í höfuðborginni.

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands eru nú að störfum á Haítí við tjaldsjúkrahús Rauða krossins í einu úthverfa Port-au-Prince, Birna Halldórsdóttir sem sér um starfsmannamál fyrir sjúkrahúsið og hjúkrunarfræðingarnir Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir.

5. nóvember 2010 : Rauði krossinn eflir neyðarvarnir vegna fellibyls á Haítí

Mikill viðbúnaður er nú hjá Rauða krossinum á Haítí en búist er við að fellibylurinn Tómas muni skella á eyna Hispaníólu á hverri stundu. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla síðustu daga í Karabíska hafinu, og er óttast að afleiðingarnar kunni að verða skelfilegar þegar hann nær landi á Haítí þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Miklar rigningar fylgja fellibylnum og eykur það enn á hættuna á að kólerufaraldur blossi upp í höfuðborginni.

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands eru nú að störfum á Haítí við tjaldsjúkrahús Rauða krossins í einu úthverfa Port-au-Prince, Birna Halldórsdóttir sem sér um starfsmannamál fyrir sjúkrahúsið og hjúkrunarfræðingarnir Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir.

4. nóvember 2010 : Heimsókn frá Flúðum

Elstu börnin á leikskólanum Flúðum komu í heimsókn í Rauða krossin í morgun og eins og venjulega þá höfðu þau ýmislegt til málanna að leggja.  Þau fengu auðvitað að heyra af honum Henry sem “fattaði upp á” Rauða krossinum. Sá þótti þeim  nú með skrítið skegg, og voru alls ekki á því að það myndi klæða pabba vel, hvað þá mömmu. Hjálpfús, Rauða kross strákur lék auðvitað stórt hlutverk líka. Hann fræddi þau um grundvallarmarkmið Rauða krossins og svo var auðvitað lituð mynd af honum í öllum regnbogans litum. Sum höfðu komið til og jafnvel búið í útlöndum, sum farið í sjúkrabíl og sum voru vel að sér í flestu því sem bar á góma.   Fastlega má þó gera ráð fyrir því að það sem stendur upp úr frá þessari heimsókn er að þau fengu djús og kex !
Skemmtilegir krakkar og alltaf gaman að fá slíkar heimsóknir.

Sjá má myndir frá heimsókninni  með því að smella á lesa meira

 

4. nóvember 2010 : Atvinnuleitendur taka þátt í starfi deildarinnar

Kópavogsdeild er með tvö verkefni sem miða að því að virkja atvinnuleitendur á meðan á atvinnuleit stendur. Annað verkefnið ber yfirskriftina „Nýttu tímann“ og samanstendur af opnu húsi í húsnæði deildarinnar. Boðið er upp á námskeið, fyrirlestra, ráðgjöf og samverur. Markmiðið er að virkja og hvetja fólk þótt að þrengi vegna erfiðra efnahagsaðstæðna, atvinnuleysis og krappra kjara. Verkefninu er ætlað að skapa jákvæðar aðstæður fyrir fólk og ekki síst rjúfa einsemd og félagslega einangrun. Opna húsið er þrjá daga í viku og er þátttaka ókeypis. Hver og einn mætir á sínum eigin forsendum, hvort sem það er að mæta á fyrirlestur, nýta sér ráðgjöf eða kíkja í kaffi og spjall. Þá er einnig hægt að taka þátt með því að gerast leiðbeinandi og sjá um fyrirlestur, námskeið eða samverur. Hægt er að kynna sér dagskrá opna hússins með því að smella hér.

4. nóvember 2010 : Efling neyðarvarna í Kákasuslöndunum

Rauði kross Íslands er að hefja samstarf við danska Rauða krossinn og Rauða kross félög í Georgíu og Armeníu sem gengur út á að efla almannavarnir í Kákasuslöndunum. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Almannavarnir þessara landa hafa fram að þessu verið fremur bágbornar og löndin hafa átt erfitt með að takast á við afleiðingar náttúruhamfara.

Samstarfsverkefnið hófst árið 2010. Það nær til 72.000 íbúa og markmiðið er að efla hæfni og þrautseigju fólks til að takast á við tíðar náttúruhamfarir en sem dæmi má nefna að árið 1988 létust um 25.000 manns í öflugum jarðskjálfta í Armeníu.

3. nóvember 2010 : Þjóðahátíð á Akranesi

Þjóðahátíð var haldin á Akranesi í fjórða sinn sunnudaginn 31. október, en viðburðurinn er liður í dagskrá Vökudaga sem hófust á Akranesi í síðustu viku. Það er Félag nýrra Íslendinga, í samvinnu við Rauða krossinn á Akranesi, Menningarráð Vesturlands og Akraneskaupstað, sem stendur að hátíðinni.

Þátttakan í ár var með besta móti, en fólk frá meira en 25 löndum lögðu hátíðinni lið með einum aða öðrum hætti.  Árni Múli Árnason,  bæjarstjóri á Akranesi setti hátíðina, en ræðismaður Póllands var heiðursgestur. Í ár var lögð sérstök áhersla á samstarf við innflytjendur í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi, en fjölmörg verkefni önnur eru nú í gangi sem byggja á samstarfi þessara aðila.

3. nóvember 2010 : 658 fatapakkar á árinu

Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hafa pakkað alls 658 fatapökkum á árinu. Þeir hafa pakkað þrisvar sinnum og nú síðast fyrir viku síðan. Þá pökkuðu sjálfboðaliðarnir 240 pökkum. Fatapakkarnir eru sendir til barna og fjölskyldna í neyð erlendis og síðasta sending fór til Hvíta-Rússlands en sú næsta fer til Malaví. Sjálfboðaliðarnir prjóna, hekla og sauma peysur, sokka, húfur, teppi og bleyjubuxur en auk þess fer líka í pakkana handklæði, treyja, buxur, samfellur, taubleyjur og taustykki.

2. nóvember 2010 : Upplýsingamiðstöð fyrir nýbúa - Rauði krossinn og Fjarðabyggð í samvinnu

Upplýsingamiðstöð fyrir nýja íbúa er rekin í samvinnu milli sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og Rauða kross deildanna í Fjarðabyggð. Stór hluti starfsmanna Fjarðaráls ásamt starfsmönnum annarra fyrirtækja á svæðinu er aðfluttur inn í fjórðunginn. Greinin birtist í fréttablaði Fjarðaráls.

1. nóvember 2010 : Þróunarsamvinna og hjálparstarf á vettvangi - í átt að betri heimi

Rauði krossinn, utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands standa saman að námskeiði um þróunarsamvinnu og hjálparstarf á vettvangi. 

1. nóvember 2010 : Tombóla

Diljá Pétursdóttir, Sigurjón Bogi Ketilsson og Rakel Svavarsdóttir héldu tombólu á dögunum og söfnuðu alls 5.282 kr. Þau heimsóttu deildina með afraksturinn til að styrkja Rauða krossinn. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.