30. desember 2010 : Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi tóku á móti viðurkenningu fyrir vel unnin störf

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 fengu viðurkenningu fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf. Á síðustu önn útskrifuðust 14 nemendur úr áfanganum en hann er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar og Menntaskólans í Kópavogi.

Meðal verkefna sem nemendur unnu að voru störf í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, störf í Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir langveik börn, félagsstarf með 13-16 ára ungmennum af íslenskum og erlendum uppruna, vinna með innflytjendum á aldrinum 9-12 ára og aðstoð við jafningja með það að markmiði að liðsinna við nám og rjúfa félagslega einangrun. Þar að auki sátu þeir grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þeir héldu einnig dagbók um störf sín og lokaverkefni þeirra var að sjá um handverksmarkað í Rauðakrosshúsinu sem haldinn var 20. nóvember síðastliðinn og þar söfnuðust 300 þúsund krónur sem runnu til styrktar verkefnum innanlands.

30. desember 2010 : Námskeið fyrir heimsóknavini með hunda

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir heimsóknavini með hunda laugardaginn 22. janúar n.k.  Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað fyrir þá  sem eiga eða hafa aðgang að hundi sem þeir telja að geti sinnt slíku verkefni.  Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga eða skráð sig á skrifstofu Rauða krossins í síma 461 2374 eða [email protected]

29. desember 2010 : Ungir Hafnfirðingar láta sig mannúðarmálin varða

Börnin á leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði hafa um árabil styrkt hjálparstarf Rauða krossins. Það gera þau með því að safna dósum og flöskum sem þau tína í göngutúrum sínum í nágrenninu og eitthvað kemur heiman að frá. Þau heimsóttu Hafnarfjarðardeildina fyrir skömmu og sungu nokkur lög fyrir starfsfólkið sem skemmti sér vel.

Alls söfnuðu börnin á Norðurbergi samtals 21.043 krónum í ár. Peningarnir fara í sjóð „tombólubarna“ sem er notaður til að kaupa skólavörur fyrir börnin á Haítí sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar.

29. desember 2010 : Ungir Hafnfirðingar láta sig mannúðarmálin varða

Börnin á leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði hafa um árabil styrkt hjálparstarf Rauða krossins. Það gera þau með því að safna dósum og flöskum sem þau tína í göngutúrum sínum í nágrenninu og eitthvað kemur heiman að frá. Þau heimsóttu Hafnarfjarðardeildina fyrir skömmu og sungu nokkur lög fyrir starfsfólkið sem skemmti sér vel.

Alls söfnuðu börnin á Norðurbergi samtals 21.043 krónum í ár. Peningarnir fara í sjóð „tombólubarna“ sem er notaður til að kaupa skólavörur fyrir börnin á Haítí sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar.

28. desember 2010 : Fjöldahjálparnámskeið

Þegar stórir og alvarlegir hlutir gerast snýst hlutverk sjálfboðaliða Rauða krossins fyrst og fremst um fjöldahjálp og félagslega aðstoð. Námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja sinna því hlutverki eru haldin með reglulegu millibili hér og hvar um landið. 
Fjöldahjálparstjóranámskeið verður haldið á Siglufirði laugardaginn 15. janúar 2011.

 

08.30-12.00   
Setning og kynning
Almannavarnir - fyrirlestur
SÁBF skrifborðsæfing
Fjöldahjálp – fyrirlestur og umræður.

12.00-12.30    Hádegisverður.

12.30-16.30   
Umræður um neyðarvarnamál á staðnum.
Fjölmiðlun þegar á reynir – fyrirlestur og umræður.
Sálrænn stuðningur.
Skráning í neyðaraðgerðum.
Skrifborðsæfing um fjöldahjálp.
Námskeiðslok.

Nánari upplýsingar fást hjá Guðnýju Björnsdóttur svæðisfulltrúa á Norðurlandi [email protected]  og á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri 461 2374 [email protected]
 

28. desember 2010 : Fatagámurinn í Vík færir sig um set

Fatasöfnunargámur Víkurdeildar Rauða krossins fékk nýlega nýtt heimili. Hann stendur nú við Sunnubraut 14 – í góðu skjóli hjá Jeppum og öllu ehf. Aðgengi að nýja staðnum er betra og auðveldara en að þeim gamla og vonandi verða Mýrdælingar ánægðir með þessa breytingu. Söfnunargámur veður þó fyrst um sinn líka á gamla staðnum, við slökkvistöðina, á meðan fólk er að átta sig á breytingunni.

Með því að gefa fatnað leggur fólk Rauða krossinum lið og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. Fatnaði er úthlutað til berskjaldaðra, hann er til sölu í Rauðakrossbúðunum og það sem ekki nýtist beint er selt í endurvinnslu. Árlega eru um þúsund tonn af fötum og klæði urðuð hérlendis. Þessu öllu væri hægt að koma í endurvinnslu og skapa um leið tekjur fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins. Þannig fer styrkur til Rauða krossins og umhverfisvernd saman.

28. desember 2010 : Fatagámurinn í Vík færir sig um set

Fatasöfnunargámur Víkurdeildar Rauða krossins fékk nýlega nýtt heimili. Hann stendur nú við Sunnubraut 14 – í góðu skjóli hjá Jeppum og öllu ehf. Aðgengi að nýja staðnum er betra og auðveldara en að þeim gamla og vonandi verða Mýrdælingar ánægðir með þessa breytingu. Söfnunargámur veður þó fyrst um sinn líka á gamla staðnum, við slökkvistöðina, á meðan fólk er að átta sig á breytingunni.

Með því að gefa fatnað leggur fólk Rauða krossinum lið og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. Fatnaði er úthlutað til berskjaldaðra, hann er til sölu í Rauðakrossbúðunum og það sem ekki nýtist beint er selt í endurvinnslu. Árlega eru um þúsund tonn af fötum og klæði urðuð hérlendis. Þessu öllu væri hægt að koma í endurvinnslu og skapa um leið tekjur fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins. Þannig fer styrkur til Rauða krossins og umhverfisvernd saman.

26. desember 2010 : Sjálboðaliðar óskast sem stuðningsfjölskyldur flóttamanna

Þann 10. desember síðastliðin komu til landsins tvær flóttafjölskyldur frá Kólumbíu í boði ríkisstjórnar Íslands, en fjölskyldurnar hafa nú sest að í Reykjavík.

Reykjavíkurdeild Rauða krossins óskar eftir sjálfboðaliðum til að sinna stuðningsfjölskylduhlutverki við flóttamannafjölskyldurnar.

Áhugsamir hafi samband við:

Karen H. Theodórsdóttir, [email protected]
Sími 545-0404

eða

Jeimmy Andrea, [email protected]

23. desember 2010 : Allir velkomnir í hátíðarkvöldverð á Ísafirði

Rauði krossinn á Vestfjörðum verður með opið hús á aðfangadagskvöld fyrir þá sem eru einir eða vilja fá félagsskap. Safnast verður saman í athvarfinu Vesturafli upp úr klukkan 17 og hátíðarmaturinn er borinn fram klukkan 18. Vesturafl er að Mánagötu 6 á Ísafirði.

„Þetta er fyrir alla sem vilja vera í félagsskap, hvort sem þeir eru einir eða fjölskyldur sem hafa áhuga á að vera í stórum hópi,“ segir Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum.

22. desember 2010 : Lokun um jól og áramót

Rauðakrosshúsið i Kópavogi er lokað en opnar aftur þriðjudaginn 4. janúar 2008, kl.10.

Kópavogsdeild Rauða krossins færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.

Hægt er að hafa samband með því að senda línu á [email protected] og við svörum við fyrsta tækifæri.
 

21. desember 2010 : Jólakveðja 2010

21. desember 2010 : Mannvinir Rauða krossins

Mannvinir Rauða krossins, styrktarfélagar til margra ára, styrkja langtímaverkefni félagsins á alþjóða vettvangi í þágu einstaklinga sem búa við miklar þrengingar. Þeir gera Rauða krossinum kleift að vinna að mikilvægu og árangursríku hjálparstarfi.

Fjárstuðningur Mannvina Rauða krossins renna til verkefna í Malaví, Síerra Leone og Palestínu.

20. desember 2010 : Jólakaffi fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins í Hveragerði

Um 30 sjálfboðaliðar Hveragerðisdeildar Rauða krossins komu saman í árlegt jólakaffi deildarinnar í desember. Hátíðarbragur var yfir samkomunni eins og tilefni gaf til. 

Anna Jórunn Stefánsdóttir las upp jólasögu og Gróa Hreinsdóttir, kórstjóri Hveragerðiskirkju, spilaði jólalög og stjórnaði söng. Þrjár konur sungu með henni; Guðrún Guðmundsóttir, Kristjana Hrafnkelsdóttir og Halldóra Steindórsdóttir.

Hveragerðisdeild Rauða krossins sendir sjálfboðaliðum deildarinnar og Hvergerðingum öllum bestu jóla og nýárskveðjur og þakkar gott samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.

20. desember 2010 : Jólakaffi fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins í Hveragerði

Um 30 sjálfboðaliðar Hveragerðisdeildar Rauða krossins komu saman í árlegt jólakaffi deildarinnar í desember. Hátíðarbragur var yfir samkomunni eins og tilefni gaf til. 

Anna Jórunn Stefánsdóttir las upp jólasögu og Gróa Hreinsdóttir, kórstjóri Hveragerðiskirkju, spilaði jólalög og stjórnaði söng. Þrjár konur sungu með henni; Guðrún Guðmundsóttir, Kristjana Hrafnkelsdóttir og Halldóra Steindórsdóttir.

Hveragerðisdeild Rauða krossins sendir sjálfboðaliðum deildarinnar og Hvergerðingum öllum bestu jóla og nýárskveðjur og þakkar gott samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.

20. desember 2010 : Dregið hefur verið í jólahlutaveltu Víðsýnar

Ferðafélagið Víðsýn, ferðafélag gesta og starfsmanna Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir stendur árlega fyrir fjáröflun. Að þessu sinni héldu þau jólahlutaveltu og leituðu til listamanna og fyrirtækja. Kann ferðafélagið þeim bestu þakkir fyrir.

Útgefnir miðar voru aðeins 200 og miðaverð 2000 kr. Dregið var eingöngu úr seldum miðum á Litlu Jólum Vinjar á föstudaginn.

Vinningar komu á eftirtalin númer:

17. desember 2010 : „Starfið í Pakistan var áhugavert og árangursríkt"

Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur kom heim frá Pakistan 15. desember en hún fór til Larkana í Sindh héraði í byrjun nóvember. Verkefni Lilju í Larkana var að taka þátt í hjálparstarfi fjölþjóðlegs teymis undir stjórn norska Rauða krossins sem hófst í lok ágúst í kjölfar flóðanna í Indus. 

„Við fórum sex daga vikunnar með færanlega sjúkrastöð í héruðin í kring, til Shikarpur, Shadad Kot og Larkana. Þar störfuðu tveir til þrír læknar, tveir hjúkrunarfræðingar og tíu pakistanskir starfsmenn frá Rauða hálfmánanum við móttöku, greiningu og meðhöndlun sjúkra á svæðinu. Hlutverk mitt í teyminu var að stjórna uppsetningu stöðvarinnar og skipuleggja starfið á hverjum stað, sinna almennum hjúkrunarstörfum, t.d. sáraskiptingum og lyfjagjöfum, velja úr veikustu sjúklingana, sem fengu læknisviðtal, og meðhöndla einfaldari vandamál við innganginn,“ segir Lilja eftir heimkomuna.

17. desember 2010 : „Starfið í Pakistan var áhugavert og árangursríkt"

Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur kom heim frá Pakistan 15. desember en hún fór til Larkana í Sindh héraði í byrjun nóvember. Verkefni Lilju í Larkana var að taka þátt í hjálparstarfi fjölþjóðlegs teymis undir stjórn norska Rauða krossins sem hófst í lok ágúst í kjölfar flóðanna í Indus. 

„Við fórum sex daga vikunnar með færanlega sjúkrastöð í héruðin í kring, til Shikarpur, Shadad Kot og Larkana. Þar störfuðu tveir til þrír læknar, tveir hjúkrunarfræðingar og tíu pakistanskir starfsmenn frá Rauða hálfmánanum við móttöku, greiningu og meðhöndlun sjúkra á svæðinu. Hlutverk mitt í teyminu var að stjórna uppsetningu stöðvarinnar og skipuleggja starfið á hverjum stað, sinna almennum hjúkrunarstörfum, t.d. sáraskiptingum og lyfjagjöfum, velja úr veikustu sjúklingana, sem fengu læknisviðtal, og meðhöndla einfaldari vandamál við innganginn,“ segir Lilja eftir heimkomuna.

17. desember 2010 : Margt og mikið að gerast hjá Móral

Krakkarnir í Móral, ungmennastarfi Kjósarsýsludeildar Rauða krossins, héldu jólamarkað í Álafosskvosinni nú í desember. Til sölu voru fjölbreyttar og fallegar prjónavörur frá sjálfboðaliðum og velunnurum deildarinnar og ilmandi heimagerður brjóstsykur sem krakkarnir höfðu útbúið.

Ágóði markaðsins var 50.000 krónur og rennur hann í jólaúthlutun Kjósarsýsludeildar

Mórall er hópur krakka 13-16 ára sem hittist alla mánudaga kl. 20 í Þverholti 7.

Krakkarnir fræðast um Rauða krossinn, vinna verkefni tengd hugsjónum og starfi Rauða krossins um allan heim, fara í ferðir og hitta aðrar ungmennadeildir. Það kostar ekkert að vera með. Komdu og kíktu ef þú þorir....

17. desember 2010 : Margt og mikið að gerast hjá Móral

Krakkarnir í Móral, ungmennastarfi Kjósarsýsludeildar Rauða krossins, héldu jólamarkað í Álafosskvosinni nú í desember. Til sölu voru fjölbreyttar og fallegar prjónavörur frá sjálfboðaliðum og velunnurum deildarinnar og ilmandi heimagerður brjóstsykur sem krakkarnir höfðu útbúið.

Ágóði markaðsins var 50.000 krónur og rennur hann í jólaúthlutun Kjósarsýsludeildar

Mórall er hópur krakka 13-16 ára sem hittist alla mánudaga kl. 20 í Þverholti 7.

Krakkarnir fræðast um Rauða krossinn, vinna verkefni tengd hugsjónum og starfi Rauða krossins um allan heim, fara í ferðir og hitta aðrar ungmennadeildir. Það kostar ekkert að vera með. Komdu og kíktu ef þú þorir....

16. desember 2010 : Deild 12 B tók jólabikarinn

Fimm lið skráðu sig til leiks á jólamóti að Kleppsspítala sem haldið var á þriðjudaginn sl. Skákfélag Vinjar og Hrókurinn tóku upp þennan skemmtilega sið fyrir nokkrum árum síðan og Víkingaklúbburinn tók þátt samstarfinu að þessu sinni.

Deild 12 hefur ávallt haft öfluga skákmenn innanborðs og sendi tvö lið að þessu sinni, deild 15 var með lið ásamt Búsetukjarna Reykjavíkurborgar, sem var skipað liðsmönnum frá Skúlagötu 70 og 74 auk þess sem starfsmenn vinnustaðarins Múlalundar skelltu í lið. Forföll urðu hjá áfangaheimilinu að Gunnarsbraut og íbúum Flókagötu 29-31 á síðustu stundu.  Nokkrir liðsmenn Vinjar fylltu upp í lið þar sem vantaði en þrír eru í liði og einn starfsmaður leyfður.

Gunnar Björnsson, forseti, setti mótið og lét þess getið að Kleppsspítalinn hafi verið mikill áhrifavaldur í lífi sínu. Er hann sem ungur - yngri - maður starfaði að Kleppsspítala, einmitt á hinni miklu skákdeild númer 12, hafi hann kynnst konu sinni sem starfaði á deild 15. 

16. desember 2010 : Viltu bregðast við í neyð?

Viðbragðshópur Höfuðborgarsvæðis getur bætt við sig fleiri sjálfboðaliðum. Viðbragðshópurinn sinnir neyðaraðstoð fyrir óslasaða þolendur á vettvangi bruna, vatnstjóna, rýmingar húsa og annarra alvarlegra atburða sem lenda utan skipulags almannavarna.

Hópfélagar taka bakvaktir eina viku í senn. Þeir taka námskeið áður en þeir hefja störf, m.a. í sálrænum stuðningi og úrlausnum eftir tjón. Hópurinn starfar undir Neyðarnefnd höfuðborgarsvæðis sem velur einstaklinga í hópinn. Sjálfboðaliðar þurfa að vera búnir að ná 23 ára aldri.

Næsta námskeið fyrir verðandi félaga í viðbragðshóp er fyrirhugað um miðjan febrúar og inntökuviðtöl hefjast síðustu viku í janúar.

16. desember 2010 : Viltu bregðast við í neyð?

Viðbragðshópur Höfuðborgarsvæðis getur bætt við sig fleiri sjálfboðaliðum. Viðbragðshópurinn sinnir neyðaraðstoð fyrir óslasaða þolendur á vettvangi bruna, vatnstjóna, rýmingar húsa og annarra alvarlegra atburða sem lenda utan skipulags almannavarna.

Hópfélagar taka bakvaktir eina viku í senn. Þeir taka námskeið áður en þeir hefja störf, m.a. í sálrænum stuðningi og úrlausnum eftir tjón. Hópurinn starfar undir Neyðarnefnd höfuðborgarsvæðis sem velur einstaklinga í hópinn. Sjálfboðaliðar þurfa að vera búnir að ná 23 ára aldri.

Næsta námskeið fyrir verðandi félaga í viðbragðshóp er fyrirhugað um miðjan febrúar og inntökuviðtöl hefjast síðustu viku í janúar.

16. desember 2010 : Sjálfboðaliða vantar í Viðbragðshóp Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu

Viðbragðshópurinn sinnir neyðaraðstoð fyrir óslasaða þolendur á vettvangi bruna, vatnstjóna, rýmingu á húsnæði og annarra alvarlegra atburða sem lenda utan skipulags almannavarna.

Hópfélagar eru á bakvakt í viku í senn og taka ítarlegt námskeið á vegum Neyðarnefndar höfuðborgarsvæðisins áður en þeir hefja störf, m.a. í sálrænum stuðningi og úrlausnum eftir tjón. Hópurinn starfar undir Neyðarnefndinni og hún velur einstaklinga í hann. Aldurstakmark í Viðbragðshóp er 23 ár.

15. desember 2010 : Börn og unglingar úr Gufunesbæ afhenda ágóða af jólamarkaði

Börn og unglingar í frístundaheimilum, frístundaklúbbi og félagsmiðstöðvum afhentu fulltrúum Rauða krossins ágóða af jólamarkaði sem haldinn var í Hlöðunni við Gufunesbæinn 2. desember s.l. Seld voru jólakort, jólasmákökur, brjóstsykur, fímó-skart, perlumyndir og margt fleira sem börn og unglingar höfðu útbúið í sameiningu.

Í Geiralundi við Gufunesbæinn var hægt að gæða sér á kakói, sykurpúðum og piparkökum gegn vægu gjaldi.

Fjöldi fólks lagði leið sína í Hlöðuna og í Geiralund þennan dag og lagði um leið góðu málefni lið en alls söfnuðust rúmar 75 þúsund krónur sem renna til styrktar barnaheimilum í Malaví.

15. desember 2010 : Börn og unglingar úr Gufunesbæ afhenda ágóða af jólamarkaði

Börn og unglingar í frístundaheimilum, frístundaklúbbi og félagsmiðstöðvum afhentu fulltrúum Rauða krossins ágóða af jólamarkaði sem haldinn var í Hlöðunni við Gufunesbæinn 2. desember s.l. Seld voru jólakort, jólasmákökur, brjóstsykur, fímó-skart, perlumyndir og margt fleira sem börn og unglingar höfðu útbúið í sameiningu.

Í Geiralundi við Gufunesbæinn var hægt að gæða sér á kakói, sykurpúðum og piparkökum gegn vægu gjaldi.

Fjöldi fólks lagði leið sína í Hlöðuna og í Geiralund þennan dag og lagði um leið góðu málefni lið en alls söfnuðust rúmar 75 þúsund krónur sem renna til styrktar barnaheimilum í Malaví.

15. desember 2010 : Börn og unglingar úr Gufunesbæ afhenda ágóða af jólamarkaði

Börn og unglingar í frístundaheimilum, frístundaklúbbi og félagsmiðstöðvum afhentu fulltrúum Rauða krossins ágóða af jólamarkaði sem haldinn var í Hlöðunni við Gufunesbæinn 2. desember s.l. Seld voru jólakort, jólasmákökur, brjóstsykur, fímó-skart, perlumyndir og margt fleira sem börn og unglingar höfðu útbúið í sameiningu.

Í Geiralundi við Gufunesbæinn var hægt að gæða sér á kakói, sykurpúðum og piparkökum gegn vægu gjaldi.

Fjöldi fólks lagði leið sína í Hlöðuna og í Geiralund þennan dag og lagði um leið góðu málefni lið en alls söfnuðust rúmar 75 þúsund krónur sem renna til styrktar barnaheimilum í Malaví.

15. desember 2010 : Fatamarkaðir á Austurlandi

Nokkrar deildir Rauða krossins á Austurlandi halda fatamarkaði í desember. Á Egilsstöðum var markaðurinn opinn dagana 3. til 11. desember í sláturhúsinu (menningarhúsinu) á Egilsstöðum á vegum Héraðs- og Borgarfjarðardeildar. Fjöldi sjálfboðaliða sáu um markaðinn og gekk salan mjög vel. Ágóðinn mun skiptast á milli verkefna í Malaví í Afríku og innanlands.

Eskifjarðardeild rekur Stóru Rauða kross búðina sem er opin á laugardögum fram að jólum frá klukkan 10-14. Þar er alltaf verið að taka upp nýjar vörur og einnig eru þeir sem áhuga hafa á sjálfboðnu starfi hvattir til að hafa samband í síma 661 7816. Það er einnig velkomið að hringja ef fólk vanhagar um föt og kemst ekki á laugardaginn.

14. desember 2010 : Norræn Rauða kross félög skora á ríkisstjórnir sínar að leiða bann við kjarnavopnum

Landsfélög Rauða krossins á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð afhentu í gær forsætisráðherrum landa sinna áskorun um að beita sér í sameiginlegu átaki fyrir því að kjarnavopnum verði útrýmt í heiminum í samræmi við mannúðarhlutverk Rauða krossins og grundvallarmarkmið alþjóðlegra mannúðarlaga. Skorað er á ríkisstjórnir Norðurlandanna að leiða ferli um undirritun alþjóðasamnings sem feli í sér bann við notkun, þróun, birgðasöfnun og flutningi á kjarnavopnum.

Anna Stefánsdóttir formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri gengu á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í gær og afhentu henni sameiginlega yfirlýsingu norrænu Rauða kross félaganna.

10. desember 2010 : Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi tóku á móti viðurkenningu fyrir vel unnin störf

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 fengu viðurkenningu á dögunum fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf. Á þessari önn útskrifuðust 14 nemendur úr áfanganum en hann er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar og Menntaskólans í Kópavogi. Meðal verkefna sem nemendur unnu að voru störf í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, störf í Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir langveik börn, félagsstarf með 13-16 ára ungmennum af íslenskum og erlendum uppruna, vinna með innflytjendum á aldrinum 9-12 ára og aðstoð við jafningja með það að markmiði að liðsinna við nám og rjúfa félagslega einangrun. Þar að auki sátu þeir grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þeir héldu einnig dagbók um störf sín og lokaverkefni þeirra var að sjá um handverksmarkað í Rauðakrosshúsinu sem haldinn var 20. nóvember síðastliðinn og þar söfnuðust 300 þúsund krónur sem runnu til styrktar verkefnum innanlands.

Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossinum og margir nemendur hafa haft á orði að þessi reynsla af sjálfboðaliðastörfum muni fylgja þeim og hafi breytt sýn þeirra á lífið. Deildin fékk leyfi til að vitna í hluta úr dagbók eins nemanda sem vann sem sjálfboðaliði í Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir langveik börn:

9. desember 2010 : Sælla er að gefa en þiggja í Rauða krossinum á Vestfjörðum

Sjálfboðaliðar deilda Rauða krossins á Vestfjörðum hafa í mörgu að snúast þessa dagana eins og aðrir landsmenn. Verkefnin eru fjölbreytt og mörg þeirra eru ekki sýnileg þó þau séu unnin allan ársins hring.

9. desember 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða vegna fannfergis í Skotlandi

Sjálfboðaliðar Rauða kross Bretlands hafa staðið vaktina allan sólarhringinn síðastliðnar tvær vikur og aðstoðað fólk vegna mikils fannfergis í Skotlandi og á Norður-Englandi. Umferðaröngþveiti hefur hamlað för sjúkrabifreiða í Glasgow og Lanarkshire og hafa neyðarsveitir breska Rauða krossins aðstoðað sjúkraflutningamenn við að komast leiðar sinnar. Þá hafa sjálfboðaliðar aðstoðað strandaglópa á Glasgow flugvelli með því að útvega þeim bedda til að halla höfði sínu á.

9. desember 2010 : Alþjóðlegir foreldrar á haustönn

Hópur alþjóðlegra foreldra mætti í dag á lokasamveru hópsins fyrir jól en mikið líf og fjör hefur verið í Rauðakrosshúsinu alla fimmtudagsmorgna í haust þegar hópurinn mætir með börnin sín til að taka þátt í verkefninu Alþjóðlegir foreldrar. Foreldrarnir koma frá hinum ýmsu löndum, t.d. Litháen, Þýskalandi, Póllandi, Kína, Japan og Íslandi.

Ýmislegt hefur verið á dagskrá í haust líkt og skyndihjálparfræðsla með tilliti til ungra barna, fræðsla um holla næringu fyrir börn, kynning á þroskaleikföngum og heimsókn frá Tónagulli þar sem foreldrarnir fengu fræðslu um tónlistaruppeldi auk fastra liða eins og þegar þátttakendur koma með veitingar frá sínu heimalandi. Þá eru sumar samverurnar einnig helgaðar spjalli og almennri samveru foreldra þar sem þeir fá tækifæri til að kynnast á meðan börnin leika sér.

8. desember 2010 : Fjölmenni á sjálfboðaliðagleði

Deildin bauð sjálfboðaliðum sínum í gleði síðastliðið mánudagskvöld í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans sem haldinn er árlega 5. desember. Metþátttaka var þetta kvöld en alls mættu 55 sjálfboðaliðar og makar þeirra. Þeir áttu notalega stund saman yfir góðum veitingum, tónlist, söng og upplestri. Anna Bjarnadóttir, sjálfboðaliði, gerð að heiðursfélaga deildarinnar við þetta tilefni. Hún hefur verið sjálfboðaliði hjá deildinni í fjöldamörg ár, fyrst sem sjúkravinur og síðar í verkefninu Föt sem framlag. Hún hefur unnið mjög mikið og óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar.  

Að venju var boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. Þrír nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs spiluðu nokkur lög fyrir gestina, þá komu í heimsókn Stefán Helgi Stefánsson tenórsöngvari og Margrét Sesselja Magnúsdóttir en þau mynda hópinn Elligleði. Stefán söng skemmtileg lög við góðar undirtektir viðstaddra. Einar Kárason kom einnig og las upp úr bók sinni Mér er skemmt. Eftir góða kvöldstund var svo happadrætti og fengu nokkrir heppnir gestir gjafir.

8. desember 2010 : Jólakveðja 2010

8. desember 2010 : Sinn er siður í landi hverju

Það var glatt á hjalla um síðustu helgi þegar Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir alþjóðlegri jólaveislu. Gestirnir sem voru frá ýmsum þjóðlöndum komu með góðgæti og kynntu jólasiði frá sínu heimalandi. Einnig voru íslenskir jólaréttir eins og laufabrauð og randakökur á boðstólnum.

Að lokum sameinuðust allir í dansi í kring um jólatréð og sungin voru íslensk jólalög.

7. desember 2010 : Glæsilegt jólamót Skákfélags Vinjar

21 þátttakandi skráði sig í baráttuna um jólabækurnar þegar Skákfélag Vinjar hélt jólamótið sitt í Vin, Hverfisgötu 47,  í gær.  Mótið var afar hressandi, ekki síst þar sem borgarstjórinn hann Jón Gnarr setti mótið með stæl og lék fyrsta leikinn fyrir Björn Sölva Sigurjónsson, jókerinn í Skákfélagi Vinjar, gegn Hinrik P. Friðrikssyni. Borgarstjóranum fannst Björn fullbrattur að leika a4 og vildi meina að hann ætti betri kosti en Björn gaf sig ekki enda hokinn af reynslu.

Mótið var býsna jafnt og spennandi og ekkert gefið eftir. Kjartan Guðmundsson og Birgir Berndsen stóðust þó áhlaup og árásir glerharðra skákmanna og enduðu jafnir með fimm og hálfan af sex. Kjartan hafði þetta þó á hálfu stigi. Tvær skákkonur, þær Inga Birgis og Elsa María Kristínardóttir, voru með og rusluðu þessu upp, urðu í þriðja og fjórða sæti með fjóra vinninga eins og Jorge Fonseca og Siguringi Sigurjóns sem komu í því fimmta og sjötta.

7. desember 2010 : Heitt kakó í miðbæ Reykajvíkur

Átta þúsund bollar af heitu kakói verða gefnir alla laugardaga í desember og á Þorláksmessu. 150 sjálfboðaliðar standa vaktina á 12 stöðvum víðsvegar um miðbæinn. Tilgangurinn er að safna til styrktar Elínborgarsjóði Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands en sjóðnum er ætlað að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem á þurfa að halda.

Með sjálfboðaliðum Reykjavíkurdeildar er fjöldi erlendra sjálfboðaliða á vegum SEEDS sjálfboðaliðasamtakanna en án hjálpar allra sjálfboðaliðanna væri söfnun sem þessi ógerleg.

6. desember 2010 : Tombólukrakkar í bíó

Mikil stemning var í Laugarásbíó nú um helgina á degi sjálfboðaliðans, 5. desember, þegar kvikmyndahúsið bauð öllum krökkum sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu og voru með tombólu á árinu í bíó. Myndin sem var sýnd heitir Arthúr 3 en hún kom út í nóvember á þessu ári.

Tæplega einni milljón króna var safnað af 550 tombólubörnum á liðnu ári og er það met framlag frá þessum yngsta hópi styrktarmanna Rauða kross Íslands.

6. desember 2010 : Síðasti dagurinn fyrir umsóknir vegna jólaaðstoðar í Kópavogi

Í dag, mánudag, er síðasti dagurinn fyrir Kópavogsbúa til að sækja um neyðaraðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins fyrir jólin. Hægt verður að koma í Rauðakrosshúsið í Hamraborg 11, 2. hæð, og fylla út umsókn til kl. 16 í dag.

Nefndin mun svo úthluta matvörum, jólapökkum og fleiri nauðsynjum vegna jólanna í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 dagana 14., 15. og 16. desember frá 16-19.

5. desember 2010 : Kveðja til sjálfboðaliða

Kæru URKÍ félagar

Við sendum ykkur kærar kveðjur í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans sem haldinn er hátíðlegur um allan heim í dag, 5. desember. Að þessu tilefni viljum við þakka ykkur öllum fyrir vel unnin störf í þágu URKÍ sem og Rauða krossins í heild. Með von um áframhaldandi gott samstarf.

Fyrir hönd stjórnar URKÍ,
Ágústa Ósk Aronsdóttir, formaður
Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaformaður

5. desember 2010 : Alþjóðadagur sjálfboðaliðans

Í dag, 5. desember, er alþjóðadagur sjálfboðaliðans og í tilefni dagsins vill Kópavogsdeild Rauða krossins færa sjálfboðaliðum sínum bestu þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf.

Starf Rauða krossins er borið upp af sjálfboðnu starfi og án sjálfboðaliða gæti deildin ekki haldið úti öllum þeim verkefnum sem hún er að sinna og bjóða upp á. Störf sjálfboðaliða eru deildinni mikils virði og það er ómetanlegt fyrir okkur að eiga traustan hóp sjálfboðaliða að, án ykkar værum við ekki til.

Við getum með stolti sagt að verkefni deildarinnar sé í fullum blóma, verkefnin næg og hundruðir sjálfboðaliða að störfum í hinum ýmsu verkefnum. Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag eru yfir 60 talsins, þeir prjóna, hekla og sauma fatnað í ungbarnapakka sem sendir eru til neyðaraðstoðar erlendis og alls pökkuðu þeir 658 fatapökkum á árinu. Þá útbúa þeir ýmsan varning fyrir fjáröflunarmarkaði deildarinnar. Ungmennastarf Kópavogsdeildar er gróskumikið og á árinu störfuðu vel yfir 100 sjálfboðaliðar í barna- og ungmennaverkefnum deildarinnar. Í ungmennastarfinu er að finna ýmsa áhugahópa eins og hönnunarhóp, leiklistarhóp, fjáröflunarhóp og stýrihóp.

3. desember 2010 : Hekla er heimilishundur með hlutverk

Fyrsti hundurinn til að sinna sjálfboðnu starfi fyrir Rauða krossinn í Mosfellsbæ heitir Hekla. Hún er vinaleg blendingstík og heimilishundur Völu Friðriksdóttur líffræðings. Hekla gegnir margföldu hlutverki sem heimsóknavinur Rauða krossins.

3. desember 2010 : Hekla er heimilishundur með hlutverk

Fyrsti hundurinn til að sinna sjálfboðnu starfi fyrir Rauða krossinn í Mosfellsbæ heitir Hekla. Hún er vinaleg blendingstík og heimilishundur Völu Friðriksdóttur líffræðings. Hekla gegnir margföldu hlutverki sem heimsóknavinur Rauða krossins.

3. desember 2010 : Sjálfboðaliðagleði á mánudag - alþjóðadagur sjálfboðaliðans

Kópavogsdeild heldur upp á alþjóðadag sjálfboðaliðans mánudaginn 6. desember kl. 19.30-21.30 með gleði fyrir sjálfboðaliða deildarinnar. Við hvetjum því alla sjálfboðaliða okkar til að mæta og eiga skemmtilega kvöldstund saman í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi í Hamraborg 11. 

Dagskrá:
 

2. desember 2010 : Það er gott að láta gott af sér leiða - Viðtal við sjálfboðaliða

Rakel Sara Hjartardóttir er 19 ára Kópavogsbúi sem hefur verið sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeild í hátt á annað ár. Hún hefur unnið með börnunum í Enter en þau eru ungir innflytjendur á aldrinum 9-12 ára. Verkefnið er unnið í samvinnu við móttökudeild nýbúa í Álfhólsskóla og hófst árið 2004. Börnin koma einu sinni í viku eftir skóla í Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 og fá meðal annars málörvun og fræðslu í gegnum fjölbreytta leiki og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.

Rakel Sara ákvað í byrjun að gerast sjálfboðaliði þar sem hún hafði frítíma sem hún vildi nýta til góðs. Þá hafði hún heyrt af Rauða krossinum í Kópavogi í gegnum vinkonu sína. Hún hafði því samband við Kópavogsdeild, fór í viðtal og fékk að heyra hvaða sjálfboðaliðastörf væru í boði fyrir hana. Hún hafði sérstakan áhuga á því að vinna með börnum og þess vegna varð Enter-starfið fyrir valinu.

2. desember 2010 : Mikilvæg aðstoð í Pakistan

Rauði kross Íslands sendir um helgina þriðja fulltrúa sinn til starfa á flóðasvæðum landsins, Neyð fólksins enn gríðarleg, Margir fá alls ekki næga hjálp. Greinin birtist í Morgunblaðinu 2. desember 2012.

2. desember 2010 : Rauði kross Íslands vinnur gegn útbreiðslu kóleru á Haítí

Um 20 haítískir sjálfboðaliðar og þrír íslenskir sendifulltrúar á vegum Rauða kross Íslands taka nú þátt í baráttunni gegn kólerufaraldrinum á Haítí. Þegar hafa rúmlega 1.700 manns látið lífið af völdum farsóttarinnar, sem óttast er að breiðist út með síauknum hraða á næstu vikum.

Haítísku sjálfboðaliðarnir vinna við verkefni í sálrænum stuðningi til rúmlega tveggja ára sem íslenska utanríkisráðuneytið styrkti nýlega með tíu milljóna króna framlagi. Um er að ræða 20 ungmenni sem hafa tekið að sér 15.000 manna hverfi í hæðum Port-au-Prince og vinna einkum með börnum, sem enn eru að vinna úr afleiðingum jarðskjálftans mikla 12. janúar. 

2. desember 2010 : Það er gott að láta gott af sér leiða - Viðtal við sjálfboðaliða

Rakel Sara Hjartardóttir er 19 ára Kópavogsbúi sem hefur verið sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeild í hátt á annað ár. Hún hefur unnið með börnunum í Enter en þau eru ungir innflytjendur á aldrinum 9-12 ára. Verkefnið er unnið í samvinnu við móttökudeild nýbúa í Álfhólsskóla og hófst árið 2004. Börnin koma einu sinni í viku eftir skóla í Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 og fá meðal annars málörvun og fræðslu í gegnum fjölbreytta leiki og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.

Rakel Sara ákvað í byrjun að gerast sjálfboðaliði þar sem hún hafði frítíma sem hún vildi nýta til góðs. Þá hafði hún heyrt af Rauða krossinum í Kópavogi í gegnum vinkonu sína. Hún hafði því samband við Kópavogsdeild, fór í viðtal og fékk að heyra hvaða sjálfboðaliðastörf væru í boði fyrir hana. Hún hafði sérstakan áhuga á því að vinna með börnum og þess vegna varð Enter-starfið fyrir valinu.

2. desember 2010 : Rauði kross Íslands vinnur gegn útbreiðslu kóleru á Haítí

Um 20 haítískir sjálfboðaliðar og þrír íslenskir sendifulltrúar á vegum Rauða kross Íslands taka nú þátt í baráttunni gegn kólerufaraldrinum á Haítí. Þegar hafa rúmlega 1.700 manns látið lífið af völdum farsóttarinnar, sem óttast er að breiðist út með síauknum hraða á næstu vikum.

Haítísku sjálfboðaliðarnir vinna við verkefni í sálrænum stuðningi til rúmlega tveggja ára sem íslenska utanríkisráðuneytið styrkti nýlega með tíu milljóna króna framlagi. Um er að ræða 20 ungmenni sem hafa tekið að sér 15.000 manna hverfi í hæðum Port-au-Prince og vinna einkum með börnum, sem enn eru að vinna úr afleiðingum jarðskjálftans mikla 12. janúar. 

1. desember 2010 : Vanræksla við sprautufíkla eykur hættu á alnæmissmiti meðal almennings

Alþjóða Rauði krossinn telur að hægt sé að draga verulega úr útbreiðslu alnæmis ef sprautufíklar væru meðhöndlaðir sem sjúklingar frekar en afbrotamenn.  Í skýrslu sem gefin er út af tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins 1. desember kemur fram að meðan dregið hefur úr nýsmitun alnæmis í Afríku hefur hún aukist mikið meðal sprautufíkla um allan heim.

Í skýrslunni er sagt að stjórnvöld hafi brugðist þessum hópi með því að dæma fólk í fangelsi í stað þess að veita sprautufíklum betri aðgang að heilbrigðiskerfinu og aðstöðu til að fá hreinar nálar og sprautur til að koma í veg fyrir smit og sýkingar.

1. desember 2010 : Prjónað í Hveragerði

Prjónahópur Rauða krossins í Hveragerði hefur verið endurvakinn og á fyrsta hittingi mættu níu galvaskar konur og áttu góða og notalega kvöldstund saman yfir prjónaskap og spjalli.

Ákveðið er að hittast hálfsmánaðarlega, á miðvikudögum kl. 20.00. Einnig verða haldnir fyrirlestrar og eða kynningar á þessum kvöldum.

Á fyrstu kynningu var Örn Guðmundsson varaformaður deildarinnar með sýnikennslu á hvernig jólasería er búin til úr þæfðri ull. Það var 16 manna hópur sem fylgdist með Erni og fékk að taka þátt í þessari einföldu og fallegu handavinnu. Eftir prjón, sýnikennslu og fjörugt spjall bauð Hrafnhildur starfsmaður upp á kaffi og smákökur. 

1. desember 2010 : Prjónað í Hveragerði

Prjónahópur Rauða krossins í Hveragerði hefur verið endurvakinn og á fyrsta hittingi mættu níu galvaskar konur og áttu góða og notalega kvöldstund saman yfir prjónaskap og spjalli.

Ákveðið er að hittast hálfsmánaðarlega, á miðvikudögum kl. 20.00. Einnig verða haldnir fyrirlestrar og eða kynningar á þessum kvöldum.

Á fyrstu kynningu var Örn Guðmundsson varaformaður deildarinnar með sýnikennslu á hvernig jólasería er búin til úr þæfðri ull. Það var 16 manna hópur sem fylgdist með Erni og fékk að taka þátt í þessari einföldu og fallegu handavinnu. Eftir prjón, sýnikennslu og fjörugt spjall bauð Hrafnhildur starfsmaður upp á kaffi og smákökur.