22. desember 2011 : Leikskólin Norðurberg í Hafnarfirði styrkir tombólusjóðinn

Börnin í Leikskólanum Norðurberg í Hafnarfirði hafa nú í 11 ár safnað flöskum á ferðum sínum með í leikskólanum og tekið svo loka hnykkin með því að biðja foreldra sína að styrkja verkefnið með því að gefa flöskur í desember og færa tombólusjóði Rauða krossins afraksurinn.  En sjóðurinn hjálpar börnum sem eiga um sárt að binda og fer þessi peningur til barna í Sómalíu. 

Í ár söfnuðu krakkarnir 24.221 kr. og þakkar Rauði krossinn þeim kærlega fyrir sitt framlag.

19. desember 2011 : Fjáröflun ungmennastarfins í Hafnarfjarðardeild til barna í Sómalíu

Krakkarnir í 13-16 ára ungmennastarfinu í Hafnarfjarðardeildinni setu upp jólakaffi og buðu gestum og gangandi upp á að kaupa kakó, kaffi og meðlæti á laugardaginn.  Með þessu verkefni vildu þau styrkja hjálparsjóðinn börn hjálpa börnum og styðja við bakið á börnum í Sómalíu.

Krakkarnir leituðu eftir styrkjum frá fyrirtækjum í bænum og fengu úthlutað því sem þau seldu og söfnuðu þau 43.967 kr. 

Ungmennahreyfing Rauða Kross Íslands Hafnarfirði er félagsskapur krakka sem vilja vinna að mannúðar- og mannréttindarmálum í bland við að skemmta sér saman. Starfið er ætlað öllum 10 ára og eldri og er skipt í hópa eftir aldri.

URKÍ-H félagar í 5-7.bekk(10-12 ára) hittast á fimmtudögum kl. 15:30-17:00, 8.-10.bekk (13-15 ára)  á fimmtudögum kl. 17:30-19:00 og 16 ára og eldri fimmtudögum kl. 19-21.

Hóparnir hittast í Sjálfboðamiðstöðinni að Strandgötu 24 og gera ýmislegt skemmtilegt s.s. halda spilakvöld, videokvöld, fræðast um mannúðarmál og framandi menningarheima, safna fyrir hjálparstarf og margt fleira. 

Starfið hefst á nýju ári þann12.janúar og er unga fólkinu að kostnaðarlausu.

19. desember 2011 : Fjáröflun ungmennastarfins í Hafnarfjarðardeild til barna í Sómalíu

Krakkarnir í 13-16 ára ungmennastarfinu í Hafnarfjarðardeildinni setu upp jólakaffi og buðu gestum og gangandi upp á að kaupa kakó, kaffi og meðlæti á laugardaginn.  Með þessu verkefni vildu þau styrkja hjálparsjóðinn börn hjálpa börnum og styðja við bakið á börnum í Sómalíu.

Krakkarnir leituðu eftir styrkjum frá fyrirtækjum í bænum og fengu úthlutað því sem þau seldu og söfnuðu þau 43.967 kr. 

Ungmennahreyfing Rauða Kross Íslands Hafnarfirði er félagsskapur krakka sem vilja vinna að mannúðar- og mannréttindarmálum í bland við að skemmta sér saman. Starfið er ætlað öllum 10 ára og eldri og er skipt í hópa eftir aldri.

URKÍ-H félagar í 5-7.bekk(10-12 ára) hittast á fimmtudögum kl. 15:30-17:00, 8.-10.bekk (13-15 ára)  á fimmtudögum kl. 17:30-19:00 og 16 ára og eldri fimmtudögum kl. 19-21.

Hóparnir hittast í Sjálfboðamiðstöðinni að Strandgötu 24 og gera ýmislegt skemmtilegt s.s. halda spilakvöld, videokvöld, fræðast um mannúðarmál og framandi menningarheima, safna fyrir hjálparstarf og margt fleira. 

Starfið hefst á nýju ári þann12.janúar og er unga fólkinu að kostnaðarlausu.

19. desember 2011 : Líf og fjör hjá Alþjóðlegum foreldrum Kópavogsdeildar

Mikið líf og fjör hefur verið í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi alla fimmtudagsmorgna í haust þegar foreldrar af fjölbreyttum uppruna hittast með börn sín til að taka þátt í verkefninu Alþjóðlegir foreldrar. Foreldrarnir koma frá hinum ýmsu löndum eins og Póllandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Litháen, Portúgal, Rússlandi, Kína, Japan og Íslandi. Markmið deildarinnar með verkefninu er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda með börn á aldrinum 0-6 ára. Allir foreldar, innflytjendur og innfæddir eru innilega velkomnir, hvort sem þeir tala enga íslensku eða litla.

15. desember 2011 : Enter- og Eldhugastarfi haustsins lýkur hjá Kópavogsdeild

Krakkarnir í Enter, starfi fyrir unga innflytjendur í Kópavogi, og Eldhugar, starfi Kópavogsdeildar fyrir unglinga af íslenskum og erlendum uppruna, ljúka samverum sínum í þessari viku.

15. desember 2011 : Enter- og Eldhugastarfi haustsins lýkur hjá Kópavogsdeild

Krakkarnir í Enter, starfi fyrir unga innflytjendur í Kópavogi, og Eldhugar, starfi Kópavogsdeildar fyrir unglinga af íslenskum og erlendum uppruna, ljúka samverum sínum í þessari viku.

12. desember 2011 : Nýr samstarfssamningur undirritaður um rekstur Dvalar

Nýr samstarfssamningur um rekstur athvarfsins Dvalar var undirritaður fyrir helgi. Athvarfið er fyrir fólk með geðraskanir og tryggir samningurinn áframhaldandi rekstur á næsta ári. Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir, formaður Kópavogsdeildar, og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, undirrituðu samninginn í Dvöl.

12. desember 2011 : Nýr samstarfssamningur undirritaður um rekstur Dvalar

Nýr samstarfssamningur um rekstur athvarfsins Dvalar var undirritaður fyrir helgi. Athvarfið er fyrir fólk með geðraskanir og tryggir samningurinn áframhaldandi rekstur á næsta ári. Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir, formaður Kópavogsdeildar, og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, undirrituðu samninginn í Dvöl.

9. desember 2011 : Sparifataskipti

Barnafata skiptimarkaður fyrir 12 ára og yngri er starfræktur í Rauðakrosshúsinu Þverholti 7 alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13.  Þar er hægt að skipta heillegum fatnaði og skóm í aðrar stærðir og gerðir.  Markaðurinn er ókeypis og opinn fyrir alla.  Fram að jólum verður einnig hægt að skipta á sparifötum og skóm og því upplagt fyrir foreldra að koma og skipta þeim fötum sem börnin eru vaxin upp úr yfir í önnur sem passa betur!

8. desember 2011 : Jólaskákmót í Vin

8. desember 2011 : Jólaskákmót í Vin

8. desember 2011 : Kjörnefnd Kópavogsdeildar

Stjórn Kópavogsdeildar samþykkti á fundi sínum þann 1. desember síðastliðinn að mynda þriggja manna kjörnefnd sem gera á tillögu um hverjir verði í kjöri, í stjórn og varastjórn á aðalfundi deildarinnar 2012. Verkefni kjörnefndar er að undirbúa kosningar stjórnar- og skoðunarmanna í samræmi við lög félagsins og tryggja að nægilega margir hæfir einstaklingar verði í framboði til þess að fylla þau sæti sem laus eru.

6. desember 2011 : Vinna að öryggi aldraðra

6. desember 2011 : Vel heppnuð sjálfboðaliðagleði í Kópavogi

Kópavogsdeild bauð sjálfboðaliðum sínum í gleði í gærkvöldi í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans sem haldinn er árlega 5. desember. Alls mættu 55 sjálfboðaliðar og makar þeirra. Þeir áttu notalega stund saman yfir góðum veitingum, tónlist, söng og upplestri.

5. desember 2011 : Til hamingju með daginn, sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er alþjóðadagur sjálfboðaliðans og í tilefni dagsins vill Kópavogsdeild Rauða krossins færa sjálfboðaliðum sínum bestu þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf. Starf Rauða krossins er borið upp af sjálfboðnu starfi og án sjálfboðaliða gæti deildin ekki haldið úti öllum þeim verkefnum sem hún er að sinna og bjóða upp á. Störf sjálfboðaliða eru deildinni mikils virði og það er ómetanlegt fyrir okkur að eiga traustan hóp sjálfboðaliða að, án ykkar værum við ekki til. Til hamingju með daginn!

2. desember 2011 : Aðventusúpa í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans

Sunnudaginn 4. desember kl. 11-13 verður boðið upp á rjúkandi aðventusúpu hér í Þverholtinu.  Tilefnið er alþjóðadagur sjálfboðaliðans og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga ljúfa stund með okkur áður en tekist er á við kuldabola og jólastúss.

Hlökkum til að sjá ykkur!

2. desember 2011 : Sjálfboðaliðagleði í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans

Í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans verður haldin hátíð mánudaginn 5. desember í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11 fyrir alla sjálfboðaliða Kópavogsdeildar. Hátíðin stendur yfir frá kl. 19.30-21.30 og verður margt góðra gesta. Við bjóðum meðal annars upp á upplestur, tónlistaratriði og söng. Einnig verða ljúffengar veitingar með jólalegu ívafi á boði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og skemmta sér saman á aðventunni.

1. desember 2011 : Tekið á móti umsóknum vegna neyðaraðstoðar fyrir jólin til 6. desember, fylgigögn nauðsynleg

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2011. Tekið er á móti umsóknum frá 7. nóvember til og með 6. desember.

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands tekur við umsóknum í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11, virka daga kl. 9-15. Einnig er hægt að sækja um hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 á þriðjudögum kl. 16-18.

Nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn:
*Afrit frá staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra.
*Búsetuvottorð frá Kópavogsbæ.

30. nóvember 2011 : SJÁ 102 í Menntaskólanum í Kópavogi er vinsæll áfangi

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi hafa nú lokið áfanganum SJÁ 102 en alls voru 24 nemendur skráðir í áfangann á þessari önn. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossinum.

29. nóvember 2011 : Brjóstsykurgerð hjá Móral

Það var sætur fundur hjá Móral í gær, en þá bjuggu krakkarnir til marglitan og ljúffengan brjóstsykur.  Af mikilli hugulsemi skildu krakkarnir nokkra brjóstsykra eftir fyrir gesti Rauðakrosshússins og voru þeir bruddir með ánægju hér í morgun.

29. nóvember 2011 : Brjóstsykurgerð hjá Móral

Það var sætur fundur hjá Móral í gær, en þá bjuggu krakkarnir til marglitan og ljúffengan brjóstsykur.  Af mikilli hugulsemi skildu krakkarnir nokkra brjóstsykra eftir fyrir gesti Rauðakrosshússins og voru þeir bruddir með ánægju hér í morgun.

29. nóvember 2011 : Brjóstsykurgerð hjá Móral

Það var sætur fundur hjá Móral í gær, en þá bjuggu krakkarnir til marglitan og ljúffengan brjóstsykur.  Af mikilli hugulsemi skildu krakkarnir nokkra brjóstsykra eftir fyrir gesti Rauðakrosshússins og voru þeir bruddir með ánægju hér í morgun.

29. nóvember 2011 : Jólabasar í Vin

28. nóvember 2011 : Tvö hundruð og sjötíu þúsund söfnuðust á jólabasar Kópavogsdeildar

Jólabasar deildarinnar var haldin á laugardaginn síðastliðinn og var afraksturinn 270 þúsund krónur. Fjármagnið verður nýtt í verkefni deildarinnar innanlands. Á basarnum var hægt að gera góð kaup á alls kyns prjónavörum og jólaföndri. Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag lögðu til prjónavörur og sjálfboðaliðar í sérstökum basarhópi lögðu til ýmis konar jólaföndur en hópurinn tók til starfa í haust í þeim tilgangi að útbúa handverk á basarinn. Enn er handverk til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11, 2. hæð, og hægt að gera góð kaup á virkum dögum kl. 9-15

28. nóvember 2011 : Deiglan með opið hús á laugardögum

Deiglan, virknisetur atvinnuleitenda í Hafnarfirði, mun verða með opið hús alla laugardaga í aðventunni. Nú um helgina var fyrsta opnunin þar sem gestir Deiglunnar sýndu hvernig á að bera sig að við ýmiskonar handverksgerð auk þess sem handgerðir munir voru til sölu. Gestir og gangandi gátu fengið sér rjúkandi kakó, kaffi og nýbakaðar vöfflur gegn frjálsu framlagi.

Að sögn Guðrúnar Ólafsdóttur, verkefnisstjóra Deiglunnar, var aðsókn mjög góð og mikill áhugi á því kraftmikla starfi sem boðið er uppá í Deiglunni. Það er því tilhlökkun í hópnum um framhaldið og þegar byrjað að skipuleggja næstu opnun sem verður laugardaginn 3. desember frá 13-18.

Fyrir framan Rauðakrosshúsið í Hafnarfirði kúrir Jólaþorpið svo upplagt er að slá tvær flugur í einu höggi og heimsækja þorpið og Deigluna í sömu ferð.

 

28. nóvember 2011 : Tvö hundruð og sjötíu þúsund söfnuðust á jólabasar Kópavogsdeildar

Jólabasar deildarinnar var haldin á laugardaginn síðastliðinn og var afraksturinn 270 þúsund krónur. Fjármagnið verður nýtt í verkefni deildarinnar innanlands. Á basarnum var hægt að gera góð kaup á alls kyns prjónavörum og jólaföndri. Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag lögðu til prjónavörur og sjálfboðaliðar í sérstökum basarhópi lögðu til ýmis konar jólaföndur en hópurinn tók til starfa í haust í þeim tilgangi að útbúa handverk á basarinn. Enn er handverk til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11, 2. hæð, og hægt að gera góð kaup á virkum dögum kl. 9-15

26. nóvember 2011 : Jólabasar í dag!

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur jólabasar í dag 26. nóvember kl. 14-18 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Hefð hefur myndast hjá deildinni síðustu ár að halda basar fyrir jólin og hægt er að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða deildarinnar og styrkja gott málefni í leiðinni. Í boði eru prjónavörur, meðal annars peysur, húfur, vettlingar og sokkar í öllum stærðum, ungbarnateppi, saumaðar töskur, hárskraut, jóladúkar, ýmis konar jólaskraut og margt fleira. Allur ágóði af markaðnum rennur til verkefna Kópavogsdeildar innanlands.

25. nóvember 2011 : Jólasöfnun Rauðakrossins í Reykjavík - sjálfboðaliðar óskast.

Líkt og undanfarin ár stendur Reykjavíkurdeild Rauða krossins að úthlutunum til þeirra sem minna mega sín í formi fjárstyrkja í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar. Ljóst er að þörfin fyrir aðstoð um hátíðirnar hefur síst minnkað frá fyrra ári.

Við leitum nú til sjálfboðaliða okkar um að taka að sér að gefa kakó til gesta og gangandi í miðbænum á laugardögum  í desember og safna um leið til styrktar jólaúthlutunum. Á hverri starfsstöð verður staðsettur söfnunarbaukur Rauða krossins og mun allt það fé sem safnast renna beint í jólaúthlutanir.

Kaupmenn við umræddar verslunargötur leggja til aðstöðu við 10 verslanir, borð, skreytingar og piparkökur. Þá munu sjálfboðaliðasamtökin SEEDS hjálpa til við kakódreifinguna með því að reka þrjár uppáhellingarstöðvar. Mjólkin verður í boði MS, súkkulaði til uppáhellingar í boði Nóa-Síríus og drykkjarílát í boði Gevalia.

25. nóvember 2011 : Undirbúningur í fullum gangi fyrir jólabasar Kópavogsdeildar á morgun, laugardag

Undirbúningur fyrir jólabasar deildarinnar á morgun er í fullum gangi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg. Í síðustu viku föndruðu Enter-krakkarnir hitaplatta og jólaskraut úr perlum og skemmtu sér vel við það. Í gær útbjuggu Eldhugarnir svo brjóstsykur líkt og þeir hafa gert undanfarin ár fyrir basar deildarinnar. Öllum söluvörunum verður svo raðað upp í salnum í dag og allt gert tilbúið fyrir morgundaginn.

21. nóvember 2011 : Gott vinnuframlag í Kópavogi!

Kópavogsdeild barst rausnarlegt framlag til starfseminnar frá sjálfboðaliðasamtökunum Veraldarvinir - Worldwide Friends á dögunum  þar sem  sjálfboðaliðar þaðan lögðu fram krafta sína. Sjálfboðaliðar úr félaginu sinna á ári hverju ýmsum verkefnum bæði fyrir ríki, einstaklinga og stofnanir. Má þar nefna umhverfisverkefni og aðstoð við bændur. Á veturna fækkar verkefnum fyrir hópinn og  þess vegna höfðu þau samband við Kópavogsdeild og buðu fram aðstoð sína.

21. nóvember 2011 : Ungir heimsóknavinir

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er unnið í samstarfi við Hlaðhamra / Eirhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla.  Í síðustu viku fóru vaskir krakkar úr Varmárskóla í heimsókn á dvalarheimilið, spjölluðu og sungu fyrir íbúana og kynntu sér starfsemina.

21. nóvember 2011 : Ungir heimsóknavinir

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er unnið í samstarfi við Hlaðhamra / Eirhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla.  Í síðustu viku fóru vaskir krakkar úr Varmárskóla í heimsókn á dvalarheimilið, spjölluðu og sungu fyrir íbúana og kynntu sér starfsemina.

21. nóvember 2011 : Ungir heimsóknavinir

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er unnið í samstarfi við Hlaðhamra / Eirhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla.  Í síðustu viku fóru vaskir krakkar úr Varmárskóla í heimsókn á dvalarheimilið, spjölluðu og sungu fyrir íbúana og kynntu sér starfsemina.

21. nóvember 2011 : Gott vinnuframlag í Kópavogi!

Kópavogsdeild barst rausnarlegt framlag til starfseminnar frá sjálfboðaliðasamtökunum Veraldarvinir - Worldwide Friends á dögunum  þar sem  sjálfboðaliðar þaðan lögðu fram krafta sína. Sjálfboðaliðar úr félaginu sinna á ári hverju ýmsum verkefnum bæði fyrir ríki, einstaklinga og stofnanir. Má þar nefna umhverfisverkefni og aðstoð við bændur. Á veturna fækkar verkefnum fyrir hópinn og  þess vegna höfðu þau samband við Kópavogsdeild og buðu fram aðstoð sína.

18. nóvember 2011 : Réttarholtsskóli styrkir Vin

18. nóvember 2011 : Réttarholtsskóli styrkir Vin

18. nóvember 2011 : Réttarholtsskóli styrkir Vin

18. nóvember 2011 : Réttarholtsskóli styrkir Vin

17. nóvember 2011 : Lautin fær afhentan styrk

17. nóvember 2011 : Lautin fær afhentan styrk

16. nóvember 2011 : Enter-krakkar útbúa jólaföndur fyrir jólabasar Kópavogsdeildar

Enter-hópur Kópavogsdeildar vinnur nú að gerð jólaföndurs sem selt verður á jólabasar deildarinnar laugardaginn 26. nóvember næstkomandi. Börnin eru að útbúa hitaplatta með jólaívafi sem þau perla samviskusamlega. Vinnan gengur vel hjá börnunum og meðfram föndurgerðinni hafa þau einnig verið í markvissri málörvun sem sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í með krökkunum.

Jólabasarinn, sem afraksturinn verður seldur á, verður haldinn í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur frá kl. 14-18. Þar verður einnig selt fleira handverk sem unnið er af sjálfboðaliðum deildarinnar, jólaskraut, sauma– og prjónavörur og fleira föndur.

14. nóvember 2011 : Duglegur vinkvennahópur

Vinkonurnar Helena Ósk Baldursdóttir, Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Viktoría Karen Ottósdóttir, Sigrún María Steinsgrímsdóttir og Líf Þórðardóttir föndruðu skraut úr pappa og seldu á Kjalarnesi.  Hver hlutur kostaði 5-10 krónur, en nokkrir gáfu þeim meira og tókst þannig að safna 9.201 krónu, svo þær hafa heldur betur verið duglegar að föndra og selja.

 

14. nóvember 2011 : Duglegur vinkvennahópur

Vinkonurnar Helena Ósk Baldursdóttir, Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Viktoría Karen Ottósdóttir, Sigrún María Steinsgrímsdóttir og Líf Þórðardóttir föndruðu skraut úr pappa og seldu á Kjalarnesi.  Hver hlutur kostaði 5-10 krónur, en nokkrir gáfu þeim meira og tókst þannig að safna 9.201 krónu, svo þær hafa heldur betur verið duglegar að föndra og selja.

 

11. nóvember 2011 : Leitað fram á nótt

11. nóvember 2011 : Leitað fram á nótt

10. nóvember 2011 : Heimilisfólkið í Sunnuhlíð tekur þátt í verkefninu Föt sem framlag

Konur á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð gáfu Kópavogsdeild veglega gjöf í vikunni, 63 prjónuð teppi og 15 peysur ásamt sokkum og húfum. Boðið er upp á prjón í dægradvöl á heimilinu og hafa konurnar unnið að þessari gjöf allt árið. Þær nýta gjarnan afgangsgarn svo úr verður litríkt prjónles. Þessar prjónavörur verða sendar til Hvíta-Rússlands til barna og fjölskyldna í neyð og deildin þakkar konunum í Sunnuhlíð kærlega fyrir þessa hlýju gjöf

8. nóvember 2011 : Þar sem veturnir eru harðir

6. nóvember 2011 : Halloween partý hjá Móral

Mikið fjör var á síðasta fundi Mórals, ungmennastarfs Kjósarsýsludeildar, en þá var haldið Halloween partý. Mórall er hópur krakka 13-16 ára sem hittist alla mánudaga kl. 19:30 í Þverholti 7.   Fleiri myndir má finna á Facebooksíðu deildarinnar hérna.   Í Móral fræðast krakkarnir um Rauða krossinn, vinna verkefni tengd hugsjónum og starfi Rauða krossins um allan heim, fara í ferðir og hitta aðrar ungmennadeildir.  Það kostar ekkert að vera með okkur.  Komdu og kíktu ef þú þorir....

6. nóvember 2011 : Halloween partý hjá Móral

Mikið fjör var á síðasta fundi Mórals, ungmennastarfs Kjósarsýsludeildar, en þá var haldið Halloween partý. Mórall er hópur krakka 13-16 ára sem hittist alla mánudaga kl. 19:30 í Þverholti 7. 

Fleiri myndir má finna á Facebooksíðu deildarinnar hérna. 

Í Móral fræðast krakkarnir um Rauða krossinn, vinna verkefni tengd hugsjónum og starfi Rauða krossins um allan heim, fara í ferðir og hitta aðrar ungmennadeildir.  Það kostar ekkert að vera með okkur.  Komdu og kíktu ef þú þorir....

4. nóvember 2011 : Opnun virkniseturs á Akureyri

4. nóvember 2011 : Opnun virkniseturs á Akureyri

2. nóvember 2011 : Tilkynning - neyðaraðstoð fyrir jólin í Kópavogi

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2011. Tekið er á móti umsóknum frá 7. nóvember til og með 6. desember.

2. nóvember 2011 : Tilkynning - neyðaraðstoð fyrir jólin í Kópavogi

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2011. Tekið er á móti umsóknum frá 7. nóvember til og með 6. desember.

2. nóvember 2011 : Alþjóðlegir foreldrar hittast vikulega í Kópavogi

Alþjóðlegir foreldrar er hópur af íslenskum og erlendum foreldrum sem hittist á fimmtudögum kl. 10-12 í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi með börnin sín á aldrinum 0-6 ára. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun foreldra af erlendum uppruna.

1. nóvember 2011 : Heimsókn frá Naustatjörn

1. nóvember 2011 : Heimsókn frá Naustatjörn

28. október 2011 : Hópstjórar óskast í verkefni Kópavogsdeildar

Kópavogsdeild vantar sjálfboðaliða til að vera hópstjórar í nokkrum verkefnum eins og heimsóknaþjónustu, Föt sem framlag og basarhóp. Hlutverk hópstjóra í heimsóknaþjónustu er meðal annars að stýra og undirbúa mánaðarlegar samverur, taka þátt í námskeiðum fyrir nýja heimsóknavini og önnur tilfallandi verkefni í samráði við verkefnastjóra. Í verkefninu Föt sem framlag vantar hópstjóra til að hafa umsjón með veitingum og öðrum tilfallandi verkefnum í mánaðarlegu prjónakaffi. Hlutverk hópstjóra í basarhóp er að undirbúa vikulegar samverur, hafa umsjón með handavinnunni og önnur tilfallandi verkefni.

28. október 2011 : Hópstjórar óskast í verkefni Kópavogsdeildar

Kópavogsdeild vantar sjálfboðaliða til að vera hópstjórar í nokkrum verkefnum eins og heimsóknaþjónustu, Föt sem framlag og basarhóp. Hlutverk hópstjóra í heimsóknaþjónustu er meðal annars að stýra og undirbúa mánaðarlegar samverur, taka þátt í námskeiðum fyrir nýja heimsóknavini og önnur tilfallandi verkefni í samráði við verkefnastjóra. Í verkefninu Föt sem framlag vantar hópstjóra til að hafa umsjón með veitingum og öðrum tilfallandi verkefnum í mánaðarlegu prjónakaffi. Hlutverk hópstjóra í basarhóp er að undirbúa vikulegar samverur, hafa umsjón með handavinnunni og önnur tilfallandi verkefni.

27. október 2011 : Takk fyrir Hafnfirðingar!