31. janúar 2011 : Þróunarsamvinnustofnun og Rauði krossinn í viðræðum um samstarf í Malaví

Á þessu ári ætlar Þróunarsamvinnustofnun Íslands að undirbúa nýtt fimm ára verkefni í lýðheilsu með héraðsstjórn Mangochi. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein umdæmisstjóra ÞSSÍ í Malaví er hugmyndin sú að Rauði krossinn geti hugsanlega haft hlutverk í verkefninu. Rauði kross Íslands hefur starfað um nokkurra ára hríð í Malaví og "reynslan af þeim verkefnum þykir góð," segir Stefán Jón.

Í síðustu viku fóru fram viðræður milli fulltrúa frá íslenska Rauða krossinum og malavíska Rauða krossinum við umdæmisstjóra ÞSSÍ í Malaví um slíkt samstarf í Mangochi héraði. Þórir Guðmundsson frá íslenska Rauða krossinum og Helen Dzoole frá malavíska Rauða krossinum fóru þá í vettvangsferð um Mangochi með Stefáni Jóni, sem sýndi þeim verkefni ÞSSÍ, auk þess sem þau ræddu við félagsmenn í Rauða krossins í héraðinu.

31. janúar 2011 : Þróunarsamvinnustofnun og Rauði krossinn í viðræðum um samstarf í Malaví

Á þessu ári ætlar Þróunarsamvinnustofnun Íslands að undirbúa nýtt fimm ára verkefni í lýðheilsu með héraðsstjórn Mangochi. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein umdæmisstjóra ÞSSÍ í Malaví er hugmyndin sú að Rauði krossinn geti hugsanlega haft hlutverk í verkefninu. Rauði kross Íslands hefur starfað um nokkurra ára hríð í Malaví og "reynslan af þeim verkefnum þykir góð," segir Stefán Jón.

Í síðustu viku fóru fram viðræður milli fulltrúa frá íslenska Rauða krossinum og malavíska Rauða krossinum við umdæmisstjóra ÞSSÍ í Malaví um slíkt samstarf í Mangochi héraði. Þórir Guðmundsson frá íslenska Rauða krossinum og Helen Dzoole frá malavíska Rauða krossinum fóru þá í vettvangsferð um Mangochi með Stefáni Jóni, sem sýndi þeim verkefni ÞSSÍ, auk þess sem þau ræddu við félagsmenn í Rauða krossins í héraðinu.

31. janúar 2011 : Gengu um hverfið sitt og söfnuðu dósum til styrktar börnum á Haiti

Systkynin Jón Skúli Guðmundsson og Helga Guðmundsdóttir löbbuð ásamt vinum sínum Páli Eyþórssyni og Baldvini Degi í hverfinu sínu og söfnuðu dósum til styrktar verkefnum Rauða kross Íslands á Haiti. Jón Skúli hefur fylgst vel með því sem Alþjóðabjörgunarsveitin var að gera á Haiti og ætlar hann sér að verða björgunarsveitamaður þegar hann verður stór.

28. janúar 2011 : Nemendur í Foldaskóla styrkja börn á Haítí

Nemendur í 6. bekk Foldaskóla gáfu ágóða af markaðssölu sem þeir stóðu fyrir í desember til hjálparstarfs Rauða krossins á Haítí en alls söfnuðu þeir rúmlega 23 þúsund krónum. Þeir hönnuðu og útbjuggu sjálfir varninginn í nýsköpunartímum sem seldur var á markaðssölunni. 

Um árlegt verkefni er að ræða en eitt af markmiðum skólans er að nemendur láti gott af sér leiða. Að þessu sinni rann ágóðinn til Rauða krossins og gaf skólinn mótframlag sem samsvaraði efniskostnaði nýsköpunarverkefnisins, rúmlega 28 þúsund krónur.

28. janúar 2011 : Nemendur í Foldaskóla styrkja börn á Haítí

Nemendur í 6. bekk Foldaskóla gáfu ágóða af markaðssölu sem þeir stóðu fyrir í desember til hjálparstarfs Rauða krossins á Haítí en alls söfnuðu þeir rúmlega 23 þúsund krónum. Þeir hönnuðu og útbjuggu sjálfir varninginn í nýsköpunartímum sem seldur var á markaðssölunni. 

Um árlegt verkefni er að ræða en eitt af markmiðum skólans er að nemendur láti gott af sér leiða. Að þessu sinni rann ágóðinn til Rauða krossins og gaf skólinn mótframlag sem samsvaraði efniskostnaði nýsköpunarverkefnisins, rúmlega 28 þúsund krónur.

27. janúar 2011 : Bætist í hóp hundaheimsóknavina á Norðurlandi

Haldið var námskeið í húsnæði  Akureyrardeildar fyrir þá heimsóknavini sem vilja heimsækja með hunda. Þetta var annað námskeið þessa eðlis sem haldið hefur verið á Norðurlandi.

Þátttakendur komu frá þremur deildum á svæðinu þ.e. Akureyrar-, Skagafjarðar- og Húsavíkurdeild og voru fulltrúar frá síðastnefndu deildinni að sækja svona námskeið í fyrsta sinni.

Gunnhildur Jakobsdóttir og Brynja Tomer fluttu erindi um hjálparhunda fyrir hundaeigendurna en  að því búnu flutti námskeiðsfólk sig yfir í dvalarheimilið Hlíð þar sem fram fór úttekt á hundunum.

26. janúar 2011 : Gjöf til Kópavogsdeildar

Kópavogsdeild Rauða krossins fékk í síðustu viku góða gjöf þegar Powertalk deildin Fífa í Kópavogi afhenti deildinni gjafabréf í tilefni að 25 ára afmæli sínu. Um er að ræða námskeið í sex þáttum handa atvinnuleitendum í Kópavogi eða til þeirra sem deildin telur að komi að gagni innan Kópavogsdeildar.

Námskeiðið er ætlað 10-15 manns og verður haldið um miðjan mars. Þjálfunarsamtökin POWERtalk International eru alþjóðlegur félagsskapur sem býður upp á markvissa þjálfun í öflugum tjáskiptum svo sem ræðumennsku, félagsmálum, fundarsköpum og mannlegum samskiptum, ásamt  skipulagningu og stjórnun, með sjálfsnámi og jafningjafræðslu. Grunnþjálfunin fer fram í deildum og eru þær starfræktar á nokkrum stöðum á landinu

26. janúar 2011 : Farsælt samstarf Rauða krossins og Alþjóðlegra Ungmennaskipta (AUS)

Erlendir sjálfboðaliðar hafa í mörg ár lagt Rauða krossinum lið hér á landi í gegnum AUS, alþjóðleg ungmennaskipti. Athvörf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, Vin, Dvöl og Laut, hafa notið góðs af samstarfinu í gegnum árin. Sjálfboðaliðar AUS vinna fullan vinnudag í sínu athvarfi og ganga í flest störf. Hver sjálfboðaliði vinnur í hálft til eitt ár og ánægja hefur verið með starf þeirra. Aðkoma þeirra er góð í félagslegu tilliti sem gestir og starfsmenn hafa notið verulega góðs af.

„Samtökin okkar hafa verið til í 50 ár og að minnsta kosti frá 1992 hafa sjálfboðaliðar verið í Rauða krossinum en búast má við að það nái eitthvað lengra aftur,“ segir Katrín Pálsdóttir framkvæmdastjóri AUS á Íslandi.

25. janúar 2011 : Velkomin í prjónakaffi

Á morgun verður fyrsta prjónakaffið á nýju ári. Fjöldi prjónandi sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framalag mæta í Rauðakrosshúsið í Kópavogi síðasta miðvikudag hvers mánaðar kl. 15-18, prjóna til góðs og eiga ánægjulega stund saman yfir prjónunum og kaffispjalli.

Sjálfboðaliðarnir prjóna, sauma og hekla ungbarnaföt sem síðan er pakkað í þar til gerða fatapakka og sendir til barna og neyð erlendis. Þeir búa til dæmis til litlar peysur, sokka, húfur og teppi. Þá fara einnig í pakkana samfellur, buxur, taubleyjur og treyjur. Tilgangurinn með þessu verkefni er að mæta skorti á barnafötum á svæðum þar sem neyð ríkir en í almennum fatasöfnunum berst minnst af barnafötum. Handavinnan miðar að því að draga úr þessum skorti.

25. janúar 2011 : Stórir draumar fylgja smálánum Rauða krossins í Malaví

Eftirvæntingin skín úr augum fólks sem hefur safnast saman í athvarfi Rauða krossins í fjallaþorpi í sunnanverðu Malaví. Verkefnisstjóri Rauða krossins er kominn með peninga sem afhentir verða fólki sem ætlar að freista þess að nýta þá til að bæta líf sitt og sinna fjölskyldna.

Um er að ræða skjólstæðinga úr alnæmisverkefnum sem Rauði kross Íslands styður í Malaví. Fólkið hefur allt farið á vikulangt námskeið þar sem það hefur lært að gera viðskiptaáætlanir, fengið fræðslu um rekstur lítilla fyrirtækja og hlustað á fyrirlestra um meðferð fjár.

Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðastarfs Rauða kross Íslands var nýlega á ferð um verkefnasvæðin í Chiradzulu og ræddi við sjálfboðaliða og skjólstæðinga, þar á meðal áhugasama smálánaþega.

25. janúar 2011 : Stórir draumar fylgja smálánum Rauða krossins í Malaví

Eftirvæntingin skín úr augum fólks sem hefur safnast saman í athvarfi Rauða krossins í fjallaþorpi í sunnanverðu Malaví. Verkefnisstjóri Rauða krossins er kominn með peninga sem afhentir verða fólki sem ætlar að freista þess að nýta þá til að bæta líf sitt og sinna fjölskyldna.

Um er að ræða skjólstæðinga úr alnæmisverkefnum sem Rauði kross Íslands styður í Malaví. Fólkið hefur allt farið á vikulangt námskeið þar sem það hefur lært að gera viðskiptaáætlanir, fengið fræðslu um rekstur lítilla fyrirtækja og hlustað á fyrirlestra um meðferð fjár.

Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðastarfs Rauða kross Íslands var nýlega á ferð um verkefnasvæðin í Chiradzulu og ræddi við sjálfboðaliða og skjólstæðinga, þar á meðal áhugasama smálánaþega.

24. janúar 2011 : Vertu sjálfboðaliði og gefðu gæðastundir

Gefðu þér tíma til góðra verka

Rauði krossinn er með fjölmörg ólík verkefni fyrir sjálfboðaliða um allt land og á höfuðborgarsvæðinu eru þau flest.

24. janúar 2011 : Námskeið fyrir heimsóknavini með hunda

Haldið var námskeið sl. laugardag í húsnæði  Akureyrardeildar fyrir þá heimsóknavini sem vilja heimsækja með hunda. Þetta var annað námskeið þessa eðlis sem haldið hefur verið á Norðurlandi. Þátttakendur komu frá þremur deildum á svæðinu þ.e. Akureyrar-Skagafjarðar- og Húsavíkurdeild og voru fulltrúar frá síðastnefndu deildinni að sækja svona námskeið í fyrsta sinni.
 Fyrst fluttu þær Gunnhildur Jakobsdóttir og Brynja Tomer erindi um hjálparhunda fyrir hundaeigendurna en  að því búnu flutti námskeiðsfólk sig yfir í dvalarheimilið Hlíð þar sem fram fór úttekt á hundunum.
 Alls voru átta hundar teknir út og hlutu þeir allir náð fyrir augum leiðbeinenda með mismunandi áherslum á hvers konar heimsóknir hentuðu hverjum og einum.
Er nú spennandi að fylgjast með framvindu verkefnisins og sjá hvernig þessari framboðsaukningu á svæðinu verður tekið.
 

 

 

24. janúar 2011 : Upplýsingamiðstöð vegna uppsagna á Flateyri

Rauða kross deildin í Önundarfirði hefur opnað upplýsingamiðstöð í kjölfar lokunar fiskvinnslunnar Eyrarodda á Flateyri. Rúmlega 40 manns mættu við opnun þar sem fulltrúar verkalýðsfélagsins, félagsþjónustunnar og vinnumálastofnunar miðluðu upplýsingum til þeirra sem misst hafa vinnuna.

Tilgangur starfsins er að gefa þeim sem misst hafa vinnuna möguleika á að leita upplýsinga, fá kaffisopa og vinna sjálfboðastörf fyrir deildina.

Sjálfboðaliðar frá ýmsum þjóðlöndum munu sjá um að elda súpu með fjölmenningarlegu ívafi og verkalýðsfélagið, vinnumálastofnun og félagsþjónustan munu reglulega mæta í upplýsingamiðstöðina og vera til staðar fyrir atvinnuleitendur. Fjölmenningarsetrið mun aðstoða við túlkun og upplýsingaöflun.

20. janúar 2011 : Þriðji hver flóttamaður og hælisleitandi í Finnlandi með einkenni áfallastreitu

Samkvæmt Helsinki Deaconess stofnunni í Finnlandi sýnir þriðji hver hælisleitandi og flóttamaður sem kemur til landsins einkenni áfallastreitu eða þjáist af áfallastreituröskun. Í skýrslu stofnunarinnar fær aðeins þriðjungur þeirra viðhlítandi aðstoð. Í skýrslunni kemur einnig fram að heilbrigðiskerfi Finnlands er ófært um að koma til móts við þarfir einstaklinga sem hafa verið pyndaðir eða þeim verið nauðgað eða börn sem hafa verið látin stunda hermennsku.

Einstaklingar sem þjást af áfallastreitu eða áfallastreituröskun eiga erfitt með að sækja sér þá aðstoð sem þeir eru í þörf fyrir vegna langra biðlista og biðraða, fordóma og erfiðleika heilbrigðiskerfisins við að greina þá einstaklinga sem þjást af áfallastreitu. Börn eru að auki gjarnan treg að ræða þá erfiðu reynslu sem þau hafa gengið í gegnum.

19. janúar 2011 : Ungt fólk til athafna - fyrir unga fólkið og framtíðina!

Með átakinu Ungt fólk til athafna er markmiðið að aldrei skuli líða meira en þrír mánuðir frá því að einstaklingur á aldrinum 16-29 ára verður atvinnulaus þar til honum er boðið starf, námstækifæri, starfsþjálfun eða þátttaka í öðrum verkefnum.

19. janúar 2011 : Kópavogsdeild í enn frekara samstarf við Menntaskólann í Hamrahlíð

Menntaskólinn við Hamrahlíð óskaði eftir enn frekara samstarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins á nýju ári en deildin hefur átt í farsælu samstarfi við skólann með margvíslegum hætti undanfarin ár. Að þessu sinni felst samstarfið í því að 28 nemar á undirbúningsnámskeiði fyrir IB–braut munu fá innsýn inn í starf sjálfboðaliðans með því að taka þátt í ýmsum verkefnum. IB–braut  stendur fyrir International Baccalaureate en það er alþjóðleg námsbraut til stúdentsprófs þar sem nær allt námið fer fram á ensku en sjálfboðið starf er einnig hluti námsins.

19. janúar 2011 : Kópavogsdeild í enn frekara samstarf við Menntaskólann í Hamrahlíð

Menntaskólinn við Hamrahlíð óskaði eftir enn frekara samstarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins á nýju ári en deildin hefur átt í farsælu samstarfi við skólann með margvíslegum hætti undanfarin ár. Að þessu sinni felst samstarfið í því að 28 nemar á undirbúningsnámskeiði fyrir IB–braut munu fá innsýn inn í starf sjálfboðaliðans með því að taka þátt í ýmsum verkefnum. IB–braut  stendur fyrir International Baccalaureate en það er alþjóðleg námsbraut til stúdentsprófs þar sem nær allt námið fer fram á ensku en sjálfboðið starf er einnig hluti námsins.

18. janúar 2011 : Velkomin í Rauðakrosshúsið í Kópavogi

Kópavogsdeild er með opið hús í húsnæði deildarinnar á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum kl. 11-15. Margt áhugavert er í boði þessa daga og er þátttaka ókeypis og opin öllum. Hægt er að kynna sér dagskrána betur með því að smella hér.

Opna húsið er hluti af verkefni með yfirskriftinni „Nýttu tímann“. Markmiðið er að virkja og hvetja fólk þótt að þrengi vegna erfiðra efnahagsaðstæðna, atvinnuleysis og krappra kjara. Verkefninu er ætlað að skapa jákvæðar aðstæður fyrir fólk og ekki síst rjúfa einsemd og félagslega einangrun. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að koma í Rauðakrosshúsið í Kópavogi og nýta sér áhugaverða dagskrá. Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir!
 

18. janúar 2011 : Jónas nýársmeistari í Vin

Sextán þátttakendur voru mættir til leiks þegar Skákfélag Vinjar hélt mót til heiðurs nýju ári í gær, mánudag. Tefldar voru 6 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma þar sem Björn Þorfinnsson stjórnaði, paraði og tefldi eins og engill – næstum allan tímann.

Hrafn Jökulsson, sem því miður átti ekki heimangengt í gær, gaf glæsilega ljósmyndabók sína: „Við ysta haf – Mannlíf og náttúra í Árneshreppi á Ströndum“ fyrir efstu sætin þrjú.

Kaffiveitingar voru að sjálfsögðu í miðju móti til að peppa liðið upp. Björn leiddi fram að síðustu umferð þar sem  hann misreiknaði riddarafórn í blálokin gegn Páli Andrasyni sem er að leggja hvern meistarann af öðrum þessa dagana.

18. janúar 2011 : Æfing og námskeið í neyðarvörnum á Norðurlandi

Húsavíkurdeild Rauða krossins og almannavarnir Þingeyinga stóðu fyrir sameiginlegri skrifborðsæfingu á Húsavík á föstudaginn. Þátttakendur voru um fjörutíu talsins og komu frá öllum viðbragðsaðilum á starfssvæðinu auk ráðgjafa frá landsskrifstofu Rauða krossins og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Æfð voru viðbrögð við rútuslysi á Melrakkasléttu. Þátttakendum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn tók að sér aðgerðastjórnun en hún felur í sér samhæfingu á öllum aðgerðum í héraði en hinn hópurinn tók að sér vettvangsstjórnun sem snýst um stjórnun aðgerða á slysstað.

18. janúar 2011 : Æfing og námskeið í neyðarvörnum á Norðurlandi

Húsavíkurdeild Rauða krossins og almannavarnir Þingeyinga stóðu fyrir sameiginlegri skrifborðsæfingu á Húsavík á föstudaginn. Þátttakendur voru um fjörutíu talsins og komu frá öllum viðbragðsaðilum á starfssvæðinu auk ráðgjafa frá landsskrifstofu Rauða krossins og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Æfð voru viðbrögð við rútuslysi á Melrakkasléttu. Þátttakendum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn tók að sér aðgerðastjórnun en hún felur í sér samhæfingu á öllum aðgerðum í héraði en hinn hópurinn tók að sér vettvangsstjórnun sem snýst um stjórnun aðgerða á slysstað.

17. janúar 2011 : Nýir leiðbeinendur í hlutverkaleiknum Á flótta

Á flótta er hlutverkaleikur fyrir 13 ára og eldri, sem gefur fólki tækifæri til að upplifa í 24 klukkutíma hvað það er að vera flóttamaður. Í stuttu máli er ætlunin að gefa fólki raunsanna upplifun af því hvað það er að vera flóttamaður.

Um síðustu helgi var haldið námskeið á Reyðarfirði til að þjálfa leiðbeinendur fyrir leikinn. Farið var yfir alla þætti og unnin hópavinna eftir nýuppfærðu námsefni. Alls tóku 11 ungmenni víðs vegar af Austurlandi þátt sem eru nú færir um að setja upp hlutverkaleikinn.

17. janúar 2011 : Nýir leiðbeinendur í hlutverkaleiknum Á flótta

Á flótta er hlutverkaleikur fyrir 13 ára og eldri, sem gefur fólki tækifæri til að upplifa í 24 klukkutíma hvað það er að vera flóttamaður. Í stuttu máli er ætlunin að gefa fólki raunsanna upplifun af því hvað það er að vera flóttamaður.

Um síðustu helgi var haldið námskeið á Reyðarfirði til að þjálfa leiðbeinendur fyrir leikinn. Farið var yfir alla þætti og unnin hópavinna eftir nýuppfærðu námsefni. Alls tóku 11 ungmenni víðs vegar af Austurlandi þátt sem eru nú færir um að setja upp hlutverkaleikinn.

14. janúar 2011 : Fjölbreytt námskeið á höfuðborgarsvæðinu

Samstarf deilda á höfuðborgarsvæðinu er alltaf að aukast og við skipulagningu dagskrár vorsins er leitast við að þjóna öllu svæðinu sem best. Nokkur námskeið eru haldin sameiginlega og þar má  nefna heimsóknavinanámskeið, grunnnámskeið Rauða krossins og kynningu á Genfarsamningunum.
Deildir svæðisins halda skyndihjálparnámskeið, 4 og 16 stunda, námskeið í sálrænum stuðningi og slysum og veikindi barna. Einnig er boðið upp á skyndihjálparnámskeið á ensku.

Sérsniðin námskeið fyrir sjálfboðaliða
Námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða ýmissa verkefna eru einnig haldin reglulega og á næstunni verða haldin námskeið fyrir sjálfboðaliða í hælisleitendaverkefnum, Hjálparsímanum 1717, félagsvinum fólks af erlendum uppruna, Rauðakrosshúsunum, skyndihjálparhópi og viðbragðshópi.

13. janúar 2011 : 15 milljónir til hjálparstarfs Rauða krossins í Austur Kongó og á Haítí

Rauði kross Íslands er eitt þeirra fimm félagasamtaka sem fá til ráðstöfunar 46 milljónir króna til alþjóðlegrar neyðar- og mannúðaraðstoðar frá utanríkisráðuneytinu. Rauði krossinn fær 10 milljónir af upphæðinni til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna á Haítí og fimm milljónir til að styrkja mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Austur-Kongó, þar sem stríð geisar.

Fjárframlög utanríkisráðuneytisins eru að þessu sinni veitt til aðstoðar í fjórum löndum. Auk Haíti og Austur-Kongó er aðstoðinni beint til Úganda í gegnum SOS barnaþorpin, Pakistan í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar og ABC barnahjálpina. Barnaheill fær einnig til ráðstöfunar framlag til hjálpar á Haítí.

13. janúar 2011 : 15 milljónir til hjálparstarfs Rauða krossins í Austur Kongó og á Haítí

Rauði kross Íslands er eitt þeirra fimm félagasamtaka sem fá til ráðstöfunar 46 milljónir króna til alþjóðlegrar neyðar- og mannúðaraðstoðar frá utanríkisráðuneytinu. Rauði krossinn fær 10 milljónir af upphæðinni til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna á Haítí og fimm milljónir til að styrkja mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Austur-Kongó, þar sem stríð geisar.

Fjárframlög utanríkisráðuneytisins eru að þessu sinni veitt til aðstoðar í fjórum löndum. Auk Haíti og Austur-Kongó er aðstoðinni beint til Úganda í gegnum SOS barnaþorpin, Pakistan í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar og ABC barnahjálpina. Barnaheill fær einnig til ráðstöfunar framlag til hjálpar á Haítí.

12. janúar 2011 : Skákfélag Vinjar fær lofsamlega umfjöllun

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands og ritstjóri skak.is, sem er langvinsælasta skáksíða landsins með sennilega um þúsund innlit daglega, gerir upp skákárið 2010 í skemmtilegum áramótapistli á síðunni. Þar lýsir hann sorgum og sigrum landans og nefnir til sögunnar; besta og efnilegasta skákfólk landsins, skákmót og viðburði, félög, uppákomur ýmiskonar o.s.fr.

Fer Gunnar fögrum orðum um Skákfélag Vinjar og eftir að hafa kosið skákfélagið Goðann, kannski nokkuð óvænt, taflfélag ársins, þá segir orðrétt:

12. janúar 2011 : Enn er neyð á Haítí

Nú, ári eftir jarðskjálftann sem lagði Port-au-Prince höfuðborg Haítí í rúst þann 12. janúar 2010, eru húsarústirnar enn á sínum stað. Rúmlega milljón manns býr í tjöldum.

12. janúar 2011 : Fjölbreytt námskeið í boði

Kópavogsdeild býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið og hér á síðunni er hægt að fá upplýsingar og skrá sig á næstu námskeið. Námskeiðin eru kennd í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2 hæð.

Tvö námskeið í almennri skyndihjálp verða haldin, það fyrra  21. febrúar og það seinna 28. febrúar. Farið verður yfir grundvallaratriðið í skyndihjálp og endurlífgun.

Námskeið í sálrænum stuðningi verður svo 14. mars en þar fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.

Námskeiðið Slys og veikindi barna fer fram 14. og 15. febrúar. Þá verður meðal annars fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.

Í maí og júní verður svo námskeiðið Börn og umhverfi fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn auk slysavarna og skyndihjálpar. Námskeiðin verða nánar auglýst síðar.

Áhugasamir er eindregið hvattir til að skrá sig á námskeiðin með því að smella á hlekkina hér fyrir ofan eða hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected].  Þátttakendur á öllum námskeiðunum fá staðfestingarskírteini frá Rauða krossinum.

12. janúar 2011 : Enn er neyð á Haítí

Nú, ári eftir jarðskjálftann sem lagði Port-au-Prince höfuðborg Haítí í rúst þann 12. janúar 2010, eru húsarústirnar enn á sínum stað. Rúmlega milljón manns býr í tjöldum.

11. janúar 2011 : 600 tombólubörn aðstoða 600 börn á Haítí

Börn sem þjást vegna jarðskjálftans á Haítí njóta nú góðs af fjáröflunum tombólubarna Rauða krossins á síðasta ári. Munaðarlaus börn, sem hingað til hafa sofið á jörðinni, fengu rúm og skólabörn ritföng og nýjar skólatöskur.

Tæplega 600 krakkar styrktu starf Rauða kross Íslands á síðasta ári um samtals rúmlega eina milljón króna. Í ár héldu íslensku börnin í langflestum tilvikum tombólur til styrktar börnum á Haítí, en framlag tombólubarna rennur ætíð til styrktar verkefnum Rauða krossins við að aðstoða börn í fátækari ríkjum heims.

Svo skemmtilega vill til að alls munu milli 500 og 600 börn njóta góðs af gjafmildi íslensku barnanna og því má segja að hvert og eitt tombólubarn hafi glatt eitt barn á Haítí með sínu starfi.

11. janúar 2011 : 600 tombólubörn aðstoða 600 börn á Haítí

Börn sem þjást vegna jarðskjálftans á Haítí njóta nú góðs af fjáröflunum tombólubarna Rauða krossins á síðasta ári. Munaðarlaus börn, sem hingað til hafa sofið á jörðinni, fengu rúm og skólabörn ritföng og nýjar skólatöskur.

Tæplega 600 krakkar styrktu starf Rauða kross Íslands á síðasta ári um samtals rúmlega eina milljón króna. Í ár héldu íslensku börnin í langflestum tilvikum tombólur til styrktar börnum á Haítí, en framlag tombólubarna rennur ætíð til styrktar verkefnum Rauða krossins við að aðstoða börn í fátækari ríkjum heims.

Svo skemmtilega vill til að alls munu milli 500 og 600 börn njóta góðs af gjafmildi íslensku barnanna og því má segja að hvert og eitt tombólubarn hafi glatt eitt barn á Haítí með sínu starfi.

10. janúar 2011 : Eitt ár liðið frá jarðskjálftanum á Haítí: Rauði krossinn sendi 27 hjálparstarfsmenn og 80 milljónir til neyðaraðstoðar

Á síðasta ári störfuðu 27 hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands við neyðarstörf á Haítí vegna jarðskjálftans mikla sem skók eyjuna þann 12. janúar 2010. Fyrsti sendifulltrúinn hélt til starfa aðeins tveimur dögum eftir að skjálftinn reið yfir og síðustu hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands komu heim nú í lok desember. Þetta er mesti fjöldi íslenskra sendifulltrúa sem Rauði krossinn hefur sent á einn stað til hjálparstarfa á einu ári.

Framlag Rauða krossins til hjálparstarfanna á Haítí nemur samtals um 80 milljónum króna. Almenningur lagði fram um 44 milljónir króna í símasöfnun Rauða krossins, tombólubörn söfnuðu rúmri milljón, ríki og sveitarfélög lögðu fram um alls 31 milljón króna, og Rauði krossinn um 4 milljónir króna úr neyðarsjóðum sínum. Um 65 milljónum hefur þegar verið varið til neyðaraðstoðarinnar og um 15 milljónir króna renna til verkefna á næstu tveimur árum.

10. janúar 2011 : Kjörnefnd

Stjórn Kópavogsdeildar samþykkti á fundi sínum þann 9. desember síðastliðinn að mynda þriggja manna kjörnefnd sem gera á tillögu um hverjir verði í kjöri í stjórn og varastjórn á aðalfundi deildarinnar 2011. Verkefni kjörnefndar er að undirbúa kosningar stjórnar- og skoðunarmanna í samræmi við lög félagsins og tryggja að nægilega margir hæfir einstaklingar verði í framboði til þess að fylla þau sæti sem laus eru.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eða vilja tilnefna einhvern til setu í stjórn eða varastjórn deildarinnar eru vinsamlega beðnir um að senda inn tilnefningar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Nefndin tekur á móti tilnefningum til 28. janúar næstkomandi.

Við ákvörðun um tilnefningar stjórnar- og varastjórnarmanna skal nefndin eftir því sem við verður komið taka mið af hæfni viðkomandi eintaklinga og gæta jafnvægis milli karla og kvenna, sbr. ákvæði 8. gr. starfsreglna deildarinnar. Kjörnefndina skipa Reynir Guðsteinsson, Garðar Briem og Anna Þrúður Þorkelsdóttir.

Aðalfundur Kópavogsdeildar verður 10. mars nk.

Áhugasamir sendi inn tilnefningar hér.

10. janúar 2011 : Eitt ár liðið frá jarðskjálftanum á Haítí: Rauði krossinn sendi 27 hjálparstarfsmenn og 80 milljónir til neyðaraðstoðar

Á síðasta ári störfuðu 27 hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands við neyðarstörf á Haítí vegna jarðskjálftans mikla sem skók eyjuna þann 12. janúar 2010. Fyrsti sendifulltrúinn hélt til starfa aðeins tveimur dögum eftir að skjálftinn reið yfir og síðustu hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands komu heim nú í lok desember. Þetta er mesti fjöldi íslenskra sendifulltrúa sem Rauði krossinn hefur sent á einn stað til hjálparstarfa á einu ári.

Framlag Rauða krossins til hjálparstarfanna á Haítí nemur samtals um 80 milljónum króna. Almenningur lagði fram um 44 milljónir króna í símasöfnun Rauða krossins, tombólubörn söfnuðu rúmri milljón, ríki og sveitarfélög lögðu fram um alls 31 milljón króna, og Rauði krossinn um 4 milljónir króna úr neyðarsjóðum sínum. Um 65 milljónum hefur þegar verið varið til neyðaraðstoðarinnar og um 15 milljónir króna renna til verkefna á næstu tveimur árum.

6. janúar 2011 : Kópavogsdeild auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni á vorönn

Undirbúningur fyrir starf deildarinnar á vorönn er nú í fullum gangi og vantar sjálfboðaliða til að sinna ýmsum verkefnum á næstu mánuðum.

Verkefnin eru fjölbreytt og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er undir sjálfboðaliðum komið hversu mikið af tíma sínum þeir gefa í verkefni, hvort sem það er í hverri viku, aðra hvora viku eða sjaldnar.

Verkefnin bjóða upp á einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða og öðlast dýrmæta reynslu.

6. janúar 2011 : Kópavogsdeild auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni á vorönn

Undirbúningur fyrir starf deildarinnar á vorönn er nú í fullum gangi og vantar sjálfboðaliða til að sinna ýmsum verkefnum á næstu mánuðum.

Verkefnin eru fjölbreytt og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er undir sjálfboðaliðum komið hversu mikið af tíma sínum þeir gefa í verkefni, hvort sem það er í hverri viku, aðra hvora viku eða sjaldnar.

Verkefnin bjóða upp á einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða og öðlast dýrmæta reynslu.

5. janúar 2011 : Skyndihjálparmaður ársins - tilnefningar óskast

Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi á árinu 2010?  Ef svo er - sendu okkur ábendingu með því að smella á borðann ofar á síðunni.

Tilnefningar þurfa að berast Rauða krossi Íslands eigi síðar en þann 15. janúar 2011.

Á hverju ári velur Rauði krossinn „Skyndihjálparmann ársins“. Þá er einstaklingi sem hefur á árinu veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt afhent viðurkenning við hátíðlega athöfn. Tilgangurinn með tilnefningunni er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda. 

4. janúar 2011 : Hjartahlý tombólustelpa

Hún Sigrún Aðalheiður Aradóttir sex ára átti gleðileg jól með fjölskyldu sinni á Ísafirði. Henni var þá hugsað til allra þeirra barna sem væru svöng úti í heimi og fengu ekki jólamat, fín föt eða gjafir um þessi jól.

Hún ákvað því á milli jóla og nýjárs að halda tombólu til að safna fyrir fátæk börn úti í heimi. Hún hélt tombóluna í verslunarmiðstöðinni Neista á Ísafirði og tókst að safna 2.287 krónum sem hún færði Rauða krossinum.

Það munar mikið um þann fjárstyrk sem börn á Íslandi gefa til hjálparstarfsins. Á síðasta ári söfnuðu um 550 börn hátt í einni milljón króna. Fyrir framlagið er verið að hjálpa börnum á Haítí sem urðu fórnarlömb hamfaranna.

4. janúar 2011 : Duglegir krakkar söfnuðu 18.000 kr. til styrktar Rauða krossinum

Sigurrós, Sólveig Birna, Sverrir Haukur, Stefán, Sindri, Guðjón Valur og Ísar, nemar í 4.bekk í Álfhólsskóla, færðu á dögunum Kópavogsdeild afrakstur söfnunar til styrktar Rauða krossinum. Börnin héldu í heildina 6 tombólur og söfnuðu heilum 18.000 krónur. Þau gengu í hús til að safna dóti og héldu tombólur á fjölbreyttum stöðum í bænum, líkt og Nótatúni, Krónunni og fyrir utan Bónus en að þeirra sögn tók fólk mjög vel í þetta framtak þeirra.

Afrakstur tombólunnar rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi alla virka daga á milli klukkan 10 og 16.
 

3. janúar 2011 : Hjálp þar sem neyðin var stærst

„Það er mjög lærdómsríkt að taka þátt í svona verkefnum og sömuleiðis gefandi. Ég get hagað minni vinnu þannig að stundum er borð fyrir báru og get þá farið fyrirvaralítið af stað þegar kallið kemur...Greinin birtist í Morgunblaðinu 31.12.2010

3. janúar 2011 : Hjálp þar sem neyðin var stærst

„Það er mjög lærdómsríkt að taka þátt í svona verkefnum og sömuleiðis gefandi. Ég get hagað minni vinnu þannig að stundum er borð fyrir báru og get þá farið fyrirvaralítið af stað þegar kallið kemur...Greinin birtist í Morgunblaðinu 31.12.2010

3. janúar 2011 : Alþjóðlegir foreldrar er verkefni á vegum Kópavogsdeildar

Alþjóðlegir foreldrar er verkefni á vegum Kópavogsdeildar Rauða krossins. Hist er í Rauðakrosshúsinu Kópavogi í Hamraborg 11, 2. hæð, alla fimmtudaga frá kl. 10-12. Þátttaka er ókeypis. Foreldrar allra landa sem eru með börn á aldrinum 0-6 ára og vilja hitta aðra með lítil börn eru velkomnir.

Boðið er upp samverur þar sem reglulega fara fram fjölbreyttar kynningar og fræðsla fyrir foreldrana. Leikföng fyrir börnin eru á staðnum og léttar veitingar eru í boði.

Undanfarna fimmtudaga hafa foreldrar frá hinum ýmsu löndum tekið þátt í starfinu, t.d. Litháen, Þýskalandi, Póllandi, Kína, Japan og Íslandi. Á dagskrá var meðal annars skyndihjálparfræðsla með tilliti til ungra barna, fræðsla um holla næringu fyrir börn, kynning á þroskaleikföngum og heimsókn frá Tónagulli þar sem foreldrarnir fengu fræðslu um tónlistaruppeldi auk fastra liða eins og þegar þátttakendur koma með veitingar frá sínu heimalandi. Þá voru sumar samverurnar einnig helgaðar spjalli og almennri samveru foreldra þar sem þeir fá tækifæri til að kynnast á meðan börnin leika sér.