28. febrúar 2011 : Nýr starfsmaður Rauðakrosshússins í Kópavogi

 

Egill Atlason hóf störf hjá deildum Rauða krossins í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Álftanesi fyrir skemmstu en hann gegnir stöðu verkefnisstjóra Takts – Ungt fólk til athafna. Egill sinnir verkefni sem er tilkomið vegna samstarfs Rauða krossins og Vinnumálastofnunar og kallast Taktur - Ungt fólk til athafna en samstarfið er  hluti af átaki félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Tilgangur verkefnisins er að virkja atvinnulaus ungmenni á aldrinum 18-24 ára, stuðla að virkni og starfshæfni þeirra og sporna gegn erfiðum félagslegum og heilsufarslegum afleiðingum sem oft fylgja langvarandi atvinnuleysi. Þátttakendur fá þjálfun til að sinna hefðbundnum sjálfboðaliðaverkefnum hjá deildum Rauða krossins en einnig er gert ráð fyrir nýjum verkefnum.

Egill er menntaður hagfræðingur og hefur unnið ýmis störf sem tengjast ungu fólki. Hann hefur meðal annars unnið sem kennari á unglingastigi, með börnum með sérþarfir og sem þjálfari.

Kópavogsdeild býður Egil hjartanlega velkominn til starfa.
 

 

28. febrúar 2011 : Skaðaminnkun (Harm Reduction) Rauða krossins í Reykjavík

Gífurleg aukning HIV smita varð meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi á síðasta ári.  Samkvæmt heimildum frá Landlæknisembættinu varð 100% aukning smita í þeim hópi milli áranna 2009 og 2010. Frá 1983 til 2010 hafa alls 42 fíkniefnaneytendur smitast af HIV. Þar af hefur helmingur þeirra smitast frá árinu 2007 eða 21. Sex smituðust árið 2007, fimm árið 2009 og 10 einstaklingar smituðust árið 2010.

Skaðaminnkun (Harm Reduction) sem aðferðafræði við að draga úr heilsufarsskaða þeirra sem eru í vímuefnaneyslu hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu og Bandaríkjunum frá 1980. Í samfélagi þar sem vímuefnanotkun á sé stað hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) bent á nauðsyn notkunar gagnreyndra inngripa sem byggjast á skaðaminnkun. Slík inngrip draga úr líkamlegum, félagslegum og efnahagslegum skaða neytenda, fjölskyldna þeirra og samfélagsins. Alþjóða skaðaminnkunar samtökin (International Harm Reduction Association (IHRA) ) skilgreinir skaðaminnkun sem:

... heildræna nálgun inngripa og aðstoðar sem byggja á lögum og reglugerðum og hafa það í forgrunni að draga úr neikvæðum heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum vímuefna á neytendur, fjölskyldur þeirra og samfélög.

Rauði krossinn í Reykjavík hefur nú tekið í notkun nýtt tæki til að auka og efla þá þjónustu sem hófst með heilsuhýsinu í október 2009. Hefur verkefnið nú fengið til afnota gamlan sjúkrabíl sem hefur verið endurinnréttaður með breytta starfsemi í huga. Bílinn, sem hlotið hefur nafnið Frú Ragnheiður í höfuð eins stofnenda Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík, gerir sjálfboðaliðum verkefnisins kleyft að staðsetja sig nær markhópnum á fleiri stöðum í borginni. Þar að auki mun þjónustan framvegis vera í boði fjórum sinnum í viku í stað tvisvar sinnum og vaktir verða lengdar verulega.

24. febrúar 2011 : Lóð á vogarskálarnar í baráttu gegn mansali

Mansal er til í mörgum myndum. Konur eru seldar til kynlífsánauðar, verkafólk er sent í þrælavinnu og börnum er smyglað yfir landamæri í misjöfnum tilgangi. Stundum eru viðkomandi sendir nauðugir en oft er fólk tælt til að yfirgefa erfiðar aðstæður með von um betra líf annars staðar.

Fátækir íbúar landanna sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eru í sérstakri hættu. Þar sem lífsskilyrði eru nöpur og horfur slæmar freistast ungt fólk til að láta ginnast af gylliboðum.

Rauði kross Íslands styður unga sjálfboðaliða í Gomel-héraði í Hvíta-Rússlandi við að fræða ungmenni um hættur mansals. Þá fá fórnarlömb mansals aðstoð þegar þau koma aftur heim, stundum eftir áralanga ömurlega vist erlendis.

23. febrúar 2011 : Skyndihjálparnámskeið í Vík

23. febrúar 2011 : Borgarfjarðardeild opnar glæsilega verslun

Það var mikið um að vera hjá Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands þann ellefta febrúar, því auk þess sem deildin tók þátt í 112 deginum með lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveit opnaði deildin glæsilega verslun sem er til húsa að Borgarbraut 61. (á móti Hyrnunni).

Þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki í hátíðarskapi létu Borgnesingar það ekki stoppa sig í að koma við, þiggja veitingar í tilefni dagsins, versla ódýrt og styrkja í leiðinni gott málefni en ágóði af rekstri verslunarinnar fer í hjálparstarf Rauða kross Íslands. Auk þess að bjóða upp á notaðan fatnað hefur verslunin til sölu skartgripi sem ungliðar deildarinnar framleiða af miklum myndarskap og gefa til verslunarinnar.

23. febrúar 2011 : Skyndihjálparnámskeið í Vík

23. febrúar 2011 : Skyndihjálparnámskeið í Vík

22. febrúar 2011 : Brennandi áhugi sjálfboðaliða Rauða krossins í Mangochi

Hannock Masanga formaður Mangochi deildar malavíska Rauða krossins er stoltur af sínu fólki. Alls 2.500 sjálfboðaliðar í 47 undirdeildum sinna víðtæku hjálparstarfi á svæði þar sem þarfirnar eru miklar en Rauða krossinum þröngur stakkur skorinn.

22. febrúar 2011 : Brennandi áhugi sjálfboðaliða Rauða krossins í Mangochi

Hannock Masanga formaður Mangochi deildar malavíska Rauða krossins er stoltur af sínu fólki. Alls 2.500 sjálfboðaliðar í 47 undirdeildum sinna víðtæku hjálparstarfi á svæði þar sem þarfirnar eru miklar en Rauða krossinum þröngur stakkur skorinn.

22. febrúar 2011 : Kópavogsdeild fræðir nemendur um alþjóðaverkefni Rauða krossins

Nemendur í áfanganum Félagsfræði þróunarlanda, sem kenndur er í Menntaskólanum í Kópavogi, fengu kynningu á alþjóðastarfi Rauða kross Íslands í síðustu viku. Verkefnastjóri alþjóðamála hjá Kópavogsdeild kynnti starfið en það er orðinn fastur liður í áfanganum að nemendur fái fræðslu um þetta málefni einu sinni á önn. Markmiðið er að veita nemendum innsýn í alþjóðaverkefni félagsins og að þau geti sett þau í samhengi við efnið sem fjallað er um í áfanganum. Eftir fræðsluna vinna svo nemendur verkefni og skýrslu.
 

21. febrúar 2011 : Bjartur bregður á leik

Það er ekki bara Hafnarfjarðardeild sem á stórafmæli á árinu því að hundurinn Bjartur, sem er virkur sjálfboðaliði hjá deildinni, fagnaði nýverið 10 ára afmæli sínu.

Bjartur tekur í hverri viku þátt í sjálfboðnu starfi og heimsækir fólkið í Drafnarhúsi, dagvistun fyrir heilabilaða, ásamt Hrund eiganda sínum. En hann lætur ekki þar við sitja í góðverkum sínum heldur styður með ráðum og dáðum við bakið á Rauða kross starfinu.

Eins og almennilegum hundum sæmir fagnaði Bjartur að sjálsögðu afmæli sínum með vinum og ættingjum, jafnt tvífættum sem ferfættum. Hann fór þess sérstaklega á leit við afmælisgesti að í stað þess að kaupa gjafir handa honum legði fólk Rauða krossinum lið með fjárframlagi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og alls safnaði Bjartur 26.601 kr. sem renna óskipt til starfs Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins.

 

21. febrúar 2011 : Kveðja

Í dag kveður Kópavogsdeild Rauða krossins sjálfboðaliðann og hugsjónarkonuna Önnu Bjarnadóttur sem vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar. Anna kom fyrst til starfa með deildinni árið 1984 þegar stofnaðir voru sjúkravinir í kjölfar opnunar á Sunnuhlíð. Sjúkravinir sáu um handavinnu, lásu fyrir fólk og stóðu fyrir samverum, allt gert til að stytta stundir og auka lífsgæði heimilismanna. Frá árinu 1988 vann Anna síðan við verkefnið Föt sem framlag sem byggist á því að útbúa ungbarnapakka fyrir börn og notaðir eru í neyðaraðstoð Rauða krossins. Anna gaf ekki bara vinnu sína heldur opnaði hún heimili sitt og gerði það að miðstöð sjálfboðaliða verkefnisins í rúm 15 ár en þangað kom reglulega fastur kjarni tólf sjálfboðaliða og útbjó ungbarnapakka af mikilli alúð og hlýju.

 
Verkefnið tók síðan stakkaskiptum árið 2007 þegar deildin fór að bjóða upp á prjónakaffi einu sinni í mánuði í húsnæði sínu í Hamraborginni og telur hópurinn í dag vel yfir 60 sjálfboðaliða. Litla verkefnið sem unnið var heima í stofu hjá Önnu er orðið með stærri verkefnum deildarinnar. Það er samstilltur hópur sjálfboðaliða sem mætir í prjónakaffi, mikil gleði og kátína í gangi og þangað var Anna dugleg að mæta með prjónana sína. Það var í raun undantekning ef hún mætti ekki enda mjög trú sínu verkefni. Það sama má segja um fjölskyldu hennar og fyrir það erum við mjög þakklát. Anna var gerð að heiðursfélaga deildarinnar á alþjóðadegi sjálfboðaliðans í desember síðastliðinn og er annar heiðursfélagi Kópavogsdeildar. Hún var sannur eldhugi og með samvinnu og samstilltu átaki okkar allra hjá Kópavogsdeild vinnum við áfram að því að gera heiminn betri.


Með vinsemd og virðingu þökkum við Önnu mikið og óeigingjarnt starf. Blessuð sé minning hennar.
Fyrir hönd sjálfboðaliða og starfsmanna Kópavogsdeildar. Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir formaður og Linda Ósk Sigurðardóttir framkvæmdastjóri.

19. febrúar 2011 : Aðalfundur Grindavíkurdeildar

 

Aðalfundur 2011

Aðalfundur Grindavíkurdeildar R.K.Í verður haldinn í

húsnæði deildarinnar að Hafnargötu 13 

þriðjudaginn 22. mars kl.18:00.

              Venjuleg aðalfundarstörf.

              Dagskrá:

                    1. Fundur settur.
2. Fundargerð síðasta aðalfundar.
3. Skýrsla stjórnar – umræður.
4. Reikningar deildar – umræður.
5. Kosning stjórnar.
6. Önnur mál.
 
       Kaffi
 
Allir velkomnir.
 
 
 
Stjórnin
 

17. febrúar 2011 : Ungir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar að störfum í Sunnuhlíð

Nú hefur bæst enn frekar við verkefni Kópavogsdeildar innan Sunnuhlíðar en ungir sjálfboðaliðar úr áfanganum sjálfboðið starf 102 hafa nú hafið sjálfboðin störf á dvalarheimilinu. Starf þeirra felst  í stuðningi við starfsfólk og þátttakendur í svokallaðri virkni þar sem dvalargestir sinna handavinnu og félagslegu starfi. Þátttakendur í virkninni hafa meðal annars unnið fjöldan allan af fallegum, handgerðum prjónateppum í gegnum tíðina.Teppin nýtast vel í ungbarnapakka sem Kópavogsdeild sendir til Malaví og Hvíta Rússalands en þar eru þeir meðal annars afhentir einstæðum mæðrum og fjölskyldum í neyð.

17. febrúar 2011 : Kærleikur og súkkulaði í Vin

Nítján manns skráðu sig til leiks á Valentínusarskákmóti í Vin á mánudaginn. Mótið hófst klukkan eitt og nokkrir öflugir skákmenn náðu ekki í tæka tíð en fylgdust með yfir kaffibolla þar sem hamingja og kærleikur réðu ríkjum undir hjartalaga skreytingum til að byrja með. Þangað til menn fóru að rústa og drepa og berja á klukkur.

Eiríkur Ágúst frá Bókinni ehf, sérfræðingur í rómantík og bókmenntum, setti mótið með Valentínusarkvæði dagsins:
Sátu tvö að tafli þar,                 
taflsóvön í sóknum.               
Afturábak og áfram var,                       
einum leikið hróknum.

 

16. febrúar 2011 : Leyfum þögninni að tala.

Á fundi heimsóknarvina í gær kom hún Jórunn Elídóttir og flutti fróðlegt erindi  um samtalstækni.   Samtalstækni snýst í raun um þrennt. Að hlusta af áhuga, að spyrja réttra spurninga á réttan hátt og síðast en ekki síst samkennd og virðingu.
Í sjálfu sér eitthvað sem fólk veit en gleymir kannski stundum í hraða nútímasamfélagsins.

Að þora að leyfa þögninni að tala eins og hún segir er einnig mjög mikilvægt. Hver kannast ekki við þá vandræðalegu tilfinningu að sitja með einhverjum í þögn og finnast maður þurfa að segja eitthvað.   Það er einmitt og ekki síst góð ábending fyrir þennan áheyrendahóp sem sum hver eru að heimsækja fólk með minnissjúkdóma.  Fólk sem í raun lifir í núinu og er ekki vel fært um að hafa frumkvæði að samræðum.
Sannarlega fróðlegt erindi.

15. febrúar 2011 : Hundavinir kynntu verkefni Rauða krossins í Garðheimum

Garðheimar skipuleggja reglulega hundakynningar og í febrúar 2011 var haldin kynning á smáhundum. Hundavinum Rauða Kross Íslands er alltaf boðið að taka þátt í  kynningu Garðheima og var engin undantekning þar á í þetta sinn. Nokkrir frábærir fulltrúar mættu í Garðheima  og vöktu mikla athygli gesta og gangandi.

Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til að kynna Hundavini!

15. febrúar 2011 : Getur þú hjálpað þegar á reynir?

Í dag gætir þú orðið vitni að hjartastoppi og rétt og skjót viðbrögð gætu skilið á milli lífs og dauða. Á Íslandi verða um 200 hjartastopp á ári. Í Evrópu valda hjartasjúkdómar um 40% dauðsfalla hjá einstaklingum 75 ára og yngri og hjartastopp eru í 60% tilfella orsök dauðsfalla hjá fullorðnum með undirliggjandi hjartasjúkdóm.

Við skyndilegt hjartastopp þarf að hefja endurlífgun án tafar og ef innan við þrjár til fimm mínútur líða frá hjartastoppi þar til endurlífgun er hafin geta lífslíkur orðið á bilinu 50% til 75%. Lífslíkur dragast svo saman um 10-12% á hverri mínútu frá hjartastoppi þar til gefið er hjartarafstuð. Tíminn skiptir því gríðarlega miklu máli.

15. febrúar 2011 : Getur þú hjálpað þegar á reynir?

Í dag gætir þú orðið vitni að hjartastoppi og rétt og skjót viðbrögð gætu skilið á milli lífs og dauða. Á Íslandi verða um 200 hjartastopp á ári. Í Evrópu valda hjartasjúkdómar um 40% dauðsfalla hjá einstaklingum 75 ára og yngri og hjartastopp eru í 60% tilfella orsök dauðsfalla hjá fullorðnum með undirliggjandi hjartasjúkdóm.

Við skyndilegt hjartastopp þarf að hefja endurlífgun án tafar og ef innan við þrjár til fimm mínútur líða frá hjartastoppi þar til endurlífgun er hafin geta lífslíkur orðið á bilinu 50% til 75%. Lífslíkur dragast svo saman um 10-12% á hverri mínútu frá hjartastoppi þar til gefið er hjartarafstuð. Tíminn skiptir því gríðarlega miklu máli.

14. febrúar 2011 : Skyndihjálparhópur æfir sig

Skyndihjálprhópur deildanna á Norðurlandi kom saman á Narfastöðum í Reykjadal sl. föstudag og dvaldi þar við æfingar fram á miðjan dag á laugardag. Fjórir nýir aðilar bættust í hópinn og eru þau boðin hjartanlega velkomin. 
 
Á föstudagskvöldinu var farið í sundlaugina á Laugum þar sem að æfð var björgun frá drukknun og tóku nokkrir starfsmenn laugarinnar þátt í því með hópnum.
 
Á laugardagsmorguninn var æfð björgun úr bílslysi. Komið hafði verði fyrir bílflaki  í skurði þarna í nágrenninu og spreyttu þátttakendur sig á að ná þremur slösuðum farþegum út úr flakinu og koma þeim fyrir í sjúkrabíl.
 

11. febrúar 2011 : Bjargaði syni sínum eftir bílveltu á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði

Rauði kross Íslands hefur valið Ólaf Guðnason sem Skyndihjálparmann ársins 2010 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar hann lenti í bílslysi fjarri byggð í fyrrasumar. Ólafur mun taka við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag 11. febrúar kl. 14:00, á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn.

Ólafur bjargaði lífi sonar síns, Ólafs Diðriks Ólafssonar, með því að stöðva miklar blæðingar á höfði og handlegg hans þegar bíll þeirra valt á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði. Þegar slysið varð var Ólafur eldri sofandi í farþegasætinu en Ólafur Diðrik keyrði bílinn. Ólafur Diðrik sofnaði undir stýri og missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Bíllinn gjöreyðilagðist, allar rúður brotnuðu og nota þurfti klippur til að ná Ólafi Diðriki út úr honum.

11. febrúar 2011 : Vilt þú hjálpa náunganum?

Árlega stendur Rauði kross Íslands að vali á skyndihjálparmanni ársins þar sem ákveðnum einstaklingi er veitt viðurkenning fyrir að hafa bjargað mannslífi með því að bregðast hárrétt við á neyðarstundu.

11. febrúar 2011 : Starfsmenn heimaþjónustu Kópavogsbæjar komu í heimsókn á 112 deginum

Af tilefni 112 dagsins tók Kópavogsdeild á móti starfsfólki heimaþjónustu Kópavogs, alls 30 talsins. Deildin afhenti starfsfólkinu meðal annars bæklinginn ,,Getur þú hjálpað þegar á reynir?"  og þá fengu gestirnir einnig að heyra um helstu verkefni deildarinnar og starfsemi.

Í kjölfarið hélt Leifur Geir Hafsteinsson fræðandi fyrirlestur á opnu húsi deildarinnar um  næringu og heilbrigði. Þar mynduðust góðar umræður um ýmsar venjur varðandi mataræði, líkamsrækt og almennt heilbrigði. Um 20 manns voru á fyrirlestrinum og nutu góðs af fræðslu Leifs.

10. febrúar 2011 : 112 dagurinn haldinn hátíðlegur hjá Rauða krossinum víða um land

Rauði kross Íslands tekur virkan þátt í 112 deginum, föstudaginn 11. febrúar, víða um land og minnir almenning á nauðsyn þess að kunna skyndihjálp. Þá verður Skyndihjálparmaður ársins 2010 einnig útnefndur, en þetta er í tíunda sinn sem Rauði kross Íslands veitir viðurkenningu einstaklingi sem tilnefndur hefur verið fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu og bjargað þannig lífi.

Fulltrúar Rauða krossins sitja þessa stundina þjóðfund um öryggis- og neyðarþjónustu ásamt um eitt hundrað starfsmönnum og sjálfboðaliðum viðbragðsaðila almannavarna. Markmið fundarins er að ræða framtíðarskipan öryggis- og neyðarþjónustu og hvernig þjónustan verði best sniðin að þörfum almennings. Fundur af þessu tagi hefur aldrei áður verið haldinn í tengslum við þessa mikilvægu þjónustu, og verða niðurstöður hans kynntar á hátíðardagskrá 112 dagsins.

9. febrúar 2011 : 112 dagurinn

Á föstudaginn verður haldið upp á 112 daginn um allt land en markmið 112 dagsins er að kynna neyðarnúmerið og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund almennings um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn og lögreglan, Mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Flugstoðir.

Með einu símtali í 112 (einn, einn, tveir) er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutninga, lækna og hjúkrunarfólk, hjálparlið Rauða krossins og björgunarsveitanna og barnaverndarnefndir.

Kópavogsdeild vekur athygli á því að í febrúar verða haldin tvö námskeið í almennri skyndihjálp í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11. Námskeiðin verða haldin mánudagana 21. og 28. febrúar kl. 18-22. Á námskeiðinum læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Nokkur sæti laus og geta áhugasamir skráð sig hér 

Í tilefni 112 dagsins mun Kópavogsdeild afhenda starfsmönnum heimaþjónustu Kópavogs, alls 30 manns bæklinginn Getur þú hjálpað þegar á reynir? Fyrir þá sem hafa áhuga að eignast bæklinginn þá er hann til sölu í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11 og kostar 200 krónur.

8. febrúar 2011 : Tungumálakennari í Dvöl

Jessica Devergnies-Wastraete frá Belgíu er komin sem sjálfboðaliði  í Dvöl í gegnum Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS).  
Hún er tungumálakennari að mennt og hefur náð alveg ótrulegum tökum á íslensku, eftir aðeins fjögra mánaða veru hér á landi.
Hlutverk hennar verður meðal annars að bjóða þeim sem hafa áhuga upp á að læra spænsku, einnig að kenna okkur að búa til franska og belgíska rétti.
Það stendur til að hún verði hjá okkur fram á sumar en þá ætlar hún að ferðast um landið. Kópavogsdeild bíður Jessicu velkomna til starfa.


 

7. febrúar 2011 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áhyggjur af stefnu sænskra stjórnvalda að snúa hælisleitendum frá Írak til baka

Hlutfall hælisleitenda frá Írak hefur fallið úr 90% árin 2006-2007 niður í 27% á árinu 2009 í kjölfar dóms áfrýjunardómstóls í Svíþjóð árið 2007 sem úrskurðaði um að vopnuðum átökum í Írak væri lokið.

Svíþjóð brottvísar nauðugum fleiri Írökum en önnur ríki og hefur sætt harðri gagnrýni fjölmargra aðila, þar á meðal Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Margir þeirra sem hefur verið brottvísað til Íraks eru sagðir tilheyra minnihlutahópum í Írak sem eru í hættu í Írak og hefur mörgum þeirra, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun SÞ, verið brottvísað til svæða innan Íraks þar sem mikið ofbeldi ríkir sem aftur gefur tilefni til alþjóðlegrar verndar.

7. febrúar 2011 : Saumavalið afhendir afrakstur vetrarins

Nemendur í  saumavali í  grunnskólunum á Akureyri komu í dag og afhentu afrakstur af vinnu sinni á haustönn.  Saumavalið hefur verið sett þannig upp að nemendur vinna að hluta til að verkefni sem kallast “ Föt sem framlag “ og er Rauðakross verkefni og hins vegar að saumaskap sem þeir velja í samráði við kennara.  Þrjátíu og fimm nemendur eru í saumavalinu að þessu sinni og afraksturinn; teppi, buxur, bolir, húfur ofl. sem nýta má í Rauðakross verkefnið því þó nokkur. Segja má að áfanginn sé í senn kennsla í saumaskap og  samfélags- og lífsleiknifræðsla. Auk þess sem nemendur hafa getað valið sér flýkur og efni til að sauma upp úr í fataflokkun Rauða krossins  og  því verkenfið ágætlega umhverfisvænt.
Fyrir þá sem vilja kynna sér verkefnið “ Föt sem framlag “  má benda á að sjálfboðaliðar  hittast á mánudags og þriðjudagsmorgnum í húsnæði Rauða krossins.
 

 

4. febrúar 2011 : Tíu fengu alþjóðlega vernd á síðasta ári - Afgreiðslutíminn styttist milli ára

Tíu einstaklingar fengu alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári, þ.e. stöðu flóttamanns eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og/eða vegna sérstakra tengsla við landið. Alls sótti 51 einstaklingur frá 22 ríkjum um hæli hér á landi. Greinin birtist í Morgunblaðinu 03.02.2011.

3. febrúar 2011 : Hundavinir hittast einu sinni í mánuði.

Þriðjudaginn 25. janúar hittust hundaheimsóknavinir í Borgartúni 25.

Farið var stuttlega yfir breytingar á hittingum á þessu ári. Stefnt er að því að eiga saman útihittinga annan hvern mánuð á móti almennum samverum innandyra. Einnig var kynntur nýr vefur fyrir sjálfboðaliða í hundaheimsóknum þar sem hægt er að skoða gamlar og nýjar fréttir ásamt myndasöfnum. Þá verður hægt að nýta sér spjallsvæði á vefnum.

Seinni hluta fundarins fengu síðan hundarnir að njóta sín þar sem Nanna Zophoníasdóttir mætti og kenndi eigendum að nudda hundana. Hundarnir virtust njóta þess vel að láta nudda sig og sátu stilltir á meðan eigendur þeirra stjönuðu við þá. Það er áreiðanlegt að allir hafi lært eitthvað nýtt á þessu og vonandi munu hundarnir njóta þess í framtíðinni að fá gott nudd af og til.

Næsti hittingur hundavina verður þriðjudaginn 22. febrúar og stefnt er að því að hittast þá við Reynisvatn og fara í stuttan göngutúr.

3. febrúar 2011 : Hannaði Rauða kross vesti fyrir vinnuna

Jóhanna María Henriksson, starfsmaður Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins er vel merkt í vinnunni. Jóhanna hannaði og prjónaði lopavesti til að nota við skyldustörfin þar sem merki Rauða krossins er í forgrunni. Vestið var vígt í gær á fundi Þekkingarnetsins á Egilstöðum þar sem Jóhanna kynnti úrræði Rauða krossins fyrir atvinnuleitendum, og var gerður góður rómur að klæðnaðinum.

Jóhanna segir hugmyndina hafa kviknað við prjónaskap fyrir verkefnið Föt sem framlag, en stór hópur sjálfboðaliða Rauða krossins um allt land prjónar föt og útbýr ungbarnapakka sem sendir eru í gegnum systrafélög Rauða krossins í Hvíta Rússlandi og Malaví.

1. febrúar 2011 : Bjartar vonir um góða uppskeru stuðningshópa í Malaví

Stuðningshópar alnæmissmitaðra í Chiradzulu eru himinlifandi yfir góðum spretti maísins sem þeir plöntuðu í nóvember. Rigningarnar hafa verið stöðugar þetta árið og ef fram heldur sem horfir verður úrvalsuppskera í mars.

Hins vegar verða næstu vikur erfiðar og hungurvofan er ekki langt undan. Uppskeran í fyrra var nefnilega rýr og margir eru þegar orðnir uppiskroppa með maísmjöl.

1. febrúar 2011 : Bjartar vonir um góða uppskeru stuðningshópa í Malaví

Stuðningshópar alnæmissmitaðra í Chiradzulu eru himinlifandi yfir góðum spretti maísins sem þeir plöntuðu í nóvember. Rigningarnar hafa verið stöðugar þetta árið og ef fram heldur sem horfir verður úrvalsuppskera í mars.

Hins vegar verða næstu vikur erfiðar og hungurvofan er ekki langt undan. Uppskeran í fyrra var nefnilega rýr og margir eru þegar orðnir uppiskroppa með maísmjöl.