31. mars 2011 : Ungir heimsóknavinir

Ungir heimsóknavinir er verkefni sem Kjósarsýsludeild Rauða krossins vinnur í samstarfi við Lágafellsskóla, Varmárskóla og dvalarheimilið Hlaðhamra. Sjálfboðaliði deildarinnar sækir krakkana í skólann og fylgir þeim á Hlaðhamra þar sem þau fá að skoða aðstöðuna og spjalla við heimilismenn. 

Á dögunum fóru sex krakkar úr sjöunda bekk Lágafellsskóla í heimsókn á Hlaðhamra. Ekkert þeirra hafði komið þangað áður og kom það þeim mjög á óvart hve margt spennandi var þar í boði. Glervinnsla var í fullum gangi, en það var ekkert síðra að skoða mannlausan líkamsræktarsalinn og bókbandsherbergið. 

31. mars 2011 : Ungir heimsóknavinir

Ungir heimsóknavinir er verkefni sem Kjósarsýsludeild Rauða krossins vinnur í samstarfi við Lágafellsskóla, Varmárskóla og dvalarheimilið Hlaðhamra. Sjálfboðaliði deildarinnar sækir krakkana í skólann og fylgir þeim á Hlaðhamra þar sem þau fá að skoða aðstöðuna og spjalla við heimilismenn. 

Á dögunum fóru sex krakkar úr sjöunda bekk Lágafellsskóla í heimsókn á Hlaðhamra. Ekkert þeirra hafði komið þangað áður og kom það þeim mjög á óvart hve margt spennandi var þar í boði. Glervinnsla var í fullum gangi, en það var ekkert síðra að skoða mannlausan líkamsræktarsalinn og bókbandsherbergið. 

30. mars 2011 : Plúsinn afhendir styrk til Haítí

Sæunn Gísladóttir og Anna María Guðmundsdóttir fóru fyrir hópi sjálfboðaliða úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, og afhentu Þóri Guðmundssyni sviðsstjóra alþjóðasviðs og Sólveigu Ólafsdóttur sviðsstjóra útbreiðslusviðs, hátt í fimmtíu þúsund krónur sem söfnuðust á fatamarkaði hópsins þann 19. mars síðastliðinn.

Peningurinn verður nýttur til að styðja við börn á Haítí sem enn eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið fyrir rúmu ári. Samanlagt hefur þá Plúsinn styrkt það verkefni um vel yfir hundrað þúsund krónur en þau lögðu einnig ágóða af markaði sínum á síðasta ári í sama verkefni.

30. mars 2011 : Plúsinn afhendir styrk til Haítí

Sæunn Gísladóttir og Anna María Guðmundsdóttir fóru fyrir hópi sjálfboðaliða úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, og afhentu Þóri Guðmundssyni sviðsstjóra alþjóðasviðs og Sólveigu Ólafsdóttur sviðsstjóra útbreiðslusviðs, hátt í fimmtíu þúsund krónur sem söfnuðust á fatamarkaði hópsins þann 19. mars síðastliðinn.

Peningurinn verður nýttur til að styðja við börn á Haítí sem enn eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið fyrir rúmu ári. Samanlagt hefur þá Plúsinn styrkt það verkefni um vel yfir hundrað þúsund krónur en þau lögðu einnig ágóða af markaði sínum á síðasta ári í sama verkefni.

30. mars 2011 : Plúsinn afhendir styrk til Haítí

Sæunn Gísladóttir og Anna María Guðmundsdóttir fóru fyrir hópi sjálfboðaliða úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, og afhentu Þóri Guðmundssyni sviðsstjóra alþjóðasviðs og Sólveigu Ólafsdóttur sviðsstjóra útbreiðslusviðs, hátt í fimmtíu þúsund krónur sem söfnuðust á fatamarkaði hópsins þann 19. mars síðastliðinn.

Peningurinn verður nýttur til að styðja við börn á Haítí sem enn eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið fyrir rúmu ári. Samanlagt hefur þá Plúsinn styrkt það verkefni um vel yfir hundrað þúsund krónur en þau lögðu einnig ágóða af markaði sínum á síðasta ári í sama verkefni.

30. mars 2011 : Plúsinn afhendir styrk til Haítí

Sæunn Gísladóttir og Anna María Guðmundsdóttir fóru fyrir hópi sjálfboðaliða úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, og afhentu Þóri Guðmundssyni sviðsstjóra alþjóðasviðs og Sólveigu Ólafsdóttur sviðsstjóra útbreiðslusviðs, hátt í fimmtíu þúsund krónur sem söfnuðust á fatamarkaði hópsins þann 19. mars síðastliðinn.

Peningurinn verður nýttur til að styðja við börn á Haítí sem enn eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið fyrir rúmu ári. Samanlagt hefur þá Plúsinn styrkt það verkefni um vel yfir hundrað þúsund krónur en þau lögðu einnig ágóða af markaði sínum á síðasta ári í sama verkefni.

30. mars 2011 : Maður er manns gaman!

Heimsóknavinir er eitt eftirsóttasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins og flestar deildir félagsins eru með það á verkefnaskránni.

Þórunn Sigurðardóttir gerðist heimsóknavinur fyrir stuttu. Gestgjafi hennar er öldruð kona sem hefur áhuga á að fara í göngutúr þrátt fyrir að hún þarf að styðjast við göngugrind. Markmiðið er að hitta hana einu sinni í viku.

29. mars 2011 : Íbúar Grindavíkur fræðast um neyðarvarnir

Neyðarvarnarnefnd Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands stóð fyrir fræðslukvöldi fyrir íbúa Grindavíkur um opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla.

Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarna hélt fyrirlestur sem gaf sýn á þau fjölbreyttu verkefni sem fylgja því að opna fjöldahjálparstöð, en ástæður opnunar eru mismunandi.
 
Fróðlegt var að heyra raunverulegar reynslusögur en eins og allir vita þá hefur nýverið reynt töluvert á neyðarviðbrögð bæði í Árnes- og Rangárvallarsýslum en einnig víðar um land í gegnum tíðina vegna t.d snjóflóða og rútuslysa og á höfuðborgarsvæðinu þá oftast vegna bruna.

29. mars 2011 : Íbúar Grindavíkur fræðast um neyðarvarnir

Neyðarvarnarnefnd Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands stóð fyrir fræðslukvöldi fyrir íbúa Grindavíkur um opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla.

Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarna hélt fyrirlestur sem gaf sýn á þau fjölbreyttu verkefni sem fylgja því að opna fjöldahjálparstöð, en ástæður opnunar eru mismunandi.
 
Fróðlegt var að heyra raunverulegar reynslusögur en eins og allir vita þá hefur nýverið reynt töluvert á neyðarviðbrögð bæði í Árnes- og Rangárvallarsýslum en einnig víðar um land í gegnum tíðina vegna t.d snjóflóða og rútuslysa og á höfuðborgarsvæðinu þá oftast vegna bruna.

29. mars 2011 : Íbúar Grindavíkur fræðast um neyðarvarnir

Neyðarvarnarnefnd Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands stóð fyrir fræðslukvöldi fyrir íbúa Grindavíkur um opnun fjöldahjálparstöðvar í Hópsskóla.

Jón Brynjar Birgisson verkefnisstjóri neyðarvarna hélt fyrirlestur sem gaf sýn á þau fjölbreyttu verkefni sem fylgja því að opna fjöldahjálparstöð, en ástæður opnunar eru mismunandi.
 
Fróðlegt var að heyra raunverulegar reynslusögur en eins og allir vita þá hefur nýverið reynt töluvert á neyðarviðbrögð bæði í Árnes- og Rangárvallarsýslum en einnig víðar um land í gegnum tíðina vegna t.d snjóflóða og rútuslysa og á höfuðborgarsvæðinu þá oftast vegna bruna.

29. mars 2011 : Sparnaðarráð til Árnesinga

Árnesingadeild Rauða kross Íslands fékk Láru Ómarsdóttir til að vera með fyrirlestur í Safnaðarheimili Selfosskirkju. Lára fjallaði um hagsýni og hamingju en hún skrifaði bók um það efni eftir að hún og hennar maður lentu í  fjárhagserfiðleikum. Þau eiga langveikt barn og hann missti vinnuna.

Hún miðlaði á einstaklega skemmtilegan hátt hvernig þau lifðu af litlu en lifðu samt, og gaf hún mörg góð ráð um það hvernig hægt er að spara sérstaklega varðandi matarinnkaup.

Fjöldi fólks á öllum aldri kom á fyrirlesturinn og var Láru mjög vel tekið.

29. mars 2011 : Sparnaðarráð til Árnesinga

Árnesingadeild Rauða kross Íslands fékk Láru Ómarsdóttir til að vera með fyrirlestur í Safnaðarheimili Selfosskirkju. Lára fjallaði um hagsýni og hamingju en hún skrifaði bók um það efni eftir að hún og hennar maður lentu í  fjárhagserfiðleikum. Þau eiga langveikt barn og hann missti vinnuna.

Hún miðlaði á einstaklega skemmtilegan hátt hvernig þau lifðu af litlu en lifðu samt, og gaf hún mörg góð ráð um það hvernig hægt er að spara sérstaklega varðandi matarinnkaup.

Fjöldi fólks á öllum aldri kom á fyrirlesturinn og var Láru mjög vel tekið.

28. mars 2011 : Duglegar vinkonur héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

Þær Guðrún, Ásta og Katla Rut, allar nemendur í 4. bekk í Kársnesskóla héldu tombólu á dögunum og söfnuðu  1.207 kr. til styrktar Rauða krossinum.  Þær höfðu safnað dóti í smá tíma og seldu fyrir utan sundlaug Kópavogs. Framtakinu var vel tekið og fengu þær góð viðbrögð frá gestum sundlaugarinnar.

Þessar stúlkur eru dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með með álíka hætti. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.


 

25. mars 2011 : Hjálparstarf Rauða krossins í Japan stóreflt

Rauði krossinn í Japan hefur stóreflt neyðaraðgerðir sínar fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem riðu yfir landið fyrir hálfum mánuði. Rauði krossinn sinnir allri heilbrigðisþjónustu á vettvangi og í fjöldahjálparstöðvum á hamfarasvæðunum þar sem nálægt þrjú hundruð þúsund manns eru enn. Í neyðarsveitum Rauða krossins eru einnig sérfræðingar sem veita sálrænan stuðning og áfallahjálp.

Þá mun Rauði krossinn á næstu dögum vinna að bættum lífsgæðum þeirra sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum til langs tíma. Koma á upp heitum sturtum, dreifa hreinlætisvörum og bæta hreinlætisaðstöðu fólksins. Rauði krossinn hefur nú þegar dreift um 130.000 teppum  til nauðstaddra auk annarra hjálpargagna. Fatnaði verður dreift á næstunni, með sérstakri áherslu á þarfir ungra barna.

25. mars 2011 : Birta brött og bleik heimsækir Kópavogsdeild

Krakkarnir í Enter og Eldhugum fengu skemmtilega heimsókn í vikunni en kötturinn Birta kom í heimsókn ásamt eiganda sínum Belindu Theriault. Belinda byrjaði á að lesa upp úr bókinni ,,Birta brött og bleik” sem fjallar um hvernig hægt er að takast á við fordóma á skemmtilegan hátt og að allir þurfi ekki að vera steypti í sama mót.  Þegar upplestrinum var lokið kom Belinda krökkunum á óvart með því að sækja Birtu og leyfa henni að vera með og hitta krakkana.
 

24. mars 2011 : Líf og starf á flóðasvæði í Pakistan

Jóhannes Sigfússon lögregluvarðstjóri vinnur í Pakistan sem öryggisfulltrúi Alþjóða Rauða krossins. Hann skrifar um störf sín á vettvangi:

24. mars 2011 : Líf og starf á flóðasvæði í Pakistan

Jóhannes Sigfússon lögregluvarðstjóri vinnur í Pakistan sem öryggisfulltrúi Alþjóða Rauða krossins. Hann skrifar um störf sín á vettvangi:

24. mars 2011 : Ofurprjónakonan Inga Dóra

Miðvikudagar eru óvenju fjörlegir hjá Akranesdeildinni þegar meðlimir prjónahópsins koma saman og prjóna fyrir verkefnið Föt sem framlag. Og það gengur mikið undan hópnum því á síðasta ári var gengið frá 200 ungbarnapökkum sem eru nú komnir í góðar þarfir hjá börnum í Hvíta-Rússlandi.

Það má segja um hana Ingu Dóru Þorkelsdóttur að hún sé ofurprjónakona. Hún hefur verið með í hópnum frá byrjun og gefið mikið af prjónavörum. Nú er hún að hætta af þeirri ástæðu að hún er að flytja frá Akranesi og að skilnaði afhenti hún deildinni 10 ungbarnapakka.

 „Hún prjónaði allt sem fer í pakkana, það þurfti bara að bæta við bleium. Börnin sem fá pakkana frá Ingu Dóru eru heppin,“ segir Shyamali Ghosh verkefnastjóri Akranesdeildar. „Síðasta vor kom hún með svipað magn af peysum, húfum og teppum sem hún gaf í föt sem framlag verkefnið.“

23. mars 2011 : Stórmót í Lautinni

Tuttugu þátttakendur skráðu sig til leiks á hraðskákmóti í Laut, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri, þar sem Rauði kross Íslands kemur m.a. að rekstrinum. Mótið var haldið kl. 17:30 í gær enda hafði Goðamaðurinn og prestur þeirra Húsvíkinga, Sighvatur Karlsson, boðað komu sína og efnilegra pilta um það leytið.

Lautargengið hafði fengið þá Smára Ólafsson frá Skákfélagi Akureyrar og Arnar Valgeirsson frá Skákfélagi Vinjar til samstarfs og úr varð stórskemmtilegt mót sem var öllum sem að því komu til háborinnar fyrirmyndar!

23. mars 2011 : Fann pening á götunni sem rennur til barna á Haítí

Halldór Tumi Ólason, níu ára strákur, mætti á aðalfund Húsavíkurdeildar og afhenti Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands 2.500 krónur sem hann vill að renni til hjálparstarfsins á Haítí.

Hugmyndina fékk Halldór Tumi þegar hann fann 500 krónur á götunni. Þegar hann sýndi foreldrum sínum fjársjóðinn komu þau sér saman um að fjármagnið yrði látið renna til Rauða krossins eftir að hafa bætt við upphæðina.

Kristján sagði Halldóri Tuma að hann væri nýkominn frá Haítí. Þar hefði hann hitt krakka sem ekki gætu farið í skóla. Aðeins um helmingur barna sem búa á Haítí hafa möguleika á að læra. Þessi peningur yrði notaður fyrir börn sem misstu allt sitt í jarðskjálftanum.

21. mars 2011 : Skákmót í Laut - þriðjudag 22. mars

Þriðjudaginn 22. mars kl.17:30 verður skákmót í Lautinni.  Von er á góðum gestum frá Húsavík og allir eru hjartanlega velkomnir.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og allir þátttakendur fá bókavinning. Skáksamband Íslands hefur gefið vinninga. Boðið verður upp á veitingar í hléi.  Fulltrúar Skákfélags Akureyrar og Skákfélags Vinjar sjá um mótið.

Skráning á staðnum en má gjarna hringja í 462-6632 og tilkynna þátttöku.

21. mars 2011 : Ungir sjálfboðaliðar safna til styrktar börnum í neyð

Margir lögðu leið sína á hinn árlega fatamarkað Plússins sem ungir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar  héldu í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs á laugardaginn var. Á markaðinum voru seld notuð föt til styrktar börnum sem enn búa við mikla neyð eftir jarðskjálftana á Haítí fyrir rúmu ári. Full þörf er á áframhaldandi stuðning þar og nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau verkefni sem fyrir eru og þarfnast neyðaraðstoðar, þó svo að ný og krefjandi verkefni séu að bætast við. Fötin voru seld á mjög vægu verði, nærri allt undir þúsund krónum, auk þess sem fólk gat fengið að prútta niður verð á stærri flíkum. Salan gekk vel og alls söfnuðust hátt í fimmtíu þúsund krónur. Að auki var var Alþjóðatorg ungmenna með svokallað lifandi bókasafn á staðnum en það líkt og venjulegt bókasafn þar sem lesendur koma og fá lánaða bók í takmarkaðan tíma.

19. mars 2011 : Aðstoðar við hjálparstörf

Gísli Ólafsson starfar hjá NetHope sem aðstoðar Rauða krossinn og fleiri samtök við björgunarstörf í Japan. Greinin birtist í Morgunblaðinu 19.03.2011.

18. mars 2011 : Almenningur sýnir samstöðu og örlæti vegna hamfaranna í Japan

Rauði krossinn í Japan hefur nú sent neyðarsveitir til allra héraða sem urðu hvað verst úti vegna jarðskjálftans mikla og flóðbylgjunnar sem kom í kjölfar hans fyrir einni viku, og hefur sett upp starfstöðvar þar sem fá eða engin önnur hjálparsamtök eru. Tæplega hálf milljón manna hefst við í bráðabirgðaskýlum eftir að hafa misst heimili sín eða verið flutt í burtu vegna geislunarhættu.

Íslenska þjóðin hefur brugðist vel við söfnun Rauða krossins vegna hamfaranna í Japan. Hátt í þrjár milljónir króna hafa safnast í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Rauði krossinn hefur einnig fengið stuðning frá stórum hópi fólks sem tengist Japan og hefur vakið athygli á söfnun félagsins.

17. mars 2011 : Öflugir ungir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar halda fatamarkað

Ungir sjálfboðaliðar úr Plúsnum, ungmennastarfi Rauða krossins í Kópavogi fyrir 16-24 ára, hafa unnið að margvíslegum verkefnum undanfarin ár og haft áhrif á samfélagið sitt með ýmsum hætti. Hægt er að taka þátt í ýmsum hópum innan Plússins líkt og stýrihópi, hönnunarhópi og fræðsluhópi.

Meðal verkefna sem Plúsinn hefur staðið að eru alþjóðleg kaffihúsakvöld, forvarnarfræðsla, viðburðir og fjáraflanir en undanfarna daga hafa þeir verið að undirbúa sinn árlega fatamarkað til styrktar góðu málefni.

17. mars 2011 : Öflugir ungir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar halda fatamarkað

Ungir sjálfboðaliðar úr Plúsnum, ungmennastarfi Rauða krossins í Kópavogi fyrir 16-24 ára, hafa unnið að margvíslegum verkefnum undanfarin ár og haft áhrif á samfélagið sitt með ýmsum hætti. Hægt er að taka þátt í ýmsum hópum innan Plússins líkt og stýrihópi, hönnunarhópi og fræðsluhópi.

Meðal verkefna sem Plúsinn hefur staðið að eru alþjóðleg kaffihúsakvöld, forvarnarfræðsla, viðburðir og fjáraflanir en undanfarna daga hafa þeir verið að undirbúa sinn árlega fatamarkað til styrktar góðu málefni.

16. mars 2011 : Engin orð yfir eyðilegginguna sem blasir við á hamfarasvæðunum

Engin orð eru til að lýsa eyðileggingunni sem blasir við í bænum Otsuchi á norðaustur strönd Japans. Flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfar stóra skjálftans þann 11. mars hefur engu eirt. Íbúar fengu hálftíma viðvörun áður en 10 metra há bylgjan skall á bænum og hreif með sér allt sem á vegi varð. Enn er 9.500 íbúa saknað af 17.500. Eldar brenna hvarvetna þar sem eldsneyti úr bílum og bátum lekur út í umhverfið, og þar sem gasleiðslur bæjarins hafa farið í sundur.

Formaður Alþjóða Rauða krossins og landsfélagsins í Japan, Tadateru Konoé er einnig orða vant. „Þetta er það versta sem ég hef séð á ferli mínum hjá Rauða krossinum. Þetta kveikir upp minningar um ástandið í lok seinni heimstyrjaldar þegar borgir eins og Tokýó og Osaka voru rústir einar eftir sprengjuárásir," segir hann.

15. mars 2011 : List til styrktar Rauða krossinum

Verk eftir fjórar listakonur sem gefið hafa  verk sín styrktar Hjálparsjóði Rauða krossins eru nú til sölu hjá Gallerí Fold. Um er að ræða verk eftir hinar hæfileikaríku listakonur Fríðu Gísladóttur (nafn verks: Mjólk sem sjór, verð 70.000), Hrafnhildi Ingu Sigurðardóttur (nafn verks: Eyðibýlið, verð 80.000) Laufey Johansen (nafn verks: Áhrif frá Vúlkan, verð 110.000) og Sesselju Tómasdóttur (nafn verks: Kærleikurinn, verð: 50.000).

14. mars 2011 : Rauði krossinn tekur við framlögum vegna hamfaranna í Japan

Rauði krossinn í Japan vinnur nú á sólarhringsvöktum við að veita aðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem skóku landið síðastliðin föstudag. Japanski Rauði krossinn hefur áratuga reynslu af því að bregðast við hamförum sem þessum, jarðskjálftum og flóðbylgjum, jafnt innanlands sem utan. Rauði krossinn hefur þjálfað tugþúsundir starfsmanna og sjálfboðaliða á liðnum árum sem hafa nú verið virkjaðir til hjálparstarfa.

Sextíu og tvær neyðarsveitir japanska Rauða krossins sem skipaðar eru rúmlega 400 heilbrigðisstarfsmönnum hafa veitt aðstoð á hamfarasvæðunum frá því jarðskjálftinn reið yfir.  Rauði krossinn gegnir einnig lykilhlutverki við að dreifa hjálpargögnum, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning.

14. mars 2011 : Eldhugar undirbúa viðburð gegn fordómum

Unglingarnir í Eldhugum Kópavogsdeildar standa í ströngu þessa dagana við að undirbúa  viðburð í Smáralind sem þeir hyggjast taka þátt í á fimmtudaginn næstkomandi, þann 17.mars  kl. 17.30. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Rauða krossins, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar og Alþjóðatorgs ungmenna  sem standa saman að því fagna fjölmenningu á Íslandi. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við alþjóðadaginn gegn kynþáttamisrétti sem er 21.mars en þá koma þúsundir manna saman til að kveða niður kynþáttafordóma og misrétti í Evrópu.
 

14. mars 2011 : 50 ungbarnapakkar

Það er alltaf líf í tuskunum þegar prjóna- og saumakonur í verkefninu Föt sem framlag pakka afrakstri undanfarna mánaða í ungbarnapakkana.  Áðan kom hópurinn saman og pakkaði 50 pökkum fyrir Malaví og Hvíta Rússland.

Ungbarnapakkarnir (fyrir 0-12 mánaða) eru sendir til barna og fjölskyldna í Malaví og Hvíta Rússlandi í neyð.  Í hverjum pakka eru 2 peysur, 2 samfellur, 4 taubleiur, húfa, teppi, handklæði, 2 sokkapör og buxur svo það eru ófá handtökin sem liggja að baki hverjum pakka.  Saumað er upp úr efnum, gömlum sængurverum og fleiru sem berst Fatasöfnun Rauða krossins. 

, 2 sokkapör og buxur svo það eru ófá handtökin sem liggja að baki hverjum pakka.  Saumað er upp úr efnum, gömlum sængurverum og fleiru sem berst Fatasöfnun Rauða krossins. 

Alltaf vantar garn til að prjóna upp úr.  Ef þið vitið um garnafganga sem liggja á lausu þá er tekið á móti þeim í Þverholti 7 með miklum þökkum.  Allar tegundir af garni og afgöngum breytast í hlý og falleg föt í meðförum þessa hugvitssömu kvenna!

Prjónahópur er í Rauðakrosshúsinu Þverholti 7 alla þriðjudaga kl. 13.  Endilega kíkið við og prjónið með okkur.  Garn og prjónar á staðnum.

13. mars 2011 : Íslenskur sendifulltrúi við hjálparstörf á Fiji eyju

„Hugur okkar er með þeim þúsundum manna sem hafa orðið fyrir skaða vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan,“ segir Helga Bára Bragadóttir sendifulltrúi Rauða krossins á Fiji. „Sem betur fer fór ekki eins illa á Kyrrahafseyjunum eins og við óttuðumst í upphafi.“

Helga Bára hefur unnið á Kyrrahafssvæðinu að viðbúnaði fyrir hamfarir í á þriðja ár. Verkefnið miðar að því að fyrir hendi sé á hverjum stað kerfi sem auðveldar innstreymi hjálpargagna og fólks þegar neyðarástand skapast.

Samstundis og í ljós kom hvílíkur jarðskjálfti hafði orðið við Japan fóru Helga Bára og kollegar hennar að vinna að viðbúnaði á svæðinu. Í Kyrrahafi er fjöldi eyja sem liggja svo lágt að ef stór alda hefði skollið á þeim hefði hún getað skolað fólki á haf út.

 

11. mars 2011 : Var skotmark talíbana

Áslaug Arnoldsdóttir flúði átakasvæði í Pakistan þegar talibanar hugðust gera árás á hana og aðra sendifulltrúa Rauða krossins. Greinin birtist í Fréttatímanum 11. mars 2011.

11. mars 2011 : Var skotmark talíbana

Áslaug Arnoldsdóttir flúði átakasvæði í Pakistan þegar talibanar hugðust gera árás á hana og aðra sendifulltrúa Rauða krossins. Greinin birtist í Fréttatímanum 11. mars 2011.

11. mars 2011 : Rauði krossinn bregst við jarðskjálfta og flóðbylgju í Japan

Japanski Rauði krossinn hefur unnið sleitulaust við aðstoð við fórnarlömb jarðskjálftans sem reið yfir Japan í dag kl. 14:46 að staðartíma og átti upptök sín undan austurströnd Japans. Rauði krossinn í Japan hefur á að skipa fjölbreyttum neyðarsveitum sem eru sérþjálfaðar í viðbrögðum við hamförum sem þessum. Ekki hefur borist beiðni frá japönskum yfirvöldum um alþjóðlega aðstoð. Að minnsta kosti 300 manns hafa látist og þúsunda er saknað.

Fjöldamörg lönd eru í hættu vegna flóðbylgju sem fylgdi í kjölfar skjálftans. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið send út til allra ríkja sem liggja að Kyrrahafi, þeirra á meðal allra Kyrrahafseyja, Ástralíu, Nýjasjálands, Havaí, Indónesíu, Mið og Suður-Ameríku, og Mexíkó. Rauðakrosshreyfingin um allan heim er í viðbragðsstöðu vegna þessa og hefur Rauði kross Íslands beðið reynda sendifulltrúa sína að vera reiðubúnir reynist þörf fyrir hjálparstarfsmenn í einhverjum þeirra landa sem flóðbylgjan kann að skella á næstu klukkustundirnar.

11. mars 2011 : Góð mæting á aðalfund

Í gærkvöldi var aðalfundur Kópavogsdeildar og mættu yfir 30 manns á fundinn. Talsverð endurnýjun varð í stjórn og varastjórn á fundinum. Kjörnir voru fjórir stjórnarmenn, tveir í varastjórn og tveir skoðunarmenn. Garðar Briem fyrrverandi formaður Kópavogsdeildar og fulltrúi kjörnefndar kynnti frambjóðendur, auk hans sátu Reynir Guðsteinsson og Anna Þrúður Þorkelsdóttir í nefndinni.

Guðbjörg Sveinsdóttir var endurkjörin í stjórn til tveggja ára og Ingibjörg Bjartmaz úr varastjórn var kjörin í stjórn til tveggja ára. Þá var Ingibjörg Ingvadóttir kjörin í stjórn til tveggja ára og Samúel Örn Erlingsson í stjórn til eins árs. Í varastjórn til tveggja ára voru kjörin þau Sigrún Árnadóttir, sem áður sat í aðalstjórn og Gunnar M. Hansson sem setið hefur í varastjórn í tvö ár. Skoðunarmenn voru kjörin þau Guðmundur Kr. Einarsson og Rúna H. Hilmarsdóttir, bæði kjörin til tveggja ára.
 

9. mars 2011 : Aðalfundur Kópavogsdeildar

Aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 10.mars kl. 20 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Allir sjálfboðaliðar deildarinnar eru hvattir til að mæta til að taka þátt í því að gera upp síðasta starfsár og leggja á ráðin með framhaldið.
 

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
 

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða sýndar myndir úr starfi deildarinnar síðastliðið ár. Sjáumst vonandi sem flest!

9. mars 2011 : Mummi og Nael frá Palestínu hitta börn á Vestfjörðum

Rauðakrossdeildin í V.-Barðastrandarsýslu fékk til sín góða gesti í síðustu viku, þá Mohammed Nazer og Nael Rajabi frá Palestínu. Þeir eru 25 ára og hafa starfað sem sjálfboðaliðar í Rauða hálfmánanum í 12 ár í sínu heimalandi, m.a. sem sjúkraflutningamenn. 

Mummi og Nael, eins og þeir eru kallaðir, eru einnig hluti af sex manna trúðahópi sem fer um Palestínu  á vegum Rauða hálfmánans og heimsækir skóla og munaðarleysingjaheimili og skemmta börnum. Hæfileikar þeirra fengu að njóta sín á íþróttamóti sem haldið var á Tálknafirði því þeir tróðu upp sem trúðar fyrir 5.-7. bekk allra skólanna á svæðinu. Vöktu þeir mikla hrifningu og aðdáun áhorfenda.

9. mars 2011 : Mummi og Nael frá Palestínu hitta börn á Vestfjörðum

Rauðakrossdeildin í V.-Barðastrandarsýslu fékk til sín góða gesti í síðustu viku, þá Mohammed Nazer og Nael Rajabi frá Palestínu. Þeir eru 25 ára og hafa starfað sem sjálfboðaliðar í Rauða hálfmánanum í 12 ár í sínu heimalandi, m.a. sem sjúkraflutningamenn. 

Mummi og Nael, eins og þeir eru kallaðir, eru einnig hluti af sex manna trúðahópi sem fer um Palestínu  á vegum Rauða hálfmánans og heimsækir skóla og munaðarleysingjaheimili og skemmta börnum. Hæfileikar þeirra fengu að njóta sín á íþróttamóti sem haldið var á Tálknafirði því þeir tróðu upp sem trúðar fyrir 5.-7. bekk allra skólanna á svæðinu. Vöktu þeir mikla hrifningu og aðdáun áhorfenda.

8. mars 2011 : Úti í bæ á Öskudag...

Það er löng hefð fyrir því að krakkar á Akureyri heimsæki fyrirtæki og verslanir á Öskudag til að syngja í skiptum fyrir eitthvert góðgæti.  Afar, ömmur, bófar, löggur og ýmsar geimhetjur eru meðal þeirra sem heimsóttu Akureyrardeild og glöddu þar fólk með söng. Sjá má myndir af nokkrum þessara hópa hér.

 

8. mars 2011 : Hægt að koma í veg fyrir kynferðisglæpi gegn konum í stríði segir Rauði krossinn á Alþjóðadegi kvenna 8. mars

Því er oft haldið fram að kynferðisofbeldi gegn konum sé óumflýjanlegur fylgikvilli vopnaðra átaka en að mati Alþjóða Rauða krossins er það einfaldlega rangt. Rauði krossinn vill nota tækifærið á Alþjóðadegi kvenna þann 8. mars til að hvetja ríki heims að hvika hvergi í baráttunni gegn nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi sem eyðileggur líf kvenna á átakasvæðum.
 
„Kynferðisofbeldi gegn konum á tímum átaka gerist ekki sjálfkrafa,“ segir Nadine Puechguirbal, ráðgjafi Alþjóða Rauða krossins í málefnum kvenna og stríðs. „Slíkt ofbeldi er viðurstyggilegur glæpur, og því verður að sækja menn til saka fyrir verknaðinn. Gerendur myndu ef til vill halda aftur af sér ef þeir vissu fyrir víst að þeim yrði refsað fyrir gerðir sínar.“

7. mars 2011 : Hundavinir hittast

Hundavinir Rauða krossins hittust í fyrsta útihitting sínum við Reynisvatn í Grafarholti  síðastliðinn þriðjudag.

Hundar taka þátt í heimsóknum til þeirra sem þess óska með eigendum sínum, bæði á stofnunum og í heimahúsum og eru til að mynda oft hvatning til þeirra sem vilja fara út að ganga. Hundarnir þurfa fyrst að uppfylla viss skilyrði til að fara með og eigendur þeirra sækja einnig sérsniðin námskeið fyrir sjálfboðaliða áður en heimsóknir hefjast.

7. mars 2011 : Rauði krossinn naut góðvildar leikskólabarnanna á Brákarborg á Góðverkadögum

Þau eru umhyggjusöm börnin á leikskólanum Brákarborg. Því fékk Rauði krossinn að kynnast þegar þau tóku þátt í Góðverkadögum skátahreyfingarinnar sem haldnir voru í síðasta mánuði. Börnin komu færandi hendi til Rauða krossins í dag og afhentu fatnað og leikföng sem þau söfnuðu og vilja að bágstödd börn njóti.

Börnin á Brákarborg eru ekki alveg ókunnug Rauða krossinum því fingurbrúðan Hjálpfús lítur reglulega til þeirra og segir þeim frá öllu því áhugaverða sem Rauði krossinn er að gera. Krakkarnir eiga líka DVD myndina um hann Hjálpfús frá því hann var margt skemmtilegt að bralla í Stundinni okkar.

4. mars 2011 : Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn aðstoða fórnarlömb átaka í Líbýu

Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinna nú á vöktum allan sólarhringinn við að veita aðstoð innan Líbýu og við landamæri nágrannalandanna. Tugþúsundir flóttamanna streyma á hverjum degi til Egyptalands og Túnis þar sem Rauðakrosshreyfingin og fleiri mannúðarsamtök veita viðeigandi aðstoð.

Nokkur hundruð manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum öryggissveita stjórnvalda og vopnaðra uppreisnarhópa sem brutust út um miðjan febrúar. Mikil neyð ríkir meðal almennings og tugþúsundir manna hafa flúið til Egyptalands og Túnis, sérstaklega erlent vinnuafl frá Asíu og ríkjum sunnan Sahara.

3. mars 2011 : Ný stjórn URKÍ-Kjós

Aðalfundur Ungmennadeildar Kjósarsýsludeildar RKÍ (URKÍ-Kjós) var haldinn í gær. Ár er liðið síðan deildin var stofnuð, en megin markmið hennar er að skipuleggja og stýra ungmennastarfi innan Kjósarsýsludeildar.

Helstu verkefni síðasta árs voru:
- Mórall, ungmennahópur fyrir 13-16 ára
- Sameiginlegir viðburðir með öðrum deildum höfuðborgarsvæðisins
- Sumarnámskeið fyrir 7-12 ára börn
- Kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum
- Heimanámsaðstoð

3. mars 2011 : Ný stjórn URKÍ-Kjós

Aðalfundur Ungmennadeildar Kjósarsýsludeildar RKÍ (URKÍ-Kjós) var haldinn í gær. Ár er liðið síðan deildin var stofnuð, en megin markmið hennar er að skipuleggja og stýra ungmennastarfi innan Kjósarsýsludeildar.

Helstu verkefni síðasta árs voru:
- Mórall, ungmennahópur fyrir 13-16 ára
- Sameiginlegir viðburðir með öðrum deildum höfuðborgarsvæðisins
- Sumarnámskeið fyrir 7-12 ára börn
- Kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum
- Heimanámsaðstoð

2. mars 2011 : Aðalfundur Kópavogsdeildar 10. mars

Aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn fimmtudaginn 10. mars kl. 20 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Sjálfboðaliðar deildarinnar eru hvattir til að mæta til að taka þátt í því að gera upp síðasta starfsár og leggja á ráðin með framhaldið.

Fundarstjóri verður Hjördís Einarsdóttir, kennari og fyrrverandi stjórnarmeðlimur Kópavogsdeildar.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál

2. mars 2011 : Föt sem framlag í ungmennastarfinu

Í ungmennastarfi Hafnarfjarðardeildar taka krakkarnir sér ýmislegt fyrir hendur. Nýverið fræddust þau um verkefni Rauða krossins, Föt sem framlag þar sem sjálfboðaliðar á öllum aldri hanna, prjóna og sauma fatnað. Þar eru búnar til peysur, húfur, buxur, teppi, sokkar og vettlingar. Með varningnum eru búnir til ungbarnapakkar fyrri börn 0-12 mánaða sem sendir eru til þróunar- og neyðaraðstoðar erlendis t.d til Malaví og Gambíu sem og Hvíta Rússlands. Krakkarnir  horfðu á myndband um verkefnið, undirbúning og afhendingu ungbarnapakkanna í Hvíta Rússlandi.

Og börnin létu ekki á sér standa og tóku í prjónana til þess að framleiða eitthvað sem gæti komið sér vel í pökkunum.

2. mars 2011 : Föt sem framlag í ungmennastarfinu

Í ungmennastarfi Hafnarfjarðardeildar taka krakkarnir sér ýmislegt fyrir hendur. Nýverið fræddust þau um verkefni Rauða krossins, Föt sem framlag þar sem sjálfboðaliðar á öllum aldri hanna, prjóna og sauma fatnað. Þar eru búnar til peysur, húfur, buxur, teppi, sokkar og vettlingar. Með varningnum eru búnir til ungbarnapakkar fyrri börn 0-12 mánaða sem sendir eru til þróunar- og neyðaraðstoðar erlendis t.d til Malaví og Gambíu sem og Hvíta Rússlands. Krakkarnir  horfðu á myndband um verkefnið, undirbúning og afhendingu ungbarnapakkanna í Hvíta Rússlandi.

Og börnin létu ekki á sér standa og tóku í prjónana til þess að framleiða eitthvað sem gæti komið sér vel í pökkunum.

1. mars 2011 : Viðbúnaður í fjallahéruðum Kákasus

Rauði kross Íslands er í samstarfi við danska Rauða krossinn og Rauða kross félög í Georgíu og Armeníu sem gengur út á að efla almannavarnir í Kákasuslöndunum. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Almannavarnir þessara landa hafa fram að þessu verið fremur bágbornar og löndin hafa átt erfitt með að takast á við afleiðingar náttúruhamfara.

Samstarfsverkefnið hófst árið 2010. Það nær til 72.000 íbúa og markmiðið er að efla hæfni og þrautseigju fólks til að takast á við tíðar náttúruhamfarir en sem dæmi má nefna að árið 1988 létust um 25.000 manns í öflugum jarðskjálfta í Armeníu.

Verkefnið felst meðal annars í því að efla viðbúnað og bæta þekkingu á neyðarvörnum og neyðaraðstoð. Íbúar í þessum heimshluta hafa löngum búið við vopnuð átök og náttúruhamfarir auk þess sem efnahagur er bágborinn og stjórnvöld misvel í stakk búin til að mæta þörfum þeirra.