31. maí 2011 : Tómstundahópur Rauða krossins fær styrk

Það hljóp heldur  betur á snærið hjá Tómstundahópi Rauða krossins á Sauðárkróki í gær þegar þær Sigrún Aadnegard og Steinunn Hallsdóttir afhentu afrakstur Fiskisæludaga sem haldnir voru í Ljósheimum um Sæluvikuna.

Í Sæluvikunni sem nú virðist langt að baki var tilreiddur fiskur í ýmsum útfærslum fyrir þá er komu  en allur ágóði af greiðasölu þessari rennur til góðgerðamála. Nú naut  Tómstundahópurinn góðs af Fiskisæludögunum en upphæðin sem um ræðir var alls 120 þúsund krónur sem efalaust á eftir að koma sér vel.

Það var Steinar Þór Björnsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Tómstundahópsins en svo skemmtilega vildi til að hann átti afmæli þennan dag.
 

30. maí 2011 : Metþátttaka í vorgleði sjálfboðaliða um helgina

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var haldin í sól og blíðu á laugardaginn í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Sjálfboðaliðar deildarinnar fjölmenntu með maka, börn, barnabörn og aðra ættingja en vel yfir 80 manns voru mættir.

Gestirnir nutu veðurblíðunnar saman yfir grillmat og öðrum veitingum. Þeir sungu saman og börnin fengu andlitsmálun ásamt því að töframaður sýndi listir sínar. Nokkrir hundar sem starfa sem heimsóknavinir mættu einnig og slógu í gegn hjá öðrum gestum vorgleðinnar.

Myndir úr vorgleðinni má sjá ef smellt er á hlekkinn hér að neðan.
 

30. maí 2011 : Nú tekur réttvísin við

Óhæfuverk í stríði eru orðin að hversdagslegum viðburði, sem við heyrum af og horfum jafnvel á í sjónvarpi og á vefnum. Svo tíðar fréttir berast af tillitsleysi og grimmd að flestir hætta að taka eftir þeim. 

30. maí 2011 : Grillað í Laut

Síðasta laugardagsopnun þessa misseris í Laut var á  laugardaginn  og taka nú við sumarfrí hjá sjálfboðaliðum.  Af þessu tilefni var slegið upp grillveislu og gerðu sjálfboðaliðar og gestir Lautarinnar sér glaðan dag. 
Sjálfboðaliðahópurinn sem sinnir þessu verkefni hefur staðið vaktina alla laugardaga síðan í vetur og mun að óbreyttu taka upp þráðinn í byrjun september.
Grillveislan tókst annars með ágætum og  var ekki annað að heyra en fólk væri ánægt með framtakið og ekki síður með samstarfið við sjálfboðaliðanna í vetur.
 

30. maí 2011 : Metþátttaka í vorgleði sjálfboðaliða um helgina

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var haldin í sól og blíðu á laugardaginn í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Sjálfboðaliðar deildarinnar fjölmenntu með maka, börn, barnabörn og aðra ættingja en vel yfir 80 manns voru mættir.

Gestirnir nutu veðurblíðunnar saman yfir grillmat og öðrum veitingum. Þeir sungu saman og börnin fengu andlitsmálun ásamt því að töframaður sýndi listir sínar. Nokkrir hundar sem starfa sem heimsóknavinir mættu einnig og slógu í gegn hjá öðrum gestum vorgleðinnar.

Myndir úr vorgleðinni má sjá ef smellt er á hlekkinn hér að neðan.
 

27. maí 2011 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins áfram að störfum vegna eldgossins í Grímsvötnum

Þjónustumiðstöð hefur nú tekið við hlutverki fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri og verður hún staðsett í grunnskólanum þar. Tveir starfsmenn eru fulltrúar Rauða krossins í starfi þjónustumiðstöðvarinnar og munu taka þátt í að veita áfallahjálp og sálrænan stuðning, og skipuleggja hreinsunarstarf með sjálfboðaliðum.

Þeir sem vilja leggja hönd á plóg og hjálpa við hreinsunarstörfin er boðið að hafa samband við Rauða kross Íslands og skrá sig á heimasíðunni raudikrossinn.is eða hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Rauði krossinn bendir einnig á fræðsluefni á vefsíðu félagsins um sálrænan stuðning og aðstoð við börn í kjölfar áfalla.

27. maí 2011 : Námskeiðið Slys og veikindi barna 31.maí og 1.júní

Þann 31. maí og 1. júní verður haldið 6 klukkustunda námskeið um forvarnir gegn slysum og viðbrögð við veikindum barna. Kennslan fer fram í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi, Hamraborg 11, á 2.hæð milli 18 og 21 báða dagana.

Skráning er í fullum gangi og ennþá eru nokkur pláss laus. Hægt er að skrá sig beint á námskeið með því að smella hér. Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 554-6626 og fá nánari upplýsingar.

26. maí 2011 : Sendifulltrúi Rauða krossins aðstoðar fórnarlömb átaka í Líbýu

Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands heldur til Líbýu nú á sunnudag.  Áslaug mun starfa sem hjúkrunarfræðingur með Alþjóða Rauða krossinum (ICRC) í borginni Benghazi, en þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðunum í Líbýu til að veita þeim læknisaðstoð. 

Mörg hundruð manns hafa látist síðan átök milli stjórnarhers og uppreisnarmanna í Líbýu brutust út í febrúar og þúsundir hafa særst. Gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á heimilum og opinberum byggingum eins og sjúkrahúsum. Vatns- og rafmagnsveitur hafa einnig verið sprengdar í loft upp svo lífskilyrði fólks eru mjög erfið á þessu svæði. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Líbýu undanfarið, einkum til nágrannaríkjanna Túnis og Egyptalands.

26. maí 2011 : Sendifulltrúi Rauða krossins aðstoðar fórnarlömb átaka í Líbýu

Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands heldur til Líbýu nú á sunnudag.  Áslaug mun starfa sem hjúkrunarfræðingur með Alþjóða Rauða krossinum (ICRC) í borginni Benghazi, en þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðunum í Líbýu til að veita þeim læknisaðstoð. 

Mörg hundruð manns hafa látist síðan átök milli stjórnarhers og uppreisnarmanna í Líbýu brutust út í febrúar og þúsundir hafa særst. Gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á heimilum og opinberum byggingum eins og sjúkrahúsum. Vatns- og rafmagnsveitur hafa einnig verið sprengdar í loft upp svo lífskilyrði fólks eru mjög erfið á þessu svæði. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Líbýu undanfarið, einkum til nágrannaríkjanna Túnis og Egyptalands.

26. maí 2011 : Sendifulltrúi Rauða krossins aðstoðar fórnarlömb átaka í Líbýu

Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands heldur til Líbýu nú á sunnudag.  Áslaug mun starfa sem hjúkrunarfræðingur með Alþjóða Rauða krossinum (ICRC) í borginni Benghazi, en þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðunum í Líbýu til að veita þeim læknisaðstoð. 

Mörg hundruð manns hafa látist síðan átök milli stjórnarhers og uppreisnarmanna í Líbýu brutust út í febrúar og þúsundir hafa særst. Gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á heimilum og opinberum byggingum eins og sjúkrahúsum. Vatns- og rafmagnsveitur hafa einnig verið sprengdar í loft upp svo lífskilyrði fólks eru mjög erfið á þessu svæði. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Líbýu undanfarið, einkum til nágrannaríkjanna Túnis og Egyptalands.

25. maí 2011 : Æfing hjá Viðbragðshópi höfuðborgarsvæðis

Viðbragðshópur höfuðborgarsvæðisins fékk boð um að mæta á æfingu í gær, þriðjudaginn 24. maí klukkan 17. Hópnum var stefnt á Álftanes þar sem búið var að setja upp dagskrá og aðstöðu í hjólhýsi Reykjavíkurdeildar og bílnum Frú Ragnheiði og mættir voru 22 leikarar á öllum aldri.

Æfingunni var skipt á tvær stöðvar og þolendur (leikarar) fóru á milli til að sjálfboðaliðar viðbragðshópsins fengju fleiri tækifæri til að æfa sig í viðtalstækni og sálrænum stuðningi. Þannig var að hluta komið í veg fyrir galla sem oft er á æfingum þegar mjög margir sjálfboðaliðar eru um hvern leikara.

25. maí 2011 : Æfing hjá Viðbragðshópi höfuðborgarsvæðis

Viðbragðshópur höfuðborgarsvæðisins fékk boð um að mæta á æfingu í gær, þriðjudaginn 24. maí klukkan 17. Hópnum var stefnt á Álftanes þar sem búið var að setja upp dagskrá og aðstöðu í hjólhýsi Reykjavíkurdeildar og bílnum Frú Ragnheiði og mættir voru 22 leikarar á öllum aldri.

Æfingunni var skipt á tvær stöðvar og þolendur (leikarar) fóru á milli til að sjálfboðaliðar viðbragðshópsins fengju fleiri tækifæri til að æfa sig í viðtalstækni og sálrænum stuðningi. Þannig var að hluta komið í veg fyrir galla sem oft er á æfingum þegar mjög margir sjálfboðaliðar eru um hvern leikara.

25. maí 2011 : Ungir heimsóknavinir

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er samstarfsverkefni Kjósarsýsludeildar Rauða krossins, dvalarheimilisins Hlaðhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla. Sjálfboðaliði deildarinnar sækir krakka úr sjöttu og sjöunda bekkjum í skólann og röltir með þeim á Hlaðhamra. Þar fá þau að skoða heimilið, heimsækja heimilismenn og spjalla við þá.

Í gær fóru nemendur Varmárskóla í heimsókn á Hlaðhamra og var það síðasta heimsókn þessa skólaárs. Krakkarnir voru einstaklega kurteis og áhugasöm og höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja.  Klara Klængsdóttir, sem er gamall kennari úr Varmárskóla, sýndi krökkunum herbergið sitt og sagði frá því hvernig lífið var í Mosfellsbæ þegar hún var að alast þar upp og kenna á Brúarlandi. Klöru fannst gaman að heyra að hluti af Krummaklett, sem sprengdur var upp þegar Eirhamrar voru byggðir, er nú fyrir utan leikskólann Hlaðhamra.

Verkefnið hefur gengið einstaklega vel í vetur og er tilhlökkunarefni að taka upp þráðinn þegar skólar hefst aftur í haust.

25. maí 2011 : Kópavogsdeild fékk viðurkenningu fyrir Eldhuga, Enter og Takt á aðalfundi Rauða kross Íslands

Aðalfundur Rauða kross Íslands var haldinn í Stapanum í Reykjanesbæ laugardaginn 21.maí.

Á annað hundrað fulltrúar af öllu landinu sóttu fundinn og voru veittar viðurkenningar til verkefna sem rjúfa félagslega einangrun, sinna berskjölduðum og efla ungmenni í samfélaginu. Kópavogsdeild tók við viðurkenningu fyrir verkefnin Eldhuga og Enter. Í Enter hittast ungir innflytjendur einu sinni í viku í deildinni og er markmiðið að auðvelda börnum af erlendum uppruna að aðlagast íslensku samfélagi og virkja þeirra þátttöku í því. Verkefnið er unnið í samvinnu við mótttökudeild nýbúa í Álfhólsskóla og hófst árið 2004. Eldhugar eru unglingar í Kópavogi á aldrinum 13-16 ára. Þar vinna íslensk og erlend ungmenni  að því að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma. Verkefninu er einnig ætlað að skapa grundvöll fyrir ungmenni af ólíkum uppruna til að hittast og hafa gaman saman.

Einnig fékk deildin viðurkenningu fyrir að taka þátt í átaksverkefni á vegum Vinnumálastofnunnar sem bar heitið Ungt fólk til athafna - Taktur. Þar fékk ungt atvinnulaust fólk að kynnast sjálfboðastörfum ásamt því að fá aðstoð í atvinnuleit og ferilskrárgerð.

Myndir af fundinum á Facebook.

24. maí 2011 : Samstarf innsiglað við Rauða kross Síerra Leone

Rauði kross Íslands hefur gert samstarfssamning við Rauða kross Síerra Leone. Um er að ræða rammasamning um það hvernig félögin standa að hjálparstarfi í Síerra Leone, sem er eitt fátækasta ríki í heimi og enn að ná sér eftir harðvítuga borgarastyrjöld.

Rauði kross Íslands styður 150 ungmenni árlega til náms í Moyamba athvarfinu í Síerra Leone. Ungmennin læra að lesa og skrifa og stunda iðnnám í valinni grein.

Nú stendur yfir val á nemendum fyrir næsta skólaár, sem hefst upp úr næstu mánaðamótum. Það er erfitt verkefni því þeir sem komast inn fá dýrmætt tækifæri til mennta og sjálfseflingar sem getur skipt sköpum í lífinu.

24. maí 2011 : Samstarf innsiglað við Rauða kross Síerra Leone

Rauði kross Íslands hefur gert samstarfssamning við Rauða kross Síerra Leone. Um er að ræða rammasamning um það hvernig félögin standa að hjálparstarfi í Síerra Leone, sem er eitt fátækasta ríki í heimi og enn að ná sér eftir harðvítuga borgarastyrjöld.

Rauði kross Íslands styður 150 ungmenni árlega til náms í Moyamba athvarfinu í Síerra Leone. Ungmennin læra að lesa og skrifa og stunda iðnnám í valinni grein.

Nú stendur yfir val á nemendum fyrir næsta skólaár, sem hefst upp úr næstu mánaðamótum. Það er erfitt verkefni því þeir sem komast inn fá dýrmætt tækifæri til mennta og sjálfseflingar sem getur skipt sköpum í lífinu.

24. maí 2011 : Bráðaflokkunarvika 20. - 27. maí 2011

Þessa viku stendur yfir bráðaflokkunarvika sem líkur föstudaginn 27. maí.  Markmið framtaksins er að vekja athygli á bráðaflokkunarkerfinu og efla þekkingu viðbragðsaðila. Þeir sem standa að verkefninu eru auk Rauða krossins, lögregluembættin, slökkviliðin, heilbrigðisstofnanir, rekstraraðilar sjúkraflutninga,  Neyðarlínan, ISAVIA, Landhelgisgæslan og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það eru starfsmenn Landlæknisembættis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem hafa unnið að skipulagi bráðaflokkunarviku í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Bráðaflokkunarvikan er samvinnuverkefni viðbragðsaðila í hverju lögregluumdæmi og sóttvarnalæknar umdæma og svæða eru faglegir ábyrgðaraðilar.

Bráðaflokkun er sérstakt flokkunarkerfi sem notað er hér heima og erlendis í stórslysum eða hamförum. Kerfið er einfalt í notkun og það aðstoðar viðbragðsaðila við að greina stórslasaða frá minna slösuðum og auðveldar þeim þannig að koma þeim sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda sem fyrst undir læknishendur. Bráðaflokkunartöskur eru staðsettar í öllum farartækjum viðbragðsaðila og innleiðing þessa kerfis hefur staðið yfir í tvö ár. Landsskrifstofa Rauða krossins á bráðaflokkunartösku sem deildir geta fengið lánaða fyrir fræðslu og kynningar.

23. maí 2011 : Rauði krossinn hvetur fólk til að huga að sínum nánustu og nágrönnum á hamfarasvæðinu

Rauði krossinn hvetur íbúa á hamfarasvæðunum að huga vel að sínum nánustu og sinna nágrönnum sínum, sérstaklega þeim sem ekki eiga aðstandendur á svæðinu. Mikilvægt er að finna fyrir samhug og samstöðu þegar áföll sem þessi dynja yfir.
 
Jóhann Thoroddsen, verkefnisstjóri áfallahjálpar Rauða krossins, segir að reynslan sé sú að fólk þurfi að sýna sjálfu sér þolinmæði hvað varðar viðbrögð við álaginu sem það býr við.
 
„Það skiptir máli að vera í samvistum við fjölskyldu sína, vini og félaga því mikill stuðningur felst í því. Börnin þurfa að geta sótt stuðning og öryggi til foreldra sinna og annarra fullorðinna sem þau treysta. Það er því mikilvægt að þau upplifi samstöðu fullorðna fólksins," segir Jóhann.

23. maí 2011 : Rauði krossinn hvetur fólk til að huga að sínum nánustu og nágrönnum á hamfarasvæðinu

Rauði krossinn hvetur íbúa á hamfarasvæðunum að huga vel að sínum nánustu og sinna nágrönnum sínum, sérstaklega þeim sem ekki eiga aðstandendur á svæðinu. Mikilvægt er að finna fyrir samhug og samstöðu þegar áföll sem þessi dynja yfir.
 
Jóhann Thoroddsen, verkefnisstjóri áfallahjálpar Rauða krossins, segir að reynslan sé sú að fólk þurfi að sýna sjálfu sér þolinmæði hvað varðar viðbrögð við álaginu sem það býr við.
 
„Það skiptir máli að vera í samvistum við fjölskyldu sína, vini og félaga því mikill stuðningur felst í því. Börnin þurfa að geta sótt stuðning og öryggi til foreldra sinna og annarra fullorðinna sem þau treysta. Það er því mikilvægt að þau upplifi samstöðu fullorðna fólksins," segir Jóhann.

22. maí 2011 : Fjöldahjálparstöðvar opnar og Hjálparsíminn 1717 veitir upplýsingar vegna gossins - Icelandic Red Cross response to the volcanic eruption in Vatnajökull glacier

Tvær fjöldahjálparstöðvar eru nú opnar á hamfarasvæðinu, á Kirkjubæjarklaustri og Hofgarði í Öræfum. Rauði krossinn vinnur nú að því að skipuleggja áfallahjálp til íbúa á svæðinu ásamt heilbrigðisþjónustunni, kirkju, sveitarfélögum og almannavörnum.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður þegar í gærkvöldi sem upplýsingasími fyrir almenning eins og jafnan er gert í almannaástandi. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að sækja sér sálrænan stuðning.

Um 1000 íbúar eru á hamfarasvæðinu, og njóta þeir aðstoðar sitthvorum megin við Skeiðarársand þar sem Vegagerðin hefur lokað veginum af öryggisaðstæðum. Klausturdeild og Hornafjarðardeild Rauða krossins sjá um aðstoð á svæðinu, en aðrar deildir verða virkjaðar eftir því sem þörf krefur þar sem sjálfboðaliðar eru margir hverjir einnig þolendur vegna öskufallsins og þurfa að huga að fjölskyldu og eigin aðstæðum.

Mikið öskufall er í Vestur Skaftafellssýslu. Almenningur er hvattur til að halda sig innandyra en nota grímur og hlífðargleraugu þegar menn eru utandyra.

Two shelters have been opened for inhabitants and tourists in the disaster area, one at the community centre in Kirkjubæjarklaustur at Klausturvegur 10 and at Hofgardur in Öræfi. The Icelandic Red Cross is organizing psychological support in the area together with health authorities, municipalities and the civil protection authorities.
The Red Cross Helpline 1717 serves as a source of general information for the public during times of emergency. For all information about the current situation in the area around Vatnajökull glacier simply dial 1717. If you are calling from abroad the number is + 354 551 7853 and you will be connected with the helpline. Calls from abroad are not free of charge.

Ashfall is ongoing in the area from east of Vík to Höfn. People are advised to stay inside, but use masks when travelling outside. Road 1 is closed east of Klaustur.

22. maí 2011 : Fjöldahjálparstöðvar opnar og Hjálparsíminn 1717 veitir upplýsingar vegna gossins - Icelandic Red Cross response to the volcanic eruption in Vatnajökull glacier

Tvær fjöldahjálparstöðvar eru nú opnar á hamfarasvæðinu, á Kirkjubæjarklaustri og Hofgarði í Öræfum. Rauði krossinn vinnur nú að því að skipuleggja áfallahjálp til íbúa á svæðinu ásamt heilbrigðisþjónustunni, kirkju, sveitarfélögum og almannavörnum.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður þegar í gærkvöldi sem upplýsingasími fyrir almenning eins og jafnan er gert í almannaástandi. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að sækja sér sálrænan stuðning.

Um 1000 íbúar eru á hamfarasvæðinu, og njóta þeir aðstoðar sitthvorum megin við Skeiðarársand þar sem Vegagerðin hefur lokað veginum af öryggisaðstæðum. Klausturdeild og Hornafjarðardeild Rauða krossins sjá um aðstoð á svæðinu, en aðrar deildir verða virkjaðar eftir því sem þörf krefur þar sem sjálfboðaliðar eru margir hverjir einnig þolendur vegna öskufallsins og þurfa að huga að fjölskyldu og eigin aðstæðum.

Mikið öskufall er í Vestur Skaftafellssýslu. Almenningur er hvattur til að halda sig innandyra en nota grímur og hlífðargleraugu þegar menn eru utandyra.

Two shelters have been opened for inhabitants and tourists in the disaster area, one at the community centre in Kirkjubæjarklaustur at Klausturvegur 10 and at Hofgardur in Öræfi. The Icelandic Red Cross is organizing psychological support in the area together with health authorities, municipalities and the civil protection authorities.
The Red Cross Helpline 1717 serves as a source of general information for the public during times of emergency. For all information about the current situation in the area around Vatnajökull glacier simply dial 1717. If you are calling from abroad the number is + 354 551 7853 and you will be connected with the helpline. Calls from abroad are not free of charge.

Ashfall is ongoing in the area from east of Vík to Höfn. People are advised to stay inside, but use masks when travelling outside. Road 1 is closed east of Klaustur.

22. maí 2011 : Fjöldahjálparstöðvar opnar og Hjálparsíminn 1717 veitir upplýsingar vegna gossins - Icelandic Red Cross response to the volcanic eruption in Vatnajökull glacier

Tvær fjöldahjálparstöðvar eru nú opnar á hamfarasvæðinu, á Kirkjubæjarklaustri og Hofgarði í Öræfum. Rauði krossinn vinnur nú að því að skipuleggja áfallahjálp til íbúa á svæðinu ásamt heilbrigðisþjónustunni, kirkju, sveitarfélögum og almannavörnum.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður þegar í gærkvöldi sem upplýsingasími fyrir almenning eins og jafnan er gert í almannaástandi. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að sækja sér sálrænan stuðning.

Um 1000 íbúar eru á hamfarasvæðinu, og njóta þeir aðstoðar sitthvorum megin við Skeiðarársand þar sem Vegagerðin hefur lokað veginum af öryggisaðstæðum. Klausturdeild og Hornafjarðardeild Rauða krossins sjá um aðstoð á svæðinu, en aðrar deildir verða virkjaðar eftir því sem þörf krefur þar sem sjálfboðaliðar eru margir hverjir einnig þolendur vegna öskufallsins og þurfa að huga að fjölskyldu og eigin aðstæðum.

Mikið öskufall er í Vestur Skaftafellssýslu. Almenningur er hvattur til að halda sig innandyra en nota grímur og hlífðargleraugu þegar menn eru utandyra.

Two shelters have been opened for inhabitants and tourists in the disaster area, one at the community centre in Kirkjubæjarklaustur at Klausturvegur 10 and at Hofgardur in Öræfi. The Icelandic Red Cross is organizing psychological support in the area together with health authorities, municipalities and the civil protection authorities.
The Red Cross Helpline 1717 serves as a source of general information for the public during times of emergency. For all information about the current situation in the area around Vatnajökull glacier simply dial 1717. If you are calling from abroad the number is + 354 551 7853 and you will be connected with the helpline. Calls from abroad are not free of charge.

Ashfall is ongoing in the area from east of Vík to Höfn. People are advised to stay inside, but use masks when travelling outside. Road 1 is closed east of Klaustur.

22. maí 2011 : Viðbrögð við eldgosi í Vatnajökli - The Icelandic Red Cross responds to the volcanic eruption in Vatnajökull glacier

Klausturdeild Rauða krossins hefur opnað þjónustumiðstöð í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri og Hornafjarðardeild er í viðbragðsstöðu vegna eldgossins í Vatnajökli. Mikið öskufall er í Vestur Skaftafellssýslu. Almenningur er hvattur til að halda sig innandyra en nota grímur og hlífðargleraugu þegar menn eru utandyra. Fjöldahjálparstöð opnaði á Höfn í gærkvöldi en lokaði um miðja nótt. Þangað leituðu björgunarsveitarmenn sem voru að störfum á svæðinu.

Rauði kross Íslands vill vekja athygli á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 gegnir hlutverki upplýsingasíma fyrir almenning þegar náttúruhamfarir verða. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að sækja sér sálrænan stuðning.

The Icelandic Red Cross responds to the eruption in Vatnajökull glacier. Ashfall is ongoing in the area from east of Vík to Höfn. People are advised to stay inside, but use masks when travelling outside. Road 1 is closed east of Klaustur.

Icelandic Red Cross Helpline 1717 is open 24/7 for information about the current situation in the area around Vatnajökull glacier.

The Red Cross Helpline 1717 serves as a source of general information to the public during times of emergency. You can call it by simply dialing 1717 when in Iceland. The call is free of charge.

From abroad, you can call + 354 551 7853 and you will be connected with the helpline. Calls from abroad are not free of charge.

22. maí 2011 : Viðbrögð við eldgosi í Vatnajökli - The Icelandic Red Cross responds to the volcanic eruption in Vatnajökull glacier

Klausturdeild Rauða krossins hefur opnað þjónustumiðstöð í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri og Hornafjarðardeild er í viðbragðsstöðu vegna eldgossins í Vatnajökli. Mikið öskufall er í Vestur Skaftafellssýslu. Almenningur er hvattur til að halda sig innandyra en nota grímur og hlífðargleraugu þegar menn eru utandyra. Fjöldahjálparstöð opnaði á Höfn í gærkvöldi en lokaði um miðja nótt. Þangað leituðu björgunarsveitarmenn sem voru að störfum á svæðinu.

Rauði kross Íslands vill vekja athygli á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 gegnir hlutverki upplýsingasíma fyrir almenning þegar náttúruhamfarir verða. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að sækja sér sálrænan stuðning.

The Icelandic Red Cross responds to the eruption in Vatnajökull glacier. Ashfall is ongoing in the area from east of Vík to Höfn. People are advised to stay inside, but use masks when travelling outside. Road 1 is closed east of Klaustur.

Icelandic Red Cross Helpline 1717 is open 24/7 for information about the current situation in the area around Vatnajökull glacier.

The Red Cross Helpline 1717 serves as a source of general information to the public during times of emergency. You can call it by simply dialing 1717 when in Iceland. The call is free of charge.

From abroad, you can call + 354 551 7853 and you will be connected with the helpline. Calls from abroad are not free of charge.

20. maí 2011 : Blómlegu barna-unglingastarfi vetrarins fagnað

Krakkarnir sem taka þátt Enter- starfi fyrir unga innflytjendur í Kópavogi og Eldhugum- starfi Kópavogsdeildar fyrir 13-16 ára unglinga af íslenskum og erlendum uppruna hafa nú lokið starfi sínu í vetur og héldu upp á það með sínum hætti. Börnin í Enter fóru í hestaferð með öðrum deildum af höfuðborgarsvæðinu en Eldhugarnir hittu jafnaldra sína úr starfi Hafnarfjarðardeildar þar sem meðal annars var haldin myndasýning úr starfi vetrarins. Starfið í vetur hefur verið í miklum blóma bæði í Enter og Eldhugum og krakkarnir tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum en þátttakendur í báðum verkefnum hafa sömuleiðis verið af fjölbreyttum uppruna eða frá Víetnam,Tælandi, Haítí,Rúmeníu, Póllandi, Portúgal, Spáni, Litháen og Rússlandi.
 

19. maí 2011 : Nemendur í Lindaskóla láta gott af sér leiða

Á dögunum afhentu Eyþór Hafliðason gjaldkeri nemendafélags Lindaskóla í Kópavogi og Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri skólans fulltrúum Rauða krossins 123.000 krónur. Peningarnir eru afrakstur fjáröflunar sem nemendur unglingadeildarinnar stóðu fyrir á þemadögum fyrir skemmstu. Þá höfðu nemendur ákveðið í sameiningu að ágóðinn rynni til Rauða krossins til hjálpar bágstöddum í Japan.

Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðamála Rauða kross Íslands og Hrafnhildur Helgadóttir, verkefnastjóri ungmenna og alþjóðamála Kópavogsdeildar veittu framlaginu viðtöku, þökkuðu skólanum og nemendum fyrir frábært framlag, auk þess sem þau gerðu grein fyrir þeim verkefnum sem Rauði krossinn vinnur að í Japan. 

Kópavogsdeild þakkar Lindaskóla fyrir frábært framtak og þann góða hug sem þar ríkir.

 

19. maí 2011 : Nemendur í Lindaskóla láta gott af sér leiða

Á dögunum afhentu Eyþór Hafliðason gjaldkeri nemendafélags Lindaskóla í Kópavogi og Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri skólans fulltrúum Rauða krossins 123.000 krónur. Peningarnir eru afrakstur fjáröflunar sem nemendur unglingadeildarinnar stóðu fyrir á þemadögum fyrir skemmstu. Þá höfðu nemendur ákveðið í sameiningu að ágóðinn rynni til Rauða krossins til hjálpar bágstöddum í Japan.

Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðamála Rauða kross Íslands og Hrafnhildur Helgadóttir, verkefnastjóri ungmenna og alþjóðamála Kópavogsdeildar veittu framlaginu viðtöku, þökkuðu skólanum og nemendum fyrir frábært framlag, auk þess sem þau gerðu grein fyrir þeim verkefnum sem Rauði krossinn vinnur að í Japan. 

Kópavogsdeild þakkar Lindaskóla fyrir frábært framtak og þann góða hug sem þar ríkir.

 

19. maí 2011 : Veist þú hvar þín fjöldahjáparstöð er staðsett??

Neyðarvarnarnefnd Hveragerðis- og Árnesingadeilda Rauða krossins fór í kynnisferð í síðustu viku til að meta aðstæður í fjöldahjálparstöðvum sem tilheyra þeirra svæði, sem er öll Árnessýsla.

Farið var í fjöldahjálparstöðvarnar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, Þorlákshöfn og Hveragerði, en á síðasta ári var nefndin búin að skoða stöðvarnar á Laugarvatni, Flúðum og Reykholti. Allar þessar fjöldahjálparstöðvar eru staðsettar í skólabyggingum. Stjórnendur skólanna tóku vel á móti nefndinni og sýndu þeim byggingar og aðstöðu.

19. maí 2011 : Veist þú hvar þín fjöldahjáparstöð er staðsett??

Neyðarvarnarnefnd Hveragerðis- og Árnesingadeilda Rauða krossins fór í kynnisferð í síðustu viku til að meta aðstæður í fjöldahjálparstöðvum sem tilheyra þeirra svæði, sem er öll Árnessýsla.

Farið var í fjöldahjálparstöðvarnar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, Þorlákshöfn og Hveragerði, en á síðasta ári var nefndin búin að skoða stöðvarnar á Laugarvatni, Flúðum og Reykholti. Allar þessar fjöldahjálparstöðvar eru staðsettar í skólabyggingum. Stjórnendur skólanna tóku vel á móti nefndinni og sýndu þeim byggingar og aðstöðu.

19. maí 2011 : Nemendur í Lindaskóla láta gott af sér leiða

Á dögunum afhentu Eyþór Hafliðason gjaldkeri nemendafélags Lindaskóla í Kópavogi og Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri skólans fulltrúum Rauða krossins 123.000 krónur. Peningarnir eru afrakstur fjáröflunar sem nemendur unglingadeildarinnar stóðu fyrir á þemadögum fyrir skemmstu. Þá höfðu nemendur ákveðið í sameiningu að ágóðinn rynni til Rauða krossins til hjálpar bágstöddum í Japan.

Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðamála Rauða kross Íslands og Hrafnhildur Helgadóttir, verkefnastjóri ungmenna og alþjóðamála Kópavogsdeildar veittu framlaginu viðtöku, þökkuðu skólanum og nemendum fyrir frábært framlag, auk þess sem þau gerðu grein fyrir þeim verkefnum sem Rauði krossinn vinnur að í Japan. 

Kópavogsdeild þakkar Lindaskóla fyrir frábært framtak og þann góða hug sem þar ríkir.

 

19. maí 2011 : Veist þú hvar þín fjöldahjáparstöð er staðsett??

Neyðarvarnarnefnd Hveragerðis- og Árnesingadeilda Rauða krossins fór í kynnisferð í síðustu viku til að meta aðstæður í fjöldahjálparstöðvum sem tilheyra þeirra svæði, sem er öll Árnessýsla.

Farið var í fjöldahjálparstöðvarnar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, Þorlákshöfn og Hveragerði, en á síðasta ári var nefndin búin að skoða stöðvarnar á Laugarvatni, Flúðum og Reykholti. Allar þessar fjöldahjálparstöðvar eru staðsettar í skólabyggingum. Stjórnendur skólanna tóku vel á móti nefndinni og sýndu þeim byggingar og aðstöðu.

19. maí 2011 : Veist þú hvar þín fjöldahjáparstöð er staðsett??

Neyðarvarnarnefnd Hveragerðis- og Árnesingadeilda Rauða krossins fór í kynnisferð í síðustu viku til að meta aðstæður í fjöldahjálparstöðvum sem tilheyra þeirra svæði, sem er öll Árnessýsla.

Farið var í fjöldahjálparstöðvarnar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, Þorlákshöfn og Hveragerði, en á síðasta ári var nefndin búin að skoða stöðvarnar á Laugarvatni, Flúðum og Reykholti. Allar þessar fjöldahjálparstöðvar eru staðsettar í skólabyggingum. Stjórnendur skólanna tóku vel á móti nefndinni og sýndu þeim byggingar og aðstöðu.

18. maí 2011 : Ná þyrfti til fleiri virkra sprautufíkla

Frú Ragnheiður er verkefni rekið af Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Bíll er færður á milli staða þar sem mest er þörf á þjónustunni og sjálfboðaliðar standa vaktir. Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. maí 2011.

18. maí 2011 : Sumarnámskeið Grindavíkurdeildar

Sumarnámskeið Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands 2011.
Gleðinámskeið er ókeypis námskeið fyrir 7-9 ára börn.
Námskeiðin verða 18. – 22. júlí og 1. – 5. ágúst og haldin í Rauða kross húsinu að Hafnargötu frá mánudegi til föstudags frá kl 9:00-16:00.
Á Gleðidögum eru eldri borgarar í hlutverki leiðbeinenda. Markmið námskeiðsins er að tengja saman kynslóðirnar og miðla reynslu og þekkingu þeirra á milli.
Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Meðal þess sem boðið er upp á eru: leikir,  prjónaskapur, tálgun, hnútabindingar, kveðskapur, söngur, ljósmyndun, skyndihjálp og vettvangsferðir.

Börn og umhverfi er námskeið fyrir ungmenni fædd 1999 eða fyrr. Námskeiðin eru 16 kennslustundir og eru haldin í Rauða kross húsinu að Hafnargötu. Staðfestingaskírteini að námskeiði loknu.
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Námskeiðsgjald er kr. 4.500,-  Innifalið: Námsgögn.
1. Námskeið 20. – 23. júní
2. Námskeið 11. – 14. júlí
3. Námskeið 08. – 12. ágúst m/1. nætur útilegu.

Sækja þarf um þátttöku á námskeiðum fyrir 10. júní á [email protected]
 

18. maí 2011 : Hagsýni og hamingja - erindi Láru Ómarsdóttur

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur haldið erindi á vegum Rauða krossins undir yfirskriftinni „Hagsýni og hamingja”. Erindið hefur hún flutt á Akureyri, Selfossi og Austfjörðum. Lára sótti Akureyri heim í síðustu viku í boði Akureyrardeildar Rauða krossins og Vinnumálastofnunar.

Lára miðlar af eigin upplifun, en rétt upp úr aldamótum gekk hún og fjölskylda hennar í gegnum miklar þrengingar í kjölfar þess að eignast barn sem þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi á sama tíma og eiginmaðurinn missti vinnuna. Fjölskyldan tók í sameiningu á við að gjörbreyta lifnaðarháttum og vinna sig í gegnum erfiðleikana bæði tilfinningalega og fjárhagslega.

„Erindið var sett fram á líflegan og skemmtilegan hátt og greinilegt að fjölskyldan stendur sterkari eftir,“ segir Hafsteinn Jakobsson framkvæmdastjóri Akureyrardeildar. „Undirtektir áheyrenda voru góðar og fékk hún margar spurningar í lokin.“

17. maí 2011 : Vorferð Félagsvina kvenna af erlendum uppruna

Félagsvinir kvenna af erlendum uppruna gerðu sér glaðan dag þann 15. maí og fóru í ferðalag upp á Akranes. Þar tók á móti hópnum fríður flokkur sjálfboðaliða Akranesdeildar. Tilefnið var að fagna vorinu og njóta þess að eiga góða stund saman.

Það var um 35 manna hópur kvenna og barna sem lagði af stað og álíka stór hópur sem tók á móti Félagsvinunum á Akranesi. Farið var á safnasvæðið en þar var boðið upp á ratleik, sem fólk tók misalvarlega. Einnig nutu þær þess að borða saman í fallegu húsi sem heitir Stúkuhús og byggt var í upphafi 20. aldar. Að því loknu var farið í leiki þar sem keppnisskapið sagði til sín, þá skipti engu máli hvort fólk var 7 eða 57 allir náðu að skemmta sér vel og lifa sig inn í leikina.Hægt er að sjá myndir á facebook síðu verkefnisins.

17. maí 2011 : Vorferð Félagsvina kvenna af erlendum uppruna

Félagsvinir kvenna af erlendum uppruna gerðu sér glaðan dag þann 15. maí og fóru í ferðalag upp á Akranes. Þar tók á móti hópnum fríður flokkur sjálfboðaliða Akranesdeildar. Tilefnið var að fagna vorinu og njóta þess að eiga góða stund saman.

Það var um 35 manna hópur kvenna og barna sem lagði af stað og álíka stór hópur sem tók á móti Félagsvinunum á Akranesi. Farið var á safnasvæðið en þar var boðið upp á ratleik, sem fólk tók misalvarlega. Einnig nutu þær þess að borða saman í fallegu húsi sem heitir Stúkuhús og byggt var í upphafi 20. aldar. Að því loknu var farið í leiki þar sem keppnisskapið sagði til sín, þá skipti engu máli hvort fólk var 7 eða 57 allir náðu að skemmta sér vel og lifa sig inn í leikina.Hægt er að sjá myndir á facebook síðu verkefnisins.

17. maí 2011 : Vor í Árborg hjá Rauða krossinum

Í tengslum við bæjarhátíðina „Vor í Árborg“ opnaði Árnesingadeild Rauða krossins hús sitt fyrir bæjarbúum síðasta laugardag.

17. maí 2011 : Vor í Árborg hjá Rauða krossinum

Í tengslum við bæjarhátíðina „Vor í Árborg“ opnaði Árnesingadeild Rauða krossins hús sitt fyrir bæjarbúum síðasta laugardag.

16. maí 2011 : Gaf hluta fermingapenings til Malaví

Anna Rún Arnfríðardóttir, nemandi í 8.bekk Kópavogsskóla, kom færandi hendi á dögunum til Kópavogsdeildar með peningagjöf að upphæð 20.000 krónur. Upphæðin var hluti  fermingarpeningsins hennar og vildi Anna Rún láta þessa fjárhæð renna til góðs. Hún óskaði eftir því að peningurinn rynni til alþjóðaverkefna en hún hafði einnig tekið þátt í Göngum til góðs síðastliðið haust og vildi að peningurinn rynni í sama málstað. Peningagjöfin verður því nýtt til að styrkja starf Rauða kross Íslands í Malaví en hann hefur unnið að hjálparstarfi þar síðan 2002. Mikill árangur hefur náðst í starfi Rauða kross Íslands í Malaví í þau ár sem samvinnan hefur staðið og má til að mynda nefna að árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning. Áætlað er að efla verkefni Rauða krossins í Malaví enn frekar á næstu árum, meðal annars með því fjármagni sem safnaðist í landssöfnuninni Göngum til góðs í október 2010.

Kópavogsdeild er stolt af því að ungir Kópavogsbúar vilji láta gott af sér leiða með þessum hætti og færir Önnu Rún bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag.

 

16. maí 2011 : Hjúkrunarfræðingur Rauða kross Íslands við störf á Haítí

O. Ragnheiður Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur Rauða kross Íslands hóf nýverið störf í búðum Alþjóða Rauða krossins á Haíti. Meginstarf hennar er að huga að heilsufari hundruða hjálparstarfsmanna í Port-au-Prince.

Þó að sextán mánuðir séu liðnir síðan jarðskjálftinn á Haítí varð rúmlega 220.000 manns að bana þá er enn þörf fyrir umfangsmikið hjálparstarf. Það fer fram við afar erfiðar aðstæður, og því er mikilvægt að huga að heilbrigði hjálparstarfsmanna.

„Enn eru fleiri en 600 þúsund manns í tjaldbúðum á Haítí,“ segir Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands. „Það þýðir að meðfram uppbyggingunni, sem er hafin, þá þarf að sinna þörfum fólks sem býr við álíka aðstæður og á fyrstu vikunum eftir skjálftann.“

 

16. maí 2011 : Hjúkrunarfræðingur Rauða kross Íslands við störf á Haítí

O. Ragnheiður Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur Rauða kross Íslands hóf nýverið störf í búðum Alþjóða Rauða krossins á Haíti. Meginstarf hennar er að huga að heilsufari hundruða hjálparstarfsmanna í Port-au-Prince.

Þó að sextán mánuðir séu liðnir síðan jarðskjálftinn á Haítí varð rúmlega 220.000 manns að bana þá er enn þörf fyrir umfangsmikið hjálparstarf. Það fer fram við afar erfiðar aðstæður, og því er mikilvægt að huga að heilbrigði hjálparstarfsmanna.

„Enn eru fleiri en 600 þúsund manns í tjaldbúðum á Haítí,“ segir Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands. „Það þýðir að meðfram uppbyggingunni, sem er hafin, þá þarf að sinna þörfum fólks sem býr við álíka aðstæður og á fyrstu vikunum eftir skjálftann.“

 

16. maí 2011 : Hjúkrunarfræðingur Rauða kross Íslands við störf á Haítí

O. Ragnheiður Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur Rauða kross Íslands hóf nýverið störf í búðum Alþjóða Rauða krossins á Haíti. Meginstarf hennar er að huga að heilsufari hundruða hjálparstarfsmanna í Port-au-Prince.

Þó að sextán mánuðir séu liðnir síðan jarðskjálftinn á Haítí varð rúmlega 220.000 manns að bana þá er enn þörf fyrir umfangsmikið hjálparstarf. Það fer fram við afar erfiðar aðstæður, og því er mikilvægt að huga að heilbrigði hjálparstarfsmanna.

„Enn eru fleiri en 600 þúsund manns í tjaldbúðum á Haítí,“ segir Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands. „Það þýðir að meðfram uppbyggingunni, sem er hafin, þá þarf að sinna þörfum fólks sem býr við álíka aðstæður og á fyrstu vikunum eftir skjálftann.“

 

13. maí 2011 : Frábær fyrirlestur

Í vikunni hélt Lára Ómarsdóttir, fréttamaður, erindi í Lundarskóla á Akureyri. Erindið bar yfirskriftina “ Hagsýni og hamingja”. Lára talaði út frá eigin upplifun, en rétt upp úr aldamótum gekk hún og fjölskylda hennar í gegnum miklar þrengingar í kjölfar þess að eignast barn sem þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi á sama tíma  og eiginmaðurinn missti vinnuna. Miðlaði hún af reynslu sinni og því hvernig fjölskyldan í sameiningu tókst á við að gjörbreyta lifnaðarháttum og  hvernig þau unnu sig í gegnum þetta bæði tilfinningarlega og fjárhagslega.
Erindið var sett fram á líflegan og skemmtilegan hátt og greinilegt að fjölskyldan stendur sterkari eftir. Undirtektir áheyrenda voru góðar og fékk hún margar spurningar í lokin.

Að erindinu stóðu Akureyrardeild Rauða krossins í samstarfi við Vinnumálastofnun.

13. maí 2011 : Kópavogsdeild færir nemum Sjá 102 viðurkenningu

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 fengu viðurkenningu á dögunum fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf hjá Kópavogsdeild. Nemendurnir voru 28 í áfanganum á þessari önn og unnu sjálfboðin störf í Rjóðrinu, með Eldhugum, í athvarfinu Dvöl og í Sunnuhlíð. Þar að auki sátu þeir grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þeir héldu einnig dagbók um störf sín og lokaverkefni þeirra var að sjá um markað í Rauðakrosshúsinu sem haldinn var þann 16. apríl síðastliðinn. Á markaðinum mátti finna ýmist handverk sjálfboðaliða frá aldrinum 7 ára upp í 96 ára. Þá var einnig bakkelsi til sölu  sem nemendur höfðu útbúið sjálfir. Að þessu sinni rann allur ágóði markaðarins til neyðaraðstoðar innanlands. Markaðurinn gekk mjög vel og alls söfnuðu MK-nemarnir 230 þúsund krónum.  
 

12. maí 2011 : Kópavogsdeild á afmæli í dag 12.maí.

Kópavogsdeild var stofnuð þennan dag árið 1958 og fagnar því nú 53 ára afmæli sínu. Deildin hefur stækkað hratt síðustu ár og er nú með fjöldan allan af öflugum sjálfboðaliðum sem starfa í fjölbreyttum verkefnum.

Deildin leitast reglulega við að umbuna sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf og má þess geta að fyrir skemmstu bauð Borgarleikhúsið 60 sjálfboðaliðum ásamt mökum á sýninguna ,,Nei-Ráðherra“ og komust færri að en vildu.

Laugardaginn 28.maí verður haldinn vorfagnaður sjálfboðaliða í Dvöl, Reynihvammi 43. Deildin vonast til þess að sjá sem flesta sjálfboðaliða gleðjast saman og fagna öflugu vetrarstarfi um leið og við höldum inn í sumarið. 
 

12. maí 2011 : Krakkarnir í Enter hafa í ýmsu að snúast

Krakkarnir sem starfa með Kópavogsdeild Rauða krossins í verkefninu Enter hafa að undanförnu aðhafst ýmislegt skemmtilegt. Meðal annars fengu þau góða heimsókn frá Birte Harksen tónlistarkennara sem kenndi börnunum lög sem vöktu mikla athygli og lukku. Uppruni laganna var frá ýmsum löndum og meðal annars frá þeirra fæðingarlöndum. Krakkarnir lögðu nýlega leið sína í Þjóðminjasafnið. Vel var tekið á mót þeim, margt að skoða og farið var í leiki. Á næstkomandi laugardag verður farið með hópinn í hina árlegu vorferð þar sem börnin fá að fara á hestbak og leiki úti í náttúrunni.

12. maí 2011 : Krakkarnir í Enter hafa í ýmsu að snúast

Krakkarnir sem starfa með Kópavogsdeild Rauða krossins í verkefninu Enter hafa að undanförnu aðhafst ýmislegt skemmtilegt. Meðal annars fengu þau góða heimsókn frá Birte Harksen tónlistarkennara sem kenndi börnunum lög sem vöktu mikla athygli og lukku. Uppruni laganna var frá ýmsum löndum og meðal annars frá þeirra fæðingarlöndum. Krakkarnir lögðu nýlega leið sína í Þjóðminjasafnið. Vel var tekið á mót þeim, margt að skoða og farið var í leiki. Á næstkomandi laugardag verður farið með hópinn í hina árlegu vorferð þar sem börnin fá að fara á hestbak og leiki úti í náttúrunni.

10. maí 2011 : Sjálfboðaliðar kynntu verkefni deildarinnar í Íþróttahúsinu Digranesi

Um helgina var uppskeruhátíð eldra fólks í Kópavogi haldin í Íþróttahúsinu Digranesi. Margt var á dagskránni og var mikið um að vera. Boðið var uppá kynningar á félagslífi eldri borgara, samkvæmisdansa, jóga, tréskurð, bókband og margt fleira.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Kópavogi létu sig ekki vanta og voru með bás á staðnum. Þar var hægt að fræðast um hin ýmsu verkefni deildarinnar ásamt því að spjalla við sjálfboðaliða um starfið. Þó nokkur umgangur var um básinn og vel var tekið á móti öllum sem stoppuðu við.

Kópavogsdeild þakkar aðstandendum hátíðarinnar fyrir að fá að taka þátt í þessari skemmtilegu uppákomu.

10. maí 2011 : Hollráð til hamingu

Miðvikudaginn 11. maí n.k. verður boðið upp á fróðlegt erindi um það hvernig má spara og hvernig hægt er að gera mikið úr litlu. 

Lára Ómarsdóttir, fréttamaður mun í erindi sínu segja frá sinni persónulegu reynslu og hvernig hún og hennar fjölskylda tókust á við breyttar aðstæður. 

Erindi Láru verður í Lundarskóla og hefst kl. 20:00

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

10. maí 2011 : Hvernig á GOTT stjórnarstarf að vera?

Að starfa í stjórn var yfirskrift deildanámskeiðs sem haldið var fyrir stjórnir í deildum Rauða krossins á Norðurlandi undir leiðsögn Ómars H. Kristmundssonar fyrrverandi formanns Rauða kross Íslands. Fjallaði Ómar um mismunandi hlutverk stjórnamanna og hvernig auka má virkni og skerpa á hlutverkum. Fór hann yfir helstu hlutverk stjórna í almennum félögum; stefnu-, eftirlits-, fjármögnunar- , mannauðs-, málsvara- og ráðningahlutverk og vægi þeirra sem er mismikið og háð tegund stjórna.

Þátttakendur tóku þátt í hópavinnu þar sem farið var yfir hversu veigamikil hlutverkin eru mæld í fundatíma / fjölda funda og hversu veigamikil hlutverkin ættu að vera. Skoðað var hvort hlutverki hefði verið sinnt, hvort það væri veigalítið eða umfangsmikið.

9. maí 2011 : Margt um að vera hjá Enter krökkunum

Það hefur ýmislegt skemmtilegt verið á döfinni síðustu vikur hjá Enter krökkunum. Þau fengu meðal annars góða heimsókn þar sem söngur var á dagskránni en Birte Harksen tónlistarkennari kenndi börnunum ýmis lög sem vöktu mikla athygli og lukku hjá börnunum. Uppruni laganna var frá ýmsum löndum og meðal annars frá þeirra fæðingarlöndum. Þá fóru krakkarnir einnig í heimsókn í Þjóðminjasafnið þar sem þau fengu góðar móttökur, fengu málörvun og fóru í ýmsa leiki. Á laugardaginn næsta verður síðan farið með hópinn í hina árlegu vorferð þar sem börnin fá að fara á hestbak og leiki úti í náttúrunni

8. maí 2011 : Sjálfboðin störf skipta sköpum í að bæta heiminn

Sameiginleg yfirlýsing formanna Alþjóðaráðs og Alþjóðasambands Rauða krossins á Alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmánans 8. maí.

4. maí 2011 : Fjölmennt deildanámskeið

Að starfa í stjórn var yfirskrift deildanámskeiðs sem haldið var á Akureyri 3. maí s.l. Leiðbeinandi var Ómar H. Kristmundsson, fyrrverandi formaður Rauða kross Íslands. Fjallaði Ómar um mismundandi hlutverk stjórnamanna og hvernig auka má virkni og skerpa á hlutverkum. Fór hann yfir helstu hlutverk stjórna í almennum félögum; stefnu-, efirlits-, fjármögnunar- , mannauðs-, málsvara- og ráðningahlutverk, og vægi þeirra sem er mismikið og háð tegund stjórna. Einnig var hópavinna þar sem þátttakendur fóru yfir hversu veigamikil hlutverkin eru mæld í fundartíma / fjölda funda og  

 

4. maí 2011 : Kópavogsdeild býður upp á námsaðstoð í Molanum

Kópavogsdeild býður upp á ókeypis námsaðstoð fyrir fólk á framhaldsskólaaldri í Molanum, ungmennahúsi að Hábraut 2 í Kópavogi.
 

Í Molanum er opin lesaðstaða fyrir nemendur alla virka daga en dagana 4. maí, 6.maí, 9.maí og 10. maí kl. 17-19 verða sjálfboðaliðar frá Kópavogsdeild á staðnum. Þar munu þeir veita þeim sem vantar sérstaka leiðsögn í stærðfræði en sjálfboðaliðarnir búa allir yfir góðri þekkingu í því fagi. Einnig er hægt að óska eftir aðstoð í öðrum fögum með því að hafa samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða á [email protected]
 

4. maí 2011 : Mórall kynnir Rauða krossinn fyrir Lionsklúbbnum Úu

Nokkrar stelpur úr Móral, ungmennastarfi Kjósarsýsludeildar, héldu kynningu á Rauða krossinum og ungmennastarfi deildarinnar fyrir Lionskonur í klúbbnum Úu sem hélt aðalfund sinn í húsnæði deildarinnar. Sögðu þær frá verkefnum ársins og hvað framundan er hjá þeim.

Það hefur verið nóg að gera í ár hjá krökkunum í Móral. Þau hafa fræðst um Rauða krossinn og verkefni hans innanlands sem utan og tekið þátt í sameiginlegum uppákomum og ferðum með krökkum í ungmennastarfi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Þau skipulögðu og héldu jólamarkað þar sem allur ágóðinn, 60.000 krónur, rann í jólaaðstoð deildarinnar. Ýmislegt er framundan hjá krökkunum, eins og skyndihjálparnámskeið og heimsókn í Fataflokkun Rauða krossins.

4. maí 2011 : Mórall kynnir Rauða krossinn fyrir Lionsklúbbnum Úu

Nokkrar stelpur úr Móral, ungmennastarfi Kjósarsýsludeildar, héldu kynningu á Rauða krossinum og ungmennastarfi deildarinnar fyrir Lionskonur í klúbbnum Úu sem hélt aðalfund sinn í húsnæði deildarinnar. Sögðu þær frá verkefnum ársins og hvað framundan er hjá þeim.

Það hefur verið nóg að gera í ár hjá krökkunum í Móral. Þau hafa fræðst um Rauða krossinn og verkefni hans innanlands sem utan og tekið þátt í sameiginlegum uppákomum og ferðum með krökkum í ungmennastarfi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Þau skipulögðu og héldu jólamarkað þar sem allur ágóðinn, 60.000 krónur, rann í jólaaðstoð deildarinnar. Ýmislegt er framundan hjá krökkunum, eins og skyndihjálparnámskeið og heimsókn í Fataflokkun Rauða krossins.

2. maí 2011 : Styrkur frá Vallaskóla til barna í Japan

Krakkarnir í 3. GMS í Vallaskóla á Selfossi voru dugleg fyrir páskana og héldu bingó í skólanum. Þau vildu með þessu styrkja börn sem urðu fórnarlömb jarðskjálftanna í Japan. Bingóið var vel sótt og afraksturinn var 9.000 krónur.

Börnin heimsóttu Árnesingadeild Rauða krossins og afhentu Ragnheiði Ágústsdóttur styrkinn. Deildin þakkar hjartanlega fyrir þetta hugulsama framtak sem mun án efa koma sér vel í verkefnum Rauða krossins á jarðskjálftasvæðinu.

Börn á Íslandi láta sig svo sannarlega heimsmálin varða. Árlega tekur Rauði krossinn við um milljón krónum frá börnum sem safna með tombóluhaldi og ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum. Peningunum er ráðstafað í verkefni sem styður börn sem eiga um sárt að binda.
 

2. maí 2011 : Viðbragðshópur höfuðborgarsvæðisins í heimsókn hjá slökkviliðinu

Sjálfboðaliðar í viðbragðshóp höfuðborgarsvæðisins heimsóttu slökkviliðið í síðustu viku. Hópurinn vinnur náið með slökkviliðinu á vettvangi og mikilvægt að báðir aðilar séu meðvitaðir um störf hvers annars. Þó nokkrir nýliðar voru í hópnum ásamt þaulreyndum sjálfboðaliðum viðbragðshópsins.

Gestgjafarnir tóku að vonum vel á móti sjálfboðaliðunum og byrjuðu á að sýna slökkvibíla og sjúkrabíla. Það tókst þó ekki betur en svo að í upphafi kynningar var slökkviliðið og sjúkrabílar kallaðir út og sjálfboðaliðarnir urðu því af tækjakynningunni.

2. maí 2011 : Viðbragðshópur höfuðborgarsvæðisins í heimsókn hjá slökkviliðinu

Sjálfboðaliðar í viðbragðshóp höfuðborgarsvæðisins heimsóttu slökkviliðið í síðustu viku. Hópurinn vinnur náið með slökkviliðinu á vettvangi og mikilvægt að báðir aðilar séu meðvitaðir um störf hvers annars. Þó nokkrir nýliðar voru í hópnum ásamt þaulreyndum sjálfboðaliðum viðbragðshópsins.

Gestgjafarnir tóku að vonum vel á móti sjálfboðaliðunum og byrjuðu á að sýna slökkvibíla og sjúkrabíla. Það tókst þó ekki betur en svo að í upphafi kynningar var slökkviliðið og sjúkrabílar kallaðir út og sjálfboðaliðarnir urðu því af tækjakynningunni.

2. maí 2011 : Styrkur frá Vallaskóla til barna í Japan

Krakkarnir í 3. GMS í Vallaskóla á Selfossi voru dugleg fyrir páskana og héldu bingó í skólanum. Þau vildu með þessu styrkja börn sem urðu fórnarlömb jarðskjálftanna í Japan. Bingóið var vel sótt og afraksturinn var 9.000 krónur.

Börnin heimsóttu Árnesingadeild Rauða krossins og afhentu Ragnheiði Ágústsdóttur styrkinn. Deildin þakkar hjartanlega fyrir þetta hugulsama framtak sem mun án efa koma sér vel í verkefnum Rauða krossins á jarðskjálftasvæðinu.

Börn á Íslandi láta sig svo sannarlega heimsmálin varða. Árlega tekur Rauði krossinn við um milljón krónum frá börnum sem safna með tombóluhaldi og ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum. Peningunum er ráðstafað í verkefni sem styður börn sem eiga um sárt að binda.
 

1. maí 2011 : Börn og umhverfi - námskeið 2011

Námskeið fyrir börn fædd 1999 og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.
 

Staður:   Viðjulundur 2

Stund: 16. 17. 18. og 19. maí kl. 17–20 ( hópur I ) 
             23. 24. 25. og 26. maí kl. 17–20 ( hópur II ) 

Verð:        6.000,-

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

Skráning