30. júní 2011 : Markaður og tískusýning á Brákarhátíð

Borgarfjarðardeild Rauða krossins tók þátt í Brákarhátíðinni um síðustu helgi með ýmsum hætti.

30. júní 2011 : Viðhorfskönnun vegna viðburða í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg

Deildin minnir á viðhorfskönnunina sem hefur verið sett upp hérna á síðunni vegna opna hússins sem deildin hefur boðið upp á síðustu misseri. Gestir á opnu húsi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg eru beðnir um að svara þessari stuttu viðhorfskönnun varðandi þátttöku sína í viðburðum hússins. Markmiðið er að kanna hverjir hafa sótt viðburði á opnu húsi og hvað gestunum hefur fundist um dagskrána. Þá er einnig hægt að koma með tillögur að dagskrárliðum fyrir haustið. Könnunina er að finna með því að smella hér.

29. júní 2011 : Gestir Dvalar heimækja Hvanneyri

Gestir Dvalar og starfsmenn lögðu á dögunum land undir fót og var ferðinni heitið til  Hvanneyrar. Þátttakan var mjög góð og hópurinn söng á leiðinni ásamt því að njóta leiðsagnar um það sem fyrir augu bar. Það var tekið vel á móti hópnum á Hvanneyri og hann fékk fræðslu um traktora og önnur gömul tæki auk þess að skoða kirkjuna á staðnum. Þá var einnig komið við í Ullarsetrinu þar sem hópurinn kynnti sér garn og prjónavörur.

Á heimleiðinni var svo keyptur ís fyrir alla og það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið viðburðaríkur og ánægjulegur. Einn gestanna spurði hvort ekki væri boðið upp á hvíld að loknu ferðalaginu en allir komu þreyttir en sælir í bæinn.

29. júní 2011 : Gestir Dvalar heimækja Hvanneyri

Gestir Dvalar og starfsmenn lögðu á dögunum land undir fót og var ferðinni heitið til  Hvanneyrar. Þátttakan var mjög góð og hópurinn söng á leiðinni ásamt því að njóta leiðsagnar um það sem fyrir augu bar. Það var tekið vel á móti hópnum á Hvanneyri og hann fékk fræðslu um traktora og önnur gömul tæki auk þess að skoða kirkjuna á staðnum. Þá var einnig komið við í Ullarsetrinu þar sem hópurinn kynnti sér garn og prjónavörur.

Á heimleiðinni var svo keyptur ís fyrir alla og það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið viðburðaríkur og ánægjulegur. Einn gestanna spurði hvort ekki væri boðið upp á hvíld að loknu ferðalaginu en allir komu þreyttir en sælir í bæinn.

28. júní 2011 : Gestir Lautar hafa í nógu að snúast

Fuglaskoðun og grillveisla er meðal þess sem gestir Lautar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri, hafa gert sér til dægrastyttingar nú á vormánuðum.

Sjálfboðaliðar sem sjá um laugardagsopnanir í athvarfinu yfir vetrartímann slógu upp grillveislu þegar þeir fóru í sumarfrí og gerðu sér glaðan dag með gestum athvarfsins. Að öllu óbreyttu verður þráðurinn tekinn upp í september og athvarfið opið alla laugardaga.

27. júní 2011 : Rauða kross fræðsla í Vinnuskóla Húsavíkur

Nemendur Vinnuskóla Húsavíkur fengu heimsókn frá Rauða krossinum. Settur var upp fræðsludagur með sérhönnuðu námskeiði um fordóma sem nefnist Viðhorf og virðing en fyrst fengu krakkarnir fræðslu um starf Rauða krossins og hvernig og hvers vegna hann var stofnaður.

Eftir fræðslu um Rauða krossinn var farið í að ræða um fordóma út frá spurningunni: „hvaða afstöðu tökum við og af hverju?".  Rætt var um mikilvægi þess að taka afstöðu að vel yfirlögðu ráði því ekki er ævinlega allt sem sýnist. Þetta var gert með því að nemendur þurftu að leysa ýmis verkefni og koma sér saman um úrlausnir þannig að allir væru sáttir. Í leiknum já, nei, ég veit ekki er slegið fram ákveðnum fullyrðingum sem þátttakendur þurfa að taka afstöðu til.

27. júní 2011 : Rauða kross fræðsla í Vinnuskóla Húsavíkur

Nemendur Vinnuskóla Húsavíkur fengu heimsókn frá Rauða krossinum. Settur var upp fræðsludagur með sérhönnuðu námskeiði um fordóma sem nefnist Viðhorf og virðing en fyrst fengu krakkarnir fræðslu um starf Rauða krossins og hvernig og hvers vegna hann var stofnaður.

Eftir fræðslu um Rauða krossinn var farið í að ræða um fordóma út frá spurningunni: „hvaða afstöðu tökum við og af hverju?".  Rætt var um mikilvægi þess að taka afstöðu að vel yfirlögðu ráði því ekki er ævinlega allt sem sýnist. Þetta var gert með því að nemendur þurftu að leysa ýmis verkefni og koma sér saman um úrlausnir þannig að allir væru sáttir. Í leiknum já, nei, ég veit ekki er slegið fram ákveðnum fullyrðingum sem þátttakendur þurfa að taka afstöðu til.

27. júní 2011 : Rauða kross fræðsla í Vinnuskóla Húsavíkur

Nemendur Vinnuskóla Húsavíkur fengu heimsókn frá Rauða krossinum. Settur var upp fræðsludagur með sérhönnuðu námskeiði um fordóma sem nefnist Viðhorf og virðing en fyrst fengu krakkarnir fræðslu um starf Rauða krossins og hvernig og hvers vegna hann var stofnaður.

Eftir fræðslu um Rauða krossinn var farið í að ræða um fordóma út frá spurningunni: „hvaða afstöðu tökum við og af hverju?".  Rætt var um mikilvægi þess að taka afstöðu að vel yfirlögðu ráði því ekki er ævinlega allt sem sýnist. Þetta var gert með því að nemendur þurftu að leysa ýmis verkefni og koma sér saman um úrlausnir þannig að allir væru sáttir. Í leiknum já, nei, ég veit ekki er slegið fram ákveðnum fullyrðingum sem þátttakendur þurfa að taka afstöðu til.

24. júní 2011 : Gaman á Gleðidögum

Námskeiðin Gleðidagar – hvað ungur nemur gamall temur – standa nú yfir. Fyrsta námskeið var haldið í Álftanesdeild í síðustu viku og þessa vikuna eru Gleðidagar í Kópavogi og Garðabæ. Námskeiðin eru ætluð börnum 7-12 ára og eru í samstarfi við Öldrunarráð Íslands. Eldri borgarar eru í hlutverki leiðbeinenda. Markmiðið er að tengja saman kynslóðir og miðla reynslu og þekkingu.

Krakkarnir á námskeiðinu í Kópavogi fóru í heimsókn á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og lærðu um starfsemi þess. Þau prjóna og binda hnúta, fara á söfn, í leiki og njóta útiveru þegar veðrið er gott. Skyndihjálparleiðsögn er alla daga námskeiðsins.

Í næstu viku verða námskeið í Mosfellsbænum og annað í Kópavogi. Fullbókað er á þau námskeið. Enn er laust pláss hjá Grindavíkurdeild og Suðurnesjadeild. Hægt er að skrá þátttöku með því að smella á meira.

23. júní 2011 : Sumarið er sölutími vatns til styrktar neyðarvörnum Rauða krossins

50 deildir Rauða krossins mynda neyðarvarnanet félagsins um land allt. Rauða kross deildirnar vinna samkvæmt áætlunum um neyðaraðstoð t.d. vegna náttúruhamfara. Á rúmlega 100 stöðum á landinu er húsnæði, oftast skólar, sem skipulagt er sem fjöldahjálparstöð. Fjöldahjálparstöðvar hafa það hlutverk að bjóða þolendum hamfara og annarra alvarlegra atburða öruggt skjól, mat, hvíldaraðstöðu, sálrænan stuðning og ráðgjöf. Um 1.000 sjálfboðaliðar hafa fengið þjálfun sem fjöldahjálparstjórar. Hjálparsími Rauða krossins 1717 starfar sem upplýsingasími á neyðartímum.

Síðasta sumar hófst samstarf Vífilfells og Rauða kross Íslands um sölu á „Vatni til hjálpar“ eða „WaterAid“. Allur ágóði af sölu vatnsins rennur til neyðarvarna Rauða krossins. WaterAid vatnið er með merki Rauða kross Íslands og er sérmerkt Pure Icelandic vatn frá Vífilfelli. Vatnið fæst í 0,5 og 1 lítra flöskum og er til sölu í allflestum verslunum um land allt.

23. júní 2011 : Gestir Dvalar á Hvanneyri

Gestir Dvalar og starfsmenn lögðu á dögunum land undir fót og var ferðinni heitið til  Hvanneyrar. Þátttakan var mjög góð og hópurinn söng á leiðinni ásamt því að njóta leiðsagnar um það sem fyrir augu bar. Það var tekið vel á móti hópnum á Hvanneyri og hann fékk fræðslu um traktora og önnur gömul tæki auk þess að skoða kirkjuna á staðnum. Þá var einnig komið við í Ullarsetrinu þar sem hópurinn kynnti sér garn og prjónavörur.

23. júní 2011 : Skagastaðir fá viðurkenningu á Frumkvöðladegi Vesturlands

Skagastaðir, virknisetur fyrir unga atvinnuleitendur á Akranesi, var útnefnt í 2.-3 sæti sem Frumkvöðull Vesturlands 2010, á Frumkvöðladeginum þann 10. júní, og fengu í sinn hlut 250.000 krónur. Það eru samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands sem standa árlega fyrir slíkum útnefningum.

Í mars 2010 voru Skagastaðir settir á laggirnar en tóku formlega til starfa í apríl sama ár. Þetta er samstarfsverkefni Akranesdeildar Rauða krossins, Vinnumálastofnunar Vesturlands og fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar. Markhópurinn eru einstaklingar á aldrinum 16-30 ára. Verkefnið fór í gang í kjölfar átaksverkefnis sem Félags- og tryggingamálaráðuneytið hóf í ársbyrjun 2010 undir nafninu „Ungt fólk til athafna“. Verkefnið felst í því að virkja og hvetja atvinnuleitendur til ýmissa verkefna.

23. júní 2011 : Skagastaðir fá viðurkenningu á Frumkvöðladegi Vesturlands

Skagastaðir, virknisetur fyrir unga atvinnuleitendur á Akranesi, var útnefnt í 2.-3 sæti sem Frumkvöðull Vesturlands 2010, á Frumkvöðladeginum þann 10. júní, og fengu í sinn hlut 250.000 krónur. Það eru samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Vaxtarsamningur Vesturlands sem standa árlega fyrir slíkum útnefningum.

Í mars 2010 voru Skagastaðir settir á laggirnar en tóku formlega til starfa í apríl sama ár. Þetta er samstarfsverkefni Akranesdeildar Rauða krossins, Vinnumálastofnunar Vesturlands og fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar. Markhópurinn eru einstaklingar á aldrinum 16-30 ára. Verkefnið fór í gang í kjölfar átaksverkefnis sem Félags- og tryggingamálaráðuneytið hóf í ársbyrjun 2010 undir nafninu „Ungt fólk til athafna“. Verkefnið felst í því að virkja og hvetja atvinnuleitendur til ýmissa verkefna.

22. júní 2011 : Mannúð og menning byrjar á fullum krafti

Mannúð og menning, leikjanámskeið Rauða krossins í Reykjavík byrjaði 6. júní síðastliðinn. Fullt var á námskeiðið en hvert námskeið getur tekið á móti 50 börnum á aldrinum 7-12 ára. Börnin voru einstaklega glöð með dagskrána enda er hún fjölbreytt og lifandi en áhersla er lögð á Rauða kross fræðslu í gegnum skemmtilega leiki. Samtals verða haldin sjö námskeið í sumar en ennþá eru laus pláss á nokkur námskeið.

Skráning fer fram á vef Rauða krossins í Reykjavík.

22. júní 2011 : Mannúð og menning byrjar á fullum krafti

Mannúð og menning, leikjanámskeið Rauða krossins í Reykjavík byrjaði 6. júní síðastliðinn. Fullt var á námskeiðið en hvert námskeið getur tekið á móti 50 börnum á aldrinum 7-12 ára. Börnin voru einstaklega glöð með dagskrána enda er hún fjölbreytt og lifandi en áhersla er lögð á Rauða kross fræðslu í gegnum skemmtilega leiki. Samtals verða haldin sjö námskeið í sumar en ennþá eru laus pláss á nokkur námskeið.

Skráning fer fram á vef Rauða krossins í Reykjavík.

22. júní 2011 : Gaman á Gleðidögum

Kópavogsdeild heldur námskeiðið „Gleðidagar – ungur nemur gamall temur“ þessa dagana. Námskeiðið er ókeypis og er fyrir 7-9 ára börn. Það er haldið í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru að mestu eldri borgarar og er markmiðið að þeir yngri læri af þeim eldri. Deildin heldur tvö námskeið, eitt í þessari viku og það seinna í næstu viku. Fullt er á bæði námskeiðin.

22. júní 2011 : Rauði krossinn á Selfossi aðstoðar gesti Hótel Selfoss

Húsnæði Rauða krossins á Selfossi var opnað í nótt fyrir gesti Hótel Selfoss sem þurftu að yfirgefa herbergi sín um klukkan tvö vegna elds sem kom upp í þvottahúsi hótelsins. Eldurinn reyndist ekki mikill og var slökktur fljótlega. Það þurfti hins vegar að reykræsta hótelið og var gestum ekki hleypt inn aftur fyrr en um fjögur leytið. 

Á meðan nutu gestir aðhlynningar Rauða krossins en sumir þeirra höfðu yfirgefið hótelið á náttfötum einum fata. Sem betur fer var veður milt og engum varð meint af.

Þó fólk bæri sig yfirleitt vel var sumum illa brugðið og mætti fólk frá Rauða krossinum á hótelið klukkan sjö í morgun til að veita sálrænan stuðning fyrir þá sem þess óskuðu.

22. júní 2011 : Rauði krossinn á Selfossi aðstoðar gesti Hótel Selfoss

Húsnæði Rauða krossins á Selfossi var opnað í nótt fyrir gesti Hótel Selfoss sem þurftu að yfirgefa herbergi sín um klukkan tvö vegna elds sem kom upp í þvottahúsi hótelsins. Eldurinn reyndist ekki mikill og var slökktur fljótlega. Það þurfti hins vegar að reykræsta hótelið og var gestum ekki hleypt inn aftur fyrr en um fjögur leytið. 

Á meðan nutu gestir aðhlynningar Rauða krossins en sumir þeirra höfðu yfirgefið hótelið á náttfötum einum fata. Sem betur fer var veður milt og engum varð meint af.

Þó fólk bæri sig yfirleitt vel var sumum illa brugðið og mætti fólk frá Rauða krossinum á hótelið klukkan sjö í morgun til að veita sálrænan stuðning fyrir þá sem þess óskuðu.

22. júní 2011 : Rauði krossinn á Selfossi aðstoðar gesti Hótel Selfoss

Húsnæði Rauða krossins á Selfossi var opnað í nótt fyrir gesti Hótel Selfoss sem þurftu að yfirgefa herbergi sín um klukkan tvö vegna elds sem kom upp í þvottahúsi hótelsins. Eldurinn reyndist ekki mikill og var slökktur fljótlega. Það þurfti hins vegar að reykræsta hótelið og var gestum ekki hleypt inn aftur fyrr en um fjögur leytið. 

Á meðan nutu gestir aðhlynningar Rauða krossins en sumir þeirra höfðu yfirgefið hótelið á náttfötum einum fata. Sem betur fer var veður milt og engum varð meint af.

Þó fólk bæri sig yfirleitt vel var sumum illa brugðið og mætti fólk frá Rauða krossinum á hótelið klukkan sjö í morgun til að veita sálrænan stuðning fyrir þá sem þess óskuðu.

21. júní 2011 : Markaður um helgina

Um helgina verður haldinn markaður með notuð föt í húsnæði deidarinnar. Markaðurinn verður opinn  föstudag frá kl. 10 – 18 og  laugardag frá kl. 10 – 16.
Eins og venja er til þá verður öllum fatnaði sem tekinn hefur verið til hliðar undanfarna tvo til þrjá mánuði  stillt fram þannig að það verður úr miklu að moða. Ef veður verður skaplegt mun markaðurinn breiða úr sér eitthvað út fyrir húsveggina eins og hann á vanda til á góðum dögum. 

Til upplýsinga fyrir þá sem ekki vita þá er fatamóttaka  og markaður, hjá deildinni, alla jafnan  opin virka daga frá kl. 9 – 16 en auk þess eru móttökugámar fyrir fatnað staðsettir við húsnæði deildarinnar.
 

21. júní 2011 : Sendifulltrúar þjálfaðir í uppbyggingu skjóls í kjölfar náttúruhamfara

Tveir meðlimir veraldarvaktar Rauða kross Íslands, Óskar Torfi Þorvaldsson byggingarverkfræðingur og Gísli Guðfinnsson byggingariðnfræðingur fóru fyrir skömmu í gegnum þjálfun hjá Alþjóðasambandi Rauða krossins í uppbyggingu skjóls í kjölfar náttúruhamfara.

Fyrri hluti námskeiðsins var í formi fimm vikna net-námskeiðs sem þróað var af spænska Rauða krossinum. Til að fá aðgang á seinni hlutann þurftu þátttakendur að ná viðunandi árangri í fyrri hlutanum.

Seinni hluti námskeiðsins fór fram á fimm daga tímabili í byrjun júní í Ottawa í Kanada. Þjálfunin var skipulögð af sérfræðingum frá kanadíska og ástralska Rauða krossinum. Fengu þátttakendur meðal annars tækifæri til að framkvæma þær lausnir sem fjallað var um í fyrri hluta námskeiðs.

 

21. júní 2011 : Sendifulltrúar þjálfaðir í uppbyggingu skjóls í kjölfar náttúruhamfara

Tveir meðlimir veraldarvaktar Rauða kross Íslands, Óskar Torfi Þorvaldsson byggingarverkfræðingur og Gísli Guðfinnsson byggingariðnfræðingur fóru fyrir skömmu í gegnum þjálfun hjá Alþjóðasambandi Rauða krossins í uppbyggingu skjóls í kjölfar náttúruhamfara.

Fyrri hluti námskeiðsins var í formi fimm vikna net-námskeiðs sem þróað var af spænska Rauða krossinum. Til að fá aðgang á seinni hlutann þurftu þátttakendur að ná viðunandi árangri í fyrri hlutanum.

Seinni hluti námskeiðsins fór fram á fimm daga tímabili í byrjun júní í Ottawa í Kanada. Þjálfunin var skipulögð af sérfræðingum frá kanadíska og ástralska Rauða krossinum. Fengu þátttakendur meðal annars tækifæri til að framkvæma þær lausnir sem fjallað var um í fyrri hluta námskeiðs.

 

21. júní 2011 : Sendifulltrúar þjálfaðir í uppbyggingu skjóls í kjölfar náttúruhamfara

Tveir meðlimir veraldarvaktar Rauða kross Íslands, Óskar Torfi Þorvaldsson byggingarverkfræðingur og Gísli Guðfinnsson byggingariðnfræðingur fóru fyrir skömmu í gegnum þjálfun hjá Alþjóðasambandi Rauða krossins í uppbyggingu skjóls í kjölfar náttúruhamfara.

Fyrri hluti námskeiðsins var í formi fimm vikna net-námskeiðs sem þróað var af spænska Rauða krossinum. Til að fá aðgang á seinni hlutann þurftu þátttakendur að ná viðunandi árangri í fyrri hlutanum.

Seinni hluti námskeiðsins fór fram á fimm daga tímabili í byrjun júní í Ottawa í Kanada. Þjálfunin var skipulögð af sérfræðingum frá kanadíska og ástralska Rauða krossinum. Fengu þátttakendur meðal annars tækifæri til að framkvæma þær lausnir sem fjallað var um í fyrri hluta námskeiðs.

 

20. júní 2011 : Hælisleitendum boðið í skemmtiferð í tengslum við Alþjóðadag flóttamanna

Sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar sem vinna í mánaðarlegu félagsstarfi hælisleitenda stóðu fyrir skemmtiferð undir leiðsögn í tilefni af Alþjóðadegi flóttamanna síðasta laugardag, þann 18. júní. Þátttaka var góð en að þessu sinni var farið um „heimaslóðir“ hælisleitenda, Reykjanesið, þar sem margir áhugaverðir staðir eru að sjá.

Ferðin hófst með heimsókn til tveggja listamanna sem kynntu list sína, glerblástur og kertagerð. Því var fylgt eftir með göngu meðfram höfninni í Gróf að Svartahelli þar sem skessan í hellinum býr. Skessan flutti til Reykjanesbæjar á Ljósanótt árið 2008 og hefur búið um sig í hellinum með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann. Fannst hópnum þetta spaugilegt og gott myndefni. Næst var farið á Garðskaga þar sem boðið var upp á vöfflur og kaffi og notið útsýnis yfir hafið áður en Byggðasafnið var heimsótt og vitinn klifinn.

Veðrið skartaði sínu fegursta og það voru ánægðir ferðalangar sem gengu eftir ströndinni og nutu útsýnis í þeirri stórskornu náttúru sem er við Reykjanesströndina.
 

20. júní 2011 : Alþjóðadagur flóttamanna í dag

20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. 60 ár eru frá samþykkt flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og 55 ár síðan Ísland fullgilti hann.

16. júní 2011 : Alþjóðadagur flótttamanna 20. júní

Þann 20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. Ár hvert er þessi dagur notaður til að minna á stöðu flóttamanna um heim allan. Mikill fjöldi fólks sætir á degi hverjum ofsóknum, býr við stríðsástand og sætir grimmilegum mannréttindabrotum, og neyðist til flýja heimaland sitt til að bjarga lífi sínu.

Rauði kross Íslands vill nota tækifærið og vekja athygli á stöðu flóttamanna og þeirra sem leitað hafa hælis hérlendis. Rauði krossinn hefur ítrekað bent á að veita eigi hælisleitendum aðstoð lögmanns frá því að umsókn um hæli er lögð fram.

16. júní 2011 : Viðhorfskönnun vegna viðburða í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg

Viðhorfskönnun hefur verið sett upp hérna á síðunni vegna opna hússins sem Kópavogsdeild hefur boðið upp á síðustu misseri. Gestir á opnu húsi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg eru beðnir um að svara þessari stuttu viðhorfskönnun varðandi þátttöku sína í viðburðum hússins. Markmiðið er að kanna hverjir hafa sótt viðburði á opnu húsi og hvað gestunum hefur fundist um dagskrána. Þá er einnig hægt að koma með tillögur að dagskrárliðum fyrir haustið. Könnunina er að finna með því að smella hér.

16. júní 2011 : Aðstoð Rauða krossins vegna húsbruna

Útkall barst frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt og óskað eftir aðstoð Rauða krossins vegna húsbruna í fjölbýlishúsi við Skúlagötu.

16. júní 2011 : Aðstoð Rauða krossins vegna húsbruna

Útkall barst frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt og óskað eftir aðstoð Rauða krossins vegna húsbruna í fjölbýlishúsi við Skúlagötu.

15. júní 2011 : Borgarstjóri vill rjúfa einangrun flóttafólks

Borgarstjóri tekur undir viljayfirlýsingu Rauða krossins og fleiri samtaka. Greinin birtist í DV þann 15.06.2011.

15. júní 2011 : Hreinsunarstörf í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum

Sjálfboðaliðar Rauða krossins tóku virkan þátt í hreinsunarstarfinu í Vestur-Skaftafellssýslu í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum í maí. Alls fóru þrír hópar, samtals 35 manns, í hreinsunarstörf á nokkrum sveitabæjum.

Þátttakendur í verkefninu TAKTI, sem er virkniúrræði fyrir atvinnulaus ungmenni, voru áberandi í starfinu en auk þeirra tóku sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum þátt, auk Liðsauka Rauða krossins en það er hópur fólks sem gefur kost á sér í átaksverkefni þegar þörf er á duglegu fólki.

14. júní 2011 : Áhugaverður fyrirlestur um málefni hælisleitenda

Arndís A. K. Gunnarsdóttir lögmaður og sjálfboðaliði Rauða krossins hélt í dag áhugaverðan fyrirlestur um sérstaklega berskjaldaða hópa í hælismeðferð.

Arndís, sem starfar sem sjálfboðaliði í réttindagæslu hælisleitenda, sótti nýverið námskeið á vegum ELENA í Belgíu þar sem fjallað var um sérstaklega berskjaldaða hópa í hælismeðferð í Evrópu.

Í erindi sínu fjallaði Arndís um hvaða hópar það eru sem eru sérstaklega berskjaldaðir, hvaða vernd er fyrir hendi og hvernig við getum greint þá sem eru sérstaklega berskjaldaðir. Erindið sóttu fulltrúar ýmissa stofnana sem vinna að málefnum hælisleitenda. Arndís hafði áður flutt sama erindi fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins sem vinna að málefnum hælisleitenda.
 

10. júní 2011 : Rauði krossinn krefst þess að komast óhindrað að átakasvæðum í Sýrlandi

Alþjóða Rauði krossinn harmar það hversu margir hafa látið lífið og særst í átökunum í Sýrlandi, og krefst þess að fá leyfi til að aðstoða fórnarlömb átakanna, og sérstaklega þá sem teknir hafa verið til fanga.

„Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til sýrlenskra yfirvalda hefur Rauða krossinum ekki verið leyft að aðstoða þá sem eru í sárri neyð. Við erum staðráðin í því að aðstoða borgara sem nú líða miklar þjáningar vegna ofbeldisverka og átaka. Og við erum einnig staðráðin í því að aðstoða þá sem teknir hafa verið höndum,“ sagði Jakob Kellenberger formaður Alþjóða Rauða krossins (ICRC). „Þetta fólk þarf að fá lífsnauðsynlega aðstoð án tafar.“

10. júní 2011 : Ungir sjálfboðaliðar stóðu fyrir söfnun til styrktar Japans

Elvar Bragi Bjarkason, sjálfboðaliði Kópavogsdeildar Rauða krossins, stóð fyrir söfnun þar sem hann og samnemendur hans úr Menntaskólanum við Hamrahlíð söfnuðu pening til styrktar bágstöddum í Japan. Fleiri sjálfboðaliðar úr Plúsnum, ungmennastarfi deildarinnar, tóku einnig þátt í söfnuninni.

Unga fólkið hélt tónleika ásamt því að selja kökur og handgerða hluti í Smáralind. Þá gengu sjálfboðaliðarnir um með bauka og dreifðu bankanúmeri fyrir þá sem vildu gefa til söfnunarinnar.

10. júní 2011 : Ungir sjálfboðaliðar stóðu fyrir söfnun til styrktar Japans

Elvar Bragi Bjarkason, sjálfboðaliði Kópavogsdeildar Rauða krossins, stóð fyrir söfnun þar sem hann og samnemendur hans úr Menntaskólanum við Hamrahlíð söfnuðu pening til styrktar bágstöddum í Japan. Fleiri sjálfboðaliðar úr Plúsnum, ungmennastarfi deildarinnar, tóku einnig þátt í söfnuninni.

Unga fólkið hélt tónleika ásamt því að selja kökur og handgerða hluti í Smáralind. Þá gengu sjálfboðaliðarnir um með bauka og dreifðu bankanúmeri fyrir þá sem vildu gefa til söfnunarinnar.

9. júní 2011 : Þjóðlandakvöld á Alþjóðatorgi ungmenna

Alþjóðatorg ungmenna er nýtt verkefni sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur sett á laggirnar. Þjóðlandakvöld er eitt af því sem á dagskránni verður og var það fyrsta haldið um síðustu helgi. Þemað að þessu sinni var Litháen og var boðið uppá litháenska ljúffenga rétti, tónlist og dansa.

Markmiðið með stofnun verkefnisins er að vinna gegn fordómum og rasisma í íslensku þjóðfélagi, virkja ungt fólk af erlendum uppruna í félagsstarfi og sem málsvarar, fræða um menningarlega fjölbreytni, skapa félagslega samtöðu og vinna að umburðarlyndi.

9. júní 2011 : Tombóla!

Vinkonurnar Mjöll Ívarsdóttir, Kolka Ívarsdóttir, Eyrún Flosadóttir og Helga Hlíf Snorradóttir héldu tombólu fyrir utan Nóatún í Hamraborginni til styrktar Rauða kossinum. Þær söfnuðu alls 3.042 kr. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

8. júní 2011 : Lautarfólk í fugalaskoðunarferð

Eitt af því sem í boði hefur verið í Lautinni í vor er að fara í fuglaskoðunarferðir og hefur það mælst vel fyrir. Í gær var haldið að Djáknatjörn sem er á svæðinu við Krossanes og fylgst með úr fuglaskoðunarhúsi sem þar hefur verið komið fyrir. Það sem helst bar fyrir augu í gær voru ýmsar tegundir máfa, mófugla og anda auk þess sem Heiðagæs og Hrafn sýndu sig á svæðinu.  Það er gaman að fylgjast með  hve margar tegundir fugla lifa saman og gaman ef  nýjar tegundir sjást eða  jafnvel flækingar.  Ekki var þó neinar mörgæsir að sjá þó hitastig og veðurlag sé nær því að vera  eitthvað sem þekkist á þeirra heimaslóðum.
Hópurinn hefur í þessum ferðum notið leiðsagnar Harðar Ólafssonar  sem er um margt fróður og sérlegur áhugamaður um fugla.  

 

 
 

 

7. júní 2011 : Harmleikurinn við Miðjarðarhafið sýnir að enn frekari þörf er á að tryggja réttindi farenda

Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans lýsir áhyggjum yfir afdrifum þeirra hundruða farenda (e. migrants) sem flúðu yfir Miðjarðarhafið í byrjun árs.

7. júní 2011 : Harmleikurinn við Miðjarðarhafið sýnir að enn frekari þörf er á að tryggja réttindi farenda

Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans lýsir áhyggjum yfir afdrifum þeirra hundruða farenda (e. migrants) sem flúðu yfir Miðjarðarhafið í byrjun árs.

7. júní 2011 : Laus pláss á námskeiðið Gleðidagar

Nokkur pláss voru að losna á námskeiðið Gleðidagar sem Kópavogsdeild stendur fyrir núna í júní. Námskeiðin verða tvö og eru fyrir börn fædd á árunum 2002-2004. Fyrra námskeiðið verður 20.-24. júní og það síðara 27. júní-1. júlí.

Á námskeiðinu eru eldri borgarar í hlutverki leiðbeinenda. Markmið námskeiðsins er að tengja saman kynslóðirnar og miðla reynslu og þekkingu þeirra á milli. Rauði kross Íslands stendur fyrir námskeiðunum í samstarfi við Öldrunarráð Íslands. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Meðal þess sem boðið er upp á eru: gamlir leikir, tafl, prjónaskapur, tálgun, hnútabindingar, kveðskapur, söngur, ljósmyndun, skyndihjálp og vettvangsferðir.
 

7. júní 2011 : Sumarbúðir fyrir fatlaða - laust pláss í Stykkishólmi!

Sumarbúðir fyrir fatlaða einstaklinga, 16 ára og eldri, verða haldnar í Stykkishólmi og Löngumýri í Skagafirði í sumar eins og undanfarin ár. Vegna forfalla er enn pláss fyrir tvo á sumarbúðirnar í Stykkishólmi dagana 27. júní til 4. júlí.

Dagskrá sumarbúðanna er fjölbreytt og sniðin að því að allir geti tekið þátt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Farið er í sund og kvöldvaka haldin hvert kvöld með þátttöku sumarbúðagesta.

Gjald fyrir þátttöku vikuna í Stykkishólmi er 44.000 krónur. Þeir sem áhuga hafa geta fyllt út umsóknareyðublað á vefnum með því að smella á meira. 

6. júní 2011 : Rauðakrosshúsin - virknisetur fyrir atvinnulaust fólk

Rauði krossinn stendur fyrir öflugri þjónustu fyrir þá sem eru berskjaldaðir í íslensku samfélagi. Félagið leggur áherslu á að veita þá aðstoð sem mest þörf er fyrir á hverjum tíma. Deildir félagsins hafa sett á laggirnar verkefni sem miða að því að virkja fólk og rjúfa félagslega einangrun nú þegar þúsundir landsmanna glíma við atvinnuleysi og fjárhagsörðugleika.

Rauðakrosshúsin
Rauðakrosshúsið í Borgartúni í Reykjavík fagnaði eins árs starfsafmæli í mars. Starfsemin byggir á reynslu Rauða krossins af því að bregðast við áföllum og frá upphafi hafa gestir hússins sótt þangað sálrænan og félagslegan stuðning og ráðgjöf um ýmis úrræði í samfélaginu.

6. júní 2011 : Árleg kirkjuferð á uppstigningardag

Á uppstigningardag var farin hin árlega kirkjuferð með heimilisfólkinu í Sunnuhlíð. Þá er fólkinu boðið í messu í Kópavogskirkju í tilefni af kirkjudegi aldraðra sem er þennan sama dag. Heimsóknavinir og sjálfboðaliðar deildarinnar sem sjá um upplestur og söngstundir í Sunnuhlíð fara í ferðina og aðstoða fólkið á leiðinni. Eftir messu er svo boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Að þessu sinni fóru yfir 40 manns í ferðina og um 10 sjálfboðaliðar.

3. júní 2011 : Börn og umhverfi, sívinsælt námskeið fyrir börn

Nú stendur sem hæst kennsla á námskeiðunum Börn og umhverfi sem haldin eru af deildum Rauða krossins víðsvegar um landið. Hátt í 500 börn útskrifast árlega af þessum sívinsælu námskeiðum sem eru fyrir börn 12 ára og eldri sem gæta yngri barna.
 
Þátttakendur læra ýmislegt er varðar umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

3. júní 2011 : Börn og umhverfi, sívinsælt námskeið fyrir börn

Nú stendur sem hæst kennsla á námskeiðunum Börn og umhverfi sem haldin eru af deildum Rauða krossins víðsvegar um landið. Hátt í 500 börn útskrifast árlega af þessum sívinsælu námskeiðum sem eru fyrir börn 12 ára og eldri sem gæta yngri barna.
 
Þátttakendur læra ýmislegt er varðar umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

3. júní 2011 : Börn og umhverfi, sívinsælt námskeið fyrir börn

Nú stendur sem hæst kennsla á námskeiðunum Börn og umhverfi sem haldin eru af deildum Rauða krossins víðsvegar um landið. Hátt í 500 börn útskrifast árlega af þessum sívinsælu námskeiðum sem eru fyrir börn 12 ára og eldri sem gæta yngri barna.
 
Þátttakendur læra ýmislegt er varðar umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

3. júní 2011 : Gaf fermingarpeninga til Malaví

Anna Rún Arnfríðardóttir, nemandi í 8. bekk Kópavogsskóla, kom færandi hendi til Kópavogsdeildar Rauða krossins með peningagjöf að upphæð 20.000 krónur. Upphæðin var hluti peninga sem hún fékk í fermingargjöf og vildi Anna Rún láta þessa fjárhæð renna til góðs. Hún óskaði eftir því að gjöfin rynni til alþjóðaverkefna en hún tók þátt í að ganga til góðs síðastliðið haust og vildi að styrkurinn rynni í sama málstað.

Styrkurinn verður því nýttur í starf Rauða kross Íslands í Malaví en þar hefur félagið unnið með malavíska Rauða krossinum síðan 2002. Mikill árangur hefur náðst í starfi Rauða kross í Malaví í þau ár sem samvinnan hefur staðið og má til að mynda nefna að árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning.

3. júní 2011 : Gaf fermingarpeninga til Malaví

Anna Rún Arnfríðardóttir, nemandi í 8. bekk Kópavogsskóla, kom færandi hendi til Kópavogsdeildar Rauða krossins með peningagjöf að upphæð 20.000 krónur. Upphæðin var hluti peninga sem hún fékk í fermingargjöf og vildi Anna Rún láta þessa fjárhæð renna til góðs. Hún óskaði eftir því að gjöfin rynni til alþjóðaverkefna en hún tók þátt í að ganga til góðs síðastliðið haust og vildi að styrkurinn rynni í sama málstað.

Styrkurinn verður því nýttur í starf Rauða kross Íslands í Malaví en þar hefur félagið unnið með malavíska Rauða krossinum síðan 2002. Mikill árangur hefur náðst í starfi Rauða kross í Malaví í þau ár sem samvinnan hefur staðið og má til að mynda nefna að árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning.

3. júní 2011 : Gaf fermingarpeninga til Malaví

Anna Rún Arnfríðardóttir, nemandi í 8. bekk Kópavogsskóla, kom færandi hendi til Kópavogsdeildar Rauða krossins með peningagjöf að upphæð 20.000 krónur. Upphæðin var hluti peninga sem hún fékk í fermingargjöf og vildi Anna Rún láta þessa fjárhæð renna til góðs. Hún óskaði eftir því að gjöfin rynni til alþjóðaverkefna en hún tók þátt í að ganga til góðs síðastliðið haust og vildi að styrkurinn rynni í sama málstað.

Styrkurinn verður því nýttur í starf Rauða kross Íslands í Malaví en þar hefur félagið unnið með malavíska Rauða krossinum síðan 2002. Mikill árangur hefur náðst í starfi Rauða kross í Malaví í þau ár sem samvinnan hefur staðið og má til að mynda nefna að árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning.

1. júní 2011 : Taktu til, farðu í sund og hjálpaðu Rauða krossinum í leiðinni

Rauði kross Íslands stendur fyrir fatasöfnun um allt land á uppstigningardag, fimmtudaginn 2. júní, í samstarfi við Eimskip. Gámum verður komið fyrir við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík og við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.  Einnig verður gámur við hús Rauða krossins í Mosfellsbæ, og  eins verður tekið á móti fötum á móttökustöðum Eimskips Flytjanda úti á landsbyggðinni.

Rauði krossinn hvetur fólk að taka til gömul föt og vefnaðarvöru og koma þeim í notkun að nýju með því að nýta ferðina um leið og farið er í sund í góða veðrinu. Athugið að söfnunin er aðeins þennan eina dag við sundstaðina, en auðvitað er hægt að gefa fatnað og klæði allan ársins hring á söfnunarstöðum Rauða krossins á Enduvinnslustöðvum  Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og í söfnunargáma um allt land.

1. júní 2011 : Vorverkin hjá Seyðisfjarðardeild Rauða krossins

Sú hefð hefur skapast á Seyðisfirði að Rauða kross deildin færir forskólabönum reiðhjólahjálma á Hjólreiðadaginn sem haldinn er í lok hvers skólaárs. Margir aðilar koma að þessum degi þar á meðal lögreglan sem skoðar hjól barnanna og sjálfboðaliðar Rauða kross deildarinnar sem afhenda hjálmana ásamt fleirum. Börnin fengu ekki bara hjálma að þessu sinni því deildin gaf þeim líka endurskinsvesti. Kiwanishreyfingin gaf við sama tækifæri börnum úr 1. bekk reiðhjólahjálma.

En vegna úrhellis rigningar varð hjólatúr hópsins mjög stuttur. Farið var frá gamla barnaskólanum að Hótel Öldu þar sem í boði var heitt súkkulaði og meðlæti sem var vel þegið og allir hressir þrátt fyrir úrhellið utandyra.