31. ágúst 2011 : Tólf milljónir ríkisfangslausra í heiminum

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur að undanförnu vakið athygli almennings og ríkisstjórna að enn eru um 12 milljónir karla, kvenna og barna ríkisfangslaus í heiminum. Það eru fleiri en búa samanlagt í Danmörku, Noregi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Þar sem ríkisfangslausir einstaklingar eru tæknilega ekki ríkisborgarar neins ríkis er þeim oft neitað um grundvallarmannréttindi og um aðgengi að vinnumarkaði, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu. Sumir lenda í því að vera handteknir og dæmdir til fangelsisvistar því þeir geta ekki sýnt fram á hverjir þeir eru því þeir eiga hvorki vegabréf né önnur skilríki.

31. ágúst 2011 : Tólf milljónir ríkisfangslausra í heiminum

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur að undanförnu vakið athygli almennings og ríkisstjórna að enn eru um 12 milljónir karla, kvenna og barna ríkisfangslaus í heiminum. Það eru fleiri en búa samanlagt í Danmörku, Noregi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Þar sem ríkisfangslausir einstaklingar eru tæknilega ekki ríkisborgarar neins ríkis er þeim oft neitað um grundvallarmannréttindi og um aðgengi að vinnumarkaði, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu. Sumir lenda í því að vera handteknir og dæmdir til fangelsisvistar því þeir geta ekki sýnt fram á hverjir þeir eru því þeir eiga hvorki vegabréf né önnur skilríki.

30. ágúst 2011 : Tveir sendifulltrúar Rauða krossins til starfa í Írak

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar, munu halda til Íraks þann 1. september til starfa með Alþjóða Rauða krossinum.

Áslaug mun dvelja í 9 mánuði í Írak og verður starf hennar fólgið í heimsóknum í fangelsi, sjúkrahús og á geðsjúkrahús í Bagdad þar sem unnið er að því að bæta aðbúnað vistmanna.  Áslaug mun einnig sjá um heilbrigðismál starfsmanna Alþjóða Rauða krossins í borginni.

Áslaug er einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum á átakasvæðum. Hún fór fyrst sem sendifulltrúi Rauða krossins árið 1996 þar sem hún starfaði á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan og hefur síðan unnið meðal annars í Georgíu, Írak, Líbanon, Eþíópíu, Úganda, Pakistan og á Haítí. Nú síðast var Áslaug fengin til starfa í Líbíu þar sem hún vann sem hjúkrunarfræðingur hjá Alþjóða Rauða krossinum nú í sumar vegna átakanna sem enn standa yfir í landinu.

30. ágúst 2011 : Tveir sendifulltrúar Rauða krossins til starfa í Írak

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar, munu halda til Íraks þann 1. september til starfa með Alþjóða Rauða krossinum.

Áslaug mun dvelja í 9 mánuði í Írak og verður starf hennar fólgið í heimsóknum í fangelsi, sjúkrahús og á geðsjúkrahús í Bagdad þar sem unnið er að því að bæta aðbúnað vistmanna.  Áslaug mun einnig sjá um heilbrigðismál starfsmanna Alþjóða Rauða krossins í borginni.

Áslaug er einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum á átakasvæðum. Hún fór fyrst sem sendifulltrúi Rauða krossins árið 1996 þar sem hún starfaði á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan og hefur síðan unnið meðal annars í Georgíu, Írak, Líbanon, Eþíópíu, Úganda, Pakistan og á Haítí. Nú síðast var Áslaug fengin til starfa í Líbíu þar sem hún vann sem hjúkrunarfræðingur hjá Alþjóða Rauða krossinum nú í sumar vegna átakanna sem enn standa yfir í landinu.

30. ágúst 2011 : Hefurðu áhuga á handverki og vilt gefa af þér?

Kópavogsdeild leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt í skemmtilegu og handavinnumiðuðu fjáröflunarverkefni. Deildin er að fara af stað með basarhóp sem hefur það hlutverk að útbúa ýmis konar handverk fyrir jólabasar. Okkur vantar áhugasamt fólk í hópinn til að föndra, prjóna, hekla, sauma eða búa til hvers kyns handverk til að selja á basarnum. Vertu með og nýttu handavinnu til góðs!

30. ágúst 2011 : Met slegið í gerð ungbarnapakka

Í síðustu viku vann prjónahópur Hafnarfjarðardeildar að því að pakka afrakstri vorsins og sumarsins í ungbarnapakkagerðinni. Alls var pakkað í 55 pakka og því ljóst að hópurinn hefur slegið met sitt í fjölda pakka frá fyrra ári. Árið 2010 útbjó hópurinn alls121 pakka en eftir síðustu pökkun er talan fyrir árið í ár komin í 162. Því er ljóst að mun fleiri pakkar verða útbúnir á þessu ári en í fyrra.

Prjónahópurinn vinnur í verkefni sem kallast föt sem framlag. Í því verkefni eru einnig nokkrar liðtækar saumakonur sem sauma ungbarnafatnað einkum úr flísefnum en einnig úr öðrum efnum sem þykja henta fyrir ungabörn. Hægt er að taka þátt bæði með því að mæta í vikulega hittinga prjónahóps á þriðjudögum kl. 13 og einnig með því að vinna heima. Þannig eiga allir áhugasamir að geta fundið flöt á þátttöku í verkefninu.

Nýlega hóf Rauði kross Íslands einnig að útbúa fatapakka fyrir eldri börn, frá 1 árs til 12 ára. Verða þeir pakkar sendir til Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi en ungbarnapakkarnir fara bæði til Hvíta-Rússlands og Malaví.
 

29. ágúst 2011 : Gleðidaganámskeið í Reykjanesbæ vel tekið

Suðurnesjadeild Rauða krossins bauð í sumar upp á námskeiðið Gleðidagar við góðar undirtektir jafnt frá börnum sem og eldri borgurum en markmiðið með námskeiðinu er að sameina eldri og yngri kynslóðir, virkja kraft beggja hópa og miðla þekkingu þeirra á milli.

Á námskeiðinu voru eldri borgarar í hlutverki leiðbeinenda og kenndu þeir börnunum m.a. að prjóna, hnútabindingar, gamla útileiki, skák, fánareglurnar og þjóðsögurnar. Farið var í vettvangsferðir og ber þar helst að nefna fjöruferð út á Garðskaga og heimsókn á Nesvelli þar sem krakkarnir sungu fyrir eldri borgara þjóðþekktar vísur og þótti takast einstaklega vel. Alls tóku 40 börn og eldri borgarar þátt á námskeiðinu og var almenn ánægja með hvernig til tókst og vonandi eru Gleðidagar komnir til að vera á Suðurnesjum.

29. ágúst 2011 : Mannréttindi fyrir alla?

Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast jarðvegur fyrir aukna fordóma og togstreitu í garð innflytjenda.

26. ágúst 2011 : Rauði krossinn veitir matvælaaðstoð í öllum héruðum Sómalíu

Hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Sómalíu hefur aukist jafnt og þétt síðustu tvær vikur og nær nú til allra héraða landsins.  Fjórar nýjar næringarstöðvar Rauða krossins voru opnaðar á átakasvæðunum í Gedo og Bakool, en þau héruð hafa orðið einna verst úti í þurrkunum undanfarna mánuði.

„Fimmti hver Sómali þjáist af alvarlegri vannæringu. Það er grafalvarlegt ástand," segir Dr. Ahmed Mohamed Hassan, formaður Rauða hálfmánans í Sómalíu. „Það er því spurning um líf og dauða að opna næringarstöðvar um gervalla Sómalíu til að bjarga eins mörgum ungum börnum og mæðrum með börn á brjósti og hægt er frá vannæringu."

26. ágúst 2011 : Læknasveitir Rauða krossins koma til Trípólí að hjúkra særðum

Skurðlækningasveit Alþjóða Rauða krossins kemur til Trípólí í dag til að hjálpa við að annast þann mikla fjölda sem særst hefur í átökunum í Líbýu undanfarna daga. Hópur skurðlækna frá Rauða krossinum í Finnlandi er einnig væntanlegur til höfuðborgarinnar á morgun. Læknasveitir Rauða krossins flytja með sér birgðir af lyfjum og hjálpargögnum.

„Eins og er höfum við nóg til að annast um 500 manns, en það gæti dugað skammt því átökin hafa harðnað mikið síðustu daga,“ segir George Comninos, yfirmaður skrifstofu Rauða krossins í Líbýu. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af því að starfsfólk á sjúkrahúsum kemst ekki til vinnu sinnar. Til að mynda getur Abu Salim slysavarðsstofan, sem er  staðsett í miðju verstu átakanna, varla annast þá sem þangað leita vegna skorts á starfsfólki."

26. ágúst 2011 : Læknasveitir Rauða krossins koma til Trípólí að hjúkra særðum

Skurðlækningasveit Alþjóða Rauða krossins kemur til Trípólí í dag til að hjálpa við að annast þann mikla fjölda sem særst hefur í átökunum í Líbýu undanfarna daga. Hópur skurðlækna frá Rauða krossinum í Finnlandi er einnig væntanlegur til höfuðborgarinnar á morgun. Læknasveitir Rauða krossins flytja með sér birgðir af lyfjum og hjálpargögnum.

„Eins og er höfum við nóg til að annast um 500 manns, en það gæti dugað skammt því átökin hafa harðnað mikið síðustu daga,“ segir George Comninos, yfirmaður skrifstofu Rauða krossins í Líbýu. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af því að starfsfólk á sjúkrahúsum kemst ekki til vinnu sinnar. Til að mynda getur Abu Salim slysavarðsstofan, sem er  staðsett í miðju verstu átakanna, varla annast þá sem þangað leita vegna skorts á starfsfólki."

26. ágúst 2011 : Rauði krossinn veitir matvælaaðstoð í öllum héruðum Sómalíu

Hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Sómalíu hefur aukist jafnt og þétt síðustu tvær vikur og nær nú til allra héraða landsins.  Fjórar nýjar næringarstöðvar Rauða krossins voru opnaðar á átakasvæðunum í Gedo og Bakool, en þau héruð hafa orðið einna verst úti í þurrkunum undanfarna mánuði.

„Fimmti hver Sómali þjáist af alvarlegri vannæringu. Það er grafalvarlegt ástand," segir Dr. Ahmed Mohamed Hassan, formaður Rauða hálfmánans í Sómalíu. „Það er því spurning um líf og dauða að opna næringarstöðvar um gervalla Sómalíu til að bjarga eins mörgum ungum börnum og mæðrum með börn á brjósti og hægt er frá vannæringu."

25. ágúst 2011 : Viðtal við sjálfboðaliða: Íris Sigurðardóttir

Íris Sigurðardóttir er ungur sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeildinni sem sinnir sjálfboðnu starfi í verkefninu Viltu tala meiri íslensku? Hún, ásamt fleiri sjálfboðaliðum, sér um vikulegar samverur þar sem íslenskir sjálfboðaliðar hitta fólk af erlendum uppruna sem vill æfa sig í að tala íslensku. Markmiðið er að gefa þeim sem vilja læra meiri íslensku tækifæri til að nota málið og auka við orðaforða sinn.

Íris hafði lengi hugsað um að gerast sjálfboðaliði og gera gagn. Hún segir: „Maður getur alltaf fundið tíma til að gera eitthvað sem gerir öðrum gott og þá fer manni sjálfum líka að líða betur.“ Hún segist hafa kynnst yndislegu fólki sem býr yfir ótrúlegum krafti og metnaði og hún dáist að því. Það er hvatning fyrir hana að sjá hvað fólk getur lagt mikið á sig til að ná markmiðum sínum.

25. ágúst 2011 : Viðtal við sjálfboðaliða: Íris Sigurðardóttir

Íris Sigurðardóttir er ungur sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeildinni sem sinnir sjálfboðnu starfi í verkefninu Viltu tala meiri íslensku? Hún, ásamt fleiri sjálfboðaliðum, sér um vikulegar samverur þar sem íslenskir sjálfboðaliðar hitta fólk af erlendum uppruna sem vill æfa sig í að tala íslensku. Markmiðið er að gefa þeim sem vilja læra meiri íslensku tækifæri til að nota málið og auka við orðaforða sinn.

Íris hafði lengi hugsað um að gerast sjálfboðaliði og gera gagn. Hún segir: „Maður getur alltaf fundið tíma til að gera eitthvað sem gerir öðrum gott og þá fer manni sjálfum líka að líða betur.“ Hún segist hafa kynnst yndislegu fólki sem býr yfir ótrúlegum krafti og metnaði og hún dáist að því. Það er hvatning fyrir hana að sjá hvað fólk getur lagt mikið á sig til að ná markmiðum sínum.

25. ágúst 2011 : Sjálfboðaliði vikunnar

Fyrir fimm árum síðan kom ung stúlka á kynningu um starf fyrir ungt fólk hjá Rauða krossinum. Hún ætlaði að kíkja við og kanna hvað þarna væri á ferðinni en hefur allt frá þeim degi verið á fullu í Rauðakross starfi með Hafnarfjarðardeildinni. Við tókum Örnu Bergrúnu Garðarsdóttur tali til að kanna hvað það er sem heillar hana við sjálfboðaliðastörfin hjá Rauða krossinum.

Í hvaða verkefni ertu og í hverju felst það?
Ég hef að mestu verið að starfa í kringum Ungmennastarfið. Þar á meðal vetrarstarf-, sumarbúðir- og nefndir innan URKÍ. Er varamaður í stjórn hjá Hafnarfjarðardeild og hef einnig verið að starfa við verkefnið „Á Flótta“ þar sem ungmenni fara í hlutverkaleik byggðan á því að öðlast meiri skilning á lífi flóttafólks úti í heimi.

Hversu oft sinnirðu sjálfboðastarfi?
Ætli það sé ekki svona 2-3 í viku yfir veturinn.

Hversu lengi ertu búin að starfa í sjálfboðastarfi?
Síðan 2006.

Hvað gefur það þér að vera sjálfboðaliði?
Ég hef fengið að kynnast svo mörgum mismunandi hlutum síðan ég byrjaði sem er auðvitað frábært, að gefa af sér er bara æðisleg tilfinning en fyrst og fremst er það svo gríðarlega skemmtilegt.

Myndir þú mæla með sjálfboðastörfum við vin?
Hef oft gert það og mun auðvitað bara halda því áfram. Þetta er svo skemmtilegt, gefandi og frábær upplifun.

Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins hafðu samband í síma 565-1222 eða sendu okkur póst á [email protected]

25. ágúst 2011 : Viðtal við sjálfboðaliða: Íris Sigurðardóttir

Íris Sigurðardóttir er ungur sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeildinni sem sinnir sjálfboðnu starfi í verkefninu Viltu tala meiri íslensku? Hún, ásamt fleiri sjálfboðaliðum, sér um vikulegar samverur þar sem íslenskir sjálfboðaliðar hitta fólk af erlendum uppruna sem vill æfa sig í að tala íslensku. Markmiðið er að gefa þeim sem vilja læra meiri íslensku tækifæri til að nota málið og auka við orðaforða sinn.

Íris hafði lengi hugsað um að gerast sjálfboðaliði og gera gagn. Hún segir: „Maður getur alltaf fundið tíma til að gera eitthvað sem gerir öðrum gott og þá fer manni sjálfum líka að líða betur.“ Hún segist hafa kynnst yndislegu fólki sem býr yfir ótrúlegum krafti og metnaði og hún dáist að því. Það er hvatning fyrir hana að sjá hvað fólk getur lagt mikið á sig til að ná markmiðum sínum.

24. ágúst 2011 : Alþjóðleg vernd hælisleitenda frá Afganistan, Írak og Sómalíu í sex Evrópuríkjum

Nýlega gaf Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrsluna „Safe at last?“ sem fjallar um lagaumhverfi og framkvæmd í sex Evrópusambandsríkjum og þá vernd sem hælisleitendum sem flýja stríðsátök og handahófskennd ofbeldi er veitt í þessum sömu ríkjum.

24. ágúst 2011 : Blása, hnoða og stöðva blæðingu

„Þúsundir sækja skyndihjálparnámskeið Rauða kross Íslands á hverju ári. Handtökin á ögurstundu séu fumlaus og örugg. Endurlífgun og opin sár. Rétt viðbrögð skipta öllu,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnisstjóri. Önnur námskeið eru einnig fjölsótt. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 19.08.2011.

19. ágúst 2011 : Krakkarnir duglegir með tombólur

Síðustu daga hafa nokkrir vinir komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi með afrakstur tombólu og styrkt Rauða krossinn. Vinirnir Birkir Steinarsson og Sigurjón Bogi Ketilsson sem eru í Snælandsskóla og á leið í 5. bekk héldu tombólu í Hamraborginni og söfnuðu alls 8.122 kr. Þá héldu vinkonurnar Saga Dögg Christinsdóttir, Freyja Ellingsdóttir og Hafdís Ósk Hrannarsdóttir tombólu fyrir utan Samkaup í Vatnsendahverfinu og söfnuðu rúmlega 6 þúsund krónum. Þær eru í Hörðuvallaskóla og einnig á leið í 5. bekk. Hægt er að sjá myndir af þeim hér fyrir neðan.

18. ágúst 2011 : Tombólubörn fljót að bregðast við neyð jafnaldra sinna í Sómalíu

Yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins, tombólubörnin, fylgjast vel með heimfréttunum og eru fljót að bregðast við til hjálpar börnum sem eiga um sárt að binda annarsstaðar í heiminum. Um leið og fréttir bárust af hungursneyð í Austur Afríku nú í sumar hefur mikill straumur tombólubarna legið til Rauða krossins þar sem beðið er sérstaklega um að framlögin verði nýtt til að kaupa mat fyrir sveltandi börn í Sómalíu.

Hugmyndaauðgi barnanna er svo til ótakmörkuð þegar kemur að fjáröfluninni.

18. ágúst 2011 : Tombólubörn fljót að bregðast við neyð jafnaldra sinna í Sómalíu

Yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins, tombólubörnin, fylgjast vel með heimfréttunum og eru fljót að bregðast við til hjálpar börnum sem eiga um sárt að binda annarsstaðar í heiminum. Um leið og fréttir bárust af hungursneyð í Austur Afríku nú í sumar hefur mikill straumur tombólubarna legið til Rauða krossins þar sem beðið er sérstaklega um að framlögin verði nýtt til að kaupa mat fyrir sveltandi börn í Sómalíu.

Hugmyndaauðgi barnanna er svo til ótakmörkuð þegar kemur að fjáröfluninni.

18. ágúst 2011 : Tombólubörn fljót að bregðast við neyð jafnaldra sinna í Sómalíu

Yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins, tombólubörnin, fylgjast vel með heimfréttunum og eru fljót að bregðast við til hjálpar börnum sem eiga um sárt að binda annarsstaðar í heiminum. Um leið og fréttir bárust af hungursneyð í Austur Afríku nú í sumar hefur mikill straumur tombólubarna legið til Rauða krossins þar sem beðið er sérstaklega um að framlögin verði nýtt til að kaupa mat fyrir sveltandi börn í Sómalíu.

Hugmyndaauðgi barnanna er svo til ótakmörkuð þegar kemur að fjáröfluninni.

17. ágúst 2011 : Leikföng óskast

Kópavogsdeild óskar eftir leikföngum fyrir börn á aldrinum 0-6 ára. Deildin heldur vikulegar samverur fyrir foreldra allra landa sem eru með börn á aldrinum 0-6 ára og vilja hitta aðra með lítil börn. Boðið er upp samverur þar sem reglulega fara fram fjölbreyttar kynningar og fræðsla fyrir foreldrana. Leikföng fyrir börnin eru á staðnum og vantar nú fleiri leikföng fyrir hópinn.

15. ágúst 2011 : Hvernig er þín ferilskrá?

Í þjóðfélagi nútímans er oftast nær gerð krafa til einstaklinga sem sækja um vinnu að þeir sendi inn ferilskrá. Til þess að koma til móts við þá sem þurfa aðstoð við gerð ferilskrár hefur Rauði krossinn í samstarfi við Virkjun (Virkjun mannauðs á  Reykjanesi) ákveðið að bjóða upp á einstaklingsaðstoð í gerð ferilskrár í húsnæði Virkjunar. Aðstoðin er ókeypis og fer fram á miðvikudögum og fimmtudögum út ágúst frá kl. 10:00-16:00. Þú, atvinnuleitandi góður, kemur í Virkjun með helstu upplýsingar um starfsreynslu þína, menntun og þau námskeið sem þú hefur tekið. Á staðnum fer fram myndataka fyrir ferilskrána og upplýsingarnar verða settar upp á vandaðan og snyrtilegan hátt. Tilvalið er að nýta sér þessa aðstoð og í leiðinni að kynnast starfssemi Virkjunar og fá upplýsingar um þau úrræði sem Rauði krossinn á Suðurnesjum býður atvinnuleitendum í vetur.

12. ágúst 2011 : Þar sem þörfin er mest

Rauða kross félög eru í svo til hverju einasta landi í heiminum. Þórir Guðmundsson ræðir um sögu, sérstöðu og mikilvægt starf Rauða krossins. Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 11. ágúst 2011.

12. ágúst 2011 : Styrkjum Sómalíu og hlaupum fyrir Rauða kross Íslands

Rauði kross Íslands hvetur félaga og velunnara sína að heita á eða hlaupa fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka laugardaginn 20. ágúst. Hægt er að heita á hlaupara með því að smella á http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/530269-2649. Öll áheit félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu munu renna í Sómalíusöfnun Rauða krossins til kaupa á bætiefnaríku hnetusmjöri fyrir vannærð börn.

Meðal þess frábæra hlaupafólks sem þegar hefur skráð sig til leiks í maraþoninu fyrir Rauða krossinn er Steindi Jr. sem ætlar að minnsta kosti að taka skemmtiskokkið ef ekki lengri vegalengd. Rauði krossinn hvetur alla að heita sem fyrst á hlaupagarpana sem vilja leggja félaginu lið.

12. ágúst 2011 : Styrkjum Sómalíu og hlaupum fyrir Rauða kross Íslands

Rauði kross Íslands hvetur félaga og velunnara sína að heita á eða hlaupa fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka laugardaginn 20. ágúst. Hægt er að heita á hlaupara með því að smella á http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/530269-2649. Öll áheit félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu munu renna í Sómalíusöfnun Rauða krossins til kaupa á bætiefnaríku hnetusmjöri fyrir vannærð börn.

Meðal þess frábæra hlaupafólks sem þegar hefur skráð sig til leiks í maraþoninu fyrir Rauða krossinn er Steindi Jr. sem ætlar að minnsta kosti að taka skemmtiskokkið ef ekki lengri vegalengd. Rauði krossinn hvetur alla að heita sem fyrst á hlaupagarpana sem vilja leggja félaginu lið.

12. ágúst 2011 : Styrkjum Sómalíu og hlaupum fyrir Rauða kross Íslands

Rauði kross Íslands hvetur félaga og velunnara sína að heita á eða hlaupa fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka laugardaginn 20. ágúst. Hægt er að heita á hlaupara með því að smella á http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/530269-2649. Öll áheit félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu munu renna í Sómalíusöfnun Rauða krossins til kaupa á bætiefnaríku hnetusmjöri fyrir vannærð börn.

Meðal þess frábæra hlaupafólks sem þegar hefur skráð sig til leiks í maraþoninu fyrir Rauða krossinn er Steindi Jr. sem ætlar að minnsta kosti að taka skemmtiskokkið ef ekki lengri vegalengd. Rauði krossinn hvetur alla að heita sem fyrst á hlaupagarpana sem vilja leggja félaginu lið.

11. ágúst 2011 : Tombóla

Systkinin Ísólfur Unnar og Friðný Karítas héldu tombólu á dögunum í Hamraborg og komu með afraksturinn til Kópavogsdeildar. Þau söfnuðu 1.000 kr. og mun framlag þeirra aðstoða börn í neyð erlendis.

Systkinin eru dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með álíka hætti. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar.

11. ágúst 2011 : Skákungmenni heiðruð fyrir Sómalíusöfnun

Rauði kross Íslands heiðraði í morgun ungmennin sem stóðu fyrir skákhátíðinni „Við erum ein fjölskylda“ um síðustu helgi.  Alls söfnuðu þau einni milljón króna í tveggja daga skákmaraþoni til styrktar Sómalíu, auk þess sem símasöfnun Rauða krossins tók mikinn kipp á sama tíma og þar bættist um ein milljón króna til viðbótar.

Um 20 börn tóku þátt í maraþoninu og stóðu sig með miklum sóma.  Rauði krossinn er þeim ákaflega þakklátur fyrir framtakið og af því tilefni litu fulltrúar hans inn á æfingu hjá Skákakademíunni þar sem hinir öflugu skákkrakkar tóku á mótu viðurkenningarskjölum. Rauði krossinn vill einnig þakka þeim sem tefldu við ungmennin og styrktu þannig málefnið með framlagi sínu. Peningarnir verða notaðir til hjálparstarfs Rauða krossins í Sómalíu þar sem börn svelta heilu hungri.

10. ágúst 2011 : Hælisleitendur á Íslandi janúar til júní 2011

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2011 sóttu alls 32 einstaklingar frá 18 ríkjum um hæli á Íslandi sem flóttamenn. Af þeim drógu þrír einstaklingar umsókn sína til baka áður en ákvörðun var tekin. Á sama tíma veitti Útlendingastofnun átta umsækjendum réttarstöðu flóttamanns, þar af einum á grundvelli viðbótarverndar og fjórum á grundvelli 3. mgr. 46. gr. laga um útlending sem aðstandandi flóttamanns. Umsóknir 26 einstaklinga voru enn til meðferðar hjá stofnuninni í lok júní 2011.

Útlendingastofnun tók alls 18 ákvarðanir varðandi umsóknir um hæli á fyrstu sex mánuðum ársins og var sem fyrr segir átta einstaklingum veitt réttarstaða flóttamanns. Sex einstaklingum var synjað um hæli og dvalarleyfi, fjórir einstaklingar voru endursendur til annars Evrópulands á grundvelli Dublinar samstarfsins og sem fyrr segir drógu þrír hælisumsókn til baka. Alls lauk því 21 málum hjá stofnuninni á fyrri hluta árs 2011.

9. ágúst 2011 : Vildu að peningarnir færu til einhvers sem hefur ekki efni á mat og vatni

Frænkurnar Heba Soualem, sjö ára og Sigrún Marta Jónsdóttir, 6 ára, söfnuðu 5.610 krónum með sölu á sínum eigin listaverkum með hjálp frá stóra bróðir Hebu, Zakaría Soualem. Þær afhentu Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands ágóða sölunnar.

Þegar þær voru spurðar hvernig þeim datt í hug að búa til listaverk og selja þau til styrktar góðu málefni, var svarið: „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt."

Þetta byrjaði með því að þær vildu eiga góða stund saman sem endaði með styrk til hjálpar bágstöddum sem eiga ekki mat og vatn. Rauði krossinn varð þá fyrir valinu og færir félagið þeim frænkum sínar bestu þakkir.

9. ágúst 2011 : Vildu að peningarnir færu til einhvers sem hefur ekki efni á mat og vatni

Frænkurnar Heba Soualem, sjö ára og Sigrún Marta Jónsdóttir, 6 ára, söfnuðu 5.610 krónum með sölu á sínum eigin listaverkum með hjálp frá stóra bróðir Hebu, Zakaría Soualem. Þær afhentu Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands ágóða sölunnar.

Þegar þær voru spurðar hvernig þeim datt í hug að búa til listaverk og selja þau til styrktar góðu málefni, var svarið: „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt."

Þetta byrjaði með því að þær vildu eiga góða stund saman sem endaði með styrk til hjálpar bágstöddum sem eiga ekki mat og vatn. Rauði krossinn varð þá fyrir valinu og færir félagið þeim frænkum sínar bestu þakkir.

8. ágúst 2011 : Safnað fyrir Sómálíu

Hún Sjöfn Sigurðardóttir kom í heimsókn í dag og færði Rauða krossinum 15.100 krónur sem hún vildi að yrðu notaðar til að hjálpa börnunum í Sómalíu.  Aðspurð sagðist hún hafa safnað peningunum með því að búa til armbönd og selja.  Naut hún aðstoðar móður sinnar og systur því það er ágætt að hafa gott aðstoðarfólk þegar maður er bara fimm ára.  Þær stöllur voru  bæði í miðbænum á Akureyri og á Glerártorgi þar sem þær sátu  og föndruðu  og buðu gestum og gangandi  til kaups.

8. ágúst 2011 : Tékkneskir ferðalangar nutu aðstoðar Rauða krossins

Víkurdeild Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð á laugardag þegar rúta með tékkneskum ferðamönnum lenti ofan í Blautulóni. Tékkarnir fengu þurr föt, aðhlynningu og útveguð var gisting  fyrir hópinn. Verslanir og þjónustuaðilar í Vík brugðust vel við og útveguðu allt sem til þurfti.

Sjálfboðaliðar Víkurdeildar þvoðu og þurrkuðu blaut föt þeirra sem lentu í volkinu og skiluðu til þeirra að morgni.

8. ágúst 2011 : Tékkneskir ferðalangar nutu aðstoðar Rauða krossins

Víkurdeild Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð á laugardag þegar rúta með tékkneskum ferðamönnum lenti ofan í Blautulóni. Tékkarnir fengu þurr föt, aðhlynningu og útveguð var gisting  fyrir hópinn. Verslanir og þjónustuaðilar í Vík brugðust vel við og útveguðu allt sem til þurfti.

Sjálfboðaliðar Víkurdeildar þvoðu og þurrkuðu blaut föt þeirra sem lentu í volkinu og skiluðu til þeirra að morgni.

8. ágúst 2011 : Góð gjöf

Katrín Rós Torfadóttir kom færandi hendi í Rauðakrosshúsið í Kópavogi. Hún vildi leggja Rauða krossinum lið en nú stendur yfir söfnunarátak vegna hungursneyðar í Sómalíu. Framlag hennar verður nýtt til að kaupa vítamínbætt hnetusmjör sem Rauði krossinn gefur börnum á næringarstöðvum í Sómalíu. Katrín Rós safnaði peningum með því að fara út að ganga með hunda en hún gaf einnig hluta af afmælispeningum sínum. Hún færði Rauða krossinum rúmlega 3.000 krónur en þær duga til að kaupa hnetusmjör handa tveimur alvarlega vannærðum börnum. Að öllu jöfnu tekur tvær til fjórar vikur að hjúkra barni þannig til fullrar heilsu eftir að það kemur illa vannært til Rauða krossins.

8. ágúst 2011 : Maraþonskák til stuðnings Sómalíu skilaði hátt í tveimur milljónum króna

Ungmennin sem stóðu fyrir skákhátíðinni „Við erum ein fjölskylda“ söfnuðu um einni milljón króna um síðustu helgi. Upphæðin rennur í Afríkusöfnun Rauða krossins. Um 20 börn tóku þátt í maraþoninu og stóðu sig með miklum sóma. Maraþonið hafði einnig þau áhrif að símasöfnun Rauða krossins tók mikinn kipp og er álitið að skákhátíðin hafi skilað um einni milljón til viðbótar. Peningarnir verða notaðir til hjálparstarfs Rauða krossins í Sómalíu þar sem börn svelta heilu hungri.

„Það skiptir engu máli hvort þú vinnur eða tapar. Við erum bara að reyna að hjálpa börnum sem eru að deyja úr hungri. Margt smátt gerir eitt stórt," sagði Donika Kolica í viðtali við DV.

8. ágúst 2011 : Tékkneskir ferðalangar nutu aðstoðar Rauða krossins

Víkurdeild Rauða krossins opnaði fjöldahjálparstöð á laugardag þegar rúta með tékkneskum ferðamönnum lenti ofan í Blautulóni. Tékkarnir fengu þurr föt, aðhlynningu og útveguð var gisting  fyrir hópinn. Verslanir og þjónustuaðilar í Vík brugðust vel við og útveguðu allt sem til þurfti.

Sjálfboðaliðar Víkurdeildar þvoðu og þurrkuðu blaut föt þeirra sem lentu í volkinu og skiluðu til þeirra að morgni.

4. ágúst 2011 : Undirbúningur hafinn fyrir haustið!

Rauðakrosshúsið í Kópavogi hefur opnað aftur eftir sumarlokun og undirbúningur fyrir verkefni haustsins er því hafinn. Nú þegar eru nokkur námskeið komin á döfina sem hægt er að skrá sig á. Kópavogsdeild býður upp á þrjú skyndihjálparnámskeið á haustmánuðum þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Þá verður boðið upp á tvö námskeið Slys og veikindi barna þar sem meðal annars er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Frá september býður Rauði kross Íslands upp á grunnnámskeið Rauða krossins einu sinni í mánuði en á þeim námskeiðum er farið yfir störf hreyfingarinnar hér heima sem og á alþjóðavettvangi. Það er ætlað sjálfboðaliðum og öðru áhugafólki um málefnið. 

4. ágúst 2011 : Rauði krossinn tvöfaldar neyðarbeiðni fyrir Sómalíu og eykur neyðaraðstoð fyrir milljón manns

Alþjóða Rauði krossinn eykur nú jafnt og þétt neyðarhjálp sína í Mið- og Suður Sómalíu til að koma rúmlega 1 milljón manna til aðstoðar í viðbót við þær þúsundir sem þegar njóta hjálpar. Milljónir Sómala heyja nú baráttu upp á líf og dauða vegna afleiðinga átaka og þurrka síðustu ára. Rauði krossinn hefur tvöfaldað neyðarbeiðni sína og leitar nú eftir stuðningi fyrir alls 19 milljarða íslenskra króna í Sómalíu einni.

"Þetta eru viðbrögð Rauða krossins við aðstæðum sem versna með hverjum degi sem líður," segir Jakob Kellenberger, formaður Alþjóða Rauða krossins. "Milljónir manna eru nú í hættu vegna hungursneyðar og skorts á vatni. Þetta eru afleiðingar 20 ára borgarastyrjaldar og viðvarandi þurrka. Verðbólga og hækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum og eldsneyti hafa einnig orðið þess valdandi að ástandið hefur hríðversnað frá áramótum.”

4. ágúst 2011 : Rauði krossinn tvöfaldar neyðarbeiðni fyrir Sómalíu og eykur neyðaraðstoð fyrir milljón manns

Alþjóða Rauði krossinn eykur nú jafnt og þétt neyðarhjálp sína í Mið- og Suður Sómalíu til að koma rúmlega 1 milljón manna til aðstoðar í viðbót við þær þúsundir sem þegar njóta hjálpar. Milljónir Sómala heyja nú baráttu upp á líf og dauða vegna afleiðinga átaka og þurrka síðustu ára. Rauði krossinn hefur tvöfaldað neyðarbeiðni sína og leitar nú eftir stuðningi fyrir alls 19 milljarða íslenskra króna í Sómalíu einni.

"Þetta eru viðbrögð Rauða krossins við aðstæðum sem versna með hverjum degi sem líður," segir Jakob Kellenberger, formaður Alþjóða Rauða krossins. "Milljónir manna eru nú í hættu vegna hungursneyðar og skorts á vatni. Þetta eru afleiðingar 20 ára borgarastyrjaldar og viðvarandi þurrka. Verðbólga og hækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum og eldsneyti hafa einnig orðið þess valdandi að ástandið hefur hríðversnað frá áramótum.”

4. ágúst 2011 : Rauði krossinn tvöfaldar neyðarbeiðni fyrir Sómalíu og eykur neyðaraðstoð fyrir milljón manns

Alþjóða Rauði krossinn eykur nú jafnt og þétt neyðarhjálp sína í Mið- og Suður Sómalíu til að koma rúmlega 1 milljón manna til aðstoðar í viðbót við þær þúsundir sem þegar njóta hjálpar. Milljónir Sómala heyja nú baráttu upp á líf og dauða vegna afleiðinga átaka og þurrka síðustu ára. Rauði krossinn hefur tvöfaldað neyðarbeiðni sína og leitar nú eftir stuðningi fyrir alls 19 milljarða íslenskra króna í Sómalíu einni.

"Þetta eru viðbrögð Rauða krossins við aðstæðum sem versna með hverjum degi sem líður," segir Jakob Kellenberger, formaður Alþjóða Rauða krossins. "Milljónir manna eru nú í hættu vegna hungursneyðar og skorts á vatni. Þetta eru afleiðingar 20 ára borgarastyrjaldar og viðvarandi þurrka. Verðbólga og hækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum og eldsneyti hafa einnig orðið þess valdandi að ástandið hefur hríðversnað frá áramótum.”

3. ágúst 2011 : Rauði krossinn dreifir matvælum til 162 þúsund manns í Sómalíu

Alþjóða Rauði krossinn er langt kominn með að dreifa mat til 162.000 manna á hungursvæðum í Mið- og Suður-Sómalíu. Alls er verið að dreifa þrjú þúsund tonnum af hrísgrjónum, baunum og matarolíu sem á að duga fjölskyldu í einn mánuð.

3. ágúst 2011 : Rauði krossinn dreifir matvælum til 162 þúsund manns í Sómalíu

Alþjóða Rauði krossinn er langt kominn með að dreifa mat til 162.000 manna á hungursvæðum í Mið- og Suður-Sómalíu. Alls er verið að dreifa þrjú þúsund tonnum af hrísgrjónum, baunum og matarolíu sem á að duga fjölskyldu í einn mánuð.

3. ágúst 2011 : Rauði krossinn dreifir matvælum til 162 þúsund manns í Sómalíu

Alþjóða Rauði krossinn er langt kominn með að dreifa mat til 162.000 manna á hungursvæðum í Mið- og Suður-Sómalíu. Alls er verið að dreifa þrjú þúsund tonnum af hrísgrjónum, baunum og matarolíu sem á að duga fjölskyldu í einn mánuð.