30. september 2011 : 50 þúsund manns fá neyðaraðstoð í Sómalíu

Aðstoð Rauða kross Íslands vegna hungursneyðarinnar í Sómalíu nær til 50 þúsund manna og nemur nú alls um 56 milljónum króna.

30. september 2011 : 50 þúsund manns fá neyðaraðstoð í Sómalíu

Aðstoð Rauða kross Íslands vegna hungursneyðarinnar í Sómalíu nær til 50 þúsund manna og nemur nú alls um 56 milljónum króna.

28. september 2011 : Hellaferð ungmenna í Hnotubergi

13. september 2011 : Við þurfum kraft til að klára hlaupið

Þegar jarðskjálftinn ógurlegi reið yfir Haítí í ársbyrjun 2010 fylgdust Íslendingar í beinni útsendingu með því hörmungarástandi sem alls staðar blasti við; eyðilegging og dauði. Almenningur brást skjótt við og sýndi mikið örlæti í fjárframlögum sínum til neyðaraðstoðarinnar.

13. september 2011 : Rýmingaræfing í Víkurskóla

Rýmingaræfing vegna hugsanlegs Kötlugoss fór fram í Víkurskóla í Vík í Mýrdal í dag. Rúmlega fimmtíu nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans tók þátt í æfingunni ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Æfingin gekk hratt og vel. Börn og fullorðnir gengu fylktu liði frá grunnskólanum að leikskólanum, en þar er fjöldahjálparstöðin staðsett. Í fjöldahjálparstöðinni tóku sjálfboðaliðar Rauða krossins á móti þeim, tóku við skráningum og fylgdust með því að allt færi vel fram.

Börnin stóðu sig einstaklega vel. Þau voru yfirveguð og einbeitt, létu fjölmiðlamenn ekki trufla sig en leystu verkefnið með sóma.

13. september 2011 : Rýmingaræfing í Víkurskóla

Rýmingaræfing vegna hugsanlegs Kötlugoss fór fram í Víkurskóla í Vík í Mýrdal í dag. Rúmlega fimmtíu nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans tók þátt í æfingunni ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Æfingin gekk hratt og vel. Börn og fullorðnir gengu fylktu liði frá grunnskólanum að leikskólanum, en þar er fjöldahjálparstöðin staðsett. Í fjöldahjálparstöðinni tóku sjálfboðaliðar Rauða krossins á móti þeim, tóku við skráningum og fylgdust með því að allt færi vel fram.

Börnin stóðu sig einstaklega vel. Þau voru yfirveguð og einbeitt, létu fjölmiðlamenn ekki trufla sig en leystu verkefnið með sóma.

13. september 2011 : Við þurfum kraft til að klára hlaupið

Þegar jarðskjálftinn ógurlegi reið yfir Haítí í ársbyrjun 2010 fylgdust Íslendingar í beinni útsendingu með því hörmungarástandi sem alls staðar blasti við; eyðilegging og dauði. Almenningur brást skjótt við og sýndi mikið örlæti í fjárframlögum sínum til neyðaraðstoðarinnar.

12. september 2011 : Deildin óskar eftir sjálfboðaliðum í nokkur verkefni

Nú er hauststarf deildarinnar að komast á fullt skrið og vantar sjálfboðaliða í nokkur verkefni. Það vantar heimsóknavini til að sinna heimsóknaþjónustu. Markmiðið heimsóknanna er að draga úr einsemd og félagslegri einangrun og eru heimsóknir á einkaheimili, hjúkrunarheimili, sambýli og aðrar stofnanir. Sjálfboðaliðarnir heimsækja gestgjafa sína einu sinni í viku, klukkustund í senn.

Þá vantar sjálfboðaliða í námsaðstoð í íslensku á framhaldsskólastigi fyrir nemanda af erlendum uppruna, með sérstaka áherslu á bókmenntir. Tími er samkomulag en að minnsta kosti einu sinni í viku fram í desember.

Einnig vantar sjálfboðaliða í Enter. Það er starf með ungum innflytjendum 9-12 ára sem felur í sér málörvun og tómstundastarf. Börnin mæta á vikulegar samverur á miðvikudögum kl. 13.00-15.00 i Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11 og vantar sjálfboðaliða til að stýra samverunum. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.

12. september 2011 : Starfsemi Rauða krossins í Sierra Leone á myndbandi

Rauði kross Íslands styður 150 ungmenni árlega til náms og starfsþjálfunar í Moyamba athvarfinu í Síerra Leone. Ungmennin læra að lesa og skrifa og stunda iðnnám í valinni grein. Hver nemandi fær áhöld fyrir sitt sérsvið sem hann nýtir í náminu og fær svo til eignar eftir útskrift. Þannig fá ungmenni í trésmíðanámi sagir, hamra, hefla og annað slíkt en klæðskeranemarnir fá meðal annars saumavél.

Rauði krossinn í Síerra Leone heldur úti nokkrum slíkum athvörfum víðs vegar um landið, en Rauði kross Íslands hefur stutt starfsemina frá 2004, meðal annars með styrk frá Mannvinum Rauða krossins.

12. september 2011 : Starfsemi Rauða krossins í Sierra Leone á myndbandi

Rauði kross Íslands styður 150 ungmenni árlega til náms og starfsþjálfunar í Moyamba athvarfinu í Síerra Leone. Ungmennin læra að lesa og skrifa og stunda iðnnám í valinni grein. Hver nemandi fær áhöld fyrir sitt sérsvið sem hann nýtir í náminu og fær svo til eignar eftir útskrift. Þannig fá ungmenni í trésmíðanámi sagir, hamra, hefla og annað slíkt en klæðskeranemarnir fá meðal annars saumavél.

Rauði krossinn í Síerra Leone heldur úti nokkrum slíkum athvörfum víðs vegar um landið, en Rauði kross Íslands hefur stutt starfsemina frá 2004, meðal annars með styrk frá Mannvinum Rauða krossins.

12. september 2011 : Tombóla

Viktor Örn Ingvarsson í 2. bekk í Kársnesskóla hélt tombólu á dögunum fyrir utan Nóatún í Hamraborg og gaf afraksturinn, 1.275 kr. til Rauða krossins. Framlag hans rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

 

11. september 2011 : Gestir athvarfa Rauða krossins sýna myndlist í Kringlunni

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

10. september 2011 : Námskeiði POWERtalk vel tekið

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

9. september 2011 : Starf Plússins hefst aftur eftir sumarfrí

Stýrihópur Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar fyrir 16-24 ára, hélt fund nú á dögunum þar sem farið var yfir skipulag starfsins í haust.

Verkefni Plússins verða margvísleg og spennandi líkt og áður. Hönnunarhópurinn verður áfram virkur og mun hittast á tveggja vikna fresti. Þar fá ungir sjálfboðaliðar tækifæri til þess að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín, endurhanna og sauma föt og fylgihluti út frá hugmyndum hvers og eins. Þar að auki vinna þeir ákveðin verkefni sem deildin leggur fram hverju sinni. Fræðsluhópur mun sinna fræðslu og forvörnum og helsta verkefni annarinnar verður að taka þátt í fordómafræðslu fyrir jafningja í félagsmiðstöðvum Kópavogs. Það verkefni vinnur hópurinn í samstarfi við Eldhuga en það er starf deildarinnar fyrir 13-16 ára unglinga.

Í haust mun Plúsinn sömuleiðis taka þátt í móttöku ungra sjálfboðaliða frá Palestínu, ásamt öðrum ungmennum úr Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu. 

9. september 2011 : Viltu tala meiri íslensku?

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

8. september 2011 : Þróunarsamvinna ber ávöxt

Sjálfboðaliðar Rauða krossins dreifðu í gær eplum til gesta í verslunarmiðstöðinni Glerártog. Tilefnið var kynningarátak samstarfshóps Þróunarsamvinnustofnunnar Íslands og frjálsra félagasamtaka undir yfirskriftinni “ Þrónunarsamvinna ber ávöxt “.
Megin tilgangur átaksins er að kynna árangur af þróunarsamvinnu í fátækustu ríkjum heims en miklar framfarir hafa orðið í þróunarríkjum fyrir tilstuðlan alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.
Hverju epli fyrir sig var pakkað í fallegan poka sem konur í Uganda höfðu saumað og á hann var hengt spjald með upplýsingum um átakið.
 

8. september 2011 : Geta pabbar ekki grátið?

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

7. september 2011 : Ostaveisla í Pakistan

Hrafnhildur Sverrisdóttir er sendifulltrúi Rauða krossins í Pakistan. Hún skrifaði dagbók fyrir Morgunblaðið sem birtist í blaðinu þann 21.08.2011.

7. september 2011 : Ostaveisla í Pakistan

Hrafnhildur Sverrisdóttir er sendifulltrúi Rauða krossins í Pakistan. Hún skrifaði dagbók fyrir Morgunblaðið sem birtist í blaðinu þann 21.08.2011.

7. september 2011 : Skemmtilegt afmælismót í Vin

Alþjóðlegi meistarinn Haukur Angantýsson sigraði á afmælismóti Ingibjargar Eddu Birgisdóttur í Vin –athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Mótið var afar hressilegt enda vel skipað og góðir gestir í heimsókn. Skákstjórinn hann Stefán Bergsson varð annar og Hjálmar Sigurvaldason átti flott mót og varð þriðji í mótinu. Ingibjörg hefur verið dugleg að mæta á æfingar og mót í Vin og hún hélt utan um skákina í sumar. Þessi fyrrum Íslandsmeistari kvenna sem er komin aftur eftir langt hlé mun tefla með Selfyssingum í vetur.

Hinn geðþekki borgarfulltrúi Óttarr Proppé setti mótið með nokkrum afar vel völdum orðum og lék fyrsta leikinn fyrir Grétar Sigurólason sem tefldi gegn afmælisbarninu. Það var þó ekki gert fyrr en Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðukona athvarfsins, hafði fært Ingu afmælisgjöf með hlýjum orðum.

7. september 2011 : Nýr basarhópur hittist í fyrsta skipti í gær

Kópavogsdeild auglýsti nýlega eftir sjálfboðaliðum í nýjan basarhóp og fyrsta samveran var í gær. Hressar konur mættu og lögðu línurnar fyrir verkefni hópsins næstu mánuðina. Þær spjölluðu yfir kaffi, fóru á hugarflug um handverk fyrir basarinn og byrjuðu svo strax á handavinnunni. Þetta er handavinnumiðað fjáröflunarverkefni og er hlutverk hópsins að útbúa ýmis konar handverk fyrir jólabasar. Hópurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á hvers kyns handavinnu  og vilja nýta hana til góðs. 

7. september 2011 : Skemmtilegt afmælismót í Vin

Alþjóðlegi meistarinn Haukur Angantýsson sigraði á afmælismóti Ingibjargar Eddu Birgisdóttur í Vin –athvarfi Rauða kross Íslands fyrir fólk með geðraskanir. Mótið var afar hressilegt enda vel skipað og góðir gestir í heimsókn. Skákstjórinn hann Stefán Bergsson varð annar og Hjálmar Sigurvaldason átti flott mót og varð þriðji í mótinu. Ingibjörg hefur verið dugleg að mæta á æfingar og mót í Vin og hún hélt utan um skákina í sumar. Þessi fyrrum Íslandsmeistari kvenna sem er komin aftur eftir langt hlé mun tefla með Selfyssingum í vetur.

Hinn geðþekki borgarfulltrúi Óttarr Proppé setti mótið með nokkrum afar vel völdum orðum og lék fyrsta leikinn fyrir Grétar Sigurólason sem tefldi gegn afmælisbarninu. Það var þó ekki gert fyrr en Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðukona athvarfsins, hafði fært Ingu afmælisgjöf með hlýjum orðum.

6. september 2011 : Fimm þúsund eplum pakkað í afríska taupoka

Málshátturinn margar hendur vinna létt verk átti svo sannarlega við í dag þegar um 30 sjálfboðaliðar frjálsra félagasamtaka sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu komu saman til að pakka 5000 eplum í taupoka sem saumaðir voru í Úganda. Verkefnið er samstarf átta félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um að kynna þróunarmál fyrir almenningi á Íslandi. Á morgun verður eplunum svo dreift á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri undir yfirskriftinni: Þróunarsamvinna ber ávöxt.

Með eplunum fylgja upplýsingar um þann árangur sem náðst hefur með þróunarsamvinnu á síðustu árum. Upphaflega stóð til að prenta þessar upplýsingar á bréfpoka, en kostnaður við það þótti of hár. Í staðinn voru félagasamtök í Úganda sem starfa að uppbyggingu samfélagsins í fimm þorpum þar sem stuðlað er að betri menntun, fullorðinsfræðslu, heilsugæslu og ræktun fengin til verksins. Þannig varð því saumaskapurinn í raun sjálfstætt þróunarverkefni sem gefur þessu kynningarátaki sérstakan lit og undirstrikar gildi þróunarsamvinnu. Pokarnir eru svo í sjálfu sér fallegir minjagripir sem nýta má til ýmissa hluta.

5. september 2011 : Hvað er í boði? - uppfærð útgáfa

Í febrúar 2009 hófu sjálfboðaliðar Rauða krossins í samstarfi við SÍBS og Háskóla Íslands vinnu við að kortleggja upplýsingar um námskeið og frístundir sem eru ókeypis eða kosta lítið og þau úrræði sem eru í boði fyrir þá sem misst hafa vinnuna. Markmiðið var að safna upplýsingum í gagnabanka á einn stað til að auðvelda fólki að nýta þau tækifæri til afþreyingar, fræðslu og þjónustu sem standa landsmönnum til boða.

Afraksturinn var bæklingurinn „Hvað er í boði?“ sem fyrst var gefin út 31. mars 2009. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins hafa séð um að viðhalda upplýsingum og uppfæra þær eftir fremsta megni. Vinnu við uppfærslu þessa misseris er nýlokið og má nálgast nýjasta „Hvað er í boði? “ bæklinginn með því að smella á meira.

5. september 2011 : Garn- og efnisafgangar óskast

Kópavogsdeild er með hóp sjálfboðaliða sem prjónar og saumar ungbarnaföt fyrir börn í neyð í Malaví og er nú einnig farin af stað með sérstakan basarhóp sem útbýr handverk fyrir fjáröflunarbasar sem verður haldinn fyrir jólin. Deildin óskar eftir garn- og efnisafgöngum í verkefnin. Þeir sem geta styrkt verkefnin með þessum hætti eru hvattir til að koma með afganga í Rauðakrosshúsið í Kópavogi á opnunartíma þess, kl. 9-15 á virkum dögum.

2. september 2011 : Þróunarsamvinna ber ávöxt

Frjáls félagasamtök á Íslandi sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að kynningu á þróunarmálum í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands vikuna 5.-7. september. Markmiðið er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum.

Til að vekja athygli á málaflokknum munu félagasamtökin dreifa eplum á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri miðvikudaginn 7. september undir yfirskriftinni: Þróunarsamvinna ber ávöxt. Auk ávaxtarins fær fólk í hendur upplýsingar í stuttu máli um árangur sem náðst hefur með þróunarsamvinnu á síðustu árum.

2. september 2011 : Opið hús á Hamraborgarhátíð

Kópavogsdeild verður með opið hús í húsnæði sínu laugardaginn 3. september í tilefni af Hamraborgarhátíðinni. Hægt verður að kíkja í kaffi og kynna sér starf og verkefni deildarinnar kl. 13-16 í Hamraborg 11, 2. hæð. Þá verða einnig til sölu prjónavörur sjálfboðaliða en ágóðinn rennur í verkefnið Föt sem framlag.

2. september 2011 : Skyndihjálpartaskan komin í hús

Taskan með skyndihjálparvörum sem hefur verið uppseld um tíma er kominn aftur í sölu.  Skyndihjálpartaskan inniheldur allar nauðsynlegustu vörur sem nota má þegar komið er að slysi, og er því upplagt að hafa hana í bílnum, og við óhapp í heimahúsum. Henni fylgja leiðbeiningar um notkun og einfaldur slysavarnabæklingur.

Innihaldslýsing: Sótthreinsiklútar, sótthreinsuð grisja, sáraumbúðir, plástrar, skæri, brunagel, þrúgusykur, augnskol, flísatöng, öryggisnælur, heftiplástur, klemmuplástur, teygjubindi, grisjubindi, teygjunet, einnota hanskar, einnota kælipoki, ályfirbreiðsla, blásturshlíf, vasaljós, flauta og þríhyrna.

2. september 2011 : Afmælismót Ingibjargar Eddu í Vin á mánudaginn

Mánudaginn 5. september, klukkan 13:00, heldur Skákfélag Vinjar mót til heiðurs afmælisbarni dagsins, henni Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, sem verður tuttugu og sjö vetra. Inga var rétt búin að taka upp fermingargjafirnar þegar hún varð Íslandsmeistari kvenna, í fyrra skiptið, en tók svo langa pásu frá skákinni. Hún hefur nú komið til baka með offorsi og teflir með Skákfélagi Selfoss og nágrennis í vetur. Auk þess var hún kjörin í stjórn Skáksambandsins nú í vor.

Inga hefur haldið utan um skákina í Vin að miklu leyti í sumar og á skilið almennilegt mót. Hinn geðþekki borgarfulltrúi og formaður hverfisráðs miðborgar, fulltrúi í menntaráði og varamaður annarra ráða, Óttarr Ó. Proppé, mun heiðra keppendur og Vinjarfólk með heimsókn í athvarfið. Óttarr mun setja mótið auk þess að leika fyrsta leikinn. 

1. september 2011 : Vestmannaeyjadeild bauð hælisleitendum í bátsferð um Eyjar

Sjálfboðaliðar Rauða krossins fóru á dögunum í vel heppnaða ferð til Vestmannaeyja með hælisleitendum. Lagt var af stað úr Reykjanesbæ snemma morguns í blíðskaparveðri áleiðis í Landeyjarhöfn þar sem hópurinn tók Herjólf til Eyja.

Vestmannaeyjadeild Rauða krossins sýndi mikla gestrisni þegar tekið var á móti hópnum og sá til þess að menn fengju að njóta þess besta sem Vestmannaeyjar hafa uppá að bjóða. Að sjálfsögðu var ekið um Heimaey auk þess sem boðið var uppá bátsferð og eldfjallasýningu.

1. september 2011 : Vestmannaeyjadeild bauð hælisleitendum í bátsferð um Eyjar

Sjálfboðaliðar Rauða krossins fóru á dögunum í vel heppnaða ferð til Vestmannaeyja með hælisleitendum. Lagt var af stað úr Reykjanesbæ snemma morguns í blíðskaparveðri áleiðis í Landeyjarhöfn þar sem hópurinn tók Herjólf til Eyja.

Vestmannaeyjadeild Rauða krossins sýndi mikla gestrisni þegar tekið var á móti hópnum og sá til þess að menn fengju að njóta þess besta sem Vestmannaeyjar hafa uppá að bjóða. Að sjálfsögðu var ekið um Heimaey auk þess sem boðið var uppá bátsferð og eldfjallasýningu.