28. október 2011 : Hópstjórar óskast í verkefni Kópavogsdeildar

Kópavogsdeild vantar sjálfboðaliða til að vera hópstjórar í nokkrum verkefnum eins og heimsóknaþjónustu, Föt sem framlag og basarhóp. Hlutverk hópstjóra í heimsóknaþjónustu er meðal annars að stýra og undirbúa mánaðarlegar samverur, taka þátt í námskeiðum fyrir nýja heimsóknavini og önnur tilfallandi verkefni í samráði við verkefnastjóra. Í verkefninu Föt sem framlag vantar hópstjóra til að hafa umsjón með veitingum og öðrum tilfallandi verkefnum í mánaðarlegu prjónakaffi. Hlutverk hópstjóra í basarhóp er að undirbúa vikulegar samverur, hafa umsjón með handavinnunni og önnur tilfallandi verkefni.

28. október 2011 : Hópstjórar óskast í verkefni Kópavogsdeildar

Kópavogsdeild vantar sjálfboðaliða til að vera hópstjórar í nokkrum verkefnum eins og heimsóknaþjónustu, Föt sem framlag og basarhóp. Hlutverk hópstjóra í heimsóknaþjónustu er meðal annars að stýra og undirbúa mánaðarlegar samverur, taka þátt í námskeiðum fyrir nýja heimsóknavini og önnur tilfallandi verkefni í samráði við verkefnastjóra. Í verkefninu Föt sem framlag vantar hópstjóra til að hafa umsjón með veitingum og öðrum tilfallandi verkefnum í mánaðarlegu prjónakaffi. Hlutverk hópstjóra í basarhóp er að undirbúa vikulegar samverur, hafa umsjón með handavinnunni og önnur tilfallandi verkefni.

27. október 2011 : Takk fyrir Hafnfirðingar!

25. október 2011 : Vinkonur sungu til styrktar Rauða krossinum

Vinkonurnar Júlía Guðbjörg Gunnarsdóttir og Helena Freysdóttir ákváðu að safna fyrir Rauða krossinn á dögunum með því að syngja fyrir fólk og biðja um framlög í staðinn. Með þessu framtaki sínu söfnuðu þær um 4.000 krónum sem þær færðu Rauða krossinum.

25. október 2011 : Vinkonur sungu til styrktar Rauða krossinum

Vinkonurnar Júlía Guðbjörg Gunnarsdóttir og Helena Freysdóttir ákváðu að safna fyrir Rauða krossinn á dögunum með því að syngja fyrir fólk og biðja um framlög í staðinn. Með þessu framtaki sínu söfnuðu þær um 4.000 krónum sem þær færðu Rauða krossinum.

25. október 2011 : Æfð viðbrögð við rútuslysi

25. október 2011 : Æfð viðbrögð við rútuslysi

25. október 2011 : Tvær tombólur

Jökull Snær Árnason og Natan Dýri Hjartarson í 4. bekk í Kársnesskóla héldu tombólu á dögunum fyrir utan Nóatún í Hamraborg á dögunum og söfnuðu alls 1.932 kr. Þeir komu í Rauðakrosshúsið í Hamraborginni með afraksturinn og gáfu hann til hjálparstarfs.

Þá komu líka tvíburarnir Starkaður Snorri og Kolbeinn Sturla Baldurssynir, 7 ára, í Rauðakrosshúsið með afrakstur tombólu sem þeir héldu bæði fyrir utan Nóatún í Hamraborg og á Óðinstorgi í Reykjavík í sumar. Þeir söfnuðu rúmlega 5.000 krónum.

24. október 2011 : Afrakstur söfnunar í Rauðkrossvikunni ríflega 500 þúsund krónur

Söfnunin sem Kópavogsdeild stóð fyrir í Kópavogi á fimmtudag, föstudag og laugardag gekk mjög vel og söfnuðust ríflega 500 þúsund krónur. Sjálfboðaliðar deildarinnar stóðu á fjölförnum stöðum í bænum með söfnunarbauka en baukarnir voru einnig staðsettir hjá nokkrum fyrirtækjum. Aksturinn mun nýtast vel í starfi deildarinnar og styrkja þau fjölmörgu verkefni hún sinnir. Deildin þakkar kærlega öllum þeim sem gáfu í söfnunina sem og sjálfboðaliðunum sem stóðu vaktirnar.

24. október 2011 : Afrakstur söfnunar í Rauðkrossvikunni ríflega 500 þúsund krónur

Söfnunin sem Kópavogsdeild stóð fyrir í Kópavogi á fimmtudag, föstudag og laugardag gekk mjög vel og söfnuðust ríflega 500 þúsund krónur. Sjálfboðaliðar deildarinnar stóðu á fjölförnum stöðum í bænum með söfnunarbauka en baukarnir voru einnig staðsettir hjá nokkrum fyrirtækjum. Aksturinn mun nýtast vel í starfi deildarinnar og styrkja þau fjölmörgu verkefni hún sinnir. Deildin þakkar kærlega öllum þeim sem gáfu í söfnunina sem og sjálfboðaliðunum sem stóðu vaktirnar.

21. október 2011 : Viðtal við Lovísu Guðmundsdóttur, heimsóknavin

Lovísa Guðmundsdóttir er búin að vera heimsóknavinur hjá Kópavogsdeild í hátt í tvö ár. Hún ákvað að gerast heimsóknavinur eftir að hún hætti að vinna eins og hún segir sjálf frá: „Ég ætlaði að vinna þangað til ég yrði 67 ára en því miður varð ég að hætta vegna heilsubrests. Það er ekki auðvelt að þurfa að hætta vinnu fyrir aldur og mig langaði að gera eitthvað gagnlegt. Ég vissi að Rauði krossinn væri með alls konar sjálfboðaliðastörf ég fór í Rauðakrosshúsið í Kópavogi og sé ekki eftir því.“

21. október 2011 : Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar safna fyrir deildina

Nú stendur yfir Rauðakrossvikan þar sem Rauði krossinn leggur áherslu á að vekja athygli á starfinu og hvetja fólk til að leggja hreyfingunni lið með beinni þátttöku í verkefnum eða fjárframlagi. Hjá Kópavogsdeild stendur yfir söfnun þar sem sjálfboðaliðar deildarinnar eru á fjölförnum stöðum í Kópavogi með söfnunarbauka. Söfnunin hófst í gær, fimmtudag og heldur áfram í dag og á morgun. Sjálfboðaliðarnir manna vaktir á stöðum eins og í Smáralindinni, á Smáratorgi, í Lindunum og við sundlaugarnar. Þeir fengu góð viðbrögð í gær og gengur söfnunin framar vonum. Deildin er afar þakklát fyrir stuðninginn og er hann mikils metinn, sem og framlag sjálfboðaliðanna í söfnuninni.

21. október 2011 : Viðtal við Lovísu Guðmundsdóttur, heimsóknavin

Lovísa Guðmundsdóttir er búin að vera heimsóknavinur hjá Kópavogsdeild í hátt í tvö ár. Hún ákvað að gerast heimsóknavinur eftir að hún hætti að vinna eins og hún segir sjálf frá: „Ég ætlaði að vinna þangað til ég yrði 67 ára en því miður varð ég að hætta vegna heilsubrests. Það er ekki auðvelt að þurfa að hætta vinnu fyrir aldur og mig langaði að gera eitthvað gagnlegt. Ég vissi að Rauði krossinn væri með alls konar sjálfboðaliðastörf ég fór í Rauðakrosshúsið í Kópavogi og sé ekki eftir því.“

20. október 2011 : Viðtal við Huldu Þorsteinsdóttur, sjálfboðaliða í Föt sem framlag

Hulda Þorsteinsdóttir hefur starfað sem sjálfboðaliði í verkefninu Föt sem framlag í rúm tvö ár. Hún prjónar og saumar ungbarnaföt ásamt öðrum sjálfboðaliðum en fötin eru síðan send til barna og fjölskyldna í neyð í Malaví. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg en sinnir annars handavinnunni heima. Hulda hafði tíma aflögu þegar hún hætti að vinna og sá auglýsingu frá Kópavogsdeild um að það vantaði sjálfboðaliða.

19. október 2011 : Nýtt kynningarmyndband Rauða krossins

Nýtt kynningarmyndband Rauða krossins hefur verið útbúið vegna Rauðakrossvikunnar 17.-22. október. Hægt er að sjá myndbandið með því að smella hér. Kynntu þér málið og taktu þátt í starfi Rauða krossins!

18. október 2011 : Viðtal við Sigrúnu Guðmundsdóttur, gestgjafa í heimsóknaþjónustu

Sigrún Guðmundsdóttir, sem er nýorðin 84 ára, hefur fengið til sín heimsóknavin frá Kópavogsdeild um nokkurra mánaða skeið. Dóttir Sigrúnar hafði samband við deildina fyrir hönd móður sinnar og óskaði eftir heimsóknavin fyrir hana. Sigrún og heimsóknavinurinn hittast einu sinni í viku og finnst henni það ágæt tilbreyting. Þau fara út að ganga saman og henni finnst gott að hafa stuðninginn í göngutúrunum. „Það er gott að fá félagsskapinn“, segir hún einnig og mælir með heimsóknaþjónustunni.

18. október 2011 : Viðtal við Gunnar Hansson, formann Rekstrarstjórnar Fatasöfnunar Rauða kross Íslands

„Ég hef til margra ára fylgst með starfsemi Rauða krossins hérlendis og dáðst að  því hve fjölbreytileg verkefnin eru sem hreyfingin sinnir. Kona mín hefur verið sjálfboðaliði í allmörg ár og því lá það beinast við að bjóða fram krafta mína þegar um hægðist á starfsferli mínum.“
 

18. október 2011 : Viðtal við Sigrúnu Guðmundsdóttur, gestgjafa í heimsóknaþjónustu

Sigrún Guðmundsdóttir, sem er nýorðin 84 ára, hefur fengið til sín heimsóknavin frá Kópavogsdeild um nokkurra mánaða skeið. Dóttir Sigrúnar hafði samband við deildina fyrir hönd móður sinnar og óskaði eftir heimsóknavin fyrir hana. Sigrún og heimsóknavinurinn hittast einu sinni í viku og finnst henni það ágæt tilbreyting. Þau fara út að ganga saman og henni finnst gott að hafa stuðninginn í göngutúrunum. „Það er gott að fá félagsskapinn“, segir hún einnig og mælir með heimsóknaþjónustunni.

18. október 2011 : Viðtal við Sigrúnu Guðmundsdóttur, gestgjafa í heimsóknaþjónustu

Sigrún Guðmundsdóttir, sem er nýorðin 84 ára, hefur fengið til sín heimsóknavin frá Kópavogsdeild um nokkurra mánaða skeið. Dóttir Sigrúnar hafði samband við deildina fyrir hönd móður sinnar og óskaði eftir heimsóknavin fyrir hana. Sigrún og heimsóknavinurinn hittast einu sinni í viku og finnst henni það ágæt tilbreyting. Þau fara út að ganga saman og henni finnst gott að hafa stuðninginn í göngutúrunum. „Það er gott að fá félagsskapinn“, segir hún einnig og mælir með heimsóknaþjónustunni.

17. október 2011 : Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Kópavogsdeild í dag

Í tilefni af Rauðakrossvikunni, sérstakri kynningarviku Rauða krossins, sem hófst í dag heimsótti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Kópavogsdeild en forsetinn er verndari hreyfingarinnar á Íslandi. Hann hitti hóp af ungum sjálfboðaliðum og kynnti sér störf þeirra fyrir deildina. Hér voru komnir saman ungir sjálfboðaliðar sem taka þátt í verkefnum eins og Enter, Eldhugum, Plúsnum og heimsóknaþjónustu. Þeir sögðu honum frá verkefnunum, hvað þau gera fyrir deildina og hvað sjálfboðna starfið gefur þeim. Þá ræddu þeir við forsetann um mikilvægi sjálfboðaliðastarfa og hversu skemmtilegt og gefandi starfið er.

17. október 2011 : Viðtal við Dagbjörtu Rós Jónsdóttir, sjálfboðaliða í ungmennastarfi

Dagbjört Rós er 17 ára sjálfboðaliði í Plúsnum og Eldhugum. Hún kynntist fyrst Rauða krossinum þegar hún var sjálf þátttakandi í Eldhugum í 8., 9. og 10. bekk en Eldhugar eru íslensk og erlend ungmenni í Kópavogi á aldrinum 13-16 ára sem vinna saman að því að byggja betra samfélag í takt við hugsjónir Rauða krossins. Dagbjörtu fannst starfið svo skemmtilegt að þegar hún byrjaði í menntaskóla ákvað hún að skrifa undir sjálfboðaliðasamning við deildina. Þannig gat hún haldið áfram í starfi Kópavogsdeildar og gerst sjálfboðaliði í verkefninu. Seinna ákvað hún svo líka að starfa innan Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar fyrir 16-24 ára.

17. október 2011 : Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Kópavogsdeild í dag

Í tilefni af Rauðakrossvikunni, sérstakri kynningarviku Rauða krossins, sem hófst í dag heimsótti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Kópavogsdeild en forsetinn er verndari hreyfingarinnar á Íslandi. Hann hitti hóp af ungum sjálfboðaliðum og kynnti sér störf þeirra fyrir deildina. Hér voru komnir saman ungir sjálfboðaliðar sem taka þátt í verkefnum eins og Enter, Eldhugum, Plúsnum og heimsóknaþjónustu. Þeir sögðu honum frá verkefnunum, hvað þau gera fyrir deildina og hvað sjálfboðna starfið gefur þeim. Þá ræddu þeir við forsetann um mikilvægi sjálfboðaliðastarfa og hversu skemmtilegt og gefandi starfið er.

17. október 2011 : Rauða krossinn í Kópavogi: Hvað getur þú gert og hvað getur hann gert fyrir þig?

Í Rauðakrossvikunni 17.-22. október leggur Kópavogsdeild áherslu á að fjölga sjálfboðaliðum, félagsmönnum og ekki hvað síst, safna peningum til styrktar starfinu í Kópavogi. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar verða með söfnunarbauka á fjölförnum stöðum í bænum til að safna fé til styrkar starfinu, að auki verða söfnunarbaukar á nokkrum völdum stöðum í bænum alla vikuna. Kópavogsdeild þarf stuðning bæjarbúa til að halda uppi öflugu starfi og þjónustu í heimabyggð. Það væri okkur mikils virði ef þú gætir lagt okkur lið og um leið hvatt ættingja, vini og vinnufélaga til að gera það sama. Það er hægt að vekja athygli á málstað okkar á fésbók, með tölvupósti, í samtölum og víðar.

14. október 2011 : Hungur í heimi allsnægta

14. október 2011 : Hungur í heimi allsnægta

11. október 2011 : Krakkarnir í Stykkishólmi styrkja Haítí

Krakkarnir í 5. bekk grunnskólans í Stykkishólmi gáfu út blað til til styrktar hjálparstarfinu í Haití.

5. október 2011 : Fjölskyldu sundrað

5. október 2011 : Fjölskyldu sundrað

5. október 2011 : Þrír hjúkrunarfræðingar til Íraks

Hólmfríður Garðarsdóttir, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir vinna við verkefni í Írak á vegum Rauða krossins Íslands.

5. október 2011 : Þrír hjúkrunarfræðingar til Íraks

Hólmfríður Garðarsdóttir, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir vinna við verkefni í Írak á vegum Rauða krossins Íslands.

3. október 2011 : Tombóla