30. nóvember 2011 : SJÁ 102 í Menntaskólanum í Kópavogi er vinsæll áfangi

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi hafa nú lokið áfanganum SJÁ 102 en alls voru 24 nemendur skráðir í áfangann á þessari önn. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossinum.

29. nóvember 2011 : Brjóstsykurgerð hjá Móral

Það var sætur fundur hjá Móral í gær, en þá bjuggu krakkarnir til marglitan og ljúffengan brjóstsykur.  Af mikilli hugulsemi skildu krakkarnir nokkra brjóstsykra eftir fyrir gesti Rauðakrosshússins og voru þeir bruddir með ánægju hér í morgun.

29. nóvember 2011 : Brjóstsykurgerð hjá Móral

Það var sætur fundur hjá Móral í gær, en þá bjuggu krakkarnir til marglitan og ljúffengan brjóstsykur.  Af mikilli hugulsemi skildu krakkarnir nokkra brjóstsykra eftir fyrir gesti Rauðakrosshússins og voru þeir bruddir með ánægju hér í morgun.

29. nóvember 2011 : Brjóstsykurgerð hjá Móral

Það var sætur fundur hjá Móral í gær, en þá bjuggu krakkarnir til marglitan og ljúffengan brjóstsykur.  Af mikilli hugulsemi skildu krakkarnir nokkra brjóstsykra eftir fyrir gesti Rauðakrosshússins og voru þeir bruddir með ánægju hér í morgun.

29. nóvember 2011 : Jólabasar í Vin

28. nóvember 2011 : Tvö hundruð og sjötíu þúsund söfnuðust á jólabasar Kópavogsdeildar

Jólabasar deildarinnar var haldin á laugardaginn síðastliðinn og var afraksturinn 270 þúsund krónur. Fjármagnið verður nýtt í verkefni deildarinnar innanlands. Á basarnum var hægt að gera góð kaup á alls kyns prjónavörum og jólaföndri. Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag lögðu til prjónavörur og sjálfboðaliðar í sérstökum basarhópi lögðu til ýmis konar jólaföndur en hópurinn tók til starfa í haust í þeim tilgangi að útbúa handverk á basarinn. Enn er handverk til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11, 2. hæð, og hægt að gera góð kaup á virkum dögum kl. 9-15

28. nóvember 2011 : Deiglan með opið hús á laugardögum

Deiglan, virknisetur atvinnuleitenda í Hafnarfirði, mun verða með opið hús alla laugardaga í aðventunni. Nú um helgina var fyrsta opnunin þar sem gestir Deiglunnar sýndu hvernig á að bera sig að við ýmiskonar handverksgerð auk þess sem handgerðir munir voru til sölu. Gestir og gangandi gátu fengið sér rjúkandi kakó, kaffi og nýbakaðar vöfflur gegn frjálsu framlagi.

Að sögn Guðrúnar Ólafsdóttur, verkefnisstjóra Deiglunnar, var aðsókn mjög góð og mikill áhugi á því kraftmikla starfi sem boðið er uppá í Deiglunni. Það er því tilhlökkun í hópnum um framhaldið og þegar byrjað að skipuleggja næstu opnun sem verður laugardaginn 3. desember frá 13-18.

Fyrir framan Rauðakrosshúsið í Hafnarfirði kúrir Jólaþorpið svo upplagt er að slá tvær flugur í einu höggi og heimsækja þorpið og Deigluna í sömu ferð.

 

28. nóvember 2011 : Tvö hundruð og sjötíu þúsund söfnuðust á jólabasar Kópavogsdeildar

Jólabasar deildarinnar var haldin á laugardaginn síðastliðinn og var afraksturinn 270 þúsund krónur. Fjármagnið verður nýtt í verkefni deildarinnar innanlands. Á basarnum var hægt að gera góð kaup á alls kyns prjónavörum og jólaföndri. Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag lögðu til prjónavörur og sjálfboðaliðar í sérstökum basarhópi lögðu til ýmis konar jólaföndur en hópurinn tók til starfa í haust í þeim tilgangi að útbúa handverk á basarinn. Enn er handverk til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11, 2. hæð, og hægt að gera góð kaup á virkum dögum kl. 9-15

26. nóvember 2011 : Jólabasar í dag!

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur jólabasar í dag 26. nóvember kl. 14-18 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Hefð hefur myndast hjá deildinni síðustu ár að halda basar fyrir jólin og hægt er að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða deildarinnar og styrkja gott málefni í leiðinni. Í boði eru prjónavörur, meðal annars peysur, húfur, vettlingar og sokkar í öllum stærðum, ungbarnateppi, saumaðar töskur, hárskraut, jóladúkar, ýmis konar jólaskraut og margt fleira. Allur ágóði af markaðnum rennur til verkefna Kópavogsdeildar innanlands.

25. nóvember 2011 : Jólasöfnun Rauðakrossins í Reykjavík - sjálfboðaliðar óskast.

Líkt og undanfarin ár stendur Reykjavíkurdeild Rauða krossins að úthlutunum til þeirra sem minna mega sín í formi fjárstyrkja í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar. Ljóst er að þörfin fyrir aðstoð um hátíðirnar hefur síst minnkað frá fyrra ári.

Við leitum nú til sjálfboðaliða okkar um að taka að sér að gefa kakó til gesta og gangandi í miðbænum á laugardögum  í desember og safna um leið til styrktar jólaúthlutunum. Á hverri starfsstöð verður staðsettur söfnunarbaukur Rauða krossins og mun allt það fé sem safnast renna beint í jólaúthlutanir.

Kaupmenn við umræddar verslunargötur leggja til aðstöðu við 10 verslanir, borð, skreytingar og piparkökur. Þá munu sjálfboðaliðasamtökin SEEDS hjálpa til við kakódreifinguna með því að reka þrjár uppáhellingarstöðvar. Mjólkin verður í boði MS, súkkulaði til uppáhellingar í boði Nóa-Síríus og drykkjarílát í boði Gevalia.

25. nóvember 2011 : Undirbúningur í fullum gangi fyrir jólabasar Kópavogsdeildar á morgun, laugardag

Undirbúningur fyrir jólabasar deildarinnar á morgun er í fullum gangi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg. Í síðustu viku föndruðu Enter-krakkarnir hitaplatta og jólaskraut úr perlum og skemmtu sér vel við það. Í gær útbjuggu Eldhugarnir svo brjóstsykur líkt og þeir hafa gert undanfarin ár fyrir basar deildarinnar. Öllum söluvörunum verður svo raðað upp í salnum í dag og allt gert tilbúið fyrir morgundaginn.

21. nóvember 2011 : Gott vinnuframlag í Kópavogi!

Kópavogsdeild barst rausnarlegt framlag til starfseminnar frá sjálfboðaliðasamtökunum Veraldarvinir - Worldwide Friends á dögunum  þar sem  sjálfboðaliðar þaðan lögðu fram krafta sína. Sjálfboðaliðar úr félaginu sinna á ári hverju ýmsum verkefnum bæði fyrir ríki, einstaklinga og stofnanir. Má þar nefna umhverfisverkefni og aðstoð við bændur. Á veturna fækkar verkefnum fyrir hópinn og  þess vegna höfðu þau samband við Kópavogsdeild og buðu fram aðstoð sína.

21. nóvember 2011 : Ungir heimsóknavinir

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er unnið í samstarfi við Hlaðhamra / Eirhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla.  Í síðustu viku fóru vaskir krakkar úr Varmárskóla í heimsókn á dvalarheimilið, spjölluðu og sungu fyrir íbúana og kynntu sér starfsemina.

21. nóvember 2011 : Ungir heimsóknavinir

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er unnið í samstarfi við Hlaðhamra / Eirhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla.  Í síðustu viku fóru vaskir krakkar úr Varmárskóla í heimsókn á dvalarheimilið, spjölluðu og sungu fyrir íbúana og kynntu sér starfsemina.

21. nóvember 2011 : Ungir heimsóknavinir

Verkefnið Ungir heimsóknavinir er unnið í samstarfi við Hlaðhamra / Eirhamra, Lágafellsskóla og Varmárskóla.  Í síðustu viku fóru vaskir krakkar úr Varmárskóla í heimsókn á dvalarheimilið, spjölluðu og sungu fyrir íbúana og kynntu sér starfsemina.

21. nóvember 2011 : Gott vinnuframlag í Kópavogi!

Kópavogsdeild barst rausnarlegt framlag til starfseminnar frá sjálfboðaliðasamtökunum Veraldarvinir - Worldwide Friends á dögunum  þar sem  sjálfboðaliðar þaðan lögðu fram krafta sína. Sjálfboðaliðar úr félaginu sinna á ári hverju ýmsum verkefnum bæði fyrir ríki, einstaklinga og stofnanir. Má þar nefna umhverfisverkefni og aðstoð við bændur. Á veturna fækkar verkefnum fyrir hópinn og  þess vegna höfðu þau samband við Kópavogsdeild og buðu fram aðstoð sína.

18. nóvember 2011 : Réttarholtsskóli styrkir Vin

18. nóvember 2011 : Réttarholtsskóli styrkir Vin

18. nóvember 2011 : Réttarholtsskóli styrkir Vin

18. nóvember 2011 : Réttarholtsskóli styrkir Vin

17. nóvember 2011 : Lautin fær afhentan styrk

17. nóvember 2011 : Lautin fær afhentan styrk

16. nóvember 2011 : Enter-krakkar útbúa jólaföndur fyrir jólabasar Kópavogsdeildar

Enter-hópur Kópavogsdeildar vinnur nú að gerð jólaföndurs sem selt verður á jólabasar deildarinnar laugardaginn 26. nóvember næstkomandi. Börnin eru að útbúa hitaplatta með jólaívafi sem þau perla samviskusamlega. Vinnan gengur vel hjá börnunum og meðfram föndurgerðinni hafa þau einnig verið í markvissri málörvun sem sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í með krökkunum.

Jólabasarinn, sem afraksturinn verður seldur á, verður haldinn í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur frá kl. 14-18. Þar verður einnig selt fleira handverk sem unnið er af sjálfboðaliðum deildarinnar, jólaskraut, sauma– og prjónavörur og fleira föndur.

14. nóvember 2011 : Duglegur vinkvennahópur

Vinkonurnar Helena Ósk Baldursdóttir, Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Viktoría Karen Ottósdóttir, Sigrún María Steinsgrímsdóttir og Líf Þórðardóttir föndruðu skraut úr pappa og seldu á Kjalarnesi.  Hver hlutur kostaði 5-10 krónur, en nokkrir gáfu þeim meira og tókst þannig að safna 9.201 krónu, svo þær hafa heldur betur verið duglegar að föndra og selja.

 

14. nóvember 2011 : Duglegur vinkvennahópur

Vinkonurnar Helena Ósk Baldursdóttir, Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Viktoría Karen Ottósdóttir, Sigrún María Steinsgrímsdóttir og Líf Þórðardóttir föndruðu skraut úr pappa og seldu á Kjalarnesi.  Hver hlutur kostaði 5-10 krónur, en nokkrir gáfu þeim meira og tókst þannig að safna 9.201 krónu, svo þær hafa heldur betur verið duglegar að föndra og selja.

 

11. nóvember 2011 : Leitað fram á nótt

11. nóvember 2011 : Leitað fram á nótt

10. nóvember 2011 : Heimilisfólkið í Sunnuhlíð tekur þátt í verkefninu Föt sem framlag

Konur á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð gáfu Kópavogsdeild veglega gjöf í vikunni, 63 prjónuð teppi og 15 peysur ásamt sokkum og húfum. Boðið er upp á prjón í dægradvöl á heimilinu og hafa konurnar unnið að þessari gjöf allt árið. Þær nýta gjarnan afgangsgarn svo úr verður litríkt prjónles. Þessar prjónavörur verða sendar til Hvíta-Rússlands til barna og fjölskyldna í neyð og deildin þakkar konunum í Sunnuhlíð kærlega fyrir þessa hlýju gjöf

8. nóvember 2011 : Þar sem veturnir eru harðir

6. nóvember 2011 : Halloween partý hjá Móral

Mikið fjör var á síðasta fundi Mórals, ungmennastarfs Kjósarsýsludeildar, en þá var haldið Halloween partý. Mórall er hópur krakka 13-16 ára sem hittist alla mánudaga kl. 19:30 í Þverholti 7.   Fleiri myndir má finna á Facebooksíðu deildarinnar hérna.   Í Móral fræðast krakkarnir um Rauða krossinn, vinna verkefni tengd hugsjónum og starfi Rauða krossins um allan heim, fara í ferðir og hitta aðrar ungmennadeildir.  Það kostar ekkert að vera með okkur.  Komdu og kíktu ef þú þorir....

6. nóvember 2011 : Halloween partý hjá Móral

Mikið fjör var á síðasta fundi Mórals, ungmennastarfs Kjósarsýsludeildar, en þá var haldið Halloween partý. Mórall er hópur krakka 13-16 ára sem hittist alla mánudaga kl. 19:30 í Þverholti 7. 

Fleiri myndir má finna á Facebooksíðu deildarinnar hérna. 

Í Móral fræðast krakkarnir um Rauða krossinn, vinna verkefni tengd hugsjónum og starfi Rauða krossins um allan heim, fara í ferðir og hitta aðrar ungmennadeildir.  Það kostar ekkert að vera með okkur.  Komdu og kíktu ef þú þorir....

4. nóvember 2011 : Opnun virkniseturs á Akureyri

4. nóvember 2011 : Opnun virkniseturs á Akureyri

2. nóvember 2011 : Tilkynning - neyðaraðstoð fyrir jólin í Kópavogi

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2011. Tekið er á móti umsóknum frá 7. nóvember til og með 6. desember.

2. nóvember 2011 : Tilkynning - neyðaraðstoð fyrir jólin í Kópavogi

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2011. Tekið er á móti umsóknum frá 7. nóvember til og með 6. desember.

2. nóvember 2011 : Alþjóðlegir foreldrar hittast vikulega í Kópavogi

Alþjóðlegir foreldrar er hópur af íslenskum og erlendum foreldrum sem hittist á fimmtudögum kl. 10-12 í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi með börnin sín á aldrinum 0-6 ára. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun foreldra af erlendum uppruna.

1. nóvember 2011 : Heimsókn frá Naustatjörn

1. nóvember 2011 : Heimsókn frá Naustatjörn