Gleðilega jólahátíð
Rauði krossinn sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Öllum sjálfboðaliðum og velunnurum eru færðar þakkir fyrir samstafið á árinu.
Íslensk Verðbréf styrkja jólaaðstoðina.
Íslensk verðbref afhentu í dag styrk til hjálparsamtaka á Akureyri sem nú vinna saman að því að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur fyrir komandi jól. Aðstoðin nær til íbúa á svæðinu við Eyjafjörð frá Siglufirði til Grenivíkur, að Hrísey og Grímsey meðtöldum og lítur út fyrir að hún nái til ríflega 300 heimila.
Íslensk verðbréf hafa í gegnum árin stutt við þetta starf og eru þeim nú sem ætið þakkað fyrir þeirra framlag.
Lokun um jól og áramót - Gleðilega hátíð
Rauði krossinn í Kópavogi færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.
Rauðakrosshúsið í Kópavogi verður lokað frá 20.desember en opnar aftur mánudaginn 7. janúar 2013 kl. 10.
Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] og við svörum við fyrsta tækifæri.
Gleðilega hátíð!
Sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi
Rauði krossinn í Kópavogi bauð sjálfboðaliðum í gleði í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans sem haldinn er árlega 5. desember. Hátíðin heppnasðist vel og sjálfboðaliðar áttu notalega stund saman yfir góðum veitingum, tónlist, söng og upplestri.
Jólastund sjálfboðaliða - Vann Audi bifreið í kökukeppni
Á þessum tíma árs er algengt að fólk og hópar sæki jólahlaðborð eða komi saman til að njóta aðventunnar. Sjálfboðaliðar deildarinnar hafa undanfarna daga verið að hittast og halda sína jólastund í nokkrum hópum, eftir verkefnum og viðfangsefnum.
Heimsóknavinir sem hittast að öllu jöfnu einu sinni í mánuði ákváðu að efna til smákökusamkepni innan hópsins og var því boðið upp á smákökur með kaffinu á þessum desember fundi.
Sigurvegari keppninnar tók sigrinum af mikilli hógværð og vildi sem minnst gera úr árangrinum, gekk jafnvel svo langt að sverja af sér kökurnar. Engu að síður var viðkomandi leystur út með forláta Audi Q7 bifreið og auðvitað titlinum sigurvegari „smákökukeppni Rauða krossins 2012“. Bifreiðin er afskaplega sparneytin og nett og rúmast vel í vasa viðkomandi.
Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem fara í heimsóknir til fólks, oftast aldraðra eða sjúkra. Þeir gefa að jafnaði eina klukkustund á viku í þetta verkefni.
Rausnalegar gafir til hjálparstarfs
Í liðinni viku afhentu sjö stéttarfélög styrk að upphæð 2.120.000,- til Rauða krossins Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar en þessir aðilar standa að aðstoð til einstaklinga og fjölskuyldna fyrir jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi samtök taka höndum saman fyrir jólin og veita þeim aðstoð sem þurfa með þátttöku fyrirtækja og bæjarbúa á Akureyri og nágrenni.
Félögin sjö sem færðu nefndinni styrk eru Eining-Iðja, Byggiðn – Félag byggingamanna, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Berg félag stjórnenda.
Þá afhenti einnig í vikunni Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA samstarfsaðilum hjálparstarfsins 700 þúsund króna peningagjöf sem ætluð er til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin.
KEA hefur til margra ára veitt fjármuni í hjálparstarf fyrir jólin og fagnar því samstarfi þessara aðila.
Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi
Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi verður haldinn laugardaginn 24. nóvember frá klukkan 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11.
Mikið úrval af varningi verður á boðstólnum svo sem húfur, treflar, kragar, svuntur, töskur, handgerðir fylgihlutir og hárskraut og að sjálfsögðu hellingur af jólavarningi.
Afurðirnar sem til sölu verða eru unnar af sjálfboðaliðum í Basarhópi og verkefninu Föt sem framlag. Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi taka þátt með því að útbúa bakkelsi, sjá um að dreifa auglýsingum og standa síðan vaktina á sjálfum basarnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum.
Allur ágóði mun renna til verkefna deildarinnar innanlands.
Undirbúningur fyrir Jólabasarinn í fullum gangi
Nú er undirbúningur fyrir Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi í fullum gangi en hann verður haldinn laugardaginn næsta 1.desember frá klukkan 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.
Í ár er úrvalið enn fjölbreyttara en áður þar sem á boðstólnum verða húfur, treflar, kragar, svuntur, töskur, og vettlingar fyrir allan aldur, handgerðir fylgihlutir og hárskraut, sem og að sjálfsögðu heilmikið úrval af gjafavöru í gæðaflokki.
Afurðirnar sem til sölu verða eru unnar af sjálfboðaliðum í Basarhópi og verkefninu Föt sem framlag. Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi taka einnig þátt með því að útbúa bakkels og standa vaktina á sjálfum basarnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum.
Rauði krossinn í Kópavogi hvetur sem flesta til að mæta, gera góð kaup og styrkja gott málefni en allur ágóði mun renna til verkefna deildarinnar innanlands
Hundavinir - afrekshundar ársins 2012
Hundavinir Rauða krossins voru heiðraðir sem afrekshundar ársins 2012 á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands 17. nóvember síðastliðinn.
Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi veitti viðurkenningunni viðtöku og með henni mætti 21 heimsóknarhundur ásamt eigendum sínum.
Hundavinir - afrekshundar ársins 2012
Hundavinir Rauða krossins voru heiðraðir sem afrekshundar ársins 2012 á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands 17. nóvember síðastliðinn.
Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi veitti viðurkenningunni viðtöku og með henni mætti 21 heimsóknarhundur ásamt eigendum sínum.
Hundavinir - afrekshundar ársins 2012
Hundavinir Rauða krossins voru heiðraðir sem afrekshundar ársins 2012 á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands 17. nóvember síðastliðinn.
Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi veitti viðurkenningunni viðtöku og með henni mætti 21 heimsóknarhundur ásamt eigendum sínum.
Met slegið í pökkun ungbarnapakka í Kópavogi
Met var slegið í pökkun ungbarnapakka þegar sjálfboðaliðar úr verkefninu Föt sem framlag hittust í Rauðkrosshúsinu í vikunni og pökkuðu ungbarnafötum í fatapakka sem síðan verða sendir til barna og fjölskyldna í neyð í Hvíta Rússlandi. Fjöldi sjálfboðaliða pakkaði alls 408 pökkum á rúmum tveimur klukkutímum.
Met slegið í pökkun ungbarnapakka í Kópavogi
Met var slegið í pökkun ungbarnapakka þegar sjálfboðaliðar úr verkefninu Föt sem framlag hittust í Rauðkrosshúsinu í vikunni og pökkuðu ungbarnafötum í fatapakka sem síðan verða sendir til barna og fjölskyldna í neyð í Hvíta Rússlandi. Fjöldi sjálfboðaliða pakkaði alls 408 pökkum á rúmum tveimur klukkutímum.
Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi 1.desember
Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi verður haldinn laugardaginn 24. nóvember frá klukkan 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2.hæð.
Tilkynning - neyðaraðstoð fyrir jólin í Kópavogi
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Rauði krossinn í Kópavogi veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2012. Tekið er á móti umsóknum frá 12. nóvember til og með 3. desember.
Rauði krossinn í Kópavogi tekur við umsóknum í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11, virka daga kl. 10-13. Einnig er hægt að sækja um hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 á þriðjudögum kl. 16-18.
Vegleg gjöf frá sjálfboðaliðum í Sunnuhlíð
Heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð gáfu Rauða krossinum í Kópavogi veglega gjöf í vikunni sem leið, eða70 prjónuð teppi. Boðið er upp á prjón í virknistundum á heimilinu og hafa sjálfboðaliðarnir unnið að þessari gjöf allt árið. Allt garn sem notað var í teppin var fengið gefins en afgangsgarn er gjarnan nýtt í þessi teppi svo úr verður litríkt prjónaverk. Teppin verða nýtt í verkefnið Föt sem framlag sem miðar að því að vinna flíkur í þar til gerða ungbarnapakka. 7. nóvember fór fram pökkun í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi þar sem ungbarnapakkarnir voru útbúnir og síðan sendir til Hvíta-Rússlands til barna og fjölskyldna í neyð. Rauði krossinn í Kópavogi er afar þakklátur heimilisfólkinu í Sunnuhlíð fyrir sitt framlag í þetta verðuga verkefni og nýtti tækifærið þegar teppin voru afhent til að kynna verkefnið í myndum og máli.
Halloween partý Mórals
Á mánudag var Halloween partý hjá Móral - 13-16 ára ungmennastarfi Rauða krossins í Mosfellsbæ. Búið var að breyta Rauðakrosshúsinu í Hryllingshús, allir mættu í búningum og að sjálfsögðu voru hrollvekjandi veitingar í boði.
" Amma mín á rörasjónvarp "
Í morgun kom hópur barna frá leikskólanum Pálmholti í heimsókn. Þarna var á ferð hluti af elsta árgangi leikskólanns, börn af Huldulandi. Eins og gefur að skilja þá er rætt um sjúkrabíla, Hjálpfús, Henry Dunant og ýmislegt sem tengist Rauða krossinum. Mest er þó líklega rætt um hluti sem börnin hafa upplifað á sinni ævi og það er sko ýmislegt. Þau hafa séð sjúkrabíl, slökkvibíl, heilsugæslubíl með blikkandi ljósum og löggubíl bruna á fullu. Þau hafa líka komið til Svíþjóðar, Frakklands, Spánar, Flórída og Reykjavíkur og upplifað meira en margur gæti haldið. Í spjalli okkar í dag ræddum við m.a. um náttúruhamfarir eins og flóð og hvernig þá gæti þurft að bjarga tækjum eins og sjónvörpum sem ekki þola vatn. Þá kommst ég að því að ein amma á „rörasjónvarp“ ( túbusjónvarp ) sem er sko 27 ára gamalt og gott ef allar gömlu fréttirnar og fréttamennirnir eru ekki í því ennþá. Þau eru svo sannarlega fróðleiksfús og opin og fátt er skemmtilegra en að fá svona hópa í héimsókn.
Námskeið í nóvember
Rauði krossinn í Kópavogi býður upp á tvö námskeið í nóvember. 7. nóvember verður haldið fjögurra tíma skyndihjálparnámskeið þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Námskeiðið Slys og veikindi barna fer fram dagana 21. og 22. nóvember. Þá verður meðal annars fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.
Hrekkjavaka hjá Alþjóðlegum foreldrum
Alþjóðlegir foreldrar koma saman alla fimmtudaga í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi. Samverurnar hafa verið mjög vel sóttar í haust og ríkir ávallt mikil stemmning í húsinu þegar það fyllist af kátum krökkum. Í liðinni viku var haldin Hrekkjavaka og mættu börnin í búningum. Til að mynda var þar að finna ofurhetjur, prinsessur og grasker.
Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp
Rauði krossinnn auglýsir námskeiðið Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp. Námseiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, 14. og 20. nóvember kl. 19-22
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl.
Námskeiðin geta gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Leiðbeinandi er Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr.
Tombóla til styrktar börnum í neyð
Vinkonurnar Hildur Ylfa Eyþórsdóttir, Anna Lilja Aðalsteinsdóttir og Eik Ægisdóttir úr Hörðuvallaskóla héldu tombólu á dögunum fyrir utan Samkaup. Þær fengu gefins dót frá nágrönnum og fjölskyldu til að selja á tombólunni. Afraksturinn, rúmar 4000 krónur, afhentu þær Rauða krossinum í Kópavogi til styrktar börnum í neyð.
Álafoss styrkir verkefnið Föt sem framlag með kaupum á handverki sjálfboðaliða
Verkefnið Föt sem framlag er eitt af stærstu verkefnum Kópavogsdeildar. Verkefnið er margþætt og sinna sjálfboðaliðar deildarinnar ýmis konar störfum sem miða að því að nýta föt til að aðstoða aðra.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar vinna við að flokka föt, þeir vinna í Rauða kross búðunum við afgreiðslu og sinna einnig handavinnu sem er seld til fjáröflunar eða úthlutað til fólks í neyð. Sá hópur sem vinnur að gerð fatnaðar til barna og fjölskyldna í neyð hittist síðasta miðvikudaginn kl. 15-18 í hverjum mánuði í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg í svokölluðu prjónakaffi. Þá fá sjálfboðliðarnir garn til að prjóna úr og tækifæri til að eiga skemmtilega stund saman. Hópurinn hittist einnig reglulega og pakkar flíkunum í þar til gerða ungbarnafatapakka sem sendir eru erlendis til barna og fjölskyldna í neyð. Síðustu ár hafa pakkarnir aðallega verið sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands.
Þá er einnig starfræktur basarhópur hjá deildinni en hlutverk hans er að útbúa ýmis konar handverk
Álafoss styrkir verkefnið Föt sem framlag með kaupum á handverki sjálfboðaliða
Verkefnið Föt sem framlag er eitt af stærstu verkefnum Kópavogsdeildar. Verkefnið er margþætt og sinna sjálfboðaliðar deildarinnar ýmis konar störfum sem miða að því að nýta föt til að aðstoða aðra.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar vinna við að flokka föt, þeir vinna í Rauða kross búðunum við afgreiðslu og sinna einnig handavinnu sem er seld til fjáröflunar eða úthlutað til fólks í neyð. Sá hópur sem vinnur að gerð fatnaðar til barna og fjölskyldna í neyð hittist síðasta miðvikudaginn kl. 15-18 í hverjum mánuði í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg í svokölluðu prjónakaffi. Þá fá sjálfboðliðarnir garn til að prjóna úr og tækifæri til að eiga skemmtilega stund saman. Hópurinn hittist einnig reglulega og pakkar flíkunum í þar til gerða ungbarnafatapakka sem sendir eru erlendis til barna og fjölskyldna í neyð. Síðustu ár hafa pakkarnir aðallega verið sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands.
Þá er einnig starfræktur basarhópur hjá deildinni en hlutverk hans er að útbúa ýmis konar handverk
Söfnuðu 36 þúsund krónum til styrktar hjálparstarfi fyrir börn
Þórhildur E. Ásgeirsdóttir, María Líf Flosadóttir, Viktor Snær Flosason og Guðlaug E. Helgadóttir úr Kársnesskóla stóðu ásamt fjölda vina fyrir mikilli söfnun til styrktar hjálparstarfi fyrir börn. Þau héldu fjölmargar tombólur um helgar fyrir utan sundlaug Kópavogs og söfnuðu þannig 36 þúsund krónum sem þau færðu Rauða krossinum í Kópavogi. Mikill metnaður var í hópnum fyrir söfnuninni og lögðu fjölmargir vinir þeirra og fjölskyldur söfnuninni lið.
Söfnuðu 36 þúsund krónum til styrktar hjálparstarfi fyrir börn
Þórhildur E. Ásgeirsdóttir, María Líf Flosadóttir, Viktor Snær Flosason og Guðlaug E. Helgadóttir úr Kársnesskóla stóðu ásamt fjölda vina fyrir mikilli söfnun til styrktar hjálparstarfi fyrir börn. Þau héldu fjölmargar tombólur um helgar fyrir utan sundlaug Kópavogs og söfnuðu þannig 36 þúsund krónum sem þau færðu Rauða krossinum í Kópavogi. Mikill metnaður var í hópnum fyrir söfnuninni og lögðu fjölmargir vinir þeirra og fjölskyldur söfnuninni lið.
Göngum til góðs - Takk fyrir hjálpina.
Það var bjart og fallegt veður á laugardag þegar gengið var til góðs og létt yfir fólki. Á annað hundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnunni með því að ganga til góðs og náðist að ganga í stóran hluta gatna í þéttbýli á starfssvæði deildarinnar. Söfnunarfólki eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þeirra jákvæða og skemmtilega framlag til söfnunarinnar og almenningi sem tók hlýlega á móti þeim þakkir fyrir þeirra framlag. Fyrirtækjum sem styrktu söfnuni með einum eða öðrum þætti eru einnig færðar bestu þakkir.
Á landsvísu er talið að um 2400 sjálfboðaliðar hafi gengið til góðs og er áætlað að um 20 – 25 milljónir hafi safnast.
Þau sem ekki fengu heimsókn sjálfboðaliða með söfnunarbauk um helgina en vilja styðja börn í neyð geta enn stutt söfnunina um 1500 til 5000 krónur með því að hringja í söfnunarsímana 904 1500, 904 3000 eða 904 5000.
Mikil þátttaka í landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs til styrktar börnum í neyð
Mikil stemning skapaðist í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg síðastliðinn laugardag þegar Rauði krossinn í Kópavogi tók þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs. Stefnt var að því að ganga með söfnunarbauka í hvert hús í bænum en það munaði afar litlu að það metnaðarfulla markmið næðist. Mikill fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í söfnuninni en rúmlega 200 manns gengu með bauka í hús í Kópavogi eða söfnuðu á fjölförnum stöðum. Söfnunarfénu í ár verður varið í alþjóðleg verkefni á vegum Rauða krossins fyrir börn í neyð í nokkrum löndum, svo sem í Sómalíu, Hvíta-Rússlandi, Palestínu, Malaví og á Haíti. Fyrstu tölur sýna að í ár safnaðist rúmlega hálfri milljón meira í Kópavogi en í síðustu Göngum til góðs söfnun árið 2010.
Göngum til góðs á morgun, laugardaginn 6. október
Á morgun, laugardaginn 6.október, verður „Gengið til góðs“ í sjöunda sinn þar sem safnað verður fyrir börnum í neyð. Þá verður gengið með söfnunarbauka í hús um allt land og þarf Rauði krossinn í Kópavogi á fjölmörgum sjálfboðaliðum að halda.
Göngum til góðs - Uppskrift að góðum degi
Í landssöfnuninni „göngum til góðs“ nú á laugardag getur fólk svo sannarlega gengið sér og öðrum til góðs. Þetta er góð uppskrift að góðum degi. Fólk kemur í söfnunarstöðina okkar í Viðjulundinum til að velja sér götu til að ganga í. Að göngunni lokinni er svo kjörið að setjast aðeins niður og fá sér hressingu áður en haldið er í sund því allir sjálfboðaliðar á okkar svæði fá frítt í sund. Þetta getur ekki klikkað því hvað er betra en slaka á eftir góðan göngutúr vitandi það að maður gerði bæði sér og öðrum gagn með þessum einfalda hætti.
Hrefna og Signý í alþjóðlegum vinabúðum í Austurríki
Þær Hrefna Björk Aronsdóttir og Signý Björg Valgarðsdóttir lögðu land undir fót í sumar og tóku þátt í alþjóðlegum vinabúðum í Langenlois á vegum austurríska Rauða krossins. Þangað mættu um 50 ungmenni frá 17 löndum víðsvegar úr heiminum til að fræðast um fjölmenningu, fordóma, mannréttindi og mikilvægi friðar heima og heiman.
Göngum til góðs og hjálpum börnum í neyð
Dálítil gönguferð laugardaginn 6. október er góð fyrir bæði sál og líkama. Vertu með, gakktu með okkur eða taktu vel á móti göngufólki. Þinn stuðningur getur skipt sköpum í lífi barns í neyð.
Landssöfnun 6. október 2012. Hjálpum börnum í neyð!
Rauði krossinn í Kópavogi tekur þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn 6. október. Stefnt er að því að ganga með söfnunarbauka í hvert hús í bænum. Við þurfum því á liðsinni fjölda sjálfboðaliða að halda. Í ár verður gengið til góðs fyrir börn í neyð. Söfnunarfénu verður því varið í verkefni á vegum Rauða krossins fyrir börn í neyð í nokkrum löndum, svo sem í Sómalíu, Hvíta-Rússlandi, Palestínu, Malaví og á Haíti.
Óskað er eftir hljóðfæraleikara til að sinna undirspili í söngstundum
Óskað er eftir hljóðfæraleikara til að sinna undirspili í söngstundum á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Söngstundirnar eru vikulega á mánudögum kl. 15-16 og eru hugsaðar sem afþreying fyrir heimilisfólk Sunnuhlíðar. Sjálfboðaliðar sjá um söng og nú vantar píanóleikara eða gítarleikara til að sjá um undirspil. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða á netfangið [email protected].
Mórall 10 ára
Nú eru liðin 10 ár síðan 13-16 ára ungmennastarfi KJósarsýsludeildar var ýtt úr vör. Til að fagna þessum tímamótum komu nokkrir núverandi og fyrrverandi leiðbeinendur saman í Rauðakrosshúsinu Þverholti 7, ásamt velunnurum og fylgifiskum í spjall og dísæta súkkulaðitertu.
Myndir úr afmælinu má finna á Facebooksíðu deildarinnar hér.