26. apríl 2012 : Sjálfboðaliða vantar í fatabúðir

Kópavogsdeild leitar að sjálfboðaliðum til starfa í fatabúðum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

 

24. apríl 2012 : Sumarið á næsta leiti – Gleðidaganámskeið framundan

Barnavinafélagið Sumargjöf styrkir Rauða krossinn um 500.000 kr. til að auðvelda deildum að bjóða fjölskyldum uppá hið vinsæla námskeið Gleðidaga, þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin Gleðidagar, hvað ungur nemur gamall temur, eru fyrir aldurshópinn 7 – 12 ára og hafa verið haldin á vegum Rauða krossins hvert sumar eftir efnahagshrunið eða frá árinu 2009.

23. apríl 2012 : Árið 2011 mikið annaár hjá skyndihjálparhópi höfuðborgarsvæðis

Árið 2011 sinnti Skyndihjálparhópur Rauða krossins í Reykjavík sjúkragæslu á samtals 27 framhaldsskólaböllum. Að meðaltali voru fimm sjálfboðaliðar á hverju balli en flest böllin voru haldin á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Algengast var að dansleikirnir voru frá klukkan 22:00 til 01:00 en lengur ef um árshátíð skólans var að ræða. Hópstjórar skyndihjálparhópsins Arna Garðarsdóttir og Anna Eir Guðfinnudóttur segja að samstarfið við nemendafélögin, kennara og skóla hafi gengið vel og flestir nemendur vera til fyrirmyndar.

23. apríl 2012 : Námskeiðin Börn og umhverfi að hefjast hjá Kópavogsdeild

Námskeiðin Börn og umhverfi eru að hefjast hjá Kópavogsdeild Rauða krossins. Fullbókað er á námskeiðið sem hefst í dag. Næstu námskeið verða 7.-10. maí og 21.- 24. maí. Enn eru laus pláss á þau námskeið og hægt að skrá sig hér

23. apríl 2012 : Árið 2011 mikið annaár hjá skyndihjálparhópi höfuðborgarsvæðis

Árið 2011 sinnti Skyndihjálparhópur Rauða krossins í Reykjavík sjúkragæslu á samtals 27 framhaldsskólaböllum. Að meðaltali voru fimm sjálfboðaliðar á hverju balli en flest böllin voru haldin á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Algengast var að dansleikirnir voru frá klukkan 22:00 til 01:00 en lengur ef um árshátíð skólans var að ræða. Hópstjórar skyndihjálparhópsins Arna Garðarsdóttir og Anna Eir Guðfinnudóttur segja að samstarfið við nemendafélögin, kennara og skóla hafi gengið vel og flestir nemendur vera til fyrirmyndar.

23. apríl 2012 : Árið 2011 mikið annaár hjá skyndihjálparhópi höfuðborgarsvæðis

Árið 2011 sinnti Skyndihjálparhópur Rauða krossins í Reykjavík sjúkragæslu á samtals 27 framhaldsskólaböllum. Að meðaltali voru fimm sjálfboðaliðar á hverju balli en flest böllin voru haldin á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Algengast var að dansleikirnir voru frá klukkan 22:00 til 01:00 en lengur ef um árshátíð skólans var að ræða. Hópstjórar skyndihjálparhópsins Arna Garðarsdóttir og Anna Eir Guðfinnudóttur segja að samstarfið við nemendafélögin, kennara og skóla hafi gengið vel og flestir nemendur vera til fyrirmyndar.

14. apríl 2012 : Takk fyrir stuðninginn!

Vorbasar deildarinnar var haldin í dag og var afraksturinn 190.000 þúsund krónur. Fjármagnið verður nýtt í verkefni deildarinnar innanlands. Á basarnum var hægt að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða.  Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag lögðu til prjónavörur,  sjálfboðaliðar í basarhópi lögðu til ýmis konar handverk og nemar í MK mættu með bakkelsi auk þess að vinna á markaðnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum deildarinnar. Handverk sjálfboðaliða verður áfam til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11, 2. hæð og hægt að gera góð kaup á virkum dögum kl. 9-15.

Deildin færir sjálfboðaliðum sem lögðu fram krafta sína fyrir basarinn bestu þakkir sem og öllum þeim sem styrktu deildina með kaupum sínum. Takk fyrir!

14. apríl 2012 : Vorbasar Kópavogsdeildar

13. apríl 2012 : Kópavogsdeild Rauða krossins heldur RISAbasar á morgun laugardaginn 14. apríl kl. 12-16

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur RISAbasar á morgun laugardaginn 14. apríl kl. 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.

Þar verður hægt er að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða deildarinnar en þeir hafa staðið í ströngu við að undirbúa Basarinn síðustu vikur.

Í boði verða prjóna- og saumavörur af ýmsu tagi. Meðal annars treflar, peysur, húfur, vettlingar og sokkar í ýmsum stærðum, ungbarnateppi, saumaðar töskur, hárskraut, gjafakort og margt fleira.

Nemendur úr áfanga um sjálfboðið starf í Menntaskólanum í Kópavogi verða einnig með kökubasar á staðnum.

Allur ágóði af markaðnum rennur til verkefna Kópavogsdeildar innanlands

13. apríl 2012 : Kópavogsdeild Rauða krossins heldur RISAbasar á morgun laugardaginn 14. apríl kl. 12-16

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur RISAbasar á morgun laugardaginn 14. apríl kl. 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.

Þar verður hægt er að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða deildarinnar en þeir hafa staðið í ströngu við að undirbúa Basarinn síðustu vikur.

Í boði verða prjóna- og saumavörur af ýmsu tagi. Meðal annars treflar, peysur, húfur, vettlingar og sokkar í ýmsum stærðum, ungbarnateppi, saumaðar töskur, hárskraut, gjafakort og margt fleira.

Nemendur úr áfanga um sjálfboðið starf í Menntaskólanum í Kópavogi verða einnig með kökubasar á staðnum.

Allur ágóði af markaðnum rennur til verkefna Kópavogsdeildar innanlands

13. apríl 2012 : Risabasar í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur RISAbasar á morgun laugardaginn 14. apríl kl. 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Þar verður hægt er að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða deildarinnar en þeir hafa staðið í ströngu við að undirbúa Basarinn síðustu vikur. Í boði verða prjóna- og saumavörur af ýmsu tagi. Meðal annars treflar, peysur, húfur, vettlingar og sokkar í ýmsum stærðum, ungbarnateppi, saumaðar töskur, hárskraut, gjafakort og margt fleira.Nemendur úr áfanga um sjálfboðið starf í Menntaskólanum í Kópavogi verða einnig með kökubasar á staðnum.

Allur ágóði af markaðnum rennur til verkefna Kópavogsdeildar innanlands.

 

13. apríl 2012 : Kópavogsdeild Rauða krossins heldur RISAbasar á morgun laugardaginn 14. apríl kl. 12-16

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur RISAbasar á morgun laugardaginn 14. apríl kl. 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.

Þar verður hægt er að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða deildarinnar en þeir hafa staðið í ströngu við að undirbúa Basarinn síðustu vikur.

Í boði verða prjóna- og saumavörur af ýmsu tagi. Meðal annars treflar, peysur, húfur, vettlingar og sokkar í ýmsum stærðum, ungbarnateppi, saumaðar töskur, hárskraut, gjafakort og margt fleira.

Nemendur úr áfanga um sjálfboðið starf í Menntaskólanum í Kópavogi verða einnig með kökubasar á staðnum.

Allur ágóði af markaðnum rennur til verkefna Kópavogsdeildar innanlands

13. apríl 2012 : Samningur um rekstur Rauðakrossbúðanna á höfuðborgarsvæðinu

Deildir á höfuðborgarsvæði hafa gert með sér samstarfssamning um rekstur Rauðakrossbúðanna á svæðinu og mun Kópavogsdeild Rauða krossins fara með stjórnun verkefnisins fyrir hönd deildanna. Markmiðið með sölu á notuðum fatnaði í Rauðakrossbúðunum er að afla tekna í Hjálparsjóð Rauða kross Íslands, fyrir 1717 og deildir á svæðinu. 

11. apríl 2012 : Undirbúningur fyrir Risabasar í fullum gangi

Undirbúningur fyrir Risabasar Kópavogsdeildar á laugardaginn næstkomandi er nú í fullum gangi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg. Basarhópurinn hefur hist alla þriðjudaga í haust til að útbúa handverk á basarinn en ungmennin í hönnunarhóp Plússins eiga einnig vörur á basarnum. Þá hafa sjálfboðaliðar í Föt sem framlag einnig lagt til vörur á basarinn. Öllum söluvörunum verður svo raðað upp í salnum á föstudaginn og allt gert tilbúið fyrir þennan Risabasar.

11. apríl 2012 : Undirbúningur fyrir Risabasar í fullum gangi

Undirbúningur fyrir Risabasar Kópavogsdeildar á laugardaginn næstkomandi er nú í fullum gangi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg. Basarhópurinn hefur hist alla þriðjudaga í haust til að útbúa handverk á basarinn en ungmennin í hönnunarhóp Plússins eiga einnig vörur á basarnum. Þá hafa sjálfboðaliðar í Föt sem framlag einnig lagt til vörur á basarinn. Öllum söluvörunum verður svo raðað upp í salnum á föstudaginn og allt gert tilbúið fyrir þennan Risabasar.

2. apríl 2012 : Mokuðu snjó til styrktar Rauða krossinum

Þeir Tómas Valgeir Kristjánsson, Þorsteinn Jónsson og Jóel (ekki á mynd) færðu Rauða krossinum 2.030 krónur sem þeir fengu fyrir að moka snjó hér í Mosfellbæ.  Við þökkum þessum duglegu strákum kærlega fyrir þeirra framlag!