30. maí 2012 : Gakktu í bæinn fimmtudagskvöldið 31. maí frá kl. 18-22

Dagana 31. maí - 3. júní stendur yfir lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar í Hafnarfirði. Þetta er í tíunda sinn sem Hafnarfjarðarbær efnir til hátíðarinnar á þessum bjartasta tíma ársins. Kíktu í Rauðakrossbúðina á Strandgötu 24 og gerðu góð kaup á Björtum dögum fimmtudagskvöldið 31. maí til kl. 22.

 

 

25. maí 2012 : Líf og fjör hjá Alþjóðlegum foreldrum

Alþjóðlegir foreldrar héldu lokasamveru þessa vetrar í liðinni viku en þeir hafa hist alla fimmtudaga í vetur í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi. Verkefnið er í boði fyrir foreldrar allra landa en markmiðið með því er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eru heima með börn á aldrinum 0-6 ára.
Boðið er upp á samverur þar sem reglulega fara fram fjölbreyttar kynningar og fræðsla fyrir foreldrana. Leikföng fyrir börnin eru á staðnum og léttar veitingar í boði.

Í vetur hafa foreldrar frá hinum ýmsu löndum tekið þátt í starfinu líkt og Svíþjóð, Noregi, Kanada, Póllandi, Mexíkó, Spáni, Litháen, Þýskalandi, Kína, Japan og Íslandi og úr því myndast góður hópur sem ætlar að halda sambandi áfram. Á dagskrá var meðal annars svefnráðgjöf barna frá Landspítalanum, fræðsla um holla næringu fyrir börn, fyrirlestur um málþroska tvítyngdra barna, kynning á þroskaleikföngum og heimsókn frá Tónagulli þar sem foreldrarnir fengu fræðslu um tónlistaruppeldi. Auk þess voru fastir liðir eins og þegar þátttakendur koma með veitingar frá sínu heimalandi en þær samverur eru kallaðar,, a taste from home session”. 

25. maí 2012 : Líf og fjör hjá Alþjóðlegum foreldrum

Alþjóðlegir foreldrar héldu lokasamveru þessa vetrar í liðinni viku en þeir hafa hist alla fimmtudaga í vetur í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi. Verkefnið er í boði fyrir foreldrar allra landa en markmiðið með því er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eru heima með börn á aldrinum 0-6 ára.
Boðið er upp á samverur þar sem reglulega fara fram fjölbreyttar kynningar og fræðsla fyrir foreldrana. Leikföng fyrir börnin eru á staðnum og léttar veitingar í boði.

Í vetur hafa foreldrar frá hinum ýmsu löndum tekið þátt í starfinu líkt og Svíþjóð, Noregi, Kanada, Póllandi, Mexíkó, Spáni, Litháen, Þýskalandi, Kína, Japan og Íslandi og úr því myndast góður hópur sem ætlar að halda sambandi áfram. Á dagskrá var meðal annars svefnráðgjöf barna frá Landspítalanum, fræðsla um holla næringu fyrir börn, fyrirlestur um málþroska tvítyngdra barna, kynning á þroskaleikföngum og heimsókn frá Tónagulli þar sem foreldrarnir fengu fræðslu um tónlistaruppeldi. Auk þess voru fastir liðir eins og þegar þátttakendur koma með veitingar frá sínu heimalandi en þær samverur eru kallaðar,, a taste from home session”. 

25. maí 2012 : Viðurkenning fyrir verkefnið Hundaheimsóknavinir

Á aðalfundi Rauða krossins sem haldinn var þann 19. maí 2012 var Brynju Tomer veitt viðurkenning fyrir verkefnið Hundaheimsóknavinir. Brynja hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi og hefur séð um námskeið fyrir verðandi hundavini og skapgerðamat fyrir hundana sem taka þátt í verkefninu.

24. maí 2012 : Börn og umhverfi í júní

Ákveðið hefur verið að bæta við einu námskeiði Börn og umhverfi hjá Kópavogsdeild.
Námskeiðið er 16 kennslustundir og skiptist á 4 kvöld, dagana 6., 7., 11. og 12. júní.
Kennt er öll kvöldin frá kl. 17-20.   

23. maí 2012 : Afhending viðurkenninga

23. maí 2012 : Afhending viðurkenninga

23. maí 2012 : Afhending viðurkenninga

22. maí 2012 : Góðgerðarkaffi

22. maí 2012 : Ertu að taka til í skápunum ?

Þegar tekið er til í skápum er alltaf eitthvað sem hentar ekki lengur og við viljum losa okkur við fatnað, handklæði og sængurföt, gardínur, skó og fleira. Margir spyrja hvað sé best að gera við það sem þarf að losna við, því flest okkar viljum ógjarnan henda einhverju sem aðrir geta haft gagn af. Svarið er, að Rauði krossin tekur við þessu öllu.

Söfnunargáma Rauða krossins er að finna um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu er Rauði krossinn í samstarfi við Sorpu um söfnun á fatnaði og eru söfnunargámar á öllum endurvinnslustöðum Sorpu. Stundum eru gámar við húsnæði deilda en oft eru þeir líka við áhaldahús eða gámasvæði sveitarfélaga og víðar. Með því að setja fatnað og vefnaðarvöru í söfnunargáma Rauða krossins styrkjum við fólk í neyð. 

21. maí 2012 : Óvissuferð Mórals

Í síðustu viku fór Mórall - ungmennastarf Kjósarsýsludeildar - í óvissuferð.  Krakkarnir mættu spenntir með svefnpokana sína í Þverholtið og voru ekki alveg viss hvort gista ætti í Rauðakrosshúsinu eða fara eitthvað út fyrir bæinn.  Þegar hópnum var smalað upp í bílana voru þau samt nokkuð viss um að förinni væri heitið eitthvað út á land - sem reyndist svo auðvitað rétt hjá þeim.  Brunað var vestur í Búðardal þar sem Rauðakross deildin tók vel á móti hópnum. 

21. maí 2012 : Óvissuferð Mórals

Í síðustu viku fór Mórall - ungmennastarf Kjósarsýsludeildar - í óvissuferð.  Krakkarnir mættu spenntir með svefnpokana sína í Þverholtið og voru ekki alveg viss hvort gista ætti í Rauðakrosshúsinu eða fara eitthvað út fyrir bæinn.  Þegar hópnum var smalað upp í bílana voru þau samt nokkuð viss um að förinni væri heitið eitthvað út á land - sem reyndist svo auðvitað rétt hjá þeim.  Brunað var vestur í Búðardal þar sem Rauðakross deildin tók vel á móti hópnum. 

16. maí 2012 : Fatasöfnunardagur Rauða krossins og Eimskips á Uppstigningardag 17. maí

Taktu þátt í fatasöfnunardegi Rauða krossins og Eimskips á morgun og komdu með gömlu fötin þín, skó, handklæði, rúmföt, gluggatjöld og aðra vefnaðarvöru á fatasöfnunarstöðvar Rauða krossins fimmtudaginn 17. maí. Allur fatnaður, hvort sem hann er slitinn eða heill, nýtist Rauða krossinum í hjálparstarfi hérlendis sem erlendis.

16. maí 2012 : Fataúthlutun Rauða krossins - sumarlokun

Lokað verður hjá Fataúthlutun Rauða krossins frá 1. júlí.
Fyrsta fataúthlutun eftir frí verður miðvikudaginn 15. ágúst.

 

The Clothing Service Centre of The Red Cross is closed from 1st of July.
The Clothing Service Centre reopens on Wednesday August 15 th.

15. maí 2012 : Viltu tala meiri íslensku? fer í sumarfrí

Nú er samverum í  verkefninu Viltu tala meiri íslensku? lokið í bili en þátttakendurnir í verkefninu voru með lokasamveru fyrir sumarfrí í liðinni viku. Hópurinn hefur hist vikulega í allan vetur í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs en þess fyrir utan hefur hann einnig hist á kaffihúsum, horft á kvikmyndir og farið  á listasýningar svo eitthvað sé nefnt.

Viltu tala meiri íslensku? er verkefni sem  hófst í janúar 2009 hjá Kópavogsdeild. Þar hitta íslenskir sjálfboðaliðar innflytjendur og tala saman á íslensku. Með verkefninu vildi Kópavogsdeild miða að því að ná til innflytjenda og gefa þeim tækifæri til að þjálfa sig í íslensku og bæta orðaforða sinn. Verkefninu er einnig ætlað að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem og auðvelda aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.

Á samverum gefst fólki af erlendum uppruna tækifæri til að tala íslensku frjálslega og þjálfa sig í notkun málsins við ýmsar aðstæður. Þátttaka í verkefninu hefur aukist með árunum og margir einnig verið þátttakendur í því frá því það hófst.

11. maí 2012 : Skyndihjálparkennsla hjá Móral

Mórall - ungmennahópur Kjósarsýsludeildar - fékk góða heimsókn nú í vikunni þegar sjálfboðaliðar úr Skímu, skyndihjálparhóp RKÍ, komu á fund hjá þeim.  Krakkarnir fræddust um endurlífgun, eitranir og ýmislegt fleira.  Allir fengu að æfa blástursaðferðina og að setja slasaðan einstakling í læsta hliðarlegu.  Það var gaman að sjá hvað krakkarnir tóku virkan þátt í kennslunni og spurðu margra góðra spurninga sem Skíma svaraði eftir föngum.

11. maí 2012 : Skyndihjálparkennsla hjá Móral

Mórall - ungmennahópur Kjósarsýsludeildar - fékk góða heimsókn nú í vikunni þegar sjálfboðaliðar úr Skímu, skyndihjálparhóp RKÍ, komu á fund hjá þeim.  Krakkarnir fræddust um endurlífgun, eitranir og ýmislegt fleira.  Allir fengu að æfa blástursaðferðina og að setja slasaðan einstakling í læsta hliðarlegu.  Það var gaman að sjá hvað krakkarnir tóku virkan þátt í kennslunni og spurðu margra góðra spurninga sem Skíma svaraði eftir föngum.

11. maí 2012 : Skyndihjálparkennsla hjá Móral

Mórall - ungmennahópur Kjósarsýsludeildar - fékk góða heimsókn nú í vikunni þegar sjálfboðaliðar úr Skímu, skyndihjálparhóp RKÍ, komu á fund hjá þeim.  Krakkarnir fræddust um endurlífgun, eitranir og ýmislegt fleira.  Allir fengu að æfa blástursaðferðina og að setja slasaðan einstakling í læsta hliðarlegu.  Það var gaman að sjá hvað krakkarnir tóku virkan þátt í kennslunni og spurðu margra góðra spurninga sem Skíma svaraði eftir föngum.

9. maí 2012 : Börn styrkja börn

Katla Pétursdóttir og vinkona hennar Ísabella Eir héldu tombólu á dögunum fyrir utan Bónus. Afraksturinn voru rúmar 2000kr sem þær gáfu Rauða krossinum.

Stuðningur tombólubarna er ákaflega mikils virði og fara peningarnir sem þannig safnast til að styrkja hjálparstarf fyrir börn. Rauði krossinn þakkar þessum ungu sjálfboðaliðum fyrir dugnaðinn.

Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.

9. maí 2012 : Góðverk fyrir önnur börn

Vinirnir Hlynur Freyr og Henrik úr 4. bekk í Kópavogsskóla vildu gera góðverk fyrir önnur börn. Þeir söfnuðu dósum og var afraksturinn af söfnuninni 1000kr sem þeir færðu Rauða krossinum til þess að hjálpa öðrum.

Rauði krossinn metur mikils framtak þeirra en framlagið rennur í sérstakan hjálparsjóð á landsvísu. Einu sinni á ári er ráðstafað úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis.

Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.

8. maí 2012 : Nemendur ljúka áfanga um sjálfboðið starf í MK

Nú hafa 15 nemendur í áfanganum SJÁ 102 við Menntaskólanum í Kópavogi lokið námi sínu á þessari önn. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossinum. Nemendurnir gátu valið um sjálfboðin störf í Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir langveik börn, í athvarfinu Dvöl sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, í Sunnuhlíð, dvalarheimili aldraðra í Kópavogi og í Fatabúðum Rauða krossins víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

4. maí 2012 : Öflugt kynningarstarf og fræðsla hjá Kópavogsdeild

Kópavogsdeild hefur sinnt öflugu fræðslu og kynningarstarfi í vetur. Má þar nefna heimsóknir í skóla með kynningu á starfi Rauða krossins og dreifingu kynningarefnis um hin fjölbreyttu verkefni deildarinnar líkt og heimsóknar -og hundavinaverkefnin. Auk þess voru ungir sjálfboðaliðar deildarinnar með umsjón yfir kynningarstarfi í félagsmiðstöðvum bæjarins. Hópurinn hefur nú farið með kynningar inn í langflestar félagsmiðstöðvar bæjarins og þar með náð til fjölmargra ungmenna á aldrinum 13-16 ára í Kópavogi. Kynningin samanstendur af fræðslu um Rauða krossinn, markmið hans, uppruna og starfsemi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Þá er vakin athygli á fordómum og  farið í skemmtilega leiki með það að markmiði að vekja ungt fólk til umhugsunar. Deildin hefur líka haldið erindi  í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum í Kópavogi.

Að auki hefur fjöldi fólks sótt námskeið á vegum deildarinnar í vetur líkt og Skyndihjálp, Slys og veikindi barna og Börn og umhverfi.