26. júní 2012 : Tombóla

Systkinin Breki, Katla og Svava héldu tvær tombólur á dögunum við Nettó í Salahverfi og fyrir framan Bónus á Smáratorgi. Þau söfnuðu alls 5.051kr sem þau færðu Rauða krossinum til styrktar börnum í neyð.

20. júní 2012 : Alþjóðadagur flóttamanna

20. júní 2012 : Heimsóknavinir Kópavogsdeildar sinna fjölbreyttum verkefnum

Heimsóknir sjálfboðaliða til fólks sem býr við einsemd og félagslega einangrun eru eitt af umfangsmestu verkefnum Kópavogsdeildar og heimsóknavinir á vegum deildarinnar sinna nú verkefnum á ýmsum stöðum í Kópavogi.

Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap og hlýju. Þeir heimsækja fólk sem býr við alls konar aðstæður og er á öllum aldri. Sumir eru einstæðingar, aðrir eru veikir og komast lítið út og enn aðra vantar tilbreytingu í dagana sína þar sem þeir eru mikið einir yfir daginn þó þeir eigi jafnvel stórar fjölskyldur.

Heimsóknavinir heimsækja fólk í heimahúsum og veita því félagsskap með því að spila, spjalla og fara í göngu- eða ökuferðir, svo eitthvað sé nefnt. Heimsóknavinir heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilinum í Sunnuhlíð, Boðaþingi og  fólkið sem býr á sambýlum aldraðra í Gullsmára og  Roðasölum. Í Sunnuhlíð og Roðasölum eru einnig starfandi sönghópar sem sem syngja og spila fyrir heimilisfólk. Börnin í Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir langveik börn, njóta einnig félagsskapar heimsóknavina og heimsóknavinur sinnir upplestri á líknardeildinni í Kópavogi

18. júní 2012 : Sumarferð í Hvalfjörð og listaverk í mótun

Í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, hefur sumarið borið með sér mikla gleði. Þriðjudaginn 12. júní var farið í ferð um Hvalfjörðinn og á Skagann. Í Hvalfirði var stoppað í ríki Gauja litla á Hlöðum og hernámssafnið skoðað. Gaui litli tók á móti okkur og sýndi okkur staðinn og þar borðuðum við hádegismat. Frá Hlöðum lá leiðin á Skagann og var safnasvæðið á Akranesi skoðað í krók og kima. Á safnasvæðinu eru nokkur söfn þar á meðal íþróttasafn, steinasafn og minjasafn.  Margt að skoða og upplifa. 

14. júní 2012 : Garmarnir gefa gömlum flíkum nýtt líf

Verslanir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu munu vera í samstarfi með tveimur ungum listakonum í sumar.

Rakel Jónsdóttir fatahönnunarnemi og Þyri Huld Árnadóttir dansari standa fyrir verkefni sem þær kalla Garmarnir. Þessar ungu konur fengu styrk frá Hinu húsinutil að vinna skapandi störf í sumar.

14. júní 2012 : Garmarnir gefa gömlum flíkum nýtt líf

Verslanir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu munu vera í samstarfi með tveimur ungum listakonum í sumar.

Rakel Jónsdóttir fatahönnunarnemi og Þyri Huld Árnadóttir dansari standa fyrir verkefni sem þær kalla Garmarnir. Þessar ungu konur fengu styrk frá Hinu húsinutil að vinna skapandi störf í sumar.

14. júní 2012 : Garmarnir gefa gömlum flíkum nýtt líf

Verslanir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu munu vera í samstarfi með tveimur ungum listakonum í sumar.

Rakel Jónsdóttir fatahönnunarnemi og Þyri Huld Árnadóttir dansari standa fyrir verkefni sem þær kalla Garmarnir. Þessar ungu konur fengu styrk frá Hinu húsinutil að vinna skapandi störf í sumar.

12. júní 2012 : Sungið, spilað og galdrað á vorgleði sjálfboðaliða

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var haldin í sól og blíðu á laugardaginn í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Sjálfboðaliðar deildarinnar fjölmenntu með maka, börn, barnabörn og aðra ættingja.


 

11. júní 2012 : Börn og umhverfi námskeið

5. júní 2012 : Kvennahlaup ÍSÍ styður Rauða krossinn

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Rauði krossinn og Sjóvá standa fyrir söfnun á brjóstahöldum og öðrum undirfötum í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer þann 16. júní.

5. júní 2012 : Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar verður haldin 9. júní kl. 12-14 í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43.