Sumarlokun Kjósarsýsludeildar
Rauðakrosshús Kjósarsýsludeildar lokar 9. júlí vegna sumarleyfa. Húsið opnar aftur fimmtudaginn 9. ágúst kl. 10.
Hægt er að hafa samband í tölvupósti í netfangi [email protected] og verður fyrirspurnum svarað við fyrsta tækifæri.
Sumarlokun í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi
Rauðakrosshúsið í Kópavogi er lokað frá 2. júlí og opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst og verður þá opið sem fyrr alla virka daga kl. 9-15. Hægt er að senda deildinni tölvupóst á netfangið [email protected] og við höfum samband við fyrsta tækifæri.
Kópavogsdeild Rauða krossins færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu sumarkveðjur.
Vinkonur halda tombólu til styrktar Rauða krossinum
Vinkonurnar Bryndís Laufey og Esther Ósk héldu tombólu á dögunum við verslunina 10-11 í Hjallabrekku. Áður höfðu stelpurnar gengið í nágrannahús og safnað dóti til þess að hafa á tombólunni. Afrakstur tombólunnar var tæpar 3000 krónur.
Tombóla til styrktar Rauða krossinum
Vinkonurnar Hanna Álfheiður, Björg Þórunn, Gabríela og Emilía héldu tombólu fyrir utan Hagkaup í Garðabæ til styrktar Rauða krossinum. Samtals söfnuðust tæplega 6000 krónur sem þær færðu Rauða krossinum til styrktar börnum í neyð.