31. ágúst 2012 : Rauði krossinn í Kópavogi tekur þátt í Hamraborgarhátíð

Rauði krossinn í Kópavogi verður með opið hús í húsnæði sínu að Hamraborg 11, 2. hæð  á morgun, laugardaginn 1. september í tilefni af Hamraborgarhátíðinni. Þar verður til sölu fjölbreytt handverk sjálfboðaliða og allur ágóði af þeirri sölu mun renna til verkefna innanlands. Heitt verður á könnunni og hægt verður að kynna sér starf og verkefni deildarinnar kl. 12-15.

Ásamt Rauða krossinum í Kópavogi munu menningarstofnanir, listamenn, íþróttafélög og fleiri að setja skemmtilegan svip á Hamraborgina þennan dag.

Verið velkomin!

30. ágúst 2012 : Ungmennastarfið í Mosfellsbæ byrjar aftur 3. september

Vetrarstarf Mórals hefst 3. september.  Í Móral hittast 13-16 ára ungmenni einu sinni í viku og fræðast um Rauða krossinn og vinna ýmis skemmtileg verkefni því tengdu.  Margt spennandi er á döfinni í vetur og er dagskrá haustannarinnar komin inn á síðu Mórals hérna.  Krakkarnir ætla m.a. að fræðast um skyndihjálp, flóttamenn og alnæmi, auk þess að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs, læra að búa til ís og brjóstsykur.

30. ágúst 2012 : Ungmennastarfið í Mosfellsbæ byrjar aftur 3. september

Vetrarstarf Mórals hefst 3. september.  Í Móral hittast 13-16 ára ungmenni einu sinni í viku og fræðast um Rauða krossinn og vinna ýmis skemmtileg verkefni því tengdu.  Margt spennandi er á döfinni í vetur og er dagskrá haustannarinnar komin inn á síðu Mórals hérna.  Krakkarnir ætla m.a. að fræðast um skyndihjálp, flóttamenn og alnæmi, auk þess að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs, læra að búa til ís og brjóstsykur.

30. ágúst 2012 : Ungmennastarfið í Mosfellsbæ byrjar aftur 3. september

Vetrarstarf Mórals hefst 3. september.  Í Móral hittast 13-16 ára ungmenni einu sinni í viku og fræðast um Rauða krossinn og vinna ýmis skemmtileg verkefni því tengdu.  Margt spennandi er á döfinni í vetur og er dagskrá haustannarinnar komin inn á síðu Mórals hérna.  Krakkarnir ætla m.a. að fræðast um skyndihjálp, flóttamenn og alnæmi, auk þess að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs, læra að búa til ís og brjóstsykur.

29. ágúst 2012 : Sjálfboðaliðar fjölmenna í Prjónakaffi

Í dag var haldið fyrsta prjónakaffi í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi eftir sumarfrí en það er jafnan haldið síðasta miðvikudag hvers mánaðar frá kl. 15-18. Prjónaglaðir sjálfboðaliðar fjölmenntu líkt og vanalega og komu með prjónaflíkur sem þeir höfðu unnið að frá því í vor. Í leiðinni fengu þeir meira garn til að halda áfram að prjóna. Svo var boðið upp á kaffi og meðlæti og áttu sjálfboðaliðarnir ánægjulega stund saman.

Prjónahópurinn tilheyrir verkefninu Föt sem framlag og prjónar, heklar og saumar ungbarnaföt sem send eru til fjölskyldna og barna í neyð bæði í  Afríkuríkinu Malaví og Hvíta Rússlandi. Sjálfboðaliðarnir útbúa pakka með fötunum en í þá fer prjónuð peysa, teppi, sokkar, húfa og bleyjubuxur ásamt handklæði, buxum og samfellum. Rauði krossinn í Kópavogi sendir alla jafna hundruði pakka á ári hverju og nú þegar eru þeir orðnir 346 en fleiri pakkar verða útbúnir í október næstkomandi.

Þeir sem vilja styrkja verkefni með garnafgöngum er bent á að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]. Allir afgangar eru virkilega vel þegnir. 

20. ágúst 2012 : Viltu gefa gæðastund?

Þann 30. ágúst næstkomandi kl. 18-20.30  verður haldið námskeið fyrir verðandi heimsóknavini ef næg þátttaka næst. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér en námskeiðið verður haldið á Landsskrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti 9.

Heimsóknir sjálfboðaliða til fólks sem býr við einsemd og félagslega einangrun eru eitt af umfangsmestu verkefnum Kópavogsdeildar og heimsóknavinir á vegum deildarinnar sinna nú verkefnum á ýmsum stöðum í Kópavogi.

Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap og hlýju. Þeir heimsækja fólk sem býr við ýmsar aðstæður og er á öllum aldri. Sumir eru einstæðingar, aðrir eru veikir og komast lítið út og enn aðra vantar tilbreytingu í dagana sína þar sem þeir eru mikið einir yfir daginn. Heimsóknavinir sjá einnig um söngstundir og aðra afþreyingu fyrir unga sem aldna á stofnunum.

14. ágúst 2012 : Hafa safnað nær 50.000 krónum á árinu til styrktar börnum í neyð

Vinkonurnar Berglind Freyja Hilmarsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir og Áróra Hallmundardóttir færðu Rauða krossinum í Kópavogi afrakstur tombólusölu sumarsins í dag. Þær héldu 4 tombólur og söfnuðu rúmum 37.000kr. Tombólurnar héldu þær hjá Stöðinni við Smáralind, á Smáratorgi og við Krónuna. Þessar duglegu stelpur söfnuðu saman eigin dóti til að selja en gengu einnig í nágrannahús til þess að fá dót á tombólurnar.  Í febrúar færðu þær Rauða krossinum einnig rúmar tíu þúsund krónur, sem var afrakstur tombólu sem þær héldu fyrir utan Stöðina hjá Smáralind. Samtals hafa þær því safnað nær 50.000kr sem renna í sérstakan hjálparsjóð sem ráðstafað er úr einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð.

Rauði krossinn færir þessum duglegu stelpum sérstakar þakkir.

14. ágúst 2012 : Hafa safnað nær 50.000 krónum á árinu til styrktar börnum í neyð

Vinkonurnar Berglind Freyja Hilmarsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir og Áróra Hallmundardóttir færðu Rauða krossinum í Kópavogi afrakstur tombólusölu sumarsins í dag. Þær héldu 4 tombólur og söfnuðu rúmum 37.000kr. Tombólurnar héldu þær hjá Stöðinni við Smáralind, á Smáratorgi og við Krónuna. Þessar duglegu stelpur söfnuðu saman eigin dóti til að selja en gengu einnig í nágrannahús til þess að fá dót á tombólurnar.  Í febrúar færðu þær Rauða krossinum einnig rúmar tíu þúsund krónur, sem var afrakstur tombólu sem þær héldu fyrir utan Stöðina hjá Smáralind. Samtals hafa þær því safnað nær 50.000kr sem renna í sérstakan hjálparsjóð sem ráðstafað er úr einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð.

Rauði krossinn færir þessum duglegu stelpum sérstakar þakkir.

13. ágúst 2012 : Rauðakrosshúsið í Kópavogi opnar aftur eftir sumarfrí

Rauðakrosshúsið í Kópavogi hefur opnað aftur eftir sumarlokun. Undirbúningur fyrir verkefni haustsins er nú í fullum gangi. Nú þegar eru nokkur námskeið komin á döfina sem hægt er að skrá sig á. Rauði krossinn í Kópavogi býður upp á þrjú skyndihjálparnámskeið á haustmánuðum þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Þá verður boðið upp á námskeiðið Slys og veikindi barna þar sem meðal annars er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Dagsetningar verða auglýstar síðar hér á síðunni. Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini verða haldin einu sinni í mánuði. Fyrsta námskeiðið verður haldið 30. ágúst n.k ef næg þátttaka næst. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.

7. ágúst 2012 : Sumarið er tíminn

7. ágúst 2012 : Sumarið er tíminn