31. október 2012 : Námskeið í nóvember

Rauði krossinn í Kópavogi býður upp á tvö námskeið í nóvember. 7. nóvember verður haldið fjögurra tíma skyndihjálparnámskeið þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Námskeiðið Slys og veikindi barna fer fram dagana 21. og 22. nóvember. Þá verður meðal annars fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.

31. október 2012 : Hrekkjavaka hjá Alþjóðlegum foreldrum

Alþjóðlegir foreldrar koma saman alla fimmtudaga í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi. Samverurnar hafa verið mjög vel sóttar í haust og ríkir ávallt mikil stemmning í húsinu þegar það fyllist af kátum krökkum. Í liðinni viku var haldin Hrekkjavaka og mættu börnin í búningum. Til að mynda var þar að finna ofurhetjur, prinsessur og grasker.

29. október 2012 : Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp

Rauði krossinnn auglýsir námskeiðið Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp. Námseiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, 14. og 20. nóvember kl. 19-22
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl.
Námskeiðin geta gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Leiðbeinandi er Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr.
 

 

26. október 2012 : Tombóla til styrktar börnum í neyð

Vinkonurnar Hildur Ylfa Eyþórsdóttir, Anna Lilja Aðalsteinsdóttir og Eik Ægisdóttir úr Hörðuvallaskóla héldu tombólu á dögunum fyrir utan Samkaup. Þær fengu gefins dót frá nágrönnum og fjölskyldu til að selja á tombólunni. Afraksturinn, rúmar 4000 krónur, afhentu þær Rauða krossinum í Kópavogi til styrktar börnum í neyð. 

25. október 2012 : Álafoss styrkir verkefnið Föt sem framlag með kaupum á handverki sjálfboðaliða

Verkefnið Föt sem framlag er eitt af stærstu verkefnum Kópavogsdeildar. Verkefnið er margþætt og sinna sjálfboðaliðar deildarinnar ýmis konar störfum sem miða að því að nýta föt til að aðstoða aðra.

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar vinna við að flokka föt, þeir vinna í Rauða kross búðunum við afgreiðslu og sinna einnig handavinnu sem er seld til fjáröflunar eða úthlutað til fólks í neyð. Sá hópur sem vinnur að gerð fatnaðar til barna og fjölskyldna í neyð hittist síðasta miðvikudaginn kl. 15-18 í hverjum mánuði í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg í svokölluðu prjónakaffi. Þá fá sjálfboðliðarnir garn til að prjóna úr og tækifæri til að eiga skemmtilega stund saman. Hópurinn hittist einnig reglulega og pakkar flíkunum í þar til gerða ungbarnafatapakka sem sendir eru erlendis til barna og fjölskyldna í neyð. Síðustu ár hafa pakkarnir aðallega verið sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands.
 

Þá er einnig starfræktur basarhópur hjá deildinni en hlutverk hans er að útbúa ýmis konar handverk

25. október 2012 : Álafoss styrkir verkefnið Föt sem framlag með kaupum á handverki sjálfboðaliða

Verkefnið Föt sem framlag er eitt af stærstu verkefnum Kópavogsdeildar. Verkefnið er margþætt og sinna sjálfboðaliðar deildarinnar ýmis konar störfum sem miða að því að nýta föt til að aðstoða aðra.

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar vinna við að flokka föt, þeir vinna í Rauða kross búðunum við afgreiðslu og sinna einnig handavinnu sem er seld til fjáröflunar eða úthlutað til fólks í neyð. Sá hópur sem vinnur að gerð fatnaðar til barna og fjölskyldna í neyð hittist síðasta miðvikudaginn kl. 15-18 í hverjum mánuði í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg í svokölluðu prjónakaffi. Þá fá sjálfboðliðarnir garn til að prjóna úr og tækifæri til að eiga skemmtilega stund saman. Hópurinn hittist einnig reglulega og pakkar flíkunum í þar til gerða ungbarnafatapakka sem sendir eru erlendis til barna og fjölskyldna í neyð. Síðustu ár hafa pakkarnir aðallega verið sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands.
 

Þá er einnig starfræktur basarhópur hjá deildinni en hlutverk hans er að útbúa ýmis konar handverk

23. október 2012 : Basar prjónahóps 27.10.2012

23. október 2012 : Basar prjónahóps 27.10.2012

22. október 2012 : Söfnuðu 36 þúsund krónum til styrktar hjálparstarfi fyrir börn

Þórhildur E. Ásgeirsdóttir, María Líf Flosadóttir, Viktor Snær Flosason og Guðlaug E. Helgadóttir úr Kársnesskóla stóðu ásamt fjölda vina fyrir mikilli söfnun til styrktar hjálparstarfi fyrir börn. Þau héldu fjölmargar tombólur um helgar fyrir utan sundlaug Kópavogs og söfnuðu þannig 36 þúsund krónum sem þau færðu Rauða krossinum í Kópavogi. Mikill metnaður var í hópnum fyrir söfnuninni og lögðu fjölmargir vinir þeirra og fjölskyldur söfnuninni lið.

22. október 2012 : Söfnuðu 36 þúsund krónum til styrktar hjálparstarfi fyrir börn

Þórhildur E. Ásgeirsdóttir, María Líf Flosadóttir, Viktor Snær Flosason og Guðlaug E. Helgadóttir úr Kársnesskóla stóðu ásamt fjölda vina fyrir mikilli söfnun til styrktar hjálparstarfi fyrir börn. Þau héldu fjölmargar tombólur um helgar fyrir utan sundlaug Kópavogs og söfnuðu þannig 36 þúsund krónum sem þau færðu Rauða krossinum í Kópavogi. Mikill metnaður var í hópnum fyrir söfnuninni og lögðu fjölmargir vinir þeirra og fjölskyldur söfnuninni lið.

17. október 2012 : Farsæld, barátta gegn fátækt

17. október 2012 : Farsæld, barátta gegn fátækt

11. október 2012 : Fatagámur við Fossbúð

11. október 2012 : Fatagámur við Fossbúð

10. október 2012 : Vel heppnuð flugslysaæfing

8. október 2012 : Göngum til góðs - Takk fyrir hjálpina.

Það var bjart og fallegt veður á laugardag þegar gengið var til góðs og létt yfir fólki.  Á annað hundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnunni  með því að ganga til góðs og náðist að ganga í stóran hluta gatna í þéttbýli á starfssvæði deildarinnar.   Söfnunarfólki eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þeirra jákvæða og skemmtilega framlag til söfnunarinnar og almenningi sem tók hlýlega á móti þeim þakkir fyrir þeirra framlag.  Fyrirtækjum sem styrktu söfnuni með einum eða öðrum þætti eru einnig færðar bestu þakkir.
Á landsvísu  er talið að um 2400 sjálfboðaliðar hafi gengið til góðs og er áætlað að um 20 – 25 milljónir hafi safnast.
Þau sem ekki fengu heimsókn sjálfboðaliða með söfnunarbauk um helgina en vilja styðja börn í neyð geta enn stutt söfnunina um 1500 til 5000 krónur með því að hringja í söfnunarsímana 904 1500, 904 3000 eða 904 5000.
 

8. október 2012 : Mikil þátttaka í landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs til styrktar börnum í neyð

Mikil stemning skapaðist í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg síðastliðinn laugardag þegar Rauði krossinn í Kópavogi tók þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs.  Stefnt var að því að ganga með söfnunarbauka í hvert hús í bænum en það munaði afar litlu að það metnaðarfulla markmið næðist. Mikill fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í söfnuninni en rúmlega 200 manns gengu með bauka í hús í Kópavogi eða söfnuðu á fjölförnum stöðum. Söfnunarfénu í ár verður varið í alþjóðleg verkefni á vegum Rauða krossins fyrir börn í neyð í nokkrum löndum, svo sem í Sómalíu, Hvíta-Rússlandi, Palestínu, Malaví og á Haíti. Fyrstu tölur sýna að í ár safnaðist rúmlega hálfri milljón meira í Kópavogi en í síðustu Göngum til góðs söfnun árið 2010.

5. október 2012 : Göngum til góðs á morgun, laugardaginn 6. október

Á morgun, laugardaginn 6.október, verður „Gengið til góðs“ í sjöunda sinn þar sem safnað verður fyrir börnum í neyð. Þá verður gengið með söfnunarbauka í hús um allt land og þarf Rauði krossinn í Kópavogi á fjölmörgum sjálfboðaliðum að halda.

4. október 2012 : Göngum til góðs - Uppskrift að góðum degi

Í landssöfnuninni „göngum til góðs“ nú á laugardag getur fólk svo sannarlega gengið sér og öðrum til góðs.  Þetta er góð uppskrift að góðum degi.  Fólk kemur í söfnunarstöðina okkar í Viðjulundinum til að velja  sér götu til að ganga í.  Að göngunni lokinni er svo kjörið að setjast aðeins niður og fá sér hressingu áður en haldið er í sund því allir sjálfboðaliðar á okkar svæði fá frítt í sund.   Þetta getur ekki klikkað því hvað er betra en slaka á eftir góðan göngutúr  vitandi það að maður gerði bæði sér og öðrum gagn með þessum einfalda hætti.

1. október 2012 : Hrefna og Signý í alþjóðlegum vinabúðum í Austurríki

Þær Hrefna Björk Aronsdóttir og Signý Björg Valgarðsdóttir lögðu land undir fót í sumar og tóku þátt í alþjóðlegum vinabúðum í Langenlois á vegum austurríska Rauða krossins.  Þangað mættu um 50 ungmenni frá 17 löndum víðsvegar úr heiminum til að fræðast um fjölmenningu, fordóma, mannréttindi og mikilvægi friðar heima og heiman.

1. október 2012 : Göngum til góðs og hjálpum börnum í neyð

Dálítil gönguferð laugardaginn 6. október er góð fyrir bæði sál og líkama. Vertu með, gakktu með okkur eða taktu vel á móti göngufólki. Þinn stuðningur getur skipt sköpum í lífi barns í neyð.

Skráðu þig í gönguna