Undirbúningur fyrir Jólabasarinn í fullum gangi
Nú er undirbúningur fyrir Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi í fullum gangi en hann verður haldinn laugardaginn næsta 1.desember frá klukkan 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.
Í ár er úrvalið enn fjölbreyttara en áður þar sem á boðstólnum verða húfur, treflar, kragar, svuntur, töskur, og vettlingar fyrir allan aldur, handgerðir fylgihlutir og hárskraut, sem og að sjálfsögðu heilmikið úrval af gjafavöru í gæðaflokki.
Afurðirnar sem til sölu verða eru unnar af sjálfboðaliðum í Basarhópi og verkefninu Föt sem framlag. Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi taka einnig þátt með því að útbúa bakkels og standa vaktina á sjálfum basarnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum.
Rauði krossinn í Kópavogi hvetur sem flesta til að mæta, gera góð kaup og styrkja gott málefni en allur ágóði mun renna til verkefna deildarinnar innanlands
Hundavinir - afrekshundar ársins 2012
Hundavinir Rauða krossins voru heiðraðir sem afrekshundar ársins 2012 á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands 17. nóvember síðastliðinn.
Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi veitti viðurkenningunni viðtöku og með henni mætti 21 heimsóknarhundur ásamt eigendum sínum.
Hundavinir - afrekshundar ársins 2012
Hundavinir Rauða krossins voru heiðraðir sem afrekshundar ársins 2012 á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands 17. nóvember síðastliðinn.
Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi veitti viðurkenningunni viðtöku og með henni mætti 21 heimsóknarhundur ásamt eigendum sínum.
Hundavinir - afrekshundar ársins 2012
Hundavinir Rauða krossins voru heiðraðir sem afrekshundar ársins 2012 á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands 17. nóvember síðastliðinn.
Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi veitti viðurkenningunni viðtöku og með henni mætti 21 heimsóknarhundur ásamt eigendum sínum.
Met slegið í pökkun ungbarnapakka í Kópavogi
Met var slegið í pökkun ungbarnapakka þegar sjálfboðaliðar úr verkefninu Föt sem framlag hittust í Rauðkrosshúsinu í vikunni og pökkuðu ungbarnafötum í fatapakka sem síðan verða sendir til barna og fjölskyldna í neyð í Hvíta Rússlandi. Fjöldi sjálfboðaliða pakkaði alls 408 pökkum á rúmum tveimur klukkutímum.
Met slegið í pökkun ungbarnapakka í Kópavogi
Met var slegið í pökkun ungbarnapakka þegar sjálfboðaliðar úr verkefninu Föt sem framlag hittust í Rauðkrosshúsinu í vikunni og pökkuðu ungbarnafötum í fatapakka sem síðan verða sendir til barna og fjölskyldna í neyð í Hvíta Rússlandi. Fjöldi sjálfboðaliða pakkaði alls 408 pökkum á rúmum tveimur klukkutímum.
Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi 1.desember
Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi verður haldinn laugardaginn 24. nóvember frá klukkan 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2.hæð.
Tilkynning - neyðaraðstoð fyrir jólin í Kópavogi
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Rauði krossinn í Kópavogi veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2012. Tekið er á móti umsóknum frá 12. nóvember til og með 3. desember.
Rauði krossinn í Kópavogi tekur við umsóknum í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11, virka daga kl. 10-13. Einnig er hægt að sækja um hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 á þriðjudögum kl. 16-18.
Vegleg gjöf frá sjálfboðaliðum í Sunnuhlíð
Heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð gáfu Rauða krossinum í Kópavogi veglega gjöf í vikunni sem leið, eða70 prjónuð teppi. Boðið er upp á prjón í virknistundum á heimilinu og hafa sjálfboðaliðarnir unnið að þessari gjöf allt árið. Allt garn sem notað var í teppin var fengið gefins en afgangsgarn er gjarnan nýtt í þessi teppi svo úr verður litríkt prjónaverk. Teppin verða nýtt í verkefnið Föt sem framlag sem miðar að því að vinna flíkur í þar til gerða ungbarnapakka. 7. nóvember fór fram pökkun í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi þar sem ungbarnapakkarnir voru útbúnir og síðan sendir til Hvíta-Rússlands til barna og fjölskyldna í neyð. Rauði krossinn í Kópavogi er afar þakklátur heimilisfólkinu í Sunnuhlíð fyrir sitt framlag í þetta verðuga verkefni og nýtti tækifærið þegar teppin voru afhent til að kynna verkefnið í myndum og máli.
Halloween partý Mórals
Á mánudag var Halloween partý hjá Móral - 13-16 ára ungmennastarfi Rauða krossins í Mosfellsbæ. Búið var að breyta Rauðakrosshúsinu í Hryllingshús, allir mættu í búningum og að sjálfsögðu voru hrollvekjandi veitingar í boði.
" Amma mín á rörasjónvarp "
Í morgun kom hópur barna frá leikskólanum Pálmholti í heimsókn. Þarna var á ferð hluti af elsta árgangi leikskólanns, börn af Huldulandi. Eins og gefur að skilja þá er rætt um sjúkrabíla, Hjálpfús, Henry Dunant og ýmislegt sem tengist Rauða krossinum. Mest er þó líklega rætt um hluti sem börnin hafa upplifað á sinni ævi og það er sko ýmislegt. Þau hafa séð sjúkrabíl, slökkvibíl, heilsugæslubíl með blikkandi ljósum og löggubíl bruna á fullu. Þau hafa líka komið til Svíþjóðar, Frakklands, Spánar, Flórída og Reykjavíkur og upplifað meira en margur gæti haldið. Í spjalli okkar í dag ræddum við m.a. um náttúruhamfarir eins og flóð og hvernig þá gæti þurft að bjarga tækjum eins og sjónvörpum sem ekki þola vatn. Þá kommst ég að því að ein amma á „rörasjónvarp“ ( túbusjónvarp ) sem er sko 27 ára gamalt og gott ef allar gömlu fréttirnar og fréttamennirnir eru ekki í því ennþá. Þau eru svo sannarlega fróðleiksfús og opin og fátt er skemmtilegra en að fá svona hópa í héimsókn.