29. desember 2012 : Viðbúnaður á Vestfjörðum

29. desember 2012 : Viðbúnaður á Vestfjörðum

24. desember 2012 : Jólin haldin um hásumarið

24. desember 2012 : Jólin haldin um hásumarið

21. desember 2012 : Gleðilega jólahátíð

Rauði krossinn sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.  Öllum sjálfboðaliðum og velunnurum eru  færðar þakkir fyrir samstafið á árinu.

21. desember 2012 : Íslensk Verðbréf styrkja jólaaðstoðina.

Íslensk verðbref   afhentu í dag  styrk til hjálparsamtaka  á Akureyri sem nú vinna saman að  því að aðstoða  einstaklinga og fjölskyldur fyrir komandi jól.     Aðstoðin nær til íbúa á svæðinu við Eyjafjörð  frá Siglufirði til Grenivíkur, að Hrísey og Grímsey meðtöldum og lítur út fyrir að hún nái til ríflega 300 heimila.
Íslensk verðbréf hafa í gegnum árin stutt við þetta starf  og eru þeim nú sem ætið þakkað fyrir þeirra framlag.

19. desember 2012 : Lokun um jól og áramót - Gleðilega hátíð

Rauði krossinn í Kópavogi færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.
Rauðakrosshúsið í Kópavogi verður lokað frá 20.desember en opnar aftur mánudaginn 7. janúar 2013 kl. 10.
Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] og við svörum við fyrsta tækifæri.

Gleðilega hátíð! 

19. desember 2012 : Sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi

Rauði krossinn í Kópavogi bauð sjálfboðaliðum í gleði í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans sem haldinn er árlega 5. desember. Hátíðin heppnasðist vel og sjálfboðaliðar áttu notalega stund saman yfir góðum veitingum, tónlist, söng og upplestri.
 

18. desember 2012 : Aðventufréttir frá Vin

18. desember 2012 : Aðventufréttir frá Vin

17. desember 2012 : Hjálpumst að um jólin

12. desember 2012 : Jólastund sjálfboðaliða - Vann Audi bifreið í kökukeppni

Á þessum tíma árs  er algengt að fólk og hópar sæki jólahlaðborð eða komi saman  til að njóta aðventunnar.   Sjálfboðaliðar deildarinnar hafa  undanfarna daga verið að hittast og halda sína jólastund  í nokkrum hópum, eftir verkefnum og viðfangsefnum.  
Heimsóknavinir sem hittast að öllu jöfnu einu sinni í mánuði ákváðu að efna til smákökusamkepni  innan hópsins og var því boðið upp á smákökur með kaffinu á þessum desember fundi.
Sigurvegari keppninnar tók sigrinum af mikilli hógværð og vildi sem minnst gera úr árangrinum, gekk jafnvel svo langt að sverja af sér kökurnar.  Engu að síður var viðkomandi leystur út með  forláta Audi Q7 bifreið  og auðvitað  titlinum sigurvegari „smákökukeppni Rauða krossins 2012“. Bifreiðin er afskaplega sparneytin og nett og rúmast vel í  vasa viðkomandi.
Heimsóknavinir  eru sjálfboðaliðar sem  fara í heimsóknir til fólks, oftast aldraðra eða sjúkra.  Þeir gefa  að jafnaði eina  klukkustund á viku í þetta  verkefni.  
 

6. desember 2012 : Rausnalegar gafir til hjálparstarfs

Í liðinni viku afhentu sjö stéttarfélög  styrk að upphæð 2.120.000,-  til Rauða krossins Mæðrastyrksnefndar Akureyrar,  Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar en þessir aðilar standa að aðstoð til einstaklinga og fjölskuyldna fyrir jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi samtök taka höndum saman fyrir jólin og veita þeim aðstoð sem þurfa með þátttöku fyrirtækja og bæjarbúa á Akureyri og nágrenni.

Félögin sjö sem færðu nefndinni styrk eru Eining-Iðja, Byggiðn – Félag byggingamanna, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Berg félag stjórnenda.

Þá afhenti einnig í vikunni Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA  samstarfsaðilum hjálparstarfsins  700 þúsund króna peningagjöf sem ætluð er til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin.

KEA hefur til margra ára veitt fjármuni í hjálparstarf fyrir jólin og fagnar því samstarfi þessara aðila.

1. desember 2012 : Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi

Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi  verður haldinn laugardaginn 24. nóvember  frá klukkan 12-16  í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11.

Mikið úrval af varningi verður á boðstólnum svo sem húfur, treflar, kragar, svuntur, töskur, handgerðir fylgihlutir og hárskraut og að sjálfsögðu hellingur af jólavarningi.

Afurðirnar sem til sölu verða eru unnar af sjálfboðaliðum í Basarhópi og  verkefninu Föt sem framlag. Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi taka þátt með því að útbúa bakkelsi, sjá um að dreifa auglýsingum og  standa síðan vaktina á sjálfum basarnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum.

Allur ágóði mun renna til verkefna deildarinnar innanlands.