28. febrúar 2013 : Aðalfundur 14. mars

Aðalfundur Rauða krossins á Akureyri verður haldinn í húsnæði félagsins, Viðjulundi 2, fimmtudaginn  14. Mars kl. 20.
Á dagskrá eru venjubundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Félagsmenn og almenningur eru hvattir til að mæta.

Stjórn Rauða krossins á Akureyri

21. febrúar 2013 : Sjálfboðaliðagleði

Góð mæting og gleði var á samveru sjálfboðaliða Rauði krossins í gær, samveran var sú fyrsta á árinu og var að þessu sinni haldin á landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9. Alls mættu um 60 manns í hús, sjálfboðaliðar úr hinum ýmsu verkefnum svo sem heimsóknavinir, hundavinir, prjónahóp  og fatabúðum. Var mikið hlegið og mikið gaman eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Gestur kvöldsins, Sigríður Klingenberg fór á kostum og minnti hún gesti á mikilvægi þess að horfa á það jákvæða og skemmtilega í lífinu.

 

Markmið með samverum sjálfboðaliða er að efla tengsl, fræðast og hafa gaman saman og liður í umbun til sjálfboðaliða fyrir þeirra góðu störf. Rauði krossinn í Kópavogi þakkar sjálfboðaliðum kærlega fyrir mikið og óeigingjarnt starf, án þeirra væri ekki hægt að halda úti öllum þeim verkefnum sem verið er að sinna. Þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og taka þátt í starfinu eru velkomnir í Rauðakrosshúsið í Kópavogi. Opið alla virka daga frá 9-15 og/eða hafa samband í síma 554-6626 eða skrá sig á raudikrossinn.is 

 
 

 

15. febrúar 2013 : Seldu flöskur til styrkar Rauða krossinum

Vinirnir Kjartan Logi Hreiðarsson, Ólafur Mikaelsson og Oliver Funi Hreiðarsson seldu flöskur til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 5.000 krónum sem þeir færðu Rauða krossinum í Kópavogi til styrktar börnum í neyð.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.

13. febrúar 2013 : Öskudagur á Akureyri 2013

11. febrúar 2013 : Björguðu lífi í sláturhúsi

Þeir Grétar Guðmundsson og Steingrímur Stefánsson björguðu vinnufélaga sínum  Sigurði Samúelssyni þegar hann fór í hjartastopp.  Þeir tóku á móti viðurkenningu í tilefni af 112 deginum.

 

Sigurður var við vinnu sem verkstjóri í sauðfjársláturtíð á Húsavík 5. október 2012 þegar hann fór í hjartastopp og féll í gólfið. Grétar heyrði skyndilega öskur í vinnusalnum og gerði sér strax grein fyrir því að eitthvað var að gerast. Hann hleypur á vettvang og sér þá Sigurð liggjandi á gólfinu, og að hann er farinn að blána. Grétar byrjar strax endurlífgun með hjartahnoði ásamt vinnufélaga sínum Steingrími S. Stefánssyni. Á meðan á endurlífguninni stendur virðist Sigurður detta inn annað slagið.

 

Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar vegna þrengsla og bleytu en þeir Grétar og Steingrímur héldu áfram að hnoða þar til hjálp bars frá lögreglu og sjúkraliði. Sigurði voru svo gefin tvö hjartastuð, og komst fljótlega í gang aftur. Grétar gekk svo í það að rýma til á vettvangi, færa til skrokka og biðja fólk að víkja, svo bera mætti Sigurð út af staðnum í sjúkrabílinn. Óhætt er að segja að þeir félagar björguðu lífi Sigurðar með viðbrögðum sínum.

11. febrúar 2013 : Björguðu lífi í sláturhúsi

Þeir Grétar Guðmundsson og Steingrímur Stefánsson björguðu vinnufélaga sínum  Sigurði Samúelssyni þegar hann fór í hjartastopp.  Þeir tóku á móti viðurkenningu í tilefni af 112 deginum.

 

Sigurður var við vinnu sem verkstjóri í sauðfjársláturtíð á Húsavík 5. október 2012 þegar hann fór í hjartastopp og féll í gólfið. Grétar heyrði skyndilega öskur í vinnusalnum og gerði sér strax grein fyrir því að eitthvað var að gerast. Hann hleypur á vettvang og sér þá Sigurð liggjandi á gólfinu, og að hann er farinn að blána. Grétar byrjar strax endurlífgun með hjartahnoði ásamt vinnufélaga sínum Steingrími S. Stefánssyni. Á meðan á endurlífguninni stendur virðist Sigurður detta inn annað slagið.

 

Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar vegna þrengsla og bleytu en þeir Grétar og Steingrímur héldu áfram að hnoða þar til hjálp bars frá lögreglu og sjúkraliði. Sigurði voru svo gefin tvö hjartastuð, og komst fljótlega í gang aftur. Grétar gekk svo í það að rýma til á vettvangi, færa til skrokka og biðja fólk að víkja, svo bera mætti Sigurð út af staðnum í sjúkrabílinn. Óhætt er að segja að þeir félagar björguðu lífi Sigurðar með viðbrögðum sínum.

11. febrúar 2013 : Endurlífgun - sýning og kennsla í Kjarnanum Mosfellsbæ

Í tilefni af 112-deginum verða sjálfboðaliðar í Skyndihjálparhóp Rauða krossins með sýningu og kennslu í endurlífgun í Kjarnanum Mosfellsbæ mánudaginn 11. febrúar kl. 17:30-18:30.  Allir geta lent í því að koma á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega og því mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við slíkum aðstæðum og geta veitt fyrstu aðstoð.  Mosfellingar eru hvattir til að líta við og fá upplýsingar og leiðsögn í endurlífgun frá skyndihjálparleiðbeinendum Rauða krossins.  Allir fá tækifæri til æfa blástur og hnoð.

8. febrúar 2013 : Athvarfið Vin 20 ára

8. febrúar 2013 : Athvarfið Vin 20 ára

8. febrúar 2013 : Kjör stjórnar á aðalfundi Rauða krossins í Reykjavík 2013 - Auglýsing eftir tilnefningum

 

Kjör stjórnar á aðalfundi Rauða krossins í Reykjavík (RkR) 2013

Auglýsing eftir tilnefningum

Á næsta aðalfundi RkR sem haldinn verður þann 14. mars nk. kl 17:00 er kjör nýrra stjórnarmanna á dagskrá. Kosið verður um formann til tveggja ára, tvö sæti aðalmanna til tveggja ára og tvö sæti varamanna til eins árs.

5. febrúar 2013 : Viltu gefa gæðastund