28. febrúar 2014 : Aðalfundur 2014

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn í húsnæði deildarinnar á Siglufirði fimmtudaginn 13. mars kl. 20.  Á dagskrá fundarins verða venjubundin Aðalfundastörf og önnur mál.

17. febrúar 2014 : Skyndihjálparhópurinn æfir sig

Skyndihjálparhópur Rauða kross deilda á Norðurlandi fór um síðustu helgi í sína árlegu æfingaferð.  Hópurinn hefur frá upphafi komið saman á Narfastöðum í Reykjadal  einu sinni á ári og eru  þá rifjuð upp réttu handtökin, farið yfir búnað og settar upp æfingar af ýmsu tagi.  Á næstu vikum munu síðan nýjust meðlimir hópsins taka þátt í  „First-Respnder“ námskeiði á vegum Sjúkraflutningsskólans en flestir innan hópsins hafa þegar lokið slíku námskeiði.  
Hópnum er annars ætlað það hlutverk að vera til taks ef um stóra og alvarlega atburði er að ræða og er því mikilvægt að allir séu sem best undirbúnir.   Fyrir áhugasama þá er er þetta góð leið til að afla sér og viðhalda þekkingu í skyndihjálp en verkefnið er opið öllum.  Viðkomandi geta kynnt sér það frekar með því að setja sig í samband við Rauða krossinn í sinni heimabyggð eða með því að hafa samband á skrifstofu Rauða krossins við Eyjafjörð.
 

14. febrúar 2014 : Söfnuðu fyriri vatnsbrunni í Afríku

Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri unnu á dögunum að verkefni sem þau kölluðu „Áhrif mín á samfélagið.“ Þetta var eins og nafnið bendir til samfélagsverkefni þar sem nemendur skoðuðu hvernig hægt er, stundum með auðveldum hætti að bæta líf okkar og annarra í samfélaginu. Fjórir nemendur; Arney Líf Þórhallsdóttir, Anna Lilja Valdimarsdóttir, Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir og Þóra Katrín Erlendsdóttir, völdu Rauða kross verkefni sem snýr að vatnsbrunnum í Afríku.

14. febrúar 2014 : Söfnuðu fyriri vatnsbrunni í Afríku

Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri unnu á dögunum að verkefni sem þau kölluðu „Áhrif mín á samfélagið.“ Þetta var eins og nafnið bendir til samfélagsverkefni þar sem nemendur skoðuðu hvernig hægt er, stundum með auðveldum hætti að bæta líf okkar og annarra í samfélaginu. Fjórir nemendur; Arney Líf Þórhallsdóttir, Anna Lilja Valdimarsdóttir, Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir og Þóra Katrín Erlendsdóttir, völdu Rauða kross verkefni sem snýr að vatnsbrunnum í Afríku.

11. febrúar 2014 : 112 dagurinn - fjölbreytt námskeið í Kópavogi

Í dag er 112 dagurinn (einn, einn, tveir ) og af því tilefni vill Rauði krossinn í Kópavogi vekja athygli á námskeiðum í skyndihjálp og mikilvægi þess að kunna skyndihjálp.  Með einu símtali í 112  er svo hægt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutninga, lækna og hjúkrunarfólk, hjálparlið Rauða krossins og björgunarsveitanna.

Með því að kunna skyndihjálp er hægt að aðstoða og jafnvel bjarga mannslífi og oftar en ekki er það einmitt einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Þá viljum við vekja athygli á skyndihjálparappi Rauða krossins en það býður upp á kennslu í skyndihjálp á mjög aðgenginlegan hátt. Við hvetjum við þig lesandi góður  til að ná þér í appið í símann, niðurhalning á appinu er ókeypis og er að finna á http://skyndihjalp.is/

Námskeið í boði hjá Rauða krossinum í Kópavogi:

Almenn skyndihjálp. Þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Slys og veikindi barna. Fjallað er um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, appið og annað er tengist skyndihjálp er að finna á http://skyndihjalp.is/

10. febrúar 2014 : Slys og veikindi barna Kópavogi