10 ára tónlistarmaður safnar fyrir Rauða krossinn um jólin
Daron Karl Hancock spilaði á baritonhorn fyrir gesti og gangandi í Byko breiddinni og safnaði 32.160 krónum til styrktar Rauða krossinum.

Fjölbreytt starf Rauða krossins um hátíðirnar
Sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina yfir jólin eins og venjulega. Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólahringinn og Konukot verður einnig opið. Rauði krossinn óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar.

Viðurkenning sjálfboðaliða á opnu húsi
Til að fagna Alþjóðlega mannréttindadeginum og stofndegi Rauða krossins á Íslandi buðu stjórn og starfsfólk Rauða krossins í Reykjavík til opins félagsfundar þann 10. desember.

Ný stefna Rauða krossins í Reykjavík
Stjórn Rauða krossins í Reykjavík hefur samþykkt nýja stefnu fyrir deildina til næstu fimm ára. Í stefnunni er lögð áhersla á einingu félagsins og valdeflandi stuðning við berskjaldað fólk í öllum hverfum borgarinnar.

Fleiri vatnsbrunnar í Malaví
Hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi í Mangochi í Malaví hófst árið 2013 og hafði að markmiði að draga úr barna- og mæðradauða, auka hreinlæti og draga úr sjúkdómum með því að auka aðgengi að hreinu vatni.

Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn samþykkja mannúðarskuldbindingar
Á alþjóðlega mannréttindadeginum og afmælisdegi Rauða krossins á Íslandi, þann 10. desember sl., samþykktu íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi fjórar sameiginlegar skuldbindingar.

Leikskólabörn á Marbakka styrkja börn flóttafólks
Börnin á leikskólanum Marbakka í Kópavogi söfnuðu, ásamt foreldrum sínum, í sjóð handa börnunum sem eru á leið til landsins í hópi flóttamanna frá Sýrlandi.

Formaður Rauða krossins hélt ræðu á alþjóðaráðstefnu
Ræða Sveins Kristinssonar, formanns Rauða krossins á Íslandi á 32. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins í Genf. Ráðstefnuna sækja öll landsfélög Rauða krossins.

Áfallasjóður Rauða krossins á Höfuðborgarsvæðinu
Í gær var undirritað samkomulag deilda Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu um áfallasjóð. Sjóðurinn hefur þann tilgang að aðstoða fólk sem verður fyrir skyndilegu fjárhagslegu áfalli.

Tombólubörnum boðið í bíó
Á þessu ári tókst yfir 300 börnum á Íslandi að safna með ýmsum aðferðum yfir 600 þúsund krónum. Sú fjárhæð nýtist til að hjálpa börnum í Nepal em búa við mun meiri fátækt en þekkist á Íslandi.

Fjölbreytt og frábær matarboð
Verkefnið Brjótum ísinn - bjóðum heim hefur farið vel af stað síðan það byrjaði í sumar. Nú þegar hefur fjöldinn allur af fólki sótt um að taka þátt og bjóða innflytjendum heim til sín eina kvöldstund.

Hver vill ekki vera næs?
Krakkarnir í Grundaskóla á Akranesi voru alla vega ekki í nokkrum vafa. Þau fengu nýlega þau Önnu Láru Steindal og Juan Camilo í heimsókn til að ræða um hvað fjölbreytileikinn færir okkur.

Starfsmaður óskast á Hjálparsíma Rauða krossins
Rauði krossinn leitar að starfsmanni á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 frá og með janúar 2016. Starfið er hægt að vinna hvort heldur sem er í Reykjavík eða á Akureyri.

10 þúsund tonn flutt frá árinu 2009: Rauði krossinn og Eimskip endurnýja samning til fimm ára
Í gær var undirritaður samningur milli Eimskips, Eimskips Flytjanda og Rauða krossins á Íslandi um áframhaldandi samstarf á sviði fatasöfnunar og flutninga.

Samkomulag um neyðarvarnir á Hornafirði
Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Rauða kross deildarinnar á Hornarfirði, Slysavarnarsveitarinnar Framtíðar á Höfn og Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins, um samstarf aðila í neyðarvörnum.

Fatakortum úthlutað á höfuðborgarsvæðinu
Einstaklingar og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu, sem búa við þrengingar, geta nú sótt um fatakort hjá Rauða krossinum. Kortið virkar sem úttektarheimild í verslunum Rauða krossins með notuð föt á höfuðborgarsvæðinu.

Vinahúsið í Grundarfirði sendir hlýju til Hvíta-Rússlands
Vinahús Rauða krossins í Grundarfirði er athvarf fyrir alla þá sem hafa ánægju af góðum félagsskap og vilja láta gott af sér leiða.

13 milljónir til flóttafólks á Grikklandi
Rauði krossinn á Íslandi veitir 13 milljónum króna til að svara kalli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að fjármagna aðkallandi hjálparaðgerðir vegna neyðarástands á Grikklandi.

Hvert heimili verði undirbúið fyrir náttúruhamfarir
Rauði krossinn á Íslandi hóf um síðustu helgi átak sitt, „3 dagar: Viðnámsþróttur almennings á Íslandi við náttúruhamförum“. Verkefnið gengur út á það að fræða almenning um mikilvægi þess að vera við öllu búin þegar kemur að hamförum á Íslandi

Skráðu þig í skyndihjálp
4ra klukkustunda skyndihjálparnámskeið eru haldin mánaðarlega í Rauða krossinum í Kópavogi. Nú er búið að dagsetja námskeið út veturinn og því um að gera að skrá sig.

Fyrsti íslenski sendifulltrúinn á Grikklandi
Páll Biering, dósent í geðhjúkrun við Háskóla Íslands, er nú í sex vikna sendiför í Grikklandi á vegum Rauða krossins. Er þetta í fyrsta sinn sem Rauði krossinn á Íslandi sendir sendifulltrúa til Grikklands.

Met slegið í fatapökkun í Kópavogi
Síðastliðinn miðvikudag pökkuðu sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag öllum barnafötunum sem þeir hafa verið að sauma og prjóna síðastliðna mánuði.

Hrekkjavaka hjá Alþjóðlegum foreldrum
Í gær héldu Alþjóðlegir foreldrar upp á Hrekkjavöku. Húsið var skreytt og mættu bæði foreldrar og börn í búningum. Meira að segja veitingarnar voru skreyttar draugum og graskerum.

Helga Þórólfsdóttir fer sem sendifulltrúi til Írak
Helga Þórólfsdóttir, friðar- og átakafræðingur, hefur verið starfandi sem sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins, ICRC, í Írak um sex mánaða skeið en hún hélt af landi brott til Bagdad í byrjun mars á þessu ári.

Íbúar í Sunnuhlíð prjónuðu teppi fyrir Rauða krossinn
Í síðustu viku fór Aðalheiður, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Kópavogi, í Sunnuhlíð til að taka á móti teppum sem að íbúar þar höfðu prjónað.

Íslenskir sendifulltrúar til Nýju-Gineu og Suður-Súdan
Tveir sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi héldu af stað í krefjandi verkefni í byrjun októbermánaðar.

Menntun með aðstoð mannvina
Lífið er loksins að taka við sér á ný í Moyamba í Síerra Leóne eins og brosin á andlitum þessara unglingsstúlkna bera með sér. Þær eru hluti 150 nemenda í Moyamba sem hljóta menntun fyrir tilstilli mannvina Rauða krossins.

Aftur undir sama þak 40 árum síðar
Í síðustu viku flutti Rauði krossinn í Reykjavík skrifstofu sína og sjálfboðamiðstöð að Efstaleiti 9 þar sem fyrir er landsskrifstofa Rauða krossins. Deildin hefur nú aðsetur á jarðhæð í húsnæðinu, sem áður var að hluta í útleigu.

Tombólubörn styrkja Rauða krossinn
Þessir flottu krakkar komu í gær og afhentu Rauða krossinum í Kópavogi pening sem þau höfðu safnað með því að halda tombólu.

Brotist inn í húsnæði Hveragerðisdeildar
Brotist var inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði aðfararnótt 7. október. Hurð að skrifstofunni virðist hafa verið sparkað upp. Allt var á á rúi og stúi og búið að færa skúffur og skápa og henda öllu á gólfið.
Hundavinir á smáhundadögum í Garðheimum
Síðastliðna helgi voru haldnir smáhundadagar í Garðheimum. Hundavinir Rauða krossins létu sig ekki vanta og stóðu vaktina alla helgina.

Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun
Félagsstarf hælisleitenda fer fram undir dyggri stjórn Julie Ingham, verkefnisstjóra hjá Rauða krossinum í Garðabæ og Hafnarfirði. Hún segir skipta miklu máli að aðstoða hælisleitendur þegar þeir koma til landsins

Hélt námskeið í sálrænum stuðningi í Kabúl
Jóhann Thoroddsen sálfræðingur Rauða krossins hélt tvö námskeið í sálrænum stuðningi í Kabúl í Afganistan á dögunum. Þátttakendur voru starfsmenn endurhæfingarstöðva Alþjóðaráðs Rauða krossins í Kabúl

Skoðunarferð um Akranes og nágrenni með Skagamönnum af erlendum uppruna
Síðastliðinn sunnudag bauð Rauði krossinn á Akranesi íbúum bæjarins af erlendum uppruna í skoðunarferð um Akranes og nágrenni. Ferðin var hluti af verkefninu „Kynning á nærsamfélaginu - Rjúfum einangrun.“

Heimsóknavinir rjúfa einangrun og einsemd
Meðal margra sjálfboðaliða Rauða krossins eru um 450 heimsóknavinir um allt land. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að rjúfa einsemd og einangrun fólks sem af einhverjum ástæðum hefur misst samband við aðra

Hjálpum flóttafólki!
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja fjársöfnun til að styðja flóttafólk. Umræðan um flóttafólk hefur ekki farið framhjá neinum undanfarna daga. Vandamálið sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir er aðkallandi en fjöldi flóttamanna hefur aldrei verið meiri í mannkynssögunni
Við getum múltitaskað
Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum.

Grín og glens á sjálfboðaliðagleði
Síðastliðinn fimmtudag var haldin sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Um 40 manns mættu á skemmtunina sem vakti mikla lukku. Nóg var af dýrindis mat og ekki voru skemmtiatriðin af verri endanum.

Sjálfboðaliðar mæta galvaskir í vetrarstarfið
Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Árnessýslu í verkefninu Föt sem framlag komu saman á ný eftir gott sumarfrí. Fyrsti fundur var á léttu nótunum með súpu og spjalli

220 hafa leitað hælis á Íslandi á einu ári - Viltu þú taka þátt í félagsstarfi?
Eitt ár er liðið frá því að Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur þann 25.08.2015. Á þessu eina ári hafa 220 manns sótt um hæli á Íslandi.

Samstaða um mannúð og réttaröryggi
Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttars Proppé birti á mánudag er stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi.
Flóttafólk á réttindi - Viðtal við Elhadj As Sy
Evrópulönd geta ekki vísað frá sér ábyrgðinni á örlögum flóttafólks, sem nú streymir yfir Miðjarðarhafið frá stríðshrjáðum löndum á borð við Sýrland og Írak, segir framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Uppbygging neyðarvarna í Armeníu og Georgíu
Rauði krossinn á Íslandi hefur síðan 2010 tekið þátt í uppbyggingu neyðarvarna í Armeníu og Georgíu. Náttúruhamfarir eru algengar í löndunum, en bæði löndin liggja á jarðskjálftasvæði.

Seldu dótið sitt til styrktar Rauða krossinum.
Systurnar Katla Móey og Salka Heiður héldu bílskúrssölu heima hjá sér og gekk glimrandi vel að selja. Afraksturinn, 34.423 kr., komu þær með í Rauða krossinn í Kópavogi sem sér svo um að styrkurinn nýtist börnum sem á þurfa að halda.

Fatagámur sendur til Hvíta-Rússlands
Rauði krossinn á Íslandi hefur sent af stað fatagám til Hvíta-Rússlands sem inniheldur rúmlega 11 tonn af fatnaði. Áfangastaðurinn er Grodno í vesturhluta landsins. Mikil fátækt ríkir í dreifbýlum svæðum Hvíta-Rússlands

Tveir sendifulltrúar til Nepal
Þau Ellen Stefanía Björnsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, og Alexandar Knežević, rafiðnfræðingur, eru á leið til Nepal til mannúðarstarfa á vegum Rauða krossins á Íslandi.

Fimm sendifulltrúar hafa tekið þátt í hjálparstarfinu í Nepal
Ástandið í Nepal er enn mjög erfitt og margir sem enn þarfnast aðstoðar. Rauði krossinn á Íslandi brást við með því að hefja neyðarsöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna og sendi strax á vettvang sendifulltrúa.

Tveir sendifulltrúar í viðbót til Nepal
Rauði krossinn á Íslandi hefur sent tvo nýja sendifulltrúa til starfa í Nepal. Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Ágústa Hjördís Kristinsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur eru komnar til Chautara í norðurhluta Nepal

Sumarlokun Rauða krossins í Kópavogi
Rauðakrosshúsið í Kópavogi verður lokað frá 1. júlí til 3. ágúst. Ef erindið er áríðandi vinsamlega hafið samband við Landsskrifstofu Rauða krossins í síma 570 4000

Íslenskur sendifulltrúi til Jemen
Páll Biering, dósent í geðhjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, er lagður af stað í sendiför til Jemen og Djibútí á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Páll ferðast til hafnarborgarinnar Aden í gegnum Djibútí þar sem hann mun hafa vinnuaðstöðu.

Brjótum ísinn - bjóðum heim! Nýtt verkefni Rauða krossins í Kópavogi
Langar þig að kynnast nýju fólki og fræðast um ólíka menningarheima? Brjótum ísinn – bjóðum heim er verkefni þar sem íslenskar fjölskyldur bjóða innflytjendum heim eina kvöldstund í kvöldverð og spjall. Hver fjölskylda býður heim í eitt skipti.

Hárkompan með Rauða kross dag.
Starfsfólk Hárkompunnar, hársnyrtistofu á Akureyri, styrktu starf Rauða krossins með því að halda svo kallaðan Rauða kross dag 18. júní sl. Þann dag klipptu þau viðskiptavinu og létu allan ágóða dagsins renna til Rauða krossin við Eyjafjörð.

Skemmtu sér frábærlega í íslenskri náttúru
Það var mikil gleði í loftinu nú undir lok maí þegar 45 manna hópur hælisleitanda, og þar af níu börn, fékk einstakt tækifæri til að fara á vinsælustu ferðamannastaði Íslands; Gullfoss, Geysi og Þingvelli.

CCP veitti Rauða krossinum 13,8 milljónir vegna Nepal
Starfsfólk CCP veitti fulltrúum Rauða krossins á Íslandi 13,8 milljónir króna, 103.650 þúsund dalir, til mannúðar- og hjálparstarfs í Nepal.

Nemendur Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar styrkja Nepal
Nemendur Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar gáfu út geisladisk í maímánuði 2015 með þeim verkefnum sem þeir fluttu á vortónleikum sínum og seldu á 1000 krónur.

Vorfagnaður Eyjafjarðardeildar 2015
Vorfagnaður Rauða krossins við Eyjafjörð var haldinn í gær þann 28. maí. Mætingin var feikna góð og var mikil stemming en alls mættu um 60 sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu.

Listsýning í Læk 2015
Á vordögum var haldin listsýning í Læk í tengslum við hátíðina „List án landsmæra“. Sýningin var haldin í listsköpunarherbergi Lækjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, í Hafnarfirði.

Prjónakaffi í Kópavogi
Miðvikudaginn 27. maí verður prjónakaffi hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Við bjóðum alla sjálfboðaliða deildarinnar í verkefninu Föt sem framlag velkomna

Neyðarsöfnun vegna Nepal
Þann 25. apríl síðastliðinn skók risajarðskjálfti Nepal. Annar skjálfti reið yfir þann 12. maí. Fórnarlömbin telja hátt í 10 þúsund manns þegar þetta er skrifað. Rúmlega 20 þúsund eru slasaðir og milljónir fjölskyldna hafa misst heimili sín.

Alvogen heldur styrktartónleika fyrir börn í Nepal
Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ákveðið að halda styrktartónleika í Hörpu þann 6. júní næstkomandi í samstarfi við Rauða krossinn og UNICEF en samtökin standa nú fyrir neyðarsöfnun til styrktar þolendum jarðskjáltans mikla í Nepal.

Augnabliksmyndir af vettvangi hjálparstarfs í Nepal
Þann 25. apríl s.l. reið jarðskjálfti yfir Nepal að styrkleika 7.8 á Richter. Átta dögum síðar var norska ERUteymið búið að koma upp neyðarsjúkrahúsi á fótboltavelli í Chautara í norðurhluta Nepal.

Ótrúleg saga Laxmi í Chautara
Laxmi er 72 ára og býr í litlu þorpi í um 40 mínútna fjarlægð frá Chautara í norðurhluta Nepal, þar sem norski Rauði krossinn starfrækir tjaldsjúkrahús.

Pokasjóður styrkir neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi
Stjórn Pokasjóðs hefur ákveðið að styrkja neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi um fimm milljónir króna. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl síðastliðinn og annar slíkur þann 12. maí.

Heilsugæsla á hjólum fyrir sýrlenska flóttamenn
Um þessar mundir eru hátt í 1,2 milljón sýrlenskra flóttamanna í nágrannalandinu Líbanon. Erfitt er að ímynda sér álagið sem flóttafólkið glímir við og þá einnig líbanska þjóðin sem telur aðeins 4,5 milljónir.
Tveir sendifulltrúar til viðbótar fara til Nepal
Rauði krossinn á Íslandi hefur sent tvo sendifulltrúa til viðbótar til starfa í Nepal vegna neyðarástands í kjölfar jarðskjálftans í síðasta mánuði; Helgu Pálmadóttur hjúkrunarfræðing og Elínu Jónasdóttir sálfræðing.

Ungar stúlkur styrkja Nepal
Þessar ungu stúlkur gengu hús úr húsi til að safna pening til styrktar börnum í Nepal. Þær mættu síðan með afraksturinn til Rauða krossins í Kópavogi.

Börn og umhverfi Patreksfirði
Rauði krossinn í Barðastrandasýslu heldur námskeiðið Börn og umhverfi, fyrir einstaklinga á aldrinum 11-15 ára, 15. maí kl. 14-18 og 16. maí kl. 10-14 í Patreksskóla.

Rauði krossinn í Kópavogi 57 ára
Í dag fagnar Rauði krossinn í Kópavogi 57 ára afmæli en deildin var stofnuð 12. maí 1958. Í tilefni dagsins rifjum við stuttlega upp sögu deildarinnar.
Nýr rekstrarsamningur Lautar
Á dögunum skrifuðu fulltrúar Rauða krossins í Eyjafirði og Geðvernarfélags Akureyrar undir nýjan rekstrarsamning við Akureyrarbæ vegna starfsemi Lautarinnar

Heimsóknavinanámskeið Kópavogi
Rauði krossinn óskar eftir heimsóknavinum. Heimsóknavinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til þeirra sem eftir því óska. Heimsóknir eru á einkaheimili og á stofnanir.

Börn og umhverfi Suðurnesjum
Haldið verður námskeið fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára ( 12 ára á árinu)og fer fram dagana 11/5 – 15/5 2015 ( fjögur kvöld, ekki uppstigningardag) frá kl. 18.00-21.00

Soffía doula heimsækir Alþjóðlega foreldra
Í dag fengu Alþjóðlegir foreldrar heimsókn frá Soffíu Bæringsdóttur, doulu. Soffía er lærð doula og rekur vefverslunina Hönd í hönd.

Allt til reiðu í Chautara í Nepal
Tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Chautara í Norðurhluta Nepal er nú tilbúið og heilbrigðisstarfsfólk hefur síðustu daga hlúð að slösuðu fólki

Rauði krossinn við Eyjafjörð styrkir Nepal
Rauði krossinn við Eyjafjörð ákvað í síðustu viku að leggja 300.000 krónur til hjálparstarfsins í Nepal

Kvenfélagið Baldursbrá aðstoðar Rauða krossinn
Kvenfélagið Baldursbrá hefur í vetur lagt Rauða krossinum lið með þátttöku sinni í verkefninu „Föt sem framlag „.

Börn og umhverfi Kópavogi
Börn og umhverfi námskeið hjá Rauða krossinum í Kópavogi verður haldið dagana 4., 5., 6. og 7. maí.

Börn og umhverfi Kópavogi
Börn og umhverfi námskeið hjá Rauða krossinum í Kópavogi verður haldið dagana 4., 5., 6. og 7. maí.

Fatamarkaður í Kolaportinu
Sunnudaginn 3. maí verður fjáröflunarhópur Rauða krossins í Kópavogi með úrval af prjónafatnaði til sölu.

Sameining deilda Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ
Deildir Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ runnu saman í eina deild á fundi sem haldinn var í gær

Börn og umhverfi Sauðárkrók 2015
Rauði krossinn í Skagafirði heldur námskeiðið Börn og umhverfi fyrir einstaklinga á aldrinum 12-16 ára (fædd 1999 - 2003).

Fatamarkaður í Kolaportinu
Sunnudaginn 3. maí verður fjáröflunarhópur Rauða krossins í Kópavogi með úrval af prjónafatnaði til sölu.

Prjónakaffi í Kópavogi
Miðvikudaginn 29. apríl verður prjónakaffi hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Við bjóðum alla sjálfboðaliða deildarinnar í verkefninu Föt sem framlag velkomna

Fyrsti sendifulltrúinn á leið til Nepal
Ríkarður Már Pétursson rafiðnfræðingur er fyrsti sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi sem fer til hjálparstarfa í Nepal

Yfir 2000 sendifulltrúar komnir til Nepal
Þegar þetta er skrifað er tala látinna eftir jarðskjálftann í Nepal komin yfir 3700. Um 15 þúsund fjölskyldur hafa misst heimili sín.

Börn og umhverfi Selfossi
Rauði krossinn í Árnessýslu heldur námskeiðið Börn og umhverfi, fyrir einstaklinga á aldrinum 11-15 ára dagana 27. til 30. apríl

Börn og umhverfi Borgarnesi
Börn og umhverfi námskeið verður haldið hjá Rauða krossinum í Borgarfirði dagana 27.-30 apríl frá 16-19 alla dagana.

Börn og umhverfi 2015 Akureyri
Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur námskeiðið Börn og umhverfi ætlað ungmennum fædd á árinu 2003 og eldri.

Hildarleikur í hafi: hvað getum við gert?
Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa

Framhaldsaðalfundur Rauða krossins í Reykjavík
Framhaldsaðalfundur Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 21. apríl 2015,kl. 17:00

Mannúðarverkefni í Hvíta-Rússland
Fréttaþyrstir Mannvinir Rauða krossins hafa líklega tekið eftir umfjöllun Fréttastofu RÚV og Kastljóssins á dögunum um mannúðarverkefni Hvíta-Rússlandi

Sendifulltrúar til starfa í Jemen
Elín Jakobína Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, og Jón Magnús Kristjánsson, læknir, eru á leið til Jemen ásamt skurðteymi Alþjóða Rauða krossins

Styður fatlaða og stríðshrjáða í Afganistan
Alberto Cairo er sannkölluð goðsögn í lifanda lífi. Hann hefur varið síðustu 25 árum starfsævi sinnar í Afganistan

Fjölmenningarkaffi Rauða krossins í Kópavogi
Vikan 14.-21. mars er Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti.

Fatapökkun í Kópavogi
Í síðastliðinni viku var fatapökkun hjá sjálfboðaliðunum í verkefninu Föt sem framlag.
Norðlenska styrkir Laut
Norðlenska ehf. tók í desember sl. þátt í verkefninu Geðveik jól á vegum RUV. Verkefninu er ætlað að minna á mikilvægi geðheilsu á vinnustöðum

Ársskýrsla Hafnarfjarðardeildar 2014
Aðalfundur Rauða krossins í Hafnarfirði var haldinn þann 12. mars síðastliðinn. Þar var ársskýrsla deildarinnar fyrir árið 2014 kynnt.

Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn þann 12. mars 2015. Fundurinn var þægilegur og skemmtilegur en hefði mátt vera fjölmennari

Kátir krakkar styrkja Rauða krossinn
Þessir kátu krakkar komu í Rauða krossinn í Kópavogi á dögunum með pening sem þau höfðu safnað á tombólu.

Neyðarhjálp til Sýrlands
Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt hjálparstarf í Sýrlandi allt frá því átök brutust út árið 2011. Miklu fé hefur verið varið í starfið

Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2015 klukkan 20 í Hamraborg 11, 2. hæð.