
Nemendur Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar styrkja Nepal
Nemendur Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar gáfu út geisladisk í maímánuði 2015 með þeim verkefnum sem þeir fluttu á vortónleikum sínum og seldu á 1000 krónur.

Vorfagnaður Eyjafjarðardeildar 2015
Vorfagnaður Rauða krossins við Eyjafjörð var haldinn í gær þann 28. maí. Mætingin var feikna góð og var mikil stemming en alls mættu um 60 sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu.

Listsýning í Læk 2015
Á vordögum var haldin listsýning í Læk í tengslum við hátíðina „List án landsmæra“. Sýningin var haldin í listsköpunarherbergi Lækjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, í Hafnarfirði.

Prjónakaffi í Kópavogi
Miðvikudaginn 27. maí verður prjónakaffi hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Við bjóðum alla sjálfboðaliða deildarinnar í verkefninu Föt sem framlag velkomna

Neyðarsöfnun vegna Nepal
Þann 25. apríl síðastliðinn skók risajarðskjálfti Nepal. Annar skjálfti reið yfir þann 12. maí. Fórnarlömbin telja hátt í 10 þúsund manns þegar þetta er skrifað. Rúmlega 20 þúsund eru slasaðir og milljónir fjölskyldna hafa misst heimili sín.

Alvogen heldur styrktartónleika fyrir börn í Nepal
Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ákveðið að halda styrktartónleika í Hörpu þann 6. júní næstkomandi í samstarfi við Rauða krossinn og UNICEF en samtökin standa nú fyrir neyðarsöfnun til styrktar þolendum jarðskjáltans mikla í Nepal.

Augnabliksmyndir af vettvangi hjálparstarfs í Nepal
Þann 25. apríl s.l. reið jarðskjálfti yfir Nepal að styrkleika 7.8 á Richter. Átta dögum síðar var norska ERUteymið búið að koma upp neyðarsjúkrahúsi á fótboltavelli í Chautara í norðurhluta Nepal.

Ótrúleg saga Laxmi í Chautara
Laxmi er 72 ára og býr í litlu þorpi í um 40 mínútna fjarlægð frá Chautara í norðurhluta Nepal, þar sem norski Rauði krossinn starfrækir tjaldsjúkrahús.

Pokasjóður styrkir neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi
Stjórn Pokasjóðs hefur ákveðið að styrkja neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi um fimm milljónir króna. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl síðastliðinn og annar slíkur þann 12. maí.

Heilsugæsla á hjólum fyrir sýrlenska flóttamenn
Um þessar mundir eru hátt í 1,2 milljón sýrlenskra flóttamanna í nágrannalandinu Líbanon. Erfitt er að ímynda sér álagið sem flóttafólkið glímir við og þá einnig líbanska þjóðin sem telur aðeins 4,5 milljónir.
Tveir sendifulltrúar til viðbótar fara til Nepal
Rauði krossinn á Íslandi hefur sent tvo sendifulltrúa til viðbótar til starfa í Nepal vegna neyðarástands í kjölfar jarðskjálftans í síðasta mánuði; Helgu Pálmadóttur hjúkrunarfræðing og Elínu Jónasdóttir sálfræðing.

Ungar stúlkur styrkja Nepal
Þessar ungu stúlkur gengu hús úr húsi til að safna pening til styrktar börnum í Nepal. Þær mættu síðan með afraksturinn til Rauða krossins í Kópavogi.

Börn og umhverfi Patreksfirði
Rauði krossinn í Barðastrandasýslu heldur námskeiðið Börn og umhverfi, fyrir einstaklinga á aldrinum 11-15 ára, 15. maí kl. 14-18 og 16. maí kl. 10-14 í Patreksskóla.

Rauði krossinn í Kópavogi 57 ára
Í dag fagnar Rauði krossinn í Kópavogi 57 ára afmæli en deildin var stofnuð 12. maí 1958. Í tilefni dagsins rifjum við stuttlega upp sögu deildarinnar.
Nýr rekstrarsamningur Lautar
Á dögunum skrifuðu fulltrúar Rauða krossins í Eyjafirði og Geðvernarfélags Akureyrar undir nýjan rekstrarsamning við Akureyrarbæ vegna starfsemi Lautarinnar

Heimsóknavinanámskeið Kópavogi
Rauði krossinn óskar eftir heimsóknavinum. Heimsóknavinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til þeirra sem eftir því óska. Heimsóknir eru á einkaheimili og á stofnanir.

Börn og umhverfi Suðurnesjum
Haldið verður námskeið fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára ( 12 ára á árinu)og fer fram dagana 11/5 – 15/5 2015 ( fjögur kvöld, ekki uppstigningardag) frá kl. 18.00-21.00

Soffía doula heimsækir Alþjóðlega foreldra
Í dag fengu Alþjóðlegir foreldrar heimsókn frá Soffíu Bæringsdóttur, doulu. Soffía er lærð doula og rekur vefverslunina Hönd í hönd.

Allt til reiðu í Chautara í Nepal
Tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Chautara í Norðurhluta Nepal er nú tilbúið og heilbrigðisstarfsfólk hefur síðustu daga hlúð að slösuðu fólki

Rauði krossinn við Eyjafjörð styrkir Nepal
Rauði krossinn við Eyjafjörð ákvað í síðustu viku að leggja 300.000 krónur til hjálparstarfsins í Nepal

Kvenfélagið Baldursbrá aðstoðar Rauða krossinn
Kvenfélagið Baldursbrá hefur í vetur lagt Rauða krossinum lið með þátttöku sinni í verkefninu „Föt sem framlag „.

Börn og umhverfi Kópavogi
Börn og umhverfi námskeið hjá Rauða krossinum í Kópavogi verður haldið dagana 4., 5., 6. og 7. maí.

Börn og umhverfi Kópavogi
Börn og umhverfi námskeið hjá Rauða krossinum í Kópavogi verður haldið dagana 4., 5., 6. og 7. maí.

Fatamarkaður í Kolaportinu
Sunnudaginn 3. maí verður fjáröflunarhópur Rauða krossins í Kópavogi með úrval af prjónafatnaði til sölu.