
Sumarlokun Rauða krossins í Kópavogi
Rauðakrosshúsið í Kópavogi verður lokað frá 1. júlí til 3. ágúst. Ef erindið er áríðandi vinsamlega hafið samband við Landsskrifstofu Rauða krossins í síma 570 4000

Íslenskur sendifulltrúi til Jemen
Páll Biering, dósent í geðhjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, er lagður af stað í sendiför til Jemen og Djibútí á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Páll ferðast til hafnarborgarinnar Aden í gegnum Djibútí þar sem hann mun hafa vinnuaðstöðu.

Brjótum ísinn - bjóðum heim! Nýtt verkefni Rauða krossins í Kópavogi
Langar þig að kynnast nýju fólki og fræðast um ólíka menningarheima? Brjótum ísinn – bjóðum heim er verkefni þar sem íslenskar fjölskyldur bjóða innflytjendum heim eina kvöldstund í kvöldverð og spjall. Hver fjölskylda býður heim í eitt skipti.

Hárkompan með Rauða kross dag.
Starfsfólk Hárkompunnar, hársnyrtistofu á Akureyri, styrktu starf Rauða krossins með því að halda svo kallaðan Rauða kross dag 18. júní sl. Þann dag klipptu þau viðskiptavinu og létu allan ágóða dagsins renna til Rauða krossin við Eyjafjörð.

Skemmtu sér frábærlega í íslenskri náttúru
Það var mikil gleði í loftinu nú undir lok maí þegar 45 manna hópur hælisleitanda, og þar af níu börn, fékk einstakt tækifæri til að fara á vinsælustu ferðamannastaði Íslands; Gullfoss, Geysi og Þingvelli.

CCP veitti Rauða krossinum 13,8 milljónir vegna Nepal
Starfsfólk CCP veitti fulltrúum Rauða krossins á Íslandi 13,8 milljónir króna, 103.650 þúsund dalir, til mannúðar- og hjálparstarfs í Nepal.