
220 hafa leitað hælis á Íslandi á einu ári - Viltu þú taka þátt í félagsstarfi?
Eitt ár er liðið frá því að Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur þann 25.08.2015. Á þessu eina ári hafa 220 manns sótt um hæli á Íslandi.

Samstaða um mannúð og réttaröryggi
Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttars Proppé birti á mánudag er stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi.
Flóttafólk á réttindi - Viðtal við Elhadj As Sy
Evrópulönd geta ekki vísað frá sér ábyrgðinni á örlögum flóttafólks, sem nú streymir yfir Miðjarðarhafið frá stríðshrjáðum löndum á borð við Sýrland og Írak, segir framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Uppbygging neyðarvarna í Armeníu og Georgíu
Rauði krossinn á Íslandi hefur síðan 2010 tekið þátt í uppbyggingu neyðarvarna í Armeníu og Georgíu. Náttúruhamfarir eru algengar í löndunum, en bæði löndin liggja á jarðskjálftasvæði.

Seldu dótið sitt til styrktar Rauða krossinum.
Systurnar Katla Móey og Salka Heiður héldu bílskúrssölu heima hjá sér og gekk glimrandi vel að selja. Afraksturinn, 34.423 kr., komu þær með í Rauða krossinn í Kópavogi sem sér svo um að styrkurinn nýtist börnum sem á þurfa að halda.

Fatagámur sendur til Hvíta-Rússlands
Rauði krossinn á Íslandi hefur sent af stað fatagám til Hvíta-Rússlands sem inniheldur rúmlega 11 tonn af fatnaði. Áfangastaðurinn er Grodno í vesturhluta landsins. Mikil fátækt ríkir í dreifbýlum svæðum Hvíta-Rússlands