12658008_747760448688189_4195733675982662829_o

29. janúar 2016 : Nytjahúsið á Egilsstöðum í nýtt húsnæði

Nytjahúsið á Egilsstöðum opnar á nýjum stað að Dynskógum 4, laugardaginn 30. janúar klukkan 12.00. Verslunin kemur til með að stækka heilmikið við flutningana.

12646750_10154585519883345_8460143507312628535_o

28. janúar 2016 : Hulda ofursjálfboðaliði fagnar stórafmæli

Af því tilefni fékk hún afhenta dekurstund og blómvönd frá stjórn, starfsfólki og samstarfssjálfboðaliðum í Kópavogsdeild þegar hún mætti í mánaðarlegt prjónakaffi í gær.

12540600_745184395612461_2963361367294607021_n

27. janúar 2016 : Næsta skref - Jafna stöðu flóttafólks

Í síðustu viku komu hingað 35 sýrlenskir flóttamenn; sex fjölskyldur sem nú fá aðstoð hins opinbera og Rauða krossins til að aðlagast íslensku samfélagi. 

Mynd2

27. janúar 2016 : Tilnefningar til stjórnar Rauða krossins.

Með vísan í 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi sem samþykkt voru á aðalfundi 19. maí 2012, svo og í verklagsreglur kjörnefndar, er deildum Rauða krossins á Íslandi hér með tilkynnt að kjörnefnd hefur tekið til starfa.

12491814_744787215652179_2604516105574429872_o

22. janúar 2016 : Tómstundasjóður fyrir flóttamannabörn

Sjóðurinn er ætlaður barnafjölskyldum úr röðum flóttafólks til að greiða fyrir afþreyingu svo sem námskeið, tónlistarnám, íþróttaiðkun eða annað sem hjálpar og gleður yngri kynslóðina.

11700973_744787212318846_672932406918186897_o

21. janúar 2016 : Flóttamenn boðnir velkomnir

Rauði krossinn í Eyjafirði bauð flóttafólkið frá Sýrlandi í mat í húsnæði sínu þegar það kom til Akureyrar ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins og fulltrúum frá Akureyrarbæ.

2044_738012209663013_2691604060686267785_n

12. janúar 2016 : Helga Pálmadóttir til starfa í Suður-Súdan

Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, verður við störf í Suður-Súdan næstu vikur á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins. Þetta er önnur sendiför Helgu á vegum Rauða krossins. 

Logo-1717-nytt

12. janúar 2016 : Aukning á Hjálparsímanum 1717

Á árinu 2015 bárust til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallinu 1717.is rúmlega 15 þúsund símtöl og spjöll. Þetta er aukning um 11% milli ára.

IMG_0814_480

12. janúar 2016 : Sjálfboðaliðagleði Rauða krossins í Kópavogi

Í gær hélt Rauði krossinn upp á alþjóðadag sjálfboðaliðans sem er 5. desember. Gleðin frestaðist vegna óveðurs í desember en sjálfboðaliðar létu það ekki á sig fá og mættu hressir og kátir í gærkvöldi.

64491_738016276329273_247629382394250884_n

4. janúar 2016 : Gefðu dósapening til góðgerðarmála

Rauði krossinn minnir viðskiptavini Endurvinnslunnar á góðgerðarkortin en með þeim er hægt að styrkja gott málefni með einföldum hætti.

IMG_7941

1. janúar 2016 : Nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins

Stjórn Rauða krossins á Íslandi samþykkti einróma á fundi sínum í gær ráðningu Kristínar S. Hjálmtýsdóttur í starf framkvæmdastjóra. Starfið var auglýst af Hagvangi í nóvember.