
Ný búð opnuð á Skólavörðustíg
Á laugardaginn opnaði Rauði krossinn nýja verslun að Skólavörðustíg 12. Í þessari nýju verslun verður sérstök áhersla lögð á merkjavöru og vandaðar flíkur.

Ársskýrsla Rauða krossins í Reykjavík
Ársskýrslu Rauða krossins í Reykjavík 2015 er komin út. Fjallað er um starf deildarinnar með berskjölduðu fólki í borginni á viðburðaríku ári.

Aðalfundur Rauða krossins í Mosfellsbæ
Aðalfundur Rauða krossins í Mosfellsbæ verður haldinn mánudaginn 14. mars kl. 18:00 í húsnæði deildarinnar að Þverholti 7, Mosfellsbæ.

Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfskrafti
Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot sem er athvarf fyrir heimilislausar konur.

Viðurkenning fyrir skyndihjálparafrek
Í tilefni af 112 deginum veitti Hveragerðisdeild Rauða krossins viðurkenningu fyrir skyndihjálparafrek á síðasta ári. Þá bjargaði Hannes Kristjánsson lífi konu sinnar Huldu Bergrósar Stefánsdóttur.

Undirbúa landsmenn fyrir hamfarir
Rauði krossinn er að fara af stað með átak sitt 3 dagar en verkefnið gengur út á að fræða almenning um mikilvægi þess að vera við öllu búinn þegar kemur að hamförum á Íslandi.

Prjónar fyrir hjálparstarf
Sigríður A. Ingvarsdóttir kemur reglulega frá Akranesi og færir Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík fullan poka af fallegum vettlingum. Þeir fara í búðir sjúkrahúsanna og seljast þar eins og heitar lummur.

Skráning hafin á Börn og umhverfi námskeiðin
Börn og umhverfi námskeiðin eru alltaf jafn vinsæl og er skráning nú komin á fullt. Rauði krossinn í Kópavogi er búinn að setja upp fjögur námskeið þetta vorið, 7.-10. mars, 4.-7. apríl, 9.-12. maí og 23.-26. maí.
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi verður haldinn mánudaginn 14. mars næstkomandi klukkan 20:00 í Rauðakrosshúsinu, Hamraborg 11, 2. hæð, Kópavogi.

Aðalfundur Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ
Aðalfundur Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldinn þriðjudaginn 8. mars kl. 18:00 í húsnæði deildarinnar að Strandgötu 24, Hafnarfirði.

Karen Sæberg er skyndihjálparmaður ársins
Hin 7 ára gamla Karen Sæberg Guðmundsdóttir varð fyrir valinu, Skyndihjálparmaður ársins 2015. Hún hlaut viðurkenninguna við hátíðlega athöfn á 1-1-2 daginn sem haldin var í húsi Neyðarlínunnar í Skógarhlíð.

Rauðakrossbúðin á Laugarvegi 116 opnuð á ný eftir breytingar
Rauðakrossbúðin að Laugavegi 116 er opin á ný eftir miklar breytingar. Það er ekki annað hægt að segja en að verslunin sé stór glæsileg og viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum og iðnaðarmönnum sem gerðu þetta allt að veruleika.

Aðalfundur Rauða krossins í Árnessýslu
Aðalfundur Árnesingadeildar Rauða krossins verður haldinn mánudaginn 7. mars 2016, kl. 20:00 í húsi Rauða krossins að Eyravegi 23, Selfossi.

Viðurkenning sjálfboðaliða á Hornarfirði
Aðalfundir Rauða krossins í Hornafirði var haldinn þann 16. febráur. Á fundunum var tækifærið notað til að heiðra öfluga sjáflboðaliða. Þeir sem hlutu viðurkenningar voru prjónahópurinn Ekran fyrir öflugt sjálfboðastarf.

Sjálfboðaliðar í Vík fengu viðurkenningu
Aðalfundur Víkurdeildar Rauða krossins var haldinn 17. febrúar. Á fundinn mættu Sveinn Kristinsson formaður og Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

Sjálfboðaliðar fengu skemmtilega heimsókn á öskudaginn
Á öskudag komu sjálfboðaliðar í Föt sem framlagi í Garðabæ saman til að pakka í ungbarnapakka fyrir Hvíta-Rússland.

49 hælisumsóknir í janúar
Í janúar bárust 49 umsóknir um hæli á Íslandi frá einstaklingum frá níu löndum. Til samanburðar bárust fjórtán hælisumsóknir í janúar árið 2015 þannig að um er að ræða rúmlega þreföldun umsókna miðað við sama tímabil í fyrra.

1-1-2 dagurinn er í dag
112-dagurinn hefur verið haldinn hér á landi samfleytt frá árinu 2005. Að þessu sinni er áhersla lögð á umfjöllun
um almannavarnir

Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík
Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 10. mars, 2016, í húsnæði deildarinnar að Efstaleiti 9. Fundurinn hefst kl. 17:30.

Samstarf við Rauða krossinn í Grænlandi
Rauði krossinn á Íslandi og Rauði krossinn á Grænlandi hafa undirritað samstarfssamning til næstu þriggja ára um uppbyggingu ungmenna- og sjálfboðastarfs í Nuuk

Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna veðurs
Rauði krossinn í Barðastrandasýslu opnaði fjöldahjálparstöð í gær þegar rýma þurfti 6 hús á reit 4 á Patreksfirði. Lögreglan kallaði út deildina sem brást við og mættu sjálfboðaliðar í Fosshótel á Patreksfirði.

Velkomin til Evrópu
Páll Stefánsson, ljósmyndari og sjálfboðaliði Rauða krossins var með erindi um flóttamenn í máli og myndum hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð

Sigurborg heklar fyrir börn í Hvíta - Rússlandi
Félag eldri borgara á Eskifirði eru sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag og sjá um að framleiða ungbarnapakka sem sendir eru í hjálparstarf til Hvíta-Rússlands. Sigurborg er ein þeirra.

Samið um rekstur Lækjar
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ og Hafnarfjarðarbær gerðu á dögunum með sér samning um rekstur Lækjar – athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, á árinu 2016.