
Rauði krossinn þakkar Ólafi Ragnari fyrir vel unnin störf
Seldu loomarmbönd
Erika Ósk og Guðlaug María seldu loomarmbönd fyrir 5.841 kr og færðu Rauða krossinum á Íslandi söluandvirðið.

Tombóla í Borgarnesi
Birta Kristín og Rakel Lea héldu tombólu í anddyrinu á Nettó í Borgarnesi og söfnuðu fyrir Rauða krossinn 14.275 krónum.

Tombóla í Ögurhvarfi
Atli Katrínarson hélt tombólu fyrir framan Bónus í Ögurhvarfi og safnaði 4.330 krónum fyrir Rauða krossinn.

Tombóla í Bolungarvík
Sara S Hafþórsdóttir og Agnes Eva Hjartardóttir söfnuðu 7.000 krónum fyrir Rauða krossinn fyrir utan Samkaup í Bolungarvík.

Vegna atburðanna í Frakklandi!
Hjálparsími Rauða krossins 1717 (00-354-580-1710 frá útlöndum) veitir sálrænan stuðning vegna atburðanna í Nice í samstarfi við utanríkisráðuneytið.

Söfnuðu fyrir flóttabörn
Þessar duglegu stúlkur á Egilsstöðum tóku upp á því einn daginn að safna fyrir flóttabörn og gengu í hús í hverfinu sínu sem er Selbrekka.

Gengu í hús í Kópavogi
Þórunn Erla, Matthildur Elín og Harpa gengu í hús í Lindahverfi í Kópavogi og söfnuðu 16.000 krónum fyrir Rauða krossinn.

Tombóla við Grímsbæ
Auður Mjöll, Þóra Fanney, Ronja og Ingunn héldu tombólu fyrir utan Grímsbæ og söfnuðu 3.070 krónum sem þær gáfu til Rauða krossins.

Tombóla á Akureyri
Nína Rut og Aldís Eva teiknuðu myndir sem þær gengu með í hús og buðu til kaups. Þær söfnuðu 1.650 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með.

Gaf hluta af laununum sínum
Hún Þóra Katrín Erlendsdóttir er nemandi í MA og hefur eins og fleiri jafnaldrar hennar nýtt sumarið til að afla sér tekna.

„Hvar er Ísland? Erum við velkomin þangað?“
Tombóla á Vatnsleysuströnd
Sara Ósk og Sara Líf héldu tombólu fyrir utan matvörubúðina á Vogum á Vatnsleysuströnd. Þær stóðu sig ofboðslega vel og söfnuðu 13.506 kr.

Héldu tombólu við Miðbæ
Emma og Þórhildur söfnuðu 4.500 krónum fyrir Rauða krossinn með því að selja dótið sitt á tombólu við verslunina Miðbæ við Háaleitisbraut.

Tombóla í Vestmannaeyjum
Þær Silvia, Sara, Lea, Lotta og Anna í Vestmannaeyjum héldu tombólu og gáfu Rauða krossinum 5.585 krónur.