Vinkonur söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Þær Katla Bríet Björgvinsdóttir og Auður Katrín Linnet Björnsdóttir héldu tombólu í Austurveri og seldu origami sem þær höfðu föndrað og kort.

Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík
Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 17.30.
Samstarfsyfirlýsing við utanríkisráðuneytið undirrituð
Eftir þinn dag
Félög sem starfa að almannaheillum og alþjóðlegri þróunarsamvinnu gáfu út upplýsingabækling um erfðagjafir nú í janúar.

Hundavinir Rauða krossins í Garðheimum
Síðastliðna helgi voru haldnir Stórhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín.

Skyndihjálparmaður ársins 2016
Skyndihjálparmaður ársins 2016 er Unnur Lísa Schram en hún bjargaði eiginmanni sínum, Eiríki Þórkelssyni á öðrum degi jóla með ótrúlegum hætti.

112 dagurinn haldinn hátíðlegur laugardaginn 11. febrúar um allt land
112 og viðbragðsaðilar bjóða almenningi að skoða græjur og hitta 112-fólkið á Hörputorgi og við Reykjavíkurhöfn 11. febrúar.
Forseta Íslands verður bjargað úr Reykjavíkurhöfn auk þess sem skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur og verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni.

Sex starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins myrtir
Sex starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) voru myrtir í Afganistan í dag og enn er óljóst um afdrif tveggja annarra starfsmanna. Ekki er vitað hverjir stóðu að ódæðisverkinu, en starfsmennirnir voru í Jawzan héraði þegar árásin var gerð.

Ýmis námskeið í boði á höfuðborgarsvæðinu
Ýmis námskeið eru á döfinni hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Hér má sjá nánara yfirlit yfir þau.

Mexíkósk stemning á opnu húsi næstu vikur

Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík gefur búnað og tæki til öldrunardeilda Landakots
Í desember sl. fengu öldrunardeildir á Landakoti ýmsan búnað og tæki að gjöf frá Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík. Tækin munu nýtast starfsfólki en ekki síður sjúklingum við að ná bata og auðvelda líf sitt.