
Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir Jemen skilar 47 milljónum króna - jafngildir matarbirgðum fyrir 49 þúsund börn í mánuð
Í dag lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen.

50 ára afmæli Rauða hálfmánans í Palestínu aflýst vegna átaka
Þann 13. desember sl. fagnaði Rauði hálfmáninn í Palestínu 50 ára afmæli sínu í skugga hernáms og átaka á herteknu svæðunum í Palestínu. Fulltrúar Rauða krossins á Íslandi voru í Palestínu í tilefni afmælisins ásamt fleiri fulltrúum úr alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Jemen framlengd til 27. desember
Fjölmörg sms og innlagnir hafa borist undanfarna daga og eru nú vonir bundnar við að söfnunin muni ná að safna mat fyrir 20 þúsund börn í einn mánuð.

Landsvirkjun og Arion styrkja jólaaðstoð Rauða krossins
Í vikunni bárust Áfallasjóði Rauða krossins rausnarleg framlög frá Landsvirkjun og Arion banka.

Styrkur til jólaaðstoðar Rauða krossins
Samiðn, Byggiðn og FIT styrktu jólaaðstoð Rauða krossins í vikunni

Góði hirðirinn styrkir Áfallasjóð Rauða krossins
Í dag veitti Góði hirðirinn Áfallasjóði Rauða krossins eina milljón króna við hátíðlega athöfn í starfsstöð Góða hirðisins.

Stefnt að söfnum á mat fyrir 20 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð
Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Söfnunin hefur gengið vel og safnast hefur upphæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð.

Alþjóðlega Frímúrararegla karla og kvenna (LE DROIT HUMAIN) styrkir börnin í Jemen
Framlag þeirra gefur 517 börnum mat í heilan mánuð

Vinir perla til styrktar Rauða krossinum
Vinir perla til styrktar Rauða krossinum. Allt framlag frá börnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum.

Styrktu stöðu ungra stúlkna í Malaví
Í aðdraganda jólanna vill Rauði krossinn minna á að hægt er að láta gott af sér leiða yfir hátíðarnar með því að gefa gjafir til góðra verka. Á heimasíðu Rauða krossins er hægt að kaupa gjafabréf til styrkar starfi félagsins innanlands og erlendis.

Aðventuhátíð í Sunnuhlíð
Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og um helgina var haldin aðventuhátíð. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undir sönginn og nutu samverunnar saman.

Oddfellow styrkir Konukot og Frú Ragnheiði
Í síðustu viku styrkti Oddfellowreglan tvö verkefni Rauða krossins.

Afgangsgarn nýtist í verkefni Föt sem framlag
Í morgun biðu okkar fimm fullir pokar af garni fyrir utan skrifstofu Rauða krossins í Kópavogi.

Lífróður til styrktar Frú Ragnheiði hefst í dag
Sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanna fyrir Frú Ragnheiði sem ætla að róa í sjö daga, stanslaust í eina viku.

Sálfræðingar á vegum Rauða krossins á Íslandi við störf í Malaví
Sálfræðingarnir Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtíma þróunarverkefninu Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga í þremur sunnanverðum héruðum landsins.

Bókagjafir til skjólstæðinga Rauða krossins
Barnabókahöfundar gáfu flóttabörnum bækur og bókaforlagið Bjartur gaf gestum Vinjar tíu bækur

ASÍ styrkir jólaaðstoð Rauða krossins
Í vikunni afhenti ASÍ jólaaðstoð Rauða krossins 800 þúsund krónur. Styrkurinn mun koma að góðum notum fyrir úthlutun Rauða krossins þessi jólin.

Jólastyrkur frá Krónunni
Í síðustu viku barst Rauða krossinum styrkur til tveggja verkefna félagsins frá Krónunni.

Friðarverðlaun Nóbels voru veitt í gær
Í gær hlutu baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á notkun kynferðislegs ofbeldis sem vopn í átökum og hernaði.

Styrkur frá N1
Í síðustu viku styrkti N1 skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um eina milljón króna

Afmæli Rauða krossins á Íslandi er í dag
Í dag, 10. desember, er afmæli Rauða krossins á Íslandi. Á þessum degi árið 1924 var Rauði krossinn á Íslandi stofnaður á stofnfundi félagsins sem haldinn var í Reykjavík.

Hátíðarfundur í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
Verður haldið í Veröld - húsi Vigdísar, mánudaginn 10. desember frá kl. 09:00 - 11:00.

Samstarf milli Rauða krossins og Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ)
Á dögunum skrifuðu Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ) og Rauði krossinn á Íslandi undir samstarfssamning. Í samningnum felst viljayfirlýsing um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál svo og að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis.

Vel heppnuð sjálfboðaliðagleði
Sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ var haldin á alþjóðadegi sjálfboðaliðans þann 5. desember.

Hátíð barnanna í stríðsátökum
Á meðan við höldum jól er fjöldi fólks á flótta víða um heim. Nýverið hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun fyrir Jemen vegna skelfilegs ástands almennings þar í landi . Ein af aðalorsökum þess að fólk í Jemen er á flótta eru vopnuð átök andstæðra fylkinga í landinu.

Rauði krossinn í samstarf við Háskóla Íslands
Háskóli Íslands afhendir tölvur sem nýtast munu í margvísleg verkefni félagsins til stuðnings flóttafólki.

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag, 5. desember. Rauði krossinn vill nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda sjálfboðaliða sem bjóða fram aðstoð sína og gera starf félagsins mögulegt.

Sex nýir sjálfboðaliðar útskrifast af hundavinanámskeiði Rauða krossins
Í síðustu viku kláraðist fyrsta hundavinanámskeiðið sem haldið var eingöngu af sjálfboðaliðum hundavinaverkefnis Rauða krossins. Sex nýjir sjálfboðaliðar útskrifuðust og þrír reyndir hundar voru endurmetnir fyrir áframhaldandi starf. Við óskum þeim öllum til hamingju með áfangann.

Félagsvinir eftir afplánun - Opið hús fellur niður 5. des
Opið hús fyrir verkefnið félagsvinir eftir afplánun fellur niður 5. desember vegna sjálfboðaliðagleði.

Oddfellowar veita Frú Ragnheiði aðstoð
Í gær veitti félag Oddfellowreglunnar á Íslandi Frú Ragnheiðar verkefni Rauða krossins fólksbíl sem mun vera notað til að aðstoða skjólstæðinga verkefnisins

Leiðsögumanna verkefni Rauða krossins til umfjöllunar í TedX Reykjavík
“The project connects two people who would have probably not met otherwise, which is a beautiful thing.”

Laust starf lögfræðings
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir lögfræðingi í réttaraðstoð við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Matráður
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.

Jólahefti Rauða krossins 2018 er komið út
Jólaheftið þetta árið er unnið í samstarfi við listamanninn Inga Hrafn Stefánsson, sem hefur margsinnis sýnt á vegum Listar án landamæra.

Spilað til styrktar Útmeða
Leikur Vals og Breiðabliks í Domino´s deild karla á föstudaginn verður leikinn til styrktar átakinu Útmeða og mun allur hagnaður af miðasölu ganga til átaksins

„Börn í Jemen lifa í stöðugri ógn “
Elín Jakobína Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, hefur starfað sem sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða Krossins í Jemen og þekkir ástandið í landinu af fyrstu hendi.

Sendifulltrúi við störf í Mósambík
Störf hans eru hluti af samstarfi Rauða krossins á Íslandi og Íslandsbanka þar sem vinnuframlag þeirra er hluti af Hjálparhandaverkefni Íslandsbanka

Alþjóðlegi salernisdagurinn er í dag
Rauði krossinn á Íslandi notar daginn til að vekja sérstaka athygli á blæðingum kvenna á átakasvæðum

Landsbankinn og Framúrskarandi fyrirtæki styðja jólaaðstoð Rauða krossins
Styrkurinn er afhentur í nafni 857 fyrirtækja sem hlotið hafa viðurkenningu Creditinfo

Umsögn um frumvarp til laga
Rauði krossinn birtir hér umsögn sína um frumvarp til laga um breytingar á lögum um útlendinga og lög um Schengen upplýsingakerfið á Íslandi.

Rauði krossinn á Íslandi bregst við neyðarástandi í Palestínu
Rauði krossinn á Íslandi hefur nýverið styrkt hjálparstarf Rauða hálfmánans í Palestínu og Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) um 35 milljónir króna vegna ástandsins í Palestínu

Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík
Verður haldinn laugardaginn 17. nóvember frá kl.13-16 í húsi Rauða krossins í Efstaleiti 9

Umsögn um reglugerð
Rauði krossinn birtir hér umsögn sína um drög að reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Viltu taka þátt í vinaverkefni?
Vinaverkefni Rauða krossins hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun. Sjálfboðaliðar um allt land sinna verkefninu og helsta hlutverk þeirra er að veita félagsskap og hlýju.

Viltu fá innsýn í hvernig er að vera á flótta?
Ungmennahópur Rauða krossins setur upp hlutverkaleikinn Á flótta.

Mikill fjöldi sendifulltrúa við störf
Fjöldi sendifulltrúar Rauða krossins héldu af stað í verkefni í október og hefur sendifulltrúastarf félagsins sjaldan verið jafn fjölbreytt og öflugt.

Neyðarsöfnun fyrir Jemen
Þú getur stutt starf Rauða krossins í Jemen með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.

Sameining deilda á Austurlandi
Rauða kross deildirnar á Vopnafirði og Héraði- og Borgarfirði eystra sameinast í Rauða krossinn í Múlasýslu

Prjónakaffi nú tvisvar í mánuði í Kópavogi
Sjálfboðaliðar Föt sem framlag í Kópavogi hittast núna tvisvar sinnum í mánuði í prjónakaffi.

Söfnun til styrktar Rauða krossinum
Tómas Andri Gunnarsson safnaði pening í hverfinu sínu til styrktar Rauða krossinum

Viltu taka þátt í skemmtilegu sjálfboðnu Rauða kross starfi?

Bann við kjarnorkuvopnum
Rauði krossinn hvetur íslensk stjórnvöld til að skrifa undir og fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum.

Leitum að "reddara"
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að "reddara". Þetta er sjálfboðaliðastarf sem felst aðallega í því að fara og sækja matvörur í fyrirtæki.

Tombóla við Krónuna
Vinirnir Baldur Björn, Viktor Valur og Þórir Sólbjartur héldu tombólu við Krónuna á Höfða.

24 einstaklingum sleppt úr haldi í Suður-Súdan
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) staðfesti í síðustu viku að 24 einstaklingum sem verið höfðu í haldi hefði verið sleppt.

Flóamarkaðir í Stykkishólmi
Þær Sesselja og Hugrún María héldu flóamarkaði í sumar í bænum sínum, Stykkishólmi, og gáfu ágóðann til Rauða krossins.

Símavinir
Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.

Lof mér að falla styrktarsýning
Fimmtudaginn 18. október verða haldnar sérstakar styrktarsýningar á Lof mér að falla í Borgarbíó Akureyri klukkan 17:00 og Háskólabíó klukkan 20:50 og 21:00. Allur aðgangseyrir rennur til skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, Ungfrú Ragnheiði á Akureyri og Konukot.

Alþjóðlegi endurlífgunardagurinn
16. október ár hvert er haldið upp á alþjóðlega endurlífgunardaginn, en í ár er athyglinni beint að grunnendurlífgun, undir slagorðinu „við getum öll bjargað lífi“. Það er mikilvægt að kunna réttu handtökin þegar á reynir!

Heimsókn á Listasafn Íslands

Heimsókn Yves Daccord framkvæmdastjóra ICRC til Íslands
Í dag fór fram fyrirlestur Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) um markvissa baráttu Rauða krossins gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum og aðgerðir hreyfingarinnar til að aðstoða þolendur.

100 ár liðin frá Kötlugosi
Við minnumst þess í dag að öld er frá því Kötlugos hófst. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru eins tilbúnir og hægt er fyrir eldgos og aðrar náttúruhamfarir.

Áskoranir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum
Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) mun tala á opnum fundi Rauða krossins á Íslandi og Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands mánudaginn 15. október nk.

Stórhundadagar í Garðheimum
Síðastliðna helgi voru haldnir Stórhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín.

Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir sjálfboðaliðum í hundavinaverkefni.
Ef þú hefur áhuga á að gerast heimsóknarvinur með hund vinsamlegast hafðu samband í síma 570-4060/570-4061 eða á [email protected]

Skutlur til sölu!
Vinkonurnar Sunna Dís, Ágústína Líf, María Mist og Hrafndís Veiga föndruðu skutlur sem þær seldu.

Laust starf hjúkrunarfræðings í Frú Ragnheiði
Rauði krossinn í Reykjavík leitar að hjúkrunarfræðingi í 50% starf í skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði.

Open house after imprisonment
At the Network after imprisonment we have an open house in Hamraborg 11, every Wednesday from 19:00-21:00

Félagsvinir eftir afplánun
Rauði krossinn í Kópavogi er með opið hús fyrir einstaklinga sem hafa lokið afplánun alla miðvikudaga frá klukkan 19:00 til 21:00

Hundavinir Rauða krossins í Garðheimum
Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín.

Tombóla á Akureyri
Þær Anna Björg, Ásta Ninna, Inga Karen, Karlotta Klara, Sól og Þórhildur Eva héldu tombólu.

Rúmlega 100 milljón króna framlag til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó
Ebólufaraldur og vopnuð átök í Kongó kalla á stuðning frá Íslandi

Smíðuðu nammivél
Þau Karl, Jónas, Bragi og Sigríður Dúna smíðuðu nammivél og seldu sælgæti til styrktar Rauða krossinum.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokks í heimsókn
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heimsótti Rauða krossinn á dögunum.

320 ungbarnapakkar útbúnir
Í síðustu viku fór fram fatapökkun þar sem sjálfboðaliðar verkefnisins Föt sem framlag náðu að pakka fallegum ungbarnaflíkum í 320 pakka sem síðan verða sendir út til Hvíta Rússlands.

Vegna fréttaflutnings af sjúkrabílum
Rauði krossinn gerir athugasemdir við fréttatilkynningu velferðarráðuneytisins frá 11. september sl.

Snúum bökum saman og vinnum gegn einmanaleika
Heimsóknavinir Rauða krossins er verkefni sem miðar fyrst og fremst að því að létta fólki lífið og rjúfa félagslega einangrun. Hlutverk heimsóknavina er að veita nærveru, hlýju og félagsskap.

Laust starf húsvarðar
Rauði krossinn á Íslandi leitar að húsverði í 40% starf á starfsstöð sína að Efstaleiti 9.

Æfingin skapar meistarann fyrir alla sem vilja þjálfa sig í íslensku
Rauði krossinn í Kópavogi í samstarfi við Mími-símenntun fer aftur af stað með verkefnið Æfingin skapar meistarann sem er fyrir alla sem vilja þjálfa sig í íslensku og kynnast fólki í leiðinni.

Fallegar og hlýjar peysur
Margrét prjónaði þessar fallegu peysur en þær verða sendar út til barna í Hvíta Rússlandi.

Tombóla og gjafir til Konukots
Þær Eygló Angaríta og Hafrún héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum.